Heimskringla - 25.09.1935, Side 4

Heimskringla - 25.09.1935, Side 4
4 SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. SEPT. 1935 'Pidmskrittcilci (StofnuO 1SS8) Kemur út á hverjum míðvikudegl. Eigendur: THE VIKING PBESS LTD. S53 oo 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimia 86 537 VerS blaðslns er $3.00 árgangurinn borgtat ryrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. tJU vlðskifta bréf bteðinu aSlútandl sendiat: Manager THB VIKINO PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINOLA 853 Sargent Ave., Winnépeg “Heimskringia” is published and printed by THE VIKIVO PRESE LTD. 863-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telepiione: 86 537 WINNIPEG, 25. SEPT. 1935 KING “FRÁ MEÐ LÖGUM” Eftir ræðuna, sem King leiðtogi lib erala, hélt í Brandon síðast liðinn fimtu- dag, getur engum dulist, að hann er “frá með lögum”. Hann hefir ekki hrærst um hænufet með nútíðinni í fjórðung aldar eða meira. Stefna hans og við- horf á hlutunum er það sama og það var fyrir tugum ára. Maðurinn er skoð- analega dagaður uppi. Aðal atriðið í stefnuskrá hans eru toll- mál og utanríkisverzlzun- Og um þessi mál flutti hann sömu delluna og liberalar hafa gert síðast liðna hálfa öld. Um fríverzlunarstefnu fyrir Canada eða gífurlega tolllækkun er tilgangslaust fyrir King að ræða, af tveimur ástæðum. Canada getur aldrei kept við Bretland eða önunr lönd á því sviði um heimsvið- skifti. Þó það væri vel þegið í Bretlandi, sem æskir og hefir ávalt að því kept, að nýlendurnar gæfu sig við engu öðru en frumiðnaði, en léti því eftir alla verk- smiðjuframleiðslu, sjá nú allir og það fyrir löngu, að Canada á enga framtíðar- von með því. Það yrði að minsta kosti hundrað ár á eftir öllum framfaraþjóðum heimsins, ef það tæki upp þessa stefnu. Vér erum ekki að sakfella Bretann fyrir þetta. Það stafar bara af ólíkri afstöðu landanna, því að þjóðarhagurinn er ekki í hinu sama fólginn hjá þeim og hér. í öðru lagi dettur King ekki til hugar, að hreyfa við tollmálum þessa lands, þó hann tæki hér við stjóm- Hann veit eigi síður en þjóðin í heild sinni, að Canada yrði gjaldþrota á stuttum tíma, ef hann gerði það að nokkru ráði, enda segir hann það í Austur-Canada, að til slíks komi ekki, þó hann haldi það góða og gilcia kosningavöru fyrir Brandon-búa. 1 Brandon-ræðunni hélt King því fram, að Bennett hefði verið ónýtur að ná í við- skifti annara þjóða og benti á viðskifta- samninga sem Bandaríkin og Bretland og fleiri lönd hefðu gert við ýrtísar þjóðir á kreppuárunum. Ágætt dæmi af því hvers virði slíkir samningar hafa verið, er það, að allar þjóðimar, sem hann taldi upp hafa ver haldið sínu en Canada á kreppuárunum. Erlend viðskifti þeirra hafa mínkað mikið meira hlutfallslega en viðskifti Canada. Á þetta hefir áður verið bent í þessu blaði með tölum, úr skýrslum Þjóðabandalagsins sem hvorki liberölum né öðrum er til neins að rengja. En King segist hefði getað gert betur en Bennett og muni reynast duglegri verði hann nú kosinn. Era miklar líkur til þess? Úr því að hann tapaði viðskift- unum árin 1929 og 1930 eins og raun varð á, má hver trúa því sem vill, að hann sé maðurinn til að heinfta þau aftur. Tilfinnanlegasta viðskiftatapið sem Canada hefir orðið fyrir, var síðast á ár- inu 1929, er hveitimarkaðurinn tapaðist og aðeins 124 miljón mæla seldust út úr landinu, og aftur í byrjun ársins 1930, er Bandaríkin lokuðu nautgripamarkaðinum héðan og sala fyrir Za miljón nautgripi árlega féll úr sögunni. Þetta hvort- tveggja hafa orðið þyngstu búsifjar bónd- ans. En var það Bennett, sem markaði þessum tapaði? Ónei. Það var á stjóm- artíð Kings, sem þetta slys skeði- Qg það var vegna þessa, að liberölum var sparkað frá völdum 1930, þó þeir vilji ekki kannast við það og hafi ávalt látist koma ósigur sinn ókunnuglega fyrir sjónir. En með þessu er ekki alt talið. Mark- aðurinn tapaðist í nálega öllum greinum svipað þessu. Uní áramótin 1929 og 1930, var sölu í Bandaríkjunum lokað á 52 niiljónum punda af smjöri, osti, o. s. frv. héðan. Það var nú alveg nógu slæmt í sjálfu sér. En þama bættist grátt ofan á svart. Á gama tíma og bóndinn er svift- ur þessum markaði í Bandaríkjunum, sviftir Kingstjómin hann markaði þessa lands með því að láta flytja inn til Can- ada yfir 40 miljón pund af smjöri frá Ástralíu! Hér með er þó ekki alt talið. Eftir að Banadríkin em búin að loka markaði sínum á þessum umræddu árum fyrir búnaðar-afurðum héðan, lætur King þau flytja á sama tíma inn í Canada þessar sömu búnaðar vörur svo að nemur 300 miljón dollurum! Það mun verða erfitt að benda á ráðs- lag þessu líkt hjá nokkurri stjórn fyr eða síðar. En vitið gefa menn sér ekki sjálfir, svo við því er ekki neitt hægt að gera. En yfirdrepsskapurinn og hræsnin, sem King bauð kjósendum upp á í ræðu sinni, þeg- ar hann er að minnast á fyrri stjórnartíð sína, ætti að vera rekin til baka ofan í hann 14 október. Henni er ekki á annan hátt betur svarað. King telur Bennett harðdrægan í við- skiftum við aðrar þjóðir og það sé á- stæðan fyrir því að hann geri ekki við- skifti við þær. Sjálfur kveðst hann með mýkt og góðvild geta miklu meiru orkað, er til samningagerða komi. Það getur satt verið, að King gangi vel að gera samninga. En hvað er með þeim samningum fengið, sem þjóðin stór- skaðast á, eins og á nálega öllu samn- inga-káki Kings? Á samningum sem hann gerði við Bret- land, Bandaríkin og Ástralíu á sinni stjórnartíð, stórtapaði þjóðin og er á sumt af því nú þegar minst. En King gerði samninga einnig við Frakkland og setti um 200 vörutegundir á tollívilnunar- skrána. Hvað þær hétu gerir auðvitað minst til, en þetta eru nöfn nokkurra: diethysolphanadimethylmetaham, mono- methylparamidocresal, tetramethyldia- midebenzophenone, tetrachlorophthalic, o. s- frv. Oss er sagt að fyrsta vöruteg- undin sé eiginlega svefnduft. En annars geta liberalar sem þú, kjósandi sæll, hitt- ir á götunni frætt þig um þær. í stað- inn fyrir þetta dýrmæti, átti Frakkland að kaupa hveiti héðan. En af því að Frakkar sáu að King var ljúfmenskan ein í viðskiftamálum, settu þeir 80 centa toll á canadiska hveitið. Varð því að greiða fyrir þetta sem nam orðið 20 miljón dollurum í gulli! Er sagt að eitt- hvað sé til af því enn í heildsölulyfjabúð- um, því í dýrtíðinni hér gekk það ekki ört út. Kvenþjóðin vestræna kærði sig ekkert um að verða að Parísarbrúðum, nema konur æðstu embættismanna, og karlmenn sofnuðu eftir dagsverk sitt án svefnlyfja. Svona slunginn samningamaður hefir King nú reynst. Að honum hafi farið það fram síðan og að hann geti nú með sam'ningaklókskap gínum bjargað landinu munu fáir trúa og það þó hann segi sjálf- ur frá. Liberalar látast stundum vera að því að finna að Ottawa-samningunum, sem Ben- nett gerði. Eru þeir þó eitthvað annað en þetta sýnishom af samningagerð Kings... Var í síðasta blaði bent á mark- aðsmðguleikana, sem þeir höfðu skapað, svo um það skal ekki fjölyrt hér, nýja markaðsmöguleika, í stað þeirra, sem King hafði glatað. Ef þjóðin hefði ekki tekið í taumana 1930, eins og hún gerði, er alveg óvíst að Canada hefði haldið sínu elns og það hefir gert. Að hafa ofan á alt annað bjargað hverju fylki landsins frá gjald- þroti, eins og Bennett hefir gert, hefir hann áþreifanlega Sýnt, hver stjórnari hann er. Það getur verið að við eigum annan betri, en hann er ekki kominn í leitimar ennþá. SMÆLKI I ræðunni, sem King hélt s. 1. viku í Brandon, mintist hann á 4 miljón dala á- vísunina sem hann færði Bracken-stjórn- inni er hnn var hér í kosningaleiðangr- inum 1930 og sem var fyrir að hafa haldið auðslindum fylkisins. Því er King að ergja mann með því að rifja þetta upp eins og fór með ávísunina. * * * Atvinnuleysið ætlar King að lækna með 'því að kjósa nefnd til að rannsaka hve mikil brögð em að því. Og eftir að sú rannsókn hefir farið fram, á að byrja á lækningunni. Maður veit nú að vísu ekki, hvemig rannsókn þessari verður háttað, en verði hún eitthvað í líkingu við það, er tekið var undir kviðinn á gemsum heima til að vita hvernig þeir fóðruðust, þarf allstóra nefnd til þessa ef rannsóknin á að vera lokið áður en hinir bágstöddu eru allir horfallnir. Þessi nýja stefna Kings í atvinnuleysismálinu, minn- ir á hina fyrri stefnu hans, en hún var sú, að glæpsamlegt væri að veita 5 cents úr ríkisfjárhirzlunni til styrktar atvinnulaus- um. Auk Ottawasamninganna, sem eru við- skiftasamningar við Bretland og allar ný- lendur þess og sem meðal annars hefir leitt af' ný eða meiri viðskifti við Suður- Afríku en áður, hefir Bennett gert við- skiftasamninga við þessar þjóðir: Þýzka- land, Frakkland, Austurríki, Brazilíu og .Pólland- Þrátt fyrir þetta hélt King fram í ræðu sinni í Brandon, að Bennett hefði ekki gert samninga við þjóðir sem neinu næmi utan brezka ríkisins. UM TOLLVERND W. R. Morson heitir nafnkunnur hag- fræðingur í Toronto-borg. Maðúr sem til hans leitaði um skýringar á tollmálun- um, sem svo mikið er sagt um í þessum kosningum, fékk frá honum eftirfylgjandi svar: I hvaða mynd semf um vernd landsins er að ræða, er hún ekki ólík vemd heimil- isins. Canada er ekki annað en samsafn iheimila, svo þetta er ekki óeðlilegt. Ef einhver í fjölskyldu þinni væri svo eyðslu- samur að þú fengir ekki varist skuldum, tækirðu fljótt í tauminn, af því að þér er ljóst hvað af því leiddi. Þú sæir að fyrir það yrði að greiða með heimilinu sjálfu á endanum. Um það hvað gera þyrfti væri engin efi í huga þínum. En getur því verið öðru vísi farið, með aðrar fjöl- skyldur, eða allar fjölskyldur landsins til saman? Eg sé engan mun á því. Hvernig gerist þetta? Eg ætla að reyna að skýra það, svo ekki sé hægt að af- saka sig með að það hafi ekki verið gert, ef þjóðarheimilið verður boðið upp fyrir hvernig atkvæði var greitt. Ef við kaup- um brjóstsykur í Buffalo fyrir 5 cents og greiðum fyrir það í canadiskri mýnt, er peningurinn sendur til Canada af bönk- um syðra, en hjá Canadastjórninni er skrifuð 5 centa skuld. Þegar Canada kaupir vömr fyrir $1000 í Bandaríkjun- um, Kína, Ástralíu, Argentínu, eða ein- hvers staðar í víðri veröld, er sú upphæð færð Canada til skuldar í New York. Þegar Canada selur eitthvað til annara landa, er það fært því til innleggs í New York, því þar er gerður reikningsjöfnuð- ur yfir alt er Canada kaupir og selur í öðrum löndum. Ef inneign okkar verður meiri en útgjöldin, er okkur greitt það í erlendum verðbréfum. Ef við aftur á móti skuldum, verðum við að selja can- adisk verðbréf í Bandaríkjunum eða ann- arstaðar- Til þess að forðast skuldir, er okkur einn vegur fær og hann er sá, að kaupa minna erlendis. Hvað við seljum, er undir kaupendum erlendis komið. Elrlend viðskifti er talað um sem bein og óbein (eða visible og invisible), eins og viðskiftin heima fyrir. Óbein útgjöld heiidilis eru t. d. rentur, skattar, læknis- kostnaður, lögfræðingakostnaður o. s. frv. Óbeinu útgjöldin eru jafn tilfinnan- leg hinum beinu, eins og gefur að skilja. Hér á hið sama við um landið og heim- ilið. Að koma auga á hvað heillavænlegt sé landinu, er ofur auðvelt. Heill þess er sú sama og heimilisins. Ef landið kaupir meira en það selur, verður það að svo miklu leyti, eign útlendinga og við verð- um í sömu hlutföllum leiguliðar þeirra er- lendu eigenda. Þeir hafa komist yfir verðbréf okkar fyrir eignunum. Þeir eiga svo mikið af landinu og biðja um skatt sinn af því, sem skuldinni nemur, er út úr landinu fer. Á stjórnarárurö Kings nam tekjuhalli viðskifta vorra sem næst 200 miljón doll- urum á ári. Til þess að jafna reikninginn !höfum við selt verðbréf og eignir lands- ins erlendis, er skuldinni nema eða 200 miljón dölum. Þessu hefir haldið áfram, unz að útlendingar eiga nú orðið sex biljón dollara virði í eignum í þessu landi. Það svarar til að þeir eigi alt landið frá Winnipeg og vestur á strönd, eða frá Montreal austur á strönd, sem verður nærri einum frjóða af þjóðeign Canada Af eign þessari verðum við að greiða í rentur eina miljón dollara á dag! Fjár- hæðin sem við verðum að greiða þessum erlendu landeigendum eða lánardrotnum vorum, er meira en helmingi meiri en sú, er Þýzkaland varð að greiða erlendum þjóðum, eftir Versalasamningunum sælu. Sú upphæð nam 132 biljónum gullmarka eða um 17 biljónum dollara og átti að greiðast á 80 árum. Það verður samt ekki nema $261 á hvem mann, þar sem þessi skuldabyrði vor er $600 á hvem mann. Hugsið ykkur haginn af því, ef þessir miljón dollarar sem við greiðum fjarlægum landburgeisum daglega og sendum út úr landinu, væru lagðir í iðnað, verzlun eða bún- að í þessu landi! Eg hefi ekki ennþá hitt neinn hagfræðing, er hefir getað sagt mér hvemig landið ætti að verjast gjaldþroti, ef haldið er áfram' að kaupa meira erlendis en selt er. Eina leiðin til þess að bjarga landinu frá því að seljast við hamars högg, eru nægilega háir vernd- artollar til þess, að innkaupin verði ekki meiri en salan sem við gerum nemur. Þegar tekjur og útgjöld standast ekki nokk- urn veginn á, er hverju ein- staklings heimili og hverju þjóð- arheimili, sama bráða hættan búin. Afleiðingamar af því eru svo alvarlegar, fari innkaupin ávalt fram yfir það, sem gjald- þolið nær, að eg skoðaði það svik af mér við þetta land, að greiða atkvæði með því, að slakað væri að nokkrum mun á núverandi tollvemd Canada. Sú mesta heill, sem unnin hef'ir verið þessu landi síðan sambandið var stofnað, er sú, er kemur í veg fyrir að það sé selt í hendur útlendingum'. Bennett- stjórnin er eina stjórnin, sem þetta hefir gert. Að hafna henni, væri sú hrapallegasta fífl ska, sem eg get hugsað mér. Mr. King segist ætla að mölva niður tolla Bennetts. í því felst ekkert annað en það, að hann ætli að steypa landinu í gjaldþrot. Hann lækkar toll- ana niður. í það sem þeir voru á hans stjómartíð og leyfir að flytja vörur svo að nemur 200 miljón dollurum meira inn í landið en út er flutt á ári. Sala landsins í hendur útlendinga gengur greitt með því. Sé í- búum þessa lands eins ant um landið, og sín eigin heimili, munu þeir af fremsta megni vinna að því, að stjóm þess veröi falin þeim, er þeir treysta til að vemda heill þess, heiður og sjálfstæði- NOKKUR ORÐ TIL ATHUGUNAR Það er spursmfál hvort Cana- disk þjóð hefir nokkurntíma staðið andspænis jafn alvarleg- um kosningum og þeim, sem í hönd fara 14. okt. n. k. Til þess að fyrirbyggja mis- skilning strax í upphafi skal eg lýsa því yfir, að eg er alókunnur í pólitískum rangölum og rata þar ekki snúning. Mér skilst að þessi yfirlýsing gefi mér rétt til þess að leggja orð í belg, því að eg álít að pólitísk þekking nú- tímans sé blekking hans á sorg- legasta hátt í flestum tilfellum. Annað mál er það að fullyrða má, að hver maður með meðal viti, sem kominn er nokkuð til aldurs, er búinn að lenda í þeirri harðbrák á sviði mannfélags- mála þeirra, sem einkent hafa síðastliðin ár, að hann getur ó- hikað talað af viti. Það er sagt um Aberhart — hina stóru stjörnu mannfélags- málanna þann dag í dag, að hann hafi enga þekking haft á stjórnmálum fyrir ári síðan. En nú virðist hann vera að setja á stofn vísindalegt stjórnmála og mannfélagsmála kerfi, sem hef- ir hið sannleiksgildandi lögmál nútíbans að bakhjarli. Eftir þeirri öldu að dæma, sem “So- cial Credit” floþkurinn hefir vakið í hugum manna er á- stæða til að ætla að hinni gömlu pólitík — sem á rætur í dauðu, úreltu skipulagi og skil- ur ekki nútíðina betur en átt- ræður maður æskufjörið — finnist þrengra fyrir dyrum en áður. Það má að sjálfsögðu gera ráð fyrir að hin gráhærða póli- tík verði þrándur í götu þessa nýmælis. — En brautin er opn- uð — “og aftur mun þar verða haldið á stað unz brautin er bortin til enda.” Eg hlýddi fyrir skömmu á þingmannsefni Liberala Mr. J. T. Thorson, snjallan ræðumann. En allar voru hugmyndir hans gamlir leikir. Og flokksmaður var hann upp á punkt og prik á gamla móðinn. Engir voru góð- ir nema liberalar, engir réttir nema liberalar og engir gátu frelsað Canada nema liberalar. — Gömul hugsjón í sparifötum, sem sár vonsvikin reynsla sér í gegnum- Mr. Thorson lýsti á- kveðið yfir, að hann skildi ekki nýmæli Albertafylkis. SKk yfir- lýsing er auglýsing á flokks- manninn. Það er sorglegt að jafn velgefinn maður og Mr. Thorson skilur ekki nýjar hug- sjónir. Og af því verður skilj- anlegt hversvegna að hann fylgir svo fast liberala flokkn- um — frjálslynda flokknum, sem bygður er á einstaklings framsókn. — En einstaklings framsókn er eðlisfarsleg móðir peningavalds og vélavinnu. — Síðan þau börn hennar komu til aldurs, varð hún sá erkióvinur mannkynsins, að djöfullinn sjálfur í almætti sínu á svörtu öldunum, er ekki hálfdrætting- ur á móti henni, og þótti hann þó ítækur á þeim árum. Það er annars rannsóknar efni fyrir sálarfræðinga, þegar augu góðra drengja og gáfaðra manna, em svo haldin af van- ans villum, að þeir ekki sjá að einstaklings framsóknar hyggj- an er > að eyðileggja farsæld manna og drepa allan andlegan þroska þeirra. Ef aðgættur er fátækari hluti mannkynsins, sem er mestur hluti þess, dylst ekki að líkt er og hann beri drápsklyfjar, þó að enginn baggi sé sýnilegur. Þessar drápsklyfjar, sem beygja bakið í keng og höfuðið niður á bringu, eru vonlausar áhyggjur um, viðunanlegt fæði, húsnæði og klæði fyrir næstu mánuði. Og eftir h'tinn tíma, steypist þessi miklu méiri hluti áfram á fjóra fætur og stendur ekki upp aftur, ef sú hugmynd heldur velli að endurlausn hans sé að finna í einstaklings framsókn. í gamla daga hélt einstakl- ings framsókn innreið sína í þennan heim! og kjörorð henn- ar: “Allir hafa sama tækifæri”, hljómaði frá heimskauti til heimskauts. Þetta hreif menn- ina eins og rafurmagn; og hver hugsaði og hrópaði í sínu homi. “Eg hefi tækifæri til að verða mestur!” Allir þutu á stað. Þá byrjaði hið blóðuga kapphlaup. Margir gerðu ótrúlega hluti. — Vísindi efldust. Vélar voru fundnar upp, og listin tók snjó- inn af gluggum himins. En á meðan þessu fór fram, hélt al- máttugur guð, — sem er mönn- unum æðri — áfram að skapa menn eftir sínu lögmáli- Upp- runalegt eðli þess lögmáls er, að allir eru fyrst og fremst skapaðir í kross — og allir hafa sama rétt og sömu löngun til lífsins gæða. En þegar til hæfi- leika þeirra kemur að þreyta kapphlaup lífsins, er mismun- urinn svo mikill, að enginn nema guð einn getur skilgreint hann. Þetta hafði einstaklings fram- sóknin ekki aðgætt. Þá var það einn dag, að reynslan, sem er vitrust í mannheimi, fór til baka um farinn veg kapphlaups- ins, og sú sýn, sem fyrir augu hennar bar, varð ógleymanleg. Vegurinn var alþakinn dauð- um og deyjandi mönnum. — Sumir höfðu dáið úr hungri, aðrir troðist undir. En mörg- um* 1 þeirra veikbygðari var kast- að út af veginum af olnboga- skotum hinna sterku. Þar lágu þeir og vissu fætumir upp en höfuðin niður. Þegar reynslan kom aftur til baka, og leit fram eftir vegin- um, var alt stansað — allir þeir sterkustu, sem flest gáfu oln- bogaskotin og færastir voru í kapphlaupinu, höfðu girt fyrir veginn með aflstöð, sem náði upp til skýja. Frá aflstöðinni lágu sogpípur 'til fjöldans. Píp- urnar soga hann og sugu. Fyrst alt seml hann átti svo vit hans og seinast blóð hans. Á þessum pípum lifðu þeir sterku hvern dag í dýrðlegum fögnuði.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.