Heimskringla - 25.09.1935, Blaðsíða 6
6. SÍÐA
HEIMSKRINCLA
WINNIPEG, 25. SEPT. 1935
BELLAMY
MORÐMÁLIÐ
“Það er mest einfalt. Monsjör Platz hefir
verið mér fyrirtaks vinur og ráðgjafi. Þegar
eg segi honunf að mér sé mikil þörf hvíldar,
þá bendir hann mér á, að kvenmaður ungur,
aleinn og ekki alveg laus við löðun, mætti
kannske finna meiri ró ef heimurinn héldi hana
gifta. Svo hann er nógu vænn til að stinga
uppá, að ef mér væri til nota, þá mætti eg
um stuttan frítíma brúka sitt nafn. Það hefi
eg þegið af honum og hreint ekkert annað má
monsjör vera vís um.”
“Þú lyftir þungri byrði af mínu brjósti,”
svaraði henni Mr. Lambert, með hryllilegri
gamansemi, “og af brjósti þessara tólf kvið-
dómenda ekki síður, þykist eg vita.” Tylftar
dóníendur höfðu hlýtt til þessarar einföldu og
siðsamlegu skýringar stúlkunnar á miður
venjulegri breytni hennar með undrun og
eftirtekt, brostu nú í fyrsta sinn síðan sökin
byrjaði, færðu sig til á sætunum, stirðir af
þaulsetu og gutu glettnislega hornauga hver
til annars.“ Okkur þykir öllum gott til þess að
vita, að dygða og dáða lund eins og sú sem
Mr. Platz hefir sýnt, er ekki með öllu útdauð
úr þessari spiltu starfa og styrjaldar veröld.
Það er tæplega hægt að bæta um þessa skýr-
ingu þína, af hverju þú kallar þig Mrs. Platz í
Atlantic City, Miss Cordier. Þetta er nægjan-
legt.”
Sækjandi virtist ekki ókyrrast af þessum
þungu háðskeytum, studdist fram á stólbakið
sem áður og tók til orða; “Þú varst búin að
draga saman heilmikið af peningum í öll þessi
ár sem þú vanst, var ekki svo, Miss Cordier?”
“Já, monsieur.”
“Sú upphæð reyndist nægjanleg til allra
þinna þarfa á þessum frítíma, sem1 þú hafðir
ráðgert fyrir löngu og þú þurftir mikillega
með, var ekki svo?”
“Meir en nægjanleg — já.”
“Mr. Platz var búinn að yfirgefa konu sína
nokkru áður en þú gekst úr vistinni hjá Mrs.
Ives af þessum hryllilegu atburðum?”
“Víslega, monsjör.”
“Þetta er alt og sumt, þökk fyrir Miss
Cordier.”
Miss Cordier gekk frá vitnastúku, ekki
hratt, yfrið snotur hvar sem á hana var litið,
hún bar sig vel, leit ekki við þeim stórvel á-
nægða Lambert en brosti rétt snöggvast við
Mr. Farr er svaraði með enn snöggara brosi.
Mörg kona tifar í safala og pelli úr stúku sinni
í hljóðaskála við minni látprýði og yfirlæti
heldur en fyrverandi vinnukona Mrs. Ives, en
til bráðabirgða Mr- Adolf Platz. Öllum hafði
hún verið óvænt í réttarsalnum, öllum til
gamans og truflunar og allra augu fylgdu
henni, er hún skrefaði stilt og keik til dyra
með blómið skarlatsrauðu ögrandi eins og
smáan fána.
“Kallaðu á Miss Roberts.”
“Miss Laura Roberts!”
Miss Laura Roberts var líka í svörtu en
bar sín svörtu klæði öðruvísi. Siðsamleg, í-
burðarlaus, hæfileg klæði fyrir vel stilta, ó-
frama og sómagóða stúlku — Miss Roberts
var lagleg, rjóð í kinnum með grá augu, ljóst
hár og mjúkan málróm, til að sjá gædd öllum
þeim kostum sem vinnukonu prýða og auðséð
var það á henni, að hún taldi ekki skarlats-
rauðar varir og skarlatsrauð blóm meðal
þeirra kosta. Hún hafði svartan hatt, þokka -
legan, á höfði og leit feimnislegum augum á
sækjanda en alls ekki kjarklausum.
“Miss Roberts, við hvað vanstu þann 19.
júní 26?”
“Eg var vinnustúlka og saumastúlka hjá
Mrs. Patrick Ives, sir.”
Málrómurinn var fallegur og framburð-
urinn, sem á Englandi gerist, en viðstöddum
varð dátt við, hin franska stallsystir hennar
hafði stafað á þá stugg og æsingi, en nú slakn-
aði á hjá öllum! og urðu fegnir dælla fasi og
þýðari framgangsmáta.
“Sástu Mrs. Ives um kveldið þann níti-
ánda?”
“Ekki eftir kveldmat — nei, sir. Eg nefndi
við hana þann dag, hvort það gerði nokkuð til
að eg og eldastúlkan færum til þorps það
kveld, til kirkju, og hún lét svo vera, og að eg
skyldi ekki keppast við að koma snemma heim
aftur, því að hún þyrfti mín ekki við framar
það kveld- Svo við tókum saman við tvo pilta,
sem við vorum kunnugar, eftir að úti var,
gengum til búðar, settumst við ísrjóma og
skröfuðum stundarkom áður en við héldum
heim, svo það var orðið framorðið, um ellefu,
þegar við komum heim aftur og alstaðar búið
að slökkva nema í eldhúsi, svo eg vissi að
Mrs. Ives var háttuð.”
“Hvenær fórstu að heiman til kirkju, Miss
Roberts?”
“Ja, það get eg ekki sagt með fullri vissu,
sir, en um hálfníu hlýtur það að hafa verið,
því klukkan níu var tekið til kirkjuvegurinn
væn bæjarleið og eg man að eg flýtti mér að
borða til að kippa af rúmunum og komast á
stað.”
“Var þér ætlað að búa um ásamt saum-
unum?”
“Ó, nei, sir; en sú hafði frídag sem gætti
svefnrúma, sérðu, og þá var mér ætlað henn-
ar verk.”
“Eg skil. Svo þetta kveld tókstu ofan af
öllum rúmunum og varst búin hálf níu?”
“Já, öllum nema Miss Page, að segja.”
“Það var þér ekki ætlað?”
“0, jú, sir, víst. En þegar eg kom að dyr-
unum hjá barnfóstrunni, voru þær lokaðar og
þegar eg barði var ekki tekið undir fyrst, en
svo kallaði Miss Page að henni væri ilt í höfði
og væri háttuð ----”
Miss Roberts varð orðfall og leit á sækj-
anda sérlegum augum og áhyggjufullum.
“Ekki sérlega óvenjulegt, annað eins, eða
hvað?”
“Jú, sir, svo var. Sjáðu, þegar eg kom
eftir ganginum þóttist eg heyra talað í þeim
herbergjum og grátið og mér kom til hugar,
að litla stúlkan hefði fengið hlustaverk upp
á nýtt. Þar af kom að eg barði ekki og tók í
snerilinn, en þegar eg var búin að standa fyrir
utan stundárkorn þá heyrði eg að það var
Miss Page sjálf, sem var að gráta eins og hún
væri að springa. Eg hefi aldrei heyrt neinn
gráta eins hræðilega alla mína æfi. Mér varð
hverft við, en undir eins og eg barði, þá varð
steinhljóð og svo eftir dálitla stund kallaði
hún út, að hún þyrfti mín ekki með, rétt eins
og eg sagði þér, sir. Svo eg fór mína leið
vitanlega, en þótti þó verra en ekki, dálítið.
Hún grét svo beisklega, vesalingur, að eg hélt
það væri meir en lítið að henni.”
“Já, það er svo. Þér varð hermt við, líkt
og eitthvað voveiflegt hefði borið fyrir þig?”
“Já, svo er víst, sir.”
“En þér mfisheyrðist um mannamál, samt,
það var bara gráturinn í Miss Page?”
“Nei, sir — eg þóttist heyra manna mál
þar fyrir utan.” Hin mjúka röddin var svo lág
að varla heyrðist.
“Til litlu stúlkunnar?”
“Nei sir. Það var líkt — það var líkt mál-
rómi Mr- Ives.”
Sækjandi starði á hana orðlaus.
“Mr. Patrick Ives?”
“Já sir.”
“Gaztu heyrt hvað hann sagði?”
“Nei, sir, ekki gat eg það. Það hætti
undir eins og eg treysti hurðina. Eg hélt
hann væri að tala við litlu stúlkuna.”
Mr. Farr horfði á hana orðlaus litla stund,
ypti öxlum, lét Mr. Ives, Miss Page og lokuðu
dyrnar eiga sig og leitaði að vænlegri haga.
“Nú, Miss Roberts, eitt af þínum verkum
var að líta eftir fatnaði Mrs. Ives?”
“Já, sir.”
“Þú ert nákunnug öllum hennar plögg-
um.”
“Ó, hreint öllum.”
“Viltu gera svo vel að segja okkur ef þau
eru nú öll með tölu eins .og þann nítjanda
júní.”
“Nei, sir, svo er ekki. Mrs. Ives gefur
mikið af föt»num sínum í hver misseris lok.
Við sendum stóra kistu til frænku hennar í
Arizona, sem er veik, aðra til ungra stúlkna í
Delaware og enn aðra til----”
“Sleptu því sem þið senduð í misseris lok-
in. Létuð þið nokkuð burt um það leyti sem
morðið skeði?”
Roðinn bliknaði í kinnum Miss Roberts og
hin einlægu augun hvörfluðu í skyndi þangað
sem Susan Ives sat og handlék lás úr krystalli
á buddu sinni. Þar mætti hún góðmannlegu,
hughreystandi smábrosi, við þaö sýndist Miss
Roberts rétta við, hún svaraði stillilega: “Já,
sir, það gerðum við.”
“Á hvaða mánaðar degi?”
“Þann tuttugasta júní ”
Fólkið í réttarsalnum dæsti við, varpaði
öndu vegna þess því hvarf hægðin og ahlr
færðu sig til á sætunum, þumlungi framar,
það hafði hlýtt til, en lagði nú við hlustirnar.
“Hverjum voru þau föt send?”
“Hjálpræðishernum.”
“Hvað var í þeim höggli?”
“Ja, það voru tvær prjónapeysur, ein sviss
ness kvenföt mikið hlaupin, morgunkjóll eða
sloppur tíl inniverka, nokkrar treyjur og kápa.”
“Hvers konar kápa, Miss Roberts?”
“Þunn flónels kápa — einskonar sport
kápa mætti það kallast,” sagði Miss Roberts
skýrt og stöðugt, en þeir sem teygðu sig
nógu langt, gátu séð hnúana hvitna á hendi
hennar, hún tók á stúku brúninni þreklegri
hönd, sem var auðsjáanlega vel til átaka fær.
“Úr rjómagulu flóneli?”
“Já, öllu líkari tvíbökum á ht, fanst mér,”
svaraði þerna Mrs. Ives grandgæfilega.
“Þá kápu bar Mrs. Ives kveldið áður, var
ekki svo?”
“Það trúi eg, sir.”
“Sástu hvemig sú kápa leit út þegar þú
brauzt hana í böggulinn?”
“Nei, sir, ekki gerði eg það. Eg bjó ekki
um þann böggul.”
“Ekki þú? Hver gerði það þá?”
“Mrs. Ives bjó um hann sjálf.”
“Á, eg skil.” Andlit sækjanda varð fast
að því fagurt af sigurgleði — grimdarlegri
gleði, sem vissi á ilt, álíka og öngum sak-
sóknara hinnar kaþólsku kögunar, er spuming
hitti óvininn í hjartastað. “Það var Mrs. Ives,
sem bjó um hana. Hvemig komst hann í
þínar hendur, Miss Roberts?”
“Böggullinn, sir?”
“Vitaskuld, böggullinn.”
“Það kom svona til, sir: Rétt fyrir átta á
sunpudags morgun hringdi bjallan frá Mrs.
Ives, svo eg fór til herbergis hennar. Hún var
kirkjubúin og á rúminu var stór pappa kassi.
Hún sagði ‘Eg hringdi til þín, Riberts, þú
varst væntanlega að borða morgunmat- Farðu
með þetta til MacDonalds og segðu honum að
koma því á póstinn um leið og hann sækir
blöðin. Póststofunni er lokað hálf níu.”
“Sagði hún ekki meira?”
“Ónei, sir. Hún spurði mig eftir nýjum
hönskum og sagði svo um öxl sér, í þann veg-
inn sem hún fór út, ‘það er dótið sem eg tók
saman fyrir Hjálpræðisherinn. Eg lét kápuna
fara með, sem eg var í í gærkveldi. Hún
eyðilagðist alveg af feiti á bíl Mr. Bellamys.”
“Ekkert annað?”
“Ja, þá sagði eg, ‘Ó, ætli það sé ekki hægt
að hreinsa hana?’ Og Mrs. Ives sagði, ‘Það
tekur því ekki að hreinsa hana, þetta er þriðja
árið sem eg hefi haft hana.’ Svo fór hún,
sir, og eg fór með kassann og fékk hann Mac-
Donald.”
“Hvað var ritað á kassann?”
“Salvation Army Headquarters, New York,
N. Y.”
“Ekkert ritað á hornið, hver sent hefði?”
“Ó, nei, sir. Mrs. Ives lét aldrei —”
“Ger svo vel að svara því sem þú ert spurð
og ekki öðru. Þú getur ekki borið um, af
hverju þessir blettir stöfuðu, geturðu Miss
Roberts?”
“Jú, það get eg,” saigði Miss Roberts, rjóð
í framan. “Það voru fitublettir.”
“Hvað?” kvað við sækjandi, nærri á-
mátlega, svo hissa varð hann. “Sagðirðu
ekki mqð berum orðum, að þú sást ekki káp-
una?”
“Nei, sir, síður en ekki gerði eg það,”
svaraði Miss Roberts, örlítið rjóðari og örlítið
einarðari. “Mrs- Ives sagði mér að þeir blett-
ir væru fitublettir og eg get með sanni sagt
eftir nfinni þekkingu, að það er fullvíst og á-
reiðanlegt, úr því hún sagði það.”
Réttarsalurinn var óhreinn og grómtekinn
en virtist vistlegri af einhverju sem fylgdi
hinni mjúku og öruggu rödd. Sue Ives var
alt í einu með glöðu bragði, Stephen Bellamy,
fríður og alvörugefinn, hýrnaði á svip, sá
skuggalegi geigur í augum Pat Ives hvarf um
stundarkorn, blaðamenn rumdu af því þeim
líkaði vel, tylftardómur kvikaði við. Miss
Roberts, með stillilegu augun og mjúka róm-
inn föst fyrír þó lítil væri, var allra uppáhald
þá stundina.
En Mr. Farr lét auðsjáanlega ekki á sig
fá þennan vott velvildar og trúmensku. Hann
hafði róm skíran sem af málmi og lét hann nú
gjalla með ínteir en litlum gremju keim. “Þetta
er alt saman mikið fallegt og hjartnæmt
náttúrlega, Miss Roberts, en frá laganna sjón-
armiði, miður vel þroskuðu væntanlega, hljót-
um vér að líta svo á, að ummæli þín um
blettina séu algerlega þýðingarlaus. Það er
óyggjandi, aö þú leiddir aldrei augum þá blett-
uðu kápu, sem Mrs. Ives sendi burt af heimili
sínu fám stundum eftir að morðið var framið,
er ekkisvo?”
“Já, herra, ,það er óyggjandi.”
“Spurningum mínum er lokið, Miss Rob-
erts. Verjandi taki við.”
“Það er söníuleiðis óyggjandi, að Mrs.
Ives sendi burt böggla einmitt með sama
hætti, er ekki svo Miss Roberts?” spurði Mr.
Lambert með hunangs róm.
“Já víst, það gerði hún — oft og marg-
oft.”
I
“Var hún því vön að setja sitt nafn og
heimili á þá böggla, sem hún sendi til gust-
uka?”
“Nei, herra. Hún kærði sig ekki um
þakkir fyrir gustuka verk — það kom ekki
fyrir.”
“Einmitt- Að öðru spyr eg ekki, Miss
Roberts — þökk fyrir.”
v “Kallið Orsini.”
“Loo—weegee Aw-see-nee!”
Luigi Orsini leit óhýrlega við Ben Potts,
er hann fetaði í vitnastúku og Mr. Potts galt
líku líkt með “Nordic” hörku.
“Hvað hafðist þú að þann 19. júní 1926,
Orsini?”
“Eg verka fyrir Miz’ Bellamy.”
“Með hverjum hætti?”
“Hvað þú segja?”
“Hvað varstu að gera?”
“Eg er það sem þið kallið lagvirkur —
geri alt sem gerá þarf.”
Hérmeð baðaði hann út höndum, sem
sagði til, ásamt fasinu, að þau verk væru af-
reksverk og meira þyrfti til en mannlega
krafta, að vinna þau. Hann var stuttur og
digur og breiðvaxinn, svartleitur með hana-
kamb, augun gljáandi, tennumar gljáandi
I þegar hann brosti, rómurinn gildur og for-
I kunar fagur, og yfirleitt bar hann með sér að
| hann væri til þess albúinn að sýna tryldan
; harm eða trylda gleði, alveg fyrirhafnarlaust,
íþrótt hans til að leika hvort sem vera vildi
‘ væru engi takmörk sett. Farr virti hann
, fyrir sér, ekki geiglaust þó karskur væri, og
| þótti sem einskis væri örvænt af því vitni.
“Jæja, hvemig væri að þú ségðir okkur af
j þínum helztu og mestu störfum þann 19.
júní.”
“Ja, jú — jú, þann dag var eg vel að,
; ekki síður en vant var. í býtið klukkan sex
fer eg á fætur og eftir dálítinn morgunbita
tek-eg hárfínan, ramtraustan vír og nokkrar
spítur fjarska langar—”
“Nei, nei, ,þú mátt fara fljótt yfir þess
konar. Þú heyrðir á framburð Mr. Farwells,
var ekki svo?”
“Vist heyrði eg þann framburð.”
“Var það rétt, að hann kom við um há-
degið hjá Bellamy og spurði eftir húsfreyju?”
“Alveg rétt og sannleikanum samkvæmt.”
“Sagði hann þér frá hvert hann ætlaði?”
“Já, sair, þá segir hann að hann fari til
garðbýlisins.”
“Ekkert annað?”
“Ekki einn einstakan hlut annan.”
“Þú sást hann ekki aftur?”
“Nei, nei; eg sé hann aftur aldrei nokkum
tíma.”
“Hvenær sástu Mrs- Bellamy seinast?”
“Það gerðist kringum átta að kveldinu —
má vera fi.mm mínútum fyrir, máske fimm
mínútum eftir.”
“Hvernig ferðu að skorða tímann svo?”
“Eg gái á mitt úr — þetta úr sem þú
mátt sjá, sem er gott sigurverk úr púra hreinu
s slifrí, en ekki altaf alveg trútt.”
Hérmeð dró hann upp og veifaði grípnum
framan í sækjaada, en sá brást illa við. —
“Skeyttu ekki um það. Af hverju gáðirðu á
úrið?”
Eigandi þess stóra en ótrygga tímatóls
varð stygglegur og jafnvel þrútinn af reiði
ofurlitla stund, hélt þó áfram að vingsa dýr-
gripnum- “Heyra skaltu það — vertu stiltur
og þolinn. Eg framvísa þessu tímatóli nú svo
að þú sjáir, a,ð þegar stóra klukkan yf'ir dyr-
unum vísar tuttugu mínútur til stundar þá
vísar þetta úr níu mínútur eða jafnvel átta.
Dæmdu sjálfur um. Því ber án alls vafa ekki
saman við önnur tímatól. En á umræddu
kveldi lít eg á það til að sjá hvort eg fer til
New York átta tuttugu. Eg biðloka enn eftir
af eða á þegar eg sé Miz Bellamy koma hlaup-
andi ofan Itröppurnar til mín.”
“Talaði hún til þín?”
“Ó, svo gerir hún víst. Hún spyr: “Hvað
er nú, Luigi, þú ferð ekki til New York?”
“Hvernig vissi hún að þú ætlaðir til
New York?”
“Af því allareiðu fyrir kveldskatt hefi eg
beðið leyfi hjá Mr. Bellamy hvort eg megi
skreppa til New York það kveld, að sjá ungan
kvenmann frá Milano; sem mér dettur í hug,
að eg geti kannske eignast, ef til vill. Miz’
Bellamy, hún er í næstu gtofu og hún hlær
og kallar: “Segðu Mariettu, að ef hún eignast
þig, þá einhvem daginn finni hún sig gifta
forsetanum í þessum banda ríkjum. Eg af-
saka nfig fyrir það sem kann að sýnast vera
líkt grobbi, en þetta eru orðin sem hún brúk-
ar.
»>
Hér brá Stephen Bellamy líkt og honum
yrði sáram af að minnast spaugs hinnar ungu,
kátu kvenraddar heldur en af öllu því blóði
og smán og hrellingu, sem sökinni hafði verið
samfara í þessum réttarsal, hann lét höfuð
síga og tók hendinni fyrir andlitið.
Þá heyrðist hvíslað: “Sko! hann er að
gráta, er þa’ ekki, Gertie? Er þa’ ekki?”
Jarpkolla leit af honum skyndilega og
roðnaði frá hársrótum ofan á háls; það er
alt annað en skemtilegt stundum, að heyra
! sínar eigin hugsanir sagðar upphátt.
“Hverju svaraðir þú Mrs. Bellamy?”
“Eg segi við hana að eg haldi kanske mér
sé betra að fara ekki, af því á því sama síð-
degi hafi eg varið mínum peningum til á-
hættuspils við vinnumanninn í næstu dyrum,
sení var stutt gaman og miður ábatasamt fyrir
mig. Eg segi að ef eg fari til New York að
sjá mína ungu stúlku, þá verði eg líklegast að
biðja hana um skildinga til að komast aftur
til Rosemont og mér finnist ekki um það, því
eg er ekki smálátur. Svo Mrs. Bellamy hlær
og er fljót að líta í buddu poka sinn, sem hún
heldur á og gefur mér þrjá dali — til að
greiða götu sannrar ástar, segir hún — kallar
svo til mín þegar hún gengur burt, ‘Þú verð-
ur að flýta þér Luigi, annars verður þú af
lestinni.’ Svo eg flýti mér, en alt um það næ
eg ekki í lestina, þó það munaði ekki nema
tveimur situttum mínútum, rtíest af því að
þessu úri ber ekki nógu vel saman við aðrar
klukkur.”