Heimskringla - 30.10.1935, Síða 1
L. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 30. OKT. 1935
NÚMER 5.
Um Afríkustríðið
Deilan harðnar
ÍFrá London bárust fréttir í
gær um það; að horfurnar um
frið í Norður-Afríku, væru nú
minni en áður. Mussolini dreg-
ur ekkert úr kröfum sínum og
heldur sér við friðarskilmála þá
er hann bauð, og sendi Frökk-
um fyrir viku síðan, en Bretar
höfnuðu þá og gera enn. Ein
krafa Mussolini var í því fólgin
að Bre'tar fækkuðu herskipum
á Miðjarðarhafinu. Svara Bret-
ar henni með því, að efla flota
sinn þar á ný að nokkru. Frið-
artilraunimar virðast því úr
sögunni sem stendur.
Á fundi ÞjóðabandalagsinS s.
1. mánudag, var málið um við-
skiftabann rætt og voru nálega
allar þjóðimar með því, að það
öðlaðist gildi á morgun (fimtu-
dag). Um það hve langt bannið
ætti að ná, voru samt ekki allar
þjóðirnar sammála. Að banna
vopnasölu var sjálfsagt og sam-
þykt hispurslaust. En þó 35
þjóðir væru einnig með algeru
verzlunarbanni, voru nokkrar
er litu á það, sem ónauðsynlegt
og vildu undanskilja ýmsar
vörur. En sá skoðanamunur á
ekkert skilt við það5 að andæfa
bannstefnu Þjóðabandalagsins.
Þjóðirnar, sem utan Þjóða-
toandalagsins eru; virðast ekki
mótfallnar stefnu þess. Banda-
ríkin hafa tjáð sig hlutlaus með
öllu um stríðið, og munu ekki
torjóta reglur þær, er Þjóða-
toandalagið skoðar nauðsynlegar
til að aftra stríði. Japanir og
Þjóðverjar hafa látið á sér
heyra, að þeir myndu fara að
dæmi Bandaríkjanna.
Áhlaupi frestað
Frá Eritrea í Afríku bárust
fréttir s. 1. mánudag um það,
að yfirhershöfðingi ítala í Af-
ríku Pitro Badoglio, væri á
leið til Róm. Fylgdi fréttinni,
að svo hefði verið skipað fyrir,
að í'talir frestuðu áhlaupi því,
er þeir hefðu ákveðið, þar til að
orðsending kæmi frá Róm um
að fara af stað. Hverju þetta
sætir vita menn ekki.
Á suðurlandamærunum
Á suðurlandamærum Blá-
lands, kváðu ítalir í gær hafa
vaðið nokkrar mílur áfram inn
í land Blálendinga. Um mann-
fall er ekki getið, svo að til
orustu hefir ekki komiö. En
haldi þeir lengra áfram er sagt,
að þeir muni verða varir við
Blálendinga. Er ætlað að þeir
hafi leitt ítala þarna í gildru og
muni ætla sér; að sækja að
þeim þegar þeir séu komnir
nógu langt. Það kvað vera
gömul bardaga aðferð Blálend-
inga, að ginna andstæðinga sína
og koma þeim svo í opna
skjöldu. Landið er fjöilótt og
óslétt og afar ílt fyrir ókunn-
uga, að ráða í hvaðan hætt-
unnar sé frekast von.
Mannfall mun ávalt 'talsvert
meira af Blálendingum, en t-
tölum, í skærum þeirra, en í-
talir kváðu illa þola loftslagið
þarna, og miklu fleiri deyja af
völdum þeste, en ítalir láta uppi
skátt. Að taka land þetta mun
ekki reynast sá hægðarleikur,
sem ítalir ætla.
Bruni í Winnipeg Beach
Eitt gistihús (Beach Hotel)
og sex verzlunarhús brunnu til
kaldra kola s. 1. fimtudag í
Winnipeg Beach. Skaðinn er
metinn $35,000.
FRÚ JAKOBÍNA JOHNSON
SEGIR FRÁ FERÐ SINNI
Samkoma frú Jakobínu John-
son í Fyrstu lútersku kirkju í
gærkveldi, var hin skemtileg-
asta. Sagði frúin frá ferðalagi
sínu um landið, dvöl sinni á
hinum og þessum stöðvum og
því er henni kom fyrir sjónir.
Af náttúrufegurð íslands var
hún einkar hrifin; hvar sem hún
kom, opnaðist skáldkonunni
nýtt útsýni, nýr heimur, töfra
og fegurðar. Að konia á suma
sögustaðin, staðina, sem hug
skáldkonunnar höfðu tengt ó-
rjúfandi böndum vSð ísland hér
í fjarlægðinni frá því, með því
að lesa um þá, er óhætt að
fullyrða, að djúp áhrif og ó-
gleymanleg hafði á skáldkon-
una. Eins og hún lýsti viðtök-
unum heima, góðvildinni, gest-
risninni og umönnuninni, brest-
ur þann er þetta ritar orð að
segja frá.
Af kvæðum er hún orti á
ferðalaginu las hún tvö eða þrjú
á samkomunni.
Séra B. B. Jónsson, D.D.,
setti samkomuna með nokkrum
orðum itil skáldkonunnar. Eftir
að hún lauk máli sínu, ávarpaði
Jón J. Bíldf'ell, forseti Þjóð-
ræknisfélagsins, hana, þakkaði
skáldkonunni þjóðræknisstarf
hennar og árnaði henni heilla.
Kosningarnar
á Englandi
Kosningar fara fram á Eng-
landi 14. nóvemtoer.
Við stórkostlegum breyting-
um er ekki búíst í þeim kosn-
ingum. Þjóðstjórnin, undir for-
ustu Baldwins, er álitinn býsna
föst í sessi. Fylgismenn stjórn-
arinnar á þingi eru nú 556, en
annara flokka aðeins 59. Þó
stjórnin tapaði því um 200 þing-
sætum væri henni engin hætta
búin.
Aðal andstæðingur hennar í
kosningunum verður verka-
mannaflokkurinn. Þó nokkrir
úr þeim flokki væru með í því
að mynda þjóðstjórn, svo sem
Ramsay MacDonald o. fl. klofn-
eði verkamannaflokkurinn 1931;
út af' því, og er enn skif'tur;
þó nú kunni sá hlutinn, er ekki
var með samsteypu, að vera
eitthvað orðinn efldari en þá, er
alls ekki búist við að hann sigri
í þessum kosningum, sem fara
í liönd. Liberalar er heldur ekki
búist við að fái nema fáein
sæti. Sá flokkur er víðast úr
sögunni, nema í Canada.
Þjóðstjórnin á Englandi hefir
verið kölluð conservatíva-stjórn
og má það til sanns vegar færa.
Við atkvæða greiðsluna 1931,
er 'talið að af þeim 14 miljón-
um atkvæða, sem þjóðstjórninni
voru greidd, hafi 12 miljón ver-
ið greidd conservatívum. Og
stjórnin má eins heita hafa ver-
iö censervotíva stjóm, þó Ram-
öay MacDonald væri fyrstu tvö
eða þrjú árin, leiðtoginn.
Helztu málin í kosningunum
eru sögð vera utanríkismál. —
Hvað gerist á fundum Þjóða-
bandalagsins í Genf, vekur meiri
athygli en nokkuð annað þessa
stundina. Og þó stjórninni sé
brugðið um það, að hafa ekki
ráfðið bætur á atvinnuleysinu
sem skyldi, er haldið, að það
nái ekki nema að litlu leyti eyr-
um kjósenda.
Mussolini skamtar matinn
Róm 29. okt. — Mussolini
>
hefir skipað að takmarka sölu
á ýmsum matvörum, svo sem
kjöti og fleiru til hvers heimilis
eða einstaklings. Segir hann
það nauðsynlegt vegna sam-
iþýkjta Þjóðabandalagfeins um
viðskiftabann. Ráðstöfun þessi
gildir sex mánuði til að byrja
með.
VERÐUR NÆST SOCIAL CRE-
DIT STJÓRN í MANITOBA?
Þrátt fyrir hrakfarir þing-
mannaefna Social Credit-sinna í
sex kjördæmum í Manitoba í
kosningunum 14. október, er
félag þeirra nú (Social Credit
League) í óða önn, að búa sig
undir næstu fylkiskosningar. —
Gerir félagið ráð fyrir að hafa
þingmannsefni í hverju einasta
kjördæmi í fylkinu.
Kveður svo mikið að starf-
semi félagsins, að John Bracken
forsætisráðherra Manitoba kvað
ekki farið að lítast á blikuna og
mun vera farinn að hugsa um,
að hafa fylkiskosningarnar fyr
en við var búist. Að öllu eðli-
legu fara þær fram 1937, en nú
er spáð, að svo geti farið, að
þær verði áður en^þessu ári er
lokið, eða að minsta kosti
snemma á komandi vori.
Bracken lítur svo á, að því
lengri tíma sem Social Credit
sinnar hafi til undirbúnings, því
hættulegri verði þeir sér. Og
það mun mega til sanns vegar
færa.
Þinglið sitt kvað Bracken for-
sætisráðherra hafa kallað til
fundar í þessum mánuði. Þó
hann hafi vanalega gert það
áður en þing kemur saman,
þykir það nú óvanalega snemt.
En sjálfur ber forsætisráðherr-
ann á móti því, að það komi
nokkuð kosningum við.
En hvað sem um það er, hafa
Social Credit-sinnar ákveðið að
í Manitoba skuli næsta glíma
þeirra, verða háð um völdin. í
vikulokin síðustu höfðu þeir
stofnað 30 félög víðsvegar út
um þetta fylki /til þess að starfa
að’ kosninga undirbúningi. Og
slíkum stofnunum fjölgar hér
daglega.
William Sanders, forseti So-
cial Credit félagsins í Manitoba,
er að takast ferð á hendur um
fylkið til þess að stofna f'élög,
er að kosninga-undirbúningi
eiga að starfa. Kveðst hann
ekki heim koma fyr en slík fé-
lög séu komin á fót í hverju
kjördæmi utan Winnipegborgar,
en þau eru 45 alls.
Bracken-stjórnin hefir engar
ráðstafanir enn gert um auka-
kosningar, og eru þó nú 3 þing-
sæti óskipuð. Eru tvö þeirra í
Winnipeg, er losnuðu, er J. T.
Haig var skipaður senator, og
Ralph Maybank kosinn liberal
sambandsþingmaður í kosning-
unum 14 október í Mið-Winni-
peg kjödæmi hinu syðra. Þriðja
f'ulltrúalausa kjördæmið er
Gimli.
Stjórnin á Spáni fer frá völdum
Madrid, 29. okt. — Stjórnin á
Spáni fór frá völdum í dag.
Einn þingmanna hafði borið þá
kæru á stjórnina, að hún hefði
þegið mútur og var nefnd skip-
uð til að rannsaka málið.
— Varð nefndin þess
vísari, að auðmaður nokkur frá
Mexikó hefði mútað stjórninni
með tveim miljón pesetum, að
leyfa sér að reka fjárhættuspil
(gambling), en það er með lög-
um bannað á Spáni.
Þegar nefndin kunngerði
þetta í þinginu, fór stjórnin frá
völdum. Hver næst mynda^
stjórn, er ókunnugt um, er þetta
er skrifað.
NÝR LANDNEMI
Rvík. 6. okt.
Hún er hjúkrunarnemi á
Landsspítalanum, ljóshærð og
litfríð, ung og þróttleg. Hún
heitir Ingibjörg Sveinsson, og
foreldrar hennar eru Bjarni
Sveinsson og Matthildur Gísla-
aóttir, ættuð úr Öræfum, og
fóru vestur um haf 1902. Hún
kom til íslands 6. apríl f vor og
hóf nám sitt 1. maí. Nú var
hún að fara til Vestmannaeyja
og heldur áfram námi á spítal-
anum þar í vetur. »
Tíðindamaður Nýja Dagblaðs-
ins átti tal við hana rétt áður
en hún lagði suður til Eyja.
— Hvernig stóð á því, að þér
datt í hug að koma hingað til
þess að nema hjúkrunarfræði?
— Mig langaði til þess að
verða hjúkrunarkona og ætlaði
á “Misericordia”-spítalann í
Winnipeg í haust. En mig
langaði líka til þess að kynnast
íslandi af sjón og reynd. Og
þegar pabbi sagði við mig: “Því
ekki að fara heim?”, þá var eg
ekki lengi að afráða að fylgja
þeirri bendingu.
— Hve langur er námstím-
inn?
— Þrjú ár.
— Heldurðu að þú fáir ekki
heimþrá áður?
— Til Ameríku? Nei, það er
eg ekkert hrædd um. Þrjú ár
eru ekki lengi að líða.
— Þú kant þá vel við þig í
spítalanum ?
— Alveg skínandi vel. Eg
get ekki hugsað mér ástúðlegra
atlæti en þar er af hendi allra
yfirboðara, né meiri umhyggju-
semi en þá sem yfirhjúkrunar-
konan, frk. Kristín Thoroddsen,
lætur okkur öllum í té. Um
alla aðbúð okkar þar er ekkert
nema gott að segja.
— Og hvernig virðist þér
starfið sjálft og spítalinn?
— Starfið fellur mér ágæt-
lega; en um spítala er eg auð-
vitað of ófróð til þess að geta
mikið sagt. En eg held að
Landsspítalinn sé mjög fullkom-
inn. Það kemur líka heim við
það, sem eg hefi heyrt tvo út-
lenda sjúklinga þar segja, sem
hafa orðið að vera á spítölum
erlendis, að hvergi hafi vistin
komist í samjöfnuð við vistina
í þessum íslenzka spítla.
— Þú sérð þá ekki eftir spít-
alaskiftunum?
— Nei. — Þó er ekki svo að
skilja, að “Misericordia” hafi
ekki fyrirmyndarorð. En auk
þess sem mig langaði heim —
hingað — þá eru kjörin hér líka
miklu betri en þar. Hér fá
hjúkrunarnemar öll slitföt ó-
keypis, og að auki 30 kr. á
mánuði fyrsta árið og eg held
50 kr. hið síðasta, en vestra
vinnur nemandinn kauplaust öll
námsárin. Það er líka afráðið
að systir mín, sem vill verða
hjúkrunarkona, en er aðeins 17
ára, komi hingað þegar hún
hefir aldur til. Og tvær vin-
konur mínar vildu endilega
koma með mér, en þær voru
ekki nógu góðar í málinu.
— Þú vilt kannske smala
heim aftur? %
— Nei, til þess verð eg nú
ekki. — En — og það kemur
einkennilegur glampi í augun
á þessari ungu stúlku — það
væri kannske ekki það versta
sem gæti hent ísland, að nokk-
uð af ungum Vestur-íslending-
um settist hér að. Og þ'eim ætti
ekki að vera neinn skaði að því
heldur, — að minsta kosti týndu
þeir þá ekki móðurmálinu, sög-
unum og ættarminningum, sem
nú fara óðum forgörðum vestra.
—Nýja Dagbl.
Sendiherrastaðan
á Englandi laus
Ottawa, 29. okt. -
Howard Ferguson, sendiherra
Canada á Englandi hefir sagt
stöðu sinni lausri. Hann tók
við stöðunni 1930.
Eftirmaður hans, er sagtð að
enginn vafi sé á, að verði Hon.
Vincent Massey.
Albert Mathews heitir sá, er
senidherrastaðan í Washington
er ætluð. Hann er frá Toronto
og ótrauður liberaii.
hennar birtist í íslenzku blöðun-
um næstu viku.
í umboði framkvæmdarnefnd-
Hon } ar Þjóðræknisfélagsins.
Richard Beck
S. W. Melsited
Guðmann Levý.
Kemur Þjóðabandalaginu í koíl
NÝ MARKAÐSVARA
— en ekki fyrir íslendinga —
Geneva — Eins og kunnugt
er, hefir Þjóðabandalagið haft
nýja höll í smíðum, sem það
bjóst við að flytja í innan mán-
aðar. En smíðin hefir gengið
seint þessa síðustu daga vegna
þess, að sumt af efninu, einkum
rósóttan marmara,, skortir. —
Marmari þessi hefir verið keypt-
ur á ítalíu og hefir verið pantað
ur þaðan. En vegna viðskifta-
bannsins, er ekki hægt að senda
hann út úr landinu. Þjóða-
bandalaginu kemur því starf
sitt þarna sjálfu illa í koll.
canadastjórn með
viðskifta banni
Ottawa, 29. okt. —- King-
stjórnin tilkynti Þjóðabanda-
laginu í dag, að hún væri sa,m-
þykk viðskiftabanninu við í-
talíu.
Sá varhugi var þó sagður við
þessu goldinn, að það næði ekki
til þátttöku í stríði, um það
væri þing Canada öllu ráðandi.
Republikar vongóðir
Úrslit kosninganna í Canada,
hafa orðið republikum í Banda-
ríkjunum ^érstakt fagnaðarefni.
Ástæðan fyrir því er sú, að þeir
líta svo á; að Bennettstjómin
og stjórn Roosevelts hafi farið
mjög líkt að, og þar sem Ben-
nettstjórninni í Canada hafi ver-
ið hafnað, megi Roosevelt og
stjórn hans eiga hins sama von
í komandi kosningum í Banda-
ríkjunum.
ALDARAFMÆLI
\
Matthíasar Jochumssonar
Á þessu hausti, þ. 11. nóv.
næstk. er aldarafmæli þjóð-
skáldsins Matthíasar Jochums-
sonar.
Heima á íslandi er fyrir löngu
hafin mikill undirbúningur til,
að minnast þeirra tímamóta
eins og sæmandi er. Á árs-
þingi Þjóðræknisfélagsins í vet-
Það er stundum nógu fróðlegt
að athuga sögu hlutanna, sem
við notum eða neytum í daglegu
lífi. Saga sumra þeirra, þó
hversdagslegir séu, er að vísu
oft svo flókin, margþætt og vís-
indaleg, að flestum væri ofur-
efli að fylgjast með, en þá er
hægt um vik að taka eitthvert
eitt atriði út af fyrir sig, og
gera söguna stutta.
Þegar olíur eru unnar úr
jurtahráefnum, svo sem bóm-
olía, línolía, salatolía o. fl., eða
rissar tegundir sýróps eða ediks,
fer það vanalega fram á þann
hátt, að hráefnin eru möluð,
síðan hituð að vissu marki, en
eftir það ganga þau inn í hit-
aðar pressur með alt að 5000
punda þrýstingi á hvern fer-
þumlung. Meðan hráefnin eru
í pressunum, liggja þau vafin
innan í dúk, sem vegna hins
mikla þrýstings og hita verður
skiljanlega að vera ákaflega
sterkur.
Alt fram á stríðsárin var
pressudúkur þessi aðallega
framleiddur úr rússnesku og sí-
berisku kamelhári og þótti gef-
ast allvel. Þegar heimsstyrjöld-
in skall á, tók rússneski herinn
kameldýrin í þjónustu sína til
flutninga, og olli það, þegar
tímar liðu, næstum algerðri tor-
tímingu kamelhjarðanna. Fram-
leiðendur pressudúkanna fóru
þá alvarléga að líta í kring um
sig eftir nýjumhráefnum. Alt
mögulegt var reynt. Hár af
Llamadýrum, persneskt geitar-
hár, íslenzk ull, vísundahár,
jurtatrefjar og margt fleira, en
ekkert dugði. Loks fanst þó
rétta efnið, og það var kvenhár.
Norrænu þjóðimar hafa þó
enga framleiðslumöguleika í
þessum 'efnum. Hár þeirra
stenzt ekki samkepni suðrænna
og austrænna þjóða, hvað vöru-
gæði snertir.
Bandaríkjamenn eru aðal-
framleiðendur þessara pressu-
dúka. Á hverju ári flytja þeir
inn 3,000,000 pund af kínversku
kvenhári til framleiðslu þeirra.
—Dvöl.
FJÆR OG NÆR
Séra Jakob Jónsson frá Wyn-
yard leggur af stað í kvöld
ur, sem leið, komu fram á-^ austur ttl Quebec, til þess að
kveðnar raddir í þá átt, að fé-. taka á móti fjölskyldu sinni, er
lagið ætti að gangast fyrir svip- j væntanleg er þangað 1. nóv.
uðum hátíðahöldum vestan; Til/Winnipeg bjóst hann við að
hafs. Var þeirri hugmynd, sem | koma aftur á mánudag eða
vænta mátti, vel tekið af þing- priðjudag.
heinii og stjórnamefnd félags- * * *
ins- Fólk er beðið að minnast fyr-
í samræmi við þær óskir og iriesturs Ásgeirs Ásgeirssonar er
tillögur, sem fram komu á þing- jverður haldinn í Fyrstu lútersku
inu í fyrra, gengst Þjóðræknis-; kirkju á mánudagskvöldið 4.
félagið fyrir minningarhátíð íjnóvemtoer. Sérstakir aðgöngu-
tilefni af hundrað ára afmæli1 migar hafa verið prentaðir við
séra Matthíasar á sjálfan af-
mælisdaginn; þ. 11. nóv.
Verður hátíð þessi haldin í
Fyrstu lútersku kirkju í Win-
nipeg að kveldi dags, og er
mjög vandað til hennar bæði
hvað snertir ræðumenn og
söngfólk. Allir íslendingar eru
boðnir og velkomnir á hátíðina.
Aðgangur er ókeypis og engin
samskot verða tekin.
ítarlegri frásögn um minn-
þetta tækifæri með mynd fyrir-
lesarans. Verða aðgöngumiðar
markaðir við innganginn, en
fólki fengnir þeir aftur til minja
um kvöldið. Aðgöngumiðar fást
hjá báðum ísilenzku blöðunum,
O. S. Thorgeirssyni, J. W. Jó-
hannssyni og ritara Þjóðrækn-
isfélagsins B. E. Johnson.
* * *
Dr. S. E. Björnsson og frú
frá Árborg. Man., voru stödd í
ingarhátíð þessa og skemtiskrá bænum yfir helgina.