Heimskringla


Heimskringla - 30.10.1935, Qupperneq 2

Heimskringla - 30.10.1935, Qupperneq 2
2. SÍÐA HLIMSKRINGLA WINNIPEG, 30. OKT. 1935 LANDNÁMIÐ Á GIMLI FYRIR SEXTÍU ÁRUM (RæSa flutt á landnámsminn- ingarsamkomu á Lundar 22. október af G. Árnasyni). Það var fyrir rúmum sextíu árum, eða um 1870, að meun fóru að hugsa til vesturfara á íslandi. í>á höfðu gengið harð- indi og margskonar óáran, og hagur manna var yfirleitt mjög þröngur. í fyrstu voru það fáir einhelypir menn sem vestur fóru. Lentu þeir víst flestir til Bandaríkjanna og ílentust þar, einkum í Wisconsin-ríkinu; síð- ar fluttust; sumir þeirra norður á bóginn til Minnesota og Norð- ur-Dakota. Fyrstu íslenzkir vesturfarar, sem til Canada fóru, lögðu af stað frá íslandi árið 1873. Voru þeir í tveimur hópum, hátt á annað hundrað í þeim fyrri og eitthvað um fjög- ur hundruð í þeim síðari. Báðir þessir hópar settust fyrst að í Ontario; í Muskoka og Kin- mount, sem er um sextíu mílur fyrir norðan Toronto. Alt byggi- legt land var þá upp tekið á þessum slóðum. Atvinna var þar lítil og kaup mjög lágt. Fyrri hópurinn dreifðist brátt, en sá síðari hélzt við um tíma í Kin- mount, enda var þar nokkur vinna við járnbrautarlagningu. En þegar kom fram á veturinn 1875 var vinna þessi mjög tekin að þverra og hagur innflyjend- anna var, sem við var að búast, hinn bágbornasti. Um þetta leyti komst cana- diskur maður, John Taylor að nafni, í kynni við Islendingana í Kinmount. Taylor var trú- boði fyrir eitthvert kirkjufélag meðal skógarhöggsmanna í On- tario. Hann varð brátt mjög vinveittur íslendingum, og fyrir hans fortölur veitti landsstjóm- in fé til þess að kosta fjóra menn vestur til Manitoba, eða vestur í Rauðárdalinn, eins og sléttlendið í austur Manitoba var þá venjulega nefnt; í því skyni að líta eftir aðsetursstað fyrir íslendinga; þó með því skilyrði að Taylor sjálfur yrði einn af þeim f jórum, sem vestur færu. Lagði hann svo af stað, ásamt förnunautum sínum, Sig- tryggi Jónassyni, Einari Jónas- syni og Skafta Arasyni, í júní. Tveir aðrir menn slógust í för með þeim, Kristján Jónsson og Sigurður Kristófersson. Þessir menn komu til Winnipeg 16. júlí og skoðuðu land. Kom þeim saman um að hentugasta ný- lendusvæðið væri á vesturströnd Winnipegvatns sunnarlega, um fjörutíu mílur frá Winnipeg og þaðan norður. SEALED TENDERS addressed to the un- dersigned and endorsed “Tender for Pub- lic Building, Gimli, Man.”, will be re- ceived until 12 o’clock noon, Wednesday, November 13, 1935, for the erection and completion of a Public Building at Gimli, Man. Plans and specifications can be seen and forms og tender obtained a)t the of- fices of the Chief Architect, Department of Public Works, Ottawa, the Resident Architect, Post Office Building, Winni- peg, Man., and the Postmaster, Gimli, Man. Tenders wlll nöt be oonsidered unless made on the forms supplied by the De- partment and in acoordance with con- ditions set forth therein. East tender must be accompanied by a certified cheque on a chartered bank in Canada, payable to the order of the Honourable the Minister of Public Works, equal to 10 per cenjt of the amount oí the tender, or Bearer Bonds of the Dom- inion of Canada or of the Canadian National Railway Company and its con- stituent oompanies, unconditionally guar- anteed as to principal and interest by the Dominion of Canada, or the afore- mentloned bonds and a certified cheque if required to make up an odd amount. NOTE.—The Department, through the Chieí Architect’s office, will supply blue prínts and specificatíons of the work on deposit of a sum of $10.00, in the form of a certified bank cheque payable to the order of the Ministen of Public Works. The deposit will be released on return of ithe blue prints and speciíication with- in a month from the date of reception of tenders. If not returned within that period the deposit will be forfeited. By order, N. DESJARDINS, Secretary. Department of Public Works, Ottawa, October 23, 1935. Þegar skoðunarmennirnir komu austur aftur, voru flestir íslendingar þar eystra fúsir til að fara vestur. Voru þeir búnir að fá nóg af verunni þar eystra og vildu komast þangað sem þeir gætu sezt að fyrir fult og alt. Var þá byrjaður innflutn- ingur til Manitoba, og var þá bvergi betra land að fá í öllu Canada en einmitt þar. En alla skorti farareyri, því ekki hafði atvinnan gefið meira af sér en það sem þurfti til lífsviðurværis, og það af skomum skamti. Var þá ekki um annað að gera en að leita til stjórnarinnar eftir styrk til að komast vestur. Þá var landstjóri í Canada Dufferin lávarður, ágætur maður, sem var íslendingum mjög vinveitt- ur. Mun það hafa verið að miklu leyti vegna meðmæla hans, að hjálp fékst hjá stjóra- inni. Þurftu menn auðvitað ekki aðeins að fá farareyri, held ur líka það sem þurfti til þess að geta lifað veturinn af, þegar vestur kæmi. Um tvö hundruð og fimtíu manns lögðu af stað frá Kin- mount 21. september um haust- ið. Ekki voru það allir þeir, er þar voru. Nokkrir urðu þar eftir og settust þar að fyrir fult og alt. Búa einhvejir afkom- endur þeirra þar enn; en allir þeir er þangað komu frá ís- landi, munu nú vera dánir. Á leiðinni vestur bættust fáeinir við, bæði úr Ontario og úr Bandaríkjunum. Nokkur hluti íslenzku innflytjendanna til On- tario hafði áður tekið sig upp og fluzt til Nova Scotia. Mynduðu þeir þar nýlendu, sem hélzt Við um nokkur ár, en lagðist svo í eyði, enda voru- landgæði rýr þar sem þeim var úthlutaður verustaður. Líklega hefir hóp- urinn verið orðinn hátt á þriðja hundrað, þegar til Winnipeg kom. Var farin hin venjulega leið, sem þá var, vestur eftir stórvötnunum til Minnesota, þaðan yfir á Rauðána og svo með henni niður til Winnipeg. Til Winnipeg var komið 11. október og var staðið þar við nokkra daga. Svo var lagt af stað þaðan niður ána og út á Winnipegvatn þann 17. á bátum, ef báta skyldi kalla, sen^ höfðu verið smíðaðir í flýti fyrir þetta ferðalag. Voru það kassar, breiðari að ofan en að neðan og með flötum botni, reknir saman úr plönkum. Má geta nærri að ómögulegt hefir verið að koma slíkum fleytum neitt áfram nema undan straumi og vindi. Voru þeir látnir berast ofan ána, en þegar út á vatnið kom, ætl- aði alt að lenda í stökustu vand- ræðum, og hefði að líkindum hlotist tjón af, ef ekki hefði borið þar að gufubát, sem Hud- son’s Bay félagið átti. Tók hann kassana aftan í sig og dró þá norður að Willow-tanganum fyrir sunnan Gimli. Var svo lent í víkinni, þar sem Gimli þorpið stendur, á fimtudag þann 21. október. Náttúrlega voru þama engin skýli, og var strax hafist handa með að koma upp bjálkakofum. Meðan á því stóð höfðust menn við á bátunum og tjöldum. Vet- urinn var að byrja og tafði það ekki lítið fyrir. Samt voru flest- ir kofarair komnir undir þak fyrir jólin. Aðbúnaður allur var hinn lélegasti, sem við var að búast, og fæði óholt, þótt ekki væri um hungursneyð að ræða. Sýktust nokkrir af skrybjúg þennan fyrsta vetur og fáeinir dóu. Næsta sumar 1876 kom stóri hópurinn, sem svo hefir verið nefndur til Gimli og Nýja-ís- lands. Voru í honum um tólf hundruð manns. Voru þá lönd numin alla leið norður með vatninu til íslendingafljóts, eða þangað sem Riverton þorpið stendur nú, og sömuleiðis í Mikley. Nýlendusvæðið var fjörutíu mílur á lengd, frá 'andamerkjalæknum skamt fyr- ir norðan Winnipeg Beach og norður að Fljóti, og ellefu mflur á breidd, þar sem það var breið- ast. Máttu lengi vel engir aðrir en íslendingar setjast að á þessu svæði; en þegar fram í sótti var öðrum leyft að setjast þar að. Bygðin var auðvitað fyrst lengi vel mestöll meðfram vatninu, enda var það óhjá- kvæmilegt, þar sem að annar aðalbjargræðisvegur bygðar- manna var fiskiveiðin í vatninu. Það var haustið 1876 sem að mestu hörmungar landnáms- mannanna byrjuðu. Þá kom bólusýkin upp í bygðinni og var hún strax sett í sóttvörð. Mátti enginn út úr bygðinni fara fyr en eftir að hættulaust var álitið að hafa samgöngur við hana. Var það langur tími, frá því í nóvember og fram í júlí næsta ár. Voru menn, sem von var, orðnir mjög óþolinmóðir, því að margir vildu og þurftu að kom- ast burt, til þess að leita sér at- vinnu. Bólan var mjöð skæð og dó fjöldi manns úr henni, rúmt hundrað, að sagt er, mest börn og unglingar, en þó nokkuð af fullorðnu fólki. Þegar sótt- vörðurinn var af tekinn, fóru margir burt, flestir eflaust til Winnipeg, því að þar var nokkra atvinnu að fá, þótt Winnipeg væri þá aðeins smáþorp. Líka leituðu ýmsir sér atvinnu hjá bændum til og frá í grend við Winnipeg. Það fólk, sem leitaði burt eftir bóluveturinn, hefir ef- laust flest verið einhleypt fólk, hinir sem land höfðu numið, KVÆÐI UM LANDNÁM ÍSLENDINGA Á GIMLI, FYRIR 60 ÁRUM Flutt a^samkomu að Lundar 22. okt. s. I. í minningu um þann latburð. Gimli sézt, á vatnsins vestur strönd við hans sögu, tengjast önnur lörnj; löngu frægur fyrir vestan haf flestum landnámsstöðum ber hann af. Nú ber fyrir andans augu mín atburður, sem gegnum þoku skín, síðan liðin eru 'sextíu ár samt hann virðist nýr og gildis hár. Þá var haust, og hríðarveður kalt, horfinn gróður, dautt og visið alt. Þungan stundi aldan upp við sand, ísiendingar þegar stigu á land. Komnir voru yfir langa leið, iandnámið þeim geymdi sorg og neyð, hvergi að finna björg né vetrar vörn var þar fyrir konur, menn og börn. Mæður vöfðu börn að brjóstum þá brennheit tárin streyma Drottinn sá þeirra líf að vernda umfram alt, út á sjónum gat þeim orðið kalt. Bygt með flýti bjálka hreysi var, börn og konur hírast urðu þar. þröngt og loftilt, dimt og dauðans kalt, dapurt var að líöa þetta alt. Dauðans engill beið með bitrann hjör, bauð þar mörgum langtum sælli kjör; kvöl og hungur konu, barns og manns knúði fast, að taka boði hans. Þar við bættist böl, sem kvaidi mest, bóluveikin. þessi skæða pest; dimman mökkva dró þá fyrir sól, dauðinn hafði fundið þeirra ból. Ógnar skelfing yfir fólkið gekk, allra líf á veikum þræði hékk, þennan vetur margur lífið lét, landnámsfólkið yfir missi gfét. Vetur leið, en blassað líknar vor landnámsmönnum færði kraft og þor; blessuð sólin bræddi fönn og ís, björg og ylur þá var öllum vís. Sólin skein á grænan skógar geim, glæsilegan, ungan Vesturheim. Sætum rómi sumarlangan dag sungu fuglar miljón radda-brag. Líkt og elding leiftri um dimma nótt, lífið streymdi gegnum æðar fljótt, Norrænn andi upp til himins leit, endurvakin lofsverð strengdi heit. Þetta land. að leggja undir fót landið rækta, og gera vegabót, sýna í verki þjóðarrausn og ráð róttum málstað fylgja í lengd og bráð. Út frá Gimli færðist bygðin fljótt, fólkið vann og stríddi dag og nótt, Norrænn hugur bar það hálfa leið hetjuandinn ríkti í lífi og deyð. Verða hér, til sóma sinni þjóð, sigri ná, þó tæki líf og blóð, læra alt, var hjartans heita þrá; hæsta manndóms takmarkinu^ná. Drottinn vakti yfir landnáms lýð, leiddi hann í gegnum böl og stríð. þjóðin fræg, nú sýngur sigur brag, sorgarnóttin varð að gleði dag. Faðmi Gimli framtíð björt og góð, fylgi lán og blessun vorri þjóð. Nýja-ísland fræga f'eðra bygð, fram til dauðans við þig höldum trygð. Fyrsta landnám feðra, og mæðra hér, framar öllu, kært og dýrmætt er, fagurt dæmi fengum vér að gjöf, frægðar stjarnan, skín á þeirra gröf. Heill sé Gimli goðum vígðri lóð, gefinn fyrir löngu vorri þjóð. þar er veglegt minnismerki reist manndóms þjóð, sem alheimur gat treyst. Þó að líði miljón alda ár, ávalt stendur varðinn tignar _hár. Grettis tak, sem þar á Gimli sézt, gerir ísland víðfrægt lengst og mest. Vigfús J. Guttormsson bygðu sér hús og fóru ofurlítið að fást við jarðrækt jafnframt því sem þeir stunduðu fiskiveiði í vatninu. j Strax og menn voru seztir að á “löndum” sínum var farið að hugsa um að koma á einhvers konar skipulagi eða stjóm í ibygðinni. Nýja-ísland var fyrir utan takmörk Manitoba fylkis, sem þá var miklu minna en það er nú. Skipulag það, sem sett i var, var með þeim hætti, að ný- ^ lendunni allri var skift í fjóra hluta. Var nefnd sett í hverjum , hluta, sem var nefnd “bygðar- ! nefnd”. Hver nefnd kaus sér jyfirmann, sem var nefndur bygðarstjóri”. Bygðarstjórarnir mynduðu einskonar yfirstjórn yfir nýlendunni, sem var nefnd “þingráð”. Síðan var formaður kosinn fyrir hana og var hann nefndur “þingræðisstjóri”. Sig- tryggur Jónasson var kosinn þingráðsstjóri. Var hann ásamt John Taylor umboðsmaður Can. adastjórnarinnar í nýlendunni. Bygðarnefndirnar og þingráðið höfðu með höndum öll þau mál er snertu hygðimar sameigin- lega og nýlenduna yfir höfuð. Mönnum kann nú að virðast sem að þessi nýlendustjórn hafi verið óþarflega mannmörg og í- burðarmikil. En þess ber að gæta að allar samgöngur voru mjög erfiðar innan nýlendunn- ar og margt var, sem eðlilega krafðist sameiginlegra ráða- gerða og framkvæmda. Munu nefndirnar hafa reynt að ráða sem bezt að þær gátu fram úr málum þeim, er til þeirra álita komu. Ekki er ljóst af því, sem eg hefi séð um þessa nýlendu- stjóm, hversu mikið vald hún hefir haft til þess að fram- kvæma ráðsályktanir sínar. Ekki hafði nýlendan lengi verið við lýði, er mönnum fanst nauðsynlegt að koma á fót fréttablaði. — Var hlutafélag stofnað í þeim tilgangi og prent- smiðja keypt. Blaðið var nefnt Framfari og kom fyrsta tölublað þess út 10. sept. 1877. Voru ritstjórar þess þeir Sigtryggur Jónsson og Halldór Briem. — Tæpir þrír árgangar komu út. Geta má nærri að fyrirtæki þetta hefir ekki getað borgað sig. Einhvers staðar hefi eg séð, að kaupendur hafi vanrækt að borga áskriftargjöldin; svo að snemma hafa þau vandræði vestur-íslenzkra blaða byrjað. Eins og við er að búast voru ekki allir ánægðir með kjör sín í nýlendunni, enda voru þau ekki glæsileg, þó að stjómin gerði mikið til þess að hjálpa nýlendubúum. Mun hún í alt hafa lánað þeim um 80,000 dollara. Afurðimar voru fáar og rýrar og afár erfitt að koma þeim til markaðár, sem í raun- inni var sama og enginn. Fiski- veiði til verzlunar var þá ekki byrjuð í Manitoba og landbún- aðarafurðir í nýlendunni hafa verið svo litlar að ekkert hefir verið upp úr þeim að hafa. All- ir voru fátækir og menn aðeins drógu fram lífið. Eftir fá ár hófst útflutningur fólks, því að þá fór að verða meira um at- vinnu annars staðar. Winnipeg var að vaxa og dróg til sín fólk úr öllum áttum; betri lönd stóðu til boða annars staðar og fýsti marga að komast þangað. ís- lenzka bygðin í Norður-Dakota og Argyle-bygðin bygðust, eins og kunnugt er, að nokkru leyti af fólki, sem verið hafði í Nýja- fslandi. Til eru bréf, sem skrifuð voru úij nýlendunni á þessum fyrstu árum. Varpa þau nokkru ljósi á efnalega ástandið, eins og það í raun og veru var. Hér eru tveir kaflar úr bréfum, sem skrifuð vpru austur til Nova Scotia á árunum 1877 og 1878. Höfundur þeirra var Bjarai nokkur Bjarnason, er vestur kom með stóra hópnum 1876 og bjó í Höfn nokkrar mílur fyrir norðan Gimli. Bréfin eru prent- uð í 7. árgangi Tímarits Þjóð- ræknisfélagsins........... “Nú : beld eg sé bezt að koma til aöalmálsins áður en þetta litla blað er alveg þrotið, og þig j mun mest fýsa að vita, sem er að segja frá, hvernig land muni ■vera hér vestra, veðráttukostir I og ókostir. Þú mát't ekki og munt ekki kasta þungum steini i til mín þó eg verði hér um stuttorður; þér mun þykja það j eðlilegt, því tíminn er enn ekki Iangur og reynslan enn styttri, þar sem eg og aörir höfum enn jekki drepið sem sagt er hönd í kalt vatn, því stjórnin (sú örláta og góða stjórn) hefir enn sem komið er lagt okkur alt í hönd- ur, eins ríkum sem fátækum og verður víst til maímánaðar loka. Hún lánaði í sumar jám- brautargjald frá Quebec til Win_ nipeg, þeim sem ekki gátu borg- að það, matarforða alla leið og síðan í allan vetur matarforða til maíloka; flesk, hveiti, sykur, te, nokkuð af\kaffi, nýtt kjöt, “bíns” (ensk. beans), hafra- mjöl, grjón, til veiðarfæra og á milli 30 og 40 kýr í haust og salt. Upphæð á þessu er 33,500 dollarar. Svo biðjum viö hana um í vor um lán 19,000 dollara í 200 kúm, allslags útsæði og til veiðarfæra, salt að salta fisk okkar og nauðsynlegustu akur- yrkjaverkfæri ásamt gluggum í hús og hverfisteinum. Og þetta teljum við víst að hún láni okk- ur eftir öðrum hennar aðförum við okkur. Líka biðjum við hana að lána okkur 800 dollara fyrir skonnortu, svo að við get- um sjálfir flutt að okkur nauð- synjar okkar, haldið henni til veiða og viðarflutninga o. s. frv. Þar sjáum við strax hvað léttara er en að borga aðflutn- ingskaupið, sem er mjög hátt, einn dollar á hverjum hundrað pundum..........” “.......Uppskera varð mjög- misjöfn; fremur góð hjá þeim sem komnir voru á undan okk- ur og höfðu rótaða jörð. Bezt varð hún á Eyjunni (Mikley) og voru þó allir nýir þar að kalla; sumstaðar 20-föId á jarðeplum — frá 10 til 16 í landi hjá þeim gömlu, en meðaltal hjá flestum mun véra um 4-föld. Rófur og næpur spruttu víðast. illa fyrir ormstungum. Bíns (beans) hefði þrifist vel, hefðu ekki frostin komið of snemma. — Hafrar og hveiti þreifst vel, þar sem því var sáð, líka kálhöfuð og redikur (radishes) og maís- korn sumstaðar. Það var gall- inn á verðverki manna, að jörð- in var illa undir búin og seint var sáð, sem orsakaðist af vot- viðrunum miklu, sem gengu í vor, svo alt fór á flot. Útsæðið kom líka seint og sumt aldrei, svo sem nokkuð af jarðeplum, og menn urðu að gefa sig við húsum sínum, því að hvergi var friöur fyrir úrkomunum. Fiski- afli var yfir höfuð rýr og lítill í haust, þó einstaka menn fengi um 400 af hvítfiski, fengu sum- ir ekki nema 30 og fremur fátt af öðrum fiski. Þeir sem fóru til vinnu seint og síðarmeir í á- gúst (fyr var ekki bóluvörður- inn hafinn) fengu bæði lágt kaup og sumir sviknir. Kýr, sem stjórnin lánaði, eru margar mjög gallaðar og með engum tíma. Þær fáu, sem nú bera, eru að drepast sumar, og sumar að dragast fram. Það voru nú líka, við skoðun, sem gerð var í Nýlendunni fyrir jólin og um þau, 23 búendur bjarglausir, 116 álitnir albjarga, og mun þó öllu til skila haldið að svo sé, og 116 hálfbjarga. Alt stjórnar- lán á enda, segja Taylor og Sig- tryggur, og svona er nú ástand- ið okkar yfir höfuð, og þó eiga að vera komnir til okkar 80,000 dollarar. Vel er nú á haldið? ? ? svona er nú ástandið í þessu góða landi sem stendur. Seinna blæs betur hjá þeim sem skrimta af í vetur .......” Þessir bréfkaflar sýna erfið-7 leikana, viðleitnina, viðlei'tnina til að bjarga sér og kunnáttu- leysið jafnt við landbúnaðinn sem veiðarnar. Netin voru ónóg

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.