Heimskringla - 15.01.1936, Side 4
4. SÍÐA.
HEIMSKRINGLA
WININIPEG, 15. JANÚAR, 1936
! ^fTetmskriniíla
(StofnuS 1S86)
Kemur út á hverjum miðvikudegi.
Elgendur:
THE VIKXNG PRESS LTD.
853 00 85S Sargent Avenue, Winnlpeg
Talsímia 86 537
VerS blaðslns er $3.00 árgangurinn borgist
tyrirfram. Allar bOTganir sendist:
THE VIKING PRESS LTD.
311 vlðskifta bréf blaðinu aðlútandi sendiat:
Manager THE VIKING PRESS LTD.
8S3 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFÁN EINARSSON
Utanáskrijt til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg
"Heimskringla” is publlahed
and printed by
THE VIKING PRESS LTD.
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man.
Telepiione: 86 637
WINNIPEG, 15. JANÚAR, 1936
FLOTAMÁLARÁÐSTEFNAN
1 London kom flotamálráð níu stór-
veldanna saman í haust einS og að und-
anfömu til þess að ræða um afvopnun
og takmörkun sjóhers. Það virtist nú
blása ;alt annað en byrlega með þau mál
þá stundina. í Afríku voru, horfur með
stríðið þær að Bretlandi þótti sá kostur-
inn vænstur, að hóa saman flota sínum
á Miðjarðarhafinu. Og fjöllin bergmál-
uðu þórdunurnar frá loftförum ítala. Við
þetta gátu friðsamlega hugsandi menn
eins og iþeir hafa eflaust verið, s&m á
fundinum voru, heldur lítið ráðið, enda
varð sú raun á, að fundurinn sá ekki
leið út úr vandræðunum og lauk milli
vonar og ótta.
Síðast liðna viku var svo á nýjan loífc
efnt til fundar. Þegar nokkrar fagrar og
vel meintar ræður (höfðu verið fluttar um
afvopnun, takmörkun sjóhers, frið og
dygðaríkt lífemi, lýstu Japanar því mjög
hógværlega en hreinskilnislega yfir, að
þeir krefðust leyfis að hafa eins stóran
sjóflota og Bretar og Bandaríkjamenn.
Stærð flota þessara þjóða, hefir verið
eftir hlutföllum 5—5—3. Japan má með
öðrum orðum hafa 3 'herskip á móti
hverjum 5, er Bretar eða Bandaríkin
hafa. Til þessa hafa Japanar látið sér
þetta lynda. En nú eru þeir. að færast í
ásmegin og telja sér ósamboðið að vera
eftirbátur annara, hvort sem er á sjó eða
landi. Og Norður-Kína ber þess merki,
að hálfu leyti, að hjá þeim sitji ekki við
orðin tóm. Á sjónum hefir sóknin verið
óárennilegri. En nú er svo að sjá, sem
þeim ægi hún ekki heldur.
En verður krafa þeirra veitt? Til þess
eru litlar líkur. Og ástæða Breta og
Bandaíkjamanna fyrir að synja Japönum
þessa, er sú, að þeir (Japanir) hefðu þá
öflugasta herinn á Kyrrahafinu. Bret-
land og Bandaríkin segjast þurfa á sjón-
um að verja sig úr öllum áttum. Japan
þarf þess ekki nema úr einni átt, á
Kyrrahafinu. Þessvegna eru hlutföll flot-
anna nú talin sanngjörn, að þessar þrjár
þjóðir séu fyrir þau jafnstenkar á Kyrra-
hafinu, því Bretar eða Bandaríkjamenn
geti aldrei haft allan flota sinn þar. Með
kröfunni verða því Japanar helmingi
liðsterkari þar en hvor þessara þjóða, eða
sama sem einvaldir. Það er ásteitingar
steinninn, sem friðar eða afvopnunartil-
raununum verður að fótakefli.
Með níu stórveldasamningunum var
verið að reyna að leggja undirstöðu að
afvopnun þjóðanna. Og hlutfallsstærð
flota þriggja stærstu þjóðanna, sem var
5—5—3, var grundvöllurinn. Með kröfu
Japana, er sú undirstaða hrunin.
Og ihvað svo? Ekkert nema það að
hver þjóð efli flota sinn eftir efnum og
ástæðum. Bæti Japan við sig herskipum,
eins og ekki er að efa að fyrir þeim vak-
ir, gera Bretland og Bandaríkin það að
sjálfsögðu einnig. Það eru fréttirnar af
afvopnunarfundinum, ef ekki fer betur en
nú áhorfist.
ENDURMINNINGAR II.
Önnnur bók af “Endurminningum”
Eriðriks Guðmundssonar er nýkomin út.
Er hún sérprentun úr Heimskringlu, sem
fyrri bókin var, og framhald af henni,
svipuð að stæð og öllum frágangi og á
sama verði ($1.25).
Nokkuð af fyrri hluta Endurminninga
R, er að efni til frá íslandi, en síðari hlut-
inn, eða alt að því tveir þriðju bókarinn-
ar, eru frásagnir af því er á daga dreif og
fyrir augu og eyru bar, eftir að höfundur-
inn flutti til þessa lands.
Endurminningar FTiðriks má telja með
því skemtilegasta, sem hér hefir verið
skrifað. Enginn getur sá jafnaldri höf-
undarins hér verið, er ekki heyrir í þeim:
—óma af lögum
bot úr brögum
bergmál frá æfinnar liðnu dögum—
af reynslu sinni í tveim heimsálfum, svo
að ekki verður á því vilst. í fyrri bók
sinni, eða fyrstu, því óhugsanlegt er ekki
að þær verði fleiri en tvær, lýsir Friðrik
mjög skemtilega ýmsum þjóðkunnum
mönnum á ættjörðinni, sem hann hefir
kynst, sveitabrag, siðum og störfum, er
rifjar upp marga gleymda en skemtilega
minningu hjá lesandanum. í þessari síð-
ari bók lýkur endurminningunum að
heiman, en frásögn á því sem hér tók
við hefst. Ætlum vér það eina beztu
lýsinguna af reynslunni, er landans beið
hér, sem vér höfum lesið. Á frásögninni
ert sá æskublær, að fáum mundi til hugar
koma, að háaldraður maður héldi þar
á penna. En hún er auk þess svo öfga-
laus, að í henni mun margt óhaggaö
standa og sögulegt gildi hafa. Öldung-
urinn blindi, sem til dægrastyttingar hefir
verið að skrifa þessar endurminningar, og
sér til hugarhægðar, en ekki til hróss, hef
iri að vissu leyti numið nýtt land á sviði
íslenzkra bókmenta með því skrifi sínu.
Málið á Endurminningum er hreint,
Upurt og kækjalaust og samfeldara nú-
tíðinni, en flestir eldri menn rita. Stillinn
er ör og hressandi og samband orða og
hugsana gott.
Vesturi-íslendingar ættu að eignast
Endurminningar. Þær eru brot úr sögu
þeirra og því einar af okkar þjóðlegustu
ibókum til lesturs.
ÁBYRGÐARSTARF
Nýlega var Paul Bardal bæjarráðsmanni
falin formenska nefndar þeirrar í bæjar-
ráðinu, sem málefni atvinnulausra ann-
ast.
Það er engum vafa bundið, að ábyrgð-
armeiri og vandasamari staða en þessi, er
ekki til í öllu stjómarstarfi bæjarins. Sá
er vel og samvizkusamlega leysir það af
hendi, vinnur viðurkenningarvert starf í
þágu þessa bæjarfélags eða bæjarbúa.
Vandinn, sem starfinu er samfara dylst
ekki. Á aðra höndina eru skattgjaldend-
ur, er stöðugt krefjast sparnaðar í með-
ferð bæjarfjárs, af góðum og gildum á-
stæðum að sjálfsögðu, og á hina höndina
atvinnulausir, er af sárri reynslu vita, a
atvinnuleysis styrkurinn er ófullnægjandi
og biðja um að 'hann sé hækkaður. Að
gera báða aðila ánægða, er ekki vanda-
laust.
Mr. Bardal var formaður Social Wel-
fare Gommission bæjarins s. 1. ár. Með
því starfi hefir hann fengið góðan undir-
búning undir það vandasama verk, sem
honum hefir nú verið falið.
Og það er að líkindum meðal annars
fyrir hve samvizkusamlega og vel að
hann leysti það starf af hendf, sem sam-
verkamenn hans hafa öðrum fremur
treyst honum til að færast í fang þetta
ábyrgðar-mesta og vandasamasta starf
bæjarráðsins.
»
UM CITY HYDRO-ORKUKAUPIN
Það væri hlátursefni, ef það væri ekki í
aðra röndina svo alvarlega eftirtektavert
hvernig bæði dagblöð þessa bæjar hafa
komið fram í málinu um orkukaup þjóð-
eignaorkukerfis bæjarins (City Hydro)
hjá Winnipeg-raffélaginu.
Winnipeg-bær gerði endur fyrir löngu
samning við Winnipeg-raffélagið, að
kaupa nokkuð af orku af því er kerfi bæj-
arins þurfti á að halda. Samningarnir um
þetta eru úr sögunni einlhvem tíma á
komandi ári (1937). Bæjarráð Winnipeg-
borgar hefir nú verið að íhuga, hvað það
eigi að gera, hvort það eigi að endurnýja
samninginn við Winnipeg-raffélagið eða
auka sína eigin orkuframleiðslu í Slave
Falls.
Winnipeg-raffélagið fór þegar af stað
og bauð bæjarráðinu að selja því orku á
$14.44 hvert hestafl. Bæjarráðinu þótti
það dýrt og fór nú að íhuga kostnaðinn
rið að bæta við kerfi sitt. Er sá kostnað-
ur talinn nema $500,000. Það er auðvit-
að mikiö fé í svip, en bæjarráðið áh'tur
það samt borga sig að leggja í þann
kostnað vegna þess að orkan verði árlega
miklu, eða alt að því tveim þriðju ódýrari
með því að stækka ver sitt.
Bæjarráðið hafnaði því boði Winnipeg
raffélagsins fyrst um sinn. En þá fóru
blöðin af stað og skrifuðu einar tvær eða
þrjár ritstjórnargreinar um málið og
töldu það argasta óráð af bæjarráðinu, að
ætla sér að leggja út í að stækka kerfi
bæjarins, eins mikið og það kostaði, er
það gæti keypt orku af Winnipeg-raffé-
laginu 10% ódýrara en hægt væri að
framleiða ihana. Winnipeg-raffélagið
hafði ávalt gefið þetta í skyn og blöðin,
sem ekki voru kunnug hinni hlið málsins,
flöskuðu á því.
Síðast liðinn föstudag var svo málið
aftur til umræðu á bæjarráðsfundi. —
Skýrði þá J. W. Sanger, yfirverkfræðing-
ur City Hydro, málavöxtu alla. Yrði of-
langt mál hér að segja sögu hans alla.
.En þess skal þó getið, að niðurstaða hans
var sú, að árlegur orkukostnaður bæjar-
ins, ef hann stækkaði kerfi sitt, yrði
$41,700, en ef orkan yrði keypt af Win-
nipeg-raffélaginu, kostaði hún árlega
$144,000 eða rúmum $100,000 meira. Og
þeim peningum leist nú bæjarráðinu bet-
ur á að verja til að stækka kerfi bæjar-
ins, exi) greiða fyrir aðkeypta orku.
Þetta virðist nú ofur einfalt mál. En
hvernig á því stóð, að dagblöðin tóku þá
afstöðu til þess, sem raun er orðin á, og
telja alt annað óvitlegt, en að kaupa orku
af Winnipeg-raffélaginu, verður ekki eins
auðsætt.
Það er að vísu ílt til þess að vita, að
leggja verði fé á þessum erfiðu tímum
fram til þess, að stækka orkuver bæjar-
ins, þar sem Winnipeg-raffélagið hefir um
100,000 hestöfl af orku, sem það gerir
ekkert við. En eftir öllu að dæma, verð-
ur nú ekki við því gert. Og það væri ó-
sanngjarnt, að kenna bæjarráðinu um
það, að Winnipeg-raffélagið hefir nú
meiri orku, en það hefir þörf fyrir. Það
barist fyrir því sjálft, að ná í Sjö systra-
fossana til virkjunar, sem nú virðist ekki
hafa verið því eins nauðsynlegt og einu
sinni var látið, en ekki bærinn eða City
Hydro.
En málið var nú ekki útrætt á bæjar-
ráðsfundinum á föstudag, en verður að
öllum líkindum til lykta ráðið á næsta
fundi (17. jan.).
Lítill efi er á því talinn, að bæjarráðs-
menn iséu flestir með því að bærinn
stækki kerfi sitt. Verkamannaflokkur-
inn, sem í meiri hluta er í bæjarráðinu,
mun eindreginn með því. Aðrir bæjar-
ráðsmenn ihafa heldur ekki andmælt hug-
myndinni. Fresturinn um afgreiðslu máls-
ins um eina viku, sem þeir fóru fram á, á
síðasta fundi, svo þeir gætu betur ikynt
sér alla málavöxtu, á ekki nauðsynlega
neitt skylt við andúð gegn stækkun kerf-
isins. ,
Fyrirhuguð stækkun kerfisins, er eitt
“unit” eða um 12,000 hestöfl. Með þeirri
viðbót hefir bærinn næga orku um nokk-
ur komandi ár.
SJÓN ER SÖGU RÍKARI
Fréttaritari blaðsins Winnipeg Free
Press, Miss Cora Hind, hefir undanfarnar
vikur verið að ferðast um ýms lönd Ev-
rópu með það meðal annars fyrir augum,
að íhuga möguleika þar á sölu fyrir cana-
diskt hveiti. Flutti nefnt blað frétt um
það s. 1. laugardag hvers hún hefði orðið
vísari, og farast fréttaritaranum þannig
orð:
“Eg hefi nú ferðast um Noreg, Svíþjóð,
Þýzkaland, Pólland, Rúmaníu, Jugóslavíu,
Ungverjaland, Austurríki og Czecho-sló-
vakíu og kynt mér möguleika á því að
selja þeim canadiskt hveiti. Eg get ekki
dregið fjööur yfir það, að eg hefi orðið
fyrir miklum vonbrigðum í því efni.
Áður en eg fór frá Canada, hélt eg,
eins og margir fleiri, að með stjórnar-
skiftum þar og minni tollahöftum, væri
gátan ráðin í viðskiftum vorum við Ev-
rópu. Eg er nú /komin að þeirrl niður-
stöðu, að þau viðskifti séu ekki eins auð-
fengin og ætlað var.”
í Noregi, segir fregnritarinn, að keypt
sé að vísu dáh'tið af canadisku hveiti og
mjöli. En stjórnin þar hefir strangt eftir-
lit með innflutningi á því. Er hveiti-
mjölið látið í poka með nafni stjómar-
deildarinnar, en aðeins með smáu letri á
þeim er gefið til kynna frá hvaða korn-
mölunargerð í Canada það sá. Kommöl-
unarhús í Canada eru beðin um sýnis-
horn og verð, áður en nokkuð er keypt.
Séu gæði hveitisins og verðið betra en
annara, eru kaup auðvitað við þau gerð.
En svona er varfærnin mikil í kaupunum.
Noregur framleiðir ekki alt það hveiti,
sem hann þarf með, en um það er kostað
kapps af stjórninni, að auka hveitifram-
leiðsluna og hlunnindi veitt þeim, er á það
leggja stund. Stjómin greiðir oft kostn-
aðinn við að hreinsa landspildur og búa
undir ræktun.
Svfþjóð hefir ávalt haft hveiti til út-
flutnings þó í smáum stíl sé. En það
hefir stundum keypt canadiskt hveiti til
þess að bæta með hveiti sitt. Á síðari
árum Ihefir þó minna verið
keypt, en á vísindalega vísu
verið unnið að því, að bæta
heimaræktað 'hveiti. Og síðast
liðið ár var ekki nema 10% af
hveitinu sem Svfþjóð keypti frá
öðrum löndum frá Canada. Um
sölu á canadisku hveiti þar, er
því ekki að ræða.
Þýzkaland er lokað. Hin
gamla fræga hafnarborg, Ham-
borg, er svo aðgerðalaus að
manni finst, sem maður sé þar
um hádag aðj ganga um borgir
í Canada á nætur-þeli. Korn-
verzlarar sögðu að um kaup á
canadisku hveiti væri ekki að
ræða, nema Canada keypti skip
af þéim. .Stjórnin sannfærði
mig um það, segir fregnritinn,
að Þýzkaland vinnur sleitulaust
að því, að framleiða alt það
hveiti, sem það þarfnast.
Pólland kaupir ekkert hveiti
og er ekki h'klegt til að gera
það framvegis. Færi svo að
það samt sem áður þyrfti þess,
verður það af pólitízkum á-
stæðum keypt af nágrannalönd-
unum.
Pólland seldi hvéiti út úr
landinu, svo að nam 73,000
metra-tonnum á s. 1. ári. Þar
er engin sjáanleg von um sölu
á canadisku hveiti.
Það einkennilega bar við í
Rúmem'u, að daginn sem eg
kom til Bukarest, auglýsti
hveitirannsóknarstofa stjómar-
innar í blöðunum, að henni
hefði tekist að framleiða eins
gott hveiti og númer eitt harð-
hveiti í Manitoba! Þari hefir
þetta verið reynt um mörg ár.
Uppskera var þar allgóð og var
í fyrstu Ibúist við, að 'nokkuð
væri hægt að selja út úr land-
inu. En ótíð rýrði hveitið, svo
af því er ekki sagt að verði.
Fyrir sjálfa sig hafa þeir að
minsta kosti nóg.
Ungverjaland hafði ágæta
uppskeru. Þar hefir verið reynt
að blanda hveitið með Mar-
quis-hveiti og hefir tekist ágæt-
lega. Það hveiti gefur mjög
lítið eftir canadisku hveiti að
gæðum. Ungverjar hafa reynt
að rækta hréint Marquis-lhveiti,
en bændur þykjast ekki fá fyrir-
höfn sína eins borgaða með því
og með ræktun blandaðs hveit-
is. Fjrir þeim vakir eins og
Rúmeningum, að framleiða eins
gott hveiti og beztu tegundir í
Manitoba. Ungverjar hafa tals-
vert af hveiti til útflutnlings í
ár.
Jugo-slavía flytur út talsvert
af hveiti. Sala á canadisku
hveiti þangað kemur ekki til
mála.
í Czecho-slóvakíu er nú
þannig ástatt, að landið hefir
frá 50,000 til 80,000 metra-tonn
(milli 5 eða 6 miljón mæla) af
hveiti fyrirliggjandi, sem það
hefir engan markað fyrir. Þar
hefir ekki um mörg undanfar-
in ár fengist leyfi til að flytja
einn einasta mælir af hveiti inn
í landið.
Fregnritinn bendir á, að ó-
hagstæður gjaldeyrir sumra
þessara þjóða, hefti að nokkru
innflutning til landanna. En
jafnvel þó um það væri ekki að
ræða, greiddist gatan ekki með
innflutninfe á hveiti, af þeirri
einföldu ástæðu, að þjóðirnar
leggja svo mikla áherzlu sjálfar
á framleiðslu þeirrar vöru.
Það er því hætt við, af frétt
þessari að dæma að það þurfi
oftar en einu sinni að kjósa lib-
eral stjóm, til þess að selja
þessum þjóðum canadiskt
hveiti.
JÓN SIGURÐSSON
ALÞ.MAÐUR
Ástæðuna fyrir því, að Hon.
J. G. Gardiner var skipaður
akuryrkjumálaráðhérra King-
stjómarinnar, telur blaðið
“Manitoiba Commonweath”
þessi orð hans í ræðu er hann
flutti í Ridgetown, Ont. 7. sept.:
“Það væri góð auglýsing fyrir
íbúa Vestur-Canada, að selja
hveiti sitt sér í skaða.”
Á síðastl. hausti 20. sept.
andaðist að Haukagili í Hvítár-
síðu Jón bóndi Sigurðsson og
fyrverandi alþingismaður. Sök-
um þess að þessa hefir ekki ver-
ið getið í blöðunum hér, en
þrjú systkini hans eru búsett
hér í álfu, — Jóhannes Sveins-
sion húsasmiður og fyrverandi
verzlunarmaður, ibúsettur í
Monrovia, California; Ingibjörg
kona Magnúsar Magnússonar
útgerðarmanns við Hnausa, og
Gróa kona Sve'ins Pálmasonar
byggingameistara í Winnipeg,
— vill Heimskr. birta útdrátt úr
æfiminningu hans, eftir Bene-
dikt Sveinsson alþingismann, er
út ltom í Morgunblaðinu í Rvík.
31. okt. síðastl.
Jón fæddist í Hvammi í Hvít-
ársíðu 13. des. 1871. Hann
var fæddur utan hjónabands
en ólzt síðar upp með föður
sínum að Haukagili. Hann var
af góðu bergi brotinn í allar
ættir. Faðir hans var sonur
Jóns prests Benediktssonar á
Svaibarði og síðan á Hrafnseyri
við Arnarf jörð. Kona séra Jóns
var Helga föðursystir Jóns Sig-
urðssonar forseta. Móðir hans
var Þorgerður Jónsdóttir frá
Svarfhóli í Stafholtstungum
Halldórssonar fræðimanns og
sagnritara Pálssonar. Þorgerð-
ur var móðursystir Guðmund-
ar sýslumanns í Borgarnesi og
nokkuð nákomin Þórði háyfir-
dómara Sveinbjömssyni.
Árið 1900 fluttist Jón á Akra-
nes og tók þar við hreppstjórn,
en fjórum árum síðar fór hann
aftur að Haukagili, tók þar við
búsforráðum og bjó þar góðu
jbúi til dauðadags. Árið 1912
; kvæntist hann Hildi Guðmunds-
dóttur frá Kolstöðum, af Húsa-
fellsætt. Áttu þau 5 börn er
lifa og flest uppkomin. Áður en
jjón kvæntist eignaðist hann
dóttur er Svava heitir og er irit-
ari á skrifstofu Alþýðusam-
bandsins í Rvík.
Jón var afburðamaður að afli
og vexti, vitsmunamaður, glæsi-
legur ræðumaður, og hafði f'á-
I gætt vald yfir íslenzku máli.
Er deilt var um “Sambands-
J málið” 1908 bauð hann sig fram
j við alþingiskosningar af hálfu
I Sjálfstæðismanna. Sat hann á
þingi sem fulltrúi Mýramanna
i 1909 og 1911. Ekki var hann í
kjöri eftir það. Hreppstjóri
Hvítsiðinga var hann frá 1906
i til dauðadags. Jörð sína bætti
j hann stórum, sléttaði túnið og
1 stækkaði, reisti fbúðarhús og
öll útihús og hlöður, girti tún
og engjar, og vann margt fleira
til umbóta.
Jón yar heilsuhraustur alla
æfi. iSíðastl. vetur tók hann að
kenna hjartveiki. Fékk hann
nokkrum sinnum kvalaköst,
síðast lá hann rúmfastur. Hann
ráðstafaði þá ýmsum hlutum,
meðal annars, að ekki skyldi
færa sig í líkklæði heldur grafa
sig í sparifötunum. Síðasta
daginn, er læknir var sóttur til
hans tók Jón honum vel, kvaðst
vita erindi hans: að hjálpa sér
inn í eilífðina. Síðar um kveld-
ið sagði hann við konu sína og
lækni, að næst þegar hann
sofnaði myndi hann ekki vakna
aftur. Þetta varð.
Jarðarför Jóns fór fram 2.
okt. fylgdi honum til moldar,
mikill fjöldi sveitunga og vina.
iNý hreyfing hefir risið meði
franskra bænda. í hinum nýj
samtökum eru þátttakendur ui
3 miljónir. Foringi þessar.
'bændasamtaka er Dorgéres. -
Hann sagði nýlega:
“Eg er sannfærður um, að e
gerð væri einbeitt og óhlutdræ
rannsókn á málefnum franskr.
þingmanna, myndu 200 þeirr,
vera komnir í tugthúsið á einr
viku”.
Bændasamtök þessi vinna al
því, að bæta lífskjör sveita
fólks, efnalega og andlega.