Heimskringla - 22.01.1936, Blaðsíða 1

Heimskringla - 22.01.1936, Blaðsíða 1
L. ARGANGUR WINNIPBG, MIÐVIKUDAGINN, 22. JANÚAR, 1936 NÚMER 17. George V. Bretakonungur, dáinn h——s se: ---í Það er í þessu samstarfi ijóðarinnar, sem styrkur brezks stjórnars.kipulags er fólgið og ríkisins. Að hinn nýlátni kon- ungur hafi skoðað það skyldu sína, að vernda það og efla og hafi sýnt iþað með framkomu sinni, verður ekki efast um. George konungur mun lifa í vitund þegna sinna, sem mildur og réttsýnn stjórnari og góður maður. Jarðarförin fer fram þriðju- daginn 28. janúar í St. George’s Chapel í Windsor kastalanum. Fæddur 3. júní 1865 — Dáinn 20. Janúar 1936 Konungur Bretlands, George V. dó síðastliðin mánudag (20. jan.) í Sandringham House á Englandi. Andlát hans bar að klukkan 11.55, rétt fyrir miðnætti. — (Eftir Winnipeg-tíma kl. 5.55 e. h.). Konungurinn hafði um skeið kent hjartabilunar. En fyrir nokkrum dögum lagðist hann í lungnabólgu og fór hann ekki á fætur úr því. Hann var fullra 70 ára að aldri. Úr vahheilsu konungsins noklkrar undanfarnar vikur, hafði ekki verið mikið gert. — Andlát hans kom því mörgum á óvart. IGeorge V hafði ríkt rúm 25 ár. Var fjórðungsaldar n'kis- stjónar afmælis hans minst með hátíðahaldi s. 1. sumar á Eng- landi og víðar innan Rretaveld- is. Hinn nýlátni konungur var annar sonur Edward VII og Alexöndru drotningar. Hann var fæddur 3. júní 1865 í Marl- iborough House í London. Kon- ungur er sagt að hann hafi ekki búist við að verða, euda stóð eldri bróðir hans, Hertoginn af Clarenoe til rfkiserfða. En hann dó 1892. Að Edward VII látnum, tók því George V viö ríkisstjórn, 6. maí 1910. Uppeldi konungsins og bróður hans er sa^t að hafi verið mjög blátt áfram. Er haldið fram, að móðir þeirra hafi átt mikinn hlut í því. Henni fanst að hvað sem fyrir sonum sínum lægi síðar, væru þeir svo bezt undir það búnir og skildu þá þjóð sa'na bezt, ef lifðu yfirleitt svip- uðu lífi og hún. Á uppvaxtarárum bræðranna, þótti ekki til annars meira koima, en að ungir menn kynt- ust lífinu í brezka sjóhemum. Vildi Edward VII faðir þeirra umfram alt að þeir færu þang- að tii náms og starfs. Varð George V þar aðnu'rall og riðinn við sjóherinn þar til hann tók við ríkisstjórn. Á yngri árum sínum ferðaðist George V um alt Brletaveldi og víöar. Tii Canada kom hann oftar en einu sinni. Ömmur George V., Victoria drotning og Lovísa drotning í Danmörku, höfðu miklar mæt- ur á honum á yngri árum hans. Heimsótti hann oft ömmu sína í Danmörku. 6. júM 1893 giftist George konungur Maríu prinsessu af Teok. Var móðir hennar dóttir Adolfuss, Hertoga af Cam bridge, sonar George III Breta konungs. Konungshjónin brezku vo.ru því náskyld. Áttu þau 6 börn er1 öll lifa nema eitt. Elzt þeirra er Edward Albert (Prins inn af Wales) sem nú er tekinn við ríkisstjóm og ber nafnið Edward VIII konungur Bret lands. Næstur honum að aldri, er hertoginn af ,York, er næst stendur til ríkiserfða. Hann er giftur Elizabetu Bowes-Lyon, dóttur jarlsins af Strathmore. Hinir tveir synir þeirra gift- ust s. 1. sumar. Og dóttir þeirra Victoria prinsessa er gift La- selles greifa. Þó George V væri til konungs tekinn um leið og Edward VII faðir hans dó, fór krýningar athöfnin ekki fram fyr erf 22. júní 1911 í Westminster Abbey ,í London og 11. nóvember það ár í Bombay á Indlandi, er hann var krýndur keisari (em peror) Indlands. Stjórnarár George V voru ein hin erfiðustu í sögu Breta- veldis. Á fjórða ríkisstjórnar- árinu, 1914, braust út heims styrjöldin. Liðaðist þá hvert ríkið og keisaradæmið af öðru sundur. Þegar litið er til baka yfir þau ár, má það undur heita að hvert ríki veraldar fór ekki f mola, hvort sem stórt var eða smátt, og hvort sem beinan þátt. átti eða ekki í stríðinu. Á styrikleika sambands Breta- veldis reyndi þá vissulega meira en nokkru sinni fyr. En Breta- veldi stóð þá raun vel af sér. Og böndin sem tengdu það þá sam- an, hafa ekki slaknað á hverju sem gengið hefir sa'ðan stríðinu lauk. iSlíkt er aðeins hugsanlegt þar sem á sér stað einhuga og náið samstarf þegnanna og þeirra sem ríkjum ráða. Sýning á bílum hefir staðið yfir r Auditorium þessa bæjar undanfarna daga. Var sýning- in opnuð s. 1. laugardagskvöld af John Bracken forsætisráð- herra Manitobafylkis að þús- undum manna viðstöddum, því ekkert vekur meiri eftirtekt en fagur, gljáandi bíll. Áður en sýningin var opnuð, var þeim er auglýsa í Auditorium boðið til kvöldverðar og var það um 300 manns. Stjórnaði Dr. Dafoe ritstjóri Winnipeg Free Press samsætinu, enda var það blað- ið ásamt félagi því í þessum bæ, er stendur fyrir starfi því, er Back-to-theLand Movement er nefnt, sem sýningu þessari hrinti af stokkunum. í Auditorium var auðvitað margt annað eftirtektavert að sjá, því þar er auglýst mikið af því nýjasta á framleiðslu þessa bæjar. Einn íslendingur auglýsir þar sína vöru; er það veggjastopp, sem Wood-Wool heitir og S. Thorkalsson fram- leiðir og frægt er orðið. BÍLASÝNING FRÁ FOAM LAKE Hr. ritstjóri: Okkur, sem erum á útigangi á hásléttu Saskatchewaín fylkis h'ður furðanlega vel. Nefin sem frusu í janúar (35) þegar frost voru 50 fyrir neðan zero þiðn- uðu aftur í júlí þegar hitinn varð 90 fyrir ofan. Uppskera varð með rýrara móti sökum ryðs í hveiti og flokkun lág, 4—5—6 og fóður, var það algenga, þó nokkrir fengu 2 og 3. Hafrar og ibygg Edward VIII. kemur til ríkis Rudyard Kipling enska ljóð og söguskáldið heimsfræga, dó s. 1. laugardag. Hann er talinn með allra fremstu skáldum Breta á síðari tímum. Verður á starf hans minst síðar. BRÉF TIL HKR. Roohester, Minn. 19. jan. 1936 Herra ritstjóri: Viltu gera svo vel að láta blað þitt flytja Vestur-íslend- ingum og þeirra venslafólki þessi kveðjuorð okkar? Kæru Vestur-íslendingar: Við þökkum ykkur alla þá al- úð, gestrisni og vináttu, sem þið sýnduð okkur á meðan við dvöldum og ferðuðumst meðal ykkar. Við erum ekki að minnast á neina menn eða konur sérstak- lega, því hvar sem við komum eða dvöldum nutum við sömu gestrisninnar og hlýleikans. Áreiðanlega verðið þið og samverustundirnar með ykkur okkur ógleymanlegar og ómet- anlegar. Við þökkum ykkur þó miklu fremur fyrir öll þau hlýju og ástríku orð og gerðir í garð íslands og Austur-íslend- inga, sem við urðum svo víða áðnjótandi og vör við. Það eru margir, sem við vild- um og ættum að skrifa, en við biðjum þá að afsaka slóðaskap- inn. Góð líðan. Kærar kveðjur. Margrét og ófeigur J. Ófeigsson % Mayo Clinic Rochester, Minn. U. S. A. Sumir h'ta, svo á, að ást sé einskonar geðsjúkdómur. En sem betur fer er hann sjaldan ólæknandi. Og oft læknast hanu alveg af sjálfu sér. í meðallagi að vöxtum, en prís með lægsta móti. Gripa mark- aður dágóður með köflum enda mikið sent til markaðar af þeini og svínum sem hafa verið í heldur háum prís. Það er mesta furða hvað þið getið étið mikið af kjöti .þama í Winnipeg. Nokkrar smábreytingar hafa verið gerðar hér á árinu og má þar til nefna “bjórstaupa söl- una”. Það fór mestur tími síð- asta fylkisþings í að útbúa þar að lútandi lög, því margt var að athuga. Er sagt að þriggja vikna tími hafi farið í þrátt um það hvort telja skildi söng- fugla sem hljóðfæri, því ef svo var skildi það ólöglegt vera að hafa þá í þúri í bjórstofunni. Þar skildi engin söngur né har- moniku spil eiga sér stað, ekki heldur hlátur, blístur eður há- reisti af neinu tæi. Menn (ekki konur) skildu bara koma þar inn stein þegjandi, setjast niður með varúð, rétta upp 5 fingur ef þá vantaði 5 glös en 10 ef þá vantaði 10. Drekka svo eins og þeir þyldu og gætu borgað fyrir, ganga (ekki skríða) svo út með ró og respekt, og öskra helst ekki fyr en á næsta götu- homi. Menn áttu bágt með sig, að hlægja ekki að allri þessari var- úð viðvíkjandi sölu á nokkurum staupum af bjór, sem allir vita [að eru ekki fimm centa virði glasið hvað þá heldur tíu, eins og það er selt fyrir. En þegar öllu var komið í kring og stjórnin var . búin að flytja bækistöð sína á annað götu- horn og staupa salan var byrj- uð á hinu, þá gat ekki djöfull- inn ráðið við sig lengur, svo hann skellihló að öllu saman. Og honum var það heldur ekki láandi því svona var þá bindindið komið sem stofnað var til með lögum fyrir meir en 20 árum og sem hafði kent mönnum að búa til hið ill- ræmda “heimabrugg” sem seint mun afnumið hvort sem bjór- kránum er fjölgað eður fækk- að. En hvað sem því líður þá er eitt víst: að nú þarf ekki að þorna upp í lakanum á okkur Foam Lakeingum vegna skorts á bjórleysi eins og K. N. mundi orða það. ( Með framförum má víst þá ibreytingu telja, að hið gamla skautahús var rifið til grunna og annað nýtt bygt, sem er að öllu leyti meiri og vandaðri bygging. Kostaði það um $2000. En þar sem allir voru fyrirtæk- inu hlyntir þá var það fé auð- fengið svo að skuld er nú ekki nema $135.00. Er gert ráð fyrir að sú skuld verði afrnáð með öllu um það þessum vetri lýkur. Þá var samkomuhús bæjarins einnig stækkað að miklum mun svo nú rúmar það líklega alla bæjarbúa í einu. Eru það ekki margir af smábæjunum hér í kring sem hafa svo rúmgóð samkomuhús. Þessi breyting kostaði bæinn um $1,500.00 en það er búist við að hún borgi sig að mnista kosti óbeinlínis Edward VIII (Priiisinn af Wales) í brezkum íögum er svo mælt fyrir, að á sömu stundu og kon- ungurinn deyr, verði ríkiserf- inginn konungur. Við lát George V. Bretakon- ungs, s. 1. mánudag, tók því sonur hans, Prinsinn af Wales, við konungdómi á Bretlandi. — Tekur hann upp nafnið Edward VIII. Hinn nýji konungur, Edward VIII, er fæddur 23. júní 1894 og er því 41 árs að aldri. Það munu fáir ríkiserfingar Bretlands hafa verið eins kunnir Iþegnum ríkisins víðsvegar út um heim og Edward VIII. Hann hefir um mörg undan- farin ár ferðast aftur og fram um Bretaveldi. Og hann hefir oft dvalið talsvert lengi á hverj- um stað, sem hann hefir heim- sótt. Það mun ekki fjarri sanni, að hann sé kunnugri hag þegna sinna af sjón og reynd, en nokkur fyrirrennari hans. Enginn skildi ætla að ferðalög þessi hafi verið gerð af ein- tómri löngun af að ferðast. Það virðist frá öndverðu hafa vakað fyrir honum að búa sig á allan mögulegan hátt sem bezt undir framtíðar starf sitt, það starf sem hann hefir nú á hendur tekist. Og ferðalögin eru eitt af því. Tungumálamaður þykir hann mikill, eins og afi hans, Ed- ward VII. var. Frönsku og þýzku kvað hann tala sem móðurmál sitt; auk þess fleyta sér í fleiri útlendum málum. Nám hefir hann bæði stundað í Cambridge og Oxford-háskólunum. Til hermensku hefir hann lært bæði á sjó og landi. í stríðið 1914 fór hann þegar í byrjun. Og þar til því lauk, var hann mest af tímanum í Frakklandi aðallega eða mest við að æfa herdeildir . Hann kvað vera sjálfstæður skoðunum og geta haft það til að vera stíflundaður þó hann fari vel með það. Er um hann sagt í æsku, að dálæti hafi nokkurt verið á honum, og ihann hafi verið sá eini af börn- unum, er nei gat sagt við því sem Victoria drotning sagði honum að gera, án þess að sett væri ofan í við hann fyrir það. Til Canada kom hann 1919. Keypti hann iþá hjarðbú í Albertafylki, sem hann á enn. Hefir hann stundum dvalið á búinu nokkrar vikur í senn, t. d. árið 1923 og Í927. Hefir hann þá klæðst cowboy-búningi og komið fram sem óbreyttur cowboy, borðað með þeim og unnið og skemt sér. Edward VIII er ógiftur. Hefir eklki ógiftur konungur sezt að völdum í Englandi síðan George III tók við ríkisstjórn, en hann giftist þó um það leyti sem hann var krýndur. Bretland er að vísu ekki . drotningarlaust rneðan móðir núverandi kon- ungs er á lífi, en hvað verður ef hún deyr? Það mun óhætt að fullyrða, að þegnar Bretaveldis hefðu ekki óskað sér annars konungs fremur, að George V. látnum, en Edward VIII, þó í þeirra valdi hefði verið að velja sér konung. Hann nýtur nú þegar þeirrar almennings-hylli, er fáir konungar hafa notið við byrjun ríikisstjómar sinnar. — með tíð og tíma. Þótt það væri á allra vitorði að sambandskosningar ættu að faira fram, enihvern tíma á ár- inu, þá heyrðist varla orð um það sagt. Að sönnu voru út- nefndir menn í hina þrjá aðal- flokka en það var gert svo hljóðlega og ærslulaust að menn vissu varla af því. Loks kom fregnin um það að hinn 14. október hefði verið valinn sem kosningadagur en einnig það gat ekki vakið menn til nokkurs áhuga svo það virtist “dúnalogn allra átta” þar til svo sem 10 dögum fyrir hinn tilnefnda kosninga dag. En þá byrjuðu líka Rassaköstin, — Þegar talað er um rassaköst þá minnir það mig á þau fyrstu sem eg sá í þessu landi. Svo- leiðis stóð á því að eg hafði ráð- ist til þeirra D og N til að hjálpa við heyvinnu á hjarðbúi Frh. á 5 bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.