Heimskringla


Heimskringla - 22.01.1936, Qupperneq 3

Heimskringla - 22.01.1936, Qupperneq 3
WINNIPEG, 22. JANÚAR, 1936 HEIMSKRINGLA “KVIÐLINGAR” (From the lcelandic of Kristján N. Júlíus, the foremost df lcelandic humorists. ..English by O. T. Johnson) BEER My mother tongue is precious— Beloved I must say! With. memory’s gates flung open We think of “Yesterday”. A word picked up in boyhood Was mine forever more— I’d memorize and murmiur. This lovely word was: “Bjor”! Escaping from my country, Now getting mostly dry, In search of wealth and honor A sailor drunk was I! Across the mighty ocean A waiting world of cheer— A word picked up in English. The lovely word was: “Beer”! Before the devil knows it— I may evaporate— The cold and mighty ocean Of death to navigate. Whatever “liquidation” In halls of death I see— A beer-keg for a tombstone Erect to honox me! RE LUMBER Lumber obtained for a chicken house. Therein discovered a crawling louse— Bed bug I mean—remembering never ordered the blooming thing. The use of such unknown to man And not included in my “plan”. Their purpose? All the cracks to fill With bed bugs — added to tbe bill! Straight and flat the boards are—none. And thousand holes in every one. The knots are twisted with a skill Of art supreme—enough to thrill. In all this bent and broken mess, The cuts in curves.—Never the less I do admit and realize, The ”siding” prob’ly satisfies. NEW CRADLE SONG Sleep, sleep, my darling youngster, Don’t cry with devilish bother! iShut up! Be good and gentle— Honor thy father and mother. PRAYER When there is no one near, And nothing else to say (and the bottle empty) On my knees I pray. FIRED AND HIRED The good, the better and best Of boys are gone I find. The bad, the worse and worst Of guys are left behind! THE SONG AND ARROW _______ I shot an arrow in the air, With devil’s speed it vanished there. Heard raven’s in a tree refrain, Who thought it was an “aeroplane”. In the air a song I shot, My song thb arrow chasing hot! A raven on a hill, indeed, Could hardly visualize the speed. The song and arrow I’ve found in time— Consider both my gifts sublime— The song, while tramping roving ’round. The arrow in a friend’s heart found! MINUS SHOVEL And in case I’m seen without a shovel— Emphatically must declare— Mean the dirt is getting rare! MOON SONG (revised) The Moon we may depend on Because he never fails! In life-long strive and struggle His steady help prevails. High in clear-night heavens His holy face we see— He’U be full to-night (on moonshine), A friend who waits for me! smíðaði eg orgel* því Sigurgeir bróðir minn var ákaft hneigður til hljóðfærasláttar og afbragðs söngfær maður. Hann stofnaði söngfélag þarna í dalnum hjá okkur, þegar orgelið var komið Upp. — Þriðji hluturinn, sem eg smíðaði á þessum árum var 15 þráða spunavél (1884—1885). Þegar eg loksins kom henni upp, sá eg að hennar var mikil þörf fyrir alþýðu á íslandi. Þessi vél kemst fyrir á hverjum smá- bæ á íslandi, leiðir fram 15 lopa í einu, en rokkurinn aðeins einn. Allir hljóta að sjá, að það er mikill munur. Eg smíð- aði 66 spunavélar á Stóruvöll- um á 15 árum og seldi þær á 125 kjrónur, sem var lítið meira en efnið, sem í þær fór, en eg eyddi miklum hluta vetrar til smíðanna. — Bændur voru rag- ir við að kaupa svo dýran hlut, en kvenfélögin aðeins í bjrrjun á þeim árum og lopakembivélar ekki til nema þær sem Magnús Þórarinsson á Halldórsstöðum flutti til landsins 1880. Alt» slíkt hafði legið í dái síðan Skúli Magnússon dreif sínar kembi- vélar upp 1751, en kaupmenn eyðiögöu þær. Eg skoðaði mik- ið spunavél Magnúsar, en hún var 200 þráöa og gekk fyrir vatnsafli og allux útbúnaður var margbrotinn, en eg þóttist sjá, að einhvernveginn mætti breyta honum svo að þær kæmu alþýðu manna á íslenzk- um heimilum að fullum notum. Þetta varð, eg smíðaði þá fyrstu, smíðaði sjálfur hvert stykki til hennar, bæöi tré og . járn. Árið 1900 hætti eg búskap á Stóruvöllum og flutti til Aikur- eyrar til þess að halda áfram vélasmiði. Keypti eg mér spildu á norðanverðri brekkunni, bygði mér þar hús og plægði blett, svo eg hafði dálítiö túnstæði. Var þetta fyrsta hús á brekkunni og var kallað á Stóruvöllum (í ráði er að nýja kirkjan eigi að standa þar nálægt.) — Litlu eftir að eg var fluttur í þetta hús, ibygði séra Matthías Joch- umsson sér hús rétt fyrir neðan mig og vorum við beztu kunn- ingjar æ síðan. — Á þeim 10 árum, sem eg bjó á Akureyri, smíðaði eg 5 vélar, 15 og 20 þráða og seldi þær á 125 kr., en fremur gekk salan treglega, bændur þóbtust ekki geta keypt svo dýxan hlut. Þá hugsaði eg mér að fara til Reykjavikur og sjá, hvort þeir væru svo daufir þar. En áður en eg komst alla leið, veiktist eg, Ivarð máttlaus, tap- aði málinu og fékk aðsvif, sem eg hefi haft til síðushi stundar. Nú stóð ekki vel á spunamál- unum. Eg gat ekki unnið að vélasmíði í Reykjavík í fleiri ár, en þegar eg fór að hressast fór eg að reyna spunavélasmíði að nýju, mest fyrir áeggjan Guð- rúnar konu minnar. Eg fékk smiðju að láni hjá ágætum járn- smið og öll verkfæri, á öðrum staðl fékk eg rennismiðju, en grindina smíðaði eg í Völundi. Allir smiðir litu mig velvildar- augum og þráðu að sjá þessa vél. — Nú voru breyttir tímarnir komnar á fót kembivélar víðs- vegar og kvenfélög að færast yfir landið árin 1916—20. Eg smíðaði 5 vélar í Reykja- vík og voru það listamenn og smiðir sem pöntuðu þær hjá mér. Eg seldi vélarnar nú á 600 kr. og var það þolanlegt verð, þó alt væri f hæsta verði eftir blóðbaðið mikla. Eg flutti mik til Blönduóss 1922 með dóttur minni og tengdasyni. Þar smíðaði eg eLna vél og seldi, en átti örðugt með að koma mér upp áhöldum til að smíða þær með. Var þetta seinasta spunavélin, sem eg smíðaði, var eg þá 65 ára gam- all. — — Nú kom þjóðhátíðin mikla 1930 og fór eg þá á Þingvöll og sá öll stórmerki þjóðhátíðarinn- ar. Svo fó,r eg til Reykjavíkur Úl að sjá ýmsar framfarir á ís- lenzkum smíðisgripum, en mest þráði eg að koma á sýninguna. — Þegar eg kom inn í spuna- vélastofuna, voru þar 2 vélar af minni gerð og sinn spunamað- urinn við hvora. Annar maður- inn hrópaði, þegar eg kom inn: “Pama kemur uppfyndinga- maðurinn, Albert Jónsson!” — Þetta var Einar Sveinsson frá Leirá, við þektumst frá fyrri viðskiftum (Einar haföi smíð- að 12 vélar og selt víðsvegar). —- Hinn maðurinn var Jón Gestsson frá Villingaholti, hann hafði eg ekki séð fyr, en hon- um var mjög ant um að spjalla út í spunavélasmíði. Hann sagði mér, að hann hefði, á- samt tveim sonum sínum, smíð- að 40 vélar af minni gerð og héldi því smiði áfram. — Það gleður mig á gamals aldri (78 ára 11. júnf 1935) að þessar litlu vélar, sem eg hafði svo mikinn huga á að kæmust út um landið, hafa nú náð áliti og mikilli útbreiðslu, svo tó- skapurinn getur fyrir þeirra tilverknað blómgast á ný í landinu. Kveð eg svo vini mína nær og fjær og óska heimilisiðnað- inum allrar velgengni. Albert Jónsson —HMn. Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu SILFURBRÚÐKAUP I BELLINGHAM, WASH. Bellingham, Wash., 15. janúar, 1936 Silfurbrúðkaup áttu 17. des. s. 1. hjónin Mr. og Mrs. Þórður Anderson, 1917—35th St., So. Bellingham. Þennan aldarfjórð- ung hafa þau búið í Rellingham og áunnið sér mikla vinsemd og virðingu hjá samborgurum sín- um, enda eru þau samtaka í gestrisni og hjálpsemi ef til þeirra er leitað. Þeirra mörgu vinir söfnuðust saman þriðjudagskvöldið kl 8. 17. des. á heimili Mr. og Mrs. Thor Johnson, 2521 Nevada St., til að gleðjast með þeim og óska þeim til hamingju. Var silfur- brúðhjónunum boðið þangað, og haldið veglegt samsæti í tilefni af þessum heiðursdegi þeirra. —Stjórn samsætisins hafði með höndum Mr. Ársæll Augustson og fórst það sérlega vel, enda er Mr. Augustson mesta lipur- menni. — Bauð hann silfur- brúðhjónin og gesti velkomna, og bað alla að syngja: Hvað er svo glatt sem góðra vina fund- ur. Sjálfur stýrði Mr. August- son söngnum. Næst var sung- ið: Heyr börn þín guð faðir sem biðja þig nú o. s. frv. Þá á- varpaði Mr. Augustson heiðurs- gestina með vel völdum orðum og í hvaða tilgangi vinir þeirra hefðu safnast hér saman þetta kvöld til að gleðjast með þeim, því nú væru þau búin að vera gift í 25 áy og óskaði þeim til lukku og blessunar í framtíð- inni. Þakkaði þeim einnig sam- veruna á liðnum árum. Mr. Augustson tók það strax fram að langa ræðu ætlaði hann ekki að halda, því allir þeir sem hér væru mættir, þektu Mr. og Mrs. Anderson eins vel og hann. Bað Mr. Augustson forstöðukonu samsætisins Mrs. Thor Johnson að koma fram. Ávarpaði Mrs. Johnson silfurbrúðhjónin með nokkrum orðum, og las upp mjög vingjarnlegt bréf frá manni sínum til brúðhjónanna því Mr. Johnson gat ekki verið viðstaddur, var í fjarlægð. Af- henti Mrs. Johnson silfurbrúð- hjónunum mjög vandað Radio og dóttir Mrs. Johnson, Aurora afhenti brúðurinni mjög falleg blóm. Voru það gjafir frá vin- um þeirra. Næst talaði Mr. Stefán John- son, forseti lestrarfélagsins “Kára”. Þakkaði Mr. Anderson samvinnu í félagsmálum. Mr. og Mrs. Anderson voru með fyrstu stofnendum þess félags 1914, og hefir Mr. Anderson verið forseti þess í fimm ár 1922-23—1927-28 og 1930. — Aðrar skemtanir voru söngur, samræður, spil og leikir. Um kl. 11 var sezt að borð- um. Var brúðar borðið vel skreytt. Brúðar kakan var heldur engin ómynd, enda eru Bellingham íslenzku konurnar fyrir löngu viðurkendar fyrir rausnarlegar veitingar. Séra Valdimar J. Eylands og frú hans gátu ekki komið fyr en nokkuð seint vegna annríkis. Var það því hlutverk séra Ey- lands að tala undir borðum. Á- varpaði séra Eylands silfurbrúð- hjónin með snjallri ræðu eins og honum er lagið, því séra Ey- lands er ræðumaður góður. — Frú Eylands er mikil söngkona og söng hún nokkra einsöngva. Mr. Ársæll Augustson spilaði á piano. Mr. Anderson óskaði eftir að mega segja fáein orð. Þakkaði hann með vel völdum orðum gjafirnar og þann heiður er þeim hjónum hefði verið sýnd- ur við þetta tækifæri, sem hann gæti tæplega séð að þau ættu með réttu. En svo bjartsýnn sagðist Mr. Anderson æfinlega hafa verið í lífinu að hann eöa þau hjónin væru ekki með öilu vinarlaus, en að þau ættu eins marga vini og hér væru saman- komnir hefði hann ekki haft hugmynd um. Nöfn viðstaddra: Mr. og Mrs Thor AnAderson, Mr. og Mn Ársæll Augustson og börn þeirra, August, Fanny, Pearl og Edith, Mrs. Thor Johnson og dætur Lilly og Aurora, Mr. og Mrs. C. J. Andeson, Mr. og Mrs. E. M. Einarson, Mr. og Mrs. Stefán Johnson, Mr. og Mrs. J. W. Johnson svaramenn silfur- brúðhjónanna 17. des. 1910, Rev. og Mrs. Valdimar J. Ey- lands, Mr. og Mrs. N. J. Massey. Mr. og Mrs. Gus. Johnson, Mr. og Mrs. J. E. Westford, Mr. og Mrs. Vernon Vine, Mr. og Mrs. F. Sophuson, Mr. og Mrs. Hal'. Árnason, Mr. og Mrs. Sig. Hjaltalín, Mr. og Mrs. A. Bjarna- son, Mr. og Mrs. Siggi Good- man, Mrs. P. Gíslason, Mrs. Thor Kristjánson og dóttir Lil- lian, Mrs. F. J. Sigfússon, Mrs. Jakob Sigurðsson og dóttir Jessie, Mrs. Sarah Goodman Mrs. M. G. Johnson, Mrs. S. Bjarnason, Mrs. H. I. Hjaltalín, Mrs. Jóhanna Goodman og dótt- ir Rose, Mrs. Christine Swan- son og synir Oscar, Cecil og Kieth, Mr. Marino Gilson, Miss Marion Olson, Miss Malline Árnason, Mr. og Mrs. T. John- son. Utanbæjar: Mr. og Mrs. S. Gúðmundson, Mr. og Mrs. M. Thordarson, Mr. og Mrs. John Johnson, Mr. og Mrs. August Teitson, Mrs. Joe Lindal, Mrs. S. Stoneson, Mr. ög Mrs. Carl Westman og börn Carl og Sig- rid, Mrs. S. Goodman og sonur 3. SÍÐA Louis, Mr. og Mrs. Walter Iver- son. Mörg heillaskeyti bárust Silf- urbrúðhjónunum frá þeim er ekki gátu verið viðstaddir. Vin- ir ykkar óska ykkur til lukku og blessunar og vona að ham- ingjan leiði ykkur frá silfur- brúðkaupi í gullbrúðkaupsstól- inn. Kunnugur. Maður kom inn á veitinga- stað í Höfn. Honum var sárt um frakkann sinn hélt að hon- um kynni að vexða stolið úr anddyrinu. — Því skrifaði hann á spjald og hengdi á frakkann. “Þessi frakki er af manni sem er yfirkominn af smitandi berkl- um”. Síðan gekk frakkaeigandinn til snæðings. En er út í and- dyrið kom var frakkinn horfinn. En spjaldið hékk þar. Því hafði verið snúið við. Á því stóð: “Frakkinn er .sendur í sótt- hreinsun”. INNKOLLUNARMENN HEIMSKRINGLU Árnes. í CANADA: Amaranth.............................Sumarhðr J Kárdal Árborg............................... Í; ^Halldorsson Baldur............'.'Z...............-EmfÍ*SSOn Belmont............................... Bjorn ^°p®?IW,n Bredenbury......................... *‘”w’ J: ole30n on ö................................Grímur S. Grímsson Croíess Rifer..................................Magnús Hinriksson Elfros..................................f’ S. Anderson Eriksdale...... ........................X; A*á?™on FoamLake..... ölafur HaUsson ............................. Janusson ................................n—K. Kjernested Glenboro.';.'.’.'""'""............................Tím. Böðvarsson Hecla ;T,SÍg' B' Helgason HnausæZZZZZ..........................Jóhann K. Johnson HúsavíkZZZ!.....................................Ándrés Skagfeld Kand^ar::::::::::::::::::::;;;;....Hannes „J- Kristnes........................... Sí££LBj10rn8S0n Langruth............................... R6*m^ £™“on Lnndar................................. Huðmundsson Oakvíw .............................ÁT'Andrés Skagfeld nftn ...............................Sigurður SigfÚBson .............................................. Hördal Red Deer^ ..........................“V..Sig' Sigurð880n RevkiaWk........................... Hannes J. Húnfjörð ?^eJv .................................. Hjörleifsson h U..........................Thorst. J. Gíslason víö ....................................... Einarsson Vancouver.............................. Anna Haryey Winnipeg Beach..........................John Kerneated W5'nyard.......................................... S. Anderson í BANDARÍKJUNUM: ~hra..................................Jón K. Einarsson Sm17;-............................... E. J. Breiðfjörö Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson ava ier..... .......................Jón K Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta ................................. K. Einarason an oe.............................Miss C. V. Dalmann AnSe es’ Calif----Thorg- Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. ............................. G. Vatnsdal ........................Miss C. V. Dalmann XT .. ..........................Th. Thorfinnsson National City, Calif......John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roherta........................ Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. j. Middal, 6723—21st Ave. N. W. t vold............................................ K. Einarssoe. Upham........................-..........E. J. RreiðfjörO The Viking Press, Limited Winnipeg Manitoba Milton Minneota.. Mountain.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.