Heimskringla - 22.01.1936, Qupperneq 6
6. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 22. JANÚAR, 1936
1»..
BELLAMY
MORÐMÁLIÐ
“Hann sagðist hvorki vilja fremja þann
glæp né aðra. Af öllu því ósví
“j>á misminnir mig,” kvað Mr. Farr mjúk-
lega. “Vissulega skildist mér hann vilja svo
sagt hafa. Ef móðgun þykir fylgja, þá tek eg
mín orð aftur og segi ekki annað en að sú
persóna sem skorðaði morðstundina fyrir yður,
er bróðir Mrs. Pat. Ives, Mr. Douglas Thome.
Enginn annar vitnisburður fyrirfinst um þá
stund, sem morðið fór fram á — hreint alls
enginn. Yður er fullkomlega heimilit, að á-
lykta af því, hvað sem yður sýnist. Ef þér
koníist að þeirri niðurstöðu að hann hafi farið
með alfullkominn sannleika, þá skal eg játa að
jafnvel annað eins geti hugsast.
“Mr. Thome bar ekki annað en það, að
um kveldið þann nítjánda heyrði hann, um m'u
þrjátíu leytið, kvenmann hljóða og karlmann
hlægja nálægt garðhýsi á Orchards. Hann
sagðdst ekki hafa gert sér títt um, af þvi hon-
um hafi dottið í hug að það stafaði frá gam-
anlátum unglinga — og svo gat vel verið. Það
sannar ekki meir um hvenær Madeleine Bell-
amy var myrt, heldur en hvenær Nóa flóð
gekk yfir.
“Það er, ef satt skal segja, alveg eins lík-
legt, að morðið hafi verið framið eftir klukkan
tíu, eftir að þau komu við á heimili Bellamys
og eftir að leitin fór fram á brautinni til Con-
roys, ef hún nokkumtíma fór fram. Aðeins
eitt er alveg víst: Ef klukkan var níu þrjátíu,
þegar Mr. Thorne kom að garðhýsi, og ef þá
var engan bíl þar að sjá, þá fór morðið ekki
fram klukkan níu þrjátíu. Það kann að hafa
skeð fyrir þann tíma, það kann að hafa skeð
eftir þann tíma. En á þeirri stundu gat það
ekki framið hafa verið.
“Þetta er hið sanna um tromp Mr. Lam-
berts, hláturinn og bílinn. Eftir er hans uppá-
stand, að Mrs. Ives gat ekki gengið neitt til að
neita þvi, að hún hnuplaði miðanum. Vitan-
lega hafði hún sterkustu ástæður til að neita
þvl. Ef hún, játaði, að hún hafi fundið mið-
ann, neyddist hún til að játa fyrir tylftar-
dómi, að hún hafi með vissu vitað, að Mimi
beið í garðhýsi, og þar með var hnekt öðrum
atriðum í framburði hennar. Svo að hún ger-
ir sér hægt fyrir og neitar að hún haíi tekið
miðann. Og þar fer þeirra seinasta tromp.
“Ef burt er svift flaumi kenda og kæn-
legra orða, þá sjáið þér, að ekki getur sök,
ljósari rökum studda, einfaldari né opinberari.
Það vantar ekki einn hlekk í festina — ekki
einn einasta.
“Þó að einhver kæmi fyrir yður og segði:
“Hm'finn sá eg í hendi Susan Ives, sá honum
brugðið á loft, sá honum lagt, heyrði hina
vegnu falla á gólfið og sá hennar hvíta brjósta-
dúk roðna af dreyra — þó þér heyrðuð þann
framburð með yðar eigin eyrum, þá mátti yður
ekki ljósara verða, hvað gerðist í þeirri stofu.
Ekki er einn morðingi af þúsund staðinn að
verki. Ekki er ein morðsök af fimm hundruð
svo ramlega skorðuð rökum, sem nú eru öll
lögð fyrir yður.
“Ein var sú manneskja í víðri veröld, sem
lá lífið á, að Madeleine Bellamy félli frá.
Sá kvenmaður, sem sú nauðsyn steðjaði að
svo freklega og ákaflega — og meir en það,
því að ástríðum verður ekki með orðum lýst
— hefir sagt yður sjálf, að klukkan tíu stóð
hún yfir líki hinnar myrtu, og sá augu hennar
stara sjónlaus, brostin í hryllilegu myrkri
dauðans. Þegar Susan Ives tjáði yður það, fór
hún satt með, og satt sagði hún líka, að henni
þætti óh'klegt, að þér gætuð trúað því, að eitt
atriðið sé hinu óskylt. Eg get heldur ekki
trúað því, herrar — því get eg ekki trúað
heldur.
“Mr. Lambert tjáði yður, að í sinn hlut
hefði fallið það alvarlegasta skifti, sem nokkr-
um manni gæti hlotnast, — að biðja, manni
lífs. Enn alvarlegra erindi er til, hugsa eg,
það erindi er mér falið. Eg hlýt að biðja yður,
ekki um h'f, heldur dauðarefsing.
“Lögmálið heimtar ekki lífláts refsing
fyrir mannsmorð, í hefndar skyni eða heiftar.
Það krefst hennar vegna þess, að logi manns-
h'fsi er svo heilagur hlutur, að laganna starf
og verkasvið er, að varna því, að nokkur hönd,
hversu sterk sem er, sé reidd til þeirrar guð-
níðslu, að slökkva þann loga. Það er til þess
að konur yöar og dætur megi sofa værum
svefni og óhultar á næturþeli, að eg Stend nú
frammi fyrir yður og segi yður, að vegna þess
að þau reiddu þá hönd til höggs, hafa þau
Stephen Bellamy og Susan Ives fyrirgert sínu
lífi.
“Þau trúðu því, að þau væru óhult innan
virkja valds og auðs og forréttinda og stórrar
stöðu í mannfélaginu. Þau voru ekki óhult,
það hafa þau nú fundið. Og ef þau virki verða
þeim nú til varnar, ef. þau finna enn innan
þeirra skjól og vernd og vegg til hlífðar, til að
læðast undir að köldum heimahlóðum, þá segi
eg yður, að hátign lögmálsins er háðung gerð
og helgi mannslífs er háðung gerð og dauða-
refsing í þessu ríki er hneyxlanleg háðung
gerð.
“í þessu ríki hefir aldrei nokkumtíma
maður myrtur verið með meiri 'mannvonsku,
kaldari ráðum né kænlegri, né með freklegri
grimd heldur en Madeleine Bellamy. Til handa
þeim tveimur sem nú standa frammi fyrir
yður, Susan Ives og Stephen Bellamy, kærð
um það morð, krefst eg í fullri alvöru og vit-
andi vel, hve harmsfulla skyldu eg legg sér-
hverjum yðar á herðar, þess úrskurðar, að
iþau séu sek um morð með fyrirhuguðu ráði.
Ef þér getið fundið í hjörtum yðar, sálum yðar
eða samvizku, að fella anuan úrskurð, þá eruð
þér hepnari en mér er mögulegt að búast við.”
Nú varð þögn í réttarsalnum og allra augu
snerust að þeim tólf, sem sátu hreyfingar-
lausir á dómpalli, þreytulegir til augnanna,
kreistu saman varirnar og mændu á þann
hlífðarlausa funa, sem logaði að baki hinnar
hvítu og hörðu ásjónu kærandans.
Jarpkolla spurði í lágum, voluðum tón:
“Er nú öllu lokið? Fara þeir nú?”
“Nei, bíddu svoh'Mð við, dómarinn á eftir
að reifa málið fyrir tylftardómi. Hana, hvað
gengur á fyrir Lambert?”
Hann var staðinn upp, riðaði á fótum og
segir svo lágt, að varla heyrðist:
“Herra dómari, mér var borið bréf á þess-
ari stundu. Það er ritað á spjald með nafni
skólastjóra í Eastem High School, Mr. Ran-
dolph Phipjis.”
“Hvað er í því bréfi?”
Lamberí festi gleraugu á nefi sér, með
skjálfandi hendi. “Þar segir — þar segir:
“Minn kæri Mr. Lambert:
“Eg álít mig skyldan til, áður en þessi
sök er fengin tylftardómi, að leggja fyrir
hann upplýsingar, yfrið áríðandi, sem eg á yfir
að ráða, og hefi ekki látið uppi, fram að þess-
um tíma, af persónulegum ástæðum, í þierri
von að ekki þyrfti til þess að koma, að eg yrði
að segja til þeirra fyrir réRinum. En sú von
er nú, því miður, orðin að engu og því fel eg
mig þinni forsjá. Viltu tjá mér, hvert ráð eg
ætti að taka næst? Svo er mál með vexti, að
eg get ekki komist hjá, að segja frá því sem eg
veiV’
Randolph L. Phipps
■ 'J^\ i 1 •. ■ :,#:áKSi4,l ■ •& aa>iJl .Mumm' ■
Carver dómari sagði hægt og seint:
“Má eg sjá bréfið?” Lambert rétti hon-
um miðann. “Þökk fyrir. Fima óvenjulegt,”
mælti dómarinn stillilega. Eftir litla stund
sagði hann, enn sVlilegar:
“Réttarhaldinu verður nú frestað til morg-
uns. Rétturinn hirðir ekki að reifa málið fyrir
tylftardómi svo seint á degi; og rétlarhald
verður hafið á ný kl. tíu á morgun. Þangað
til mun réttuiinn taka þetta bréf lil yfirveg-
unar. Sjáið til, að Mr. Phipps sé viðstaddur á
morgun. Réttinum er slitið.”
“Eg held eg verði hér ekki í fyrra málið,”
sagði jarpkolla, í sama lága róm.
“Ekki það?” gall við blaðamaður, líkt og
hann tryði ekki sínum eigin eyrum. “Verða
hér ekki, litli bjálfinn þinn? Heyrðir þú hvað
Lambert las upp?”
“Eg held eg lifi ekki til morguns,” svar-
aði sú jarphærða. •
Sjöunda réttarhaldsdegi í Bellamys morð-
máli, var nú lokið.
VIII. Kapítuli.
Ben Potts var teinrétíur sem jafnan áður,
en hvar voru nú þeir skæru lúðurtónar, sem
gullu fyr svo snjalt, til góðra og gildra borg-
ara í Redfield, einn morgun á fætur öðrum?
•Nú þaut öðru vísi í honum ‘Heyri ér! Heyri
ér!” — dauflega og drumbslega. Sú rauð-
hærða fann þá fyrst, hve þreytt hún var, hún
fór saman í sætinu og þreytan lagðist á hana
eins og hitasótt.
“Hafðirðu væran svefn?” innti blaðamað-
ur með geðugri umhyggju.
Sú rauðhærða snerist við honum, gneyp
og gröm: “Svefn?” spurði hún kuldalega.
“Hvað er það?”
Dómarinn Carver leit eins þreytulega út
og heyra mátti á Ben Potts, og sá röski Mr.
Faar viríist tekinn og bleikur af einhverju enn
skæðara en þreytu. Mr. Lambert einn sýndist
haustlegri og hvatlegri en fyrirfarandi daga;
og Stephen Bellamy og Susan Ives litu út
eins föl, stilt og ótrufluð eins og vanalega.
Dómarinn sló þungt högg með hamrinum.
“RéRurinn hefir gaumgæfilega íhugað hvort
hæfilegt sé, að hleypa að þeim vitnisburði, sem
til mála kom í gærkveldi, og hefir komist til
þeirrar niðurstöðu að sá vitnisburður skuli
heyrast. Mr. Lambert!” Mr. Lambert spratt
upp, næs^a glaður. “Er svo rétt að skilja, að
Mir. Phipps sé þitt vitni?”
“Laukrétt, herra dómari!”
“Lát þú kveðja hann til vitnisburðar!”
“Mr. Randolph Phipps!”
Stjórnandi Eastern High School var hár
vexti, bar tigulega höfuð'ið og langa limi, en
sú látprýði náði ekki að stilla handaskjálfta
hans, né kyrra munninn, sem var yiðkvæmur
‘um of. Undan beinum, miklum ibrúnum
horfðu augu, draumsýnum vön í djúpum
svefni, hvast og ókunnuglega á framandi ver-
öld; ennið var breitt og hárið svart, hættulega
áþekt Byron, en há kinnbein og víður munnur
skildu milli hans og kvennagulls kvikmynda á
einhverjum umliðnum áratug. Hann gat verið
hálffertugur eða hálffimtugur. Augun voru
sem í átján veUa æskumanni.
“Mr. Phipps, réttinum skilst svo, að þú
vitir nokkuð sérstaklega merkilegt atriði um
þetta sakamál. Þér er væntanlega kunnugt
um, að ef þér er gefinn kostur á áð frambera
þá upplýsing í réttinum, þá er viðbúið eftir
venjunni, að báðir málsaðilar gerist til að
spyrja þig spurninga?”
“Eg veit það — já.”
“Það er gott. Taktu til Mr. Lambert.”
“Mr. Phipps, hvar varstu staddur að
kveldi þess nítjánda júní, síðastliðinn?”
Mr. Phipps svaraði snjöllum rómi, líkt
manni sem er ekki óvanur að tala opinberlega:
“Það kveld dvaldi eg nálægt þrjár iklukku-
stundir á höfuðbólinu Orchards. Þá kom nokk-
uð fyrir, sem, eg finn mér skylt að bera fyrir
tylftardóm í þessu máli.”
‘‘Hvað varstu að gera í landareign höfuð-
íbólsins?”
“Eg býst við mér hafi orðið það, sem í
lagamáli kallast að gera átroðning á annara
eign í heimildarleysi. Mér kom þá ekki til
hugar, að það væri alvarlegt lagabrot, en eg
má segja, að eg vissi vel, að eg átti ekkert
með að vera þar.”
“Þú hafðir engan tilgang með þinni þang-
að komu?”
“Jú, eg fór þangað af því að eg hafði kos-
ið þann stað til kveldverðar á víðavangi.”
“Þú varst einn?”
“Nei — nei. Eg var ekki einn.” Mr.
Phipps skifti alt í einu hömum, leit út eins
og hálffimtugur og mjög þreyttur eða magn-
þrota.
“Eitthvað fólk var með þér á þessari úti-
ferð?”
“Ein manneskja.”
“Hver var sú manneskja?”
“Vinur minn — ungur kvenmaður.”
“Hvert er nafn þess unga kvenmanns?”
“Er það nauðsynlegt, að segja til nafns
hennar ? Eg vonast til — eg vona fastlega, að
ekki þurfi til þess að koma.” Rómurinn var
lágur, vansæll og með snurðum af launhita
“Félagi minn í þeirri för var stúlka á æsku-
skeiði. Við sjáurn bæði nú, að okkur henti
alvarlega ógætni, en ef mín glæpsamlega á-
virðing kemur h'ka niður á henni, þá get eg
aldrei fyrirgefið sjálfum mér.”
“Eg er hræddur um, að við verðum að fá
að vita hvað hún heitir.”
“Eg er kvæntur maður,” sagði Mr. Phipps,
og nú var rómurinn hiklaus og röskur. “Eg
ber réttinum þessar upplýsingar með ósmáum
óhægindum fyrir sjálfan mig. Mér virðist of-
þungur böggull fylgja skammrifi, ef mér skal
hegna fyrir að koma fram með mikilvægar
upplýsingar, með því, að þvinga mig bi a$
ðraga annan fyrir dóminn. Stúlkan sem var
með mér það kveld, var úr hópi lærísveina
minna; hún. er trúlofuð pilti sem henni þykir
vænt um; að komast í manna munna með
þeim orðrómi, sem þar af hlýst, er henni þvert
um geð. Eg bið þess fastlega og innilega, að
hún megi sneiða hjá því.”
Dómarinn Carver gerðist til úrskurðar.
“Mr. Phipps, þér var, eftir bón sjálfs þín,
hleypt á vitnapall. Það er æskilegt, að hver
upplýsing svo merkileg sem þú hefir látið að
þú hafir fram að bera, sé sem bezt skorðuö
og studd. Þvl verður ekki sneitt hjá, að tjá
nafn þessa unga kvenjmanns í heyranda
hijóði.” , , | ^
“Hún heitir Sally Dunne,” sagði Mr.
Phipps.
“Er hún viðbúinn að bera vitni, þegar þar
að kemur?”
“Hún er reiðubúin að gera hvað sem við
þarf til að afstýra röngum dómi. Hún er
eðlilega mjög svo *-rauð til að bera vitni í
heyranda hljóði.”
“Er hún hér stödd?”
“Hún er hér viðstödd.”
“Miss Dunne geri svo vel og fari ekki út
af réttarsalnum nema með leyfi dómarans. —
Þú mátt halda áfram Mr. Phipps.”
“Við komum til Orchards skömmu eftir
átta,” mælti Mr. Phipps. “Miss Dunne tók
hálf átta fargagnið frá Rosemont, fór með því
framhjá Orchards og kom gangandi til baka,
til þess staðar, sem eg hafði tiltekið áður,
skamt fyrir innan hliðið. Við komum þangað
sitt í hvoru lagi, af því að eg kveið þvi„ að
það kynni að vekja umtal, ef við sæumst
saman.”
“Hvernig stóð á, að þú kaust Orchards í
þessu skyni, Mr. Phipps?”
/ “Miss Dunne var búin að minnast á setrið
nokkrum sinnum, hve fagurt þar væri, hvað
sig langaði til að sjá það vel, og Ul þess var
ferðin ráðin. Sem eg sagði, við hittumst við
hliðin, gengum eftir akbraut til höfuðbólsins
og framhjá því eftir þrengri braut til garðhýs-
is, að laufskála sem er um fimm hundruð fet
frá kobnu. Þar var borð og nokkrir stólar og
þar settumst við fyrir tíl kveldverðar. Miss
Dunne hafði með sér bitaskrín með ávöxtum,
og smurðu brauði, þetta bárum við á borð og
tókum til matar. Hvorugt okkar var sérlega
mallystugt og kom saman um að geyma af-
ganginn — hér um bil helming nestisins, held
eg — ef okkur skyldi svengja, og taka til lest-
urs meðan ljósbjart var. Eg hafði með mér
“Idylls of the King”, í því skyni að lesa upp-
hátt úr þeirri bók.”
“Bókin er ekki merkileg, Mr. Phipps.”
“Nei,” sagði Mr. Phipps, h'kt og hissa.
“Nei, eg býzt við svo sé. Þú segir líklega
alveg satt. Jæja, sama hvorí er, við lásum í
góðan tíma, þangað til varla var lesbjart og
eftir það sátum við og skröfuðum saman.”
Sú lipra mannsrödd sem kvað svo greini-
lega að stöfunum, þagnaði í bili og Lambert
ýtti á eftir. “Og svo, Mr. Phipps?”
“Jú. Eg var að reyna að koma fyrir mig
hvað hl kom, að við fórum úr laufskálanum.
Eg held Miss Dunne hafi getið þess, að þar
væri heitt og loftlítið, því að skálinn var þétt
vafinn villiviði; hún innti eftir, hvort ekki værí
svalari staður fyrir okkur. Eg sagði: “Þama
er kot garðyrkjumanns, við gætum reynt sval-
imar á því.” Mænirinn á því blasti við frá
laufskálanum, eg benti henni á það og við
fórum-----”
“Þú varst kunnugur á setrinu?”
“Já, vel kunnugur. Það var ein af helztu
ástæðunum til þess að við fórum þangað. Eg
las latínu og eðlisfræði með Charles, yngra
syni Mr. Thornes, — þeim sem féll á vígvelli.
Við höfðum laufskálann oUlega til að lesa í,
en það var leikskáli hans, meðan hann var að
vaxa upp.”
“Það var fyrir æðilöngu?”
“Nálægt fyrir fimtán árum — kannske
sextán. Eg var nýlega útskrifaður sjálfur og
Charles Thorne ætlaði til Princeton háskóla
það haust.”
“En þú mundir eftir hvernig öllu hagaði
til?”
“Glögt. Eg ætlaði að fara að skýra frá,
að við fórum ekki til kotsins eftir brautinni
heldur um kjörr og rjóður og komum aftan að
því. Þegar við komum á moldargötuna bak
við kotið, um hundrað fet frá því, þá heyrð-
um við mannamál og Miss Dunne segir: “Það
er eimhver inni. Sjáðu, það leggur ljós út um
hliöargluuggann.” Mér varð bylt, því að eg
hafði spurst fyrir um garðyrkjumann og vissi
að hann var á ferð í ítalíu.
Eg stóð við og íhugaði, hvað til bragðs
skyldi taka, þá tók kvenmanns rödd upp úr og
eg heyrði glögt að hún sagði: “Þú vogar ekki
að snerta mig — þú dirfist þess ekki!” Þá
hló einhver, þar næst heyrðist svo sem þrusk
og í sama vetfangi hljóð — stutt vein, hvelt —
og h'kt og eitthvað dytti á gólfið, skröltandi,
svo sem stóll eða borð færi um ikoll.
“Mér var ekki vel rótt í hug né hamsi
það kveld, og fyr en eg vissi af, rak eg upp
hlátur. Miss Dunne sagði við mig í hálfum
hljóðum: “Gættu að þér. Það heyrist kannske
til þín.” Rétí í því hún sagði þetta, var
Ijósið slökt í kotinu og eg sagði: “Jæja, Sally,
hér er fleira fólk óaðgætið en við í kveld. Eg
held mér sé betra, að koma þér burt héðan.”
“Nú, í því eg talaði þetta, heyröi eg fóta-
tak eftir akbrautinni og mann blístra. Þetta
færðist strax nær og eg hvíslaði: “Einhver er
að koma. Við skulum fela okkur í kjörrun-
um.” Upp við húsið vor:u stóð af hávöxnum
liljum, þangað læddumst við og földum okkur
bakvið þær, milli og hússins. Að vörmu spori
heyrðum við mann ganga upp tröppurnar og
því næst hringdi bjalla inni í húsinu. Um litla
stund) þar á eftir var alt hljóU, svo heyrðum
við manninn ganga ofan aftur, fótatak hans
heyrðist svo glögt á mölbrautinni, það fæ,rðist
fjær og fór í hvarf.
“Eg sagði “Nú skall hurð nærri hælum —
hér er alt of margt fólk á stjái, við skulum
taka tvent frá.” Við læddumst frá húsinu til
akbrautar, skemstu leið til gerðishliðs og fór-
um eftir brautarbakka, svo síður heyröist fóta--
takið. Þega við áttum skamt ófarið til hliðs,
bað Miss Dunne mig að standa vlð.”
“Vissirðu hvað tímanum leið, Mr.
Phipps?”
“Eg veit ekki fyrir víst, hvað honum leið.
Eg leit á úrið þegar eg hætti að lesa — rétt
fyrir niu. Við fórum úr laufskálanum skömmu
síðar, og þegar hér var komið hugsa eg að
klukkan, hafi verið frá kort í tíu til tíu. Við
fórum löturhægt en varla vorum við meir en
tuttugu mínútur á leiðinni.”
“Þá var orðið dimt?”