Heimskringla - 18.03.1936, Page 1

Heimskringla - 18.03.1936, Page 1
NÚMER 25. L. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 18. MARZ, 1936 HELZTU FRETTIR Við dánarfregn íslenzkrar landoámskonu Þeirn fækkar ört sem fremst á verði stóðu á frama, vegs, og manndáöanna braut, sem undirstöður okkar giftu hlóðu og áttu geymda í hjörtum fagra sjóðu, er hver og einn í hiúsum þeirra naut. Sú auðlegð fluttist upp að þessum ströndum, var erfða-fé er móðir tágn þeim gaf. Þó vextir auðs þess öðrum greiðist löndum, er innstæðan þó samt í þeirra höndum sem þora að brúa bróður-þelsins haf. P. S. P. 6.3.36. Herskylda Ræðismaður Þýzkalands í Canada fékk skipun um það fará Hitler s. 1. miðvikudag, að alMr Þjóðverjar í þessu landi á 19 til 21 árs aldri, skrásettu sig hjá honum, þvtf þeir yrðu kallaðir til þjónustu í hernum heima á œttjörðinni ef á þyrfti að halda. Þetta nær auðvitað ekki til þeirra þjóðverja, sem eru cana- diskir þegnar. Skrásetningunni á að vera lokið 31 marz. Hve Imargir þeir eru, sem þetta her- iboð nær til, gat ræðismaðurinn ekki að svo komnu veitt neinar upplýsingar um. Giftingarmál Giftingar-mál Edwards VIII. Bretakonungs, kom til umræðu á þingi s. 1. miðvikudag. Á- stæðan fyrir þvtf var sú, að verið var að íhuga fjárveitinguna til konungs. Hafði stjómarfor- manninum, Stanley Baldwin iborist beiðni frá konunginum um að draga ekki undan veit- ingu til drotningarinnar. Álitu margir að þarna hefði nú feng- ist svarið við spurningunni, sem svo oft hefir verið spurð, ekki aðeins innan Bretaveldis, held- ur út um allan heim, bvort Ed- ward VÚI. ætlaði ekki að gift- ast. Um leið og fjárveitingin til drotningarinnar var nefnd á þinginu, stóð einn fulitnúi verka manna óðara upp og spurði hvort fullnaðar sönnun væri fyrir því, að konungurinn ætlaði að fara að gifta sig. -Fjárveitingin til drotningar heflir ávalt verið innfalin í veit- ingunni til konungsins á Eng- landi. Af því að nú stendur svo á, að konungur er ógiftur, hefir þótt vissara að taka það fram. Gátan um það hvort konungurinn ætli að giftast, er eins óráðin fyrir þessu. Nuddið Á fylkisþingi Manitoba hefir frumvarp verið til umræðu um það, hvort veita skildi nudd- læknum sömu viðurkenningu og réttindi og öðrum læknum. Er þetta eina málið á þinginu, sem fjörugar umræður hafa spunn- ist um; önnur mál, sem þar hefir verið hreyft, og ekki hafa verið annað en orðamunur gerður á ýmsum æfagömlum mygluðum lagagreinum, hafa ekki einu sinni vakið aðfinslur stjórnarandstæðinga, og fylgis- menn stjórnarinnar hafa bara sofið rólegir undir lestrinum. Marcus Hyman kallaði nudd- lækningar “húmbúgg”. Wlilliam Ivens sagði mörgum þykja gott að láta nudda sig, og þe-tta væri orðið að vana og yrði ekki lagt niður; það mætti því alveg eins viðurkenna það. S. J. Farmer sagði nuddið ekki skaðlegra, en sum lyf, sem þömpuð væru og enginn vissi hvaðan kæmu. En fjöldi þingmanna mótmælt.i frumvarpinu; þeirra á meðal var Sanford Evans, er taldi það að saka á klónni í læknisfræði, að telja nuddið þar með. W. C. McKinnell, vildi að nuddarar fengju að minsta kosti að bera doktors-nafn. En því mótmælti Hon. I. B. Griffith, heilbrigðis- mála-ráðherra algerlega. Þann- ig gekk þetta þar til atkvæði voru greidd, og voru þau 13 með frumvarpinu, en 30 á móti. Nuddarar, sem hópur var af á áheyrenda-svölunum, yptu öxl- um, en aðrir læknar, sem þar voru einnig, kýmdu í barminn. Lækkað í sjóðnum Árið 1921 stofnaði bæjar- stjórnin í Wpg., sjóð, er greiða átti þjónúm borgarinnar eftir- laun úr, er elli eða sljófgun færðist yfir þá. Lögðu þjón- arnir í sjóðin ákveðna fúlgu af launum sínum, en ibærinn eða hæjarstjómin annað eins að minsta kosti til að byrja með. iStröng lög voru samin um að fénu yrði ekki til annars varið, en eftirlauna. En nú er svo lækkað í sjóði þessum, sem bæjarstjórnin hefir alt eftirlit með, að þar er $1,407,200 minna en á að vera. Bæjarstjómin hefir í viðlögum verið að greiða fé til annars úr sjóðnum, unz svona er komið. Þetta hefir gengið lengi, byrjaði 1929 eða fyr. Nú hafa tveir menn sótt mál á hendur bæjarstjórninni fyrir þetta. Eru báðir starfs- menn bæjarstjórnar. — Nöfn þeirra eru Alfred Hall, raffræð- ingur, er fastavinnu hefir hjá bænum og Herbert Bailey, skrifstofuþjónn, nýlega settur á eftirlaun. Krefjast þeir, að bæjarstjórnin greiði fé þetta til ibaka í sjóðinn, er úr honum hefir verið eytt, með áföllnum vöxtum. Það sem þeim g^ngur til, er að til tals hefir komið, að beinast væri að biðja Mani- toba-þingið, að létta þessum borgunar-ákvæðum á bænum og í þvtf felist, að eftirlaunin verði lækkuð. En það telja þeir lagabrot gagnvart þeim 1569 manns sem í sjóðinn leggi af launum Sínum. Nú fá 133 menn eftirlaun úr sjóðnum. Það fer að verða gamanlaust, að geyma fé hér. Fjárhagsreikningur Bracken-stjórnar Fjárhagsreikingur fylkis- stjórnarinnar í Manitoba, var lesinn upp í þinginu s. 1. mánu- dag af fjármálaráðherra, Hon. E. A. McFherson, K.C., og eru helztu atriðin þessi: Fjárhagsáætlun fylkisins fyr- ir árið sem fer í hönd og sem lýkur 30. apríl 1937, er sem hér segir: Tekjur $13,802,319.36, en útgjöld $14,097,549.04. Við meiri tekjuhalla en þama er sýndur er þó búist, vegna þess, að stjórnin virðist hafa fengið einhvern eftirþanka af því, að fjárhagsskýrslan flytji ekki mikinn fagnaðarboðskap og hún gerði því dálitla breyt- ingu á vinnulaunaskattinum; er hún í því fólgin, að giftir menn er árslaun hafa svo að nemur $1200 á ári, eru undanþegnir skatti. Áður var undanþágan miðuð við $960 árstekjur. Á ógiftum er skatt-undanþágan, sem áður miðuð við $480 árs- tekjur. ■ En af þessu leiðir tekju rýrnun fyrir stjórnina, er nem- ur um $400,000 á ári. Váð tekjuhalla er þó ekki búist meiri en $295,000. Því ýmsar aðrar tekjur hafa aukist og eru að aukast svo sem af vinsölu, bensínsölu o. s. frv., sökum breyttra og betri tíma. Öll sikuld fylkisins er nú við lok janúarmánaðar á þessu ári $123,525,649.42. Á síðast liðnu ári jókst hún um $2,352,649.72. Alt fé til styrktar atvinnulaus- um, er að láni tekið og bætt við skuldina. Af 14 miljón dollara árstekjum fylkisins er ekki hægt að spara eitt einasta cent til þess. Vextir, sem greiða verður af fylkisskuldinni, ásamt smá- reikningum (sem ekki er sagt í fjárhagsskýrslunni hvað miklu nema) eru $6,501,164.45. Þetta er langstærsti útgjaldaliðurinn, Sá næsti er dómsmáladeildin með $1,996,070.30 útgjöld, — mentamáladeildin með $1,744,- 013.60 og deild opiuberra verka með $1,217,246.79. Frá sambandsstjórninni eru tekjur fylkisins $1,716,484.18. Annars eru hæstar tekjur í deild sveitamálastjóra; þær nema $6,606,000.00. Lánið veitt Alberta-fylki sótti nýlega um lán til Sambandsstjómar til þess að greiða með skuld, er fellur í gjalddaga 1. apríl á þessu ári. Lánið nam $3,858,000 og er sagt að sambandsstjóminni værtf um tíma um og ó að verða við þess- ari bón. Eitt meðal annars er þar kom til greina, og sem ekki mýkti hug samlbandsstjómar, var yfirlýsing Mr. Aberharts um, að fjármálanefnd frá samband- stjórninni skyldi aldrei neitt hafa yfir Alberta að segja, en stofnun slíkrar nefndar eða ráðs, hefir Mr. King haft í huga. En s. 1. mánudag lýsti þá Mr. Dunning því yfir, að lán þetta væri Alberta veitt. Innan 10 daga er sagt að þingið í Alberta muni krefjast þess, að allir sem fylkið skuldar komi með verðbréf sín og fái þau endurnýjuð. Af þeim nýju bréfum á aðeins að greiða 2.75 eða 3% rentu og spara fylkinu með því um $7000 á dag eða sem næst 2£ miljón dali á ári. Vatnsagi Vatnsagi varð svo mikill í þíð- um og rigningum s. 1. viku, að talsvert miklu tjóni olli í bæj- um á norðurströnd Ontario- vatns. Mestar urðu skemdir í bæjunum Port Hope og Belle- ville. Mat hvor borg skaða sinn um $100,000. Kjallarar fyltust og undirstöður húsa skemdust. — Vatnagangurinn ibraut víða skörð í þjóðvegi og stöðvaði umferð algerlega milli nokkra staða. Á stöku stað voru hús umlukt svo djúpu vatni, að á báti var róið að þeim að sækja þá er í þeim bjuggu. í grend við Brighton skolaöist C. P. R. brautin burtu á nokkr- um spotta. Um manntjón get- ur ekki. Fjölskylda myrt í námabæ í British Columbki fylki er nefndur er Osoyoos, bjó maður er K. Júlíus Martinsen hét, danskur að ætt. Á mið- vikudagskveldið s. 1. viku, er koimið var í hús hans lá hús- bóndinn, konan og 3 ungar dæt- ur hjónanna skotnar til bana á gólfinu. Er ætlað að faðirinn hafi myrt konuna og börnin og sjálfan sig á eftir. Sjúkleiki þjáði fjölskylduna. Húsbónd- inn hafði stöðuga atvinnu. Engin vegagerS Það hefir verið bent á það áður, að námurekstur þessa fylkis væri talsvert erfiðari og kostnaðarsamari vegna þess, að engir vegir lægju út í námu- héruðin. Ennfremur er hald- ið fram að sumstaðar, t. d. fyrir austan Winnipeg-vatn, sé byggilegt land, sem ekki komi að notum vegna samgöngu- leysis og sé því óbygt. Bar þetta á góma á Manitoba þing- inu s. 1. fimtudag. Hafði Hon. J. S. McDiarmid náma-ráðherra áður gefið til kynna í ræðu, að fylkisstjórnin gæti ekki orðið við kröfum hvers námueiganda á Portage Ave., og Main St., í Winnipeg, um að leggja vegi út að hverri námu. Mótmæltu nokkrir þingmenn þessu harð- lega og kváðu það stjóminni til skammar og fylkinu til skaða, að ekki hefði verið unnið að þessum vegabótum, þrátt fyrir það þó langt væri síðan að námureksturinn hefði byrjað. En ráðgjafinn sat við sinn keip og kvað ekkert verða af vega- gerð þessari fyrst um sinn. Manntjón af flóðum / Síðari fréttir af flóðunum í Austurfylkjum Canada geta þess, að í þorpinu St. Tites des Caps í Quebec, hafi hús flotið af stað og þeir farist er í því voru, en það var kona og þrjú börn hennar. Miskliðin í Evrópu Það hefir Mtið þokast s. 1. viku í áttina til samkomulags milli Þjóðverja og Frakka út af innrás Þýzka hersins í Rínar- héruðin. Það fyrsta sem Frakkinn gerði, var að senda herlið til móts við Hitler á landamærunum. Munaði þá eikki hársbreidd að í stríð færi. En blóðið kólhaði um stund í Frakanum og hann fór að huga að þvtf, hvað Bretinn myndi gera. Og niðurstaðan sem hann komst að var sú, að Bretar yrðu eins líklegir til að fylgja þeirri þjóðinni að málum, sem ráðist yrði á, þvi Bretinn má ekkert aumt sjá. Af þessum á- stæðum sætti Frakkinn sig við, að leggja misklíðarefnið fyrir Þjóðabandalagið. En tillögur Frakka þar urðu þær, að Þjóða- bandalagið teldi Hitler hafa framið brot gegn alþjóðalögum og rétti, með innrásinni í Rín- arhérað. Hótuðu Frakkar að stökkva úr Þjóðbandalaginu, ef þessi hefnd yrði ekki kveðin upp yfir Þjóðverjum. Þjóðabandalagið varð nú að heyra málavöxtu, áður en það kvað upp þennan dóm. En frakkar vildu ekki inn í það 'hús koma, sem> Þjóðverji væri í, að minsta kosti ekki fyr en Þjóðabandalagið lýsti Hitler brotlegan við Locamo saflm- ingana. Meðan í þessu stappi stendur, tala Bretar um fyrir Hitler og fer hann þá að bjóða frið, með því að nýr Locarno-samningur sé gerður og Þjóðverjar njóti fyllilega jafnréttis í alþjóðamál- um heimsins við aðrar þjóðir. Var kallað til fundar í London af Þjóðabandalaginu, en hvað þar gerðist veit enginn. En eftir það ber Mr. Eden utan- ríkismálaráðherra Breta upp til- lögur um það, að dómur skuli feldur á Þjóðverja fyrir brot á Locamo-samningunum, en frið- artillögur hans skuli teknar til greina. En fréttir í morgun frá Evrópu bera með sér, að Frakkar sitja við sinn keip og segjast fyr yfirgefa Þjóðabanda- lagið, en að hlusta á nýja frið- arsamningsgerð frá Hitler, sem að þvtf lúti, að eyðileggja alla gerða samninga svo sem Ver- salasamninginn, Locamo-samn- inginn og jafnvel stofnun eða tilveru, sjálfs Þjóðabandalags- ins. Þegar Frakkanum rann mesta reiðin, benti Þjóðabandalagið á það, að rannsaka þyrfti ástæður Hitlers fyrir að hafa farið með Iherinn inn í Rínarhéruð, en hún væri sú, að samningar Frakka og Rússlands, væru brot á Locarno-samningunum. .— Frakkar neita þessu og telja þann samning vináttusamning, en ekki koma Þjóðverjum við. Af ræðunum sem Litvinoff held- ur nú móti Þjóðvérjum, er þó að heyra, sem ancjinn sé ekki góður í Rússum til Þjóðverja, og að samningarnir séu jafnvel fyrir það til orðnir. En þannig standa sakir í þessu miskliðarmáli í dag. ÞAKKARÁVARP TIL ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS Eg hefi nýlega rekist á nafn mitt með gullnu letri í Grand Forks Herald og Heimskringlu, og er ykkur þakklátur fyrir heiðurinn, og vona, ef ykkur tekst eins vel að velja, sóma menn, eins framvegis í þessa heiðursstöðu eins og í þetta sinn þá sé framtíð félagsins borgið um ókominn ttfma, en sínum augum Mtur hver á silfr- ið. 'Gamla Kringla færði fréttir, Flestir urðu á svipinn grettir, Og hrylti við að hafa þær ‘ettir’. “Káinn er með sóma sönnum settur á bekk með heiðurs mönnum, náungarnir nístu tönnum.” Fæstir þeirra skensið skildú Skynseminnar boðum fylgdu, Þjóðræknina vemda vildu. Höfðingjarnir saman sátu —iSvona ræð eg þessa gátu— Dauð uppgefnir drukku og átu. Þeir grunuðu mig um græsku og hrekki, Gletni þeirra og brögð eg þekki, Og heiðruðu skálkinn, svo hann, skaði þá ekki. “Þá var eg fljótur og þá var eg reiður, og margir hlógu að þeim askota,” var Einar í Rauðhúsum vanur að segja, þegar hann var að ljúga ein- hverjum frægðarsögum af sjálf- um sér. Eins má eg segja: “Margir hlógu að þeim askota.” K. N. Júlíus —Mountain, N. D. 3. marz, 1936. ÚR BRÉFUM UM ÚTVARPIÐ 8. MARZ Frú Andrea Johnson frá Ár- iborg, Man., skrifar: Dr. R. Pétursson, Winnipeg Kærti herra: Innilegt þakklæti eiga þessar línur að færa þér fyrir þinn mikla fróðleik og skemtun sem þú réttir okkur ijyrir hönd “Adult Training” á sunnudaginn var, álít eg að svona fyrirlestr- ar hljóti að hafa góðan árang- ur. Sömuleiðis viljum við þakka fyrir guðsþjónustuna um kvöld- ið. Frá Lundar, Man., er skrifað 9. marz. Dr. R. Pétursson, Winnipeg. Kæri vinur: Eg hlýddi með öðrum á út- varpið frá Sambandskirkju 8. marz og þótti ofekur bæði ræða og söngur framúrskarandi gott. Einnig heyrðum við vel útvarpið eftir hádegi og samræður ykk- ar um “My Neighbor, the Ice- lander” og geðjaðist það einnig ágætlega. Þennan sama sunnudag vor- um við einnig við messu hjá séra G. Árnasyni, svo það var m'ikill dagur fyrir okkur í gær. Vinsamlegast, B. Úr bréfi frá Montain, 9. marz: Dr, R. P. Eg hlustaði á ykkur með að- dáun í gær og gærkveldi; Iheyrðist ágætlega, betur en í kirkjunni. Eg þafcka þér fyrir lesturinn eins og þeir gerðu heima. Vinsamlegast, K. N. ÍSLANDS-FRÉTTIR Kristján konungur kemur í júní Khöfn, 25. feb. Það hefir nú verið ákveðið að Kristján konungur og Alexand- rine drotning leggi af stað til íslands þ. 8. júní. Konungur kemur aftur til Kaupmanna- hafnar þ. 30. júní. Konungur ferðast með kon- ugsskipinu “Dannebrog.” En eftirlitsskipið “Ingolf” fylgir konungsskipinu.—Mbl. * * * Sæmundur Bjarnhéðinsson, læknir látinn í Khöfn. Rvík. 25. feb í gær andaðist í Kaupmanna- höfn próf. Sæmundur Bjam- héðinsson, er um langt skeið var yfirlæknir við holdsveikra- spítalann í Laugamesi. Próf. Sæmundur Bjarnhéðins- son lét af embætti sínu sumar- ið 1934, eftir að hafa gegnt því í 36 ár, og fluttist til Kaup- mannahafnar í ágústmánuði það ár, og hefir átt þar heima síðan.—Mbl. ALÞINGI SETT Rvík. 16. febr. Alþingi var sett í gær. Voru þá 4 þingmenn ókomnir til þing, þeir Gísli Sveinsson, Páll Hermannsson, Páll Þorbjörns- son og Jóhann Þ. Jósefsson. — Þrír hinir fyrst töldu voru vænt- anlegir í gær, en Jóhann Jósefs- son dvelur í Þýzkalandi á veg- um ríkisstjórnarinnar. Eins og venja er til hófst þingsetningar-athöfnin með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Séra Garðar Þorsteinsson í Hafnarfirði steig í stólinn og prédikaði. Hann lagði út af þessum orð- um í fyrra Korintubréfinu: “Vakið, standið stöðugir í trúnni, verið karlmannlegir, verið styrkir. Alt hjá yður sé í kærleika gert”. Séra Garðari mæltist vel og skörulega. Beindi hann ein- dreginni ósk til þingmanna, að vinna einhuga og í bróðemi að lausn vandamálanna, því aldrei væri meiri nauðsyn en nú, að öll þjóðin stæði saman. Hann Frh. á 8. bla.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.