Heimskringla - 15.04.1936, Síða 2

Heimskringla - 15.04.1936, Síða 2
2. SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. APRÍL, 1936 MÁTTUR TRÚARINNAR Ræða eftir séra Jakob Jónsson Mark 9, 23-24. Ef þér eruð vel kunnug frá- sögnum guðspjallanna um Jesú Krist þá munuð þér hafa tekiö eftir því, hve oft hann kennir vantrú mannanna um hræðslu þeirra eða vanmátt. Textinn, sem eg las yður áðan, er tek- inn úr sögu um það að læri- sveinar Jesú höfðu verið að reyna að lækna ungan mann, en mistekist það. Þá dynja á þeim ávítur hans: Ó, þú van- trúa kynslóð, hversu lengi á eg að umibera yður? Öðru sinni eru þeir á ferð yfir vatn og hreppa ofviðri og stjórsjóa. — Vinir hans urðu óttaslegnir og vöktu hann. Þá spyr hann: Eigið þér enn enga trú? Eins og hræðslan, kvíðinn og áhyggjurnar eiga rót sína í trú- arskortinum, þannig er trúin sjálf uppspretta hugreklkis og máttar. Oft, þegar Jesús hefir læknað með i^ndursamlegum hætti einhvem vesahnginn, sem þjáðist í veilkindum sínum, þakkar hann trú sjúklingsins sjálfs, að hann gat læknast. — Öll vitið þér, hve mikla áherzlu Jesús lagði á bænina, þessa miklu hlessunarlind mannanna á öllum öldum. En einnig þar kom trúin til greina. Hún var megin-skilyrði bænheyrslunnar. “Hvers sem þér biðjið og bedð- ist, þá trúið, að þér hafið þegar öðiast það, og þér munuð fá það.” (Mark. 11. kap.). “Sér- ROYAL YEAST CAKES Notið hinar nafnkunnu þurra- gers kökur og hinar reyndu Royal brauðdeigs forskriftir Hver Royal g-erkaka sem yður er af- hent, er vemduð og vafin í sérstök- nm loítheldum umbúðum — eina þurra-gerið sem á þann hátt er varð- veitt. Haldið alveg fersku, tryggir að það hefir fullan hefunarkraft á öllum tímum. Það hefir haldið hæztu metum í meir en 50 ár, — og nú í dag kjósa 7 húsmæður það af hverj- um 8, er þurrager nota. Hafið pakka við hendina. Kaupið vörur búnar til f Canada hvað það er þér beiðist í bæn- inni trúaðir, munuð þér öðlast.” Þannig er máttur hins biðjandi manns, ef trú hans er nógu sterk. Jesú var það vel ljóst, hve geysilegir örðugleikar urðu stundum á vegi mannanna, ein- mitt sökum þess, hve vanmátt- ugir þeir voru. Frá vöggu til grafar voru raunirnar að herja á þá; og þessir veiku menn áttu framundan sér hátt og mikil- fenglegt takmark, fullkomnun- artakmarkið, sem aldrei var sett þeim ljósara fyrir sjónir en með komu hans sjálfs í heiminn. En við þessa sömu menn segir Jesús: “,Sá getur alt, sem trúna hefir.”—Og ennfremur: “Sann- lega segi eg yður, hver sem segir við fjall íþetta: Lyftist þú upp og steypist þú í hafið! og efar ekki í hjarta sínu, heldur trúir að svo fari sem hann mæl- ir, honum mun verða að því.” — “Sannlega segi eg yður: Ef þér hafið trú, eins og mustarðs- kom, þá munuð þér segja við þetta fjall: Flyttu þig þaðan og hingað, og það mun flytja sig, og ekkert mun vera yður um megn. (Matt. 17, 20-21. — Einu sinni sögðu postularnir við Jesús: ‘‘Auk oss trú”. En drott- inin sagði: Ef þér hafið trú eins og mustarðskom, gætuð þér sagt við mórberjatré þetta: “Ríf þig upp með rótum og gróður- set þig á hafinu; og það mundi hlýða yður.” (Lúk. 17, 5-6.). Menn hafa ekki verið á eitt sáttir um það, hvemig Jesús hafi' ætlast til að menn tækju þessi orð hans. Sumir taka þau bókstaflega, eins og þau eru töluð. Aðrir vilja flokka þau með hinum svonefndu “fjarstæðum”, sem Jesús kom stundum með í ræðum sínum, fullyrðingum, sem ómögulegt er að taka bókstaflega, en segja þó sannleikann á skýrajl Qg einfaldari hátt en nokíkur venju- leg útlistun gæti gert. Sh'kar “fjarstæður” (paradox) em t. d. ummæli Jesú um bjálkann í auganu eða að ríkur maður Ikomist ekki inn í himnajíki, frekar en úlfaMi gegnum nál- arauga. Engum lifandi manni dettur í hug að halda, að unt sé að hafa bjálka í auganu, hvað þá minna án þess að taka eftir því. — En það mun tæplega vera hægt að finna snjallari samlíkingu um þá menn, sem eru blindir fyrir sínum eigin ágöllum. Oss finst það h'ka í ósamræmi við orð og anda Krists, að enginn auð- ugur maður geti komist inn í ihimnaríki, hve ráðvandur sem hann kann að vera og hve vel sem hann notar peninga sína. En á hinn bóginn er varla til á- takanlegri iýsing á því hve auðs-1 hyggjan og braskaranáttúran getur fjötrað hug þeirra, sem eins og ríki unghngurinn, þrá eitthvað hærra, þrá eih'ft líf í þjónustu hins góða, fagra og fullkomna. Þannig má segja,' að jafnvel þótt menn ekki tækju orð Krists um flutning fjallanna bókstafiega, þá væri ekki unt að gefa betur til kynna á annan hátt, hve takmarka- laus máttur fylgir trúnni. — Hvernig hún gerir hið ómögu- lega mögulegt — hið yfirnátt- úrlega náttúrlegt. Þannig ber alt að sama brunni. í kjölfar vantrúarinnar siglir kvíðinn, hræðslan, angist-1 in, áhyggjumar og máttleysið. Upp af trúnni sprettur áræðið,; kjarkurinn og kraftur, sem sigr- ! ar alt. Oss, sem nú erum uppi, er löngum um það hugað að gera samanburð á kenningum Jesú Krists og því, sem vísindi nú- tímans halda fram. Ef vísindin eru sönn, eiga þau að lýsa því sem gerist í tilverunni, svo langt sem þau ná, og leiða í Ijós þau lögmál, sem þar gilda. Þau ættu því oft að geta hjálp- að oss til að skilja betur ýmis- legt, sem bæði Jesús og aðrir leiðtogar mannkynsins héldu fram fyrir mörgum öldum. Til dæmis að taka, hygg eg, að sál- arfræðin geti gert orð Krists um trúna all-miklu gleggri fyr- ir oss en þau kunna áöur að hafa verið. Það er til lögmál, sem hefir verið orðað nokkurn- veginn á þessa leið: “Ef vilji mannsins og ímyndun (imagi- nation) verða ekki samferða, lamast viljinn”. Með orðinu í- myndun er þarna átt við það, að maðurinn álíti, að eitthvað sé möguiegt; hafi trú á því, að það geti gerst. Það mætti því innrita lögmálið þannig: “Ef vilji mannsins og trú eru ekki samferða, lamast viljinn.” “Ef vilji mannsins og trú rekast á, ber viljinn ósigur.” Eg skal reyna að gera þetta greinilegra með einföldu dæmi. Öll kannist þér við sefjan eða dáleiðslu. Vér skulum hugsa oss, að maður dáleiði annan og segi við hann: Þegar þú ert vaknaður, geturðu ekki gengið. og það kemur heim. Sá sem dá- leiddur var, vaknar í stól sínum og hann langar að hreyfa sig. Hann viil ganga um í herberg- inu eða fara út. En hann kemst ekki neitt. Fætur hans eru svo máttlausir, að hann getur ekki hreyft þá. Hvað er það, sem hér er að? Hann langar til að 1 hreyfa sig. Fæturnir eru ó- meiddir, allir vöðvar og bein ' jafn heilbrigð og vant er. Eng- i in bilun mundi neinstaðar finn- 1 ast. En hví gengur hann þá i ekki? Úr því að hann vill fús- lega ganga, og líkaminn er hraustur, hví gengur hann þá | ekki svo mikið sem um þvert herbergi? Hvers vegna hefir bæði viljinn og þrótturinn ekki dugað? — Það var af því, að 1 fyrir áhrif frá dávaldinum hafði trú hans orðið að engu. Hann í á ekki framar neina trú á það, að hann geti gengið. Hann vantar meðvitundina um lík- amsþrótt sinn og getu. Þess vegna varð löngun hans og vilji að lúta í lægra haldi og hann sat kyr. En svo — annaðhvort fyrir ný áhrif eða eftir að ákveðinn tími er útrunninn — fær hann á ný trú sína, meðvitund sína um það, að í honum búi kraftur til að ganga um og hreyfa sig, og þá kemur getan á ný, eins og þegar Jesús sagði við lama manninn: “Statt upp og gakk.” En það er ekki aðeins á til- raunaherbergjum sáiffræðinga, að sefjan (suggestion) á sér stað. Alt umhverfið er fult af ýmiskonar áhrifum. Sumt veik- ir trú þína, annað styrkir hana. Og stöðugt kemur hið sama fram, að við aukna trú kemur nýr þróttur og nýr kjarkur. — Daglega lífið er fult af slíkum dæmum. Læknarnir finna það enn í dag engu síður en Kristur fann það, hve trú sjúklinganna á mikinn þátt í bata þeirra. — Drykkjumaður, sem búinn var að missa allan mótstöðukraft, gengur í stúku, þar sem félagar hans og vinir h'ta ekki lengur á hann sem ræfilinn, sem þvældist fyrir hunda og manna fótum — heldur umgangast þeir hann sem bindindismann og koma honum til að h'ta á sig sem -bindindismann. Þar er hugsunin ekki: “Eg ætla að drekka” — heldur: Eg er starfs- maöur bindindishugsjónarinnar. Áhrifin eru aukinn styrkur, margfaldaður siðferðisþróttur og sigur. Þetta dæmi byggi eg á minni eigin viðkynningu af fleiri en einni Góðtemplara- stúku, þar á meðal sumum, sem aldrei munu fá orð fyrir að hafa unnið stórvirki í heimsins augum. Eg get ekki stilt mig um að nefna dæmi frá öörum vett- vangi. I einu af sjávarþorpum íslands varð fyrir nokkrum ár- um kaupdeila. Verkamennimir í þorpinu óskuðu þess við aðal- vinnuveitandann, að hann hækkaði tímakaupið, því að það sem þeir fengju, væri of lágf, miðað við þarfir þeirra og verð á nauðsynjavöru. Kröfum þeirra var ekki sint, og eins og stund- um vill verða, var verkfall það eina, sem hægt var að grípa til. Alt fór fram með friði og spekt, en fátæklingamir fundu það brátt, að atvinnuleysið ætlaði að verða þeim þung ,raun, og að nokkrum tíma liðnum héldu þeir fund með sér og sáu þá engin úrræði önnur en að sætta sig við alt, eins og það hafði verið. Niðurstaðan var: Við get- um ekki haldið lengur áfram. En þá kom maður á fund þeirra. Það var söknarpresturinn, aldr- aður maður, sem lengi hafði átt heima í þorpinu. Presturinn gat ekki bent þeim á nein ný ráð. Hann gat ekkert loforð gefið þeim um það, að vinnu- veitandinn léti undan. Og hann gat ekki heldur létt hinum fjár- hagslegu örðugleikum verk- fallsins af herðum þeirra. En eitt tókst honum. Hann jók þeim trú. Fyrir persónulegt á- hrifavald hans fengu þeir að nýju trú á samtök sín. Trúin gaf þeim nýjan byr í seglin, nýtt þolgæði, nýtt baráttuþrek, unz sigurinn vanst og sanngjamt samkomulag komst á. Vér höfum nú séð, hvernig bæði tilraunir sálfræðinganna og reynsla daglega lífsins sanna kenningu Krists, að trúin verð- ur undirstaða máttarins: Upp- spretta nýs kraftar. En þá kemur þér ef til vill í hug önn- ur spurning: Er það nóg, að mennirair finni sig styrka og máttuga, ef þeir hafa litla eða enga möguleika til að beita orku sinni? Þegar vér ætlum að vinna eitthvert verk eða starfa að einhverju málefni, er þá ekki það fyrsta sem gera þarf, að íhuga þessa mögu- leika? Þegar maðurinn kemur tii Jesú og biður hann að hjálpa, ef það sé mögulegt, er hann þá ekki í raun og veru hinn sanni fulltrúi skynseminnar? Og fer hann ekki að öllu leyti rétt að? Ef vér h'tum á þennan mann sem fulltrúa þeirra, sem vilja viðhafa gætilega íhugun og fyrst og fremst athuga ástæður með og móti — ef svo er, ber oss þá ekki að taka hann sem fyrirmynd? Eða getur það átt sér stað, að Jesús hafi meira álit á þeim sem fiana í einhverri vitleysu og hugsunarleysi út í baráttu lífsins? Oss finst sem stíkir menn verði furðutíkir byggingarmeistaranum, sem leggur út í að reisa tum, áður ien hann reiknar kostnaðinn og kemst því aldrei lengra en að leggja grundvöllinn (Lúk. 14, 28-30). En Jesús varaði læri- sveina sína alvarlega við að líkjast þeim manni. Fyrirhyggj- an og vitið var ekki fyrirtítið af ihonum, sem enn í dag lætur vitrustu menn jarðarinnar undr- ast skarpskygni sína og vísdóm. Aftur á móti er það annað, sem skín út úr orðurn Krists, sem sé það, að vantrúin loki augum manna fyrir möguleik- unum. Trúlausum manni sést yfir svo margar ástæður og iskynsamlegar leiðir, að hann gefst upp. Alveg eins og trúin (eða vantrúin) hefir áhrif á mátt manna, þannig hefir hún einnig áhrif á röksemdaleiðslu og hugsun. Hugsaðu þér tvo menn, sem hafa í hyggju að fara upp á hátt fjall. Annar er vantrúað- ur, hinn trúaður. Sá fymefndi horfir upp eftir fjallshlíðinni, sér klungrin og hamrabeltin, skriður og stórgrýti; hann er fyrirfram sannfærður um, að annaðhvort gefist hann upp á leiðinni eða lendi í ógöngum. Hinn sér tíka klungrin og hamrabeltin, skriður og stór- grýti. En hann er sannfærður um, að finni hann ekki leiðir, geti hann brotið sér braut yfir fjallið; hann leggur ótrauður af stað og trúin skerpir auga hans, svo að lokum verður fjallið ekki til fyrir honum, heldur eru í þess stað komnir ótal vegir. Þannig hefir það reynst í sögu heimsins og þannig hefir það reynst í sögu hinnar ís- lenzku þjóðar. Núna stendur yfir tími kirkju- ársins, sem nefndur er fasta. Víðsvegar um hinn kristna heim er rifjaður upp sá tími úr æfi frelsarans, þegar baráttan við andstæðingana var sem hörð- ust. Umkringdur af óvinum og ofsækjendum fór hann síðasta áfangann af lífsleið sinni — að lokum hneptur í bönd og dæmdur bæði af veraldlegu og andlegu valdi sinnar tíðar. — Píslarferill Krists veikur ýmsar hugsanlr hjá oss. Hvergi sjá- um vér hið þjáða sakleysi, þym- um krýnt og krossfest jafn á- takanlega og í sögu hans. En fastan ætti að geta kent oss meira. Hún sýnir oss t. d. kröftugri mynd af trúnni en yér fáum séð annars staðar, einmitt þessu atriði í sambandi við trúna, að hún víkkar sjónhring manna og fær þá til að eygja lengra og sjá fleiri vegi, en ella. — Hvað gat í augum trúlausra manna verið meiri ósigur en sá, er Kristur beið? Mér er sem eg sjái fyrir mér alla þá vini Jesú, sem hafa sagt sem svo, að nú væri búið með alt og öll hans sta,rfsemi þýðingarlaus. Hve mörg af oss, sem hér erum, mundu hafa talið líklegt að starf hans bæri árangur? Hann ætlaði að flytja guðsríki, yfir i jörðinni, ríki friðar og réttlætis um gjörvallan heiminn — og árangurinn er sá, að lærdóms- menn og leiðtogar fyrirtíta hann, alþýðan vill heldur ræn- ingjann Barrabas en hann, landstjórinn dæmir hann til dauða gegn betri samvizku. En svo smáum augum lítur Pílatus á þennan fanga og alt hans starf, að hann telur vandamálið leyst með lauslegum handa- þvotti. Að lokum hafa jafnvel lærisveinarnir flúið og Kristur sjálfur er negldur á kross. Það voru ekki margir sem virtust hafa trú á honum þá eða trú á því guðsríki, sem hann boðaði. Þeir, sem þráðu yfir fjall örð- ugleikanna, sáu engin ráð til að klifa yfir, hvað þá að færa það úr ,stað. En hann sjálfur átti tiú. Og þegar alt virtist vera orðið að engu í herfilegum ó- sigri, þá hrópar hann af kross- inum: “Það er fullkomnað.” Eg hefi oft undrast og dáðst að þeim dæmalausa kjarki, sem kbm fram í þessum orðum. Það er hvorki meira né minna en storkun gegn heiminum og öllu hans valdi, að deyjandi ein- stæðingur skuli hrópa yfir mannfjöldann: Nú er mitt verk fullkomnað. — En það er eins ^Watchdogs^ Quality “Á verði” hverja k 1 u kkustund hvern virkan dag, til þess að vernda hag við- skiftamanna— Fyrir þetta lifir EATON Rann- sóknarstofan. Allar vörutegundir ganga fyrst til Rannsóknar stofunnar—alt frá hnöpp- um til hitunarkatla—saumnálum til plógskera. Alt er grannskoðað og yfir- vegað að gæðum—svo að í Ijós komi hin smæsta vansmíði, galli eða feyra. Standist það ekki rannsóknina er því samstundis hafnað. Aðeins það sem reynist það sem það á að vera, er tek- ið. Kröfu EATON’S verður að fullnægja með öllu sem selt er í nafni EATON’S. EATON Rannsóknarstofan, er ef til vill stærsta vörugæða trygging skifti- nauta félagsins. Vestanmenn VITA að vörunum er nákvæmlega rétt lýst í E A T 0 N Verzlunarskránni—án allra öfga eða ósanninda. E ATO N ’S

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.