Heimskringla - 15.04.1936, Blaðsíða 5
WINNIREG, 15. APRÍL, 1936
HEIMSKRINGLA
5. SIÐA
ferð og dvöl hennar í fjarlægð-
inni hafa valdið um þroska
hennar og lífsferil. Hún fluttist
vestur'sem íslenzkur græðlmg-
ur var gróðursett í amerískum
jarðvegi, og Þar hefir hún vaxið
og þroskast vel og fest rætur.
Hún hefir tileinkað sér og bergt
af brunni vestrænnar og aust-
rænnar menningar. —, Móður-
landið og fóstran vestræna hafa i
gefið henni góðar gjafir. Úr
þeim verðmætum hefir hún
unnið. Gott uppeldi, góða
mentun hefir hún hlotið. Hún
kefir ekki horfið í ameríska
þjóðarhafið, og þó verið gó(5ui
amerfskur horgari. íslenzkt
þjóðerni er máttugt. Þótt skald-
konan hafi hlotið sína mentun
í amerískum skólum, h.efir hun
ekki vanrækt íslenzk fræði.
Kvæði hennar sýna hversu hún
fylgist með, og les bæði forn-
sögur og nútímaskáldskap.
Litla stúlkan,. sem tekin var
úr blómabrekkunni og flutt
vestur um haf, er nú komin
heim — heim til íslands, og íer
sigurför um “draumalandið”
sitt Alstaðar er henni fagnaö
sem góðum gesti. Ljóðin henn-
ar eru lesin og lœrð. Þau eru
fallegur íslenzkur groður,
sprottin úr íslenzkum jarðvegi,
en bera það þó með sér, að
skáldkonan er óvenju þroskuð
og víðsýn. Á þeim er enginn {
heimalningsbragur.
Eitt af fyrstu kvæðum henn-
ar, sem eg las, var “Vöggu-
ijóð”. — þetta gullfallega og
hjartnæma kvæði. Vil eg leyfa
mér að lesa það hér.
(Kvæðið lesið).
Ávalt síðan eg las þetta
kvæði, hefi eg leitað í blöðum
og tímaritum eftir kvæðum
hennar. Mér hefir hlýnað við
lestur þeirra, þau hafa auðgað
mig og bætt. Eg hefi þráð að
fá að taka hlýtt í hönd hennar,
og þakka henni hjartanlega fyr-
ir ljóðin, sem heim hafa borist,
— einnig fyrir það, að hatfa
þýtt fögur íslenzk ljóð á enska
tungu, og þannig vakið eftir-
tekt enskumælandi manna á
landi voru og þjóð.
Eitt mikilsmetið skáld sagði:
“Sá skal sér barn í fbarmi
geyma,
sem bera vill af sinni þjóð,
og kvaks þess ómum aldrei
gleyma,
þótt um hann drynji þrumu-
hljóð.
Þótt litlar byltur beri að,
mun barnið geta staðist það.”
Það er íslenzka barnið í sál
skáldkonunnar, sem við unnum,
sakleysið, hreinleikinn, hlýjan.
Við erum komin hér til að
heilsa og kveðja — það er lífs-
ins saga. Stundin er stutt, sem
við fáum að njóta þessa góða
gests, hérna í hljóða, einkenni-
lega staðnum: Dimmuborgum.
Borgimar földu sig hér í hraun-
inu og vöktu lengi vel enga
eftirtekt. En nú liggja leiðir
flestra gesta Mývatnssveitar
inn í þessar borgir. Þær eru
orðnar mörgum kærar. En eft-
ir þessa stuttu stund, sem við
höfum dvalið hér með skáld-
konunni, verða þær okkur
minnisstæðari. Um þær leikur
bh'ður blær bjartra minninga.
Gestir koma og fara. Stundin
líður óðum, og eftir eru aðeins
minningarnar. Megi þessi stund,
og allar aðrar stundir, sem
gesturinn okkar góði dvelur á
íslandi, samvistum við íslenzka
menn og konur, verða henni
vortblíður sólskinsdagur, minn-
ingarríkur. Við þökkum þér,
JakObína, Johnson, fyrir að
koma hingað til okkar. Við
þökkum þér fyrir að hafa varð-
veitt íslenzka arfinn þinn —
íslenzkt þjóðerni og tungu — í
framandi heimsálfu. Verði þér
dvölin á Íslandi ógleymanleg —
“sumargjöfin” þín dýrmæt gjöf.
Guð leiði þig heila heim, heim
til eiginmanns þíns og barna.
Guð gefi að þú fáir sem lengst
að halda í hönd barna þinna og
leiða þau.
Eftir langa ferð er heimkom-
an bezt — því að “ heima er:
bezt”----
En, allra sízt er það unt, að
koma að mývetningum, hvað
kveðskap snertir. Þeir eiga
fjölda skálda, — eg á ekki við
gutlara, heldur góðskáld.
Fram á klettinn gengur önn-
ur kona, nokkuð eldri og þétt-
ari á velli — gáfuleg, frjiálsleg
og sviphrein sem hin. Það er
Arnfríður Sigurgeirsdóttir frá
Skútustöðum, o(r átti Þorlák
Jónsson (Hinrikssonar) frá
Helluvaði, en misti hann fyrir
mörgum árum. Flytur bún nú
kvæði, það, er fyrir vorar fortöl-
ur hér birtist:
Kvæði
Arnfríðar Sigurgeirsdóttur
Margt lítið bam með ljós í hug
til ljóða brestur orð og flug.
En hann, sem geislann glóa
lætur,
þér gullið lagði und tungu-
rætur.
Á léttum væng þú leiðst í geim
og ljóð þín bárust til vor heim.
Vér kenndum gjörla hirðskálds-
hljóm
í hörpu þinnar strengjaróm,
—tþess skálds, er jók síns herra
hróður—
er hlut þú stækkar vorrar
móður.
í fjarri álfu blys þú ber,
svo bjarma slær á úthafssker.
i
Það létti hjarta, lyfti *hug,
að líta þinna vængja flug.
því er, að margar hlýjar hendur
nú heilsa þér um fjöll og
strendur,
þótt vanti hringa, klæði og
knör,
í kvæðalaun, á þinni för.
Kom heil. Kom heil, á bernsku-
braut,
þú barn, sem þráðir móður-
skaut,
og hvil þig rótt í mjúkum
mundum
við minningar frá liðnum
stundum
um ljósar nætur, lækjanið,
um lautablóm og fuglalklið.
Þú flytur þínum arni að
hvert endurskin af þessum stað.
Og lágu kjarri, er kræklótt
stendur,
í kjörskóg breyta snillings
hendur.
Svo—þó að hér sé fátt um föng,
þá fær þú efni í nýjan söng.
Arnfríður hefir getið sér góð-
an orðstír af þeim fáu kvæð-
um, sem hún hefir birt. — Dag-
inn áður höfðu skáldkonumar
hizt að Skútustöðum. Lét Arn-
fríður það eftir okkur Jakobínu,
að lesa okkur nokkur kvæði
sín, þ. á. m. minningarljóð eftir
mann sinn, hið ágætasta kvæði.
En í Dimmuborgum hlaut
Jakobína að lokum að standa
fyrir máli sínu, kleif upp á
klöppina og flutti ávarp. Varð
ennfremur við þeim tilmælum,
að lesa nokkur kvæði sín. Það
var hetjulega gert, og meira en
eg gat skilið að hún hefði
“sansa” til. Því að mývargur-
inn var, sem sagt, foraðslega
frekur þennan dag. Að vísu
létu Mývetningar sem ekkert
væri. En vér byltumst um á
láglendinu, öldungis friðlausir,
og gripum til ýmsra örþrifa-
ráða. M. a. stofnuðum vér
virðingu vorri í hættu með því,
að gera oss stromp nokkum úr
dagblöðum og puntstráum, er
vér svo steyptum oss yfir höf-
uð. Að því var bót, sem stutt
stóð, því að strompurinn- var
eigi af viðamiklu efni ger, en
oss laus höndin, þegar vargur-
inn smaug um saumspretturn-
ar. »
Þegar svo Jónas og liðsmenn
hans höfðu örlátlega sungið
hvert lagið á fætur öðru, svo
Frh. á 8. bls.
Hildur Kristiana Jakobsdóttir
FJÆR OG NÆR
Beinar ferðir til íslands
Á ári hverju eru nú orðnar
beinar skipaferðir á milli Ame-
ríku og íslands, þó enn sé ekki
Ikomið svo langt, að þær séu
sjálfstæðar, þær eru sem sé í
sambandi við skemtiferðir til
annara norðurálfulanda. í ár
fara tvö skip beint frá N. York
til íslands. Reliance skip frá
'Hamborg-American félaginu 26.
júní n. k. og Kungsholm skip
Svenska Ameríska félagsins,
þann 29. s. m. Bæði glæsileg
og ágæt skip. Allar upplýsing-
ar viðvi'kjandi ferðum þeirra
skipa, og allra annara sem
ganga á milli Evrópu og Ame-
ríku — og sérstaklega um
ferðir til íslands gefur J. J. Bíld-
fell, 238 Arlington St., Winni-
peg. Sikrifið honum. Talið þið
við hann eða kallið hann í síma
nr. 72 740. Hann er allra
manna kunnugastur öllu því
sem að Evrópu og íslands ferð-
um lýur og selur farbréf til
allra þeirra landa og veitir allar
upplýsingar fljótt og ábyggilega.
F. 3. apríl 1852—D. 29. marz 1936
Þess var getið hér í blaðinu,
fyrir stuttu Isíðan, að andast
hefði að heimili sínu Bjargi,
sunnan við Hecla pósthús, í
Mikley, ekkjan Hildur Kristiana
Jiakobsdóttir. Fór útför hennar
fram frá heimilinu óg kirkju
eyjarbúa, viku síðar, 5. þ. m. —
Pálmasunnudag, er einnig var
afmælisdagurinn hennap*. Séra
Rögnv. Pétursson jarðsöng,
tflutti kveðju á heimilinu, og
ræðu í kirkjunni. Ennfremur
mælti hr. Jónas Stefánsson frá
Kaldlbak nokkur kveðjuorð !í
kirkjunni fyrir hönd ættingja
og vina. Fjölmenni var mikið
á hvorutveggja staðnum, flestir
búendur á eynni, er að Iheiman
gátu komist. Lýsti sér jafnt
meðal eldri sem yngri djúpur
söknuður er sýndi hvílíkra vin-
sælda hún hafði notið, yfir hinn
langa tíma er hún hafði toúið
þar lá meðal þeirra. Hennar
var ávalt viðgetið fyrir nær-
gætni og ibrjóstgæði við ungl-
inga og ibörn, enda elskudu
allir unglingar hana er heima
áttu í grend við hana, eins og
hún hefði verið móðir þeirra.
Hildur (heitin var fædd í Un-
aðsdal á Snæfjallaströnd við
ísafjarðardjúp á Pálmasunnu-
dag 3. apríl 1852. Foreldrar
hennar voru þau hjón Jakob
bóndi Þorsteinsson er síðast tojó
á Skarði á Snæfjallaströnd og
Guðrún Hjaltadóttir, prests á
Stað á Snæfjallaströnd (d.
1876), Þorlákssonar. Ttíu ára
gömul fór Hildur frá foreldrum
sínum til frændikonu sinnar,
Ragnhildar jJákobsdóttur í
Æðey við ísafjarðardjúp, til
Iþess að vinna fyrir sér. Var
hún með henni í 3 ár. Þaðan
fór hún norður í Arnardal, og
giftist þar síðar, 22 ára gömul,
Guðjóni Jónssyni bónda í Arn-
ardal 1874. Með honum eign-
aðist hún Iriíu Ibörn, eni misti
hann eftir fjórtán ára sanibúð.
Vildi þá hreppsnefndin, er mað-
ur hennar var látinn, sundra
fjölskyldunni og i, setja (böirn
hennar niður á sveitina, en því
afstýrði hún með dugnaði og
einbeitni og þótti þá sýna bæði
viljaþrek og staðfestu sem ekki
er öllum gefin. Bjó hún enn í
fjögur lár áfram í Arnardal, en
réði þá af, þó óljúft væri, að
flytja rtil Vesturheims. Var
Ibróðir hennar Páll Jakobsson
þá fluttur vestur fyrir nökkrum
árum og seztur að á, Mikley
(dáinn 1930). Hélt hún því til
Mikleyjar, dvaldi fyrsta vetur-
inn með honum, en flutti sig
svo vorið eftir á land það er
hún nam og bjó á til æfiloka.
Tvö börn sín misti hún á ís-
landi er dóu á bernskuskeiði:
Jakobína Guðrún og Þorsteinn
en þrjú hér, er komin voru á
ur 25 ára andaðist í Winnipeg;
Þorsteinn 16 ára, dó í Portage
La Prairie og Ásgeir Maríus 23
ára, andaðist í Vancouver.
Fjögur börn hennar eru á lífi;
þrír synir er búa í Mikley; Jón,
'bóndi á Hlíðarenda, kvæntur
Guðrúnu Þorvaldsdóttur; Jó-
hann Kristján, er ávalt hefir
búið með móður sinni, og Jens,
er býr í grend við ættarheimilið
kvæntur Bjarngerði Eyjólfsdótt-
ur og dóttir Jakobína Guðrún,
gift hérlendum manni, býr vest-
ur við haf, í Vancouver. Þá
tók hún og ól upp dóttur dóttur
sína, Helen Johnson, er með
henni hefir ávalt verið. Hafa
þær mæðgur aldrei skilið, og
hin síðari lár hefir Helen stund-
að ömmu sína er heilsa hennar
tók að þverra, með þeirri ná-
kvæmni og ástúð er ættingjum
hennar og frændum verður ó-
gleymanleg. — iSkyldurækni
hennar og ástúð er sú ættar-
gifta, sem þeim var toáðum gef-
in, og komið hefir tf ljós á öllum
stundum tf æfi Ibeggja.
Hildur heitin var skýrleiks
fcona hin mesta. Hún var þjóð-
rækin og ram-tfslenzk í lund, og
sístarfandi meðan kraftar
leyfðu. Munu æskuárin hafa
átt eirihvem þátt tf því. Frá þvtf
að hiún var 10 ára, að hún fór
að vinna fyrir sér, og fram und-
ir það síðasta, féll henni sjaldn-
ast verk úr hönd. Erfiðisdag-
urinn var því orðin langur, 74
lár. Hún var þýð í viðmóti við
alla, hóglát og fáskiftin, en
trygg og vinföst, og ógjöm til
umskifta. Hún var mjög viíð-
sýn í skoðunum og unni allri
þekkingu er til þroska og fram-
fara leiðir. Hún hafði lært alla
sína fræði í Mfslns skóla og
fann því, eins og skáldið kemst
að orði, eigi skyldu sína, “að
heiðra sama og allir alt.”
Við missir| hennar er stórt
skarð höggvið í landnema hóp-
inn íslenzka á Mikley. Einn
nágranni hennar sagði við út-
för hennar: “Eg sakna hennar
innilega, en meira fyrir börnin
mín, en okkur eldra fólkið, og
var okkur þó vel til vina.”
Tæpum þremur vikum fyrir
andlátið, lagðist hún rúmföst,
smádró úr kröftum hennar en
ráði og rænu hélt hún, þar til
hún andaðist sunnudagsmorg-
uninn 29. marz, viku skemur en
84 ára að aldri. Mikla ánægju
veitti það henni að vinir hennar
eldri og yngri vitjuðu hennar
meðan hún lá og gat hún þess
við dóttur dóttur sína. Vissi hún
að vegferðin var að enda og því
hver fundurinn við samferða-
mennina síðastuir. Gladdi það
hana því að geta kvatt þá við
ferðalokin.
Friður sé með leiði hennar,
og minningu, í hjörtum ætt-
ísl&ndingasamkoma
í Grand Forks, N. D.
íslendingar í Grand Forks, N.
D., halda árlega skemtisam-
komu sína laugardagskvöldið
25. apríl tf kenslusal sunnudags-
skóla United Lutheran Church;
hefst hún kl. 8.
Snotur og nýr
HATTUR
fyrir aðeins 50c
'Sendið bælda og beyglaða
flöka hattinn til vor.
SANITONE
gerir hann sem ;nýjan.
Sendið .einnig:
Kvenntre-yju 'fatnað
Karlmanna fatnað
Kjóla
til SANITONE hreinsunar
4-2-3-6-1
Til skemtunar verður erindi
um ísland með myndasýningu,
söngur, hljóðfærasláttur og
upplestur. Að lokinni skemti-
skrá verða veitingar framreidd-
ar, meðal annars góðmetis ýms-
ir uppáhaldsréttir íslenzkir.
Utanbæjar íslendingar, sem
staddir kunna að vera í Grand
Forks þann dag, eru velkomnir
á samkomuna; eins væri Grand
Forks Íslendingum kærkomið
að sjá þar einhverja af löndum
þeirra úr Dakota^bygðunum ís-
lenzku.
Richard Beck,
formaður undirbúnings-
nefndar
þroska aldur: Jakob Guðmund- ingja henna,r og vina
R. P.
INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU
I CANADA:
Árnes...............................Sumarliði J. Kárdal
Amaranth.............................j. b. Halldórason
Árborg.................................G. O. Einarsson
Baldur...........................................Sigtr. Sigvaldason
Beckville..............................Björn Þórðarson
Belmont...................................q. J. Oleson
Bredenbury..............................H. O. Loptsson
Brown..............................Thorst. J. Gíslason
Calgary.............................Grímur S. Grímsson
Churchbridge....................................Magnús Hinriksson
Cypress River............................Páll Anderaon
Hafoe..................................S. S. Anderson'
Elfros..................................g. g. Anderson
Eriksdale........................................ólafur Hallsson
Foam Lake................................John Janusson
Gimli....................................K. Kjernested
Höysi1,............................................Tím. Böðvarsson
Glenboro...................................g. J. Oleson
Hayland................................Sig. b. Helgaeon
Hecla............................. Jóhann K. Johnson
Hnausa................................. Gestur S. Vídal
Hove..............................................Andrés Skagfeld
Húsavík.............................................John Kernested
Innisfail...........................Hannes J. Húnfjörö
Kandahar................................s. s. Anderson
Keewatin.........................................Sigm. Björnsson
Kristnes................................ Rósm. Ámason
Langruth............................................b. Eyjólfsson
Leslie.............................................Th. Guðmundsson
Lundar....................................Sig. Jónsson
Markerville........................Hannes J. HúnfjörtJ
Mozart............................... s. S. Anderson
Oak Point.......................................Andrés Skagfeld
Oakview........................................Sigurður Sigfússon
Otto..............................................Björn Hördal
Piney....................................S. S. Anderson
Poplar Park.............................Sig. Sigurðsson
Red Deer.............................Hannes J. Húnfjörð
Reykjavík...........................................Árni Páleeon
Riverton..............................Bjöm Hjörleifsson
Selkirk.................................G. M. Jóhansaon
Steep Rock.........................................Fred Snædal
Stony Hill........................................Björn Hördal
Swan River.............................Halldór Egilsson
Tantallon..............................Guðm. ólafsson
Thornhill...........................Thorst. J. Gíslaeon
Víðir...............................................Aug. Einarsson
Vancouver.............................Mrs. Anna Harvey
Winnipegosis.............................Ingi Anderson
Winnipeg Beach.....................................John Kernested
Wynyard.................................S. S. Anderson
í BANDARÍKJUNUM:
Akra................................ Jón K. Einarsson
Bantry..................................E. J. Breiðfjörð
Bellingham, Wash......................John W. Johnson
Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson
Cavalier...............................Jón K. Einarsson
Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta.
Edinburg....................................Jacob Hall
Garðar.................................S. M. Breiðfjörö
Grafton...............................Mrs. E. Eastman
Hallson................................Jón K. Einarsson
Hensel..................................J. K. Einarsaon
Ivanhoe............................Miss C. V. Dalmann
Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St.
Milton...................................F. G. Vatnsdal
Minneota...........................Miss C. V. Dalmann
Mountain..............................Th. Thorfinnsson
National City, CaUf.......John S. Laxdal, 736 E 24th St.
Point Roberts..........................Ingvar Goodman
Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—2 lst Ave. N. W.
Svold.................................Jón K. Einarsson
Upham...................................E. J. Breiðf}5*«
The Viking Press, Limited
Winnipeg Manitoba