Heimskringla - 10.06.1936, Side 1

Heimskringla - 10.06.1936, Side 1
L. ÁRGANGUR WINNIPEG, MILVIKUDAGINN, 10. JÚNÍ, 1936 NÚMER 37. HELZTU FRETTIR Bardals-slagur eftir LúSvík Kristjánsson Hann Arimbjöni fæddist á Fróni og flestum varð aldurinn þyngri. Og hann er nú sjötugur sagður, en sýnist þó helmingi yngri. Hver man eftir sjálegri sveini, Þótt svipist þeir gömlu til baka um bekki, í sveitinni sinni? Þeir sjá hvergi Arinbjörns maka. Og tvítugur álitu allir, að allra bezt kvæði hann rímur. Og samtímis frægð hans var fléttuð við formensku, reiðmensku og glímur. i Því tíæring stórum hann stýrði og stundaði hákarlaveiðar. Og norðanlands ótemjur allar, gat Arinbjörn þjálfað til reiðar. Tólf útlaga í Ódáðahrauni, hann eitt sinn í fjallgöngum lagði; en þó festi enginn sín augu á Arinbjörns kænlega bragði. Svo fluttist hann vestur til Vínlands og verður þar útfararstjóri. Og aldrei þorðu á hann að ráðast nein áleitin skotta né móri. Þar lærði hann Mkin að smyrja- svo landarnir rotnuðu eigi, því vel gæti lýtt þá að liggja í leir fram að upprisu degi. Og njóttu ennþá heilsu og hylli ií hundnað ár, Bardal minn góði. Og þá færðu atvinnu uppbót úr eih'fðar verðlaunasjóði. Undirbúningskosn- ingar 24. júní í Norður-Dakota sækja þessir íslendingar í undirbúningskosn- ingunum í Bandaríkjunum sem fara fram 24. júm'. Um dómarastöðu í annari dómþinghá Norður-Dakota rík- is, sækir Guðm. dómari Gríms- son í Rugby, gagnsóknarlaust. í dómþinghá þessari eru 11 hér- uð (countie^). Mr. Grímson hefir nú verið ríkisdómari í tíu ár og hefir sakir dugnaðar, rétt- Isýni og mannúðar hlotið hvar- vetna í Bandaríkjunum mikinn orðstír fyrir starf sitt; það mun orða sannast, að hann eigi fáa sína líka. í þessa dómarastöðu er kösið til sex ára. Um lögsóknara-stöðuna 4 Ca- valier County, sækir J. M. Snowfield, frá Langdon. Lög- sóknarar eru kosnir til tveggja ára. S)ækir Mr. Snowfield nú í sjöunda sinni og gagnsóknar- laust. í Pierce County lögsóknar- umdæmi sækir Einar Johnson frá Rugby. Sækja þar alls þrír. Tveir af þeim er flest atkvæði fá, sækja í almennu kosningun- um þriðja nóvemþer 4 haust. Um Renville County lögsókn- arastöðuna sækir G. V. David- son. Eru þrír alls í vali um hana. 1 Bottineau County sækir Os- car B. Benson í Bottineau um lögsóknarastöðu. Hann hefir haldið þeirri stöðu tvö kjör- tímabil. Einn keppir nú við hann. Verða báðir í vali í kosn- ingunum í haust. Um friðdómarastöðu í Walsh County sækir Bggert Erlend- son. Um lögsóknarastöðu ff Pem- bina County sækja Helgi Jó- hannesson og F. S. Snowfield. Tveir aðrir keppa og þar. Um þá tvo er flest atkvæði hljóta, verður greitt atkvæði í kosn- ingunum í haust. Um Sheriffs-stöðuna í Pem- bina County sækja: H. K. Han- neson, iStone Hillman, T. L. Hanson og John A. Snydal. — Sækja 14 aðrir eða 18 alls um emlbættið. Þeir tveir er hæst- an hlut atkvæða ganga með frá borði, koma til mála við kosn- ingarnar í haust. Um County Commissioners stöð una (í öðru Commissioners um- dæmi) í Pembina, sækja J. J. Erlendson, A. F. Hall, H. W. Vi- vatson. Alls sækja þar fjórir. Tveir af þeim hlutskörpustu við atkvæðagreiðsluna, keppa í haust. í Pembina County sækir S. M. Melsted um efrimálstofu- sæti rtfkisins, af háifu republika. Um þingmensku í fulltrúadeild- inni sækir Theo. Thorleifsson af hálfu democrata. í Ramsay County sækir Christ Halldórson um þingmen- sku í fulltrúa-deildinni af hálfu republika. Tolmie kosinn, Auka-kosning til sambands- þings fóru fram í Victoria, B. C. s. 1. mánudag. Sóttu þrír um þingsætið: Hon. S. F. Tolmie, fyrrum forsætisráðherra, fyrir hönd conservatíva. Prófessor King-Gordon fyrÍD C.C.F. og C. J. McDowell undir merki liber- ala. Mr. Tolmie var kosinn; liberalinn fékk fæst atkvæði. Þingmaður kjördæmisins D. B. Plunkett dó í vetur; af þvtf fór þarna kosning fram. Kína fer af stað Það hafa verið að berast fréttir um það, að Ktfna væri að sameinast um það, að leggja af stað í stríð á móti Japan. Eitt- hvað hefir orðið úr þeim ásetn- ingi, því s. 1. mánudag lögðu um 200,000 hermenn af stað frá Suður-Kína norður á landa- mæri. Er það um 600 mtflur vegar og fara hermennirnir fót- gangandi. Það getur verið að hermaskínu Japana stafi hætta af þessu göngumóða liði, en á það munu þó fáir sterktrúaðir aðrir en Kínverjar. Japan hefir um nokkur ár haft svo mikinn yfirgang í frammi í Norður-Kína og er þegar búið að hrifsa þar svo mikið land, að Kínverjar eru farnir að h'ta á það sem byrjun- ina að því, að hremma alt land- ið. En líklegast hafa þeir þó ekki út í þessa herför lagt nema að ráðum Rússa. Mongólía á að heita kínverskt kommúnista lýðveldi. Gæta Rússar þess sem sjáaldur auga síns. Og á landamærum Mon- góMu er það sem skærurnar hafa flestar orðið milli Rússa og Japana. Fari nú Kínverjar af stað austur við haf tf Peiping, Tient- sin, munu Rússar koma tU sög- unnar í Mongólíu. Japanar hafa einhver yfirráð í Ytri-MongóMu. En þar gæti þeim að minsta kosti orðið hætt, ef Kínverjar megna nokkurs eystra. í Kína er nú sagt hungur og hallæri og má nærri geta hvaða mátt það hefir í sér til að ala hermennina eða búa þá út eins og nútíðar hemaður krefst. Er Otto prins að ná völdum? Meiri líkur eru nú sagðar fyr- ir því en nokkru sinni fyr, að Otto prins af Hapsborgarætt, nái völdum í Austurríki. Miðríkin, Norður- og Suður- Slavía og Rúmenía sitja ótta- slegin á ráðstefnum út af þessu. Kurt Schushnigg kanzlari í Austurríki og Mussolini voru nýlega á ráðstefnu, sem talið er víst, að lotið hafi að því, að mynda eitt samband milli gömlu isamherjanna, ítalíu, Þýzkalands og Austurríkis. Otto prins kvað sitja í Sviss og vera reiðubúinn er kallið kemur, að taka við völdum. Frakkland er í Mið-ríkja sam- bandinu (The Little Entente) sem slavaríkin bæði og Rú- menía eru í. Og það er auðvit- að á móti því að Otto taki viö völdum í Austur-ríki. En það mun þó bragðlð sem MussoMni ætlar sér að nota, ef Frakkland eða nýja stjórnin þar sýnir sig mjög fjandsamlega ítah'u. Regn Það sem af er hefir þetta vor verið þurkasamt. Það hefir að vísu verið kalt, en þó var jörð orðin svo þur, að gróður var farinn að skrælna. Útlitið með haga fyrir skepnur og korn- gróður, var víða orðið mjög slæmt og margir voru farnir að örvænta. En svo kom regnið um síð- ustu helgi og jörðin varð á ein- um degi hvanngræn. Og nú iblasir Mf og gróður við augum hvert sem litið er. Auk þessa er spáð skúrum og skini til skiftis á þessu sumir, svo veðr- áttan syggir nú ekki á eða glepur gleði manna og vonir. En það verður þá eitt til þess, ef ekki annað. Á sama tíma og guð sendir regn af himni jörðinni til frjóvgunar og mönn- unum til blessunar, fara korn- hlöðurnar í Chicago, Winnipeg og Liverpool til verks og fella hveitið í verði. Svona fer það oftast, þegar guð léttir okið, að mennirnir reyna sjálfir að þyngja það. Verkfallinu á Frakklandi lokið Eitt af fjrrstu verkum Leon Blum forsætisráðherra Frakk- lands, var að koma sættum á í verkfalli, sem staðið hefir yfir í 14 dagak Um 1 miljón manna tók þátt í verkfallinu og útlitið var orðið ískyggilegt. “Geri hann þetta,” sögðu fascistar, “tökum við ráðin í okkar hend- ur”. ‘‘Verði hann ekki með okkur” sögðu kommúnistar,” setjum við af stað byltingu.” En Blum gerði ekki að vilja þessara flokka. Hann samdi við verkveitendur og jafnaðarmenn og íhugaði með þeim af skarp- leik og einurð hvert atriði í kröfum ibeggja unz þeir urðu að viðurkenna, hvað væri rétt og hvað ekki. Að vísu unnu verkfallsmenn oftast sigur, en þeir unnu fyrir það, að iþeir höfðu afiburða mann fyrir sig sem sáttasemjara þar sem Blum var. Verkamenn fóru fram á kauphækkun vegna hækkandi vöruverðs frá 7—15%. Þeir unnu þar. Þeir báðu um 40 daga vinnuviku; þeim hlotnað- ist hún. Þeir ibáðu um viku hvtfld á ári með kaupi og var veitt það. Ennfremur um við- urkenningu á samtökum þeirra og á því stóð ekki. Þegar Blum skýrði frá samn- ingunum var þeim óspart fagn- að af þúsundum sem biðu úr- slitanna úti fyrir stjórnarhöli- inni. Vatnavextir í B. C. í British Columbia fylki hljóp vöxtur í allar ár í hitunum s. 1. viku. Varð það í suður hluta fylkisins 5 manns að ibana. Skemdir námu og miklu fé á uppskeru og öðrum eign- um. Nokkru síðar fréttist einnig frá Mayo í Yukon héraði að þar og í grendinni hefði orðið alt að því miljón dollara tjón af vatna- vöxtum. Þar var snjókyngi á fjöllum er ihitar byrjuðu. Um manntjón er þar ekki getið. í spítala í áminstri borg var verið að hlúa að sjúkum á efsta gólfi, en inn á neðsta gólf flæddi. 60 ára minning Keewatin-bygðar Sextíu ára minning Keewat- in-bygðar verður haldin háttfð- leg dagana 6—11 júlí n. k. Hef- ir vel verið efnt til hátíðarhalds- ins og er búist við að fjöldi fólks að austan sunnan og vest- an noti Iþetta tækifæri til að sjá stöðvarnar fögru við Lake of the Woods. I Mrs. Forlong dáin Mrs. Orace Anne Forlong, kona J. A. Forlong, en dóttir Alexander MacdonaJds, heild- söluhöldsins alþekta, dó s. 1. sunnudag á heimili sfnu suður í Florida. Hana liflr maður hennar og 3 börn. Það var út af erfðamáli þessarar konu, sem Stubbs dómari misti stöðu sína. ÍSLANDS-FRÉTTIR Dulskeytamálið Jónatan Hallvarðsson lög- reglufulltrúi kvað í morgun upp dóm yfir sjö mönnum, sem mál hafði verið höðfað gegn fyrir dulsyektasendingar til togara um ferðir varðskipanna. Geir H. Zoega var dæmdur í 10,000 kr. sekt og til vara í 7 mánaða einfalt fangelsi og Már Benediktsson í 2,500 kr. sekt og til vara í 70 daga einfalt fang elsi. Þorgeir Pálsson var dæmdur í 8000 kr. sekt og til vara í 6 mánaða einfalt fangelsi. Stefán Stephensen var dæmdur í 8,000 kr. sekt og til vara í 6 mánaða einfalt fangelsi. Pétur ^Slafsson var dæmdur í 8,000 kr. sekt og til vara í 6 mánaða einfalt fangelsi. Ólafur Þórðarson var dæmd- ur í 2500 kr. sekt og til vara í 70 daga einfalt fangelsi. Óskar Gunnar Jóhannsson var dæmdur í 5000 kr. sekt og til vara í 4 mánaða einfalt fang- elsi. — Rannsóknum í dulskeyta- málinu er ekki lokið og má vænta frekari málshöfðana. —Vísir, 20. maí. * * 9 Þrjá menn tók út— einn druknaði Norðfirði, 14. maí í veðurofsanum Austanlands í fyrrinótt misti vélbáturinn “Hekla” út þrjá menn, en tókst að bjarga inn tveimur þeirra. Þriðji maðurinn, — Ólafur Tryggvason, druknaði. Skipstjóri á “Heklu” er Ein- ar Björnsson. Veðrið skall á svo skyndilega að allir bátarnir frá Fáskrúðs- firði töpuðu meirihlutanum af lóðum stfnum og sumir öllum. Á mánudaginn var aifli sæmi- legur og komu bátar til Fá- skrúðsfjarðar með 7—9 skpd. J. MAGNÚS BJARNASON SJÖTUGUR I. Nýlega var þess getið í Hkr, að skáldinu J. Magnúsi Bjarna- syni hefði verið haldið veglegt samsæti á sjötugsafmæli hans 24. maí. Þetta er missögn. En með henni hefir ritstj. komið orðum að ósk, sem vafalaust bjó í ibrjóstum allra íslendinga iþennan dag. Ekkert hefði verið betur viðeigandi en fjölment samsæti, og mér er ólhætt að fullyrða, að ef til slíks hefði komið, mundu “landamir” hafa flykst til Elfros þennan dag, svo að þar hefði vart orðið þverfót- að um götur ibæjarins. En af ástæðum, sem taka varð til greina, gat ekki af þes&u orðið; þó að Magnús sé ávalt hinn hressasti og leiki við hvern sinn fingur, mun honum falla betur að þurfa ekki að lenda í nein- um svaðilförum, það sem eftir er æfinnar. Hinum yfirlætis- lausa og hógværa manni mundi hafa verið nóg boðið að sitja sem miðdepill allrar athygli í stórri veizlu, meðan tugir manna hefðu haldið eina ræð- una á fætur annari um hann sjálfan. En bæði vinir, ná- grannar og aðdáendur Magnús- ar nær og fjæjr kröfðust þess að fá að sýna honum einhvern þakklætisvott og viðurkenn- ingu; þess jþurfti aðeins að gæta, að þvtf væri fundið iþað form, sem honum yrði ánægja að, en ekki kvalræði. Er nú ekki að orðlengja það, að Þjóð- ræknisdeildarinnar í Wynyard og Leslie ásamt ýmsum vinum og nágrönnum úr Elfros og öðr- um Vatnabygðum og síðast en ekki sízt Þjóðræknisfél. Isl. í V,- heimi tóku málið í sínar hend- ur. I Vatnabygðunum var mynd- uð undirbúningsnefnd; formað- ur hennar var dr. Kristján Aust- mann í Wynyard. n. Dagurinn 24. maí rann upp, heiður og fagur. Nokkru eftir hádegi bar gesti að garði hjá J. Magnúsi Bjarnasyni og konu hans. Voru það tveir fulltrúar frá Þjóðræknisfélagi íslendinga, komnir alla leið frá Winnipeg, Gísli Jónsson skáld og Árni Eggertsson fasteignasali. Þá voru þar og nokkrir menn frá nefnd þeirri, sem fyr var getið, dr. Kr. Austmann, form. nefnd- arinnar, Jón Jóhannsson for- maður þjóðræknisdeildarinnar í Wynyard, Páll Guðmundsson form. þjóðræknisdeildarinnar í Leslie, Árni Sigurðsson, Árni Eggertsson lögfr. og Jakob Jónsson prestur. Dr. Austmann hafði fyrstur orð fyrir komumönnum, skýrði frá því, að þeir væru þar komn- ir í umboði vina og samlanda skáldsins víðsvegar um Vestur- heim, til að þakka honum starf Frh. & 4. bls. Frá Riverton-Skóla HandiðnaðarsýningJ Drengir smíða-bekk Myndirnar hér að ofan sýna ýmsa húsmuni sem gerðir hafa verið á handiðnaðar-skólanum í Riverton. Séra Eyjólf- ur J. Melan veitir ungmennunum tilsögn við smíðina.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.