Heimskringla - 01.07.1936, Side 1

Heimskringla - 01.07.1936, Side 1
L. AKGANGUR WINNIPBG, MIÐVEKUDAGINN, 1. JULÍ, 1936 NÚMBR 40. STEFNUSKRÁ CONSERVATÍVA Hér skal í fám orðum sagt frá í hverju stefnuskrá conservatíva í þessu fylki er fólgin: 1. Lækkun vaxta á skuldum fylkisinis um $1,000,000 á ári. 2. Lækkun á stjómarkostn- aði um $1,000,000 á ári. 3. Afnám vinulauna skatts- ins. 4. Að leggja niður starf nefnda sem Rracken stjómin hefir skipað og láta stjómar- deildimar vinna störf þeirra. 5. Að bílaleyfi sé lækkað niður í 5 á hvem bíl, af hvaða stærð sem er. 6. Afnám 7 centa skattsins á gas-olíu á flutningi út til námu- héraða, þar sem stjórnarbrautir eru engar og á bátum á vötn- um fylkisins. 7. Aðstoð til fiskiveiða rekst- urs með því að lækka fiskveiði- leyfin, skattfrítt land til veiði- stöðva, efla .klökin og gera veiði- mönnum mögulegt, að reka þennan starfa með þeim á- rangri, að lífvænlegt geti heitið. 8. Afnám skatts á gasolíu til dráttvéla og annara álhalda til akuryrkju. 9. Að semja u!m lækkun vaxta á sveitaskuldum og af- slátt á skuldunum. 10. Að skifta með sveitun- um hluta af gasolíu skattinum og færa með því sveitaskattinn niður. 11. Að halda við núverandi löggjöf er að því lýtur að semja um lækkun skulda á jarðeign- um í sveit og bæ. 12. Sérstök athygli skal veitt. þeim sem í þeim bygðum búa sem fyrir algerum uppsprettu- bresti verða vegna þurka. Allar skuldir fyrir útsæði og fóður skulu þeim uppgefnar. 13. Að efla Hydro-kerfið og útvega eins ódýra orku og unt er til notkunar út um sveitir. 14. Endursbipun kjördæma og fækkun þingmanna úr 55 í 40. 15. Að hvetja sambands- stjórnina til að halda ákvæðis- verði á hveiti í 87^c. 16. Að núverandi tilrauna- bú (landbúnaðarins) leitist við að hafa nægar birgðir til sölu af hvedti sem ryð fær ekki grand- að og selji það bændum á frain- leiðsluverði. 17. Breytingar í mentamál- um og leggja meiri áherzlu á praktiska eða verklega kenslu en gert er. 18. Að lækka verð á skóla- bókum og gera þær að efni sam- rýmanlegri en þær nú eru. 19. Að afla kynbóta-nauta og hesta eftir þörf í samvinnu við sambandsstjórnina. 20. Að eiga samvinnu við sambandsstjómina í að afla mönnum atvinnu með vega- lagningu og öðru og að aðstoða menn til að gefa sig við búnaði, eða koma sér fyrir á bújörðum. 21. Að leggja allar búnaðar- tilraunir aftur í hendur akur- yrju skóla fylkisins. Peningar bæði á frönsku og ensku Nýlega var frumvarp samþykt á sambandsþinginu um að prenta seðla Canada banka bæði á frönsku og ensku. í lögum bnkans áður var á- kveðið að gefa vissa fjárhæð út á frönsku en afganginn á ensku. Eftir þessum nýju lögum er hver seðill prentaður á báðum mál- um. Frökkum kvað gejast vel að 'þessu og King er fagnandi yfir að hafa glatt þá með svona auð- veldu móti. Þingmannsefni í Winnipeg Þingmannaefni conservatíva í Winnipeg voru kosin á fundi í gær til þess að taka þátt í fylk- iskosningunum 27. júní. Urðu þessir fyrir valinu: Major Gen. H. B. D. Ketchen núverandi þ. m.; R. H. Webb, einnig núverandi þ.m., R. W. iSwail, James A. Barry bæjar- ráðsmaður, og G. S. Thorvald- son lögrfæðingur. Fleiri en 5 þingmannaefni kom fundurinn sér saman um að hafa ekki í vali. Ellefu þing- mannsefni buðu sig fram. Þing- sætin eru 10 alls í bænum. Úr þessum flokki býður sig því einn íslendingur fram. Hann er framsækinn og duglegur, sem hann á ætt til og verðskuldar fylgi landa sinna. Honum ætti að vera hægurinn nær, að ná hér kosningu, ef metnaður ís- lendinga fyrir því að eiga góða fulltrúa af sínum þjóðflokki í opinberum ábyrgðarstöðum, er ekki útdauður. Mr. Thorvald- son nýtur trausts og álits hér- lendra manna. íslendingar eign- uðust því fulltrúa, sem þeim væri bæði gagn og heiður af að mál þeirra færi með á fylkisþinginu. Strætisvagnar úr Aluminum Strömmens Verksted í Oslo er farið að búa til strætisvagna úr aluminum. Vagnarnir eru búnir til úr “duraluminum” sem framleitt er í Noregi. Hráefn- ið í það er að vísu flutt inn frá Afríku og Frakklandi, en þar sem Norðmenn hafa næga og ó- dýra raforku, verður þeim fram- leiðslan tiltölulega ódýr. “Dur- aluminum” hefir styrkleika stáls, en er þriðjungij léttara. Sporvagnafélagið í Osló hefir fengið sér svona vagna og eru þeir 2000 kílóum léttari en sam- stæðir vagnar úr öðru efni, og eyða þannig minna bensíni og gúmmí en aðrir strætisvagnar, hafa meiri hraða og eru léttari í stjórn. Árlegur reksturssparn- aður nemur þannig 1000 krón- um á vagn. Einnig er farið að framleiða járnbrautarvagna úr léttu efni, aðallega vagna með dieselvélum og ná þeir meirl hraða en aðrir vagnar.—N. Dagbl. SAMBANDSÞING FRJÁLS- LYNDRA UNGMENNAFÉ- LAGA í MINNESOTA Þing hinna frjálslyndu ung- mennafélaga í Minnesota var haldið dagana 12. til 15. júní við Lake Independence, Maple Plain í Minnesota, ca. 20 mílur fyrir vestan Minneapolis. Fulltrúar sem sóttu þingið komu frá Unit- ara kirkjunum í Hanska, Vir- ginia, Angora, Wilmer, North- field og Minneapolis í Minne- sota ríki, — og fóru þrír full- trúar héðan frá Sambandskirkj- unni í Winnipeg, ásamt undir- rituðum. Voru þeir Miss Anna iSkaptason, Miss Helen Halldórs- son og Mr. Leo Barnes. Þingið var hið skemtilegasta og ánægjulegasta. Veðrið var með betra móti alla dagana sem á þinginu stóð„ og það var svo vinsamlega tekið á móti okkur sem héðan komum og sem sátu þing frjálslyndra ungmenna í fyrsta sinn, að við hétum því að tryggja þessi vinabönd, með því að senda fulltrúa á sem flest slík þing sem haldin verða á komandi árum. Okkur fanst það vera tækifæri sem félag okkar mætti alls ekki missa af, að kynnast yngra fólkinu í frjáslyndum kirkjum syðra, og að læra af þeim ýmislegt sem gæti styrkt kirkju okkar og mál- stað þann sem hún fylgir. Á þinginu voru fjórir ræðu- menn, dr. John H. Dietrich, prestur unitarasafnaðarins í Minneapolis, sem messaði á sunnudaginn, þ. 14. júní; Mr. Eggert Meyer, kennari við Fran- cis Parker skóla í Chicago, sem flutti tvo fyrirlestra, og profess- or Thomas Job, kennari í leik- list (Dramatic Art) við Carle- ton College í Northfield, Minn., sem flutti einn fyrirlestur. Eg var fjórði ræðumaðurinn, og var beðinn að tala þrisvar. Þingið hófst föstudagskvöldið, 12. júní. Á eftir þingsetningu fóru fram tveir fyrirlestrar. Kl. 9.30 á laugardaginn var fluttur fyrirlestur og eftir hádegi fór fram “sports program.” Síðan var annar fyrirlestur, og að kvöldi til var dansað og haldið “Bonfire party” á vatnsbakk- anum til kl. 12. Aðal þingfundurinn var hald- inn sunnudagsmorgunin kl. 9.30 og síðan messaði Dr. Dietrich. Eftir hádegi voru tveir fyrir- lestrar og annar þingfundur, og að kvöldi til, kl. 9, hélt unga fólkið stutta guðsþjónustu. Mánudagsmorguninn var þinginu slitið og lögðu allir full- trúar og þingsgestir af stað heim til sín. Við sem komum frá Winnipeg fengum boð að heimsækja kirkjuna í Minneap- olis. Við þáðum boðið og feng- um ágætar viðtökur. Umsjón- armaður og skrifari kirkjunnar, Mr. Fritter, sýndu okkur um kirkjuna, sem er kölluð “Uni- tarián Center”, og urðum við öll stórhrifin af. Meðlima tala kirkjunnar er 1350 manns og þjóna henni tveir prestar, áður- nefndur dr. Dietrich og Rev. Raymond B. Bragg sem var ný lagður af stað til Evrópu í sum- arfríi sínu. Byggingin er þrílyft og í henni eru skrifstofur prest- anna og fundarsalir. Hinn stærsti rúmar um 400 manns, en guðsþjónusturnar verða að vera haldnar annarsstaðar vegna fjöldans sem sækja þær. Undanfarið hafa þær farið fram í Shubert Theatre. Hátt á ann- að þúsund manns sækja messu á hverjum sunnudegi. Báðir prestarnir eru í háu áliti í Minneapolis og vinna þeir þarft verk þar í borginni af frjálslyndisstefnunnar. Frá Minneapolis fórum við til Duluth þar sem við vorurn um nóttina og héldum síðan til Vir- ginia næsta dag og heimsóttum þar annan Unitara prest, Rev. Mrs. Milma S. Lappala, sem var vígð til prestsiembættis árið 1916. Hún hefir þjónað söfnuð- unuim í Virginia og Angora í Minnesota í 13 ár. Hún er finnlenzk og eru flestir safnað- armenn hennar af finskum ætt- um. Við stóðum við í Virginia mikinn hluta dagsins og skoð- uðum okkur um undir leiðbein- ingu sonar Mrs. Lappala. Síðan héldum við heimleiðis, og ferð- uðumst nýju brautina frá Inter- national Falls og Fort Frances til Kenora og Winnipeg, og sen\ verður hátíðlega opnuð nú um mánaðamótin. Á þeirri braut er 100 mflna svæði þar sem varla áézt mannabygð. — Vegurinn er en sem komið er ekki full- gerður og er nokkuð ósléttur, en með tímanum verður sú braut með þeim allra skemtilegustu og fegurstu að ferðast. Til Winnipegborgar komum við aftur 17. júní með margar endurminningar af þinginu, sem við sóttum og af ferðalaginu. Alls ferðuðumst við 1200 mílur, færisins sem það veitti okkur að kynnast öðrum frjálsstefnu félagssköpum og fólkinu sem þeim tilheyra. Það er ósk okk- ar að sem flest ungmenni héðan geti notið tækifæris næsta sum- ar að sitja þingið í Minnesota og kynnast því ágæta fólki sem þar er í hinum frjálslyndu fé- lagssköpum. Philip M. Pétursson KIRKJUÞINGIÐ Vegna þess að blaðið kemur þessa viku út á þriðjudag, og kirkjuþing Sameinaða kirkjufé- lagsins stendur enn yfir, verða fréttir af því að bíða næsta blaðs. Þess skal aðeins getið, að fundir þess hafa verið vel sóttir og þar hefir mörgu verið hreyft, sem gagn og skemtun hef- ir verið á að hlýða. Umræður hafa verið skemtilegar og erind- in sem þar hafa verið flutt fróð- leg. Áhugi fyrir málefni félags- ins og hugsjónum þess hefir verið eins ríkur og nokkru sinni áður. Mönnum skilst að fyrir þær hugsjónir sé verið að vinna, er líf og framtíð eiga. Heimskringla flytur innan skamms erindin sem flutt voru á þinginu; í næsta blaði verða einnig ítarlegar fréttir birtar af þinginu. ýmsum erfiðleikum sem fólk á við að búa. Þau hafa eflt kjark vorn með árlegri viðkynning og meðvitundinni um samstarf okk- ar að nytsömum málum. Og þau hafa umfram alt stuðlað að því, að víkka sjóndeildarhring- inn og fegra, breyta viðhorfi einstaklingsins á lífinu. Við vitum að engin maður lifir sjálfum sér, og því hafa menn frá fyrstu tíð fundið til þarfar- innar á því að líða og stríða •hver með öðrum. Eg veit að þið eruð mér allar samdóma um það, að ef ekkert kvenfélag væri til, væri það ekki einungis kon- unum sjálfum til hags heldur mannfélaginu í heild sinni. Því það er á allra vitund að konan Ríkisútvarpið á ísliandi minntist sjötugs afmælis J. Magnúsar Bjarnasonar skálds með því að Sigfús Halldórs frá Höfnum flutti fyrijrlestur um hann að kvöldinu 24. maí. fyrirskipaða, samsvari naumast framförum nútímans á öðrum sviðum. Eg vil benda á að nú á síðustu árum innleiddu konur í Árborg verklega kenslu í skól- anum í Árborg án þess að mentamáladeildin færi fram á að slíkt yrði !gert. Hefir sú kensla farið fram síðan viku- lega og orðið að talsverðum not- um. Annað atriði, sem álitið er að muni að einhverju leyti sam- svara kröfum nútímans, er stofnun þess félags sem kallast “Teachers and Parents Associ- ation” alstaðar þar sem hægt er að koma því við. Halda menn að slík félög víðsvegar um landið geti orðið miðill, til þess að finna ráð við ýmsu sem af- hefir ávalt verið hollasti ráð- laga fer í skólafyrirkomulaginu. gjafinn. Hún hefir vakað yfir ‘Nú getur kvenfélag eins og þetta uppeldi æskulýðsins og verið j tekið þetta mál til íhugunar og þannig fyrsti og bezti kennari j ef til vill átt einhvern þátt í því, mannkynsins. En af því sú 1 að koma á breytingu til batnað- kensla vildi svo oft fara forgörð- ' ar hvert í sínu bygðarlagi. — um og falla í grýtta jörð, hafa ; Bamaskólarnir eru einn stærsti konur fundið þörf á því, að sam- 1 þátturinn í uppeldismáJum og eina krafta sína til þess að gera þeir koma aldrei að réttum not- aðra öflugri tilraun til þess að um með því að setja það í fast- afstýra ýmsu því sem til óheilla ar skorður fyrir næstu þúsund leiðir og byggja upp nýtt og i ár. Það er ekkert til sem getur betra mannfélag. Eins og kunn- j staðið í stað óendanlega, ef til ugt er þá var fram á síðustu ár í i vill sízt af öllu uppfræðsla kyn- íslenzku þjóðlífi aðal áherzlan lögð á trú og siðferði. Alt annað voru aukaatriði. Nú er auk þess lögð sterk áherzla á þroska líkamans, á líkamsfegurð, hrein- læti og heilbrigði yfirleitt. Frið- armálin eru að sjálfsögðu aðal hugsjón allrar sannrar menning- ar, því alt annað er ókristilegt og unnið frá rótum eigingjarnra og afvegaleiddra sálna, sem hafa algerlega gleymt sinni köll- Flutt á þingi Sambands kvenfé- un °S Þíóna lund sinni, með ÁVARPFORSETA laga í Winnipeg 27. júní 1936. Mér er ánægja í að setja þetta 10. ársþing okkar og að bjóða ykkur allar velkomnar. Langar mig til í fáum orðum að gera grein fyrir starfinu sem átt hefir sér stað í liðinni tíð. Níu ára starf sambandsins er að vísu ekki mjög mikið, en þó held eg að öllum komi saman um, að við höfum reynt að gera tilraun til umbóta í nokkrum atriðum, og fyrir þá skuld sé félag þetta búið að ávinna sér tilverurétt. hálfu Auk þess sem samband kvenfé- laganna hefir orðið góður styrk- ur frjálsum trúarskoðunum meðal íslendinga hér, hefir það reynt að afla sér þekkingar á ýmsum málum, sem til heilla horfa fyrir almenning. Þetta hefir verið gert með erindum, sem flutt hafa verið á hverju ársþingi, og einnig með erind- um sem kvenfélög innan sam- bandsins hafa aflað sér með að- stoð sambandsins. Erindi þessi hafa verið um heilbrigðismál, uppeldismál og friðarmál fyrst og fremst, og hafa þau ávalt vak ið umræður og umhugsun, sem annars hefði ekki verið hreyft. Eg vil geta þess að í liðinni tíð höfum við verið ’mjög heppnar í vali með fyrirlesara á ársþing- um, og öll erindin hafa verið vel og myndarlega af hendi leyst. Hafa þessi erindi lagt drjúgan skerf til þess, að gera stundina ánægjulega og lagt okkur upp í hendur ýms þörf efni til íhugunar. Veit eg að þið eruð mér allar samdóma um það. Að ýmsu öðru leyti hafa ársþingin orðið til hyt- semdar. Þau hafa aukið samúð meðal þeirra kvenna, sem fjar- lægðin annars skilur allan árs- ins hring. Þau hafa með auk- inni viðkynningu aukið þekking en við teljum að ferðalagið hafi j á högum einstaklinga innan marg borgað sig vegna tæki- heildarinnar, og glætt skilning á blindu 'hatri og fyririitning á öllu því sem öðrum er héilagt. Allir vita að þannig lagað menningar ástand er að ná yfir- ráðum víðsvegar nú„ þrátt fyrir allar tilraunir góðra manna til að stemma stigu fyrir því. En einmitt sú staðreynd ætti að vera hvöt til þess að breyta öll- um aðferðum til þess að yfirráð á lífi einstaklinganna lendi ekki í höndum þeirra, sem misbrúka valdið með því að eyðileggja saklausar þjóðir til að þjóna lund sinni, og skara þannig eld að því valdi, sem byggir fram- tíð sína á ágirnd og valdafýkn. Ef til vill má segja að smá- flokkur eins og okkar félag geti litlu áorkað í þessu máli. En margir smáflokkar sem vinna saman að einhverju geta vissu- lega komið einhverju til leiðar með tíð og tíma. Ef öll kvenfé- lög í öllum löndum tækju sam- an höndum og beittu sér á móti þessari einvaldsmenningu, myndi verða alger breyting með tímanum. Þessvegna á þetta að vera eitt af okkar aðal á- hugamálum í allri framtíð. Eg hefi þegar minst á þau mál sem við höfum skift okkur af í liðinni tíð. Að sjálfsögðu látum við ekkert af þeim falla niður í þetta sinn, heldur gefum þeim frekari byr með auknum áhuga og einlægri viðleitni. En auk þess 'höfum við rætt um sam- vinnumál og sumarheimilið, sem eg mun minnast á frekara á þessu þingi. Eitt af því sem hingað til hefir ekki verið rætt á okkar ársþingi, en sem nú er að festa talsverðar rætur í hug- um manna, er mentamál og fyrirkomulag á kenslu í barna- skólum. Þó að breytingar séu gerðar á ýmsu öðru á þessari umbreytinga öld, þá er skóla fyrirkomulagið mikið til það sama og það var fyrir 30 árum síðan. Flestir munu hafa það á tilfinningunni að skólakenslan slóðanna. Engin vafi leikur á því að ýmsu mætti sleppa af þvf sem venjan hefir haldið við og annað mætti setja í staðinn sem yrði að meiri notum í framtíð- inni bæði fyrir einstaklinginn og þá þjóðina í heild sinni. Betra væri að vita minna af ártölum úr eldgamalli hernaðarsögu Englendinga, en hafa meiri praktíska fræðslu um þá hluti, sem viðkoma lífinu sjálfu. — Einnig mætti nota eitthvað af þeim tíma, sem eytt er í stöfun á orðum, sem aldrei eru notuð í daglegu máli, til þess að kenna börnunum að þekkja undir- stöðuatriði í ýmsum vísinda- greinum, sem eru óðum að ryðja sér til rúms í heiminum. Vafa- laust væri hægt að kenna börn- unum meira um almenna heil- brigði og hreinlæti en gert er, og yrði sú kensla þeim síðar og ávalt að notum. Á fundi vísindamanna sem haldin var í London í vor, var mikið rætt um hversvegna þekking manna miðaðá. öll að því að eyðileggja, í stað þess að byggja upp. Úrlausn á því máli fanst ekki, en þeim kom saman um það að núverandi fyrirkomu- lag á auðmagni landsins væri að meira eða minna leyti orsök- in. Stjórnin leggur læknavísind- unum til aðeins lítið brot af því sem eytt er til vopnabúnaðar og hernaðar. Miklu meira fé er notað til eiturgasgerðar til að eyðileggja lífið, en til vísinda- legra iðkana til þess að halda því við. Vísindin eru notuð meira til þess að eyðileggja en að byggja upp. Á milli 70—80% af fólki sameinaða ríkisins deyr fyrir aldur fram, og milli 20—'25 prósent af börnum alast upp á fæðu, sem er alls ófullnægjandi þörfum þeirra. Niðurstaða þess fundar varð sú, að alt mannfé- lags fyrirkomulagið væri sýkt. Er það og sönnun þess að full þörf er á að rætt sé um þessi mál á opinberum mannfundum og eitthvað reynt að gera til þess að beina straumunum í nýja farvegi. Þó að vísu þetta félag sé ekki mikils megnugt þá hefir það fult leyfi til þess að gera sér grein fyrir hlutunum og ræða um þá. Þessvegna er á þetta minst ,'ef ske kynni að fundurinn vildi taka það til í- Ihugunar og ræða það frá ýms- um hliðum. Marjia Björnssoti

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.