Heimskringla - 01.07.1936, Blaðsíða 6

Heimskringla - 01.07.1936, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 1. JÚLl, 1936 I Vesturvíking Þýtt úr ensku Don Miguel svaraði ekki einu orði, hann leit hvast við skipherranum, stiklaði svo ofan og til sinna manna. <Hinn horfði á eftir hon- um, sneri svo við og virti fangana fyrir sér, ef lávarðinum hefði verið minna niðri fyrir, þá hefði hann séð honum bregða, en jafnsnart gekk hann þangað sem þau stóðu og þá gekk lávarðurinn til móts við hann og sagði, heldur ákaflega: “Þú ætlar þó ekki herra minn, að láta þennan spánska hrapp lausan? iSá í ibrynjunni virtist nú fyrst taka eftir hinum tigna manni, og segir: “Og hver skrattinn. ert þú? Og hvað ætti það að koma þér við?” Hinum skildist að ofsi þessa harðsviraða náunga og megna stirðlæti þyrfti réttmgar við. “Eg er lávarðurinn Julian Wade, sagöi hann, hélt það duga. ( En það virtist ekki einhlitt. Er þa . Þá kantu máske að gera grein fyrir, hvern rækallann þú ert að erinda á þessu skipi? Lávarðurinn stilti sig og skýrði stuttlega frá hverju það sætti. ’ “Hann tók þig til fanga, eða hvað — og Miss Bishop þarna líka?” Nú varð lávarðurinn hissa. Elrtu kunn- ugur Miss Bishop?” En þessi vansiða félagi stikaði framhja honum og hneygði sig fyrir stúlkunni en hún tók ekki kveðju hans, heldur setti jafnvel upp óþýðan svip. Þá sneri hann frá og svaraði spurningunni: ■, . “Sú var tíðin, að mér veittist su virðing. “Eg tel ekki þjófa og ræningja með kunn- ingjum mínum, Blood skipherra,” sagði hún og þá kallar lávarðurinn: “Blood skipherra! Ertu skipherrann Blood?” “Hver annar hélztu eg væri?” En lávarðurinn Julian lét það ekki á sig fá. Hann tók annari hendi í ermi skipherrans, benti með hinni þangað sem Don Miguel var “Skilst mér rétt, að þú ætlir ekki að hengja spánska illmennið?” “Af hverju ætti eg að hengja hann? “Af því að hann er ekki annað en bölvaður ræingi, sem eg get sannað og er búinn að sanna.” 1 buga Bloods kvað við tilsvarið “þjofar og ræningjar” og lávarðurinn undraðist hvernig um skifti svip hans„ hve dapur sá gat orðið, er fyrir lítilli stundu var kaldhæðinn og kæru- laus. “Eg er bölvaður ræningi sjálfur og væg- ur mínum líkum. Don Miguel fer óhindraður 11CU<X11. Þetta þótti lávarðinum mikið. “Eftir alt sem hann hefir aðhafst, eins og eg sagði þér: að sökkva herskipinu Royal Mary og taka mig höndum — og okkur.” “Eg þjóna ekk iEnglandi né neinni annari þjóð, herra minn, og kemur ekkert við hvort þess fána er sómi sýndur eða ekki.” Lávarðinn setti hljóðan við þann reiði- glampa sem stafaði af því dapra andhti. En sú reiði rann af eins fljótt og hún kom, röddin var sem áðui; er hann bauð þeim á skip sitt. “Ef þú vilt fylgja Miss Bishop á mitt skip, þá gerir þú mér greiða. Þessu flaki verður sökt.” En lávarðurinn var haldinn mikilli gremju og furðu og sagði kuldalega: :“Blood skip- herra, þú bregzt vonum mínum. Eg átti á miklu von af þér.” “Farðu til fjandans,” sagði skipherrann Blood og gekk burtu. XX. Kapítuli. Þjófur og ræningi Þegar rökkva tók kveikti sjómaður á þrem ljóskerum á sputpalli og við birtuna frá þeim skrefaði skiparinn Blood fram og aftur, á því kyrra og varma heiðkveldi. Þá voru þilj- ur þvegnar og alt 1 lag fært eftir orustuna, sem iaga mátti á skömmum tíma, bæði á þiljum og undir. Nokkrir af hásetum hópuðust mið- skipa, iágu þar og sátu í ýmsum stellingum við lága kveðandi, líkt og veðurblíða og heiður himinn hefði stafað værð á þá harðjaxla. Skip- axinn gerði hvorki að sjá þá né heyra, né neitt annað en bergmál þeirra grimmu ávarpsorða: þjófur og ræningi. Mörgum manni fer svo, þó skrítið sé, að þó hann viti, jafnvel svo misserum skiftir, hvernig vissum hlutum er varið, þá verður honum mikið um þegar hann rekur sig á það. Þegar Blood, fyrir þrem árum, tók treglega upp rán og útilegu, þá þóttist hann víst vita hvað Arabella Bishop myndi ihugsa nm það tiltæki hans. Hann var þá vonlaus um að geta nokkurntíma eignast hana, og af þeirri örvænt ing varð hann skeytingarlaus, hirti lítt hvað yfir hann gekk og lét tilleiðast að slást í hóp- inn. Hann gerði aldrei ráð fyrir því, að þau myndu nokkurntíma hittast aftur, dreymdi ekki einu sinni til þess. Hann var svo alveg sannfærður um, að þau næðu aldrei saman og sæjust aldrei framar. Þetta var hans mein og þó hann vissi, að henni lægi það í léttu rúmi, |þá ihugsaði hann alla tíð til hennar, í þessi þrjú hroðalegu hernaðar ár. Þá tilhugsun hafði hann til taumhalds á sjálfan sig og þá sem fylgdu honum. Aldrei var ránvörgum svo fastlega stjórnað fyr, svo vandlega líaldið frá hryðjuverkum að fengnum sigri, frá ofum ágirndar og holdlegs losta, sem þeim er fylgdu skiparanum Blood. Þeir voru ráðnir með þeim skilmála, að hlýða honum í alla staði, og með þeirri fágætu hepni sem hans formensku fylgdi, þá hafði honum tekist að halda þeim aga. Ef þeir yrðu þess vísari, að alt það vandlæti hans við þá„ stafaði frá virðingu hans á stelpu- hnokka, sem héldi honum í ástarlæðingi — hvílíkt skop og sköll myndu þeir gera að hon- um! Og ef hann léti þá vita, að nú foefði sú sama stúlkukind tjáð honum, að bún teldi ekki þjófa og ræningja meðal sinna kunningja — hvílíka spottkæti myndi sú mínkun vekja þeim! Þjófur og ræningi! ■Hvað þau heiti læstu sig fast, stungu hann og sviðu í sál hans! Nú með því hann var ekki lærður í sálar- fræðum né vel að sér í rangagangi hins kven- lega ihugarfars, þá kom honum ekki í hug, hve undarlegt það var, að hún skyldi kasta á hann þessum napurjTðum, eins og á stóð. Hann sá ekki málið frá þeirri hlið, gat því ekki kannað það. Ef svo hefði ekki verið, þá hefði hann getað aðgætt, að ef hún talaði beizklega ti1 hans á þeirri stundu, þegar hún mátti vera honum þakklát fyrir að frelsa hana hertekna, þá stafaði sú beizkja frá einhverju eldra eða áður fram komnu, og stæði djúpt. Henni staf- aði sú beizkja af framferði hans. Hvað kom til? Að þessu spurði hann sjálfan sig ekki, annars hefði einhver vonarglæta komist að hugskoti hans, sem nú var að herðast af niðadimmri, vondri örvænting. Vitaskuld hefði henni aldrei sárnað, ef henni hefði staðið á samai um hann — ef henni hefði ekki fundist ihann hafa misboðið henni. Vissulega hefði hann mátt leiða þar af, að ekkert annað en þetta hefði knúð hana til svo þykkjufullra bituryrða. Svona hugsið þið. En svona hugsaði ekki skiparinn Blood. Ef satt skal segja, þá íhugaði hann alls ekki í það sinn. í huga hans togað- ist á sú fast að :því heilaga ást, sem hann hafði borið til hennar í öll þessi ár og sú vonzka sem ihún hafði nú vakið í honum. Skamt er ofanna milli og þegar þeim slær saman, þá geta þau blandast svo, að þau þekkist ekki að. Og of ástar og heiptar voru nú svo saman blönduð í sál skiparans Blood, að það sam- * bland var ferlegur,. ástríðufullur ofsi. Þjófur og ræningi! Þetta kallaði hún hann afdráttarlaust., gley.mdi alveg þeim kvölum og rangindum, sem hann hafði orðið að þola, því vandræði sem hann var staddur í eftir 'flóttann frá Barbados og öllu öðru sem knúði hann til þess sem verða vildi. Að 'hann hafði framið hernað sinn svo vægilega, sem hann mátti við koma, datt henni ekki í hug til mýkingar dómi sínum um þann mann, sem hún hafði einu sinni haft virðing á. — Hún vor- kendi honum alls ekki, bar engan líknarhug til hans. Hún var búin að gera upp hans mál og dæma hann sekan með þessu stutta ávarpi. Hann var þjófur og ræningi fyrir hennar sjón- um, hvorki meira né minna. Hvað var hún þá? Hvað eru þeir sem hafa engan kærleika,. enga miskun? spurði hann stjörnunrar. Nú svo sem hún hafði skapað hann hing- að til, svo skyldi hún skapa hann enn. Þjóf og ræningja hafði hún kallað hann, það brenni- mark hennar skyldi hann bera með réttu, eins harðbrjósta og hlífðarlaus og allir hinir, sem þau heiti áttu skilin. Hann skyldi fleygja frá sér þeim mjúklega hegðunar hömlum, sem hann hafði reynt að halda sér við, hætta alveg við þá heimskulegu glímu, að samrýma tvo heima og hafa það bezta úr báðum. Hún var nú búin að segja honum greinilega til, í hvor- um hann ætti heima. Hún skyldi fá að kenna á því. Hún var nú á skipi hans, í valdi hans, og ihann girntist hana. Hann stóð við borðstokk og sá á maurild- aða varrsímu skipsins og hló, en er hann heyrði til sjálfs sín, þá brá honum við að heyra hve illilegur tónninn var, tók sig á skyndilega og þar næst setti Jað honum skjálfta, og hans háðulega hneggi lauk með ekka stunu. Hann tók höndunum um andlitið og fann að ennið var stokkið köldum svita. Meðan þessu fór fram reyndi lávarðurinn Julian, sem var betur að sér í hinum blauða hluta mannkynsins, iheldur en víkingurinn, að ráða þá gátu sem hinn vissi ekki einu sinni af. Til þess var hann knúður, grunar mig, af nokkurri aðkenningu af ábrýði. Af því, hvem- ig Miss Bishop hafði borið sig í þeim hættum, sem þau höfðu gengið gegnum, skildist honum loksins, að kvenmann geti skort þokkatildur kvensiða og verið yndisleg og aðdáanleg ein- mitt af því hana skorti það tízkusiða tildur. Hann fór að íhuga, hvað þeim hefði á milli farið, og fann til nokkurskonar óróa, sem ýtti undir hann að kanna það efni. Lávarðarins draumkendu sjónir voru því vanar, eins og eg sagði, að taka eftir því sem bar fyrir þær og vitsmunir hans voru bærilega skarpir. Nú ásakaði hann sig fyrir, að hann hefði ekki gefið gaum vissum atriðum fyr, og tók að tengja þau við það sem hann hafði séð og heyrt þann dag. Hann gaf því gaum, til dæmis að taka„ að dreki Bloods bar nafnið Arabella og að það var skírnarnafn Miss Bishop, sömuleiðis hvernig þeim varð undarlega við er þau hittust, o- hvernig Ihvort þeirra bar sig eftir það. Jóm- frúin hafði verið afskaplega ómjúk við skipar- ann, jafnvel fólsleg, það var heimskulegt af manneskju í hennar sporum, að láta svo við manni í Bloods sporum, og við heimsku gat lávarðurinn ekki bendlað Miss Bishop. En þrátt fyrir frekju hennar og jafnvel þó hún væri nákomin manni, sem Blood hlaut að skoða sinn ^kæðasta fjandmann, þá hafði meynni og þeim báðum verið veitt hin mjúk- asta þjónusta, fengið herbergi hvoru í sínu lagi og frjáls umgengni ihvar sem var, þar á meðal í lyftingu skiparans, sett þar tii borðs með stýrimanninum Pitt og eineygðu trölli sem gekk næstur Blood að allri skipstjórn, og báðir létu vel við þeim. Ennfremur var að athuga, að Blood sjálfur varaðist að hitta þau. Lávarðurinn lét hugann svífa fljótt og gætilega eftir þessum þankabrotum, athugandi þau og tengjandi; þegar því var lokið, afréð hann að leita á Miss Bishop, til frekari könn- unar. Til þess gafst ekki færi meðan þau sátu að borðum með Pitt og Wolverstone, en er þeir stóðu upp til að fara sína leið, kallaði mærin til Pitts, kvaddi hann til tals við sig og segir: “Mr. Pitt, varstu ekki einn af þeim sem sluppu frá Barbados með skipara Blood?” “Eg var. Eg var líka einn af þrælum föðurbróður þíns.” “Og hefir verið með Mr. Blood alla tíð upp frá því?” “Alla tíð stýrimaður hans á þessu skipi, jómfrú.” Hún kinkaði kolli. Hún var mikið róleg, fas og málrómur stilt sem endranær, en dálítið föl sem lávarðinum þótti eðlilegt, eftir nýaf- staðnar hrellingar. “Kyntist þú nokkurntíma frönskum manni, sem heitir Cahusac?” “Cahusac?” Pitt'hló er hgnn mintist þess manns. “Já, hann var með okkur til Mara- caybo.” “Og öðrum frönskum, sem hét Levas- seur?” Lávarðurinn undraðist, að hún skyldi setja þessi nöfn á sig. Já, Cahusac var næstur Levasseur þang- að til hann dó.” “Þangað til hann dó?” “Levasseur, hann var veginn á eyði eynni Virgin fyrir tveim árum.” Nú varð þögn þar til Miss Bishop spurði enn hægar en áður: “Hver vó hann?” Pitt svaraði hiklaust, það var engin ástæða til að leyna þessu, en þó fanst honum ekki til um að Ihonum var hlýtt yfir til svona. “Blood drap hann.” “Af hverju?” Pitt þagði við. Sú saga var ekki fyrir meyjar eyru. “Þeir urðu ósáttir,” svaraði hann svo. “Útaf . . . útaf . . . stúlku?” innti mærin enn. “Þú mátt hafa það svo.” “Hvað hét stúlkan?” Pitt hleypti brúnum, svaraði samt: “Miss d’Ogeron, dóttir yfirmannsins í Tortuga . Hún ætlaði að strjúka með þessum Levasseur . . . Peter losaði hann úr hans saurugu greipum. Hann var illa innrættur og átti skilið það sem hann fékk vel úti látið hjá Peter.” “Skil eg það. Og . . . og samt hefir skip- arinn Blood ekki gifst henni?” “Ekki enn” svaraði Pitt hlægjandi, hann þóttist fara nær um, ihvað ástæðulaus var sá orðrómur að þau mundu verða hjón. Miss Bishop kinkaði kolli og sagði ekki meir. Pitt var feginn að yfirheyrslunni var lokið og sneri burt. Samt vék hann þessu að henni, áður hann fór út: “Þér kann að þykja betra að frétta, að skiparinn hefir breytt siglinga stefnu þín vegna. Hann ætlar sér að skjóta ykkur báð- um á land á Jamaica, eins nærri Port Royal og þorandi er fyrir okkur. Ef þessi byr helzt, þá líður ekki langt um þangað til þú kemst heim, jómfrú.” “Mikill greiði, stórlega vingjarnlegt af honum,” mælti lávarðurinn og dró seiminn, því að Miss Bishop ansaði ekki. Hún sat og horfði út í bláinn döprum sjónum. “Það er þér Óhætt að segja,” svaraði Pitt. “Hann hættir á það, sem fáir eða enginn myndi gera í hans sporum. Það hefir altaf verið hans siður.” Pitt fór burt en lávarðurinn aðgætti Miss Bishop bládreymnum augum, og það vandlega því að óróinn fór vaxandi í honum. Loksins leit hún við honum og segir: “Þessi Cahusac virðist hafa sagt nokkum- veginn satt frá.” “Eg sá að þú varst að kanna það,” sagði lávarðurinn. “Mig furðar hvað kemurtil?” Hann fékk ekkert svar, hélt áfram að virða hana fyrir sér sem áður og lék mjóum fingrum, löngum um lokk í sinni ljósjörpu, liðuðu hár- kollu. Miss Bishop hnyklaði brýrnar og starði á eitthvað, sem saumað var í þá spönsku voð, sem breidd var á borðið. Loks rauf lávarður- inn þögnina: “Hann yfirgengur alveg minn skilning, þessi maður,” sagði hann, seinlega og rólega, hann heyrðist varla nokkum tíma tala öðru vísi. “Það er mikil furða, að hann skuli breyta ferð sinni, og hitt er enn furðulegra, að hann skuli leggja í hættu okkar vegna — í námunda við Jamaica. . . Eg er alveg hissa, eins og eg sagði.” Miss Bishop leit upp og sá á hann. Hún sýndist vera í djúpum þönkum. 'Svo brá hún vövunum, eins og til að fitja uppá, sýndist honum, og sló fingrunum á borðið. “Það sem furðulegast er, hugsa eg sé það, að hann heimtar ekki lausnargjald fyrir okk- ur,” sagði hún á endanum. “Það ættir þú þó skilið.” “Ó, og af hverju? ef þér þóknast.” “Fyrir að ávarpa hann eins og þú gerðir.” “Eg er því vön, að nefna hlutina þeim nöfnum sem þeir 'heita.” “Er svo? Svei mér! Ekki skyldi eg grobba af því. Þar af sannast annaðhvort ýtrasti barnaskapur eða ýtrasta heimska.” — Lávarðurinn var lærður í þeim skóla, sjáið þið, sem er kendur við Sunderland. Svo lagði hann við: “Sama gildir um það, að sýna vanþakk- læti.” Hún roðnaði við, lítið eitt. “Lávarðinum mislíkar við mig, heyrist mér. Mér er mikil mæða að því. Eg vona að sakarefnið sé heilla og ófúnara, en skoðun lávarðarins á lífinu. — Mér þykir nýstárlegt, að sá brestur, að vera vanþakklátur, finnist aðeins með börnum og heimsku fólki.” “Ekki voru það mín orð, jómfrú.” Hann var sutttur í spuna eins og hún. “Ef þú vilt veita mér þá virðing, að hlusta á það sem eg segi, þá myndir þú tæplega misskilja mig. Því að ef eg er þér ólíkur að því, að segja ekki alla tíð einmitt það sem eg meina, þá segi eg samt alt af það sem eg vil vera láta. Að vera van- þakklátur kann að vera mannlegt, að láta það í ljósi er barnalegt.” “Mér . . . mér skilst þetta ekki.” Brýrnar voru hnyklaðar. “Með hverjum hætti hefi eg sýnt vanþakklæti og hverjum?” “Hverjum? Blood skipiherra. Hann kom að hjálpa okkur.” “Er það svo?” Hún talaði kuldalega. “Eg vissi ekki til, að honum væri kunnugt um veru okkar í Milagrosa.” Lávarðurinn leyfði sér að bregða til hend- irtni og sýna með því, að honum líkaði þetta miður vel. “Þú veizt sennilega, að hann bjargaði okkur. Og þú hefir lifað svo lengi í þessari tryltu hálfu heims, að þú veizt sjálfsagt það, sem kunnugt er á Englandi, að þessi kompáni Blood herjar aðeins á Spánverja. Svo að kalla hann þjóf og ræningja var ofmæli, einmitt talað á þeirri stundu, sem ráðlegt var að taka oflítið af. “Ráðlegt? Hvað kemur mér við það sem ráðlegt er?” “Ekkert — skilst mér. En reyndu að minsta kosti að vera veglynd. Eg segi þér rétt eins og er, jómfrú, að í Bloods sporum hefði eg ekki verið eins vænn. Svei mér þá. Þegar þú aðgætir, hvað hann hefir þolað af samlönd- um sínum, þá máttu undrast með mér að hann skyldi taka á sig það ómak, að gera mun á spönskum og enskum. Að vera seldur í þrælkun! Sussu!” Lávarðinn hrylti við. “Og í hendurnar á bölvuðum ármanni úti í nýlend- um!” Nú tók hann sig á. “Eg bið þig afsök- unar, Miss Bishop. Eg rétt . . .” “Þú fórst lengra en þú vildir af áJhugan- um, að verja þennan . . . sjóræningja.” Það iheyrðist, að hún meir en þykti þá forsmán. Lávarðurinn sá við henni enn, lét aftur augun rétt að segja og hallaði lítið eitt undir flatt. “Mig furðar af hverju þér er svo illa við hann,” sagði hann lágt. Hann sá að hana setti dreyrrauða og að hún gerðist brúnaþung. Hann hélt að hann hefði gert hana mjög reiSa. En engin kom rokan. Hún náði sér. “Illa við hann? Drottinn! Enn, það inn- fall! Eg Ihefi ekki einu sinni svo mikið við þann þokkapilt.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.