Heimskringla - 01.07.1936, Qupperneq 4
4. SÍÐA
HEIMSKRINCLA
WINNIPEJG, 1. JÚLá, 1936
j ^Tcimskrimila
(Stofnuð 1S8S)
Kemur út d hverjum míðvikudeffi.
Eigeodur:
THE VIKING PRESS LTD.
SS3 oa S5S Sargent Avenue, Winntpeff
Talsimit 86 537
VerC blaSsiní er $3.00 irgengurinn bor*l»t
tyriríram. Allar borganir sendist:
THE VIKING PRESS LTD.___________
EJU Tlítaklft* bréf btafilnu aSlútandl «endl*t:
Uanager THS VIKINO PRSSS LTD.
S53 Sargent Ave., Winnipeff
Ritstjóri STEFÁN EINARSSON
Utanáskrift til Htstjórans:
EDITOR HSIUSKRINOLA
S53 Sargent Ave., Winnipeff
“Heimakringla" U publlabed
and printed by
THS VIKINO PRSSS LTD.
SIS-SS5 Sargent Avenue, Winntpeg Uan.
Telepbone: M 537
WINNIPHG, 1. JÚLÍ, 1936
NÝJA STEFNUSKRÁIN
Síðast liðna viku birtu conservatívar í
Manitoba stefnuskrú sína. Las leiðtogi
flokksins, Mr. Errick F. WUlis bana upp á
fundi í Brandon 23. júní, og gerði grein
fryir efni hennar. Var boðskap þessa
nýja foringja tekið mjög vel enda verður
ekki annað sagt um að minsta kostii tvö
eða þrjú atriði stefnuskrárinnar en að
þau séu það markverðasta, sem lagt befir
verið fyrir kjósendur, enn sem komið er,
til viðreisnar og velferðar fylkinu á þess-
um sáðustu og verstu tímum. Vér eigum
við vaxtalækkunin á skuld fylkisibs, af-
nám vinnulauna-skattsins og lækkun
stjórnarkosnaðarins um eina miljón doll-
ara.
Mr. Willis var langorðastur um vaxta
lækkunina. Hann tók fram, að bún væri
engin gjaldþrota-yfirlýsing, heldur blátt
áfram það sem heilbrigð skynsemi benti á
að óumflýanlegt væri. Kvað hann fylkið
nú greiða um 49c af hverjum $1. í vexti af
skuldum sínum. Vextirnir næmu frá 3£%
til 6%. Þeir næmu hátt á sjöundu miljón
á ári. Og þeir hækkuðu með hverju ári!
Hann sagði að ef vextir lækkuðu niður í
3£%, lækkuðu ársvextir um li miljón doll-
ara, en um 2 miljónir ef þeim yrði komið
niður í 3%, eins og hann taldi vera tak-
mark sitt, þó ráð væri gert fyrir einnar
miljón lækkun sem vissri í stefnuskránni.
Vextirnir væru orðnir það æxli á þjóð-
líkamanum, sem skera yrði burtu og því
fyr, því betra.
Vinnulaunaskattinn kvað hann ósann-
gjarnan, auk þess sem hann bæri greini-
legan vott mannúðarleysis.
Um lækkun bíla-skattsins fór hafin
þeim orðum, að hann óttaðist alls ekki
þann stóra tekjumissir, sem stjómin biði
við það, því bílanotkun mundi vaxa og
hallinn með því og af meiri gas-olíu
kaupum, sem stjómin tæki skatt af, mjög
nærri jafna reikninginn. Bílaskatturinn
bægði ofmörgum frá að nota bíla sem
stæði.
Að lækka stjórnarkostnaðinn um eina
miljón doliara kvað hann eins auðvelt og
að drekka úr kaffibolla. Með afnámi allra
nefndanna, sem Brackenstjórnin hefði
skipað eins og nokkurs konar lífvörð um
sig, fækkun þingmanna, fækkun ráðgjafa
o. s. frv. væri þetta leikur. Hann
benti á að Bracken hefði oft einn skipað
þrjá til fimm ráðherra sessi og jafnvel alla
nema einn, dómsmálasessinn (en hann
hefði hann ekki haft lærdóm til að
skipa) og alt hefði gengið eins vel og
áður. Hinir mörgu hálaunuðu ráðgjafar
hans hefðu með öðrum orðum ekkert að
gera; verk þeirra væru enda af láglaunuð-
um af hendi leyst. Og hann kvaðst einn-
ig viss um, að 40 þingmenn gætu betur
leyst löggjafarstarfið af hendi en 55 nú
getrðu.
Mr. Willis kvað Brackenstjómina hafa
lagt árar í bát. Hún hefðist ekkert orðið
að. Ef á fund hennar væri leitað með ein-
hver mál, væri þeim ávalt vísað til nefnda.
Og á svörum nefndanna hvíldi svo öll á-
birgðin. Á nefndunum bitnuðu afleiðing-
amar; aldrei á Brackenstjóminni.
Akuryrkju skólann, sem flestar aðrar
fylkisstofnanir, kvað Mr. Willis Bracken
hafa gert að pólitískri stofnun. Bændur
væru hættir að hafa not starfsins, sem þar
væri ætlast til að færi fram í þágu land-
búnaðarins vegna þessa.
Níu greinar stefnuskrárinnar eru land-
búnaði beinlínis viðvíkjandi. En auðvitað
má segja að flest atriðin snerti sveitimar
og hag þeirra að meira eða minna leyti.
Að veita sveitunum t. d. svo og svo miklls
af gasolíuskattinum, léttir ekki lítið á
skattbyrði þeirra. Og hið sama er að
segja um lækkun vaxta á sveitaskuldum
að jöfnu við vaxtalækkun fylkisskuldar-
innar.
Þegar Mr. Willis kom að atriðinu í
stefnuskránni, er um afnám vinnulauna-
skattsins fjallar, dundi við lófaklapp um
allan fundarsalinn, er ekki linti lengi. Það
lýsti sér mjög vel, að þar var um mál að
ræða, sem hug manna stóð nærri, enda
hefir engin skatta-álagning hér, fyr eða
síðar borið eins greinilega á sér merki
kúgunar og okurs og sá skattur. Aö
hvima ofan í buddu drengsins og stúlk-
unnar á hverju laugardagskvöldi eftir fá-
einum ventum af vikukaupi þeirra minnir
á vísubrotið hans Einars Benediktssonar:
Okrarans höfuð hrokkið og grátt,
hvimaði um sillur og snaga----
Hvernig sem kjósendur í þessu fylki
snúast við þessari stefnuskrá Mr. Willis,
ber hún það með sér, að þá sem hana
hafa samið brestur ekki þekkingu á hag
og ástæðum fylkisbúa. Hún kemur við
þörfum þeirra. í henni er ekki eitt ein-
asta atriði, sem ekki er sjáanlega brýn
þörf á. Síðan stefnuskráin var birt hefir
Bracken svarað henni og gagnrýnt hana.
og hvað hefir hann um (hana að segja?
Það eitt, að hún sé óframkvæmanleg. —
Annað finnur hann henni ekki til foráttu.
En hversvegna að hún sé óframkvæman-
leg, er ekki reynt að gera neina grein fyrir.
Hversvegna ætti að vera óframkvæman-
legt, að hætta að ala heila hersveit af að-
gerðalausum stjómarklíkum á almnna fé?
Hversvegna ætti ekki að vera nærri því
komdandi að leggja hömlur á vaxta-ránið,
sem hér á sér stað? Hversvegna ætti
ekki að vera framkvæmanlegt, að láta þá,
sem með súrum sveita vinna sér fyrir
hálfum hleif, vera óáreitta með hann?
Það eru menn, sem lítils er orðið aö
vænta af, sem svo eru haldnir, að sjá
þarna engan veg til framkvæmda.
ÞÖKK FYRIR TILSKRIFIÐ
Skúli þingm. Sigfússon telur Heims-
kringhi hafa flutt villandi fréttir 17. júní
af þeim undrum sem í Selkirk-kjördæmi
sé verið að vinna að vegabótum um þessar
mundir. Fréttin sem Heimskringla flutti
um þetta var, að efni til, tekin úr blaðinu
Free Press. Þess var þar og getið, að
þingm. Springfield kjördæmis hefði út-
vegað mikið fé til vegabóta í Manitoba og
að mestu af því ætti að verja í hans kjör-
dæmi. Um að fé yrði lagt fram til vega
norður á milli vatna, var ekki minst
á einu orði, heldur ekki um nein afreks-
verk íslenzku þingmannanna. Heims-
kringlu þótti ílt til þess að vita, ef íslenzku
bygðimar yrðu enn sem fyr skágengnar
og minti íslenzku þingmennina á þetta.
Nú gerist það, eftir að Free Press flytur
þessa frétt, að Bracken stjórnin fer ólm af
stað að láta vinna að vegabótum í fylk-
inu. Hún hafði þá afráðið að kosningar
færu fram. Og það er, eins og gamall
bóndi norðan úr Nýja-íslandi sagði, eini
tíminn sem Bracken opnar hjarta sitt fyrir
þörfum okkar. En raunin er ávalt sú,
bætti hann við, að botninn dettur úr
þessu öllu eftir kosningar. Á þessar fjár-
veitingar sem Skúli þingmaður talar um,
hafði ekki verið minst í ensku blöðunum
en vitneskju um þær hefði ekki annar
staðar fremur verið að vænta.
Til sönnunar orðum Ný-íslendingsins skal
benda á brautarstúfinn milli Árborgar og
Komarno. Hann hefir verið í smíðum frá
því að Brackenstjómin kom til valda. En
að þeirri vegabót hefir nálega aldrei verið
unnið nema tíma og tíma fyrir kosningar.
Beitan ‘hefir legið í salti þess á milli. Og
hún á auðsjáanlega að koma að haldi við
að endurkjósa Brackenstjórnina eitt kjör-
tímabilið ennþá áður en lokið verður við
hana.
Skúli þingmaður getur þess að mikið fé
verði nú lagt í vegabætur í St. George
kjördæmi. Auðvitað ætlast hann tjl, að
sér (eða íslenzku þingmönnunum) verði
þakkað það. Þó Hkr. þyki fyrir að verða
að segja það, dettur henni ekki í hug að
þakka þeim það. Það er eins víst og að
2 og 2 eru 4, að sú branda hefði ekki verið
að borði dregin, ef fylkiskosningar hefðu
ekki vofað yfir.
Hkr. er Skúla þingm. þakklát fyrir þær
upplýsingar sem hann getur gefið henni
um vegabætur í St. George. En það em
aðrir sem einnig vita nokkuð um þær.
Menn sem í kjördæminu búa hafa stund-
um skroppið til Winnipeg. Hafi skúr
komið úr loftl um nóttina, hafa þeir orðið
að bíða þerris til að geta komist heim
aftur vegna veganna. Það mun vandfund-
in bygð í þessu fylki jafn nærri Winnipeg,
sem verri vegi hefir en St. George, þrátt
fyrir öll undrin sem þar hefir verið unnið
á tíð Brackens og Skúla þingmanns!
Skúli þingm. minnist einnig á veitingar
sambandsstjórnanna til Selkirk-kjördæm-
is. Ætli nokkur þingmaður hafi gert bet.-
ur fyrir það kjördæmi en James H. Stitt
gerði á einu kjörtímabili? Og það er að sjá
sem Kingstjórninni hafi þótt nóg um það,
því á brúna hjá Selkirk, sem Skúli minn-
ist á, hefir hún lagt toll til þess að ná í
eitthvað af því fé aftur. Það eru einu af-
skiftin sem liberal-stjómin hefir haft af
þeirri brú og þau hneyksla nú Skúla þing-
mann sem aðra.
Skúli þingmaður lýkur grein sinni með
þessum orðum: “Vinsamlega vil eg enn
benda á það, að eg er viljugur að gefa
Hkr. upplýsingar um velferðarmál rníns
kjördæmis. . . .” “Á móti upplýsingum
hefir “Hkr.” ekkert frá þeim sem þær
hafa, aflögu. En hitt er víst, að hún mun
gera hæfilegan mun á fréttum og kosn-
inga-auglýsingum.” Og það eru upplýs-
ingar St. George þingmannsins í síðasta
Lögbergi; þær eru slepjulegt kosninga-
skrum. Eða flýtur nú alt orðið í hunangi
norður þar? Annað hefir sungið við hjá
þeim er þar búa og vér höfum átt tal við.
Hvað Brackenstjórnin og búrkettir
hennar, liberalar hafast að á stjómar-
ráðsfundum eða yfir soðpottinum og ekki
er birt, er Hkr. ókunnugt um. En vega-
bæturnar, sem Skúli þingmaður minnist
á, efumst vér um að í ráði hafi verið, er'
Free Press reit fréttina af vegabótunum
í Norðaustur-Manitoba, nema að blaðið
hafi talið þær svo ómerkilegar og í svo
varhugaverðu skyni unnar, að það hafi
ekki viljað birta þær. Það er einnig hugs-
anlegt, því Free Press veit nokkuð um
ráðabrugg Brackens eins og Skúli þing-
maður. En það veit einnig hvenær góður
tími er til að auglýsa. Og að segja frá
því að Breckenstjómin væri nú að ausa
fé í vegi, gæti ekki boðað annað en að
nú ætti að fara að beita kosninga-öngul-
inn og ginna kjósendur. Þar sem hér var
um stjórn að ræða, sem ekkert hefir hafst
að svo langt sem menn muna, var þetta
og laukrétt hugsað hjá blaðinu.
Með þökk fyrir tilskrifið.
F. D. ROOSEVELT
Hugir manna voru ekki skiftir um það
á flokksþingi demokrata, sem haldið var
s. 1. viku í Philadelphia, hvern velja ætti
fyrir forsetaefni í kosningunum á kom-
andi hausti. Fylgi Franklins Delano
Roosevelts var svo ákveðið að Al. Smith
frá New York og aðrir, sem Roosevelt
ætluðu að grafa gröf með slagorðum
eins og þeim að kjósa góðan eða ekta
demokrata, fékk ekki áheyrn og fylgis-
mönnum hans var sópað út; þóttu ekki í
húsi hæfir. Annar en Roosevelt kom ekki
til mála. Og um leið og nafn hans var
nefnt af Jóhn E. Mack dómara frá New
York, kváðu við lófaklöpp og ærusta full-
an klukkutíma. Tillöguna um útnefn-
ingu Roosevelt studdu svo 65 menn með
ræðum. Roosevelt var með öðrum orð-
um kosinn einum rómi áður en atkvæða-
greiðslan fór fram.
1 stefnskrá demokrata, sem þarna var
samin, er ekki minst á “The New Deal”,
en í henni eru greinar, sem fjalla um
samvinnu fylkjanna og landsins og sem
svo líta út, sem breytingu eigi að gera á
stjórnarskránni, er viðreisnarstarfinu mun
eiga að bjarga. Þetta er ekki nefnt stjórn-
arskrá breyting, en að því einu virðast þó
ákvæði þessi lúta.
Helztu mótmælin sem andstæðingar
Roosevelts beita gegn honum er fjáreyðsla
hans. Republikanar telja óumflýjanlegt,
að landið verði gjaldþrota, ef stefnu hans
og áformum sé fýlgt. En Roosevelt brosir
að þessu. Og hann má vel brosa að því.
Ef satt er að hann hafi um 6 biljónir dala
í gulli og silfri í fórum ríkisins og geti
gefið út peninga er nálega svara öllu fé,
sem í umferð er í landinu, án þess að
skerða gildi dollarsins, virðist fjárhagur
ríkisins ekki í stórri hættu. Fjármála-
stefna hans virðist ekki á þeirri grunn-
færni bygð, sem andstæðingar hans eru
að reyna að sýna fram á að hún sé. Það
er engin furða þó hann ibrosi — þessu
óviðjafnanlega og alt sigrandi brosi, að
fjármálamasi andstæðinga sinna.
Það hefir ávalt mátt færa Bandaríkja-
þjóðinni það til innleggs, að hún hefir
þekt sína beztu menn. Sálarlíf hennar
hefir verið og er heilbrigt. Þegar Roose-
velt kom til valda, var það engum efa
orpið, að eins nærri byltingu lá þar og í
nokkru öðru landi hefir nokkru
sinni gert. En þjóðin beið eigi að
síður örugg þeirrar trúar, að
fram kæmi sá foringi á meðal
hennar, er þeim örlögum gæti
aístýrt. Og henni varð að þeirri
trú sinni. Roosevelt forseti hef-
ir leitt þjóðina út úr öngþveiti,
einu því ægilegasta öngþveiti er
hún hafði nokkru sinni komist í.
Og það mun vafi leika á því í
hugum margra, hvort að nokkur
maður hafi fyr eða síðar leyst
af hendi meira þrekvirki, en
Roosevelt forseti hefir gert. En
auðvitað sker sagan úr því síð-
ar, hver veriö hafi mestur
stjórnmálamaður þessarar miklu
þjóðar og skal því ekki hér leiða
neinar frekari getur að því. Það
er enda viðkvæmt mál, að
reyna að gera nokkurn saman-
burð þeirra mörgu mikilmenna,
sem í Bandaríkjunum hafa kom-
|ið fram.
Hvernig sem kosningar fara i
Bandaríkjunum, er af útkomu
þessa flokksþings nýafstaðna
að dæma, ekkert líklegra, en að
Roosevelt forseti njóti óskoraðr-
ar og verðugrar hylli og fylgis
þjóðar sinnar.
“ISLAND”
Eugen Diederiche Verlag,
Jena
(Jón Dúason, íslenzkur lög-
fræðingur, sendir Heimskringlu
eftirfarandi greinar til birtingar.
Hann er staddur í Kaupmanna-
höfn, er hann skrifar, og mun
hafa starfað erlendis um skeið,
í Svíþjóð og Danmörku. Hann
mun eigi að síður nokkrum
Vestur-íslendingum kunnur fyr-
ir ýmislegt er hann hefir ritað
— ekki sízt fyrir mjög ítarlegar
greinar um Grænlandsmálið. —
Heimskringla þakkar honum
fyrir þessar fróðlegu greinar. —
Hún er þess fullviss, að þær
verða lesendum hennar kær-
komnar.
Ritstj. Hkr.)
Svo Iheitir tímarit, sem Is-
landsvinafélagið á Þýzkalandi
er farið að gefa út á þýzku.
Ritstjóri er formaður félagsins
dr. Reinhard Prinz í Plön í Hol-
stein. Dr. Prinz var sendikenn-
ari við Háskólann í Reykjavík
1923—26 og gat sér mikinn orð-
stýr. “ísland” kemur út í 4 heft-
um á ári, hvert hefti er ca. 70
síðuir.
1 fyrsta árganginum 1934 eru
þessar greinar: “Þýzkaland og
ísland” eftir Reinhard Prinz. —
“Listin í íslendingasögum” eftir
Jón Leifs. “Islendingar sem
'bændur os sjómenn” eftir
Hans Kuhn. “íslenzk bænda-
höfuð” eftir Wolfgang Mohr. —
“Halldór Kiljan Laxness” eftir
Stefán Einarsson. “Ingólfshöfði”
eftir E. M. Tadtmann. “Á skíð-
um og sleðum yfir Vatnajökul,
frásögn um tvær landfræðis-
ferðir: yfir Vatnajökul og upp á
Snæfell í júní-júlí 1932” eftir
Helmut Verleger. ‘‘Vatnajök-
ulsgosið 1934 og rannsókn þess”
eftir Helmut Verleger. “Um á-
stand innanríkismála á íslandi”
eftir Sverri Þorbjörnsson. “ís-
lendingasögur, einasta stórfeld
lýsing á forngermönsku lífi”
eftir prófessor Hans Naumann.
“ísland sem menningarheimur”
eftir Reinhard Prinz. “Didrik
Pining keppir um ísland” eftir
Hans Friederich Blunck. “AI-
þingiskosningarnar 24. júní
1934” eftir iSverri Þorbjömsson.
“Þýzk-íslenzk viðskifti” eftir
Björn Kristjánsson. “Gelding f
elstu íslenzkum lögum” eftir
Hans Kuhn. “U|m Ura-Linda
Chronik” eftir Gustav Neckel.
“Vísindastörf Paul Hermanns”
eftir W. Heydenreich. “Hátíð-
arljóð til þúsund ára afmælis-
ins” eftir Davíð Stefánsson frá
Fagraskó&i. “Frelsisbarátta Is-
lands” eftir Reinhard Prinz. —
“Síðasti bikarinn”, skáldsaga
eftir Sigurð Nordal. “Úr ís-
lenzku stúdentalífi” eftir Alex-
ander Jóhannesson. “Þýzk ný-
lenda á íslandi” eftir Ernst
Fresenius. “Norræn ættamenn-
ing og kynþáttamálið á Þýzka-
landi” eftir dr. Jón Alfred
Mjöen. Dánarminningar Guð-
mundar G. Bárðarsonar og
Finns Jónssonar. Ritdómar. —
Fréttagreinar.
í árganginum 1935 eru: ‘Ts-
lenzkt landslag” eftir Reinhard
Prinz. “Kórmakur skáld” eftir
Wolfgang Mohr. “Jakob Bjarna-
son á Illugastöðum” þýtt af
Hans Kuhn. “íslenzkur frum-
herji í vorri samtíð, próf med-
Guðmundur Hannesson (rit-
stjómargrein), “ísjland, Jalntl
listamannanna” eftir Jón Leifs.
“Island-saga” (ein Musik-
drama) eftir Ernst Wleiskam.
“Tvö kvæði” eftir Einar Bene-
diktsson. “Menningarafrek ís-
lands’ ’eftir Jóhann Jónsson. —
“Kynstofn íslenzku þjóðlariinn-
ar” eftir Eið S. Kvaran. “Heim-
þrá” eftir Þorgils gjallanda,
þýdd af R. Prinz. “Fyrirbrigði
málara á Islandi” eftir Kathar-
ina Wallner. “íslenzkar heim-
ildir um Didrik Pining” eftir
Hildegard Bonde. “Aldarafmæli
Matthíasar Jochumssonar” eftir
Kristján Albertsson. “Andreas
Heusler 70 ára” eftir Hans
Kuhn. “Athugasemd við land-
fræðislega ferðasögu” eftir Hel-
mut Verleger. “Lofsöngur”
eftir Davíð Stefánsson frá
Fagraskógi. “Nýjar íslenzkar
bókmentir á Þýzkalandi” eftir
Reinhard Prinz. “Island frá
landlagslegu sjónarmiði” eftir
H. Verleger. “Vatnajökulsgosið
1934” eftir Karl Schmid, Laup-
heim. “Staða íslenzka sendi-
herrans í Kaupmannahöfn inn-
an sendimannaflokksins” eftir
dr. Ragnar Lundborg. “Islenzka
landsbókasafnið” eftir Hilde-
gard Bonde. “Hið óþekta Is-
land”. Æfiminning Jóns Þor-
lákssonar. Ritdómar. Frétta-
greinar.
Efni tímaritsins er þannig
harla fjölbreytt. Ritgerðirnar
eru vandaðar að hugsun og
fjörlega skrifaðar á fögru og
léttu máli. Ef litið er á höf-
undatalið, leynir það sér ekki,
að tímarit þetta er ekki aðeins
opið fyrir Þjóðverja, heldur er
því ekki síður ætlað að vera rit-
völlur þar sem Islendingum
stendur opið að láta í Ijós skoð-
anir sínar á heimsmáli.
En greinar þýzku höfundanna
gefa ekki síður efni til umhugs-
unar. Það vita allir, að þýzku
íslandsvinirnir eru íslands beztu
vinir. Hugur þeirra til íslands
er heill og hreinn. Það er sagt
svo, að ást hylji lýti. Það kann
að vera svo. En víst er, að ást
finnur fegurð, kosti og lífsgildi,
sem án ástar eru augum hulin.
Vart mun þessi sannleiki nokkru
sinni sýna sig1 betur en í grein-
um Þjóðverja í tímariti þessu
um ísland og íslendinga, um
sögu og menningu þjóðar vorrar
fyr og síðar. Þar er brugðið
upp fyrir okkur fögrum og djúp-
tækum myndum af því bezta,
sem lifir eða hefir lifað í ís-
lenzku þjóðerni og íslenzkri
menningu. Það kann nú að
vanta í þessar myndir ýmsar
skuggahliðar, en er þeim er
brugðið upp fyrir okkur, verð-
um við að játa tvent: að þær
eru í meginatriðum sannar, og
að þær hefðu ekki verið séðar
svona með líslenzkum augum.
Þýzku íslandsvinirnir eru Norð-
urálfumenn. Þeir hafa annan
og jafnvel víðari sjóndeildar-
hring en við. Þeir sjá það, sem
fyrir okkar augum er svo sjálf-
sagt, að það er okkar augum
hulið. Og þýzku íslandsvinirn-
ir eru Þjóðverjar, er bæði líta á
manngildi þjóðar vorrar frá öðr-
um hliðum og mæla á annan
mælikvarða en Bretar og Ame-
ríkumenn.
Þessar myndir, sem vinir okk-
ar við RJn og Saxelfi bregða upp
fyrir okkur, gætu verið harla
mikilsverðar fyrir uppeldi, and-
lega framför og lífsbaráttu