Heimskringla - 15.07.1936, Síða 1

Heimskringla - 15.07.1936, Síða 1
# L. ÁRGANGUR WINNIPEG, MHDVIKUDAGINN, 15. JULÍ, 1936 NÚMER 42. KOMA LEIFS TIL AMERÍKU SÝND í VANCOUVER Vestur í Vancouver stendur nú sem hæst hátíðahaldið út af h'álfrar aldar afmæli borgarinn- ar. í sambandi við þá miklu viðhöfn, hafa Norðmenn og ís- lendingar á ströndinni tekið sér fyrir hendur að sýna komu Leifs Eiríkssonar til Ameríku. Skrif- ar nefndin, sem fyrir sýning- unni stendur Heimskringlu á þessa leið: Norðmenn og íslendingar í Vancouver hafa ákveðið að sýna komu Leifs til Ameríku á hinni miklu 50 ára afmælishátíð Van- couverborgar sem hér stendur nú yfir. Fer sýningin fram 25. júlí. Að undirbúningi hennar hefir verið unnið í nokkra mán- uði og er honum nú lokið. Einn af leiðtogum íslendinga í Van- couver, Mr. G. Ólafsson, 1837 Cotton St., hefir tekið að sér hlutverk Leifs Eiríkssonar. Með honum verður bátshöfn eða 24 víkingar alls. Verða þeir klædd- ir eftir þeirrar aldar sið. Vík- ingaskipið hefir verið smíðað í mynd og líkingu skipa, er tíðk- uðust um þær mundir er Leifur var uppi. Kemur skipið sigl- andi inn The First Narrows, kl. 2.30 eftir hádegi, laugardaginn 25. /júlí. Á ströndinni koma Indíánar til móts við þá. En þetta er nú ekki nema einn þáttur í skemtiskránni, sem Norðmenn og íslendingar hafa þarna um hönd. Þegar Leifur og víkingar hans eru komnir til lands, byrjar fjölhreytt skemti- skrá í Brockton Point. Er frá henni greint í auglýsingu á öðr- um stað í blaðinu. Þátttaka frændanna á strönd- inni í þessari Vancouver-hátíð, getur haft nokkurt þjóðjlegt gildi því um þúsundir hátíða-gesta má búast að verði áhorfendur sýningarinnar. vel flesta þessa 10 daga, hefir hitinn verið um 100 stig, ýmist meira, ýmist minna. Á aðra mæla hér hefir' hitinn verið 5—10 gráðum meiri. En það þykir ekki í mál takandi að segja að svo heitt hafi verið. Það er með mælingu hita hér sem kulda, að satt má ekki um það segja. Það yrði þá sam.i sagan og þaðan, sem sagt er um að alt brenni og frjósi. Og það mælir ekki með innflutningi. Þegar þetta er skrifað, eru ekki skýrslur komnar yflr dauðsföll í Canada af hitunum. En í Winnipeg og grendinni dóu s. 1. laugardag og sunnudag 17 manns, of orsökum hitans. Og 21 voru fluttir á sjúkrahúsin í bænum veikir. Þrjátíu hestar duttu niður á götum Winnipegborgar dauðir. Og dýraverndunarfélagið var mikið á ferðinni, eftir hundum, köttum og kanínum, sem drepa varð. Utan úr sveitum eru Jþær fréttir af hitunum, að margur bóndinn geri sér ltila von um uppskeru, hvorki úr kornakri né klálgörðum, einkum í suðvestur- hluta fylkisins. Ennþá er þó vonandi, ef þessum skaðræðis- hitum linnir, og rigna skyldi tii muna, að betur fari en áhorfist. honum sóttu hluta frá 12 til 16 atkvæði hver. Þeir hétu Cho- pek, Onafreychuk og Rutko. Mr. Lifman hefir verið odd- viti Bifrostsveitar síðan 1933. — Áður hefir hann bæði verið í sveitarríáði Biifrastar og bæjar- ráði á Gimli. Hann kom til Nýja íslands árið 1886 og bjó fyrstu 3 árin að Árnesi. Þaðan flutti hann til Gimli og síðar ti! Árborgar. í Bandaríkjunum hafa hitarn- ir verið ennþá meiri. Er nú sagt að síðustu 10 dagana þar hafi dáið af völdum hitans 982 menn alls. Hafa miðríkin og mið-norðurríkin orðið harðast leikin. Uppskeruhorfur eru syðra nú orðnar þær, að búist er við að talsvert þurfi að flytja inn í landið af hveiti. ÍSLENDINGUR DRUKNAR G. S. THORVALDSON FLYTUR RÆÐU f ÚTVARP Á MORGUN Á morgun (fimtudag) flytur G. S. Thorvaldson lögfr. ræðu í útvarpið (CJRC) kl. 9.15 að kvöldinu. Eftir því er hann greindi frlá s. 1. fimtudag í út- varpsræðu sinni, verður um- ræðuefnið vinnulaunaskatturinn o .fl. Síðast liðinn fimtudag ræddi hann um stjórnarferil og fjármálaóreiðu Bracken-stjórn- arinnar og var það ein hin skarpasta ádeila, er enn hefir verið flutt í þessunPkosningum. Hefir margur þrýst hönd Mr. Thorvaldsonar síðan fyrir vikið og ræða hans vakið mikla at- hygli. Þegar Mr. Thorvaldson hefir gert grein fyrir starfi nú- verandi stjórnar og hag fylkis- búa, snýr hann umræðuefni sínu að stefnuskrá og fyrirætl- unum conservatíva. En það verður gert í þriðju og síðustu útvarpsræðu .hans 23. júlí. Þeir sem á skarpa ræðu vilja hlýða, ættu að muna, að snúa viðtæk- inu á, kl. 9.15 annað kvöld. Að Hnausum varð það hörmu- lega slys 7. júlí að Kristjón Finnsson, unglingsmaður frá Víðir druknaði. Hann fór með nokkrum ungum mönnum frá Árborg austur að vatninu. - Lögðu félagar hans þegar til sunds, en þegar þeir voru all- fjarri landi, tóku þeir eftir að Kristjón sem var á eftir þeim, átti í erfiðleikum. Og áður en þeir gátu komið til hjálpar, hafði hann sokkið í síðasta sinni. Líkið var veitt upp eftir tvo klukkutíma. Kristjón var 23 ára, sonur Mr. og Mrs. Sigurðar Finnsson á Víðir. SALOME HALLDÓRSSON ÞINGMANNSEFNI f ST. GEORGE Á útnefningarfundi social cre- dit-sinna í Eriksdale s. 1. mánu- dagskvöld, var ungfrú ISalome Halldórsson kjörin til að sækja um þingsætið í St. George-kjör- dæmi fyrir hönd flokksins. Hún var ein í vali. Ungfrú Halldórsson hefir um mörg ár verið kennari á Jóns Bjarnasonar skóla. Hún er með bezt mentuðu íslenzkum konum hér vestra og virt og mikilsmet- in bæði sakir mannkosta og hæfileika sinna. ÍSLENDINGADAGURINN f SEATTLE, WASH. BRÖGÐ f TAFLI? Blaðið Chicago Evening Am- erican birti í gær frétt af því, að það væri verið að sækja mál á hendur ónefndum manni fyrir það, að hafa spýtt deyfingarlyfi í vinstri handlegginn á Joe Louis daginn sem hann háði hnefa- leikinn við Max Schmeling. Lyf- ið átti að vera í því fólgið að verja blóðþrýstingi, en nú er haldið að það .hafi dregið svo mátt úr handleggnum, að Joe Louis hafi alls ekki haft vanaleg not hans. Það ber margt vott um að einhver brögð hafi verið í tafli í þessum síðasta hnefa- leik. 107 ÞINGMANNSEFNI KOSTAR 500 LÍFIÐ Tala þingmannaefnanna sem í fylkiskkosningunum í Manitoba sækja, var í gærmorgun alls 107. Eru 47 úr stjómarflokki, 33 úr conservatívaflokki, 15 úr C. C. F. flokki, 6 social credit sinnar og 6 óháðir. Útnefningu lýku.r 17 jjúlí. — Munu þrír fyrst töldu flokkarnir ekki bæta mörgum þingmanna- efnum við úr þessu, eða ekki nema einum eða tveimur. En það er social credit, sem mörg- um bætir við. Ekki munu þeir þó hafa mann í hverju kjör- dæmi eins og fyrst var frá skýrt. í Winnipegbæ kváðu 4 ætla að í sækja, en í sveitakjördæmunum 24, eða 28 alls. SKAÐRÆÐIS HITAR FYá 3 júlí og til hins 13 hafa verið svo miklir hitar í Canada. að engar sögur fara af öðru eins áður. Á mælir búnaðarskólans eða stjórnarinnar, var hitinn sagð- ur s. 1. laugardag 108 gráður (á Fahrenheit). Er það sagður sá heitasti dagur, sem sögur fara af í Manitoba. En marga, jafn- Hitarnir undanfarna viku eða í raun réttri frá byrjun þessa mánaðar hafa kostað 500 manns lífið í Ontario-fylki. Létti mestu ósköpunum s. 1. mánu- dag þar sem hér. En svo segja læknar, að við megi búast, að fleiri deyi af afleiðingum hit- ans en þegar eru dánir og eins þó hitarnir réni. Hitarnir hafa verið skæðastir gamalmennum og börnum. B. J. LIFMAN ÞINGMANNS- EFNI STJÓRNARINNAR f GIMLI KJÖRDÆMI Á fundi sem liberalar og pro- gressívar héldu á Gimli um helg. ina, bæði til að kjósa kosninga starfsnefnd og velja þingmanns- efni sitt, var B. J. Lifman frá Árborg kjörinn þingmannsefni. Af 114 atkvæðum alls hlaut hann við fyrstu talningu 68 at- kvæði. Hinir þrír er á móti DR. B. B. JÓNSSON D. D. fer í fyrirlestr?iferð vestur á Strönd. Sunnudaginn 2. ágúst 1936 verður íslendingadagurinn hald- in að “Silver Lake,” Wash. Kæru Islendingar! Nefndin sem kosin var til að hafa umsjón yfir þessum íslend- ingadegi býður yður hér með alla velkomna til “Silver Lake”, annan ágúst. Enn á ný ætlum vér að kojna hér saman til að minnast ís- lands, þjóðar vorrar og tungu, og í tíunda sinni á þessum sama stað, þessi staður er því orðinn okkur kær, hann er einskonar vermireitur íslenzkra hugsjóna, enda er útsýni hér svo undra fagurt og minnir á íslenzka náttúrufegurð fremur öllu, sem vér höfum séð í þessari álfu, — fjallasýn á tvær hliðar, Olympic fjöllin í vestur átt, en Cascade fjöllin í austri, skemtistaðurinn er umkringdur lágum furu-skógi með hringmynduðu stöðuvatni, “Silver Lake”, í miðju, þar standa gistiskálar og danshallir alt í kring, ennfremur sundklef- ar skemtibátar af mörgum teg- undum. Umhverfið alt hefir það seiðmagn, að hver, sem eitt sinn sækir hingað skemtimót, þráir að líta staðinn á ný. Nefndin hefir eins og að und- anförnu útbúið fjölbreytta skemtiskrá fyrir dagin, lærðir menn og skáld flytja ræður og kvæði, íþróttir af ýmsum teg- undum sýndar, góð verðlaun gefin þeim sem fram úr skara, íþróttir unglinga byrja kl. 11. f. h., hátíðin sett af forseta dags- ins kl. 2. e. h., framhald íþrótt- anna eftir þann tíma, fátt getur verið meira upplífgandi og end- urnærandi fyrir líkama og sál, en koma saman á heiðskírum sumardegi, út í fögrum skógar- lund, mæta þar ættingjum og vinum, rifja upp minningar og atvik, frá liðinni tíð, og spá fyrir hinu ókomna. Nú vill svo til að þessi sunnudagur ber upp á mánaðardaginn annan ágúst, sem er merkisdagur í sögu þjóð- ar vorrar, þá sáust fyrst skýja skil í lofti í frelsisbaráttu ís- lands, eftir langnætti og myrk- ur, þegar Kristján konungur IX. færði íslendingum stjórnar- skrána annan ágúst 1874. Það er því ein af ástæðunum fyrir því, að búast má við fjöl- menni að “Silver Lake”. — Þess utan verður meira um ferðafólk austan yfir fjöll um þetta leyti en nokkru sinni áður. Íslend- ingar hér á ströndinni hafa því gott tækifæri að mæta kannské gömlum vinum, sem þeir hafa ekki séð í fleiri ár, hver veit? — enginn nema sá sem reynir: nú dáinn. Hinn var stunginn í brjóstið, en ekki hættulega. Það var við læknisskoðun á föngun- um sem Svertingin framdi verk- ið. Hnífurinn var notaður til að spretta saumum á post-pok- um í vinnudeild fangelsins og þar náði fanginn honum. Sjö manns druknuðu í Rauð- ánni og Assiniboine-ánni innan Manitobafylkis yfir síðustu helgi. Afhjupun minnisvarða St. G. St. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS KAUPIR NÝTT SKIP Afhjúpun minnisvarða skálds- ins Stephans G. Stephanssonar fer fram sunnudaginn 19. júlí. Úr Alberta og nærliggjandi fs- lenzkum bygðum, er búist við að fjöldi manns verði viðstaddur þá athöfn og einhverjir að sjálf- sögðu lengra að. Dr. Rögnvald- ur Pétursson flytur ræðu við af- hjúpun minnisvarðans. Andrés Daníelsson frá Blaine, Wash., biður Hkr. að geta þess, að Islendingar vestur á Kyrra- hafsströnd, hafi samið við dr. B. B. Jónsson, D. D., í Winnipeg um að koma vestur og flytja nokkur erindi þar. Leggur dr. B. B. Jónsson af stað upp úr næstu helgi. Flytur hann fyrsta fyrirlestur sinn á “Miðsumars- móti” Islendinga í Blaine 26. júlí. í Bellingham flytur ,hann og fyrirlestur á ensku um bók- mentir og listir íslendinga og verður það auglýst síðar. Eftir það verður farið norður eftir ströndinni og erindi flutt þar. Mrs. dr. Jónsson verður og í förinni vestur. Hver, sem skilur heilbrigt hjartalag, helgar minning íslands þennan dag, metur gull í gömlum ættar sjóð, guð sinn finnur þar, sem vagg- an stóð, þar sem fyrst hann heyrði móð- urmál, milt og Ijúft og hreint og tnaust sem stál, svo er gott að finna handtök hlý; hitta vini og frændur enn á ný. (fyrir hönd nefndarinnar) H. E. Magnússon Mr. og Mrs. Dionne, foreldr- um fimmburanna, fæddist son- ur s. 1. fimtudag. Tveir varðmenn í Kijngston fangelsinu í Ontario voru stungnir með hnífi s. 1. laugar- dag, af einum fanganna; voru þeir fluttir á sjúkrahús. Var annar vörðurinn illa meiddur, stunginn í kviðinn og er hann í ráði er að Eimskipafélag ís- lands bæti einu skipi við skipa- stól sinn. Stendur svohljóðandi fregn um það í Morgunblaðinu 23. júní: Nýtt fafþegaskip, er rfáðgert að Eimskipafélagið láti byggja, samkvæmt heimild sem sam- þykt var á aðalfundi félagsins s. 1. laugardag; á það að vera hraðskreitt mótorskip — geta j farið 16 mílur á vöku. j “Fossarnir” fara nú að jafn-' aði 12£ mílu á vöku. Skipið á að geta tekið 100 farþega á I. ' farrými og 60 á II. og kostar um I 2\ miljón, og er það sama verð og “Goðafoss” kostaði. Guðmundur Vilhjálmsson — framkvæmdastjóri Eimskipafé- lagsins lagði þetta mál fyrir fundinn og flutti í því sambandi ræðu. í umræð’unum, sem fram fóru um málið á fundinum, kom ým- islegt fram, sem skýrði enn bet- ur, hvað það er, sem vakir fyrir félagsstjórninni. Stjóm Eimskipafélagsins hugsar sér, að sjripið verði í ferðum milli Kaupmannahafnar, Leith og Reykjavíkur. Því er fyrst og fremst ætlað að annast farþegaflutninga yfir mánuðina. Skipið á að fara 14. hvern dag frá Reykjavík og Kaup- mannahöfn og því gert ráð fyrir, að það afkasti í einni ferð sama og Gullfoss gerir nú í tveimur ferðum. Þótt skipið sé fyrst og fremst hugsað sem farþegaskip verður lestarrúm þess þó meira en nokkurs annars af skipum Eim- skipafélagsins, og verður m. a. útbúið með frystitækjum. Hið nýja skip verður m. ö. o. full- komnasta farþega- og flutninga- skip. Eftir sumarmánuðina er ætl- ast til, að skipið verði í hægari ferðum, en að það sigli til sömu staða. Ekki er ráð gert, að skip- ið sigli til hafna út um land. Stjórn Eimskipafélagsins tók það skýrt fram„ lá fundinum, að ekki yrði ráðist í að byggja þetta nýja skip nema áður sé trygt, að ríkið styrki félagið ríf- lega við rekstur skipsins. Félagsstjórninni er það ljóst, að það verði tap á rekstri svona skips. En hún lítur svo á, að ríkið muni græða mikið, beint og óbeint við það, að slíkt skip yrði í ferðum, sem myndi taka mikinn farþegaflutning milh landa. Þessvegna telur stjórn Eimskipafélagsins sjálfsagt, að ríkið muni styðja þetta mál með ríflegum fjárstyrk. Ef ekki tekst nú þegar að hrinda þessu stórmáli í fram- kvæmd, má fullyrða, að erlend skipafélög hefjist handa og setji skip inn á þessa siglingaleið, því að þau hafa orðið þess vör, að farþegaflutningi til Islands er nú mjög ábótavant. Það upplýstist á fundinum, að erlend skipafélög eru þegar farin að hreyfa þessu máli og hafa m. a. nýlega sent hingað mann þessara erinda. En það veltur fyrst og fremst á ríkisstjórninni íslenzku, hvort úr framkvæmdum getur orðið. Vill ríkisstjómin styrkja þetta þjóðþrifafyrirtæki — eða ætlar hún, að láta erlend félög annast farþegaflutningana? ÍSLANDS-FRÉTTIR 14 íslenzkir íþróttamenn fara á Olympsleikana íslendingar ætla að taka þlátt í Olympsleikunum í Berlín í sumar. Það mun nú þegar ráð- ið að sendur verði þangað flokk- ur sundknattleikara, 7 aðal- menn og 3 til vara og ennfrem- ur fjórir keppendur í frjálsum íþróttum. Þessir hafa verið tilnefndir:— Sigurður Sigurðsson frá Vest- mannaeyjum, til að keppa í þrí- stökki; Kristján Vattnes, til að keppa í spjótkasti; Karl Vil- mundarson, í tugþraut, og Sveinn Ingvarsson í 100 metra hlaupi. Allir þessir íþróttamenn eiga að fara héðan með “Dettisfossi” 15. júlí. En þar að auki hafa Þjóðverj- ar boðið héðan 30 íþróttakenn- urum og íþróttafrömuðum til sumar- þegg að kynna gér oiympsleik- ana og alþjóða íþróttirnar. Væri það íslenzku íþróttalífi ómetanlegt gagn að sú för gæti tekist og orðið til þess að upp- fylla þá ósk, sem bjartsýnustu íslendingar báru í brjósti um framtíð íslenzkra íþrótta og í- þróttamanna, fyrir 25 árum. Nokkurt fé skortir þó enn til þess að íþróttamennirnir, sem utan eiga að fara hafi þann út- búnað, sem þeir þurfa. Sú skömm má oss aldrei henda, að vér gugnum á síðustu stundu, þegar annað eins tæki- færi eins og þetta er lagt upp í hendur vorar. Væri það nú mannsbragur ef einhver byði þessum hópi það fé, sem enn vantar. Það er ekki ýkja mikið. Og verði enginn einn til þess„ þá verður leitað til íslenzkrar alþýðu um styrk. — Þessum styrk mun hún ekki neita, þótt hart sé í ári, þegar sómi Islands liggur við. Mbl. 16. júní. SMÆLKI Blaðið Free Press reynir í langri ritstjórnargrein í gær að mæla vinnulaunaskattinum bót með því, að hann sé ekki nefnd- ur réttu nafni; það sé ekki vinnulauna-skattur heldur tekju skattur. Hver sér muninn, eins lengi og skatturinn er tekinn af vinnulaununum? * * * * Mr. Bracken segir að án vinnulaunaskattsins hefðu 80,- 000 atvinnulausra manna beðið bana af hungri í þeissu fylki. Samt er hver eyrir af fénu til styrktar atvinnulausum af hálfu stjórnar hans, enn í skuld, og verður — vittu til — í skuld meðan Bracken ei; við völd.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.