Heimskringla - 15.07.1936, Page 8

Heimskringla - 15.07.1936, Page 8
8. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPBG, 15. JÚLíf, 1936 v FJÆR OG NÆR Dr. Rögnvaldur Pétursson og fjölskylda hans leggja af stað á morgun vestur til Markerville, Alta.; fara þau vestur til að vera við afhjúpun minnisvarða St. G. Stephanssonar. Dr. R. Péturs- son flytur ræðu við athöfnina. * * * Messur í Vatnabygðum iSéra Jakob Jónsson flytur gilðsþjónustu á eftirfylgjandi stöðum og tíma næstkomandi sunnudag 19. þ. m. Kristnes, kl. 1. e. h. Leslie, kl. 4. e. h. Mountain Standard Time. « * * í Sambandskirkjunni í Winni- peg verður ekki messa næsí- komandi sunnudag. * * * Séra Guðm. Árnason flytur guðsþjónustu í Hayland Hall sunnudaginn 26. júlí. ‘ * * * Björg Elsabet Hallgrímsdótt- ir McNab, dó síðast liðin mánu- dagsmorgun að heimili sonar síns Archibalds McNabs í Piney, Man. Húskveðju athöfn fór fram í Piney í gærmorgun að mörgum bygðarmönnum við- stöddum. Séra Philip M. Péturs- son dóttur sonur hinnar látnu flutti stuta ræðu, og líkið var síðan flutt til Winnipeg, þar sem útför fer fram í dag kl. 4. e. h. frá Sambandskirkjunni. ¥ í Mr. og Mrs. Guðm. Anderson, 800 Lipton St., Winnipeg, leggja af stað þessa viku vestur til Vancouver, B. C. Þau verða að heiman í þrjár vikur. * ♦ ♦ Árni S. Storm, fyrrum bóndi í Gienboro-bygð, dó s. I. mánudag í Winnipeg. Hann verður jarð- sunginn frá Grundarkirkju í Argylebygðinni kl. 2. e. h. á morgun (fimtudag). TIL SÖLU Til tölu með miklum af- föllum, 8 herbergja hús með öllum nýjustu þæg- indum, í grend við Almenna sjúkrahúsið, eikargólf á neðstu hæð, ný lofthitunar miðstöð, rúmgóður bílskúr, svefn svalir, í bezta á- standi, íbúandi núverandi eigandi. Vægir kaupskil- málar með góðri peninga niðurborgun. Spyrjist fyrir hjá The Western Shirt and Overall Mfg. Co. Ltd. 55 Arthur St., Winnipeg Fundur fyrir íslendinga verð- ur haldinn í neðri sal G.templ- arahússins fimtudagskvöldið 16. þ. m. — Umræðuefnið: Social Credit. ¥ * * Guðmundur Grímsson dómari og frú hans og bróðir Grímur, frá Rugby, N. D., komu til bæj- arins fyrir .helgina. Þau skruppu norður að Gimli s. 1. laugardag. ¥ ¥ ¥ Sunnudaginn 19. júlí messar séra Guðm. P. Johnson í G. T. kl. 7. e. h. Fólk er beðið að fjölmenna. * * * Bréf til Hkr. Lundar, 7. júlí, 1936 íslenzku blöðunum hefir láðst að geta um tvo efnilega íslenzka nemendur, sem útskrifuðust úr f jórða ári læknaskólans í Winni- peg í maí í vor. Þessir piltar eru þeir Arnold W. Holm, sonur hjónanna Mr. og Mrs. Sigurðar D. Holm, Lun- dar, Man., og Kjartan Johnson, sonur hinna velþektu hjóna, Mr. og Mrs. Einar Johnson í Winni- peg- Báðir eru þeir hinir ágætustu drengir og stakir reglumenn. — Voru þeir ráðnir til læknisstarfs frá 1. júlí, við Winnipeg General Hospital; fylgja þeim heillaósk- ir vina og kunningja. Th. K. Daníelson * * * E. S. Jónasson frá Gimli kom snöggva ferð til bæjarins s. 1. mánudag. * * * * Ofmikill hiti Allir stara einn á veg Og eygja hættu búna Því hiti er yfir .hundrað stig, Á hverjum degi núna. G. J. Papf jörð * * * Til Gimli á íslendingadaginn þann 3. ágúst íslendingadagsnefndin hefir verið svo heppin, að komast að samningum við félag hér í bæn- um um flutning á fólki til Gimii þ. 3. ágúst á íslendingadaginn, á “bus”-um. Verður ferðinni hagað hér í bænum að morgninum sem hér segir: Kl. 7.30 verður stanzað á Ellice Ave., við Simcoe stræti, svo við Banning, Sherbum og Valour Road til Sargent og stanzað þar. Haldið svo ofan Sargent og stanzað við Domin- ion, Arlington, Beverley og síð- ast við Gnodtemplara húsið, en þaðan leggja öll “busin” af stað til Gimli kl. 8. Til baka frá Gimli að kvöld- inu geta “bus” byrjað að leggja af stað svo snemma sem fólk vill, en síðast verður lagt af stað kl. 12 'á miðnætti. Fargjald verður $1.50 fram og til baka fyrir sætið og innifelur það inngang í “Parkið”. Far- seðlar eru til sölu hjá Mr. Stein- dór Jakobssyni af 680 Sargent Ave. Aðeins 200 farseðlar verða seldir. G. P.. Magnússon, ritari nefndarinnar ÍSLANDS-FRÉTTIR Geysir fékst ekki til að gjósa fyrir konunginn Rvík. 20. júní í gær fór konungurinn og föruneyti hans austur að Geysi í boði ríkisstjórnarinnar. Klukkan 10 f. h. var lagt af stað héðan úr bænum, og voru í förinni um 50 manns í 20 bif- reiðum. Um hádegisbilið var komið að Þrastalundi og borðaður miðdegisverður. Lagt var af stað þaðan kl. 1£. Klukkan 3$ var komið að Geysi. Var þar saman kominn mikil mannfjöldi til þess að sjá konunginn. Var beðið við Geysi í klukku- tíma, en þrátt fyrir vel útilátinn miðdegisverð í grænsápu fékst hann ekki til að gjósa. Var nú sezt að kaffidrykkju í veitingaskálanum, en meðan setið var undir horðúm kom einhver óróleiki í hverinn og bjuggust menn nú við hressi- legu gosi. Fóru nú allir upp að Geysi aftur, en gosið var mjög mátt- laust, aðeins smáskvettur. Um klukkan 6 var farið frá Geysi, og héldu konungshjónin að Laugarvatni, en Knútur prinz og fleiri úr föruneyti hans héldu að Gullfossi, og var dvalið þar um hríð. Frá Gullfossi var svo haldið að Laugarvatni og gist þar. í dag skoðaði konungur Sogs- virkjunina og lagði hornstein að henni. Að því loknu snæddi hann miðdegisverð að Þrastar- lundi í boði bæjarstjórnarinnar. —Alþbl. ¥ ¥ ¥ Vatnajökulsleiðangurinn Kálfafellsstað Ahlmann fór rannsóknarferð 3. júní vestur undir Grímsvötn ásamt Sigurð og Mannerfelt og Jóni frá Laug. Komu aftur 9. júní eftir greiða ferð. Grófu þeir 2 átta metra djúpar snjó- gryfjíur niður á öskulagið frá gosinu 1934. Jón Eyþórsson dvaldi á meðan í tjaldbúðunum norður af Birnudalstindi. ¥ ¥ ¥ Ólafsfirði 13. júní 10 vélbátar í Ólafsfirði eru hættir þorsk- veiðum og búast á síldveiðar með herpinót. Ætla þeir að leggja úr höfn í dag eða á sunnudag. Væntanleg veiði verður lögð upp lá Siglufirði fram að söltunartíma. —Vfsir. MÁLFRELSI Islendingadagurinn I Gimli Park, Man. MANUDAGINN, 3. AGUST, 1936 PROGRAM Kl. 10 f. h. — 2 e. h, — Iþróttir á Iþróttavellin- um — Verðlaun: Peningar og medalíur. Kl. 1.40 — Fjallkona dagsins (Mrs. Björg V. Isfeld) leggur blómsveig á Landnema Minnisvarðann Sungið — “ó, guð vors lands”. Kl. 2. — Skemtiskrá í Gimli Park 1. “O, Canada” — “ó, guð vors lands” 2. Fjallkonan flytur ávarp. 3. Forseti dagsins, hr. G. S, Thorvaldson, ávarp 4. Ræður frá heiðursgestum. 5. Minni Islands: Kvæði—hr. Páll Guðmundsson Ræða—hr. Hjálmar Björnsson, frá Min- neapolis, Minn. 6. Kantata Jóns tónskálds Friðfinnssonar við hátíðarljóð Daviðs Stefánssonar, sungin af blönduðum kór frá Winnipeg undir stjóm Paul Bardal (fyrri hluti). 7. 8. 9. Minni Canada: Kvæði—hr. Guttormur J. Guttormsson Ræða—séra Philip M. Pétursson. Kantata Jóns tónskálds Friðfinnssonar (síð- ari hluti). God Save the King — Eldgamla Isafold. Að kveldinu hefst samsögnur (alþýðusöngv- ar) undir stjóm hr. Paul Bardal. Hljómsveit og dans í Gimli Pavilion — að- gangur 25c. Samið hefir verið við "Grey Goose Bus” fé- lagið um flutning á þeim er sækja hátiðina frá Winnipeg — kostar farið fram og til baka $1.50. 1 því er innifalið aðgangur að garðinum, sem er 25c.—Farmiðar verða til sölu í búð hr. Steindórs Jakobssonar, 680 Sargent Ave. Þessi fertugasta og sjöimda þjóðhátíð Is- lendinga er haldin að tilhlutun Winnipeg, Gimli og Selkirk Islendinga. Frh. frá 7. bls. minsta kosti, séu birt og rædd frá hinum ýmsu sjónarmiðum manna, svo sannleikurinn í hverju máli, heill og allur, megi sem næst vitrast. Hvert það mál, sem ekki leyfist að rann- saka og rökræða til hlítar, er ó- útkljáð og heldur áfram að vera ásteytingarsteinn og úlfúðar- j kveikja, eftir sem áður. Viss- asta og fljótasta aðferðin til að afvopna óheilar skoðanir er sú, að draga þær fram í dagsljósið. Réttmætar skoðanir hafa því ekkert að óttast. Bann og myrk- ur er hinsvegar nauðsynlegt fyr- ir það, sem eitthvað hefir að hylja. Stjórnir blaðanna sjálfra hafa j margsinnsis ítrekað hve nauð- synleg þau séu til viðhalds þjóð- jrækninni og því sem íslenzkt er; ennfremur, að þau séu hið eina málgagn og nálega hinn eini fræðireitur þeirra, sem lesa eingöngu íslenzkt mál. Og það mun satt vera. En því sjálfsagð- ara er að allir litir núlegra skoð- ana fái þar að koma til greina. Einungis með því móti fær skilningur lesendanna þróast til réttdæmis á þeim umfangsefn- um og þrætumálum, sem fyrir liggja og örlög mannkynsins eru látlaust að umskapa. Viðhorf ritstjórans eins, er alt of ein- skorðað til þess að endurspegla þær sveiflur hugrænnar iðju, sem atvikin og kringumstæð- umar eru sífelt að vekja, og sem varpa sí-dýpri og djarfari skilning á það, sem til friðar mannanna heyrir. Og fáir munu þeir vera, að minni hyggju, sem ætlast til þess að blöðin séu aðallega til þess kjö-rin að segja alþýðunni fyrir verkum í skoð- analegu tilliti og verja hana fyr- ! ir villikenningum hinna óþjálli meðbræðra sinna. Ef til vill hugsa nú einhverjir að rúmskortur blaðanna komi 1 hér til greina. En það nær ekki nokkurri átt. Fullur þriðjungur blaðanna er oftast tekinn upp fyrir smáfréttir og þjóðsögur frá gamla landinu, skrítlur, bað- stofuhjal og því um líkt, sem lít- ið erindi virðast eiga og einkar auðvelt væri að klippa niður svo um munaði, þætti rúmsins þörf. í sannleika er það svo ábærilegt að mér finst á tíðum að hinir skörpustu kinnhestar, sem að mér hafa verið réttir, séu þeir, að þurfa að lesa það, sem út- bolað hefir sumum handritum mínum. iStundum hefir því verið hreyft að blöðin ættu að samein ast í (Bparnaðarskyni; en þá hefir því verið borið við, að það myndi skerða málfrelsið og gera ritstjórnarstefnuna of ein- strengingslega. Eg hefi enga ákveðúa skoðun í því máli; en fyrirbáran, sem nefnd var, virð- ist mér af veikum rökum bygð. Það er ætíð erfitt að skerða það, sem ekkert er. Fúslega skal játað að eg veit næsta lítið um tildrög og stefnu þá, sem hér ræður. Álit mitt byggist eingöngu á eigin reynslu og þær hugmyndir, sem hún hefir vakið; svo verið getur að eg sé að fara með einbera sleggjudóma. Afkvæmi mín eiga máske engan rétt á sér vegna vankanta. Sé svo mun hver sá, er betur veit, láta orð mín sem vind um eyrun þjóta og standa óhallur “ið sama”. Hver segir til sín. —P. B. LEIF ERIKS0N and 24 of his sturdy Vikings will land atBrockíton Point, Stanley Park, Vancouver, B.C., iSaturday, July 25th, at 2:30 p.m. THE NORWEGIAN-ICELAND- IC JUBILEE COMMITTEE will sponsor the following pro- gram under Vancouver’s Golden Jubilee: The re-enacting of Leif Erik- son’s landing in North America. Immediately after the landing the following program will be rendered froim the big open air stadium at Brockton Point, Stanley Park: Symphony Orchestra, ........... 47 Instruments M, Malmin, Director Songs by mixed Norwegian Jub- ilee Choir........75 voices H. Worsoe, Director Vocal Solos by Mrs. Thora Thorsteinson Smith Songs by the Norwegian Male Chorus...........80 voices Folk Songs and Dances by teams from Vancouver, New Westmin- ster and North Vancouver. Athletics by a team led by In- structor J. Mathiisen. Hear the Norwegian Male Chorus in Grieg’s. “LANDKJENNING” Assited by Symphony Orchestra and J o h n Christensen in the solo part. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU LESIÐ HEIMSKRINGLU BORGIÐ HEIMSKRINGLU MESSUR og FUNDIR í kirkju Sambandssafnaðar Measur: — á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Safnaðarnefndin: Fundir 1. föstu- deg hvers mánaðar. Hjálparnefndin: — Fundir fyrsta ménudagskveld i hverjum ménuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngæfingar: Islenzki söng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskvöldi. Enski söngflokkurinn á hverju föstudagskvöldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjum sunnudegi, kl. 12.15 e. h. J. WALTER JOHANNSON Umboðsmaður New York Life Insurance Company Kaupið Heimskringlu Annast um aðgerðir á Radios, set upp aerials, einnig sel ný og gömul Riadio. TH. VIGFÚSSON Sími 39 359 559 Furby St. • The Truth about the Brewery Sítuation • IN APRIL 1936 SHEA’S—DREWRYS—PELLISSIER’S—KIEWEL’S Formed Brewery Products Limited with the sole iciea of reducing the price of Beer Within one month after this company was formed Brewery Products Limited applied to the Provincial Government for a reduction in the prioe of Beer. They were successful and you have them to thank for this reduction. Increase in Employment Since this company was formed instead of a decrease in employment there has actually been an increase, thus before the formation of the company 310 people wera given work and today 338 people are being employed. Atleast 1,500 people are dependenton Brewery PToducts. Increased Payroll The monthly payroll prior to the formation of this new company aggregated $32,465.62. Today the monthly payroll has reached the total sum of $39,055.64, an in- crease of $6,590.02 per month, all paid to Manitoba citizens who spend it in Manitoba. THIS SPEAKS FOR ITSELF Patronize Home Industries •Dial 96-361 DiaU Vote for the LIBERAL CANDIDATES In Winnipeg ALD. PAUL BARDAL ALD. C. RICE-JONES MRS. MARY DYMA HON. W. J. MAJOR HON. J. S. McDIARMID ALL WINNIPEG IS ONE CONSTITUENCY Each Candidate is running in the whole of the City of Winnipeg. Vote for them 1, 2, 3, 4, 5. You decide the order of preference, but vote for them all. Issued by The WINNIPEG LIBERAL & PROGRESSIVE ELECTION COMMITTEE Great West Permanent Building 356 Main Street

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.