Heimskringla - 22.07.1936, Síða 1

Heimskringla - 22.07.1936, Síða 1
Li. ARUANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 22. JÚLÍ, 1936 NÚMER 43. HELZTU FRÉTTIR EDWARD BRETAKONUNGUR SÝNT BANATILRÆÐI iSú furðulega frétt barst með símanum hingað s. 1. fimtudag frá Englandi, að Edward Breta- konungi hafi verið sýnt bana- tilræði. Fréttin kemur mönnum furðulega fyrir vegna þess„ að það er svo óskiljanlegt, að nokk- ur maður með fullu viti, fyndi hvöt hjá sér til þessa ódæðis- verks. Enda mun lá tvennu velta með, að sá sem það framdi sé með réttu ráði. Það var við hersýningu í Hyde Park, sem morðtilraunin var gerð. Þegar herfylkingin fór fram ihjá stað þeim, er Con- stitution Hill nefnist, sézt mað- ur koma hlaupandi gegnum mannþröngina. Þegar hann er komin nærri fylkingarbroddi, heldur hann upp byssu og miðar á konunginn. Var hann þá ekki nema um 20 fet frá konungi, en milli hans og konungs, var ridd- araliðið. Kona sem næst mann- inum stóð, er sagt, að slegið hafi byssuna úr hendi hans. En jafnframt er þó sagt, að einn úr riddaraliðinu hafi stokkið í hendingskasti af baki og slegið manninn svo í höfuðið, að hann féll niður. Hvort sem það hefir nú verið þessi riddari eða kon- an, sem í veg fyrir morðið komu, hraut byssan úr hendi mannsins og féll niður fyrir framan fætur hestsins, fyrir vagni konungs. Sparkaði hest- urinn með fæti við henni, svo að hún hraut til hliðar. Kon- ungur er sagt, að muni hafa séð manninn einna fyrst, og er byss- an féll niður fyrir fótum 'hests- ins, hélt hann að það gæti verið sprengja. En er svo reyndist ekki, hélt herfylkingin áfram, sem ekkert hefði í skorist. IGeorge Andrew McMahon,, er sá nefndur, sem morðtilraunina gerði. Hann er iSkoti, 34 ára gamall, fæst við blaðamensku, en farnast illa. Var hann eitt- hvað meiddur er hann var hand- tekinn; múgurinn réðist á hann. Maðurinn er í varðhaldi. Við fyrstu yfirheyrslu kom í ljós, að honum var eitthvað í nöp við innanlandsmálaráðherra John iSimon, fyrir að sýna fascistum vægð, sem í London eru að vera harðir í horn að taka á móti Gyðingum. Hélt hann fram, að hann hefði ekki ætlað að myrða konunginn, heldur að vekja eftirtekt hans, á mótmæl- um sínum gegn framferði John Simons. Þetta er reynt að styðja með því að í byssuhlaupinu var ekki skot, er hún var tekin upp; en í geymi hennar voru 4 skot, svo 'hún mátti heita hlaðin eða R. W. B. Swail þingmannsefni conservatíva í Winnipeg til reiðu að skjóta af henni. McMahon var dæmdur til eins árs fangavistar árið 1933 fyrir erjur við lögregluna. EFNILEGT ÞINGMANNSEFNI G. S. Thorvaldson, lögfr. Margt þingmannsefnið í þess- um bæ hefir eflaust með fram- komu sinni unnið sér fylgi kjós- enda. En þó efumst vér um, að eftir nokkru þeirra hafi verið meira tekið, en íslendingnum G. S. Thorvaldson Útvarpsræður hans hafa vakið meiri athygli en ræður nokkurs annars þing- mannsefnis. Um þær hefir hvar- vetna verið talað. Og hópar manna og kvenna hafa vana- lega á skrifstofu hans komið daginn eftir til þess að tjá hon- um persónulega þakklæti sitt fyrir þær. Vinsældir hans og álit er óhætt að segja, að hafi aukist daglega, síðan kosninga- starfið hófst. íslendingum þarf ekki að gera Mr. G. S. Thorvaldson kunnug- an. Þeir vita allir að hann er í tölu gervilegustu yngri manna þjóðar vorrar. Hann byrjar hér ungur og óþektur lögfræðis- starf, er svo árar, að hinir eldri og reyndari eiga í vök að verj- ast og vinna að minsta kosti ekkert á. En þetta viðskifta- starf 'Mr. Thorvaldsonar hefir eflst og vaxið eigi að síður. — Heyrðum vér einn stéttarbróður hans segja um það, að svo hefðu fleiri getað gert ef þeir hefðu verið gæddir dugnaði þessa ís- lendings. En þessa er hér minst vegna þess að vér höfum ávalt álitið það meðmæli með þing- manni, að hann hafi getað stjómað sínu eigin starfi. Vinni conservatívar í þessum kosningum, er Mr. G. S. Thor- valdson viss með ráðherrastöðu- Það er skilningur þeirra, sem um það mál hafa hér mest að segja. Að líkindum yrði það dómsmála-embættið, sem þá yrði hér í annað sinn skipað ís- lendingi. Kosningar vita menn að vísu ekki fyrirfram hvernig fara muni. En margt hefir ólíklegra skeð en það, að Bracken stjórn- in falli nú. Ef íslendingar hefðu þá ekki átt sinn hlut í að sjá um að Mr. Thorvaldson væri kosinn, væri þjóðflokki vorum í heild sinni eftirsjá í því. En nú eru tveir íslendingar í vali svo um öll atkvæði þéirra skal ekki biðja öðrum til handa. En þeir sem á annað borð greiða löndunum atkvæði mættu eins vel greiða þeim fyrsta og ann- að á víxl. , En sá dem atkVæði greifSir með Mr. G. S. Thorvaldson, get- ur með því ekki aðeins gert sér sjálfum þann greiða að af- nema vinnulaunaskattinn með öðrum umbótum í stefnusjkrá conservatíva, heldur getur svo farið að hann vinni þjóðflokki vorum hér sérstaka sæmd með því. Landar góðir, athugið það! SÝNISHORN Hér verður ekki gefið nema sýnishorn af því, hvernig Mr. Willis, foringi conservatíva hugsar sér að færa stjórnar- kostnaðinn niður. Bracken hef- ir verið að skora á hann að gera þetta og Willis hefir orðið við því. En 'alla þá upptalningu endumst vér ekki til að skrifa, svo sýnishorn verður að nægja. Á síðast liðnu ári eyddi Brack- enstjórnin í bíla, gasolíu og ferðalög $228,344.29. Þetta seg- j ir Mr. Willis $150,000 of mikið. Fyrir skrifföng og skrifstofu- áhöld var eytt $108,378.91. Það| segir Willis $50,000 of mikið. Tap á verðbréfasölu og öðru fyrir handvömm $296,178.00. í deild auðslinda fylkisins var $381,432 útborgað. Þar kvað Willis hægt að spara fyllilega $50,000-00. í lögfræðisstörf utan dóms- máladeildar voru greiddar •— $90,000.00. Þar segir Willis spara megi $60,000. Kaup á vélum og áhöldum námu $146,909. Þar mætti spara $75,000. Fyrir frímerki voru greiddir $36,124.80. Mr. Willis álítur það $15,000 of mikið. Tal- og ritsíma gjald nam $37,628.35. Það telujr Wfllis $20,000 of mikið. Mikið af þessu fé var eytt til pólitískra þarfa stjórnarinnar. Auk þessa er gert ráð fyrir tugum þúsunda sparnaði með því að uppræta þessar nefndir, sem hver stjórnardeild hefir en eru gersamlega óþarfar. Alderman James A. Barry þingmannsefni conservatíva í Winnipeg ÖNNUR ÍSLENZK KONA SÆKIR UM ÞINGMENSKU Á útnefningarfundi social credit flokksins í Árborg s. 1- viku, var íslenzk kona úr þess- um bæ, Mrs. Ásta Oddsson kosin þingmannsefni fyrir Gimli kjör- dæmi. Maður nýkominn norð- an úr þessu kjördðemi sagði þar alt ótt í social credit, sem er gott fyrir Mrs. Oddsson og kanske bezt fyrir alla. RÁÐGJAFAR BRACKENS FÁ EKKI AÐ TALA Á fundi þingmanna-efna Brackens í þessum bæ í Walker- leikhúsinu í gærkveldi, fékk Mr. Major, dómsmálaráðherra ekki að tala nema í 4 mínútur vegna iháreisti sem gerð var út af hverju orði sem hann sagði. — Annað þingmannsefni Brack- ens, Rice-Jones, bæjarráðsmað- ur, fékk heldur ekki lokið máli sínu. YFIRLÝSING í fregn sem að blaðið Free Press flutti 17. þ. m. af útnefn- ingarfundi Liberal Progressive flokksins, sem haldinn var í Eriksdale þann 16. er sagt að einnig hafi dr. Hjálmarsson ver- ið útnefndur, en að hann hafi dregið sig í hlé og skorað á kjós- endur að styðja Skúla Sigfús- son. Þessi staðhæfing er algerlega ósönn. Eg lét ekki ganga til at- kvæða um nafn mitt, vegna þess að eg hafði verið beittur ósann- girni og rangindum bæði af flokkstjórninni og Skúla Sigfús- syni.j Og eg skoraði ekki á kjósendur að ljá honum fylgi sitt. Þessa yfirlýsingu vildi eg biðja þig hr. ritstjóri að birta í blaði þínu sem fyrst. Vinsamlegast, N. Hjálmarsson, M.D. —Lundar, Man., 20. júlí, 936. Col. R. H. Webb þingmannsefni conservatíva í Winnipeg FRÉTTIR ÚR ST. GEORGE Norðan úr St. George-kjör- dæmi hafa þær fréttir borist síðan síðasta blað kom út, að Skúli Sigfússon hefði hlotið út- nefningu af hálfu liberala, sem nú eru allir Bracken sinnar. — Andstæðingur hans er social credit sinni, ungfrú Salome Halldórsson. Engir frá hinum flokkunum eru þar í vali. Þing- mannsefnin eru því bæði Islend- ingar. Þó leitt sé nú ávalt að þurfa að gera upp milli landa sinna í kosningum, verður vegna hinna ólíku stefna, sem hér um ræðir ekki hjá því komið. Annað þingmannsefnið fylgir þeirri stefnu, sem hér á ef til vill [ eftir að myndast stærri flokkur um, enn nokkra aðra. Dæmum vér þar eftir reynslu, en ekki draumum. Nægir að benda á það sem í Albertafylki 'hefir gerst, því til sönnunar. Hvaða misskilningi, sem reynt er að blása mönnum í brjóst um social credit, er það ákveðin um- bótastefna. Og umbóta gætum vér hugsað, að væri hér þörf og jafnvel norður í St. George! Að minsta kosti munu þeir vera þar til, sem álíta lífið í öðru fólgið en því að verða grjótpálar í kosningavegagerð Bracken- stjórnarinnar. Þingmannsefnið, sem umbótastefnunni áminstu fylgir, er ungfrú Salome Hall- dórsson. í bréfi frá merkri og gáfaðri konu í iSt. Goerge kjör- dæmi er oss skrifað, að ungfrú Halldórsson hafi haft nokkra fundi og að þeir hafi boríð mentun og víðsýni ungfrú Hall- dórsson gott vitni. — Á því eiga þeir og von hér, er hana þekkja. Oss er ennfremur sagt, að hún hafi brugðið fyrir sig frönsku á fundum í bygðum Frakkanna og að það hafi mælst þar hið bezta fyrir. Það væri hverju kjördæmi sæmd að slíkum fulltrúa, sem ungfrú Halldórsson er. Um hitt þingmannsefnið, Skúla Sigfússon, er verið hefir fulltrúi kjördæmisins í 18 ár, dettur oss ekki í hug að segja, að kjördæmið eigi ekki ýmis- legt að þakka. En hann á því og sjálfur dálítið að þakka. — Hefði því ef til vill ekki verið ó- sanngjarnt, að hann hefði nú bæði gefið sjálfum sér og kjör- dæminu hvíld. En hvað sem því líður, horfir nú svo herfilega orðið við með Bracken-stjórn- ina, sem hann fylgir, að það má neyðarkostur heita hverjum góöum manni, ems og eg tel flesta íslendinga vera, að veita henni að málum. Það er á allra vitund, að þeir sem styðja þing- mannaefni Brackens, gera það gegn betri vitund, eru knúðir til þess af einhverju kosninga- málum óviðkomandi- Óhugur- inn til Brackenstjórnarinnar er svona víðtækur orðinn. Hann liggur í loftinu, berst um með blænum, knýr á hlustirnar. Þú verður hans var, hvar sem þú ert. Það er ilt til slíks að vita, er saklausir landar gjalda þess. En auðvitað verður dómurinn að ganga yfir þá sem aðra. Manitoba á stjórn En þess fylkis stórfóm: Óstjórn! Bættur seint mun skakkinn Brattur er þó hnakkinn Brakkinn. Málugur og munnstór Mörgum sýnist stórþjó’r Majór. I Frá Ottawa kom auðféð Óvandlega fór með Dermeð. “Aukinna skulda er von, Engra bóta er hér von”. Ferson. Lásta og menta Jói Langnef jaður spói Hói- M. Gen. H. D- B. Ketchen þingmannsefni conservatíva í Winnipeg í grein í Free Press í gær, er minst á að samsteypu-stjórn, svo sem conservatíva og social credit sinna, geti ekki blessast og því sé um að gera, að gefa Bracken fullan meiri hluta. — Blaðið virðist bæði óttast, að Bracken-stjómin tapi og að con- servatívar og social credit flokk- arnir geti náð í nægilega mörg þingsæti til að mynda stjóm! Ungfrú Thelma Guttormsson í Winnipeg hlaut við próf er hún tók nýlega í píanóspili og hljóm- fræði hæsty, einkun í fylkinu. Prófin fóru fram undir umsjón Toronto Conservatory of Music. Foreldrar hennar eru Björn Guttormsson og Mrs. Helga (Kernested) Guttormsgon í Winnipeg. Thelma er 17 ára. S K R Á yfir nöfn þeirra er sækja um þingvnensku í Manitoba í kosningunum 27. júlí (x fyrir framan nafn merkir núverandi þingmaður kjördæm- isins). ARTHUR x-J. R. Pitt, Lib.-Prog. J. A. Ross, Cons. ASSINIBOIA J. L. Morton, Lib.-Prog. Dr. H- P. McPhail, Cons. James Aiken, C.C.F. William Sanders, Social Credit BEAUTIFUL PLAINS x-A. J. M. Poole, Lib.-Prog. Dr. J. S. Poole, Cons. J. H. Duffy, Social Credit- BIRTLE F. C. Bell, Lib.-Prog. W. C. Wroth, Cons. W. Cameron, Social Credit. BRANDON CITY Dr- H. O. McDiarmid, Lib.- Prog. x-George Dinsdale, Cons. H. Spafford, C.C.F. CARILLON x-E. Prefontaine, Lib.-Prog. C. J. McBurney, Cons. CYPRESS x-J. L. Christie, Lib.-Pro. Dr. R. G. Hurton, Cons. DAUPHIN x-Robert Hawkins, Lib.-Prog. E. M. McGirr, Cons. Ronald Moore, C.C.F. DELORAINE R. Barrett, Lib.-Prog. Errick, F. Willis, Cons. DUFFERIN x-J. A. Munn, Lib.-Prog. J. S. Lytle, Cons. EMERSON x-R. F. Curran, Lib.-Prog. H. M. Podolsky, Ind.-Far. Walter W. Wachna, Social Credit- H. H. Wright, Ind. ETHELBERT x-N. A. Hryhorczuk,, Lfb.-Rrog William Lisowsky, Social Credit FAIRFORD x-iS. S. Garson, Láb.-Prog. (accl.) FISHER x^N. V. Bachynsky, Lib.-Prog- A. Hopgood, Ind., Farmer. F. Romanchych, C.C.F. Frh. á 5. bla.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.