Heimskringla - 12.08.1936, Blaðsíða 4

Heimskringla - 12.08.1936, Blaðsíða 4
4. SIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. ÁIGÚST, 1936 Hítmskringla (Stofnui 1SS«) Kemur út d hverfum mUlvikudefft. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. SS3 off S5S Sargent Avenue, Winnipeg Talsímie S6 537 Verð blaðsin* er $3.00 árgnngurinn borgiei fyrírfram. Allar borganlr sendist: THE VIKING PRESS LTD. "" m öll TiSaktfba bréf biaSinu aSlútandl tendlat: Manager THK VIKINO PRKSS LTD. S53 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINAR8SON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HKIMSKRINOLA SÍ3 Sargent Ave., Wtnnipeff "Helmakrinfla" U publiabad and printed by THK VIKIMO PRKSK LTD. SI3-SÍÍ Sargent Avenue, Wtnntpeff Man. Teiapbooe: M 637 WINNIPEG, 12. ÁIGÚST, 1936 LÆTUR SJER SEINT SEGJAST Bracken-liðið lætur sér seint segjast. Eftir að kjósendur höfðu svift Bracken- stjómina svo höfðatölu þingmanna, að hán getur ekki farið með völd, og tjáð henni á þann hátt skýlausa vanþóknun sína, fer Mr. Bracken á stúfana, gerir uppkast að samvinnusáttmála við con- servatíva, sendir leiðtogi þeirra, Erick Willis, |þá, og kveðst vænta skjóts svars og samþykkis hans. Á svarinu stóð ekki. í bréfi frá Mr. Willis til Mr. Bracken, sem birt er 5. ágúst, er ljóst og ákveðið tekið fram, að af samvinnu geti engri orðið milli hans og stjórnarflokksins. Mr. Willis bendir meira að segja á, að það sé alt annað en sæmileg aðferð í lýðfrjálsu landi, að fara að hafa hesta- kaup í frammi um þingsætin, sem ókosið er í, en Bracken vildi, að sér væri veitt The Pas-kjördæmi gagnsóknarlaust, en Conservatívum Rupertsland-kjördæmið. Bracken er eflaust smeykur um að hann tapi báðum þessum kjördæmum, sínu eigin þingsæti eigi síður en hinu. Leiðtogi C.C.F. flokksins, Mr. J. S. Woodsworth, lét og í Ijósi þiá skoðun sína nýlega, að af samvinnu við Brack- en-stjómina gæti ekki orðið. Og þó hann hefði sagt í kosningunum að flokkur sinn gæti ekki vænst annars en að hafa “bal- ance of power,” (þ. e. úrslitavaldið í hendi sér) aða gæti með ö ð r u m orðum látið til sín taka í löggjafarmál- um, ef stjórnarflokkurinn væri ekki of sterkur, hefði sér ekki komið í hug neia samvinna við Bracken-flokkinn, þó svona væri komist að orði. En það einkennilega er, að bæði dag- blöðin í þessum bæ, fluttu í tvo eða þrjá daga, áður en bréf Willis var birt, fregn- ir um að hann og Bracken hefðu setið á rökstólum og rætt um sameiningarmálið. Sannleikurinn er sá, að þessir menn hafa ekki hizt síðan kosningar fóm fram, og þeim hefir ekki annað á milli farið, en þetta bréflega tilhoð Brackens og nei- kvætt svar Willis við því. Dagblöðin, sem bæði voru þernur Brackens í kosningunum, eru á ný að reyna að telja almenningi hughvarf um, að nokkuð annað geti blessast en það, að Bracken-stjórnin fari með völd. í»að er með það fyrir augum sem þau spinna upp fréttir um væntanlega samvinnu milli Conservatíva eða C.C.F.-manna, og Bracken-stjórnarinnar. í>au halda enn áfram blekkingartilraunum sínum, eins og fyrir kosningar. Hvað veldur þessari framkomu Brack- en-stjórnarinnar og liðs hennar eftir kosningamar? Hví leggur hún ekki hisp- urslaust niður völd? Það er margt í fari þeirrar stjórnar, sem meira en þörf er á að rannsaka. Er það ótti við það, sem veldur því, að Bracken-stjómin segir ekki af sér, og lið hennar er að berjast við að halda henni við völd, eftir að almenningur er búin að lýsa hana óal- andi og óferjandi? Heimskringla hefir stundum bent á það vald, sem í heilbrigðu almennings- áliti felst. Komi til þess að nokkur stjómmálaflokkurinn taki höndum sam- an við Bracken-stjómina, og forði henni með því frá að standa reikningskap sinn- ar hneykslanlegu ráðsmensku, hefir al- menningur fulla ástæðu til þess, að krefj- ast þess, að sá flokkur, eða þingmenn hans, segi af sér fulltrúastöðu sinni á fylkisþinginu. Það var andúðin 'gegn Bracken-stjórninni, sem var sterkasta aflið í kosningunum og það sem mestan þátt átti í hvernig þær fóru. Samvinna við hana ætti því ekki að koma til mála. En hvað þá? Andstæðingaflokkarnir ættu allir að mynda stjóm undir forustu Willis. Það er mikið gert úr því að það blessist ekki. En hvers vegna gæti það ekki blessast? Þetta eru alt um- bótaflokkar, sumir róttækari að vísu en aðrir, en allir skipaðir góðum mönnum, með einlægri umbóta-löngun. Eða svo var á þeim að heyra í kosningunum. Þó umbætumar yrðu ekki helgaðar stefnu neins sérstaks flokks, gerir það ekki hið minsta til, ef þær aðeins lúta að því, að bæta úr því sem aflaga fer og lina þjáningar þeirra, sem við þær eiga að stríða og þær eru að yfirbuga. Með engu öðru móti getur stjórn hér orðið við óskum kjósenda eða nokkurs manns, sem gæddur er snefil af meðaumkvun og bræðraþeli. Ef þingmennirnir bera nokkra ábyrgð skyldu þeirrar, sem þeim hefir verið falin, er hún í þessu fólgin, en ekki í neinum pólitízkum skrípaleik. EKKI TVEIR MÁNUÐIR! Ekki nema það þó! Það er ekki nema rúmur hálfur annar mánuður þar til Heimskringla heldur 50 ára afmæli sitt og maður getur varla sagt, að farið sé að minnast á það. Það hefir þó “á margt óþarfara verið minst,” eins og þeir segja, sem eftir greinum sínum lengir, en það, að íslenzku vikublaði auðnist að halda hálfrar aldar afmæli sitt. Vér munum ekki eftir að nokkurt ís- lenzkt vikublað hafi náð þeim aldri. Heimskringla er því elzt allra íslenzkra vikublaða, sem nú eru gefin út. Það mætti eflaust frá mörgu æfintýr- inu segja, ef saga hennar væri ítarlega sögð. Brautin hefir ekki ávalt verið blómum stráð. En fyrir rótgróna ís- lenzka bókhneigð og fórnfýsi nokkra manna, hafa æfintýrin endað vel og eins og í sögu—að minsta kosti í endurminn- ingu þeirra manna nú, sem þar hafa átt drýgstan hlut að máli. Á margt er því að minnast á þessum tímamótum. Og þegar að þeim kemur, verður það gert. Saga Heimskringlu er svo ná-tengd sögu Vestur-íslendinga, að athafnir þeirra og líf, þrár og vonir, frá ári til árs, eru innan spjalda hennar skráðar, ef til vill betur en nokkursstaðar, svo oss sé kunnugt um. Að Heimskringla hafi á þeim fimtíu árum, sem hún hefir vikulega heimsótt íslenzk heimili, verið að einhverju leyti “ljós í lágu hreysi,” mun af mörgum hér vera viðurkent. Jafnvel þeir sem hér hafa ekki langvistum dvalið, verða sann- færðir um þetta af því, hvernig margra hinna eldri aðstandenda blaðsins er hér minst. En hvernig fær nú Heimskringla minst liðinna daga svo þess vert megi heita? Eins og fyrri, eru það vinir hennar og velunnarar, sem hún heitir á fylgi sitt til þess—og á meðal þeirra eru lesendur hennar og áskrifendur. Hagur hennar er eins og áður, erfiður, en úr honum væri mikið bætt, ef þeir sem henni skulda nú áskriftagjöld sín, brigðust sem bezt við, að greiða þau, eða eitthvað af þeim. Ef hagur þeirra er sá, að öll skil er ekki hægt að gera, þá væri það samt aðstoð að hvað litlu leyti sem er, ef alment væri. Það stendur alveg sérstaklega á. Og Heimskringla vonar, að vinir hennar hafi það í huga. Hún veit að þeim er það ljúft, eins og henni, að hagur hennar við 50 ára áfangann, verði sem beztur. MINNI ÍSLANDS Flutt að Iðavelli, Hnausum, 1. ág. 1936 af Thorbergi Thorvaldsyni Það er mér mikil ánægja að vera staddur hér á Iðavelli á þessum hátíð- isdegi íslenzka þjóðarbrotsins vestan hafs. Þessi bygð er, held eg, íslenzkari en nokkur önnur íslenzk nýlenda. Það væri því ekki mögulegt að velja stað í þessu landi sem væri betur til þess fallinn að halda íslenzka þjóðhátíð. Þar að auki er það ætíð hátíðisdagur fyrir mig, þegar eg heimsæki þetta bygðarlag. Það eru nú rétt 36 ár síðan eg, sem unglingur, lagði af stað frá Nýja íslandi. Mér finst eg ætíð kominn 'heim þegar eg kem til baka. Forstöðunefnd þessa dags hefir sýnt mér mikla sæmd með því að bjóða mér að mæla fyrir minni íslands. Þessi sam- koma er haldin fyrst og fremst til þess að minnast íslands. Sú minning hlýtur að taka sérstakt tillit til þess fólks sem hér er saman komið og sem er af íslenzku bergi brotið. Eg er viss um, að hjá hverj- um á sinn hátt, snertir ísland sér- staklega næma strengi í tilfinningunni Fyrir þá sem voru fæddir á íslandi og sem lifðu þar barns- og unglingsárin er það máske nóg að nefna ísland til þess að setja á stað ólgandi haf tilfinninga sambandi við æskudrauma og æskuvonir þeirra. Eða máske er mynd sú sem nafn ið ísland kallar fram af íslenzku sveit- inni okkar, af “bláfjalla geimi með heið- jöklahring,” af “hlíðinni fríðu,” af skrauti fossa og fjallshlíða, af hinni “nóttlausu voraldar veröld þar sem víðsýnið skín’ nóg til að fylla 'hjörtu þeirra með sárri þrá og söknuði. |En svo eru þeir sem ekki lifðu æsku sína á íslandi, en sem hafa haft þá ánægju að heimsækja ættlandið. Það kann að vera að Fjallkonan hafi ekki náð eins sterkum tökum .á tilfinningum þeirra, að íslenzka skáldlistin og lýsingar skáldanna af náttúrufegurð íslands hafi ekki gagntekið þá eins og ef þeir hefðu lifað unglingsárin á íslandi. En samt er eg viss um að landið og þjóðin geymist í huga þeirra sem einstæð mynd sem snertir næmara tilfinningar þeirra en nokkur önnur mynd, sem hugurinn getur framkallað. En hvað um flest yngra fólkið sem hér er í dag, sem aldrei hefur séð Island? Hvaða strengi snertir orðið fsland í hjört- um þeirra. Eflaust getur þeirra tilfinn ingasamband við ísland ekki haft nema að litlu leyti sömu upptök og hinna flokk- anna sem eg hefi minst á. En eg álít og fyrir mínu áliti hefi eg að parti mína eigin reynslu, að orðið “ísland” setji á stað tilfinningar sem auðkenni þau einnig sem íslendinga, þótt þau að öðru leyti séu í fyllsta skilningi borgarar þessa nýja fósturlands. Þó að aðal samband okkar sem eldri erum við ísland sé í gegnum tilfinninga líf okkar, þá hlýtur aðalsamband hinnar nýju íslenzku kynslóðar í þessu landi að vera í gegn um þekkingu hennar á ís- landi. Og því finst mér að það ætti að vera aðal markmið allrar íslenzkrar þjóð- ræknis-viðleitni hér, og þar með tel eg íslendirigadagshald, að styrkja þetta þekkingarsamband hinnar uppvaxandi kynslóðar við ísland, við íslenzka sögu og íslenzka þjóð. Þess vegna ætla eg nú að tala sérstaklega til þeirra af áheyrendum sem eru fæddir í þessu landi og vona að eldri kynslóðin misvirði þetta ekki. Hver okkar sem les fomsögumar ís- lenzku, hver okkar sem í ungdæmi hlust- aði á sagnir úr nútíðar íslenzku þjóðlífi. hefir veitt því eftirtekt hve sterka trú íslendingar, bæði að fornu og nýju, höfðu á því erfðalögmáli að eiginlegleikar hvers manns væru þeir er hann tæki í arf frá forfeðrum sínum, að ekki væri hægt að búast við manndómi meðal niðj- anna, ef forfeðumir ekki hefðu sýnt af sér manndóm, að það kæmi aldrei svanur úr hrafnseggi. í fornsögunum er það þess vegna ætíð fyrsta spursmálið hvort að einstaklingurinn sé ættstór, hvort hann geti talið til ættgöfugra frænda. Hugmynd þessi náði bæði til andlegs og líkamlegs atgerfis. Nú víkur því svo við að nútíðarvísindi hafa komist að sömu niðurstöðu og forn- íslendingarnir, meira að segja er hægt undir vissum kringumstæðum að reikna út nákvæmlega í hvaða hlutföllum vissir eiginleikar ganga í erfðir. Auðvitað kemur arfleifðin vanalega fram í flókn- ari mynd. Það er samt tvent í þessum vísindalegu ályktunum sem eg vildi minn- ast á. Niðjamir geta ekki erft eiginleg- leika nema að forfeðumir hafi 'haft þá til að bera, og mögulegleikinn að erfa yfirburði í ríkum mæli veltur að mestu leyti á því í hve ríkum mæli forfeðumir hafa átt þá. Góð lífsskilyrði geta aðeins hjálpað einstaklingnum til að þroska þá eiginlegleika sem honum eru meðfæddir, en geta ekki framkallað eiginlegleika nema að einstaklingurinn hafi erft þá frá forfeðrum sínum. Stundum máske finst okkur, sem höf- um alist upp og fengið alla okkar mentun þessu landi, að við séum alveg canadisk, að samband okkar við Island og íslenzka >jóð sé tilviljun ein. En ef við tökum til greina þessar ályktanir nútíðar vís- inda, ályktanir sem eru viðurkendar um allan hinn mentaða heim, þá finnum við að þann dýrmætasta arf sem við eigum, nann eina arf sem er (nokkurs virði, höfum við erft frá íslandi og íslenzkri þjóð, og að framtíð okkar í þessu landi er undir því komin hve vel sá arfur er notaður undir lífsskilyrðum þeim, sem Canada býður. En máske við spyrjum: Er andleg arfleifð okkar þess kon- ar að við getum verið stolt af henni? Á fyrstu dögum Islend- inga vestan hafs voru máske fáeinir sem efuðust um það, og sem vildu helzt ekki vera þektir sem Íslendingar. Nú held eg sá hugsunarháttur sé alveg horfinn. Höfum við þá sem Vestur - íslendingar sýkst af þröngsýnu þjóðernis drambi þeirri sýki sem nú virðist þeyta stórþjóðum heimsins áfram til nýrrar styrjaldar. Eða höfum við nú haft betra tækifæri til að meta andlega arfleifð okkar á móts við arfleifð annara þjóða. Eg álít að árangurinn hafi orðið sá síðari. Eg vildi því taka til íhugunar, með sér- stöku tilliti til erfða^- og fram- þróunar-kenninganna, á hve traustum grundvelli þessi hug- mynd sé bygð, að þjóðararf- leifð okkar íslendinga sé að minsta kosti eins göfug og nokkurrar annarar þjóðar. Eins og við öll vitum, þá var ísland bygt að mestu leyti milli áranna 874 og 930. Síðan hef- ir verið mjög lítill innflutningur fólks inn í landið, og lítill út- flutningur nema til Grænlands á tíundu öld og til Ameríku á nítjándu öld. Andlegur og lík- amlegur ihöfuðstóll hinnar ís- lenzku þjóðar var því að mestu leyti ákveðin um aldamótin 900. Við getum því spurt: Höfðu ís- lendingar í fornöld, að jafnaði, yfirburði yfir aðrar þjóðir Evr- ópu? Ef að svarið er já, að hvað miklu leyti hafa þeir yfir burðir verið varðveittir eða þró- ast í síðastliðin þúsund ár, og hvaða mælikvarða getum við notað? Álit okkar sjálfra um okkur sjálfa er ekki sem á- byggilegast. Á hinn bóginn get- um við tekið fyllilega til greina álit annara þjóða á okkur, sér- staklega þegar þær bera okkur saman við sig sjálfar. Nákvæm- astur verður óbeinn saman- burður sem oft er hægt að draga af sannreyndum saman- söfnuðum í öðrum löndum eða af sögulegum atriðum sem hafa verið skráð án tillits til spum- inganna sjálfra. Um fornöld íslands og yfir- burði íslendinga, andlega og líkamlega í þá daga þarf eg lítið að segja. Sagan sýnir að landnemarnir komu frá þjóð sem á þeim tímum var frækn- ust í Evrópu, og að fjöldamarg- ir af þeim voru ættstórir og göf- ugir menn, menn sem ekki að- eins voru niðjar foringja en sem líka, fyrir manndóms og vitsmuna sakir, höfðu verið kjörnir til forustu. Að tilíölu við mannfjölda voru að líkind- um fleiri af þesskonar mönnum meðal þjóðarbrotsins sem flutt- ist til íslands en eftir voru hjá þjóðinni í heild sinni. Álit ann- ara þjóða á íslendingum á þeim tímum er hægt að greina á því þegar þeir sigldu utanlands voru þeir ætíð velkomnir sem gestir við hirðir Evrópukon- unga. Sem hermenn eða her- foringjar tóku íslendingar þátt í flestum stórbardögum Evrópu; sem hirðskáld og sögumenn áttu þeir enga jafningja. Það er sagt að sögur fari af um 230 frægum hirðskáldum við hirðir Evrópukonunga á miðöldunum og að þau hafi, með fáum und- antekningum, verið Islendingar. Flest af þessum skáldum, sem vanalega voru ekki aðeins skáld, heldur oft líka frægir í- >róttamenn og hermenn, voru utanlands aðeins í ungdæmi sínu en snéru síðar til baka til slands. Þeir töpuðust því ekki slandi. Á miðöldunum átti Evrópa engar bókmentir sem hægt var að bera saman við fornbókmentir íslendinga, og íslenzka þjóðin átti í fomöld, verið varðveittur? Það hefir verið alment álitið meðal ís- lendinga sjálfra að hin róstu- sama Sturlungaöld, miðalda hallæri og drepsóttir, og útlend kúgun hafi þrýst þjóðinni í nið- urlæging, svo að hún hafi glat- að kjarki, manndáð og harð- fengi. Þetta getur máske ollað meðal íslendinga nokkurskonar “inferiority complex.” Um leið og íslenzku skáldin á nítjándu öldinni reyndu að örfa þjóðina til framsóknar þá styrktu þau þessa hugmynd. Jón Thorodd- sen sagði í kvæðinu “Til Is- lendinga”: “Forðum hin ágæta ey var aðsetur frelsis og dáða, Bragi þar bólstað sér tók blómguðum fjalla í dal; Og— “Þá lifði í landinu þjóð, sem hraust var og harðfeng, en eigi sokkin í svefndoða kyrð, sællífi, munað og glys; meira var frægðin en fé, og frelsið en stórmanna hylli." og síðar— “Þannig með virðing og veg þín velsæld stóð langan um aldur ættjörðin ágæt og fríð! ástkæra sögunnar land! þar til að ánauðir í þig útlendra höfðingja seldu óvitrir arftökumenn, ágjarnra tældir af vél. Frægðin með fjörinu dó er frelsið var stokkið úr landi, klerkar og kúgunarvald kjarnan í þjóðinni drap.” og síðar— “varmenska, volæði, eymd vesælum grandaði lýð.” Og skáldið Jónas Hallgrímsson hrópar: ‘‘Hvar er þín fornaldar frægð frelsið og manndáðin bezt?” Ef við tökum myndirnar af þessum niðurlægingartímum hinnar íslenzku þjóða:r til greina þá verður okkur að spyrja: Er mögulegt að íslenzka arfleifðin frá fornþjóðinni hafi verið varðveitt fram í nútíð- ina? Vísindin benda að nokkru leyti á svar. Þótt áhrif óhag- stæðra lífsskilyrða geti miðað til þess að minka líkamlegt og andlegt atgerfi þjóðarinnar, þá hafa einstaklingarnir sem eru gæddir yfirburðum og afkom- endur þeirra ætíð betri mögu- leika til afkomu en þeir, sem minna atgerfi eru gæddir. Á þann veg er vel mögulegt að erfiðleikar verði til þess að hreinsa og skíra þjóðarstofn- inn. Máske íslenzka skáldið Steingrímur Thorsteinsson hafi haft þetta í huga í kvæðinu “Á Heimsenda Köldum,” hann segir um ísland: “Þar fóstraðist þjóð vor elds og ísa mein og áhrif af náttúrunni háu.” þegar við Og síðar— “Drykkjað þjóð með á þrautadimmri nótt.’ þótt það er alment , viðurkent að förn Grikkir einir hafi átt bók- mentir sem stóðu þeim á sporði. En hvað er um nútíðar ís- lendinga, hvernig hefir þessi mikli arfur, þessi mikli höfuð- Undir hinum erfiðu lífsskilyrð- um gátu aumingjaskapurinn og ómenskan ekki þrifist en mann- skapur og dáð héldu lífi, þótt ljómi, skraut og glæsimenska fornaldarinnar sæust ekki leng- ur. Hættulegastur íslenzku arf- leifðinni var að líkindum seinni hluti Sturlungaaldarinnar þegar svo margir beztu menn íslands féllu í valinn í borgarastríðinu. Síðari alda hallæri, drepsóttir og útlend kúgun, þótt volæði, eymd og vasældómur fylgdu þeim á yfirborðinu, hafa að lík- indum heldur eflt beztu ein- kenni þjóðarinnar, einkenni sem nú geta notið sín undir betri lífsskilyrðum, en hitt. En hvar fáum við mælikvarða til að bera saman nútíðar ís- stóll manndóms og lista, sem lendinga við aðrar þjóðir? Það

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.