Heimskringla - 12.08.1936, Blaðsíða 5

Heimskringla - 12.08.1936, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 12. ÁIGÚST, 1936 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA Tilkynning til hluthafa EIMSKIPAFJELAGS fSLANDS Á ársfundi félagsins í júní í sumar var samþykt að borga hlutlhöfum 4% arð fyrir árið 1935. Eg leyfi mér hérmeð að tilkynna að eg er reiðubúinn. að taka á móti arðmiðum fyrir árið 1935 til afgreiðslu. Ennfremur þeir sem ekki hafa sent mér arðmiða sína fyr~ ir árin 1933 og 1934 geta sent mér þá líka til afgreiðslu. Arni Eggertson, 766 Victor St., Wninipeg, Man. Umboðsmaður félagsins. I málið frá þeirri hlið, en eg held sem afburða vel er sagt, t. d. að ef eg hefði notað þann veg 1 myndu fáir vilja tapa Guttormi, til samanburðar hefði niður- staðan orðið alveg eins eftir- vill nú svo vel til að við höfum við hendina mælikvarða sem er smíðaður utan Islands og því ekki líklegt að hann sé íslandi í vil. Allir þekkja hið mikla rit “Encyclopedia Brittannica” sem, meðal annars, getur heimsfrægra manna í öllum löndum. Ef maður nú telur alla þá menn sem hafa veriö nógu heimsfrægir til þess að æfisaga þeirra sé skrásett í þessu riti og sem eru fæddir innan síðustu 300 ára, þá kem- ur út, eftir því sem Ameríku- maðurinn Professor Huntington segir, að ísland hefir átt fleiri af þeim mönnum, í tiltölu við fólksfjölda, en nokkurt annað land nema England og Skot- land. Og þar sem Encyclopedia Brittannica” er samin á Bret- landseyjum þá er líklegt að hún sé þeim þjóðum heldur í Vil. Og samt nær þetta tímabil, sem hér ræðir um, yfir hið mesta niðurlægingartímabil hinnai íslenzku þjóðar. Ef maður nú notar sama mælikvarðan til að bera saman skáld þjóðanna í síðastliðin 300 ár, þá kemst maður að þeirri niðurstöðu að yfirburðir forn- íslendinga hafi ekki glatast. Tölur þær, isem Huntington gefur, eru mjög eftirtektaverð- ar því þar stendur ísland fremst á blaði meðal menningarþjóða heimsins. 1 tiltölu við mann- fjölda þá hefur ísland tvisvar sinnum eins marga heimsfræga bókmentamenn eins og England og Skotland, sex sinnum eins marga og Danmörk, átta sinn- um eins marga og Frakkland, tíu sinnum' eins marga og ír- land, tólf sinnum eins, marga og Holland og Svissland, fimtán sinnum eins marga og Þýzka- land, átján sinnum eins marga og Noregur og Svíþjóð, sextíu sinnum eins marga og Grikk- & That’s what your palate telegraphs to your brain when you drink PELISSIER’S BANQUET ALE COUNTRY CLUB BEER DIAL 96 361 For Rapid Delivery AGED AND MELLOWED UNDER DOMINION OF CANADA GOVERNMENT SUPERVISION This advertisement is not inserted by Govemment Liquor Control Commission. The Commission is not responsible for statements made as to quality of pro- ducts advertised. land, hundrað sinnum eins marga og Austurríki og Pólland, o s. frv. Eftir rannsóknir af þessu tagi kemst Professor Huntington við Yale háskólann að þeirri niður- stöðu, að “ísland hafi staðið í fremstu röð menningarþjóða í þúsund ár.” Margir útlendir ferðamenn hafa ritað um nútíðar íslend- inga. Það sem vekur mesta undrun hjá þeim eru yfirburðir íslenzku bændanna, bæði lík- amlega og andlega, í saman- burði við bændur í öðrum Evr- ópulöndum. Það er okkur auð- skilið, því að hinir frægu forn- íslendingar voru allir bændur. Gömlu víkingamir búa enn á landsbygðinni á íslandi. Eg vil minnast að endingu á ferðasögu sem eg las nýlega í þýzku vísindariti. Jarðfræð- ingurinn Karl Schmid byrjar sögu af ferð sinni og félaga sinna til eldgosstöðvanna á Vatnajökli eftir gosið mikla 1934 á þessa leið: “ísland er land sérstakrar og einkennilegrar fegurðar. Ferða- maðurinn sem dvelur fáeina daga í nútíðar höfuðborg ís- lands, Reykjavík, verður máske fyrir vonbrigðum yfir landinu. Aðeins sá þekkir hið verulega ísland sem kynnist hinni ó- tömdu náttúrufegurð og frum- leik landsins sjálfs og sem hefir dvalið hjá bændunum á hinum einmanalegu búgörðum langt frá borgunum.” Stefán bóndi á Kálfafelli fylgdi þeim félögum upp að jök- ulbrúninni við Djúpá, þar sem þeir höfðu sína aðal tjaldstaði. Að fjórtán dögum liðnum skyldi hann koma til baka að sækja þá. Á jöklinum og við gíginn fengu þeir óveður svo að þeir komust með erfiðleikum tii baka að Djúpá. 1 tvo daga reyndu þeir árangurslaust að komast til vista sinna yfir ána, sem nú var orðin mesta vatns- fall, og rann í mörgum kvíslum Þegar þeir eru að verða úrkula vonar kemur Stefán bóndi að með tvo syni sína og íslenzku hestana. Nú gengur alt sem í sögu. Undir nákvæmri leiðsögn Stefáns og sona hans ríða þeir yfir vatnsfallið. Schmid segir um Stefán gamla: “Hans skarp- skygnu augu vakta og leiðbeina mönnum og hestum. Hann sit ur teinréttur í hnakknum oj hvíta skeggið hans blaktir fyr- ir vindinum.” Er þeir komast heim hefir hann “setið tuttugu og fjóra klukkutíma í hnakkn- um, en samt er ekki hægt að sjá á honum minsta vott um þreytu, þrátt fyrir 72 ára ald- ur.” Og svo endar Sohmid ferða- sögu sína með þessum orðum: “Við finnum til þögullar aðdá- unar og djúps þakklætis við þessa menn, menn sem eru klæddir í óbrotinn bændabún- ing, en sem eru gæddir lundar- einkennum konunga. Þeir eru ófalsaðir og óháðir, sterkir, harðfengir og stórgerðir, eins og landið, sem þeir tilheyra.” 'EIins lengi og Island á svona bændastétt er engin hætta á öðru en það haldi áfram að standa í fremstu röð menning- abþjóða heimsins! Þegar maður ber saman nú- tíðarmenningu þjóða þá er vanalega mælikvarðinn allur annar en sá, sem eg hefi notað. Það eru sérstaklega verklegu framfarirnar sem er litið til. Eg hef ekki tíma til að íhuga tektaverð. Hvað verklegum framförum viðvíkur er ísland ekki eldra land en Vestur-Gan- ada. Hugsum okkur hérað í Vestur-Canada með 100,000 í- búum sem hefir borg með 30,- 000 íbúum og berum svo sam- an við mannvirkin á íslandi, svo sem brýr og vegi, hafn- stæði og skipaflota sem alt hef- ir verið bygt á síðastliðnum 30- 40 árum, við mannvirkin hér. Þrátt fyrir alla örðugleikana á íslandi held eg að samanburður- inn yrði því mikið í vil. Eg hefi ávarpað sérstaklega yngra fólkið hér í dag. Hin unga íslenzka kynslóð í þessu landi, ekki síður en hin eldri, er tengd traustum böndum við ísland og hefir erft frá íslenzkri þjóð alla þá hæfileika, andlega og líkamlega, sem hún héfir völ á til lífsbaráttunnar í þessu landi. Eg hefi vikið að því með fáum orðum hve göfug ís- lenzka arfleifðin er. Það ætti að gefa okkur djörfung og dáð til að halda íslenzka merkinu hátt á stöng í þessu okkar fóst- urlandi. Og það ætti að vera okkur ljúft að halda áfram að minnast íslands og skuldar okk- ar við íslenzku þjóðina. Eg leyfi mér að ljúka þessu erindi með orðum skáldsins Steingríms Thorsteinssonar: “Oft minnast þín, ísland! á erleridri slóð þeir arfar, er fjarvistum dvelja, og saknandi kveða sín land- nema ljóð og ljúfan þér minnisdag velja; þó milli sé úthafsins ómælis röst, þú ei hefur slept þeim, þín tök eru. föst.” Dengi lifi ísland lenzka þjóð! og hin ís- BRÉF TIL HKR. Frh. frá 1. bls. K. N.. Kristjáni eða Lúðvík, né heldur því, sem hefir skáldskap- arlegt gildi eins og t. d. þetta, sem birtist í Heimskringlu fyrir skömmu eftir P. S. Pálsson— “Sem leysir ísa, lækir hefja söng, og ljóssins álfar dansa kveldin löng, við samspil golu og grænna skóga laufa.” Þetta sýnir glögt hve feðra tungan okkar kæra getur strok- ið mjúkt um vanga, þegar henni er vel beitt. Það er auðvitað margt fleira sem prýðilega hefir verið sagt, og á eg ekki við neinn niður- skurð á því. Ekki svo meira um (málfrels- ið. “Hvað er Social Credit?” Þessi v grein þín, herra rit- stjóri, er að mörgu leyti ágæt. Hógværðin sjálf, sanngjöm, vel skrifuð og mest öll í anda jafn- aðarmenskunar. Þú talar um það, að bæði Social Credit og 'C.C.F. fylgi jafnaðarmanná stefnunni. Þetta er öldungis rétt. Þú getur þess einnig, að allir þeir, sem jafn- aðarstefnunni fylgja, hverju nafni sem þeir nefnist, ættu að sækja fram sameinaðir, heilir og óskiftir, svo sem Sociai Credit, C.C.F. og Conservatívar. Eg efast um að K. N. hafi nokkru sinni sagt fyndnara en þetta; að Conservatívar væru jafnaðarmenn. Við vitum það báðir, og allir, sem komnir eru til vits og ára, að Liberalar og Conservatívar eru bara tveir hausar á sama stórgripnum, og að báðir þess- ir hausar leita fæðunnar fyrir sama magan, sem er auðvaldiö. Fólkið kinkar svo kolli og æpir húrra fyrir hausunum á víxl, eftir því hvor hausinn, hefir get- að narrað út úr því fleiri at- kvæði í það og það skiftið. Auðvaldinu er svo hjartanlega sama hvor hausinn kemst til valda, það veit ofur vel, að hausinn sem kosninguna vann byrjar þegar í stað að naga fólkið, hvar sem snöp er að finna. Hinar svokölluðu kosningar eru einskonar krossmessa, eða vinnuhjúa skildagi auðvaldsins, það er þá að skifta um vinnu- hjú. Kosninga hávaðinn er aðeins sporðaköst vinnuhjúanna um það, hvert eigi að hljóta krás- ina í það og það sinnið. Jæja, kæri kunningi, eg býst við að þér sé nú farið að blöskra, en samt sem áður -HEIMSÆKIÐ ÆTTLANDIЗ NOTIÐ YÐUR HIÐ LÁGA FARGJALD BEINA LEIÐ FRÁ MONTREAL TIL REYKJAVÍKUR i Cunard Wtiite Star Line, með 96 ára reynslu og sögu að baki, hefir nú í förum stærsta gufuskipa flotann á At- lajntshafinu, og er víðfrægt fyrir um- hyg'g'jusemi við farþega, undraverðan viðurgeming, og notalegan, aðbúnað. — Reynið ferðalag með þvi, við næstu heimför og notið yður leiðina yfir Eng- land—hún er aðlaðandi æfinlega. Fastar vikulegar siglingar frá Montreal. Spyrjist fyrir hjá gufuskipa farbréfasala yðar eða — CUNARDWHLTístm 270 MAIN STREET, WINNIPEG Þeir menn og konur, sem Ijá lið sitt til að opna augun á auð- trúa almenningi, eiga sannar- lega þakklæti skilið. Það er deginum ljósara að vesalings almúginn beitir æfinlega því eina vopni — atkvæðinu —< sem hann hefir til umráða til að herða á snörunni um sinn eigin háls. Fylgi blöðin mannúð- legri stjórnmálastefnu, hafa þau ekkert að óttast, þótt þau leyfi fult málfrelsi. Aðeins myndu þau auka með því . vinsældir sínar. Ef um rúmleysi væri að ræða, mætti ef til vill eitthvað minka kvæðaflóðið, án þess að lesend- ur yrðu fyrir stór-hnekkjum. koma skoðanir okkar saman að Eg á auðvitað ekki við það, mörgu leyti. Eg er ekki eins Fyrir Þrjátíu Árum.... 1906 — 1936 Fyrir þrjátíu árum var stofnað bændafélagið The Farmers’ Company er óx upp í The United Grain Growers Limited. Nafnið, The United Grain Groæers, var tekið þegar félagið, 1917, rann saman við The Alberta Farmers’ Co-operative Elevator Company. Upp af smáum vísir befir félagið vaxið, jafnt og stöðugt, og ávalt verið bænda eign, upp í hið mikla kornverzlunar fyrirtæki. Nú hefir United Grain Growers sem næst 450 kornlyftur út um sveitir í Manitoba, Saskatchewan og Alberta. Hafnar-kornlyftan í Port Arthur heldur 5,500,- 000 bushelum og sú í Vancouver 2,600,000 busheí- um. Til viðunanlegra viðskifta sendið korn yðar til UNITEDGRAINGROWERSl? Aðalskrifstofa—Hamilton Bldg. Winnipeg Sími98 221 mikill niðurrifsmaður, eins og þú kannske heldur af kaflanum hér að framan. Eg er t. d. mót- fallinn öllu ofbeldi, og eins þvi að menn hafi ekki fullan rétt til að afla sér fjár, á heiðarlegan hátt, gangi slíkt ekki fram úr hófi. Eg er aðeins með því, að einhver leið sé fundin, sem kemur því til leiðar að öllum geti liðið vel. Vel má vera, að gamla stefnan verði fyrst til að finna þessa leið, þá gott og blessað. Annars væri gaman að ræða um þesysi mál í bróðerni. Mér finst þau ekki eins flókin og margur hyggur. Enda bend- ir þú á margt í áðurnefndri grein þinni, sem vel gæti leitt út úr ógöngunum. En við því- líku daufheyrast allar stjórnir, nema á meðan kosninga hríð- inni stendur, eftir það dettur í dúnalogn og fólkið kinkar kolli. Gallinn er að vesalings fjöldinn kýs ávalt heldur að falla með því gamla, en fljóta með því nýja. Sannleikurinn er sá, að meðan alþýðan getur ómögu- lega skilið það að aðeins er um tvo flokka að ræða, nefnilega auðvaldið annarsvegar og al- þýðuna hinsvegar, eða jafnaðar- menn og ójafnaðarmenn, þá er ekki við góðu að búast.. íægar eg tala hér um ójafnaðarmenn, á eg alls ekki við hina illu merk- ing í hafnorðmu ójöfnuður, heldur hitt, að aðrir vilja a-lla jafna, en hinir eru því mót- fallnir. Svo lengi sem allir þeir, sem finst þeir vera hart leiknir, hvort Iheldur það eru bændur eða daglaunafólk, læra ekki að standa saman, sem einn maður, og svo lengi sem alþýðan held- ur áfrarri í hugsunarleysi að láta hringla sér frá einum hausnum til annars á auðvalds- stórgripnum, svo lengi mun auðvaldið halda áfram að skamta í askana. Mér er það full-ljóst að ekkert er sagt í línum þessum um hvað gera beri, heldur aðeins tilraun tii að vekja fólk til umhugsunar um, að hér sé um alvarlegt mál að ræða, sem alla varðar, bæði karla og konur. Sé fólkið af- skiftalaust um sinn eigin hag, er tæpast hægt að búast við að þeir, sem með völdin fara, beri því umbæturnar í rúmið, eins og morgunkaffi. “Þeir sem ekki nenna að vinna, eiga held- ur ekki mat að fá.” Leyfi Heimskr. umræður um þetta m,ál þá skoða eg þessi fáu orð mín aðeins inngang að því, sem mig iangar að segja. Stefna mín í þessu máli er hvorki kröfuhörð né margbrotin. Að- eins sú, að öllum geti liðið vel, og að því megi koma til leiðar án ofbeldis og ósanngirni. Finnist þér, herra ritstjóri, þessar línur ekki ferðafærar, höldum við sjálfsagt báðir áfram að hegða okkur sam- kvæmt lífsreglu skáldsins— “Þú í króknum þínum þér, Eg í mínum mér.” 439—3rd Str., New Westminster, B.C. Jónas Pálsson. Kappreiðar í Hornafirði Hornafirði 2. júlí Hestamannafélag Hornfirð- inga efndi til kappreiða síðast- liðinn laugardag á skeiðvelli fé- lagsins á Stapasandi. Reyndir voru 6 jhestar í 300 metra hlaupi og 5 hestar, 4 til 5 vetra í 250 metra folahlaupi. Nýtt met var sett í 300 metra hlaupi af Nasa Vilborgar Jóns- dóttur, Árnanesi, er rann skeiðið á 21.5 sekúndum. Fleiri hestar hlupu mjög hratt, 300 metra hlaupið. I úrslitaspretti hlaut fyrstu verðlaun í folahlaupi Jarpur, Hermanns Sigurðssonar, Horni Hann rann skeiðið á 20 sek. —Mbl. Prentvillur í grein eftir G. H. F. um sög- ur frú Elinb. Lárusdóttur: Síðasta lína í fyrstu málsgr: “góður gestur” les “góða gesti.” 24. lína í greininni “Stjáni leiðbróðir,” les “leikbróðir.” “Minning” 3. lína: “vit” les “viss.” “Jóna”, 3. og 4. lína lesist: “Henni segir Jóna vonbrigði sín,” o. s. frv. “Viltur vegar,” 10. línu, “brást,” les “brast.” Síðasta setning greinarinnar lesist: “gæti eg trúað, að marg- an ungan rithöfund,” o. s. frv. Lesið Heimskringlu Kaupið Heimskringlu THE PERFECT HOT WEATHER “PALATE PLEEZER” FS Also, every time you order Drewrys you’re supporting Manitoba payrolls, for this firm has a large number of employees whose wages are spent here in Winni- peg. For Rapid Delivery D I A L I 96-361 Standard Lager Old Cabin Ale Old Stock Ale I This advertisement is not inserted by Government Liquor Control Oommission. The Commission is not responsible for statements made as to quaUty of pro- ducts advertised.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.