Heimskringla - 12.08.1936, Blaðsíða 8

Heimskringla - 12.08.1936, Blaðsíða 8
8. StÐA HEIMSKRINGLA WINNiIPEG, 12. ÁIGÚIST, 1936 FJÆR OG NÆR Séra Jakob Jónsson messar sunnudaginn, 16 ág. sem hér segir: Leslie kl, 2. e.h. Wynyard kl. 7.30 að kvöldí, Séra Eyjólfur J. Melan mess- ar í Sambandskirkjunni í River- ton 16. ágúst kl. 2 e. h. Dr. Thorbergur Thorvaldson háskólakennari frá Saskatoon kom til bæjarins s. 1. fimtudag. Hann kom norðan frá Riverton og er á leið heim til sín. Aust- ur kom hann til að flytja ræðu á íslendingadeginum á Hnaus- um; var Ný-íslendingum ekki einungis ánægja að hlýða á ræðu hans, heldur einnig að komu þessa gamla sveitunga þeirra, er þeir höfðu ekki fund- ið að máli um langt skeið. Jón Sigfússon, fyrrum kaup- maður, lézt síðastl. miðviku- dag að heimili sínu 1124 Dom- inion St., Winnipeg. Líkið var flutt til Lundar og fór jarðar- förin fram s. 1. sunnudag. Séra G. Árnason og séra Jclh. Frið- riksson töluðu yfir moldu hans. Jón var 74 ára, fæddur 1862 á Nesi í Norðfirði. Vestur um haf kom hann 1881 og nam fyrstur Islendinga land í Álfta- vatns-bygðinni árið 1887. Bjó hann lengi stórbúi á Clark- leigh og í grend við Lundar Hans verður minst síðar. IGuðjón Einarsson frá Árborg. Man., var staddur í bænum tvo daga fyrir helgina. Hann var að fá sér ýmislegt til þresking- ar-áhalda, er hann og Jón Hornfjörð eiga og starfrækja í Framnes- og Víðir-bygð á hverju hausti. Uppskeru horf- ur eru sæmilegar í þessum bygðum þrátt fyrir þurkana. Teitur Sigurðsson, er um langt skeið átti heima hér í bæ og síðar við Sturgis, Sask.. andaðist í Selkirk þriðjudaginn 4. ágúst. Hann var fæddur 18. febr. 1854 á Litla Nesi í Múla- sveit á Barðaströnd. Hann var því rúmra 82 ára er hann lézt. Hann var jarðsunginn af séra Theodore Sigurðssyni á föstu- daginn var. Dóttir Teits heitins Sigurðs- sonar, Mrs. Helga Hughes frá Saskatoon, Sask., var stödd hér í bæ um helgina. Hún kom austur Ihingað fyrir nokkru síð- an til þess að stunda föður sinn yfir banaleguna. Hún hélt heimleiðis í gær. Daníel Halldórsson frá Hnaus um kom til bæjarins s. 1. fimtu- dag. Hann kom til að fá sér gleraugu. Mr. Halldórsson er nýkominn úr fiskiveri norðau af Winnipegvatni. Veiði kvað hann aigerlega hafa brugðist á vertíðinni. Fiskurinn hefir til þurðar gengið í vatninu, síðan Brackenstjórnin tók við eftir- litinu, vegna ,þess hvað klökin hafa skammarlega verið van- rækt. Móður eftir Jane Mörg tilmæli Dee hafa oss borist um leiðbeiningar um móðinn, til aðstoðar fyrir þær konur semv hvorki hafa tíma eða tækifæri til þess að fylgjast sjálfar með hinum yfirstandandi breyt- ingum sem hann tekur. Vegna þess hefir Eaton’s sett á stofn deild til leið- beiningar um tízku klæðn að, fyrir þær utanbæjar konur, sem áhuga hafa fyrir nýjustu tízku, og langa til að vera vel til fara. Langar yður til að vita um | nýjustu lita samböndin er notuð verða í haust — um fínustu dúkaefnin fyrir síð- | degis og kveldkjóla, —, um hinn rétta sokkalit, er fer með hinum mismunandi lita samböndum — nýjustu t í z k u í iskrautgripum, skóm, vetlingum, höttum, handtöskum, o- fl.? Hikið ekki við að skrifa mér og eg ,skal með ánægju reyna að aðstoða yður og hjálpa til að leysa úr þessum spurningum. En munið að þetta snert- ir aðeins tízku-málin en :r ekki verzlun viðkomandi. Eg starfa aðeins sem ráðu- nautur viðvíkjandi tízku dagsins og reyni í því sam- bandi að gefa hinar rétt- ustu leiðbeiningar sem unt. er, gagnvart fyrirspurnum | yðar. Ef það er eitthvað sem þér óskið eftir að kaupa og ekki er að finna í vöruskránni, þá gjörið svo vel og sendið þær pant- anir til The Shopper. EATONS Þorleifur Anderson frá Mc- Nutt, Sask., kom til bæjarins síðastl. fimtudagsmorgun. Hann var í viðskiftaerindum og tafði fram á föstudagskvöld. Hveiti- uppskeru sagði hann í meðal- lagi í sinni bygð, þó fyrir nokkr- um skemdum hefði orðið bæði af hagli og þurkk Hafra og bygg kvað hann samt með rýr- asta móti. Hann kvað löndum yfirleitt líða vel að því er hon- um væri kunnugt um. Og nú ættu allir annríkt við heyskap og uppskeru. Landnemavarðan á Gimli í Nýja íslandi Varðan—Varðan—byrgð úr storku og steini, iStendur. víst á meðan land ei sekkur. Frá landnemanna gjörðum vel hún greini, Til grundvallar hún er, sem merkur hlekkur. Og okkur löndum öllum næsta þekkur. Og hún er stoð af starfi traustra niðja Er stendur hljóð og föst í tírnans hafi, Og enginn henni böls mun reyna að biðja. Og bygðin á þann legsTein nöfnin grafi, Og á því heldur leikur varla vafi. Grjótið þarna hann Borgfjörð hefir barið, Bygðin hefir lyft þar Grettis-taki. Og eg hefi’ það við sól og höfuð svarið: Að sæmd og göfgi yfir henni vaki. Og það eg dreg að minna bræðra baki. Á velli þeim, sem varðan prúða stendur: Þar vökvi á Gimli blómin frónskar dætur. Og við, sem ennþá höfum sterkar hendur: Þar höggvi og rífi feysknar bjarkarætur, Og á því verki vormenn hafi gætur. Jón Kemested. Mánudaginn 10. þ. m. voru þau Thorkell Stefán Thorkel- son frá Nes, Man., og Grace Iris Dorothy Halldorson frá Hecla, Man., gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Marteinssyni, að 493 Lipton St. Heimili þeirra verður að Nes, Man. FRÁ ÍSLANDI 'Séra Eyjólfur J. Melan frá Riverton kom til bæjarins s. 1. mánudag. Hr. Valdimar Björnsson, út- varpsstjóri frá Minneapolis, Bjöm Björnsson, ritstj. Min- neota Mascot, ungfrú H e 1 g a Björnsson bókavörður, og móðir þeirra, Mrs. G. Bjömsson frá Minneapolis, héldu heimleiðis á þriðjudags morguninn, e f t i r viku dvöl hér í bæ meðal ætting- ja og vina. Séra K. K. Ólafsson kóm til bæjarins í gærmorgun vestan frá hafi. Hann dvelur hér tvo eða þrjá daga. Iðnaðar- og búnaðarsýning stóð yfir síðastliðna viku í Win- nipeg. Er sagt að hún hafi verið allvel sótt og þótt tölu- vert tilkomumikil. Mr. og Mrs. Dr. S. E. Bjö.ms- son frá Árborg, Man., voru stödd í bænum yfir helgina. Dr. A. B. Ingimundsson verð- ur staiddur í Riverton Drug iStore þriðjudaginn 18 ág. Mr. og M r s. Gunnlaugur Jóhannsson komu um siðustu helgi heim úr ferð sinni vestur á Kyrrahafs—strönd. heim hafði gær- LeiSrétting Misritast hefir í erindinu fyrir “Minni Canada” goðaheitð Njörður,—áaðvera Heimdallur. Mr. og Mrs. Guðm. Stefáns- son, 698 Simcoe St., Winnipeg, fóru út til Lundar um síðustu helgi til að vera við jarðarför Jóns Silgfússonar, er þar )fór fram síðastl. sunnudag. Jarðar- förin var ein meðal hinna fjöl- mennari í bygðinni, enda áttu bygðarbúar á bak að sjá einum mætasta sambygðarmanni sín- um. Laugardaginn 8. ágúst voru þau Adolf Freeman frá Siglunes, Man., og Elizabeth Margaret Sveistrup frá Vogar, Man., gef- in saman í hjónaband af séra Rúnólfi Marteinssyni, að ,'493 Lipton St. Heimili þeirra verð- ur að Siglunes. Ragnar H. Ragnar, pianóken- nari, kom vestan úr Vatna bygðum í gær. Hann fór þangað með séra Egil Fáfnis fra Glen- boro. Hann kvað uppskeruhor- fur góðar þar sem hann fór um- Islendinga—bygðirnar. Þriðjudaginn 4. ágúst voru þau Fernando Joseph Anthony Fortier og Ingibjörg Jónasson, bæði til heimilis í Winnipeg, gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Marteinssyni, að 493 Lipton St. Heimili þeirra verð- ur í Winnipeg. Mr. og Mrs. Hjálmar Björns- son frá Minneapolis, er dvalið hafa hér í kynnisferð síðan efth íslendingadag héldu heimleiðis á laugardaginn var. Mr. og Mrs. Fred Thordar- son bankastjóri og Mr. og Mrs. J. C. Pridham og dóttir þeirra Ardoth, komu fyrir skömmu til baka úr þriggja vikna bílferð vestur á Kyrrahafsströnd. Þau heimsóttu Seattle og Vancouv- er. Leiðin lá um Glacier Nat- ional Park, Montana, eftir Log- an Pass þjóðveginum. Er þar eitt hið undrasamlegasta út- sýni og vegurinn um fjöll- in skemtilegur. Á ströndinni var dvalið 9 daga við óviðjjafn- legar móttökur. Til baka H leiðin um Winatchee og Spok- ane til British Columbia, um Cranbrook, Kootenay National Park og til Lake Louise. Þaðan var farið til Banff og dálítið staðið þar við; og síðan til Cal- gary. Næsta dag var haldið til Edmonton og' daginn eftir til Prince Albert, en þar var dval- ið um kyrt yfir helgi og Prince Albert National Park skoðað, sem er undra fagur garður. Frá Prince Albert var farið til Swan River og dvalið í tvo daga í fögnuði og unaði hjá vinum og kunningjum, sem í Prince Al- bert, Seattle og Vancouver. Á leiðinni til Winnipeg, var nokkr- ar klukkustundir staðið við í Clear Lake í Manitoba. Margir fagrir staðir höfðu verið iheim- sóttir á leiðinni, en sá var dóm- ur ferðafólksins, að enginn hefði borið af Riding Mountain National Park þessa fylkis; hef- ir þar verið feiknin öll unnin til að prýða og fegra síðari ár- in. Veður var hið ákjósanleg- asta allan tímann. Og það á- samt ástúðlegum móttökum skyldmenna og vinafundum, gera ferð þessa ógleymanlega þeim, sem hana tókust á hend- ur. Dr. Helgi Tómasson hélt fyrir- lestur á aðialfundi geðve-ikis- lækna á Englandi Dr. Helgi Tómasson fór utan með Gullfossi um daginn til þess að sitja aðalfund geðveik- islækna í Englandi. Hafði félag þessara lækna boðið honum á fundinn til þess að hann flytti þar fyrirlestur um rannsóknir hans á geðveikislækningum og reynslu hans í því efni. Dr. Helgi kom aftur með Gullfossi í júlí og blaðið tal af honum í kveldi. Aðalfundur geðveikralækn- anna, segir dr. Helgi, var hald- inn í Folkstone í Suður-Eng- landi dagana 1.—4. júlí. Þar voru um 150 læknar saman i komnir. Mér var tekið þar tveim hönd- um. Og fyrirlestur minn vakti athygli læknanna. Um hvað fjallaði fyrirlestur- inn? Það yrði of langt mál og flókið að fara mikið út í þá S'álma. En aðalatriðið í stuttu máli er þetta, að blóðsölt sumra geðveikra manna breytast. En með |því að hafa áhrif á sam- setningu blóðsins, svo það breytist aftur í heilbrigt horf virðist sem hægt sé að flýta fyr- ir bata þessara sjúklinga. Er langt síðan þér byrjuðu rannsóknir þessar? Doktorsritgerð mín er samin um þetta efni. En síðan hefi e haldið rannsóknunum áfram, eftir því, sem eg hefi haft tök á. Hefi eg skrifað um þessar framhaldsrannsóknir mínar læknarit. En vegna þessara ritgerða fékk eg tilmæli um að koma á læknafund þennan. Og rannsóknir yðar halda á- fram? Já, vissulega. Eg fékk líka í þessari ferð 11 þús. kr. styrk frá Rockefellersstofnuninni til þess að kaupa rannsóknaráhöld, er munu gera mér rannsóknir mínar auðveldari en áður. Jafnframt fékk eg tilboð um það frá Rockefellersstofnuninni að hún kostaði sérnám eins eða hveggja lækna til j>ess að þeir gætu síðar aðstoðað mig við rannsókniriþessar,—Mbl. 12. júl. ÖRLAGAÞRÁÐURINN (Frumsamin saga) Eftir Friðrik Guðmundsson Framh. Gamli Jón var þegar búinn að klæða sig og sagðist fara að finna þá og sjá ef eitthvað væTi hægt að hjálpa þeim. Meðan hann tók sér bita, ítrekaði Halla það hvað eftir annað, að hann skildi fara varlega, því líklegt væri að lengi eftir á væru stein- ar að losna og hrapa. Eftir stundarkom var Jón kominn að Brekku og sá þá að Þorsteinn og vinnumenn hans tveir, voru byrjaðir að grafa ofaní skriðuna efst á tún- inu, og gekk hann því rakleiðis þangað. Það sá hann þegar að Þorst. var fullur af úlfúð, og gerði hann ráð fyrir að honum þætti skaðinn sár. En Þorsteinn leit valdalegur til hans, og sagð- ist halda að það væri ekki hans meðfæri, að vinna á þessari skriðu, hann hafði hugsað að Einar mundi að minsta kosti koma með honum- Hefir þú ekki fyrirboðið hon- um að koma að Brekku, sagði þá Jón. Eg er hinsvegar ekki farin að heimta neitt kaup, og ætla sjálfur að ráða því hvað mikið eg legg á mig. Með því sem það sá ofan á mykjuhaug sem hafði verið hlaðinn upp fram af fjósdyr- unum, þá gat Jón gert sér nokk- urnveginn skýra hugmynd um hvar fjósið hafði staðið, og þá líka betur skilið hvferhig afl skriðunnar hafði runnið á það, og fyrir þessa yfirvegun, var það alt annar staður á skrið- unni til að leita á. Sjálfur átti hann rekuna sem hann hugðist að grafa upp með- Þorsteinn sem var spölkorn frá, þar sem Jón hóf sína leit, rausaði mikið um það, að sér væri ekkert gagn unnið með slíku flónsæði, en Jón lét sig það engu skifta. Hann hafði hinsvegar ekki lengi grafið, þegar hann kom ofan á eina kúna, og var hún dauð. Hann var hinsvegar búinn að grafa sig niður upp að höndum út til hliðar á aðra síðu, þegax hann rakst á kýrfót, og var strax auðséð að hún gat ekki verið lifandi. Þorsteinn og vinnumenn hans voru allir hættir að grafa, og stóðu undrandi yfir gryfju Jóns, eins og sannfærðir um að þýð- ingarlaust væri að leita annar- staðar, jafnvel hræddir um, aö hér væru einhver brögð í tafli. Lá þá og næst að hugsa sér að skriðan hefði máske losnað af mannavöldum. Þorsteinn mintist stöðu sinn- ar í mannfélaginu, og spurði þá valdalegur, hver hefði vísaö honum á að leita hér á ólíkleg- asta stað? iSkilningur minn, svaraði Jón, eða getur ekki hreppstjórinn skilið það, að svona þung skriða, muni ýta frá sér áfram, áður en hún legst ofaná? Og af því hann hafði til að vera stríðinjn, þó bætti hann við, hvert hann í raun og veru héldi að torfveggir kæmu fagnandi á móti skriðunni, eins og hans til- raunastöð benti á. En þá kall- aði Siggi upp að þarna kæmi heilmikið af lausu grjóti hrynj- andi niður fjallið. Óðar hlupu þeir allir af stað út af skriðunni. Nú reið á að vera snarráður, þó steinarnir færu ekki eins og byssuskot. Hann sá að það var óvit, að standa niðri í gryfjunni, og flýtti sér því sem mest hann mátti upp á gryfjubakkann, en þar var hann staddur á fjórum fótum, þegar lítill steinn hitti hann á síðuna hægramegin, — hann fann undur sárt til, og hneig afllaus niður. Piltarnir sáu hvað fram fór, og voru strax komnir til hans, og vildu bera hann út á grasið, en hann gat með hvíldum talað, og bað þá að láta sig kyrran fyrst um sinn, hann átti svo bágt með að ná andanum. eftir litla stund gat hann sjálfur gengið út af skriðunni, og með því að þeir studdu hann- Allir þyngri steinarnir höfðu sokkið í skriðuna, nokkru ofar, en þeir léttari flotið fram á skriðu- sporðinn, og þó orðnir kastlitlir til allrar lukku. Jón lá upphvít- ur í grasinu, en Þorsteinn sendi Sigga þegar af stað eftir lækn- inum. Konurnar voru komnar til Jóns, með hjúkrandi nær- gætnar hendur, og það annað er hann gat af þeim þegið. Hann bað þær að láta Sigga tala við sig áður en hann færi. En það vildi hann af Sigga að hann segði Einari fyrst frá óhappi þessu, en hann væri við slátt í stóra hvamminum og því lítill krókur að finna hann. Eftir klukkustundar hvíld, vildi Jón fara að halda heim. Hann sagðist lekki þola að sitja á hestbaki ,og yrði hann því að ganga í hægðum sínum, og með hvíldum. Konurnar vildu að hann væri kyjr hjá þeim, þang- að til læknirinn væri búinn að skoða hann, en við það vár ekki komandi. iSiggi fann Einar, iog sagði honum sem komið var, en Ein- ar fékk honum orfið sitt, og bað hann að duga sér vel við slátt- inn, meðan hann næði læknin- um. Þeir Einar og Jón læknir,, höfðu þegar í félagi kostað og látið búa til, sterkann kaðal- stiga á bergið í klaufarbotnin- um, undir Gerðisöxlinni. Stig- inn var hringaður upp á berg- brúnina, í hvert skifti eftir að hann var notaður, og þá krækt- ur af tveimur öflugum íjám- krókum, sem ’festu |hann við bjargið, síðan var hann geymd- ur innan við lás, í litlu grjót- byrgi, með vatnsheldu þaki, sem Einar bygði til þess að verja hann fyrir láhrifum votviðra og fúa, og til þess að engum skildi í leyfisleysi standa hætta. af honum, og skildi Einar ávalt geyma lykilinn. I þetta skifti fór því Einar yfir fjallið, og var eftir lítinn tíma kominn aftur með læknirinn, en það stóðst á, að Jón var þá kominn heim undir, svo þeir Einar og læknir- inn gengu á móti honum og studdu hann eftir það heimleið- is. Við rannsókn læknisins, kom það í Ijós að brotin voru nokkur rif í hægri síðu Jóns, eins og steinninn hafði náð út yfir, en það áleit læknirinn, að hann væri ekki ihættulega meiddur innvortis, aðeins að hann leyfði sér langa og góða hvíld. Það lág vel á Sigga þegar hann kom heim að Brekku um kvöldið. Þorsteinn hélt að hann hefði verið að sækja lækn- irinn og fylgja honum aftur heim, þó lét hann í ljósi undrun sína yfir því, að það sæi ekkert á hestunum, eins og þeir hefðu baðað sig í sólskininu allan daginn, en hann átti von á að þeir væru allir storknir af svita. Siggi þorði ekkert að segja honum, en þá kom Ingibjörg út á hlaðið, og spurði strax, hvern- ig Jóni liði, en Siggi sagði að það væru brotin mörg rif í síð- unni hans, og hann yrði að liggja í marga daga rúmfastur- Hann sagði að læknirinn yrði á Gerði í nótt, til þess á morgun að rannsaka á ný, hvert Jón væri nokkuð hættulega kostað- ur innvortis. Hvað hefirðu þá verið að gera, því komstu þá ekki fyr heim, sagði Þorsteinn. Hann hefir ekkert vitað um það fyr en hann lagði af stað heim, hvað læknirinn ættlaði fyrir sér, sagði þá Ingibjörg. Það mátti auðveldlega sjá hann varð þessari nærgætni Ingi- bjargar feginn, því óvart hafði hann flækt sig í fréttanetinu.— Þorsteinn leiddi hestana f hag- ann, og notaði Siggi þá tímann til að segja Ingibjörgu allar fréttirnar sem hann bjó yfir, því hann vissi að hún gerði goct úr öllu, og ráðlegði sér alt heilt, vissi líka að þær voru svo mikl- ar vinkonur Hallbera og Ingi- björg, að alt var sameiginlegt með þeim. Hann sagðist hafa séð að þau væru trúlofuð Jón læknir og ína á Gerði. Þau færu ekkert dult með það, þau hefðu leiðst upp í Gerðið, verið þar lengi, og leiðst aftur heim. Þeir Jón læknir og Einar í Gerði, voru í samlögum búnir að se.tja stiga á klaufarbjargið, sem eng- inn fær að nota nema með þeirra leyfi, og í dag sótti Einar læknirinn yfir fjallið, og var ekki nema litla stund að ná honum. Framh.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.