Heimskringla - 12.08.1936, Blaðsíða 7

Heimskringla - 12.08.1936, Blaðsíða 7
WINNIPEGr, 12. ÁGÚST, 1936 HEIMSKRINCLA 7. SlÐA DR. PÁLSSON og hans f‘LÝSING ÍSLANDS” “Lastaranum líkar ei neitt, Lætur hann ganga róginn; Finni hann laufblað fölnað eitt, Þá fordæmir hann skóginn.” Stgr. Thorsteinsson. J>að mun varla ofmælt, að grein hr. S. T. Atholstan i síð- asta Lögbergi sé af vanefnum smíðuð. Hann reynir að halda uppi vörn fyrir dr. Pálsson en veit ekki hvað fyrirlestur lækn- isins hafði að flytja né í hvaða anda frásögnin var- Hann virð- ist þess fullviss að dr. Pálsson hafi lýst landi og þjóð frá tveim hliðum, er auðvitað stafar af því að hr. Athelstan veit ekki betur. Hann, af ókunnugleik, jafnar saman frásögn dr. Páls- son og séra Alberts Kristjáns- sonar, s^m vitanlega. nær ekiti nokkurri átt. Að dæma af skrif- um hr. Athelstans sjálfs þá á hann ekki heldur samleið með lækninum og mun hann sann- færast um það sjálfur ef hana fengi færi að kynna sér erindi það er dr. Pálsson flutti um Islandsferð í kirkju Sambands- safnaðar í Winnipeg síðastliðinn vetur. Af lítilli sanngirni virðast og ummæli hr. Athelstan, um grein hr. Magnúsar Petersonar, vera rituð. Það er mikið skemra síðan eg fór frá íslandi en hr. Peterson og er eg þó honum al- veg samdóma. Vil eg votta hr. Peterson þakklæti mitt fyrir grein hans og athugasemdir við ræðu dr. Pálssonar. Það mun öllum augljóst að hr- Athelstau hefir algerlega misskilið hvað um er rætt og þarf því eigi að eyða fleiri orðum um það. Þar sem eg er fæddur og upp- alinn á íslandi eru siðir, hættir og saga íslenzku þjóðarinnar í nútíð og fortíð mér mikið kunnugri en dr. Pálsson, kom mér frásögn hans kynduglega fyrir sjónir. Nær alt það fólk er eg þekti á íslandi er ennþá á lífi og mun að litlu hafa skift um hætti þessi árin. Sú ófagra mynd, er læknirinn dró af fólk- inu, siðum þess og háttum, get- ur sá einn smíðað er alt færir til verri vegar. Og það var aðal ókostur við þjóð og land- lýsing dr. Pálssonar, að öll frá- sögnin bar þess glögg merki, að hann gerði mikið úr því er miður fór en lét lítt getið mann- og landkosta heima. En slíkan leik má gera fleirum en Aust- ur - íslendingum; ósanngjarnir og illgjarnir menn geta á slíkan 'nátt svívirt hvaða land og þjóð er vera vill. Það mjunu enn á lífi í þessu landi þúsundir íslendinga fædd- ir á Íslandi. Ótal bönd binda oss enn við heimaþjóðina. Is- land er ættjörð vor; í þúsund ár ól hún forfeður vora og mæður, við erum blóð af henn- ar blóði, hold af hennar holdi; hver er lastar heimaþjóðina, hann lastar oss einnig. Enda munu margir Vestur-íslending- ar taka undir með skáldinu, er kvað— ‘‘Vér heitum þann níðing, er hæðir þín tár.” , og| kunna litla þökk þeim er eigi bera drengskap til að láta heimaþjóðina njóta sannmælis. Hver sá, er að því stuðlar að ala á úlfúð milli þjóðarbrot- anna, vinnur ílt verk og óþarft. Og því er betur, að margir landar, beggja megin hafsins, vilja í öllu auka samúð, virð- ingu og bræðralag íslendinga um allan heim og þann flokk fylla allir mætir menn og kon- ur. Ef slíkt á að takast þarf til þess umburðarlyndi og sam- úð, sem og er nauðsynlegt til alls félagsskapar. Það er alkunna að “líkur sækir líkan heim.” Sjálfur þekki eg fjölda eldri og yngri Vestur-íslendinga, gott, siðsamt og kurteist velviljað fólk er hefir heimsótt Ísland og borið landi og þjóð söguna á- gætlega. Stingur það mjög í stúf við sögusögn dr. Pálsson- ar. Það eru til ónrenni, letjing- ar og ruddar á íslandi, sem í öðrum löndum, en flestir, er heim hafa komið, aðrir en dr. Pálsson, virðast hafa haft lag Svo þú hafir betra Sumarleyfi K1EWEL9S CWYixtc SeaSs og svala þá reyndu hinn glitr- andi ískalda Kiewel bjór. Hann leysir úr spurningunni! Hin kælandi áhrif eru ógleymanleg SÍMIÐ 96361 Eftir Skjótri Afgreiðslu This advortisempnt iis not inserted by the Government Liquor Control Comm. Tha Comm. is not responsible íor statements made as to quality of products advertised Have the Business POINT OF VIEW t Dominion Business College students have the advantag ; of individual guidance in the all-important factors of business personality, conduct, and approach. No matter how thoroughly you know the details of office work, you must be able to sell your services, and this is now just as much a part of Dominion training as Shorthand, Typewriting, Bookkeeping, or any of the other courses in which Dominion leader- ship has been recognized for over twenty-five years. Business is better! Employment is increasing! Prepare for it. DOMINION BUSINESS COLLEGE On The Mall and at Elmwood, St. James, St. John’s á að sneiða hjá þeim og kunna því lítt frá þeim að segja. Um fjandskap gagnvart Am- eríku, er dr. Pálsson kvað svo algengan, kann eg ekkert af að segja því eg veit ekki til að það sé algengt heima þó að margir væru á móti vestur- flutningi fólks, sem eðlilegt var hjá svo fámennri og fátækri þjóð. Hitt var algengt, að Am- eríka væri álitið land frelsisins og tækifæranna, og mannjafn- aðar og réttlætis. Ótal aðrir en eg lásu um og unnu minn- ingu Benjamin Franklins, Ueo. Washingtons, Lincolns og slíkra manna. Þessa munu menn verða varir þann dag í dag ef það er rætt við fólk af sann- girni og hógværð. Þó að dr. Pálsson viti þetta ekki þá sannar það aðeins hve grunt j hann hefir rist. Til að meta og skilja hvaða þjóð sem er, er nauðsyn að vita og skilja sögu hennar og af- stöðu. íslenzka þjóðin hefir þolað á liðnum öldum— “ís og hungur, eld og kulda, áþján nauðir, svarta dauða—” og sanngjarnt mat nútímaþjóð- 1 arinnar tekur þetta með í reikn- inginn. Frú Lindbergh komst að orði um íslenzku þjóðina á þá leið að á íslandi “byggju | risar er hefðu numið náttúru- j öflin í þjónustu sína.” Og hver j j sá, er með skilningi les sögu j I íslands, mun aldrei efast um j 1 glæsilega framtíð þjóðarinnar og líta hana líkum augum og frú Lindbergh. Það situr illa á oss Vestur- íslendingum að lasta íslenzku þjóðina, háttu hennar og starf. Við höfum ekki nema fáir með striti né viti lagt vorn skerf til framfærslu lands né þjóðar. j Við runnum úr leik og skildum j I þeim eftir byrðarnar. Þó þeir bindi bagga sína öðrum hnút- um en við þá kemur það oss alls ekkert við. Við höfum fyr- | irgert öllu tilkalli til umhlutun- j ar um íslenzk mál. Heima sáu i menn ættingja og vini í þús- undatali yfirgefa ættjörðina, og það var ekki sársaukalaust. Þeir er heima sátu héldu áfram starfinu og það star£ hefir blessast svo að nútíma saga ís- lands er sönn gullöld, bezta og glæsilegasta tímabil er þjóðin hefir lifað. íslendingar hafa fullan rétt að vera stoltir af árangri' vinnu sinnar, hvaða augum sem miljónaþjóðimar kunna að líta viðleitni þeirra. 'Það er vonandi að sem flest- jir landar hér vestra ferðist heim að líta þá jörð augum “er j j feðra hlúir beinum.” En þá er og nauðsyn að þeir komi til að skilja landið og þjóðina, en eigi til að draga dár að því er fyrir augun ber né troða ill- j sakir við einn eða neinn. Lengsta mannsæfi er aðeins fá- ein ár, æfi þjóðanna ára-þús- undir. Um ókomnar aldir mun heimaþjóðin minnast barna sinna er fóru vestur um haf og hurfu sjónum meðal miljón- anna í Vesturheimi Þar mun um ókominn tíma geymast nöfn okkar beztu manna þó þau iíði úr minni stóru og sterku þjóðarinnar er þetta land bygg- ir um aldir alda. En á meðan það er ekki of seint skulum við af alhug reyna að njóta yls og bræðralags við bræður vora og systur á ættjörð vorri heima. Vestur-íslendingar munu láta sem vind um eyru þjóta róg- burð og hallmæli ofstopamann- anna, en biðja með skáldinu er bafði bjartsýni og manngæzku til að kveða á einni mestu raunaöld íslenzku þjóðarinnar; “ísland ögrum skorið, eg vil nefna þig, sem á brjóstum borið og blessað hefir mig. Pyrir skikkun skaparans vertu blessuð, blessi þig blessað nafnið hans.” Árborg, 24. júlí 1936. R. H. Ragnar. Framför Kemur aðallega til af því að nákvæmri rannsókn hef- ir jafnt og stöðugt verið haldið uppi í ölgerða hús- inu í meira en hálfa öld. Og þér njótið í fullum mæli þessarar 1 ö n g u reynslu vorrar við að brugga h i n n efnisbezta bjór. Kælið Yður Þessi óþægilegi “kverka- þurkur” hverfur eins og fyrir töfrum jafnskjótt og þér pantið Shea9s Select Beer - India Pale Ale Stock Ale Símið 96361 Símið Eftir Skjótri Afgreiðslu This advertisement is not inserted by Government Liquor Control Oommission The Commission is not responsible for statements made as to quality of pro- ducts advertised. AÐ GEFNU TILÉFNI Á framsíðu Lögbergs frá 30. júlí er greinarkorn, er getur þess, að séra K. K. Ólafsson hafi lagt á stað heimleiðis í býtið á kosningadagsmargun- inn, “eftir að hafa ferðast nátt- fari og dagfari um íslendinga- bygðirnar við Winnipeg og Manitobavatn, og lagt sína síð- ustu blessun yfir þær Salome og Ástu og Social Credit kuklið í Manitoba.” Þegar eg las þessa grein, og hugsaði um það, sem felst milli línanna, spurði eg sjálfan mig: Ætli það væri nú ekki betra fyrir okkur öll og blöðin okkar líka, ef prestamir okkar eyddu meiri tíma í að flytja frelsar- ann yfir á milli línanna í stjóra- málaspjöllunum, en eyddu minni tíma í að binda hann í bókstafinn í Guðspjöilunum. svo liann ekki komist lengra? Lesari góð'ur, hvers spurðir þú sjálfan þig, er iþú hafðir lesið þessa grein? í Bandaríkjunum er nú fjöldi presta að byggja heimili fyrir frelsarann á velli stjórnmál- anna; mér finst sjálfsagt, áð Canada komi á eftir og hvað það er þá vel viðeigandi, að bandaríkjaprestur beri fánann í þeirri fylkingu. John S. Laxdal. ÍÞRÓTTA-SIGURVEGARAR á Islendingadeginum á Gimii 3. ágúst 1936 100 Vard Dash— Ist— E. Stefanson, Lundar 2nd <3. S’lefanson, Lundar 3rd —H. Holm, Gimli Running Broad Jump— Ist H. Holm, Gimli 2nd Steini Eyjolfson, Geysir 3rd S. Sigfusson, Lundar 220 Yard Raee— lst—H. Holm, Gimli 2nd—G. Stefanson, Lundar 3rd—E. Stefanson, Lundar Running High Jump— lst—S. Eyjolfson, Geysir 2nd—O. Olson, Gimli 3rd—S. Sigfusson, Lundar 440 Yard Race— lst—Paul Nelson, Winnipeg 2nd—L. B. Stefansson, Winnipeg 3rd—H. Holm, Gimli Hop, Step and Jiunp— lst—S. Sigfusson Lundar 2nd—L. Breckman, Lundar 3rd—H. Holm, Gimii Pole Vault— lst—S. Eyjolfson, Geysir 2nd—J. Howardson, Gimli 3rd—S. Sigfusson, Lundar Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusimi: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að finni á skriístofu kl. 10—1: f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsimi: 33 158 Dr. J. Stefansson 216 MEDICAL ARTS BLDG. Horni Kennedy og Graham Stundar eingöngu augna-eyrna- nef- og kverka-sjúkdóma Er að hitta frá kl. 2.30—5.30 e. h. Talsimi: 26 688 Heimili: 638 McMillan Ave. 42 691 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. Dr. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANNING ST. Phone: 26 420 Dr. O. BJORNSSON 764 Victor St. OFFICE & RESIDENCE Phone 27 586 J. WALTER JOHANNSON Umboðsmaður New York Life Insurance Company Annast um aðgerðir á Radios, set upp aerials, einnig sel ný og görriul Riadio. TH. VIGFÚSSON Sími 39 359 559 Furby St. G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bldg. Talsími 97 024 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON tSLENZKIR LOGFRÆÐINGAR á öðru gólfi 325 Main Street Talsimi: 97 621 Hafa einnig skrlíatofur að Lundar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvlkuda* 1 hverjum mánuði. M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINQAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætur úti meðöl í viðlögum ViBtalstímar kl. 2—4 e. h. 7—8 ati kveldlnu Sími 80 857 665 Vtctor St. Standing Broad Jump— lst—S. Sigfusson, Lundar 2nd—E. Stefanson, Lundar 3rd—L. Johnson, Lundar 880 Yard Race— lst—Paul Nelson, Winnipeg 2nd—L. B. Stefansson, Winnipeg 3rd—E. Valgardson, Gimli fslenzk Glíma— lst—öskar Thorgeirson (Gold Medal and Hannesson Belt) 2nd—S. Eyjolfson 3rd—F. F. Jónsson Lundar Athletic Association won the Oddson Shield. S. Sigfusson, Lundar, won the S. Hanson Cup. (Note—In the above list the prizes ' for lst, 2nd and 3rd were, respec- tivly, Gold, Silver and Bronze Medals). Það má eflaust einhverra að- gerða vænta í húsabyggingar- máli Winnipegborgar, þó sum- um finnist það nú orðið um seinan á þessu ári. “National Employment Commission” álít- ur húsabyggingar nauðsynlegar til að bæta úr atvinnuleysinu; og bæjarráðið í Winnipeg er að herða á sveitaráðsfélagi Can- ada (Union of Canadian Mun- icipalities) að sverfa á Sam- bandsstjórnina að leggja fram féð! A. S. BARDAL selur likkistur og annasit um útfar- ir. Allur útbúnaður sá besti. — Ennfremur selur hann allskon&r minnlsvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phone: 86 607 WINNIPEQ Dr. S. J. Johannes ion 218 Sherbum Street Tulsiml 30 877 Viðtalstími kl. 3—5 e. h. Rovatzos Floral Shop 206 Notre Dame Ave. Phone 94 954 Fresh Cut Flowers Daily Plants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Designa Icelandlc spoken THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents fór Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Dr. A. V. JOHNSON ISLENZKU R TANNLÆKNIR 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúslnu Simi: 96 210 Heimills: 33 321 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Slmi: 94 221 800 PARIS BLDG.—Wlnnlpeg RAGNAR H. RAGNAR Pianisti oo kennari Kenslustofa: 683 Beverley St. Phone 26 555 Office Phonk Res. Phone 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 12 * 1 4 P.M. - 6 P.M. AND BT APPOINTlfENT KAUPIÐ HEIMSKRINGLU LESIÐ HEIMSKRINGLU BORGIÐ HEIMSKRINGLU Gunnar Erlendsson Pianokennari Kenslustofa: 594 Alverstone St. Sími 38 181

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.