Heimskringla - 23.12.1936, Blaðsíða 1

Heimskringla - 23.12.1936, Blaðsíða 1
LI. ÁRJGANGUR WINNIPBG, MIÐVIKUDAGINN, 23. DES. 1936 NÚMER 12. Heilög Jól Hið fegursta í siðum vorum og trú, eru hinar ýmsu hátíðir, sagnir og hugsjónir, sem við þær eru tengdar. Æðst þessara hátíða er Jólahátíðin. Sá skilningur hefir jafnan verið lagður í boðskap jólahátíðarinnar að hún sé hátíð friðar, fagnaðar og von- ar. Þá er hún líka nefnd hátíð ljóssins, og var það hið upphaflega tákn hennar. Með jóladögunum tekur daginn að lengja og næturhúminu að halla. Aðal þýðing jólahátíðarinnar er þó fólgin í því sem hún táknar á hverri tíð, í hugsjón þeirri sem hún birtist í og beinir skynsemd og tilfinningu manna að. Þroskaferill hennar, upp frá því að vera hátíð sól- komunnar og ljóssins, byrjar þegar hún er tengd við þann einstæða atburð mannkynssögunnar, er svo litlum tíðind- um sætti hjá samtíðinni að hann gleymdist, en varð síðar aðal ráðandi í skiftingu tíðar og tíma, svo að við hann eru allir hlutir miðaðir og frá honum eru allir hlutir taldir er koma fyrir í æfi einstaklinga og þjóða. Atburður þessi var fæðing og hingaðkoma fátæks og umkomulauss barns, er samtíðarmennirnir ýmist nefndu son timbursmiðsins, manns-soninn eða son hins hæsta. Með því að verða fæðingarhátíð hans, öðlaðist hún nýja þýðingu. Hún varð ekki eingöngu hátíð hins ytra ljóss, heldur og líka hátíð hins innra ljóss. Tákn ljóssins varð yfirgripsmeira og dýpra en áður.-------- Ljós er það sem lýsir og vermir, klakabundna jörð og kaidsinnaðan huga. “Það eru geislar þó þeir skíni um nætur.” “Fyrir hjartagróna miskunn Guðs, upprann oss ljós af hæðum til að stýra fótum vorum á friðarins veg.”- Hátíð ljóss og friðar, vonar og kærleika! — Heilög Jól! R. P. Jón Friðfinnsson Síðast liðinn laugardag, var til moldar borinn einn af hinum merku, eldri íslenzku landnem- um vestan hafs, tónskáldið Jón Friðfinnsson. Má með sanni um hann segja eins og St. G., að hann væri landnemi í tvennum skilningi. Á s^ma tíma og hann tók sinn þátt í striti landnemans fyrir daglegu brauði á fyrstu ár- unum hér, var hann einn af þeim fáu, eða ef til vill eini vesturfar- inn frá landnámsárunum, sem reist hefir sér óbrotgjariian minnisvarða á sviði sönglistar- innar með tónsmíðum sínum. Jón lézt 16. desember á Al- menna sjúkrahúsinu í Winnipeg. Hafði hann verið nærri árlangt rúmfastur.og frá því á öndverðu sumri á sjúkrahúsinu, mjög oft þungt haldinn. Jón Friðfinnsson var fæddur 16. ágúst 1865 á Þorvaldsstöðum í Breiðdal á íslandi. Var hann því á öðru ári yfir sjötugt, er hann lézt. Heiman af íslandi kom hann 11 ára með foreldrum sínum 1876. Bjuggu foreldrar hans fyrstu árin í Nýja-íslandi, en fluttu til Argyle-bygðar árið 1883. Og þar reisti Jón bú og bjó unz hann flutti 1903 til Win- nipeg; hefir hann átt heimili hér síðan. Eftirlifandi konu sinni, önnu (Johnson) Friðfinnsson giftist hann 1887. Þó Jón sé kunnastur Vestur- tónskáld dáinn slendingum af tónverkum sínum þekti hann dálítið til erfiðleik- anna á frumbýlingsárunum hér og fékk á þeim að kenna, sem aðrir. Búskap rak hann einnig í 20 ár í Argyle-bygð. Þegar sá er þetta ritar spurði hann einu sinni að því hvernig búskapur- inn hefði farnast sagðist hann muna eftir einu happi sérstak- lega, sem sér hefði hlotnast og það var þegar hann komst yfir orgel-kríli. Það skal engu haldði fram um það hvort þetta var sagt í gamni eða alvöru, en hvort heldur að var, mun það hafa sýnt, að hverju hugurinn hneigðist. En svo var nú eftir að nema eitthvað í þessari list allra lista. Um kennara var ekki að tala og tíminn, sem náminu var hægt að helga, voru auðvitað kvöldin stundum og næturnar, eftir dagsverkin á akrinum. Eftir nokkurn tíma var samt svo komið, að kenslu var hægt að fá — fyrst bréflega frá góð- um tónlistarkennurum í Chicago og Philadelphia og síðar, og aðal- lega þó eftir að til Winnipeg kom, munnlega hjá beztu kenn- urum; var einn þeirra Rhys Thomas annálaður kennari og tónfræðingur. Eitt fyrsta lagið sem Jón samdi, var við vísur Kristjáns: “Stígur myrkur á grund”. Hefði undir eins af því mátt spá fyrir um það er síðar varð raun á, að í Jóni byggi efni í gott tónskáld. Árið 1904 og aftur 1921, gaf hann út nokkur lög eftir sig, og hafa sum þeirra verið tíðum sungin hér á samkomum og eru á hvers manns vörum. Og síð- asta og stærsta tónverk hans, Kantatan við hátíðarljóð Davíðs Stefánssonar, hefir verið sungin bæði í Winnipeg og víðar af ís- lenzkum kórum, og hefir hlotið lof. Jón unni tónlistinni. Eins og á stóð hér á landnámsárunum er ekki gott að hugsa sér að nokkur hefði orkað því, sem hann gerði, án hóflausrar ástar á sönglist. ÆTTJARÐARAST En Jón var góðum hæfileikum gæddur á fleiri sviðum en því, sem hér hefir aðallega verið minst á. Það kvaldi hann mik- ið, er hann var að lesa nýgerð kvæði, ef hending var gölluð í þeim. Þætti honum kvæðið að öðru leyti gott, hafði hann mikla löngun til að breyta og yrkja að nýju hinar óviðfeldnu hendingar, ekki sízt ef honum bjó í huga að semja lag við kvæðið. Og hann var eins fundvís á smekkleysi í framsetningu óbundins máls. Eins og Jón var heill í tónlist- inni og sem á verk hans setur frumlegan og sjálfstæðan blæ, svo var vinátta hans einlæg og staðföst. Vér kyntumst honum ekki persónulega fyr en síðustu þrjú eða fjögur árin, en sú kynn- ing nægir til þess að sannfæra mann um þetta. Þjóðlíf vort Vestur-íslendinga á Jóni Friðfinnssyni mikið að þakka. Hann hefir auðgað það. 0g það er fjölþættara, litauð- ugra fyrir starf hans. Jón kendi íslenzkum æskulýð um skeið að syngja. Margt af yngra fólki sem maður hittir, segist hafa fengið fyrstu tilsögn sína í íslenzkum söng hjá Jóni Friðfinnssyni. Auk konu hans, sem áður er getið, og sem Jón mintist oft sem þeirrar er hann ætti það alt að þakka, að hann hefði getað aflað sér hinnar þráðu þekking- ar í tónlist, lifa hann einnig sjö börn þeirra hjóna. Eru þau: Fred og William í Winnipeg: Mrs. G. R. Stephenson, Mrs. H. Baldwinson og Chris, sem einnig eiga heima í Winnipeg; ennfrem- ur Wally í Saskatoon og Dóra í Vancouver. Jarðarförin fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju s. 1. laug- ardag. Var hún mjög fjölmenn. Dr. B. B. Jónsson jarðsöng. Við útförina söng ,Mrs. B. H. Olson einsöng með lagi eftir Jón, af sinni kunnu söngíþrótt, sem einkar vel átti og við. Áður en líkið var flutt í kirkj- una var húskveðja höfð á heim- ilinu, 624 Agnes St., í Winnipeg. Líkmenn voru: John Hall, Sigfús Anderson, Magnús Markússon, Kristján Hannesson, Halldór Johnson og Halldór Þór- ólfsson. Viðurværiskostnaður hefir hækkað um $5.00 á mánuði vegna hækkandi verðs á nauð- synjavörum borinn saman við það sem hann var 1935. Vinnu- laun hafa ekkert hækkað. Skyldi nokkur maður, sem ekki hefir dvalist fjarri fóstur- jörð sinni, þekkja til hlítar af eigin reynd þá seiðmögnuðu þrá, sem nefnd er ættjarðarást? — Hvað sem því líður, er það víst, að hún birtist mönnum naumast í almætti sínu fyr en þeir eru komnir í nægilega fjarlægð frá ættlandi sínu. Svo einkennilega vill til, að ættjarðarástin hefir sætt lítilsvirðingu ýmsra manna síðan um Heimsstyrjöld. En stríðið og afleiðingar þess hafa um stundarsakir kollvarpað því mati, er áður var títt að leggja á ýms þau verðmæti, sem mönn- um hafa löngum verið helgust. Slík uppreisn gegn eðlishvötum mannkynsins mun tæplega eiga sér mjög langan aldur. Ætt- jarðarást manna, hin óslítanlega, ramma taug, “sem rekka dregur föðurtúna til”, mun standa af sér allar tískusveiflur, undir hvaða yfirskini, sem þær eru birtar alþýðu manna. Hún er eilíf eins og trúhneigð mann- kynsins, og slíkar hvatir fá eng- ar prédikanir og ekkert hatram- legt ofstæki upprætt. Auðvitað á allur gorgeir næsta lítið skylt við ættjarðarástina. Sú alda líefir jafnan verið af öðrum rót- um runnin. Stjórnmálabarátta nútímans byggist yfirleitt ekki á ættjarðarást í réttum skilningi, þó að hún hafi sumsstaðar orðið til þess að draga þetta hugtak inn í baráttuna og villa þannig ýmsum mönnum sýn. Ættjarð- arástin er óskilgreinanlegt hug- tak engu síður en það, sem vér nefnum sál mannsins, og er því óralangt ofan við þá togstreitu. er vér nefnum pólitík og nálega eingöngu er í því fólgin, að verð- mætum þjóðanna er velt með mismunandi móti. ^— Ættjarð- arást íslendinga birtist oss í tindrandi augnaráði þeirra manna, er heyra móðurmál sitt hljóma óvænt í fjarlægu landi, handtaki tveggja íslenzkra manna, er hittast Iangt úti í heimi; kvæðum Jónasar Hall- grímssonar o. fl. manna, er gerð- ust skáld úti í löndum. Hún er sú undiralda í tilfinningalífi ein- staklingsins, er gerir hann sjálf- stæðan en jafnframt einmana gagnvart mannhafi erlendra stór borga. Ættjarðarböndin skapa þann grunntón, er jafnan vill heyrast gegnum tækni hans á er- lent talmál, hversu vel sem hann kann að hafa numið það að Svartidauði Davíð Stefánsson frá Fagraskógi Sveitir eyddust í Svartadauða, því pestin réðifet á ríka og snauða. Sálin skildi við skilningarvitin, og svo varð líkaminn svartur á litinn. Engin plága kom áður meiri. En svo kom önnur og síðar fleiri ein drap sauðfé og önnur hesta. En seinasta plágan er plágan mesta. —Mbl. Hún berst um landið , með blaðagreinum og veldur alskonar innanmeinum. Menn sýkjast jafnvel af sjúkra orðum, svo plágan fer hraðar en pestin forðum. Hún ræðst eins og fyr á ríka og snauða og svipar að nokkru til Savrtadauða. En nú verður líkaminn ljós og bjartur, en innri maðurinn allur svartur. Jólanótt i. Nú vaknar hver minning er mannshjarta# á, sem morgunsins ljós verður hrím-nóttin grá er lá yfir sálu og sinni. Það birtir úti og inni. Frá kirkjunum hljóma hátíða-ljóð, í hugunum tendrast hin kulnaða glóð. En hálf-gleymdar hugsjónir rísa úr helkulda-læðingi ísa. II. Blundar fold í faðmi vetrar köldum, fölur dagur lengst í vestri sefur. Leika fjölbreytt ljós á himin-tjöldum, Ieiftur-glampi daufur foldu vefur. Norðurljós í nakði húmsins glitra, nær og fjær þau vefja sig og teygja, breikka, lengjast, brosa, fölna, titra, brotna, hníga, eyðast, kulna, deyja. —Blaðlaus runnur brosir kalt og stynur. Auðn og slétta fanna vafin feldi fjötra hugann sterkum gleymsku-böndum, fylla hjartað undarlegum eldi, ögra manni að gleyma numdum löndum, kveikja óró inst í hugans djúpi, ótal myndir draga fram á sviðið: —flestar reifðar myrkum móðu-hjúpi,— miriningar um það sem nú er liðið, æfintýri einstaklinga og þjóða. Hljóður máni hjúpast mekki skýja, hér og þar sjást stjörnuljósin blika. Dökkir skuggar færast saman, flýja, flökta, dreifast, eyðast, stökkva, hika. Líkt og hermenn blóðs á velli bíði bundnir valdi þess er fyrir ræður, eigi von á ógurlegu stríði, einangraðar vonarlitlar hræður, trú á sigur lömuð, djörfung dáin Glitrar fönn er geislum stafar máni gegnum rof á þykkum skýja-feldi, er sem jörðin fái ljós að láni lengst úr fjarru, huldu dýrðar-veldi, aðeins stutta stund, þá byrgist rofið, stilt og hljótt er dregið fyrir gluggann. Nú mun verða í næði húmsins sofið, nýir draumar fæðast.—Gegn um skuggann leitar andinn æ að nýju rofi.— III. Þó vakni hver meinning er mannshjartað á og morguninn lýsi,—er haustnóttin grá sem býr oss í brjósti og sinni. —Það birtir svo seint þar inni.— Og kirkjunnar helgustu hátíða-ljóð þau hita aðeins snöggvast vort kólnaða blóð. En bjarminn í austri er eg eygi er upphaf að nýjum degi. Páll S. Pálsson —Norður-Reykir öðru leyti. Gildur þáttur í bók- mentum og baráttu vorri á 19. öld skapaðist við bjarmann af þeim heilaga eldi, sem Vestu- meyjar ættjarðarástarinnar vörðuðu í hugum íslenzku skáld- anna og frelsishetjanna á Hafn- arslóð. Ætli sum beztu ættjarð- arljóð vor hefðu orðið mjög há- reist, ef þau hefðu verið ort í fásinninu heima? Hvernig hefðu lofkvæði Einars Benediktssonar til íslands orðið, ef hann hefði aldrei komist út fyrir landstein- ana og hefði ort þau í Herdísar- vík? Slíkar spurningar vakna í sambandi við bókmentirnar. — En síðan háskólamentun vor og stjórnmálabarátta færðust inn í landið, verðum vér sífelt að vera á verði gegn því, að eymenskan og fásinnið nái ekki að smækka forustumenn þjóðarinnar. ís- lenzkir mentamenn og stjórn- málamenn þurfa á unga aldri að öðlast þá víðsýn í kynningu við aðrar þjóðir og önnur lönd, er geri þá færari en ella til þess að hjálpa þjóð vorri til að lifa menningarlífi. Látum oss þessi orð Hávamála að varnaði verða: Lítilla sanda, lítilla sæva lítil eru geð guma. —Samtíðin. Vestan frá Argyle komu til að vera við jarðarför Jóns heit- ins Friðfinnssonar er fór fram s. 1. laugardag: Mr. og Mrs. Mc- Lean, Mrs. J. Anderson, Mrs. Guðrún Stevenson og Mrs. Gísli Björnsson. FLEYGAR Nýi tíminn tók af okkur kóng- inn, en gamli tíminn gaf okkur annan í staðinn. Hans hátign Edward VIII Bretakonungur tefldi kórónunni á móti ástinni. Ástin vann. — Halldór Kiljan Laxness tefldi dauðanum á móti ástinni. Ástin vann. Jóhann Sigurjónsson tefldi hungrinu á móti ástinni. Ástin tapaði. Þetta ættu þeir að íhuga, sem halda að öllu sé óhætt, þó að miljónir manna séu sveltar að þarflausu. Ungur gáfumaður, sem hefir peninga fyrir takmark, verður á gamals- aldri heimskur og feitur. Hólið er að gera bókmentirnar gjaldþrota. “Að njóta lífsins er að burtsóa því,” segir Árni Gar- borg. — Hvað halda ríku menn- irnir um það? Mennirnir verða þeir sömu, þó að þeir syngi “Heims um ból,” um þessi jól. Sá, sem þegir þegar hann á að tala, ætti aldrei að tala. Væri Páll Bjarnason meiri- hluta maður, yrði klappað fyrir honum eins og Jónasi Pálssyni. f trúarbrögðunum er meiri sannleikur en margur hyggur.— Prestarnir hafa gert þau óskilj- anleg. Spillingin bíður á meðan ný stefna er að festa sig á grunnin- um. Það hjóta að vera ágætir prestar í Winnipeg. f hvert sinn, sem stólræðu er útvarpað segja Mikleyingar, að það sé bezta ræðan, sem þeir hafi nokkurn- Frh. á 5 bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.