Heimskringla - 23.12.1936, Blaðsíða 2

Heimskringla - 23.12.1936, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 23. DES. 1936 Pantið fyrir hátíðahöldin frá gömlu og velþektu ölgerðarhúsi Riedle Brewery STADACONA og TALBOT Phone 57 241 lagað og mótað fyrir bújörð yðar eða verzlun er stór ávinningur. Það “kemur yður á kortið.” Vér leggjum yður til prentmótin fyrir ein- eða tvíiituð bréfsefni. Afgreiðsla fljót og verkið ábyrgst. •id|Grip & Batten Ltd. Photo-Engravers Electrotijpers Commerciel Photogrephers 290 VAUGHAN ST. "9V M. ISÍ ISí I W.G MONTRCAL A.C. •ATTCN. PMCS. Pétur ílli Jóla-Ieikrit eftir Leon Tolstoi Leikrit þetta kom fyrst út í enskri þýðing 16. sept. 1936. Kemur þá út í ‘Maga- zine Digest’. Þaðan er sú þýðing sem hér birtist á ís- lenzku. — Leikritið vekur meiri athygli sökum þess að það varpar dálitlu ljósi á einkalíf hins fræga Rúss- nesska rithöfundar. Leik- urinn gerist í Syría á þriðju öld eftir Krist. I. ÞÁTTUR Stórt ferhymt svæði um- kringt af ríkmannlegum húsum. Á tröppunum á einu þeirra sitja tvær konur og þrír karlmenn. Fólk streymir þar fram og aft- ur. Betlarar rétta út hendurnar og biðja að gefa sér. Sumir gefa. Aðrir neita. Vesalings Pílagrímur kemur inn á leiksvið- ið. PÍLAGR. Góðan daginn, vin- ir! 1. BETLARI. að? Hvaðan ber þig PfLAGR. Frá Cairo, vinir. Líður ykkur vel hér? 1. BETLARI. Nei, mjög illa, sem eðlilegt er, því hér eru svo fáir auðmenn. PÍLAGR, Hvað áttu við með því að segja að hér séu svo fáir auðmenn? Hverjir eiga öll þessi stóru 'hús ? (Hann bendir á eitt húsið, sem blasir við þeim).— Þetta til dæmis? Eigandi þess| hlýtur að eiga þúsundir þús- unda. 1. BETLARI. Auðvitað er hann ríkur, en hann mundi fyr drepast en láta nokkuð gott af sér leiða. 2. BETLARI. Allir þekkja Pétur illa, eins og hann er al- ment kallaður hér. Eg hefi átt hér heima yfir þrjátíu ár, og hefi ekki ennþá orðið þess var að hann hafi miðlað svo miklu sem brauð-molum til hinna fá- tæku. 3. BETLARI. Og konan hans og dóttir eru ekkert betri. 2. BETLARI. Nei. Konan hans er ekki eins afleit, eftir því að dæma, sem einn af þén- urum hans sagði mér. 1. BETLARI., Nú jæja. Hvað svo sem því líður, þá er það eitt áreiðanlegt, að það er ekki til nískari maður í veröldinni en Pétur, því hann gefur aldrei agnar-ögn til nokkurs manns. PfLAGR. Heyrið mig nú augnablik, vinir. — Hver ein- asti maður, sem veit hvernig hann á að biðja, verður ávalt eitthvað ágengt. 1. BETLARI. Ertu nú viss um það? Reyndu það, og þú munt sanna hvernig fer. PÍLAGR. Viljið þið veðja? 1. BETLARI. Hvernig eigum við að veðja? Við erum bláfá- tækir. PÍLAGR. Við skulum þá veðja þrem skildingum. 1. BETLARI, Gott, ágætt! Hér eru peningarnir. Við skul- um láta konuna þarna geyma þá fyrir okkur. (Báðir rétta kon- unni veðféð). 2. BETLARI. Varið ykkur! This advertisment is not inserted by the Government Liquor Control Commission. Thc Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised. Hann er að koma! Hann er að fara með brauð til prinsins. (Pétur nálgast þá. Með honum er þræll, sem heldur á körfu fullri af brauði.) Pi'LAGR. (Gengur í veg fyrir Pétur). Viltu gefa eitthvað ó- sköp lítið fátækum og heimilis- lausum manni — í guðs nafni? Hafðu meðaumkun með okkur, því þú ert sá eini maður, sem við getum sagt vandræði okkar! f frelsarans nafni gefðu mér eitthvað, því eg er alveg að deyja úr hungri. (Pétur heldur áfram án þess svo mikið sem að líta við Pílagrímnum, sem fylg- ir honum samt eftir. Pílagr. fell- ur á hné, gengur á hnjánum við hlið hans og grípur í jakkalafið hans.) PÉTUR. Farðu burtu! Láttu mig vera! PfLAGR. Batioushka! — Ó, faðir minn góði! PÉTUR. Farðu burtu! Farðu burtu segi eg! (Pílagr. víkur sér að hinni hlið hans og fellur aftur á kné. PÍLAGR. Batioushka! Hjálp- aðu mér áður en eg svelti í hel! PÉTUR. Láttu mig vera! Ef þú hættir ekki skal eg drepa þig . . . .! (Hann beygir sig niður og nær í stein.) PÍLAGR. ó, góði faðir, gerðu þetta ekki, hafðu meðaumkun með mér, eg er svo mikill aum- ingi. (Hann tekur um hönd Péturs og fær hann til að sleppa steininum). PÉTUR. Ætlarðu lekki að láta mig vera? Hoj ! Farðu frá mér áður en eg drep þig . . .! (Um leið þrífur hann eitt brauð úr körfunni og varpar því af hendi í Pílagr. og heldur síðan áfram í illu skapi. Pílagr. gríp- ur brauðið og snýr aftur til betlaranna.) PfLAGR. Jæja þá! Hver okkar var réttari, vinir? Eg hafði rétt fyrir mér! Ekki satt ? Þetta er vegurinn! Hér er það, sem Pétur illi gaf mér. (Hann sýnir þeim brauðið.) Og nú á eg peningana. Tjaldið. • II. ÞÁTTUR. Hús Péturs. Kona hans og dóttir sitja fremst, að baka til er rúm og í því bröltir Pétur eins og vitlaus maður. PÉTUR. Þeir eru búnir að eyðileggja mig, djöflarnir þeir arna! Hvað hafa þeir gert v«ð |alt hveitið? Borgið! Boi'gið, eða eg skal drepa ykkur! (Stutt þögn). Hvað er að gerast umhverfis mig? Eg heyri blóm- lin syngja svo yndislega. . . Það er enairinn. . . . Verið þið >:æl. Verið þið öll sömun . . . sæl! — (Hann þegii um stund.) KONA I’ÉTURS. Það eru n«í þrír dugar síðan hann fcr að þjást svi na hræðilega. Og hann er síst betri enn. Eg er hrædd um að hann deyji bráð- um. ifstöðulaus stúlka kerriur I inn.) S’íuLKAN. Guðan daginn mín yndislega! Altaf ertu að gráta, gráta sökum þess að þú ert hrædd um að maðurinn þinn deyji. Hættu að gráta. Hann deyr ekki strax. Hann er ekki tilbúinn. Hann hefir veriö að afla sér auðæfa í þrjátíu ár, og hann þarf eins taörg ár til að eyða þeim. Eg veit. Eg veit. Hann mun ekki deyja fyr en hann hefir losað sig við alla peningana. KONA PÉTURS. Hættu þéss- ari fjarstæðu Daunia, þegjuðu! Ertu svöng? STÚLKAN. Eg er ekki hungr- uð. He. he! Heyrðu mig gamla kona — heyrðu mig! (Dóttir Péturs gengur út eymdarlega. En Pétur sýnist hlusta eftir því sem fram fer og tautar eitthvað við sjálfan sig). Ríkur maður fær ekki inngöngu í himnaríki. Þú getur aldrei keypt þig þar inn. Þér verður hrundið frá í hvert sinn sem þú reynir að komast þar inn. Og þegar guð hefir afneitað þér, fellur þú nið- ur í hinn eilífa eld. (Læknir kemur inn). PÉTUR (Bröltir í rúminu). Hvað ert þú að gera hér? Ert þú nú kominn til þess að kvelja mig líka? LÆKNIR. Svona, svona, — Vertu nú góður. Þú ert í raun og veru ekki mikið veikur. Þú nærð þér aftur eftir dálítinn tíma. (Hann hjálpar Pétri of- anundir). Þetta er ágætt. — Kúrðu þig nú niður, kúrðu þig nú niður! STÚLKAN. Heimskingi! — Maðurinn er heimskingi! Hann hefir eyðilagt öll mín áform. Eg vil aldrei sjá hann framar! — (Hleypur út.) LÆKNIR. (Við konu Péturs). Viltu hjálpa mér héma snöggv- ast? Haltu honum fyrir mig svona. Þetta er ágætt. (Hann hlustar sjúklinginn með því að banka hann með fingrunum og muldrar í skegg sitt um eið.) Ekkert hérna. Hér byrjar það. Eg get auðveldlega læknað þetta. öll hans vanlíðan á upp- tök sín frá þessum litla bletti. Ligðu bara alveg kyr, svona, hreyfðu þig ekki. (Hann tekur flösku upp úr! vasa sínum. Hellir meðali í glas og réttir það til sjúklingsins, sem tekur við þ.ví og drekkur úr því án möglun- ar.) Tjaldið. II. Sýning. Pétur er einn inni. Hann hrærir ekki legg né lið um stund. Alt í einu sezt hann upp í rúm- inu. PÉTUR. Hvað hefir komið fyrir? Er þetta dauðinn? Eg er hræddur um að eg sé rétt kom- inn í dauðann. Eg sé að engill kemur að taka á móti sál/ minni. En læknirinn sagði þó að mér mundi batna? En hvernig get eg búist við því að mér batni, þegar dauðinn horfir í augu mér og á aðeins eftir að grípa mig? Ó, guð! Hvað á eg að gera þarna neðra? Er það satt að ríkur maður fái ekki inn- göngu í guðsríki? Er það satt, að alt, sem eg hefi ilt gert, sé skrifað ? Og er það satt, að eg verði ákærður fyrir að hafa aldrei gefið fátækum, og fyrir að hafa aldrei haft meðaumk- un með ekkjum og munaðar- lausum, bágstöddum og veikum ? Hvernig á eg að gera grein fyrir því að mér kom þetta aldrei til hugar? Guð fyrirgefi mér! Það er mikið betra að gefa allar sínar eigur, heldur en að berjast altaf við þessa illu anda. Þarna eru þeir! — Þeir eru víst komn- ir að sækja sál mína. (Hann star- ir upp í loftið). Og þarna er vogin, vogin, sem alt er vegið á, alt sem eg hefi aðhafst hér á jörðinni, ilt og gott. Eg sé að þeir setja í aðra vogar-skálina alla þá peninga, sem eg hefi tekið frá ekkjum og munaðar- lausum, og einnig alla þá pen- inga, sem eg hefi haft af starfs- fólki mínu og þeim, sem hafa slasast, og ennfremur öll þau blótsyrði, formælingar, illindi og ógæfu, sem eg hefi helt yfir þá, sem treystu mér. Og sjáið hvernig vogin sígur miskunar- laust, hinum illu öndum til á- nægju? ó-ó! Hvílík hræðileg neyðaróp! Eg er tapaður! En hvað er þetta, sem þeir eru að setja í hina vogar»skálina? Að- eins eitt brauð. Aðeins eitt lítið brauð? Það er brauðið sem eg henti í betlarann, sem lé^ mig aldrei í friði. Hvernig víkur þessu við, Batioushka? Þetta eina brauð vegur meira en alt það illa, sem eg hefi aðhafst í lífinu? Bara að eg þyrfti nú ekki að deyja strax, fyrst eg hefi fundið hina réttu leið! Hér eftir veit eg hvemig eg á að breyta. Samkvæmt Krist kenn- ingu á eg að gefa alt sem eg á til þeirra fátæku. Guð! Kom þú til mín og hjálpaðu mér. — (Hann fellur aftur á bak á kodd- ann og sofnar.) Tjaldið. III. ÞÁTTUR 1. sýning Pétur stendur á tröppunum á húsi sínu. Geysistór hópur af fólki stendur muldrandi fyrir framan hann. Hann heldur á peninga-pung í hendinni og eys peningunum út á meðal fólks- ins. 1. BETLARI: (Til eins af fé- lögum sínum). Þú tekur of mik- ið. (Stjakar honum til hliðar.) 2. BETLARI. Lygari! Þú hefir komið þrisvar sinnum til baka sjálfur. Kant þú ekki að skammast þín? RÖDD f HÓPNUM. Ekki að stjaka — vertu kyr, þar sem þú ert — ekki að hrinda. 3. BETLARI. Gefðu mér svolítið líka. — Eg á fimm börn, fimm vesalings börn sem eru að deyja úr hungri. (Það eru stimp- ingar hér og þar í hópnum.) PÉTUR. Hafið þið frið á meðal ykkar, bræður. Það er hér nóg handa ykkur öllum. — Ekki að rífast, og ekki að berja hvor annan. Eg hefi sært nógu marga. Fyrirgefið mér það í frelsarans nafni. Vissulega er eg sekur! KONA PÉTURS. (Kemur inn lafmóð af hlaupunum.) Hvað ertu að gera, þú heimskingi ? — Langar þig virkilega til þess að eyðileggja okkur? Áður varstu ofmikill grútur, en nú ertu að sínu leyti eins of örlátur. Þjóf- ur! Morðingi! (Hún þrífur af honum peninga-punginn og þýt- ur svo inn í húsið. Skammar fólkið, sem smátt og smátt tín- ist á burt, æpandi og ragnandi af reiði. Tjaldið 2. Sýning. Pétur gengur eftir strætinu. f fylgd með honum er þræll hans Elíazar. PÉTUR. Þú verður að vinna eið að því, að þú skulir fram kvæma það, sem eg ætla að biðja þig að gera. ELÍAZAR. Eg lofa því. Eg elska þig nú meira en eg elskaði móðir mína og föður. Eg elska þig sökum þess að eg sé hinn guðlega anda birtast í þér. PÉTUR. Þú lofar mér því þá? Þú vinnur eið að því? ELfAZAR. Eg lofa því. Eg sver það! PÉTUR. Taktu þá eftir. — Kona mín og dóttir, vilja ekki lofa mér að gefa eigur mínar til fátækra. Sé það satt, að eg megi ekki setja mig upp á móti vilja þeirra, þá verð eg slaka til. Og það gerir ekki svo mikið til, því eg get þá farið öðruvísi að. Eg veit hve syndum seldur eg er, og þessvegna vil eg reyna að snúa mér frá allri synd og fylgja guðs vilja. Því það stendur skrifað. “Seldu alt, sem þú átt og gefðu þeim fátæku pening- ana!” Þau vilja ekki lofa mér að selja eigur mínar. En á lík- ama mínum hefi eg þó ráð, og get gert við hann hvað, sem mér sýnist. Eg bið þig því að koma með mér út á þræla-sölu torgið, binda hendur mínar og selja mig eins og eg væri þræll þinn, og gefa síðan peningana til fá- tækra. ELÍAZAR. Þetta er mér ó- mögulegt, herra minn. PÉTUR. Eg hefi loforð þitt. Eg hefi eið þinn. ELIAZAR. Þér skal verða að ósk þinni! Tjaldið. IV. ÞÁTTUR. Hús Egypta eins í Egypta- landi. Mállaus þræll fylgir inn kaupmanni og lækninum, sem vér sáum í öðrum þætti. Eftir að hafa með bendingum gefið þeim í skyn að hús-herrann komi bráðum, gengur þrællinn út. \ LÆKNIR. Eg held hann eigi við það að húsherrann komi bráðum að fagna okkur. Við skulum taka okkur sæti. KAUPM. Já, alveg rétt. Eg veit að Egyptar eru flestir á- gætis menn og sérstaklega gest- risnir. (Húsherrann kemur inn.) stærð Gerið veizluhöldin glaðari með því að veita DREWREYS. Gestum yðar mun falla vel í smekk, hin hressandi glitr- andi gæði þess. Pantið það hjá verzlunarmanni yðar. Gleðileg Jól! Farsælt nýtt ár! Er innileg ósk vor til allra vorra viðskiftavina — og um leið þökkum vér þeim öllum fyrir hið liðna ár. J. J. SWANSON & CO., LTD. 601 PARIS BUILDING, WINNIPEG WISHING YOU AND YOURS 21 fflttvp Cíjríatmas AND 21 Iþappp Jleto öear ,-Wi„„ipegpa|nt óljtlass c&u 8

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.