Heimskringla - 23.12.1936, Blaðsíða 4

Heimskringla - 23.12.1936, Blaðsíða 4
4. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 23. DES. 1936 (Stofnuð lUt) Komur út i hoerjum miOvikudoffL Blceadur: thk vtking press ltd. 1(1 og tts Sargent Avenue, Winni-peg Talsimia tt S37 T«rO blaOdns er $3.00 irgancurinn borsM fyrlríram. AU«x borganir sendlst: THÍ VTKING PRESS LTD. t>u TlSaUfba bréf blaOinu aðlútandi sendiot: ttanager THS VIKING PRBSS LTD. IS3 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN ENARSSON Utanáskrift Hl rltstjórans: EDITOR HMIMSKRINGLA ttt Sargent Ave.. Winntpeg "Heimakrlncia” U publiobad and printed by THE VIKIMO PRESS LTD. ttt-ttt Sargent Avenue, Winnipeg ttsm. Telephone : M »37 WINNIPEG, 23. DES. 1936 JÓLAHUGLEIÐING Upp er runnin úr eilífðar brunni sannleikans sól. Sólstöður bjartar birta í hjarta, boða oss jól. Lifna við ljósið liljur og rósir * í sinni og sál. í hjartanu friður, forsælu kliður og fagnaðar mál. Kristur er borinn kærleika vorið komið í heim; köld hjörtu glæðir, kærleikinn bræðir klakan úr þeim. Þó að nokkuð sé nú síðaii, að skáldið Grímur Thomsen lýsti jólatilfinningu sinni með þessum hendingum, ætlum vér þær vera bergmál af því, sem í -brjóstum vor flestra bærist í sambandi við jólin. f þeim er slegið á þá strengi, sem samhljóma eru því, sem við hugsum okkur vera boðskap jólanna. Jólaboðskapurinn er á öllum tímum einn og hinn sami. Hann er von og þrá mann- kynsins eftir meiri kærleik, sannara bræðraþeli. Jólafögnuðurinn á til þessa rætur að rekja. Ysinn og þysinn, vafstrið og alt umstangið fyrir jólin, sem við get- um ekki að því gert stundum að líta á sem einberan hégóma, er ekki blekking. Það alt sinn grunntón í því, sem svo er veru legt, að lengst af mun fylgja mönnunum. Jólaboðskapurinn er ekki það sem mölur og ryð fær grandað og ná nú þó melir auð- valdsins í flest. Eignir almennings eru ekki offastar í höndum hans. Fyrst fór atvinnan og með henni möguleikinn til sjálfsbjargar, svo fara fasteignirnar í lán- félögin. Og síðast tapa menn því, sem þeir ætluðu.að tryggja framtíð sinna með, lífsábyrgðinni sinni. Menn fara að vita hvað það er að tapa á þessum síðustu og verstu tímum. En göfug hugsjón glatast aldrei. Hún getur gleymst um hríð. Hún getur verið svikin í eitt skifti eða jafnvel upp aftur og aftur. Og það er það sem gerst hefir og á eflaust eftir að endurtaka sig. Þessvegna má og einnig segja, að jólaboðskapurinn hafi ekki nema að litlu leyti orðið að veruleika. En ekkert af þessu rýrir samgildi hans. Því hefir ný- lega verið haldið fram í ritgerð, út af trú- arbragðadeilum heima á íslandi, að Krist- indómurinn hafi dæmt sjálfan sig, þar sem hann væri ekki eftir margar aldir búinn að skapa guðsríki á jörðu. Og þetta hefir verið óspart notað gegn kirkju- og kristni haldi. En án þess að bera blak af kirkj- unni og starfi hennar, er þessi staðhæfing blekking ein. Það má ef til vill segja, að kirkjan hafi látið sig verðbréf&sölu stund- um meira skifta en guðdóminn. Kirkjan hefði ekki ósennilega verið öðruvísi, ef hún hefði ekki lagt eins mikla áhrezlu á ajð komast yfir auð, ef hún héíði ávalt verið fátæk eins og íslenzkar kirkjur eru. Þá voru stærri kirkjurnar áreiðanlega beztar. Þá kom ekki upp rannsóknarrétturinn í þeim með öðru illu. En hvernig sem kirkj- unni hefir farist, hvernig sem hún hefir blekt menn og hvernig sem þeir, er með völd og ráð hafa farið hafa svikið og tælt mennina, rýrir ekkert að því boðskap Krists. Það er vegna þess hve óeinlægnin og blekkingin er ríkjandi í hugum manna. þeirra manna, sem með einhver völd og ráð fara, bæði utan kirkju og innan, að jörðin er ekki orðin að sannkallaðri Paradís fyrir alla menn að búa í fyrir langa löngu. Bezti prófsteinninn á því hvort að kenning timb- urmannsins sé nokkurs nýt, væri að bjóða auðvaldinu að lifa og breyta eftir henni í nokkur ár og sjá hvemig færi. Það væri ekki hætt við því, að auðvaldið gengist inn á það, enda mundi það reynast því bágbor- in hagfræði. Þegar til alls kemur, er það oftast nær augljóst, að það er ekki vegna feyru eða fúa í fögrum og göfugum hugsjónum, sem þær blessast ekki eða verða ekki að tilætl- uðum notum. Það er oftar og oftast hinu að kenna, að menn skortir einlægni til þess að fylgja þeim og leita jafnvel allskonar undanbragða í því efni í stað þess að leita sannleikans. Það var og er hlegið að Diogenes fyrir það að ganga með blys í hönd um stræti Aþenu forðum leitandi að manni. Hinn ' sanni maður, eða ' sannleiksleitandinn, er ekki á hverju strái. Mikið af því sem haldið er fram og ber með sér einhvern vott þess að vera leit að sannleika, vekur litla eftirtekt. En sé haldið fram einhverri hégilju eða hreinni -og beinni vitleysu, er undir eins tekið und- ir það. Menn berast eins og þur skán á tjörn fyrir hvað litlum andvara sem er, úr þeirri átt. Megi jólahátíðin sem nú fer í hönd opna augu manna fyrir því sem gott er og göf- ugt og satt. Ef sú ósk rættist, færi ekki hjá því, að mennirnir fyndu til þess, að þeir væru bræður. Og þá'mundu þeir sem bágt eiga, ekki fara jólafagnaðarins á mis. Gleðileg jól! VONBRIGÐI Mr. Bracken forsætisráðherra Manitoba brá sér nýlega til höfuðstaðar landsins á fund, sem sambandsstjórnin boðaði til í því augnamiði, að íhuga og reyna að ein- hverju leyti að greiða fram úr helztu vand- ræðamálum fylkjanna. Hugsaði Bracken sér gott til glóðar þar sem við vin sinn Mackenzie King væri að eiga. En hann varð fyrir vonbrigðum og unir nú h versta við erindið. Málin, sem Bracken hreyfði, voru fyrst og fremst áhrærancfí atvinnuleysið. Vildi hann að sambandsstjórnin legði meira af mörkum en hún gerði til atvinnubóta, því bæir og sveitir hefðu enga möguleika á að fá féð lánað og það flyti enda á meðan ekki sykki fyrir þeim, ef sambandsstjórn- in hæfist ekki handa. Annað málið var að stíga spor til þess að fá vexti lækkaða á gömlum lánum fylkja, bæja og sveita nú þegar, því það væri að- eins tímaspursmál, þar til að kæmi að því, að vextir yrðu ekki greiddir. Þriðja málið var um að gera einhverja nýja tilhögun á skattaálagningu með það fyrir augum að víkka skattsvið fylkjanna. En þó öll þessi mál hafi hagsmuni í sér fólgin, fyrir sveitir, bæi og fylki og hafi fyrir sambandsstjómina þann eina kostn- að í för með sér, sem snertir lántöku til at- vinnubóta, þverneitaði King samt að gera nokkra tilraun í þessa átt sem fram á var farið. Hann kvað tímana vera að batna fyrir sínar aðgerðir; hvort hann hefir verið hræddur um að umbætumar koll- sigldu sig ef hraðari væru skal ekki um sagt. Bracken kom því gramur og vonsvipinn heim úr ferðinni. Og hver getur láð hon- um það eftir alt makkið við King í síðustu sambandskosningum. En sjái hann nú samt eftir því að hafa sleikt sig eins og hann gerði upp við King eða liberala, getur hann ekki öðrum en sjálfum sér um það kent. BRAUT KING LÖGIN? Því er haldið fram af ýmsum, að for- sætisráðherra Canada, Mackenzie King, hafi brotið Westminster lögin, eða brezku lögin, í sambandi við gerðir sínar út af konunga-skiftunum á Bretlandi. Hvernig víkur því við? f Westminster lögunum kvað það vera skilingurinn, að éf konungaskifti verða, þá staðfesti nýlend- urnar brezku, Canada, sem hinar, breyting- una á þingi. En nú var það ekki gert í sambandi við konungaskiftin nýlega. Þing var ekki kallað saman, Mackenzie King og ráðuneyti hans staðfestu konungaskiftin en þing ekki. Allar hinar nýlendurnar staðfestu kon- ungaskiftin með því að kalla saman þing. Spurningin er þá þessi, hvort sambands- þingmennimir, sem eru fulltrúar þjóðar- innar og sem snemma á þessu ári sóru Ed- ward VIII hollustu-eið á þingi, séu lausir allra mála og hvort að þeir og þjóðin sé ekki enn eftir skilningi lagastafsins bundn- ir þeim konungi, sem má hefir lagt niður völd? önnur spurning er sú, að ef forsætisráð- herra Canada getur brotið Westminster lögin, hvað sé þá á móti því, að hann breyti stjóraarskrá Canada, sem svo oft hefir verið farið fram á að gert væri ? Þó engin vandræði sé hugsanleg að stafi af þessu, er það eigi að síður stórmál, sem um var að ræða. Og leggi forsætiráð- herra það í vana sinn, að afgreiða stórmál í stjórnarráði og án þess að spyrja þing um það, hefir hann tekið upp á nýjum sið og honum varhugaverðum. Það getur t. d. verið skemmra að bíða þess, að Bretland fari í stríð en margur hyggur. Og auðvitað áhrærir það Canada. En ætlar King þá að láta stjórnarráðið eða þingið gera út um þátttöku Canada í því stríði. Vegna þess fordæmis, sem King er að gefa með að afgreiða stórmál í stjóm- arráði, er ástæða til að spyrja þessarar spurningar. ÖLFANGA TOLLURINN Forsætisráðherra John Bracken hefir á- kveðið að 5 centa innflutningstollur skuli lagður á hverja ölflösku sem til þessa fylkis flyzt frá Ontario eða Quebec-fylki. Þetta mælist misjafnlega fyrir hjá almenn- ingi, því það eykur verð bjórflöskunnar um 25%. Það er heldur ekki í sem beztu samræmi við fríverzlunar-skraf forsætis- ráðherra Manitoba um.kosningar. En með því er þó ekki sagt, að það væri neitt óviðeigandi, að ölgerðarhús Mani- toba nytu ölsölunnar í fylkinu. En spurn- ingin, sem þetta mun vekja hjá mörgum verður þá sú, hvort aðrar iðnaðargreinar í fylkinu eigi ekki jafna heimtingu á slíkri vernd og ölgerðarhúsin. Mörg verzlunarhús þessa bæjar fá ná- lega allar vörur sínar austan að, sem hefir þau áhrif að í þessum bæ þrífst ekki nokk- ur iðnaður. Innflutningstollur gæti kom- ið slíkum iðnaði að haldi. En svo er það nú svona, að einum finst þessi eiga gott skilið, en öðrum aftur annar. SKORTUR í ÞÝZKALANDI Matvælaskortur er sagt að vofi yfir Þýzkalandi. Stjórn Hitlers hefir þurausið peningalindir landsins til að efla herútbún- að, og stendur nú uppi félaus og ráða- laus með að kaupa nauðsynjar þjóðarinn- ar. Matvæla birgðir landsins eru nú þegar orðnar mjög af skornum skamti. Af sum- um fæðutegundum kvað ekki forðinn meiri en sem svarar 75% af þörfinni. En vörur í öðrum löndum er ekki hægt að kaupa, því fé þjóðarinnar er ekki aðeins til þurðar gengið, heldur er lánstraust landsins einn- ig glatað. Hitler hefir notað það eins leng: og föng voru á til að efla herinn og auka vopnabirgðir sínar. En nú þykir orðið tví- sýnt um þau lán, sem þannig hafa verið veitt og lengur getur það nú ekki haldið áfram að prakka út slík lán. Þýzkaland hefir einn hinn öflugasta her, sem er á meginlandi Evrópu. En hungrað lið er ekki sem bezt fallið, til hernaðar eða landvinninga. Hafi það vakað fyrir Hitler að verða drotnari allrar Evrópu, hefir hon- um illa skjátlast að taka það ekki með í reikninginn, að hermenn hans þyrftu að éta. \ En hvað sem öllu þessu líður, er þarna lærdómsríkt dæmi af því fyrir heiminn, hvað af hóflausum herútbúnaði getur leitt. Það er ekki víst, að Þýzkaland kenni eitt á þessu er tímar líða. Kapphlaupið í herút- búnaði um allan heim hlýtur fyr eða síðar að leiða til gjaldþrota. Það hefir heyrst að Hitler hafi byrjað á fjögra ára vinnuáætlun til viðreisnar þjóð- inni. Enn sem komið er, hefir sú áætlun verið í því einu fólgin, að leynilögreglu- mönnum hefir verið holað inn í hverja iðn- aðarverksmiðju til þess að handtaka menn, sem einhverja óánægju láta í Ijósi og ekki leggja blessun sína yfir alt sem Hitlers- stjórnin hefst að. Hefir fjöldi manna nú þegar verið handtekinn og dreginn fyr>r lög og dóm og sem aldrei hefir svo neitt frekar heyrst af. Með þessu á að sporna við byltingu í Iandinu áður en árið 1938 rennur upp, en þá hefir, að því er hermt er, verið ákveðið að leggja út í stríð við Rússann. Og verði það stríð ekki til lykta leitt innan eins árs, er sagt að sumir stjórnarsinnar hafi á orði haft, að bylting yrði ekki umflúin í Þýzka- landi. Iðnaður í Canada er að aukast og eflast, eftir því sem hermt er. En gallinn á því öllu er sá, að þeim sem við iðnaðinn vinna, fækkar stöðugt. * # # Tæplega líður svo dagur að blöðin ekki birti skýrslur sem sanni að alt sé á fleygi- ferð til framara og að kreppann sé á för- um; en öll einkenni kreppunnar halda þó á- fram og fólkið verður ekki vart við fram- farirnar. AÐ HEIMAN Ólafur Jóh. Sigurðsson (Bráðum kemur á bókamarkað- inn ný skáldsaga eftir hinn korn- unga rithöfund Ólaf Jóh. Sig- urðsson. Heitir sagan: “Skugg- arnir af bænum”. Segir hún frá 10 ára gömlum dreng, Ásgeiri Ásgeirssyni, sem verður að hrekjast að heiman og fór til vandalausra. Kaflinn, sem hér fer á eftir, er tekinn úr bókinni og segir frá því, er Ásgeir litli kemur á nýja heimilið.) I. Það var mildur og vorlegur regnúði þennan dag, fíngerðar gróðrarskúrir, og uppstytta á milli. Jónas ráðsmaður reið á leirljósum hesti niður mýrina, og teymdi Huppu gömlu. Hann var digur og svolalegur karl, rösklega fertugur að aldri. — Hann tók mikið í nefið og brúk- aði ljótt orðbragð. En Ásgeir Ársgeirsson þrammaði á eftir kúnni með vísikló í hendinni og öðru hvoru danglaði hanR lauslega í lend- arnar á henni, ef hún ætlaði að sýna þrjózku. —Böböbö. Huppa gamla reyndi að láta í ljósi óánægjh sína yfir' þessu miður skemtilega ferðalagi, en það gekk ekki svo vel, sem skyldi, því að múllinn herti að kjálkum hennar; hún gat aðeins látið nægja að hrista hausinn og slá halanum. Vornálin var í hröðum vexti, og náttúran þrúngin af lífi og sköpun. Fuglarnir sungu, tístu og hneggjuðu, lækirnir niðuðu, spóinn vall. En þrátt fyrir alla þessa dýrð, þá var Ásgeir Ás- geirsson heldur daufur í dálkinn. Hann krepti saman varirnar og leit oft til baka. Hann sá, að grænkan var byrjuð að teygja sig upp úr bæjarþakinu og þótt- ist viss um, að eftir hálfan mán- uð, þá myndi sinan vera horfin. Þá myndi stóri fífillinn vera út- sprunginn á skemmukampinum og hlaðvarpinn fagur og gullinn. .. En úti við túnlækinn stóðu húsin hans, og en var ekki búið að hleypa fénu út eftir vetrar- innistöðuna. Þau stóðu rétt hjá litla fossinum, sem söng og bull- aði. En drengurinn gætti þess vel, að láta ekki á neinu bera, því að umfram alt vildi hann dylja tilfinningar sínar fyrir þessum stóra og ruddalega karli, með tóbakskornin í skegginu. Eng- inn mátti heyra þegar innstu strengirnir titruðu í brjósti hans. En þegar þeir voru kömnir austur á heiðargöturnar, þá varð drengurinn fyrir því óhappi, að annar skórinn losnaði, svo að hann varð að leggjast á hnéð og binda þvenginn. f sömu svifum notaði Huppa gamla tækifærið; hún rykkti í tauminn svo að hann kiptist úr hendi ráðs- mannsins og tók síðan á rás'upp í mýrina. Jónas ákallaði þann glóðheita í ýmsum tóntegundum, en eftir dálítinn eltingaleik gat hann handsamað kúna og gefið henni duglega áminningu með svipuól- inni. —Hvern...........í sósvarta . ... á þetta að þýða? sagði hann og sneri sér að drengnum. Ekkert svar. — Geturðu ekki einu sinni rekið á eftir belju, bölvaður úr- þ v æ 11 i s niðursetingsamlóðinn þinn? Þögn. — Þykistu kannske of góður til þess? Ha? Eg skal svei mér cenna þér að lifa, lagsmaður, ægar þú ert kominn undir mína stjórn og mína stjörnu. Já, þá skaltu aldeilis fá að standa þína pligt. Hann snaraiðst á bak þeim eirljósa og ætláði að ríða af stað, en þá kom það upp úr kaf- inu, að Huppa gamla var búinn að mynda sér ákveðna skoðun um þetta einkennilega ferðalag, hún blakaði eyrunum og spyrnti á móti af öllum kröftum. Hún var staðráðin í, að fara ekki feti lengra. — Geturðu ekki lamið belju- d.......orgaði kallinn og tútn- aði allur í andliti. En dregurinn hikaði og hikaði, því að hann hafði drukkið svo marga góða sopa úr henni Huppu gömlu. Það var hún, sein hélt lífinu í okkur öllum síðastliðinn vetur. — Ef þú gegnir mér ekki, grenjaði ráðsmaðurinn og pataði með- svipunni, þá skal eg fara af baki, leysa niður um þig bux- urnar og lúberja þig, svo að þú munir eftir því næstu daga. — Bö-hö-hö, sagði Huppa gaml^. En þegar dregurinn sá, að karlinn ætlaði að framkvæma hótunina, þá fékk hann sting í hjartað og þorði ekki annað en að hlýða. II. Guðmundur húsbóndi stóð á hlaðinu með hendurnar í buxna- vösunum. Hann var lítill maður og grannvaxinn. Svipurinn var kæruleysislegur, andlitið fölleitt, augun grá og hvöss. Hann las mikið í blöðum og bókum, en lét ráðsmanninn annast um búsýsl- una. • Oft þurfti hann að bregða sér í ferðalög. — Jæja, Jónas minn sagði hann og dró annað augað í pung. Þú kemur þá með nýja fénaðinn. Hvernig lízt þér á hann ? — Eg er enginn dómari, hvein í Jónasi um leið og hann rendi sér af baki. Húsbóndinn rétti drengnum höndina og fór síðan að athuga Huppu gömlu. — Asni, gat eg verið, sagði hann. — Á, jæja, sagði Jónas glott- andi og tók í nefið. — Það var ljóta yfirsjónin, að kaupa þessa horngrítis hor- renglu. Hún er æfagömul og náttúrlega steinhætt að mjólka. Ráðsmaðurinn: Já, hvort hún mjólkar vel eða illa, það get eg ekki sagt um. En hitt veit eg, að leiðari skratta hefi eg aldrei haft í taumi, og strákræfillinn vitaónýtur að reka á eftir. Guðmundur: So-já. Ætli það verði þá mikið gagn að honftm, greyinu ? Jónas: Hvah; Guðmundur: Eg hefði ekki átt að taka hann nema fyrir þriðj- ungi hærri meðgjöf. Jónas: Ja, ekki mun af veita. að hrista úr honum fjárans letina og aumingjaháttinn, ef hann á nokkurntíma að verða að manni. Þetta er framúrskarandi kveifarlegur vesalingur, enda ekki við góðu að búast frá öðr- um eins foreldrum, sem altaf lágu í skítnum. — Jæja, sagði húsbóndinn. — Hann lagast kannske með aldr- inum, skinnið a-tarna. III. Húsaskipun í Hlíð var þannig háttað, að niðri í bænum var baðstofa, eldhús og búr, en uppi á loftinu var “verelsið”. Það voru tvö stór kames; annað var aðsetur húsbóndans og Péturs sonar hans, hitt var gestastofa. Þegar Ásgeir Ásgeirsson gekk í fyrsta skifti um í Hlíðarbað- stofunni, þá sat ráðskonan Nat- anína á einu rúminu og staglaði í sokkaplögg. Hún var þrjátíu og átta ára gömul, fjallmyndar- leg og aðsópsmikil manneskja, rjóð í kinnum og yfirbragðið eins og á keisara. öll fötin voru hehni nokkuð þröng, og það var eins og hún myndi þá og þegar sprengja utan af sér þessa ó- þægilegu fjötra. Á enninu var stór varta, og lýtti það hana nokkuð. — Jæja. Þá kem eg með “nýja vinnumanninn”, sagði Jónas og hallaði sér upp í rúmið sitt, sem stóð andspænis rúmi ráðskon- unnar. — Já, ekki ber á öðru, sagði

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.