Heimskringla - 24.02.1937, Blaðsíða 2

Heimskringla - 24.02.1937, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINÍsíIPEG 24. FEBRÚAR 1937 BANDARIKJAFRÉTTIR Eftir H. E. Johnson Framh. Þriðja orsökin — og áreiðan- lega ekki sú sízta — er þjóðfé- lagsleg. Það er tæpast auðið að hugsa sér þvílíkan gróðurreit fyrir glæpi sem skuggahverfi (slums) stórborganna. Senator Wagner, frá New York, segir að þrefalt fleiri glæpamenn komi frá þeim borgarhlutum en þeim sem betur megandi borgararnir byggja. Hér hjálpast alt að, ömurlegt umhverfi, óhollur fé- lagsskapur örbyrgð og aumingja skapur og sú æsandi vitund að í þriðju götu lifi auðugt fólk við alsnægtir og óhóf þar sem dýrt vín er drukkið í drabbara veizl- um. Einn miljónamæringurinn eyddi núna í haust fimtíu þús- und dollurum á einni nóttu. Öll virðing glatast fyrir lögum og rétti í þvílíku umhverfi. Því miður er sú tilfinning óðum að verða almenn að lögin og lögregl- an sé aðeins fyrir þá ríku. Sjálf- sagt er þessi hugmynd stórum ýkt í meðvitund manna en margt undarlegt gerist nú í landinu. — Rétt sem dæmi vil eg tilfæra ofurlítið sýnishorn úr réttarfar- sögunni. Tuttugasta og fyrsta febr. árið 1933 var 71 þúsund dollurum rænt úr pósti sem Tex- as og Pacific járnbrautin flutti. Fyrir ráninu stóð auðmaður, O. D. Stevens að nafni. En til að framkvæma verkið notaði hann tvo menn Jack Sturdivant og Harry Rutherford. Til þess að þurfa ekki að greiða þeim gjald fyrir vikið, myrti hann þá í höll sinni að Handley í Texas. með að- stoð vinnumanns síns W. D. May. May var snauður og dæmdur til dauða fyrir glæpinn. Stevens var auðugur og fékk sig fríkend- an við þennan glæp. (Inside De- tective, febr. 1937) Hversu skaðlegur að uppreisn- ar andinn getur reynst í hugum hálf sturlaðra ólánsmanna nægir að benda á spillvirki Driscolls nokkurs frá Spokane er brendi verkstæði og vöruhús upp á sjö hundruð þúsund dollara til að ná sér niðri á auðvaldinu er hann sakaði um örbyrgð sína og at- vinnuleysi. (True Detective) Aðeins eitt til viðbótar. Mr. Richard Carran, bæjar-lögmaður í Ludlow, Kentucky, bendir á erfiðleikana sem mæta einstakl- ingnum vilji hann halda öll lög. í hans ríki eru þau þrjátíu þús- und að tölu og þeir einstakling- . ar munu færri er þekkja þau öll. En reynslan sýnir að ef menn venjast á að brjóta ein lög dvínar virðing þeirra fyrir þeim öllum. Ráðið? — já eg er bara að segja fréttir en samt vík eg kannske síðar að því sem mér virðist ráðvænlegast, þótt auð- vitað séu það aðeins hugmyndir mínar og hafi að sjálfsögðu enga þýðingu til endanlegrar úrlausn- ar. Maður gerir sér svo margt til gamans í skammdeginu. Nei, verið róleg, eg er ekki haldin af neinni stórmensku vitfirru (Ego- mania) og ætla mér ekki per- sónulega að endureisa vorn af- vegaleidda heim eins og aftur- hvarfs prédikari eða einkalyfja sali. Mín meining er aðeins að greina frá gróðrarmerkum hvar sem þau hittast í heimi þessum. Þegar þjóðin hætti að hugsa um Hauptmann og íllræðisverk- in yfirleitt, tók hún að gefa gaum að stjórnmálum, því for- setakosningarnar fóru í hönd. Útkoman er nú öllum kunn og engar fréttir framar. Þess- vegna engin ástæða að fjölyrða um það. Þó vil eg, í fáum orð- um, geta um helstu tildrögin að hinum glæsilega kosningasigri Roosevelts forseta. Þegar flokkarnir háðu flokks- þing sín í júní mánuði gat eng- um slík úrslit til hugar komið. Að vísu virtist líklegt að Roose- velt mundi endurkosin en þó var það hvergi nærri víst. Flest stórblöðin voru honum andvíg og tókst að innræta fólkinu ótta við stjórnarhætti hans. Menn ótt- uðust skuldirnar, sem hækkuðu stöðugt. Menn voru óvanir allri íhlutun um verðlag og verzlunar- hætti og skildu ekki að slíkar reglur voru settar til að vernda þá sjálfa fyrir eyðilegging grimmrar og gjöreyðandi sam- kepni. Þeim blöskraði að sjá eyðilegging verðmætanna meðan fjöldin bjó enn við skort þótt þetta væri nú reyndar hin við- tekna venja hjá sjálfum auðkýf- ingunum er víttu það mest. — Þannig stóðu nú sakir er republi- kanar komu saman á sínu als- herjar flokksþingi til skrafs og ráðagerðar, útnefndu Landon og sömdu sína stefnuskrá. Þjóðin tók Landon yfirleitt vel því blöð- in voru búin að básúna göfgi hans og gáfur. Fjöldanum var hann gersamlega óþekt stærð og þessvegna tiltölulega auðvelt að auglýsa hann fyrir lýðnum. Sam- kvæmt því sem The Bureau of Public Opinion segist frá — hún reynist einatt furðu nákvæm að greina afstöðu alménnings til mála — stóð Roosevelt einna tæpast um það leyti sem Landon var útnefndur. Hafði hann þá, að því er séð verður, aðeins lið- ugan helming allra atkvæða. Hvað olli þá þessum breyting- um er gerðust frá því og fram til kosninganna. Ástæðurnar eru margar og sjálfsagt fleiri en eg get greint. Fyrst á blaðinu verður stefnu- skrá republikana. Þeir sem geta nokkuð botnað í því plaggi hljóta að vera mér fremri að skilningi. Næstum því hver einasta máls- grein byrjar á skömmum um demókrata fyrir alt sem þeir hafa aðhafst en svo dregur alt í einu niður í þeim og þeir viður- kenna að eitthvað svipað verði þó til bragðs að taka. Þeir telja gagnskifta samningana við aðrar þjóðir ganga landráðum næst en segja þó í sama andartaki að þeir séu með því að verzlunar samn- ingar séu gerðir við önnur lönd. Þeir úthella sér yfir NRA en segjast þó vilja setja skorður við skaðvænlegri samkepni. Þeir út- húða Roosevelt fyrir afskifti hans af búnaðarmálum en kváð- ust þó mundu bæta úr nauð- þurftum bænda. Þeir óskapast yfir eyðslunni en segjast þó ekk- ert vilja spara til að aðstoða alla nauðleitarmenn. Þeir ætla að spara peninga með því að slengja allri byrðinni á ríkin og sveitirn- ar. Þeir eru til með að gera margvíslegar umbætur en vilja bíða með þær þangað til öllum 48 ríkjunum kemur saman um hvernig eigi að gera það. Nú jæja, þótt stefnan væri ó- neitanlega óljós á pappírnum vonuðu menn að hún upplýstist eitthvað við ræðuhöldin, en því fór fjarri. Alt sem þar var að heyra voru endalausar skammir um stjórnina er mintu á Morg- unblaðs ritstjóragreinir er þær ræða um Jónas og hans ráðs- mensku. öll rök rugluðust í þess- um vaðli. Roosevelt var sakað- ur um einveldis æði en svo var það nú eiginlega ekki hann held- ur helvískur Rússinn sem var í þann veginn að taka við völdum í landinu. Roosevelt var alt of fljótfærin og flanaði út í ýmsar ófærur, en þó var það versta flanið að stefna saman fræði- mönnum til að rannsaka málin og láta þá leggja plönin sem einna líklegastir voru til þess að skilja málavexti; eða var það nokkurt vit að leita ráða hjá pró- fessórum þótt þeir væru ómiss- andi til að uppfræða lýðinn? — Og var það nú annars ekki hel- ber barnaskapur að vera nokkuð að bjástra við þessar umbætur úr því upplýsingasnauðir en sjálfsagt velviljaðir menn höfðu skrifað stjórnarskrána, eða part af henni, fyrir 150 árum síðan. í allri baráttu er mikið undir foringjunum komið. Þeir ættu að vekja aðdáun og traust meðal liðsmanna sinna. Eg sá Landon nokkrum sinnum á kvikmyndum og eg get naumast hugsað mér mann er miður virðist til for- ingja fallinn. Mér dettur ekki í hug að lítillækka manninn um skör fram, en eg kendi í brjóst um hann. Mér kom hann fyrir sem miðlungs gáfaður miðstétt- ar maður er mundi reynast um- hyggjusamur faðir, trúfastur eiginmaður og góður nágranni. Hann virtist bókstaflega skelk- aður í ræðustólnum og minti á- takanlega á krossbera er hefir ekkert þrek til að bera þjáning- ar. f ræðum sínum tönlaðist hann- jafnan á fáeinum auka- atriðum. í Minneapolis talaði hann um þau undra kynstur af osti sem kæmi frá Canada til bölvunar fyrir bændur. í Cleve- land kvað hann það óhæfu að leggja skatt á stórgróða fyrir- tækin (The Corporation Tax). Það var kátlegt að sjá stórblöð- in. Þau fluttu ótal myndir-af Landon og fjölskyldunni og sögðu frá ferðum hans, en þau gátu sjaldnast um hvað hann segði. Roosevelt lofaði þeim að ausa úr sér en sat rólegur í Washing- ton, enda sýnilegt að því meir sem þeir mæltu þess minna voru þeir metnir. Sáust greinileg merki um þverrandi hylli á re- publikana enda áður en Roose- velt lagði á stað í kosningaleið- angurinn, rúmum mánuði fyrir kosningarnar. Þegar Roosevelt tók til máls fuku hin léttvægu rök andstæðinganna, sem fis í vindi. Hann þurfti ekki að eyða miklum tíma til andsvara heldur aðeins framsetja stefnu sína í fáeinum viðvarps-ræðum. Hann mintist aldrei á samband sitt við sovétana né læriföður sinn Stal- in, þurfti þess naumast því aft- urhaldsliðið var búið að klína kommúnista nafninu á hvern ein- asta einstakling er eitthvað vildi aðhafast til að bæta hag hinna bágstöddu. Svo af því mátti ráða að “bolsar” væru ekki svo bölvaðir. Fáir jafnast við Roosevelt á ræðupalli. Hann hefir lag á að komast að kjarnanum í fáum fastmótuðum setningum. Minn- ir það nokkuð á ræðumensku Lincolns en framsetningin er fágaðri hjá Roosevelt og málfar hans vingjarnlegt, næstum ást- úðlegt eins og vinur mæli við vin hjá arineldinum. Þó mun það fremur stefna hans en málsnild er aflar honum vinsældar. Þeg- ar ræða skal um stefnu hans er sjálfsagt að veita honum sjálf- um orðið. (Fara hér á eftir nokkrar setningar úr ýmsum ræðum Roosevelts). “Við þurf- um ekki að auka auðlegð hins ríka heldur efni hins snauða”. Frelsi án efnalegs sjálfstæðis er aðeins skynvilla. Hugsjónir ættu ekki að notast sem leikfang lífs- leiðra manna, heldur uppörfun til göfugra framkvæmda. Til þess skildi lífinu varið að gera hug- sjónirnar að veruleika. Fram- sóknin getur reynst hættuleg en það er þó hættulegra að hafast ei að. Þegar eg tók við völdum komu auðmennirnir á hækjum sínum og báðu mig að bjarga sér; undir eins og þeir gátu gengið staflaust köstuðu þeir hækjunum í læknirinn. ( Engin þjóð er svo auðug að hún megi við að sóa manndómi þegna sinna. Engin dáindis maður getur unað því að þriðjungur þjóðarinnar klæðist tötrum og búi við skort í hrörlegum hreys- um. Þetta kýs eg helst að sagnaritarar framtíðarinnar segðu um mig.” Á fyrsta stjórn- artímabili Roosevelts hittu auð- kýfingarnir þann er hopaði hvergi á hösluðum velli en á hinu síðara hrakti hann þá af hólmi. í ýmsu getur jafnvel for- setum yfirsézt en guð lítur öðr- um augum á glappaskot hins góð hjartaða en yfirtroðslur hins á- gjarna. Vér erum harla fjærri takmarkinu en eg er líka nýbyrj- aður að berjast.” Þessi orð hljómuðu sem her- hvöt og menn vöknuðu til vit- undar um að Ameríku hafi eitt sinn verið ætlað veglegra hlut- verk en framleiða fáeina miljón- era, sem geta sér syni er gerast landeyður og verða sér til skammar á Riviera því leikara menningin er langtum eldri í Ev- rópu og hefir öðlast sérstaka skynhelgishætti er Vestmenn hafa ennþá ekki alment tamið sér. Eitt sinni hafði þetta dá- samlega land verið vonar heimur þeirra miljóna er leituðu að tæki- færum frelsis og frama og það gátu ekki allir gert sig ánægða með þann þjóðframa er veitist fyrir fáeinar auðmannadætur er giftast fátækum en sællífum aðalsmönnum yf’rí gömlu menn- ingarlöndunum. Menn fundu að til hærra markmiðs var stefnt og hristu af sér doðan sem deyf- andi afturhald hafði lagt á ame- ríska framsóknarhyggju. Það var þessi endurvakning, sem réði úrslitum kosninganna; og sjá afturhaldið lá gjörsigrað í valn- um. Fyrir þeim föllnu, er enn- þá áttu augu til að sjá með, rann nú upp mikið ljós. Þeir gáfuð- ústu þeirra á meðal, svo sem Walter Lippman og Hamilton Fish opnuðu sinn munn, sögðu eins og satt var að samveldis- flokkurinn væri úr sögunni ef hann gæfi engan gaum að kröf- um tímanna. Forsetinn hefir kvatt þjóð sína til erfiðrar baráttu fyrir verðugu málefni. Sá sem fyrir slíkum hugsjónum berst, með hetjudug, þarf aldrei að kvíða þeim leiðindum er tilgangslaus tilvera skapar. Reynist foringinn jafn dáðríkur til framkvæmda sem hann er djarfur í ræðu mun hann fá fylgi allra einlægra föð- urlandsvina og innvinna sér eft- irsóknarverða frægð meðal kom- andi kynslóða. Margt þarf að laga því satt bezt að segja hefir Vínland hið væna fallið í hendur ræningja er rúðu það inn að skyrtunni. Hver mundi hafa trúað því á þeirri tíð sem séra Jón sálugi Bjarnasan reit ritgerðina “ísland að blása upp”, að álíka örlög mundu bíða þessa blessaða lands þar sem bylgjur rísa á grænum ökrum eins og til úthafs sjái, þar sem mörkin bíður fullhugans er vill berjast til landa og dýrir málmar, í móðurskauti Iandsins, brýna menn til dirfsku og dáða. Hvað var nú líklegra en ættar- slóðin við norður hjarann mundi eyðast og hyljast af aur og sandi en Vínland eflast og auðg- ast frá öld til aldar til blessunar fyrir alda og óborna. Samt horf- um við með hrylling til þeirrar staðreyndar að einnig hér eru eyðingaröflin að verki. Rán- yrkjan er nú þegar langt komin með að velta því í flag sem land- neminn ræktaði og um hinar breiðu sléttur miðríkjanna renn- ur nú ekki framar lifandi korn- stanga móða, heldur blasa þar við berar auðnir undir dimmum foksands skýjum er byrgja alla sólar sýn. f þessum hamförum eyðilegst uppskeran á stórum svæðum þótt aldrei hafi meir að því kveðið en á síðast liðnu sumri sökum þurkanna er vöruðu mán- uðum saman. Ekki nóg með það, við land fokið berast ósköp- in öll af mold í árnar er verður að leðju og farvegur þeirra grynnist. Af því stafa vetrar- flóðin. í þessum frétta píslum hefi eg leitast við, eftir beztu getu, að grenslast um orsakir viðburð- anna fremur en greina aðeins frá atvikum. Vona eg að þann veg veiti þeir meiri fróðleik.^ Nú vill einmtit svo vel til að tildrög þessara ógna eru öllum kunn. Fyrst er að nefna eyðing skóganna er áður veittu skjól og jarðvegnum festu. Þar næst er að athuga breytinguna á búnað- arháttum. Á landnámsárunum var yfirleitt um það eitt hugsað að brjóta sem allra mest land til ræktunar og efnast fljótt. Þetta lánaðist Sumum, en varð aftur til þess að þessir bændur veittu börnum sínum betri mentun en aðrir. Þar af leiddi að öll fjöl- skyldan flutti til borgarinnar er bauð unglingunum betra tæki- færi. Jarðirnar voru stundum seldar en oftar leigðar. Hinir frumbýlingarnir sem minna höfðu þrekið eða meir af óhöpp- um mistu aftur á móti bújarðir sínar í hendur lánveitinga er seldu þær eða leigðu. Er nú svo komið að aðeins rúmur helming- ur hérlendra bænda eru sjálfs- eignar bændur kallaðir en í raun og veru eru þeir langtum færri, því magir lafa aðeins á jörðum sínum fyrir náð lánardrotnanna er að vísu mun að mestu stafa af örðugleikunum á því að selja sveitarbýlin sem stendur. Allir þessir beinu eða óbeinu leigulið- ar verða að erja úr jörðinni alla þá uppskeru sem þeir geta út úr henni pínt, en hafa hvorki efni né áhuga að viðhalda frjósemi hennar fyrir framtíðina. Gróðr- armátturinn fer þevrrandi; skor- dýrin, er önnuðust um efna- breytinguna í verksmiðju nátt- úrunnar, viðhaldast þar ekki framar; jurtirnar deyja og ræt- urnar, er trefjuðu svörðin, visna svo moldin verður að þurru, líf- lausu dufti er fýkur í vindi. Og bóndans bíða álíka örlög. Hann fýkur líka rótlaus og ráðalaus út í veður og vind. ÞESS BETRI pappírs-blöð ÞESS BETRI eru vindlingarnir VEFJIÐ Ávalt YÐAR EIGIN í VOGUE HREIN HVÍT Vindlinga Blöð TVÖFALT SJÁLFGERT Stórt bókarhefti 5* Gagnvart slíkum aðstæðum stendur einstaklingurinn ráð- þrota, stjórnin ein getur viðnám veitt en nú þarf hún í mörg horn að líta því þessi sóun á náttúru auðæfunum, er engan vegin ein- skorðuð við landbúnaðinn. Fróð- ir menn segja að 15% af kolum eyðist að þarflausu við uppgröft- in, að 25% af olíu fari í súginn og alt að 40% af skógarvið. — Þetta nemur fleiri biljónum doll- ara á ári og er það ægileg eyðsla er ábygðarlausir braskarar baka þjóðinni. Hitt er þó ennþá al- varlegra að náttúru auðæfin eru als ekki ótæmandi. Skógarnir eru óðum á förum og olían endist fráleitt meir en 15 ár. (Skýrslur teknar úr tímaritinu Science Di- gest fyrir febrúar mánuð þessa árs). Ný íhaldsstefna er nauð- synleg. Þegar gamlir íhalds- menn tala um sparnað meina þeir æfinlega peningana. Hér eftir mun standa hörð barátta milli þeirra er vilja halda í auð- lindirnar og þeirra er girnast peninga. Saga menningarinnar er frásögnin um stöðugt aukið um eigin kaup. Samtímis þyrfti öllum almenningi að skiljast að þetta kaup skapar kaupgetu en sú kaupgeta ræður að miklu leyti verðlagi á öllum fram- leiðsluvörum. Það er hlálegt að heyra, til dæmis bændur, ílskast yfir auknu kaupi þar sem verka- maðurinn ver nálega öllu sínu til að kaupa hveitið, ketið, eggin og smérið sem búandinn framleiðir. Því færri sem centin verða í vasa verkamannsins, þess minni verður hlutur bænda. Nú er það einnig deginum ljósara að sem samnings aðilji verður verka- maðurinn að eiga kost á að ganga að eða frá tilboðum vinnu- gefandanna, með öðrum orðum að vinna eða hefja verkfall. Það er engin stoð að óskapast yfir þessu; svona hlýtur það að verða meðan þjóðin skiftist í auðmenn og alsleysingja, í fámenna eignastétt er hefir öll umráð yfir framleiðslutækjunum og vinnu- menn er ekkert eiga til að selja nema sjálfa sig. Efnamennirn- ir vilja græða en hinir girnast að lifa. eftirlit stjórnarinnar á athöfnum J Versta verkfall ársins er á með- einstaklinganna, til verndar al farmanna og þeirra er vinna heildinni. Ræningjar einir fara að ferming skipa. Hefir það nú ekki að lögum. Um slíka sagði staðið um marga mánuði. Það er Lincoln þessa dæmisögu. “úlfur- annars gráthlægilegt að heyra inn kvartar yfir afskiftasemi suma tala um þetta verkfall sem hjarðmannsins er aftrar honum önnur. Sé um ágirnd rætt hjá að éta hjörðina.” j stórgróða mönnum gerast marg- Þá er að minnast á verkföllin ir guðhræddir og segja sem svo: er fara vaxandi til tjóns og erfið- “Nú, nú, þetta er nú bara mann- leika á ýmsa lund. Nú hefir legt eðli að vilja eignast sem stjórn Roosevelts að fullu viður- mest, en fari fátækur sjómaður kent réttindi verkalýðsins til fram á að kaup sitt sé hækkað úr samtaka enda er það öllum hugs- 60 dollurum í 70, glata þeir allri andi mönnum Ijóst að því aðeins guðrækni og verða vondir.” ___ geta verkamenn einhverju ráðið Þetta er óbilgirni og bölvaður Have the Business POINT OF VIEW ? • Dominion Business College students have the advantagi of individual guidance in the all-important factors of business personality, conduct, and approach. ■No matter how thoroughly you know the details of office work, you must be able to sell your services, and this is now just as much a part of Dominion training as Shorthand, Typewriting, Bookkeeping, or any of the other courses in which Dominion leader- ship has been recognized for over twenty-five years. Business is better! Employment is increasing! Prepare for it. DOMINION BUSINESS COLLEGE On The Mall and at Elmwood, St. James, SL John’s

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.