Heimskringla - 24.02.1937, Page 4

Heimskringla - 24.02.1937, Page 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 24. FEBRÚAR 1937 Ircimskringla (StofnuS 1886) Kemur út á hverjum miSvikudegt. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsímis 86 537 Verð blaðslns er $3.00 árgangurinn borglst tyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. 311 yiðskiíta brél blaðinu aðlútandl sendlst: Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG 24. FEBRÚAR 1937 ÁRSSKÝRSLA FORSETA ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS Háttvirti þingheimur, heiðruðu félagsmenn! Þeirri venju hefir verið fylgt ár hvert við þingbyrjun, að forseti hefir getið helztu atburða ársins, í sögu félagsskapar vors, og að einhverju leyti lýst hinu al- menna viðhorfí, er oss öll snertir að meira eða minna leyti. Venju þessari vil eg halda, þó ítarlega verði eigi um þetta rætt. Nú þegar vér setjum ársþing þetta, hið átjanda, að frátöldu stofnþinginu, er margt sem í senn vill þrengja sér fram í hugann. Tímarnir hafa verið viðburðaríkir, svo að mörgu er nú öðruvísi komið en áður var, — fyrir ári síðan. Sumt hefir gerst með svo skjótri skipan að naumast eru dæmi til. Hvort þær breytingar boða önnur og meiri tíðindi verður ekki ráðið í sem stendur, fremur en það, hvort þykknið á morgun- loftinu boðar úrfelli eða heiðríkju þegar fram á daginn líður. Víst er þó um það, að mökkvinn á austurloftinu hefir heldur þykknað en hjaðnað, hvað sem úr kann að verða. Viðhorfið er annað og þrengra en það var fyrir ári síðan. Yfir heiminn er hvar- vetna ófriðlegt að líta. Þá stóðu að vísu hermdarverkin í Eþíópíu sem hæst. Al- vörulausar og óhreinskilnar raddir gengu út frá helztu stjómarsetrum Norðurálf- unnar, gegn hinu svívirðilega athæfi ítala. En þær voru magnlaus og áhrifalaus and- mæli. Það var eitthvað sem rændi þær allri dáð og alvöru, sem almenningi var ekki ljóst né þeim er eigi gátu skygnst bak við tjöldin. Einhverjir gátu þess til að það væri hergagnaverksmiðjurnar sem drægi úr þeim mótmælum en um það varð ekkert fullyrt fyr en eftir rannsóknina á Dupont félaginu í Bandaríkjunum, er það vitnaðist að öll hergagnaverkstæði út um allan heim eru innbyrðis í einu sambandi og hluthafar hver í annars fyrirtækjum. þó stærst og voldugust séu Vickers Ltd. á Englandi og Dupont í Bandaríkjunum. f félagi kosta þau fulltrúa við öll stjórnar- setur er þeim lofsverða tilgangi eiga að þjóna að vekja vantraust og heiftúð milli þjóða og koma inn hjá þeim tortryggni og ótta við alla sem í kringum þær búa. Það vitnaðist að stríðið í Suður-Ameríku milli Paraguay og Bolivíu var kostað af her- gagnaverksmiðjunum, þær voru að láta reyna nýjustu vopnin og verjurnar er þær höfðu fundið upp. Sama var með Eþíópíu stríðið að ítalir voru þar að reyna ýms ný hernaðartæki er ekki voru áður kunn. — Þurfti að kynnast því hvemig þau gæfust og stríðið að skríða til fullnaðar úrslita. All- ar þjóðir er ugg og ótta báru til nágrann- anna vildu læra af þessu hvernig vopn þessi gæfust, máske þyrftu þær á þeim að halda innan skamms. Að minsta kosti var það þeim vísbending um hversu þær skyldu hervæðast, hvað þær skyldu kaupa af vopnasmiðjunum. Andmælin voru því aðeins gerð fyrir siðasakir. Annað kom þar til greina líka. Á þess- um atvinnuleysistímum var þetta ekki Iít- ill atvinnugjafi, þessi verksmiðjuiðnaður. Það var gott “business”. Það var því á- hætta fyrir stjómmálamennina að stöðva þenna iðnað. Því hefði ekki verið vel tekið. Úrræðalaus eymdin annarsvegar og óseðj- andi og siðlaus ágirndin Ijinsvegar héldust þar í hendur. Það var því gengið á milli bols og höfuðs á Eþíópíu. Samvizka stór- þjóðanna lét eigi annað til sín heyra, en þessar hljóðlátu umvandanir og afllausu andmæli. Vopnasmiðjurnar ráku stóran iðnað, gáfu af sér góðan arð, og komvar- an og svínakjötið hækkuðu í verði. En blóð hins saklausa hefir komið yfir þá sem sátu hjá og samþyktu Iíflátsdóm- inn með athafnaleysi og loforðasvikum. Þjóðabandalagið er að engu orðið. Allir afvopnunar, hlutleysis og friðarsamningar tættir sundur og yfir heiminn er nú hvar- vetna ófriðlegt að líta. Allar stórþjóðirnar hervæðast og hafa í hótunum hver við aðra. Á Spáni hefir verið vakið Hjaðninga víg sem enginn kann að segja hvern enda hefir. Er þar att saman tveimur einveldis- stefnum, commúnisma og nazisma er vopn bera hvorir á aðra en á milli þeirra er þjóð- in, möluð mélinu smærra og feld í strá af hungri, drepsóttum, brennum og morðvél- um. Að baki commúnistum er með völdiu fara, stendur einvaldur Rússlands og Soviet-stjórnin, en að baki Nazistum of- ríkisstjórn ítalíu og Þýzkalands. Láta svo báðir ummælt, að til skarar skuli skríða til þess að sanna heiminum hvor stefnan sé sterkari og gefa þannig Norðurálfu þjóð- unum bendingu um hvaða stjórnskipulag skuli leitt yfir löndin. Samninga hefir verið leitað, innbyrðis, meðal stórþjóðanna, um að láta styrjöld þessa afskiftalausa. mánuð eftir mánuð verið þingað en ávalt orðið eitthvað til áreksturs svo að engu hefir komið. Hefir þetta eflt óvild þeirra, tortryggni hverrar til annarar og óttinn vaxið um að öllu slái í bál og brand þegar minst varir. Verði skjólstæðingar Rússa ofan á vex þeim magn og megin og þykjast þá hinar þjóðirnar illu bættar; verði skjól- stæðingar Mússólini ofan á er við ofríki búist, framhaldandi hernámi frjálsra landa og teptum siglingum um Miðjarðarhafið. Frá brávöllum Eþíópíu er því bál kviknað. Um afvopnun eða takmörkun herbúnaðar er ekki lengur talað, heldur keppir nú hver stórþjóðin við aðra um að hervæðast. Er ítalíu kent um, því að Mussolini haldi enga samninga og engu hans orði sé að trúa. Er bent þar á aðfarir hans í Eþíópíu og lítils- virðing allra sáttmála og eiða við Þjóð- bandalagið. Ofseint sé því að búast til varnar er her hans og samherja hans standi fyrir dyrum. Ofan á þetta hefir svo bæzt, að páfinn, er sagður er að muni vera á förum, hefir risið úr rúmi sínu og lagt blessun sína yfir ítalíu konung sem keisara Eþíópíu. Hefir kaþólska kirkjan með því samþykt athæfi Mussolinis að brjóta undir sig fáliðaða og verjulausa þjóð og svifta hana lífi og landi. Árið 1914, ömurlega árið í mannkyns- sögunni, þegar, eins og stendur í gátum Gestumblinda: Blindur reið blindum brim- leiðis til, nam herbúnaður þjóðanna rúm- um 4 biljónum dollara, nú á þessu ári eru stórþjóðirnar búnar að heimila rúmar 35 biljónir dollara til hervæðingar á þessu og næstkomandi ári. Hvergi sér í botn á skuldahítinni, en þær gera ráð fyrir að lána fé hver hjá annari til þess að kaupa fyrir vopnin, sem þær ætla svo að bera hver á aðra. Hjól vopnaverksmiðjanna snúast gríðarlega og kveða við orustu brag og mala drotnum sínum gull án afláts. Æði þetta hefir gripið um sig, einnig hér í álfu, og það sem sízt varði, hér í landi, — í Iandi friðarins. Naumast barst vopna- brakið fyr yfir hafið en farið var að bolla- leggja að vígbúa landið langt fram yfir það sem áður hefir verið. Hefir þá og líka dregið úr friðaráskorunum og friðarsam- þyktum og er þeim vísað til vinstri handar í blöðunum. Landið, ef svo mætti að orði kveða, hefir breytt um búning og svip. Er maður horfir á svip þess nú, þá koma manni ósjálfrátt í hug orð Ketils Hæings við tröllkonuna: “Langleit ertu fóstra, lætur róa nefit”, Nýskeð hefir verið flutt frumvarp í Sambandsþinginu um að veita á þessu ári milli $40 og $50,- 000,000 til herbúnaðar. Mæla færri á móti því en með. Ein rödd hefir þó látið til sín heyra er mælii^ af djörfung gegn þessu glapræði en það er rödd landa vors og samverkamanns, innan þessa félagsskapar, dr. Josephs T. Thorsons, fulltrúa fslendinga á Sambandsþinginu. Hefir hann mælt ein- dregið á móti þessu og á hann þakkir vorar skilið, fyrir einurðina, hreinskilnina og drengskapinn. Margs annars fremur virð- ist land þetta þarfnast, en stríðstækja meðan einn fimti hluti verkfærra manna og kvenna eru atvinnulausir og f jórði hluti akurlendisins er að blása upp og ekkert gert því til varnaðar. — Viðhorf þetta, sem vér nú um stund höfum virt fyrir oss er dapurt og drungalegt. óska viljum vér að drungi þessi sem hvílir yfir veröldinni sé eins og morgunblikan er eyðist og að engu verður þegar fram á daginn kemur. En öll skynsemi mælir á móti því að slíkt geti orðið af sjálfu sér, og án allrar viðleitni af hálfu þjóðanna sjálfra. Meðan sú Grótta gengur sem nú er gnúð, er malaður her að Fróða konungi. Því hefi eg líka að þessu vikið að eg vil að það vekji hjá oss um- hugsun, sem borgurum þessa lands, ekki eingöngu meðan á þingi þessu stendu'r, heldur eftir að héðan er farið. Það kann að virðast að vera langróið haf, milli þessa fámenna félagsskapar vors, og alþjóða á- standsins og athafnanna í heiminum og því óviðeigandi að rifja það hvorttveggja upp hér, en villumst ekki, í þessu efni kemur hvorki stærð eða smæð til greina. Veraldar álitið verkar á þjóðirnar og þjóð- arálitið á einstaklingana. Á gagnstæða vísu verkar aftur einstaklingsálitið á þjóð- irnar og þjóðarálitið á veröldina, og það er það álit sem þarf að efla og beita gegn því ástandi sem þjóðirnar eru nú að færast í. Tilgangur félags vors, jafnframt því að varðveita minningu og menningu, sögu og bókmentir þjóðar vorrar, er einnig sá að stuðla að því að vér megum verða sem nýt- astir og beztir borgarar í hérlendu þjóðlífi. Við þann tilgang ber oss að kannast og að leggja alla rækt við hann, hafa hann sífelt fyrir augum, úti eða inni, í öllu sem vér hugsum og gerum og láta aldrei leggja oss undir í framsókninni til vaxtar, frama og virðingar. Vér eigum að sækja fram til virðingar, metorða og valda, ekki vegna sjálfra vor heldur aðal- lega til þess að vér getum haft áhrif á það þjóðfélag sem vér lifum í og getum auð- sýnt öllum góðvild, drengskap og réttlæti, og veitt forustu öllum góðum málum svo sem vér eigum siðferðisþrek til. Vér eigum aldrei að láta það líðast að oss séu skipaðir fulltrúar, svo vér höfum þar sjálfir ekki atkvæði um, eins og ómyndugum eru settir forráðamenn, og fávitum aðhald. Þá verðum vér að varast að láta flokka álím- ingar villa oss sjónir svo vér með sundrung vorri göngum hvorn annan ofan í gröfina. Áhrif á þjóðfélagið getum vér aðeins haft með'því að eiga skoðun og sannfær- ingu sjálfir. Og nýtastir og beztir borgar- ar verðum vér með því að gefa samtíðinni af því bezta sem vér eigum, því sannasta sem vér vitum og hagsýnasta sem vér kom- um auga á. Verður þetta aldrei ofbrýnt fyrir neinum sízt á tvíráðum tímamótum sem þessum. f öðru lagi er viðskiftalífi, og þar af leið- andi daglegu lífi einstaklinganna svo kom ið að allir verða sem næst að sækja alt til allra. Þetta hafa að minsta kosti síðustu árin kent oss. Atvinnuvegir í öllum lönd- um eru orðnir samfléttaðir svo að einn líð- ur með öðrum ef einhverju hallar. Ástand veraldarinnar er því ekki fjarri neinum af oss, því í því lifum, hrærumst og erum vér. Skyrtan góða, örvar Odds, er eigi að efn- inu sótt, eins víða að og skyrtur vorar, þó eigi komist þær til jafns við hana, enda fylgdu henni fleiri kostirnir, því engan skyldi í henni kala á sjó eða landi, eigi sund mæða, eigi eldur granda, eigi járn bíta nema á flótta færi. Hún var gerð á 13 stöðum, sem hér segir: “Serkinn frá ek í Sogni ok í sjau stöðum gervan; ermr á íralandi, önnur norðr með Finnum; slógu Saxa meyjar en suðreyskar spunnu Vófu Valskar þjóðir Varp óþjóðans móðir.” Vara-ríkisritari Bandaríkjanna, Mr. Francis Bowes Sayre, getur þess í ný- komnu riti (War or World Trade, Which?) að flest það er vér notum eða neytum hvers dagslega sé að miklu leyti aðflutt. Sem dæmi bendir hann á Radíóið. Efnið í það þegar það er alt komið á einn stað er búið að flytja 250,000 mílur, eða sem svarar tíu jafnlengdum í kringum hnöttinn. Sýnir hann fram á hversu hagur allra einstakl- inga út um allan heim er orðinn nátengd- ur. Veröldin er ekki lengur það sem hún var og engin framar sjálfum sér nógur. — Hún er nábýlli og smærri, og bál kynt fyrir búa dyrum brennir allan almenning inni. Frá þessu viðhorfi, viljiim vér snúa oss að öðru vildara útsýni og renna augurn aust-norður um höf r— til Norðurlanda. — “Sól skín sunnan á salarsteina.” Aldrei hef- ir betur komið í ljós hin haldgóða og þraut- reynda menning Norðurlanda en nú. Þegar aðrar þjóðir eru að sökkva sér dýpra og dýpra í óhamingju og skuldir fyrir vígbún- að hafa þær lagt alla stund á að hlaða upp sín heima vé. Þær hafa stýrt framhjá skerjum öfga og ofríkis og fylgt hinu spaka fyrirmæli Hugsvinsmála: “Eigur þínar skalt eigi til ofneyzlu hafa, heldur neyt með hugspeki.” Skipar Svíþjóð þar öndvegið. Hefir hún nú getið sér frægð sem fágæt er og gott er til að vita um hinn mentaða heim, en einkum í lýðstjórnar löndum eins og Bandaríkjunum og Brezka- ríkinu. Samvinnustefnan hefir þar orðið ofan á, án þess að frá lýðræðinu sé horf- ið. Hefir hún náð til allra stétta og ríkið stutt hana með ráð og dáð. Til hófs hefir verið stefnt. Fátækra hverfin í stórborgunum hafa horfið, samvinnuhús verið reist í þeirra stað, sem einstakl- inga eignir, og ríkið eða bæirnir tekið að sér rekstur alþjóðar fyr- irtækja með þeim árangri að skattar hafa lækkað og fé spar- ast til nytsamra stofnana. Sem næst hefir engu verið eytt til herbúnaðar, og öll hafa Norður- lönd staðið í skilum með skulda- afborganir sínar, engin loforð j falsað og engan svikið. í Ev- rópulöndunum hafa menn horft undrandi á þetta sem með Sví- um sérstaklega er að gerast og leitt ýmsum getum að því hvort þetta fái varað. Hallast þó fleiri réttsýnir menn að því að þetta sé hin sannasta sjálfsbjargarstefna er nú sé uppi, er til varanlegrar farsældar leiðir. Þetta skapar nokkuð annað viðhorf en það sem vér höfum athugað og bjartara. Hér er um svipaðar kenningar og stefnur að ræða og annarstaðar eru boð- aðar, en þær eru öðruvísi út- lits og í framkvæmd færðar en annarsstaðar, og getum vér ekki þakkað það neinu öðru en hinni norrænu lífsspeki er þrosk- að hefir einstaklinginn og sprott- in er upp af sérstakri skapgerð Norrænna þjóða, reynslu og at- hugun um þúsundir ára. Það er þessi lífsspeki, þetta viðhorf við vandamálunum, sem oss ber nauðsyn til að varðveita og í á- stundun vorri að reynast hér sem nýtastir borgarar, að rækta og sveigja hugsunarhátt hins hérlenda þjóðlífs að. Eg vil bregða hér upp nokkr- um dæmum þeirrar lífsspeki er tekin eru úr einu fornriti voru, “Hugsvinnsmálum”. Þó Hug- svinnsmál séu að nokkru leyti þýðing eldra rits, þá er búningur þeirra al-norrænn og skoðanir og kenningar. Fyrsta boðorðið sem þau flytja er um orðheldni og rétt- dæmi: “Bregð þú ei af þeim lög- um er sjálfur setur”. “öðrum heita skalt eigi því er und öðrum átt”. Það er fallvalt og getur leitt til svika. Þetta er hið æðsta og sannasta boðorð til hegðunar út á við í félagslífinu. Sá sem getur sér þann orðstír í hverju máli er hvarvetna treyst. Annað boðorðið varar við hé- góma og fleðuskap, gagnvart út- lendingum og ókendum. “ókunn- an mann, virð engu framar, en þinn vísan vin; brigð eru út- lendra orð.” Er setning þessi svo sönn að hún ætti að vera síðast og fyrst í minni höfð. Þá er hið þriðja boðorðið til sjálfsþrosk- unar. “Reyn hvat et sanna sje. Aldurlægi sínu kvíði engi maður nje um þat önn ali, dugir eigi dagur þeim er dauða forðast, engi feigð um flýr.” Hið fjórða er um lífsmetin sjálf og byrjar með þeim sannindum: “Margt er fríðara en fé”. Alt það kapp sem á stórgróðarin er lagt og í fyrir- rúmi situr fyrir almennri vel- farnan færir engum hin æðstu gæði. Aftur er hitt víst að “enga sýslu, mátt þér æðri geta, en kenna nýtt ok nema”. — Margur yggur að sér standi óhamingja af öðrum en slíkt er fásinna. — “ógæfu sinni, veldur einn sam- an, engum er ilt skapað”. Það sem maðurinn lætur sér verða úr æfinni með greind og gjörhygl! er sjálf hamingjan og annað er hún ekki. Að þóknast öllum er alls ekki hægt, svo um það ber því aðeins að hugsa að bregðast ekki réttlætiskröfunni. “Eigi er auðgætt, svo að öllum líki, ger svo að góðir lofi.” Af svo miklu er að taka að enginn tími er til að tilfæra það alt. Læt eg þvl við þessi dæmi sitja, og legg það undir yðvarn dóm hvort þau eru ekki fyrir hvaða þjóðlíf sem er, “holl til halds og breytni.” Skal þá sem skjótast litið yfir sögu félagsskapar vors þetta síðast liðna ár og gerðir nefndar- innar. Árið hefir að ýmsu leyti verið viðburðaríkt. Hvarflar manni fyrst í huga missir mætra og góðra félagsmanna. “Höll taka björg at falla”, segir í Hall- mundarkviðu og sannast það á oss hinum eldri fslendingum hér í landi. Hefir fjöldi þeirra and- ast á þessu ári svo að nærri læt- ur að auðnar nemi í hópi þeirra er hingað komu snemma á tíð. Af félagsfólki voru hafa þessir dáið svo vér vitum um: Guðrún Stefánsson á Gtimli, Kristján Níels Júlíus, við Eyford. Björn H. Jónsson á Gimli, Gísli Gríms- son við Lundar, Gunnar Her- mannsson, Leslie; Bergþór Kjartansson Johnson í Winni- peg, Magnús Tait í Vancouver, Guðmundur Þórðarson við Piney, G. Storm við Glenboro, Helgi Sturlaugsson í Selkirk, William Thordarson í New Yerk, Berg- sveinn Mattíasson Long í Win- nipeg, Mrs. J. F. Líndal við Brown, Friðrik Guðmundsson við Mozart, Mrs. Sophía Johnson við Wynyard og nú síðast ólafur S. Thorgeirsson, prentsmiðjueig- andi í Winnipeg. Eftir alt þetta fólk er skarð, og eftir sumt, svo stórt, að það verður aldrei fylt hér á vesturvegum. Með þakk- læti minnumst vér samvinnunn- ar með því, að velferðar og á- hugamálum vorum, og vottum aðstandendum þess, innilega samúð vora og hluttekningu. Þeim málum sem þingið síð- astl. ár vísaði til stjórnarnefnd- arinnar, hafa verið gerð öll skil sem ástæður hafa leyft, öllum nema þremur, en þau eru: að reisa íslenzkum landnámskonum minnisvarða; að kaupa skógar- lund í grend við Winnipeg-borg á öðrum hvorum árbakkanum, er nothæfur sé til þjóðlegra sam- funda og útiskemtana; að skrá- setja alla atvinnulausa íslend- inga og auglýsa, vinnuveitend- um til glöggvunar. Að nefndin hefir ekki séð sér fært að leita neinna framkvæmda í þessum málum kemur ekki til af því að hún áliti þau eigi þörf og þess verð að þeim sé gaumur gefinn, heldur af hinu að þau krefjast þeirra fjárframlaga sem félagið að þessu sinni hefir ekki ráð á að veita. Skilar hún þeim því til baka aftur til þingsins eins og hún tók við þeim. Útbreiðslumál Útbreiðslumál félagsins eru eins og þingheimur veit margþætt, og fram yfir það að auka sjálfa félagatöluna, er öllu því skipað undir þenna starfslið er lýtur að því að kynna ísland og íslend- inga út á við. Félagatalan hefir vaxið á árinu og verður grein gerð fyrir því í skýrslum deilda er væntanlega verða lagðar fyrir þingið. Ýmsar fyrirlestraferðir hafa verið farnar og hefir, eins og síðastl. ár Dr. Richard Beck verið þar afkastamestur. Fimm erindi hefir hann flutt á ýmsum stöðum um-íslenzk efni, og út- varpað tveimur þeirra erinda frá fjórum útvarpsstöðvum. Þess utan hefir hann samið 5 ritgerð- ir er birst hafa í amerískum tímaritum. Á hann góðar þakk- ir skilið fyrir þenna dugnað og þann áhuga sem hann jafnan sýnir með þessu verki fyrir öllu því sem íslenzkt er. Forseti fé- lagsins hefir flutt tvö útvarps- erindi um íslendinga vestan hafs undir umsjá hins svonefnda “Adult Education Association”, er Dr. England veitti forstöðu árið sem leið. Erindi þessi voru birt í ensku vikublaði í Boston (The Christian Register). Þá var forseti viðstaddur fyrir hönd félagsins, við afhjúpunar athöfn minnisvarða St. G. Stephansson- ar á síðastl. sumri og flutti þar erindi, og ennfremur ásamt vara forseta við útför skáldsins Kr. N. Júlíus er fór fram að Moun- tain, N. Dak. 29. okt. Á sjötugs ára afmælishátíð skáldslns J. Magnúsar Bjarnasonar, er félag- ið, í samráðum við Þjóðræknis- deildirnar í Saskatchewan, stóð fyrir, mættu fyrir hönd félags-

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.