Heimskringla - 24.02.1937, Qupperneq 5
WINNIPEG 24. FEBRÚAR 1937
HEIMSKRINGLA
5. SIÐA
ins ritari og gjaldkeri, þeir Gísli
Jónsson og Árni Eggertsson. Þá
hafa tvær fyrirlestraferÓir verið
farnar til deildanna í Selkirk og
Churchbridge, af þeim prestun-
um séra Philip M. Péturssyni og
séra Jakob Jónssyni. Meginhluti
allra þessara ferðalaga hefir
verið farinn endurgjaldslaust. —
Hafa hlutaðeigandi nefndarmenn
greitt að mestu leyti ferða-
kostnað sinn sjálfir.
Samvinnumál við fsland
Undir þessum lið hefir verið
starfað svo sem tök hafa verið á.
Hefir nefndin lagt fyrir sig að
safna upplýsingum aðlútandi nú-
verandi og væntanlegum við-
skiftum íslands og Ameríku og
orðið allvel ágengt. Fyrir að-
stoð og milligöngu Guðmundar
héraðsdómara Grímssonar voru
nefndinni léð öll bréf og gögn,
þessu máli viðkomandi, sem til
eru í' vörzlum viðskifta og verzl-
unarmáladeildarinnar í Wash-
ington, D. C. (Department of
Trade and Commerce). Lét
nefndin afrita öll þessi plögg og
sendi afritið til formanns skipu-
lagsnefndarinnar Ragnars E.
Kvaran í Reykjavík. Þá verða
borin fram tvö mál hér á þing-
inu, er skýrt verður frá á sínum
tíma, er heyra undir þenna
starfslið. Þá heyrir og undir
þenna lið fyrirtæki er nefndin
hefir ráðist í og skýrt er frá í
Tímaritinu, að gefa út bók um
Þjóðréttarstöðu íslands, eftir
hinn alkunna lögfræðing og fs-
landsvin dr. Ragnar Lundborg.
Er birtur fjórði hluti þess rits í
Tímaritinu þetta ár en afgang-
urinn verður væntanlega að öllu
forfallalausu birtur í næsta árs
hefti. Er þá svo til ætlast að
bókin verði þá öll gefin út sem
sérstakt heildarrit og fáist í
lausasölu í íslenzkum bókaverzl-
unum hér og heima.
Útgáfumál
Á þenna lið hefi eg þegar
drepið með því sem á undan er
sagt. Útgáfu fyrirtæki félags-
ins eru aðeins tvö, Tímaritið,
sem nú er fullprentað og verður
til útbýtingar á þinginu á morg-
un, og bamaskólablaðið “Bald-
ursbrá”. Tímaritið er með sama
sniði og það hefir verið og
starfsmenn við það hinir sömu,
Þetta ár hafa séð um auglýsinga-
söfnun þeir Jón J. Bíldfell og
Ásm. P. Jóhannsson með þeim
árangri að auglýsingar eru mun
meiri en verið hafa, verða því
tekjur töluvert meiri. Við út-
gáfu Baldursbrár hafa starfs-
menn verið hinir sömu og áður,
dr. Sig. Júl. Jóhannesson og B. E.
Johnson. Vinna þeir báðir þetta
verk endurgjaldslaust, sem
naumast er J?ó sanngjarnt því
það er mikil vinna. Vildi eg því
mega skjóta því til þingsins
hvort það áliti félaginu um megn
að greiða þessum starfsmönnum
einhver þóknunarlaun.
Minjasafn og Minnisvarðamál,
eru í höndum milliþinga-
nefnda, er grein gera fyrir þeim
hér á þinginu, og þarf því eigi
að skýra frá þeim hér. Nokkuð
hefir gefist til minjasafnsins á
árinu, og ber sérstaklega að
þakka tveimur mönnum liðveizlu
þeirra við nefndina, og gjafir,
hr. Valdimar Gíslasyni að Wyn-
yard og séra Sigurði ólafssyni í
Árborg.
Fræðslumál.
Fylgt hefir verið sama fyrir-
komulagi með íslenzku skólann
og undanfarin ár. Skólinn er
haldinn á sama stað og verið hef-
ir og kennarar unnið sín verk af
alúð og trúmensku, endurgjalds-
laust. Sérstök nefnd hefir þetta
mál með höndum og leggur hún
væntanlega fram skýrslu hér á
þinginu. Þá má geta þess að
hafin var barnakensla í íslenzku
að Mountain, N. Dak. á síðasta
ári fyrir forgöngu ágætra þjóð-
ræknismanna. Hefir skólinn náð
miklum vinsældum.
Móttaka við gesti.
Fyrir þremur samsætum hefir
félagsstjórnin staðið í nafni fé-
lagsins, á þessu liðna ári, í til-
efni af því að hingað hafa komið
af ættjörðinna tveir menn í eins-
konar umboði ísl. stjórnarinnar,
en hinn þriðji er öldungurinn og
rithöfundurinn góðkunni sr. Jón
Sveinsson. Er hann á ferðalagi
í kringum hnöttinn og hafði hér
aðeins nokkra daga viðdvöl. —
Færðist hann undan almennu
veizluhaldi, sátu því til borðs
með honum aðeins fáeinir menn
auk forstöðunefndarinnar og
forstöðunefndar klúbbsins Helga
Magra. Kveldið var hið ánægju-
legasta. Flutti hann langa ræðu
um minningar sínar frá æskuár-
unum, fyrst á íslandi og svo úti í
löndum og var ræðan bæði skýr
og skemtileg. Þá heyrir að geta
í þessu sambandi Keimsóknar
ríkisstjórans í Canada, hans
göfgi Tweedsmuir lávarður, til
vor fsl. á s.l. hausti. Er það önn-
ur heimsókn er ríkisstjóri Can-
ada gerir fslendingum sérstak-
lega . Hin fyrri var sú er Duf-
ferin lávarður gerði haustið
1877, eru því nær 50 ár milli
slíkra heimsókna. Fyrir tilmæli
sambandsþingmanns dr. Joseph
T. Thorsons gekst stjórnar-
nefndin fyrir því að boðað var
til almenns fundar hér í bæ, með-
al íslendinga, til þess að ræða
um, og skipuleggja móttöku
þessa virðulega gests sem sýna
vildi þjóð vorri þenna sérstaka
heiður. Ekki varð frá öllu geng-
ið á einum fundi, svo aftur varð
að boða til funda og urðu fund-
irnir alls fjórir, áður öllu var
lokið. Urðu samtök hin beztu um
þetta mál og mun það alment
hafa verið viðurkent að móttak-
an að öllu leyti hafi orðið ís-
lendingum til sóma.
Fjármál.
Frá fjárhag félagsins þarf eg
ekki að skýra. Leggur féhirðir
fram prentaða fjárhagsskýrslu
er útbýtt verður meðal fundar-
manna. Eg skal aðeins geta
þess að félagið stendur efnalega
allvel. Og yfir þetta komandi ár
á það í vændum rífari inntektir
eftir Tímaritið en verið hafa á
undanförnum árum. Ætti því
afkoman á Jpessu næstkomandi
ári að verða með betra móti. En
svo þarf það að vera. Eitt af
því marga sem vinna þarf félag-
inu til hagsbóta er að efla fjár-
hag þess. Með bættum fjárhag
getur það unnið margfalt ver'k
við það sem því auðnast að gera
á ári hverju. En svo skal ei meira
sagt um það að þessu sinni.
Læt eg þá og líka hér staðar
nema. Vísa eg svo þeim málum
til yðar, sem samkvæmt dag-
skránni liggja fyrir og óska eg
og vona að oss auðnist öllum að
ráða þeim svo til lykta að fé-
lagsskap vorum verði til efling-
ar og þjóðflokki vorum til gagns
og nytsemdar.
Rögnv. Pétursson
ÁRSFUNDUR
SAMBANDSS AFN AÐ AR
var settur sunnudaginn 7. febr.
s. 1. í kirkju safnaðarins.
Forseti safnaðarins dr. M. B.
Halldórsson stýrði fundi. Ritari
las fundargerð frá 7. jan., var
hún samþykt.
Við byrjun fundarins las for-
seti skýrslu sína, gat hinna
helstu viðburða ársins, á starf-
sviði safnaðarins og mælti nokk-
ur hvatningarorð til unglingafé-
lagsins.
Þá var gengið til kosningu. —
Var nefndin endurkosin í einu
hljóði. Safnaðarnefndin er því
skipuð þessum mönnum: Dr. M.
B. Halldórsson, ólafur Péturs-
son, Capt. J. B. Skaptason, Þor-
steinn Borgfjörð,' Steindór
Jakobsson, Þorleifur Hansson og
Jón Ásgeirsson.
Yfirskoðunarmaður reikninga
Safnaðarins var endurkosin Mr.
P. S. Pálsson. Gæzlumenn við
guðsþjónustur voru og endur-
kosnir: Mr. Friðrik Sveinsson og
Guðmundur EJyford.
í hjálparnefnd voru allir kosn-
ir sem starfað höfðu í henni síð-
asta ár, og tveimur bætt við. f
nefndinni eru því þessir: Mrs. J.
B. Skaptason, Mrs. Gróa Brynj-
ólfsson, Mrs. Kristín Johnson,
Mrs. Jónína Gíslason, Mrs. P. S.
Pálsson, Miss Elín Hall, Miss
Hlaðgerður Kristjánsson, Dr. R.
Pétursson, séra Philip M. Pét-
ursson.
Að þessum störfum loknum,
var fundi frestað til sunnudags-
kvöldsins 14. febr.
Ársfundi sfanaðarins var svo
haldið áfram í fundarsal kirkj-
unnar sunnud. 14. febr. Eins og
tvö undanfarin ár, við þetta
tækifæri, höfðu yngri konur
safnaðarins reist borð, og hlaðið
vistum, gengu þær um beina, og
veittu af rausn mikilli. Að lok-
ínni máltíð var tekið til fundar-
starfa,
Forseti las þá bréf frá fjárm.-
ritara safnaðarins, Mr. Þorst.
Borgfjörð, sem að gefnu tilefni,
gat ekki verið viðstaddur. Flutti
bréfið hamingju og heillaóskir
til safnaðarins. Var Mr. Borg-
fjörð greitt þakklætisatkvæði
með því að allir risu úr sætum
sínum.
Mr. ólafur Pétursson las þá
skýrslu f jármálaritara og féhirð-
is.
í sjóði frá fyrra ári 967.44
Inntektir á árinu ....... 3,348.60
Alls .................$4,316.04
Útgjöld á árinu .........$3,942.37
í sjóði 7. febr. 1937.... 373.67
$4,316.04
• Skýrslu sunnudagaskólans las
Miss Margrét Pétursson:
í sjóði frá fyrra ári....$ 33.67
Inntektir á árinu ......... 75.18
Alls...................$108.83
Útgjöld .................$ 68.33
í sjóði 7. febr. 1937 ..... 40.50
$108.83
Skýrslu hjálparnefndar Ias þá
Mrs. J. B. Skaptason.
í sjóði frá fyrra ári....$ 17.45
Inntektir á árinu .......’ 163.69
Alls..................$181.14
Útgjöld ..................$135.69
í sjóði 7. febr. 1937 ..... 45.45
$181.14
Þá las prestur safnaðarins, sr.
Philip M. Pétursson skýrslu sína.
Síðastliðið ár hafði hann flutt 76
prédikanir í kirkjunni. Aðrir
prestar og leikmenn héldu 12
ræður. útvarpað hafði verið 3
á árinu. 15 hjónavígslur höfðu
verið framkvæmdar. 27 ung-
börn verið skýrð og 14 útfarir
farið fram. Nöfn safnaðarmeð-
lima og styrktarmanna sem dáið
hafa á síðasta ári, eru sem hér
segir:
Mrs. Guðrún Stefánsson, Gimli
Eiríkur Sigfússon Simpson,
Piney, Man.
Theobaldi Árnason Anderson,
Gimli, Man.
Sigríður Ásta Sigurbjörg Thórð-
arson, Winnipeg
Björg Elízabet Hallgrímsdóttir,
Winnipeg
Stefán Jónsson Scheving, Wpg.
Aurora Laufey Una Johnson,
Baldur, Man.
Bergþór K. Johnson, Winnipeg
Anna Þórdís Eggertsdóttir
Eldon, Winnipeg
Kristjana Gísladóttir Þorsteins-
son, Winnipeg
Hildur Jakobsson, Winnipeg
Presti safnaðarins, séra Philip
M. Péturssyni var greitt þakk-
lætis atkvæði fyrir skýrsluna og
ágætis starf fyrir söfunðinn.
Skýrslu kvenfélagsins las Mrs.
Jakob Kristjánsson, gaf hún ná
kvæmt yfirlit yfir alt star? þess
á árinu.
í sjóði frá fyrra ári...$ 26.12
Inntektir á árinu ....... 415.40
Samtals ..............$441.52
útborgað á árinu ........$403.33
f sjóði 7. febr. 1937 .... 38.19
$441.52
Skýrsla leikfélags Sambands-
safnaðar var lesin af Mrs. B. E.
Johnson.
f sjóði frá fyrra ári...$ 38.10
Inntektir á árinu ....... 441.50
Samtals ..............$479.60
Útgjöld .................$460.46
f sjóði 8. febr. 1937 .... 19.14
$479.60
í stjórn félagsins þetta ár eru:
Miss Elin Hall, forseti
Mrs. B. E. Johnson, féhirðir
Mr. J. Ásgeirsson, ritari
Mr. Björn Hallsson, eignavörður
Mr. P. S. Pálsson, leikstjóri
Skýrsla Ungmennafélagsins
var lesin af Miss Helgu Reykdal.
var gerð góð grein fyrir öllum
störfum félagsins á liðnu ári, og
taldar nokkrar fyrirætlanir þess
á næsta ári. Inntektir á liðnu ári
voru $33.06. útborgað $21.97.
í sjóði 7. febr. $11.09. í stjórn
félagsins eru:
Forseti: Mr. Leo Barnes
Vara-f.: Edward Halldórsson
Ritari: Miss Helga Reykdal
Vara-r.: Miss Jóna Goodman
Féhirðir: Mr. Jónas Þorsteinsson
Meðstjórnendur voru kosnir:
Miss ólöf Sigmundsson, Miss
Hrefna Ásgeirsson, Miss Helen
Halldórsson, Mr. Art Edwards,
Séra Philip Pétursson skýrði
frá störfum Skátafélagsins, kvað
það vel vakandi, meðlimir 15.
Skýrsla frá þeim var ekki fyrir
hendi.
Voru þá allar skýrslur lesnar
og samþyktar. Þakkaði forseti
dr. M. B. Halldórsson öllum fyrir
vel unnið starf, mintist sérstak-
lega kennara sunnudagaskólans.
Nokkrar ræður voru fluttar,
og þakklætis atkvæði greidd,
fyrst söngstjóra, Mr. Pétri
Magnús. Sólóist Mrs. K. Jóhann-
esson og organista Mr. GVnnari
Erlendsson og söngflokknum
öllum. Mr. Steindór Jakobsson
fyrir starf hans sem leikstjóri
leikfélagsins síðastliðin þrjú ár.
Þá mintist Dr. Rögnv. Péturs-
son með nokkrum orðum, frú
Guðrúnar Stefánsson, sem and-
ast hafði á liðnu ári, tryggari vin
og styrktarmann kirkju vorri til
handa, getur ekki í sögu þessa
safnaðar.
Var þá fundi slitið.
M. B. Halldórsson, forseti
Jón Ásgeirsson, ritari
“TÖLUM MEÐAN
TIMINN LEYFIR”
Eftir brjálæðiskastið 1914—
1918 virtist sem herguðinn væri
lamaður, hann lét tiltölulega lít-
ið á sér bera; meira að segja
þeir, sem honum höfðu þjónað
trúlegast vöfðu sig yfirborðs
friðarblæjum. En eins og Þjóða-
bandalagið svonefnda sýnir og
sannar með atferli sínu, hafa
það einungis vérið látalæti. Og
nú er sá gamli kominn á kreik
aftur, miklu magnaðri en nokkru
sinni áður.
Þó eru til bæði einstaklingar
og félög manna sem berjast móti
þessum ófögnuði. Vegna þess að
ekki er annað fyrirsjáanlegt en
verið sé að búa þjóðina undir
stríð, er það skylda allra frið-
elskandi manna að láta til sín
heyra meðan tíminn leyfir. Nú
sem stendur er ekki hægt að
banna málfrelsi um þetta efni,
en þegar stjórnendurnir hafa
tapað vitinu og brjálast af
stríðsæði, þá er hver einasti
frjáls penni brotinn og hver ein-
asta tunga, sem af viti talar,
svift öllu sjálfræði.
Mig langar til að þýða tvent,
sem eg hefi nýlega lesið í sam-
bandi við stríðsmálin. Annað er
örstutt grein í óbundnu máli,
hitt eru nokkur erindi í ljóðum.
Finst mér þetta hvorttveggja
orð í tíma talað og tel það eiga
erindi til vor íslendinga. Mætti
svo fara að það festist í minni
þeirra og bergmálaði þar þegar
stríðsandinn leggur bölvun sína
yfir þjóðina. Eg hefi meira að
segja þá trú að það geti haft þau
áhrif að halda einhverjum frá
þeim hála ís er mörgum varð að
falli í síðasta stríði.
I.
Jæja, við erum þó lausir við þá.
(Þýtt úr Readers Digest)
Fáir munu þeir vera, sem svo
séu tilfinningalausir eða heimsk-
ir að þeir haldi því fram að stríð
séu góð og æskileg í sjálfu sér.
Hitt fullyrða sumir að þau séu til
þess — séu nauðsynleg til þess
— að koma í veg fyrir of mikla
mannfjölgun.
Það er dýrðleg hugsun eða
hitt þó heldur!
En látum oss líta á skýrslurn-
ar. frá síðasta stríði og skoða
þetta atriði nákvæmar út af fyr-
ir sig. Það kostaði $25,000 —
(tuttugu og fimm þúsund dali)
að drepa hvern einstakling í síð-
asta stríði. Það er verðið á
hverri tékrossaðri gröf á Frakk-
landi samkvæmt skýrslum
stjórnanna.
Væru þessir $25,000 settir á
vöxtu með 5% gæfu þeir af sér
árlega $1,250 (tólf hundruð og
fimtíu dali). Meðal tekjur eða
kaup fjölskyldufeðra í Banda-
ríkjunum (og Canada) eru um
$1,000 (eitt þúsund dalir); í öðr-
um löndum er það minna. Það er
því auðsætt að e*_ki hefir mann-
kynið grætt á þessum kaupum —
þeim kaupum að borga tuttugu
og fimm þúsund dali fyrir að
drepa hvern mann. — Nei, vév
höfum borgað of mikið til þess
að losna við þær 17,000,000
(seytján miljónir), sem drepnar
voru. Má vera að sumum finnist
sem þeim hafi verið ofaukið, en
ástvinir þeirra flestir líta öðru-
vísi á málið.
Nú berast þjóðirnar óðfluga í
áttina til annars stríðs. Og í
því stríði verður það gjafverð —
regluleg kjörkaup — að borga
$25,000 fyrir að drepa hvern
mann eða senda hann niður í
jarðneskt helvíti. Og 17,000,000
drepinna manna verður ekki
nema aðeins byrjun á drápunum.
En ægilegar tölur og harma-
grátur yfir síðasta stríði afstýra
ekki því næsta.
Það eina, sem komið getur í
veg fyrir það er ef takast mætti
að vekja fólkið í heild sinni til
meiri og sterkari samvinnu og
uppreistar gegn stríðum en
nokkru sinni hafa átt sér stað, fá
það til að rísa upp og neita þátt-
töku í stríðum.
Látum oss taka saman hönd-
um með alvöru til þess að út
rýma allri stríðsheimskunni. —
Skynsamlegar tilraunir í þá átt
eru mögulegar og vér verðum að
rísa upp í einhuga mótmælum.
II.
Wilson MacDonald
Langfremstur allra núlifandi
skálda í Vesturheimi er- maður.
sem Wilson MacDonald heitir. —
Hann er hálærður maður og fjöl-
mentaður, en hefir átt við ein-
kennileg kjör og kringumstæður
að búa.
Hann hefir fengist við alls-
konar störf, og var lengi bláfá-
tækur maður. Allsleysið svarf
svo að honum um tíma að hann
var blátt áfram flakkari og
beiningamaður.
Nú eru bækur hans seldar og
lesnar um allan hinn enskumæl-
andi heim og hann græðir á þeim
stórfé. Helztu ritdómarar beggja
megin hafsins kalla hann Whit-
mann hinn nýja í Vesturheimi,
telja þeir sum kvæði hans með
því allra bezt sem til sé í enskurn
bókmentum fyr og síðar og segja
að ekki sé um það að villast að
hann taki langt fram öllum nú-
lifandi skáldum hér í álfu.
Af tíu bókum, sem Phelps
taldi beztar, sem út komu árið
1936 voru tvær eftir þennan höf-
und.
Síðasta bók hans heitir: “The
Song of the Undertow”. Er það
eiginlega æfisaga hans í ljóðum.
f þeirri bók eru þó nokkur önnur
kvæði og þar á meðal eitt, sem
hann nefnir: “The Song of the
New Jesus.”
Eg hefi snúið því lauslega á
íslenkzu. Þess þarf ekki að geta
hér að kvæðið er ekki ádeila á
nokkur trúarbrögð heldur er þar
sýnt miskunarlaust hvernig
kristnir prestar gerðu sig seka
gegn kenningum Jesú.
JESÚS VORRA TÍMA
Eftir Wilson MacDonald
Skínandi feitir flytja prestar
fagnaðarboðskap öllum lýð:
“Meistarinn hefir mjög”, þeir
segja:
“mannast og breyzt á vorri tíð.
Friðarruglið, sem flutti hann
áður
—Fjallræðuna—hann burtu
skóf;
hann er nú orðinn herforingi,
herklæddur—tók í stríði próf.
Horfið á Jesú!—Hógvær Jesús
herskipi stjórnar—asnan gleymd
hersöngva ber í báðum vösum,
byssa hlaðin við mjöðm er
geymd.
Símon Pétur það sér hvar fer
hann,
segir: “Því hefði ei trúað neinn!
Tvenna hann lifði tíma síðan
Táradalinn er gekk hann einn!”
Jesús alt brezka liðið leiddi
—lýgur biskup sé það ei rétt—
Stjórn á keisarans hestum hafði
(hann var karl, sem gat tekið
sprett!); „
allar hersveitir allra -þjóða
allstaðar leiddi sigursnjall:
Þjóðverja, Rússa, Belga, Breta
(brögðóttur var sá galdrakarl!)
“Blessaðir eru bljúgir”, sagði
hann. —
Breyzt hefir margt frá þeirri tíð.
Talar hann nú í kristnum kirkj-
um,
kallar og eggjar menn í stríð.
“Sverðið sliðraðu, Símon Pétur!”
sagði hann áður—þá frið hann
kaus—
Nú er hann æðstur allra í hern-
um—
(Einhversstaðar er skrúfa laus!)
“Gjaldið þið ílt með góðu!” sagði
hann,
(Gat það verið í keskni sagt?)
Blessar nú sverð og byssu kjafta,
brennandi gas að fólki lagt.
Ástúð og sorg í andlit honum
alþjóðaletri skrifað stóð.
Veitir nú sína aðstoð alla
einni, sérstakri valdri þjóð.
Horfið á Jesú—Hógvær Jesús
herskipi stjórnar—asnan
gleymd—
Hersöngva ber í báðum vösum,
byssa hlaðin við mjöðm er
geymd.
Símon Pétur það sér hvar fer
hann,
segir: “því hefði ei trúað neinn!
Tvenna hann lifði tíma síðan
Táradalinn er gekk hann einn.
Sig. Júl. Jóhannesson
Konan er altaf kona
Gufuskipið var alveg að
sökkva. Ármann kom hlaupandi
inn í klefann til konu sinnar og
hrópaði óttasleginn:
— Þú verður að flýta þér, góða
mín, skipið er að sökkva.
Frúin var að laga á sér björg-
unarbeltið fyrir framan spegil-
inn og svaraði:
— Eg verð nú líklega að gefa
mér tíma til að láta björgunar-
beltið líta sæmilega út.
* * *
Von henni sárnaði!
— Þér hafið ekki lengur fal-
legu vélritunarstúlkuna, sem var
hjá yður.
— Nei, hún firtist við mig og
rauk úr vistinni einn daginn
þegar hún sá mig kysas konuna
mína.—Vísir.