Heimskringla - 24.02.1937, Síða 6
6. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG 24. FEBRÚAR 1937
11 Leðurblakan |
Skáldsaga þýdd úr ensku
m
mmmmmmmm
“Þitt enska svín!” urraði hinn og fálmaði
eftir betri tökum.
Heath reyndi að spara kraftana. Hann
vissi að hann þyrfti þeirra með áður en lyki.
Höfuð hans verkjaði eins og inni í því væri log-
andi eldur. Hann var næstum óður af kvölum.
Hann reyndi að ná á honum japönskum glímu-
tökum, en Voyce sá við þeim. Augu hans glóðu
eins og í hungruðum úlfi og froðan vall út úr
vitum hans, úr hálsi hans kom korrandi urr.
Heath greip andann á lofti. Handleggir
mannsins voru nístir um brjóst hans á ný. —
Voyce otaði fram hausnum, nakinn skallinn,
sem hárkallan var fallin af, var eldrauður og
hryllilegur álitum.
Það var þessi viðbjóður, sem kom Heath
til að rífa sig lausan. Blóðið rann eins og eld-
straumur gegn um æðar hans, en móða sté fyrir
augu hans. “óþverri!” urraði hann. Eitthvað
brast í huga hans. Minningin féll frá honum
og hann varð villumaður eins og forfeður hans,
sem búið höfðu í helli þessum fyrir órofi
vetra. Hann langaði nú ekki lengur til að slá
Voyce í rot. Hann kaus helst að hengja hann í
greip sinni, það var það eina sem gat svalað
vígahug hans.
Þeir réðust á á ný og urðu ýmsir undir, en
hvorugur gaf sig ögn, svo var heiftin mikil. —
Heath náði hálstaki en hendur hans runnu upp.
Hann langaði til að ná í skolta Voyce og rífa þá
í sundur, þeir höfðu sagt svo marga lýgina.
Hann skyldi aldrei kyssa Ciceclíu með þéim
vörum.
Deyfandi kvöl fór um hann allan, svo að
hann varð alveg máttlaus og viðþolslaus. Voyce
hafði rekið hnéð í hann og lamað allan 'þrótt
hans. Hann slepti tökunum.
“Þú vilt vita hver drap Sapford og hinn?
Eg drap þá eins og eg skal drepa þig. Háls þinn
skal verða holrifinn eins og þeirra háls var—”
Voyce hreytti játningu sinni fram milli
nístra tannanna. “Þú komst til að bjarga stúlk-
unni. “Fífl! Hún fer með mér til Berlín í
nótt! Þú ætlaðir að giftast henni, en hún
verður leikfang mitt! Ach!” Hann mun hafa
haldið að dregið væri nú að leikslokum, því að
Heath gerðist allmáttfarinn við fangbrögðum
hans.
Hann beið dálítið til þess að gá hver áhrif
ögrunarorðin hefðu á mótstöðumann sinn.
En fyrir það beið hann ósigur. Hann fann
að Heath titraði allur og’ stæltist. Hann tók
snögt og hamramt viðbragð og hafði nú yfir-
höndina. Það var eins og hvirfilbylur hefði
gripið hann, miskunarlausar járngreipar lukust
um háls hans og þar hengu þær fastar, það var
ómögulegt að losa þær. Hann hafði misreikn-
að sig hræðilega; hinn hafði bara verið að hvíla
sig fyrir úrslitaraunina, sem gæfi honum sigur-
inn og nafn stúlkunnar hafði gert hann tröll-
aukinn.
Tíu miljónir djöfla, hann ætlaði að sigra!
Þessi bölvaði enski hundur. — En Englending-
urinn vann altaf. Hann var að hengjast. Fing-
ur mannsins voru að nísta hið dýrmæta fjör úr
líkama hans. Hvað mundi Gústa segja? Ach!
Gott im Himmel. — Hálfbrjálaður, þeytti Ian
Heath máttlausum manninum frá sér með slíku
heljarafli, að Voyce skall í hellisveggnum hinu-
megin og hröklaðist svo niður í hrúgu á gólfið
og lá þar hreyfingarlaus.
Heath lá sjálfur lémagna á gólfinu og mátti
sig hvergi hræra. — Hann lá þarna í einar
fimm mínútur grafkyr og fylti lungun af lofti.
Smátt og smátt náði hann sér, drógst á fætur
og gekk þangað, sem Voyce lá hryfingarlaus.
“Stattu upp!” skipaði hann.
Það kom ekkert svar.
Eftir að hafa rannsakað hann nákvæmlega
varð Heath þess var, að maðurinn var dauður.
Hann hafði hálsbrotnað er hann féll.
Hann hafði nú lokið við aðal-erindið, en
ennþá var margt ógert. Hann varð að kanna
hellirinn. Hann notaði vasaljósið, sem Voyce
hafði notað og gekk áfram fáein spor áður en
hann stansaði af undrun.
“Hversvegna datt mér þetta ekki fyr í
hug?” spurði hann sjálfan sig.
Glugginn með járngrindunum
Tveimur stundum áður en Heath hálsbraut
Voyce, tókst Jerry Hartsgill eftir langa mæðu
að losa hendur-sínar úr böndunum. Hann var
bundinn niður á stól, eins og Cicelía Garrett.
Hann reyndi því næst dyrnar, en fann þær lok-
aðar. Því næst leitaði hann í vösum sínum eftir
tóbaki. Hann hafði pípu en ekkert tóbak. Það
þótti honum ílt. Hann var hálfblindur, allur
lurkum laminn, svo að hann verkjaði allan og
hann vissi að járngrindur voru fyrir gluggan-
um. En það hlaut að vera einhver leið út og
hann varð að vara Ian Heath við. Svínið hann
Voyce hefði hótað að flytja hann til Berlín og
misþyrma honum þar, og þeir höfðu líka stúlk-
una á valdi sínu. Hoppandi höggormar, hann
varð að komast út.
Hann viðhafði alla varúð, reyndi gluggann
og fann að hann var opinn. Hann lyfti neðri
hluta hans. Járnstengurnar voru svo sterkar,
að þær stóðust alla krafta hans og meira til.
Eitthvað tólf fetum fyrir neðan var jörðin og
frelsið. Þessar bölvaðar járnstengur ...
Er hann braut þannig heilann um burt-
komu, sá hann mann standa fyrir neðan glugg
ann. Það var næstum dimt orðið ög hann var
sem sagt hálf blindur svona gleraugnalaus, en
samt fanst honum, að hann kannast við mann-
inn. Hann var hjólbeinóttur, og —
Jerry kiptist við; gat kraftaverk hafa skeð
og að þetta væri Jói Dorrance, en ef hann vav
ekki Jói, þá var það kannske maður, sem vild'
veita hjálp. Hann þreifaði í vösum sínum og
fann bréfmiða, honum sýndist líka að maðurinn
þekti sig, því að hann gaf honum bendingu. —
Hann fór frá glugganum og hripaði fáeinar línur
vafði blaðinu utan um pípuna sína og fleygði svo
öllu út um gluggann. Hann sá sér til ánægju,
að maðurinn greip upp miðann og í því heyrði
hann fótatak, sem nálgaðist.
Dorrance skildi tengdabróður sinn eftir og
lagði nú af stað í einskonar könnunarferð. Síðan
hann hætti við veðreiðarnar hafði hann ekki
haft nóga hreyfingu og hann ætlaði vissulega að
efna það við hana Maríu, að sjá hvernig híbýli
húsbóndans litu út. Þó að 15 ár væru liðin síð-
an að hann hafði komið til Tavistock, gat hann
vel ratað. Hann mundi mánuðina, sem hann
hafði verði gestur hins ágæta íþróttamanns Sir
Brian Mortenby. Það var ánægjulegt að minn-
ast þeirra stunda. Það var ágætis húsbóndi,
gjörólíkur þeim, sem nú gerðust og honum
bauð við.
Á morgun ætlaði hann að finna hvar Ian
Heath ætti heima. Hann vonaði að honum liði
vel. Hann skildi það samt ekki enn, hvernig
Mr. Heath ætlaði að lifna við aftur, en hann
vissi að ekki stóð á ráðunum, ef þeirra þyrfti
með. Það var farið að kvelda og bráðum mundu
strætisljósin kvikna og fólk mundi draga niður
gluggablæjurnar og draga stólana að arineldin-
um. Er hann kæmi aftur, mundi bíða hans mið-
degisverðurinn, sem hann hafði pantað í gisti-
húsinu, þar sem hann dvaldi.
Hann var kominn út úr bænum. Húsið,
sem hann ætlaði til, var á vinstri hönd. Já,
þaðan var hliðið opið inn í garðinn.
Hann stóð fáein augnablik og naut þess að
horfa á þennan stað. Hann sá í anda hinn stór-
vaxna Sir Brian teyma uppáhaldshestinn sinn
út um hliðið. Hann heyrði glaðværu röddina
hans kalla til sín og smátt og smátt fyltust
augu Jóa tárum. Hann skammaðist sín ekkert
fyrir þau. Hann hafði lifað þarna hamingju-
sömustu ár æfi sinnar.
Vinnumaður nokkur gekk framhjá. Jói
sneri sér að honum og sagði:
“Getur þú sagt mér hver á hérna heima
núna, félagi?” Án þess að taka pípuna út úr
sér, svaraði maðurinn eftir stundar bið. “f
þessu húsi býr nú enginn. Það hefir verið autt
árum saman,” og hann hélt svo leiðar sinnar.
Hann reyndi hliðið og það var lokað. Hann
þorði ekki að klifra veginn og gekk því að baka
til og klifraði þar yfir garðmúrinn. Það var
talsvert örðugt og hann blés af mæði þegar
hann hopaði niður í garðinn. _En þegar hann
sá hesthúsin, þar sem gæðingarnir voru eitt
sinn geymdir, þá fanst honum það hafa borgað
sig að klifra yfir múrinn.
Er hann ýtti upp fyrstu hurðinni, stundi
hann af eftirsjá. Það var aumt að sjá hversu
alt var í niðurníðslu. Alt var að fúna og alt
var fult af raka, þó voru ekki nema 16 ár síðan
einn hinn frægasti veðhlaupahestur landsins
hafði verið teymdur þaðan út. Svona var
hverfulleiki lífsins. Hann sjálfur var einnig
gleymdur nema af fáeinum vinum. Hann fór
inn í annað hesthús.
“Hullo,” tautaði hann eins og vandi hans
var til, er eitthvað kom flatt upp á hann. “Eg
hélt að karlinn hefði sagt mér, að húsið væri í
eyði?”
Hann stóð og horfði þarna á tvær bifreiðar,
hvora við hliðina á annari.
Hann lokaði dyrunum og litaðist' um, ein-
hverjir höfðu auðsæilega reynt að breyta hest-
húsinu í bílabyrgi. Þarna voru olíubrúsar,
aukahlutar úr bílum og ýmislegt sem að þeim
laut.
“Það er skrítið að tvær bifreiðar skuli vera
geymdar í auðu húsi, einhver hlýtur að eiga hér
heima, kannske einhver ættingi Sir Brians,”
tautaði hann.
Hann ætlaði að ganga að bakdyrunum og
hringja og spyrja stúlkuna hver .þarna ætti
heima, en hann hringdi aldrei bjöllunni, eitt-
hvað við gluggan fyrir ofan, dró athygli hans,
og hann'gekk aftur á bak til að sjá það betur.
“Hamingjan góða!” hvíslaði hann.
Eitthvað 12 fetum fyrir ofan hann var
gluggi og fyrir honum voru járngrindur, en það
var ekki glugginn, heldur andlitið, sem horfði
út um hann, er kom Jóa til að segja þetta. —
Hann þekti Mr. Hartsgill þarna í glugganum,
vin Mr. Heaths. Hvað gat hann verið að gera
þarna í auðu húsi?
Er hann ávarpaði Mr. Hartsgill, þá varð
hann enn meira forviða, því að hann gaf honum
merki um að þegja og eftir svolitla stund birtist
Mr. Hartsgill á ný við gluggann og fleygði ein-
hverju niður. Dorrance greip dálítinn böggul
Maðurinn við gluggann bandaði honum í burtu,
svo að hann hlýddi því boði tafarlaust.
Hann hélt að Mr. Hartsgill væri orðinn
ruglaður, en nú var orðið dimt. Hann sá sér
fært að komst óséður burt og hálfri stund síðar
greip hann í handlegg mágs síns, á þann hátt, að
sá herra, sem var leynilögreglumaður frá Scot-
land Yard vaknaði af værum blund er hann naut
frammi fyrir arineldinum í gistihúsinu.
“Bill,” kallaði hann.
“Hvað gengur á?”
“Gengur á? Meira en lítið,” svaraði Jói.
“Við þurfum að hefjast handa og það strax.”
“Hvern fjandann ertu að gaspra um, Jói?”
“Það er heilagur sannleikur, lestu þennan
miða,” og hann rétti leynilögregluforingjanum
miðann frá Hartsgill.
Miss Cicelía Garrett er pínd til
sagna og fangi í þessu húsi. Sendu
lögregluna — komið með hjálp.
G. Hartsgill
“Hver er G. Hartsgill?” spurði leynilög-
reglumaðurinn.
“Eg get sagt þér það á leiðinni að lögreglu
stöðvunum.
“Eg vil fá að vita þetta núna. Aldrei á
æfi minni hefi eg heyrt annan eins þvætting.
Eg er viss um að þetta gamla hús er notað fyrir
* vitlausrahæli og þú hefir hitt einn af sjúkling-
unum. Voru ekki járngrindur fyrir gluggun-
um?”
Jói rétti úr sér. “Ef þú hlýðir mér ekki,
Bill, þá skal eg segja Maríu frá þessu. Heath er
uppáhaldið hennar, og eg sá Mr. Hartsgill með
mínum eigin augum, en hann er aldavinur
Heaths. Þú hefir sagt mér það sjálfur, að
Heath sé í leyniþjónustu ríkisins, hvað er lík-
legra, en að hann sé að starfa hér, Hartsgill
reyndi að hjálpa honum og lenti svo í súpunni.”
Bill var nú glaðvaknaður.
Jæja, Jói, en mundu eftir því, ef þú gerir
mig að athlægi í augum lögreglunnar hérna, þá
bið eg guð að hjálpa þér, hvað sem María systir
mín segir.”
Á lögreglustöðinni tóku þeir þeim með góð-
látlegu gamni. Lögreglustjórinn sagði að í
fyrsta lagi væri húsið autt. Honum þótti vænt
um að geta gert gis að lögregluþjóni frá Lund-
únum.
“En það er fólk í því nú, hér er sönnun
þess,” og hann benti á bréfið.
“Hafið þið það þá eins og ykkur sýnist, en
hver er þessi Miss Cicelía Garrett.
“Eg veit það ekki, en hún er kunningi Mr.
Hartsgill, og það er mér nóg.”
Lögreglustjórinn var í illu skapi. Hann
tók hattinn sinn ofan af snaga og spurði slána-
legan lögregluþjón um húsið.
“Það er enginn í því, og það hefir verið
tómt um langa tíð.
“Komið við erum að eyða tímanum,” mælti
Jói.
Þeir voru fjórir saman og höfðu varla
komist fyrir hornið, er Jói rétti út hendina og
benti:
“Trúir þú nú heimskinginn þinn?” og án
þess að bíða eftir svari þaut hann af stað, en
lögregluþjónninn frá Lundúnum varð miklu
fljótari, en á eftir þeim kom bæjarlögreglan og
efuðust nú ekki lengur, því að höfuðbólið stóð
í björtu báli.
Niel býður gestunum inn
Bifreið rendi upp að hliðinu á Heiðarhöll-
inni.
“Snúðu bílnum og láttu vélina ganga,” skip-
aði Gústa Straube.
“Auðvitað,” tautaði Victor Von Kroom, er
sat við hjólið. “Eg er nú ekki alveg vitlaus,”
en hann var samt fljótur að hlýða.
“Setjum nú svo að lögreglan sé hérna,”
sagði hann er þau gengu upp stíginn að fram-
dyrunum með Cicelíu Garrett á milli sín.
“Lögreglan,” svaraði hún með djúpri fyrir-
litningu. “Hópur af hálfvitum. Og eru ekki
tólf líf í skammbyssunum okkar ?”
“En stúlkan er vís að eyðileggja þetta alt
saman.”
Gústa hvæsti út úr sér: “Þegar við komum
heim til Berlín, skaltu verða rekinn.”
“Gústa, þú mundir aldrei—?”
“Haltu þér saman hræið þitt,” mælti hún
reiðilega. Fáum augnablikum síðar komu þau
að framdyrunum. Án þess að hika hringdi
Gústa bjöllunni. Er Niel opnaði dyrnar hugsaði
hann með hraða. Þau höfðu auðvitað komið
með húsmóðir hans, en það var eitthvað skrítið
við þessa heimsókn. Þessi kona hafði glerauga.
Hjarta þjónsins hoppaði. Þetta var einmitt kon-
an, sem Sir Harker Bellaniy hafði spurt hann
um. Honum datt ráð í hug.
“Nei, frú, það er enginn heima. Húsbónd-
inn er ekki við”.
Konan tók glerið frá auganu. “Þá get eg
gefið yður skýringu á komu okkar hingað. Eg
heiti Stansfield, Miss Ruth Stansfield. Eg dvel
á Bell gistihúsinu, ásamt frænda mínum, Mr.
Robert Whiting.”
“Já, frú,” svaraði þjónninn.
“Seinni partinn í dag, er eg var að aka
eftir Okehamptoa veginum, sá eg stúlku í yfir-
liði, eg stansaði, talaði við aumingjann, en hún
svaraði mér engu, er hún raknaði vig sá eg að
hún hefði annaðhvort orðið fyrir hræðilegu
áfalli eða mist minnið og sú var líka raunin á.
Læknirinn hann Lomax, sannaði mér að svo
væri. Síðan gaf lögreglan mér upplýsingar um
hver hún væri og hvaðan. Nú hefi eg flutt Miss
Garrett heim. Það verður að koma henni í
rúmið, og það strax og mun eg sjá um það ef þér
viljið vísa mér veginn.”
“Gott og vel frú,” svaraði Niel í hljómlaus-
um rómi, en hann hugsaði þeim mun hraðar.
Hann treysti ekki þessari konu, er var svo
málskrafsmikil, jafnvel þótt hann hefði ekkert
um hana heyrt, en hann skelfdist, að sjá útlitið
á húsmóður sinni. Hvað hafði þetta fólk gert
henni? Hún var eins og dauð manneskja. Ótt-
aðist hann nú að konan með gleraugað heyrði til
mannanna í bókaherberginu og það fældi hann
í brott? Þessi hjú höfðu auðsæilega komið í
einhverjum tilgangi — en því höfðu þau Miss
Garrett með sér? Og því þagði hún altaf?
“Eg vona að yður líðí dálítið betur, Miss
Garrett,” mælti hann í kurteislegum rómi.
Stúlkan leit á hann, en dauðasvipurinn
hvarf ekki af henni og hún svaraði engu.
“Minni Miss Garrett er mjög veiklað sam-
kvæmt skýrslu læknisins,” mælti konan fljót-
lega. “Látum okkur koma henni í rúmið.”
Niel leit yfir forstofuna. Stíginn sást ekki.
“Þessa leið, frú, ef þér viljið gera svo vel,”
rödd hans var styrk, en hendi hans skalf er
hann sneri snerlinum.
“Það lítur út fyrir að þér hafið rétt fyrir
yður Morrison,” mælti Sir Harker Bellamy.
Þessi Straube kom hingað, sjálfsagt til að ná
honum á einhvern hátt, og henni virðist hafa
tekist það. ,Ef ekkert hefði komið fyrir hann
væri hann kominn til baka. Morrison, eg held
að eg geti aldrei fyrirgefið yður það, að þér
sögðuð mér ekki frá því að Gústa Straube væri
í Lundúnum.”
“Þetta virtist vera málefni Heaths. Hann
virtist vera sár í skapi yfir einhverju og vildi
jafna þetta sjálfur.”
“Sár, hann skal svíða meira þegar eg sé
hann til að tala við hann. Þarna hefðum við
getað náð í hana, og nú---”
“En við höfum engar sannanir gegn henni.
Eg tilkynti yður þetta ekki fyrri, vegna þess eg
vildi vita fyrst hvað hún væri að aðhafast. —
Hvað—” Því að dyrnar opnuðust, og hinir
tveir menn sáu að Níel vék sér til hliðar til að
bjóða einhverjum inn.
“Konan með gleraugað, herra,” tilkynti
hann Sir Harker Bellamy.
Alt varð í uppnámi. Það sem yfirmaður
leynispæjaranna sá, var þjónninn er komst á
bak við þrjár persónur, tvær konur og einn
mann, og loka dyrunum og standa upp við þær.
Hann sá því næst það, sem vakti hjá hon-
um meiri furðu en nokkuð annað en hann hafði
séð, og hafði hann þó séð margt á sinni viðburð-
arríku æfi, en hann stóðst það.
“Gott kvöld, Fraulein Straube,” sagði hann
með háðslegri kurteisi. “Þetta er óvænt ánægja,
en því velkomnari. En verið ekki að þessari
heimsku ! Ef þér skjótið----”
Með eldingar hraða hafði Gústa gripið upp
skammbyssu.
Morrison hrópaði upp til viðvörunar Sir
Harker, en þá skeði það, sem dásamlegast var.
Stúlkan, sem hingað til var eins og utan við sig,
greip nú alt í einu um hægri handlegg þýzku
konunnar, svo að skotið, sem átti að fara í gegn
um höfuð foringjans, lenti uppi í loftinu.
“Fljótt, Niel,” sagði Cicelía Garrett í á-
kveðnum rómi, er hún glímdi við þá þýzku er
bölvaði í sand og ösku.
“Hver sjálfur,” hrópaði Sir Harker. “Mor-
rison”, En hann hafði ekki beðið. Hann þekti
manninn með örið og réðist á hann með mesta
ákafa. Svartsýni Von Krooms var á rökum
bygð, því stuttri stundu síðar, er þau voru
bjargarlausir bandingjar, sagði hann og ygldi
sig á Gústu er sat þar í járnum, er Sir Harker
hafði lagt til. “Eg sagði þér að þetta væri of
mikil áhætta.”
Foringinn skildi nú við Gústú, sem yar
froðufellandi og gekk yfir til Miss Garrett, er
sat alveg úttauguð í stól, og sagði við hana:
“Miss Garrett, eg mun ætíð verða yður
skuldbundinn. Þér björguðuð eigi aðeins lífi
mínu, heldur hjálpuðuð þér mér til að hand-
sama hina háskalegustu konu og versta óvin,
sem England á. Eg heiti Sir Harker Bellamy og
er yfirmaður í þeirri deild, sem Ian Heath
vinnur í.
Stúlkan rétti út hendina.
“Hvar er hann ? Segið mér hvar hann er!”
Bellamy hristi höfuðið.
«