Heimskringla


Heimskringla - 03.03.1937, Qupperneq 2

Heimskringla - 03.03.1937, Qupperneq 2
2. StÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 3. MARZ 1937 / SYERRIR KONUNGUR Eftir Tryggva Oleson (Eftirfarandi ræða var flutt á samkomu Þjóðræknisfélagsins s. 1. miðvikudagskvöld. Höfundur meir að hreysti reyndir en að viti. En fyrir því að þeir höfðu styrk fjölmennis, þá létu þeir víða verða farið og mjög um ó- bygðir svo að af þeim gengu klæði þeirra svo at þeir voru berfættir allir og spentu næfrum i„„ er sem kuenugt er, úr hópi >>em ser ” Unnu E.rk.bemar þriðju kynslóðar íslendinga hér "ndir forustu Eystems „okkra i landi. Minnir efnisval ræð. s.gra en svo kom að þe.r b.ðu o- unnar á, að enn megi svo fara, að! 918ur . orustu v.ð þa Erlingr og það sem norramt er, verði hérl Eyste.nn en minnisstætt afkomendum fe. j flokkurmn tvstrað.st, lenzkra innflytjenda um hríð og Er það hér sem Sverrir kemur lengur en við stundum gerum til sögunnar og vil eg 1 fam orð- ráð fyrir. Ritstj.) Eins og kunnugt er, hófst í um skýra frá uppruna hans. Saga Sverris er rituð af Karli ábóta Jónssyni að miklu leyti Noregi eftir daga Sigurðar kon- eftir fyrirsögn Syerris sjálfs eft. andaðist ir ÞV1 sem formalinn 1 Flateyjar- ungs Jórsalafara, er 1130, mikill innanlands ófriður . _oc , .. , , er varaði til 1240, er Hákon kon- Noregi 1185 en hefir att hægt bók skýrir frá. Var ábóti í með að fá nánar sagnir af árun- Reissá'ófriður út úr vaida- f ymsir haldið þvi fram að aðrir hafi átt þátt í að rita söguna en þó eru allar líkur til, eins og Guðbrandur Vigfússon bendir á, ungur fékk sigrast á óvinum sín um. fýkn hinna mörgu konungssona, því þá var hver konungssonur, skilgetinn eða óskilgetinn, bor- inn til ríkis. Eftir dauða Sigurð ar komst Haraldur gilli til valda að hún sé .”®r 011 eftir Karl- með því að rjúfa orð sín og eiða og blinda Magnús Sigurðarson. En skammgóður var vermirinn, Sverrir er sagður borinn l Færeyjum um 1152. Var móðir hans gift Unasi kambara en því hann var litlu síðar myrtur Sverrir ólst að miklu leyti upp af völdum Sigurðar slembi- hjá bróður Unasar Hróa biskupi. djákns. En landsfólk neitaði að Setti Biskup hann til menta og taka Sigurð til konungs en tók vígði hann prest, en sagt er að syni Haralds gilla, Sigurð munn Sverrir hafi samið sig lítt að og Inga krypling. Var Sigurður kennimannsskap. Hið sanna um slembir tekinn og drepinn. En faðerni sitt, segir sagan, vissi 1142 kom Eysteinn Haraldsson hann ekki þar til hann var orðin bróðir þeirra konunganna vestan 24 ára. Hafði móðir hans farið af Skotlandi og fengu þeir hon- suður til Róm, skriftað það, og um þriðjung Noregs til yfirráða. j verið skipað af páfa að segja En misklíð varð milli Inga og syni sínum sannleikann. Gerði bræðranna sem lyktaði með því hún svo og lýsti því yfir að hann að Sigurður og Eysteinn féllu en væri ekki sonur Unasar heldur menn þeirra tóku Hákon, son Sigurðar munns, þá tíu vetra gamlan, til konungs sér (1157). Féll Ingi konungur 1161 en Há- kon næsta ár fyrir Erlingi skakka Ormssyni sem tókst með aðstoð Danakonungs að koma syni sínum Magnúsi, þá fimm ára að aldri til konungs. Erling- ur hafði átt hann með konu sinni Kristínu dóttur Sigurðar Jórsala fara. Vegna þess að Magnús var ekki konungsson og því ekki lög- borinn til ríkis í Noregi, lýsti Erl ingur því yfir að landið væri eign ólafs helga. Varð þetta upphaf vináttu Eysteins erki- biskups og þeirra feðga. Bældi Erlingur fyrst framan af alla mótstöðu niður. En hér koma Birkibeinar fyrst til sögunnar. Fagurskinna skýrir svo frá uppruna þeirra: “Á ríki Magnús konungs hófst flokkur sá er austur safnaðist á Mörkum. Var þar kallaður höfð- ingi fyrir Eysteinn sonur Ey- steins konungs Haraldarsonar. Hann var fríður maður sýnum; hann var kallaður Eysteinn meyla. í þann flokk hljópu marg- ir dugandi menn, þeir kváðust mist hafa bræðra sinna og feðra og annara náfrænda og fjár síns, flestir menn ungir, menn Sigurðar konungs munns. Sverri leizt svo að ekki mundi hægt að komast til valda í Noregi en lítil- mannlegt að gera enga tilraun. Hélt hann því til Noregs og var um tíma við konungshirðina. Síðan hélt hann til Birgis Jarls, er átti föðursystir hans og leitaði ráða hjá honum en fékk fá. Þaðan lagði hann leið sína til Vermalands og um það leyti féll Eysteinn meyla. En er Birkibeinar fréttu hvar hann var niðurkominn leggja þeir leið sína til hans og biðja hann gerast for- ingja fyrir þeim. “Lið þetta var við mikilli hneysu, sumir voru mjög sárir, en sumir klæðlausir, en allir nálega vopnlausir og svo miklir æskumenn að honum sýndist þeir ólíklegir til ráða- gerðar”. Neitaði hann beiðni þeirra en vísaði þeim til Birgis jarls. En jarl lagði þeim það ráð að hverfa aftur til Sverris og hóta honum að drepa hann ef hann gerðist ekki foringi þeirra. Þeir gera svo og neyddist þá Sverrir til að takast á hendur fórustu þeirra. Var flokkurinn að tölu sjötíu menn. Ekki var þetta álitleg byrjun. Magnús konungur var maður vinsæll af alþýðu og þar að auki voru öll stórmenni lands og Have the Business POINT OF VIEW ? • Dominion Business Coilege students have the advantag<í of individual guidance in the all-important factors of business personality, conduct, and approach. No matter how thoroughíy you know the details of office work, you must be able to sell your services, and this is now just as much a part of Dominion training as Shorthand, Tyi>ewriting, Bookkeeping, or any of the other courses in which Dominion leader- ship has been recognized for over twenty-five years. Business is better! Employment is increasing! Prepare for it. DOMINION BUSINESS COLLEGE On The Mall and at Elmwood, St. Jtames, St. John’s kirkju honum fylgjandi. En Birkibeinar voru fáir og alveg félausir. Hvernig sem á málið var litið sýndust litlar líkur til þess að hægt væri fyrir Sverrir að brjótast til valda. Voru Birki- beinar og ekki ráðsnjallir menn og varð Sverrir að leggja öll ráð. En það hjálpaði honum að æðri stéttirnar í Noregi voru svo að segja andlega dauðar. Fádæma drykkjuskapur, ágirnd, eiðspjöll, sjálfselska og harðneskja ein- kendu höfðingjana. Nú fer eg fljótt yfir sögu. — Frá þessum tíma og þar til Sverrir komsí til valda urðu Birkibeinar að sæta öllum brögð- um og oft komust þeir í skæðar mannraunir. En ætíð björguð- ust þeir á einhvern hátt, mest vitsmunum Sverris að þakka. — Var honum fyrst gefið konungs- nafn á Eyrarþingi og fékk hann þá nokkurn liðsafla þó ekki nóg- an til að mæta konungi. Var það fyrst árið 1179 að fundum þeirra bar verulega saman, í orustunni á Kálfskinnsakri. Þar féll Erl- ingur jarl. Hélst svo viðureign konunganna við í fimm ár enn og var hún mannskæð. Endaði hún 1184 í sjóorustunni við Fim- reiti f Sogni þar sem Sverrir vann sigur, þó minni hefði hann liðsafla, en Magnús konungur féll. Fékk þá Sverrir allan Noreg. Gekk hann og litlu síðar að eiga Margrétu dóttir Eiríks Svíakonungs. En friðurinn varð skammær og átti Sverrir í stríði það sem eftir var æfinnar. Efldust flokk- ar á móti honum og yrði of langt, mál að greina frá þeim öllum. Eg læt mér nægja að nefna þá “Kuflungar, Varbelgir, Eyjar- skeggjar og Baglar. öllum nema þeim síðastnefnda eyddi konung- ur. Við Bagla átti hann til dauðadags og eftirmenn hans þar til 1240. En uppruni Bagla var á þessa leið. Sverri greindi mjög á við kirkjunnarmenn. Gat eg þess að Eysteinn erkibiskup hefði verið mikill vinur og aðstoðar- maður þeirra feðga Erlings skakka og Magnúsar. Samt sætt- ust þeir Sverrir við dánarbeð erkibjskups en hann dó 1188. — Eftrimaður Eysteins varð Eirík- ur af Stafangri. Samdi þeim konungi lítt. Vildi erkibiskup hafa meira vald yfir klerkum en Sverri þótti gott. Skrifaði Eirík- ur páfa og var konungur bann- færður. En hann skipaðist ekki við það en lét biskupa krýna sig í Björgvin (1194). En hér eftir koma Baglar til sögunnar. Efldi þann flokk Nikulás Oslóar bisk- up þó fyrirmaður flokksins ætti að heita Ingi nokkur er sagður var sonur Magnúsar Erlingsson- ar. Stóð viðureign Bagla og Sverris eins og eg sagði til dauðadags konungs eða í sex ár. Dauða sínum varð Sverrir fyr- ir 1202 og hafði þá verið kon- ungur 25 ár. Banaleguna lá hann í Björgvin. Þótti honum illa rætast spár Nikúlásar bisk- ups. “Nú vil eg,” sagði hann, “áður eg er olíaður láta mig hefja upp í hásætið og vil eg þar annaðhvort bíða bót eða bana; og mun þetta á annan veg fara eður til spyrjast en Nikulás biskup mun vænta ef eg dey hér í hásætinu og standi yfir mér vinir mínir, en hann hefir sagt at eg mundi höggvinn niður fyr- ir hund og hrafn”. Síðustu orð hans voru á þessa leið: “Við dauða minn látið bert andlit mitt j og látið þá sjá bæði vini og óvini, hvort þá birtist það nokkuð á Hkama mínum er óvinir mínir hafa bannað mér eða bölvað. Nú mun eg þð ekki mega því leyna ef eigi eru betri efni í en þeir hafa sagt. Hefi eg meira starf og ófrið og vandræði haft í rík- inu en hóglífi, er svo að minni virðingu sem margir hafa verið öfundarmenn mínir, þeir er það hafa látið ganga fyrir fullan fjandskap við mig sem nú fyrir- gefi guð þeim öllum og dæmi nú drottinn minn vor á milli og alt mitt mál.” Sverrir konungur er að mörgu | leyti einhver hinn merkasti af Noregskonungum. Enginn getur annað en fylst aðdáun þegar hann hugsar til þeirra þrek- virkja er Sverrir framdi til að öðlast konungdóminn. Hann stendur uppi í byrjun með tvær hendur tómar og sjötíu liðsmenn sem skortu ekki atorku og hreysti en flest annað. En ]á nokkrum árum er hann orðinn konungur í Noregi. Sömuleiðis dylst og engum sem lesa sögu hans að hann var fæddur liðs- foringi. Hver sem les ræður hans til manna sinna finnur að hér er maður á ferðinni sem kann tökin á mönnum. Ræða hans fyrir liðinu fyrir Stein- bjargarorustuna líður mönnum ekki úr minni: “Vil eg nú yfir því lýsa til hvers að þér skuluð vinna. Sá er lendann mann fellir sá skal lendur maður vera og þess kyns tignarmaður skal hver vera sem hann sjálfur ryður sér til rúms, sá hirðmaður er hirð- mann drepur og taka af aðra góða sæmd.” Eg get heldur ekki stilt mig um að hafa upp orð konungs fyr- ir mönnum sínum er þeim var farin að þykja setan um Túns- berg helst til löng. “Það heyri eg nú af liðinu,” sagði hann, ‘ að nú væri gott heima og sæll væri sá að heim skyldi fara. óher- mannlegt er slíkt að kurra að kóngi sínum þótt þér þénið eigi svo vömbinni sem verkmaður í vist; og ólíkir eru þér þeim er í forneskju eru sögur afgervar, er veittu svo þrátt umsátur að eyða fjandmönnum sínum að fúnuðu af þeim klæóin en þeir átu skálp- ana af sverðum sínum og yfirleð- ur af skóm sínum og léttu aldrei fyr en þeir sigruðust; en þó að eg taki þessi dæmi við þá er hér skemra til að meiri staðfestu og þrályndi sýna þeir Baglar á berginu en þeir gefast ekki upp. Nú látið mig eigi lengur heyra þennan kurr því að hér skal sitja hvert yður þykir ljúft eður leitt, blítt eður strítt, bjúgt eður bratt, þar til vér höfum vald yfir Böglum.” Vildi eg til- færa fleiri dæmi en læt mér nægja að segja að Sverrir kunni að tala til lægstu og æðstu hvata mannsins og skilur hver er les orð Sverris að Birkibeinar mundu til í að fylgja kóngi sín- um út í opinn dauðann. Og vel reyndust þeir hvaða ofurefli sem var að mæta enda þágu þeir góð laun fyrir góða fylgd. Sverrir konungur var og mild- ur maður og oft kom honum það í koll, því eigi reyndust þeir ætíð trúir er hann gaf grið. Fús var hann til sátta en fylgin sér. — Sjálfstraust hafði hann óbilandi og er sagt að draumar hans hafi oft styrkt hann og gefið honum nýjan þrótt því mikið mark tók hann á draumum sínum. óbil- andi trú hafði hann og á því að hann hefði á réttu að standa í baráttu sinni um yfirráðin. Og áreiðanlega var hann manna fær- astur þeirra er þá voru uppi að fara með konungsvald í Noregi. Þar sem flestir höfðin’gjar í landi voru nautnamenn mestu var hann hófsmaður bæði á mat og drykk og talaði máli hófsins í áfengisnautn fyrir sínunr mönn- um en ofdrykkja var þá mjög töm öllum mönnum. Það var á- stundunin, hófsemdin, sjálfs- traustið og eljan sem hjálpuðu honum til valda og einkendu hann frá samferðamönnum hans og samt er sú mynd er vér eig- um af honum einhliða, því saga hans gengur mest öll út á það að skýra frá stríði því er hann átti í en sama sem ekkert er sagt um landstjórn hans. En á minnis- töflu hans er sagt að hann hafi verið “efling réttinda og rétting laga”. En óvini átti hann sem aðrir miklir menn. Voru það helst kirkjunnar menn. Fundið gátu þeir ekkert nógu ilt að segja um hann og þó tekur út yfir það sem ensk rit skrá um hann. T. d. segir William of Newbolt að Sverrir hafi verið sem sonur; djöfulsins, máttugur til alls ills. En furða er þetta engin, því hann var svarnasti óvinur kirkj- unnar er hún vildi auka vald I sitt um of. Annars farast höf -1 undi Hungurvöku, sem hlotið hefir að vera mikill trúmaður, orð um hann á þessa leið er hann talar um viðtökur þær er Páll biskup fékk hjá Sverri: “En bæði var það að hann (Sverrir) i kunrp betur en flestir menn aðrir og hafði betri færi á og sló öllu við því er til gæða var er þeir mættu báðir göfgastir af verða.” Hvert faðerni Sverris var það er hann sagði, ætla eg ekki að ræða hér í kvöld. Slíkt yrði of j langt mál og að mörgu leyti ó-1 þarft. Hann var eins og ein- hverstaðar er komist að orði: Sonur afreka sinna”, og hæfi- leikar hans gerðu hann réttkjör- inn konung hvað sem því líður hvert hann var sonur Unasar kambara eða Sigurðar munns. Sverrir konungur hefir lengi verið fslendingum kunnur bæði sem hraustur víkingur og spak- vitur maður. Mætti tala langt mál um speki hans en tíminn leyfir það ekki. Einnig hefir hann orðið okkur kunnur af þeim frægu ljóðum er GYímur Thom- sen kvað um hann. Það var eins og Bessastaðaskáldið væri aldrei eins í essinu sínu eins og þegar hann var að yrkja um einhver mikilmenni sögunnar. Hann leitaði oft langt aftur í tímann að hreystinni og manndáðinni, en það sýnist hann hafa metið öðru fremur. Með kvæði sínu um Sverrir hefir hann reist kon- ungi þann minnisvarða er stend- ur um aldir. Eg get ekki betur lokið orðum mínum en með því að hafa það yfir: Þótt páfi mér og biskup banni Banasæng skal konungsmanni Hásætið til hvílu reitt. Kórónaður kóngur er eg, Kórónu til grafar ber eg Hvort þeim er það ljúft eður leitt. Margar fór eg ferðir glæfra Fætur mína vafði’ í næfra, Kulda mér þá sviðinn sveið. En hvað var það mót hugarangri Hverja stund á vegferð langri Sem eg fyrir land mitt leið. Konunglegan klætt í skrúða Kistuleggið holdið lúða, Ber sé látin ásýnd ein. Breidd sé Sigurflugu sængin Svo til hinsta flugs ei vængin skorti gamlan Birkibein. Vel er að þér sálma syngið og saman öllum klukkum hringið Meðan eg skaflinn moldar klíf. Og í tilbót eitt mér veitið Andvökuna mikið þeytið Andvaka var alt mitt líf. VORIÐ ER AÐ KOMA Búið yður snemma undir vor vinnuna úti á landinu og garð- inn. Hin stóra verðskrá vor, með myndum, er gefur liending- ar í jarðyrkju, er gefins, þeim sem vilja. Steele Briggs Seed Co. Limited. 139 Market St. East, Winnipeg einnig i Regina og Edmonton B AN D ARÍK JAFRÉTTIR Eftir H. E. Johnson Framh. Til þess að sýna hina hliðina vil eg tilfæra auglýsingu er birt- ist í Seattle blaðinu “The Star” rétt fyrir jólin. Hún sljóðar svona: “Vilji einhver hjálpa nauð- stöddum núna um jólin skal bent á tækifærið. Hjá einni fjöl- skyldu borgarinnar eru ástæð- urnar svona. Faðirinn liggur í berklasýki. Fyrir nokkrum mán- uðum mistu hjónin unga dóttur sína en þar sem fé var ekki fyrir hendi til að kaupa leg í graf- reitnum fyrir þennan litla lík- ama, skutu menn úr söfnuðinum sem hjónin tilheyra saman nokkrum dölum til að leigja þar bráðabirgðar legstað en nú stendur til að líkið verði flutt nema meira gjald verði greitt. Vilja nú ekki góðhjartaðir menn gefa nokkra dali svo þessi nauð- stadda fjölskylda þurfi ekki að lenda á hrakning með líkið.” — Finst ykkur nokkuð undarlegt þótt einhverjir vilji gera nokkr- ar lagfæringar á ástandinu. Að endingu vil eg geta um friðarstefnuna í Buenos Aires, höfuðborg Agentínu. Roosevelt efndi til þessa þings og sigldi suður til að setja það. Þar voru mættir fulltrúar frá öllum ríkj- um Vesturheims (að Canada og Nýfundnalandi undanskildu). — Tilgangurinn var að tryggja friðinn í álfunni og sporna við þátttöku þessara þjóða í hugsan- legum styrjöldum annarstaðar. Var þing þetta með alt öðrum hætti en alþjóða samkundan í Geneva, því smáar sem stórar þjóðir höfðu þar jöfn atkvæði. San Salvador með liðlega hálfa miljón íbúa hafði þar jafnmikil réttindi og Bandaríkin með 130 miljónir manns. Samdist vel með þessum nábúum, hver sem árangurinn kann að verða. Virð- ist nú friðurinn vel trygður í Vesturheimi þótt misjafnar skoðanir gerðu þar vart við sig, einkum milli Mr. Hull utanríkis- málaráðherra Bandaríkjanna og Dr. Lamas er veitir utanríkis- málum Argentínu forstöðu.Hefir hann tekið mikinn þátt í alþjóða- sambandinu og talinn mjög mentaður og víðsýnn maður. — Vildi hann halda því fram að í hlutleysi yrðu þjóðirnar að gera mismun á þeim er ásæktu og hinum er ættu frelsi sitt að verja, en Hull hallaðist að þeirri skoðun að engin amerísk þjóð skyldi selja hergögn né lána fé j til þeirra þjóða er heyja stríð. Samt tókust samningar um | þetta atriði er gefa stjórnunum í samráði við alþjóða-ráðið nokk- urt svigrúm til að haga sér eftir kringumstæðum. Hefir aldrei verið betri samvinna meðal hinna vestlægu þjóða og sá ótti með öllu horfinn, er eitt sinn ríkti í Suður-Ameríku, við ris- ann í norðrinu, Bandaríkin. — Verður því ekki neitað að ástæða gafst að þeim grun að Banda- ríkin virtu sjálfstæði smáríkj- anna að vettugi meðan þau héldu her á Haiti, Nicaragua og enda fleiri löndum. En undir Hoover breyttist þetta til batnaðar og nú hefir Roosevelt upprætt þennan ótta með öllu, enda lætur hann þessi ríki afskiftalaus um eigin hag. Engri þjóð hefir farist jafn mánnuðlega við hernumin lönd sem Bandamönnum. Nægir þar að benda á Cuba og Filippuseyj- ar. Þannig er þessi mikla þjóð göfug og mannúðleg í aðra rönd- ina en skeytingarlaus og harð- | brjósta í hina. Hún er í sjálfu j sér hugsjónarík en áttavilt og sem stendur stödd á hinum hættulegustu vegamótum. Eg á samt erfitt með að ,trúa að dirfskan og áræðið verði ekki j hinu sauðkindarlega afturhaldi i yfirsterkara í Ameríku. Það j var yfirleitt framsæknin og hug- ! sjónirnar sem létu menn hleypa j heimdraganum og sækja vestur | um haf í leit eftir Atlantis ,hinu glataða og Utopíu hinni ófundnu. j f fornri speki má finna flest sannindi lærist mönnum aðeins ^ að lesa í málið. Þegar mannkyn- j inu líður bærilega lifna hugsjón- irnar og þannig var það í Aþenu til forna er Plato lét sig dreyma um aðra betri veröld í Atlantis hinu týnda og þegar dálítið tók ! að rofa til í miðaldar myrkrinu, j reit Sir Thomas Moore um undraland framtíðarinnar, Utop- j íu. Ekkert eðlilegra en samtíðar- menn Sir Thomas álitu þetta dár l legt tal og draumarugl því því- líkt kom hvergi heim við kenn-

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.