Heimskringla - 03.03.1937, Síða 4
4. SlÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 3. MARZ 1937
®eimskrttt0la
(StofnuO 1886)
Kemur út á hverjum miðvikudegi.
Eigendur:
THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsimis 86 537
VerS blaðsins er $3.00 árgangurlnn borglst
fyriríram. Allar borganlr sendist:
THE VIKING PRESS LTD.___________
öll viðskifta bréí blaðinu aðlútandl sendist:
Uanager THB VIKING PRESS LTD.
853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFÁN EINARSSON
Utanáskrijt til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg
“Helmskringla” is published
and printed by
THE VIKING PRESS LTD.
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Uan.
Teleptoone: 86 537
WINNIPEG, 3. MARZ 1937
ERINDI
(Flutt á Fróns-samkomu I Winnipeg
23. febrúar 1937)
Eftir Gunnar B. Björnsson
------- . \
Einhver hefir sagt að það sé einkenni
sumra manna að ganga áfram en horfa
aftur á bak — to “move forward with
averted gaze.”
Okkur íslendingum hefir ekki ósjaldan
verið nuddað þessu um nasir — og það
kannske ekki alveg að orsakalausu. En
þetta má nú segja um fleiri en íslendinga.
Að gengnar kynslóðir geymi í skauti
sínu, sem séreign, framkvæmd, hyggindi,
hugrekki, guðrækni, ósérplægni og ótelj-
andi aðrar dygðir, er yfirleitt almenn hugs-
un eða hugtak. Þetta á rót sína að rekja
til vanans að horfa um öxl, og þar eiga hlut
að máli þjóðir, kynslóðir, einstaklingar.
Nicholas Murray Butler, formaður
(president) Columbia University, sagði á
ferð í kringum hnöttin, í viðtali við blaða-
menn í London fyrir aðeins tíu árum síðan
—13. júlí, 1927: “f nudanfarin tvö þús-
und ár hefir aldrei verið tímabil í sögunni
að ekki hafi einhverstaðar verið uppi stór-
skáld, heimspekingur eða vitsmunamaður
af einhverju tæi sem yfirgnæfði samtíma-
menn sína. En í dag er ekki að finna
nokkurt verulegt stórmenni í nokkru landi
í heiminum.”
Það mætti geta þess að þegar þessi frá-
bæri mentamaður sagði þetta, þá var hann
rétt nýkominn frá því að heimsækja og
hafa haft tal af Mussolini, hinum nafn-
togaða ítalska einvalds-postula. En; vel
að merkja, var það nú áður en Mussolini
var búinn að eyðileggja elzta konungdóm
heimsins og ganga með eldi og sverði yfir
varnarlaust land, og miskunarlaust drepa
og eyða bara til að geta ginið yfir stærra
svið og látið lúta sér fleiri miljónir þrælk-
aðra þegna.
í þessu sama samtali við blaðamennina
í London, bætti Dr. Butler því við, eins
og til skýringa á staðhæfingunni að heim-
urinn ætti engin mikilmenni á þessum tím-
um, að það gæti skeð að það væri af því
að mentir og þekking á síðari árum væru
svo algeng, og alþýða manna væri orðin
svo upplýst og á svo háu framfara stígi að
miklu mennirnir sýndust ekki lengur mikl-
ir; þegar að sléttlendið rís, þá lækka fjöllin.
Erkibiskupinn af Canterbury, Dr. Ran-
dall Thomas Davidson, þá áttatíu ára að
aldri, tók undir með Dr. Butler og sagði:
“Það er ekkert sem mér finst eins mikið
um eins og hve fá stórmenni eru nú uppi—
menn sem andlega bera höfuð og herðar
yfir samtíðina, í samanburði við það sem
var fyrir fjörutíu árum síðan.” Við könn-
ustum öll við það sem íslenzka skáldið seg-
ir: “Fjarlægðin gerir fjöllin blá og menn-
ina mikla.”
Máske hneigir heimurinn sig einhvern-
tíma fyrir minningu Mussolini; kann vera
að komandi aldir hampi Hitler sem hetju
og mannvini sinnar tíðar. En slíkt skeður
ekki nema með svo feldu móti að aldirnar
óbornu striki yfir alla viðreisnar viðleitni
heimsins á því sem okkur nú þóknast að
kalla þróunar og þroska skeið mannkyns-
ins, sem ónýtt “frelsis fimbulfamb.”
Eg las í tímariti ekki alls fyrir löngu
grein um Mussolini þar sem hermt er efti.r
honum að hann hafi átt að segja: “Frelsi!
Frelsi er bara úldið hræ!” (“Liberty!
Liberty is nothing but a stinking corpse!”)
Það má með alvöru spyrja hvort þetta sé
dómur, álit, ályktan, þessara síðustu tíma
á úrslitum frelsis-baráttu kynslóðanna. —
Ekki ólíklegt að svo sé—ef dæma má af
því sem nú sýnist að vera efst á teningnum
í orðum og gerðum þjóðhöfðingja hér og
þar í heiminum.
Þegar að maður villist í þoku eða blind-
byl er sagt að maður gangi í hring, og það
er reynsla margra sem þetta hefir hent, og
sem hafa verið svo heppnir að komast af—
að þeir, eftir langa mæðu, finna sig komna
til baka til þess staðar þar sem þeir hófu
göngu sína.
Er heimurinn á þesskonar hring-göngu
nú? Eru leiðtogar þjóðanna að leiða fólk-
ið í hringférð? Okkur hefir fundist að við
altaf vera að fara áfram, áfram í áttina að
takmarkinu. Hefir okkur 'verið gerður
gerningur, er eitthvað ósjálfrátt við þetta
alt saman ? Eru nornir einveldis, kúgunar,
ófrelsis og ómennsku að seiða okkur að
ströndum þeim þar sem endur fyrir löngu
ríktu öfl sem réðu láði og lýð eftir eigin
geðþótta; ströndum þar sem lýðveldi á að
bíða ósigur fyrir einveldi!
Það var ræðusnillingurinn Patrick Henry
sem sagði í hinni heimsfrægu ræðu sinni:
“Eg hefi aðeins eitt Ijós sem lýsir fótum
mínum og það er ljós reynslunnar. Eg
kann ekki að dæma um framtíðina nema
með tilliti til fortíðarinnar”. Það er alt
annað að reyna að starfa í ljósi reynslunn-
ar eða að gera að dýrðlingum þá sem hafa
starfað og strítt á undanfarinni tíð.
Sagan sýnir að það er ekki allra með-
færi að fara vel með völdin. fslenzku»-
málsháttur segir að “fáir kunni eitt barn
að eiga”. Það er víst alveg eins satt að
fáir kunna með einveldi að fara. Menn-
irnir hafa altaf verið að berjast á móti ein-
veldi í einhverri mynd. Það eru víst fáir
sem einvaldir hafa verið sem ekki hafa
freistast til að nota það vald sér og sínum
í hag. Það er svo auðvelt að telja sjálfum
sér og öðrum trú um að það sem eykur
manns eigin tign og völd og dýrð auki að
jöfnu frama og velgengni lands og þjóðar,
kirkju og guðsríkis.
Að reisa musteri sjálfum sér til dýrðar
í nafni drottins er hreint ekki fágætt í
sögu heimsins. Einveldi hefir margar klær
í frammi þegar að til þess kemur að ná
tökum á almúganum. Stjórnendur ryðja
sér til rúms og seilast eftir meiri og stærri
völdum og ríkidæmi sjálfum sér til frama
og uppgangs, og nota svo hjátrú, oftrú,
föðurlandsást og annað því um líkt í fari
almúgans, sem vopn í baráttunni gegn
þeim sem vinna verður á ef ásælni og á-
girnd eiga að ná sínu sérplægnis takmarki.
Þetta kennir sagari okkur, kennir okkur
það með óendanlegum endurtekningum.
En hvað er sagan ? Án þess neitt að fara
út í þá sálma dettur mér samt í hug það
sem einn mesti ritsnillingur íslendinga í
samtíðinni sagði ekki alls fyrir löngu í
einni bókinni sinni: “Sagan er sorphaugur
aldanna.” Þetta má skilja og skýra á
fleira enn einn veg. En sleppum því. Ef
sagan er sorphaugur, þá má þó æfinlega
nota þann sorphaug sem aðra sorphauga;
nota hann sem áburð á akurlendi nútímans
til að auðga jarðveginn og margfalda, ef
til vill, framtíðar framleiðslu.
Lengra eða skemmra aftur í fortíðina
horfa allir hugsandi menn, öll þjóðbrot,
allar þjóðir. Fyrir handan fjöll tímans,
hinumegin við tjaldið sem aðskilur “þá”
og “nú” ljómar af sól liðinna gullalda.
Tíminn vefur sigursveig úr árunum og
leggur hann á höfuð fornhetjanna — skap-
ar stundum hetjur úr þeim sem ekki skip-
uðu það háborð í samtíðinni.
f huga fjöldans skipar það sem “var” oft
æðri sess en það sem “er”. En tíminn jafn-
ar alt, hann kemur með lögmál launanna—
og “er” verður að “vaF’ Hvert augnablik
færir líðandi stund yfir takmörkin sem að-
skilja það liðna frá því líðanda, og keðja
kynslóðanna er greidd fyrir borð hlekk af
hlekk, og sekkur óslitin í haf aldanná,
tengjandi hið liðna við nútímann, kyn við
kyn, frá eilífð til eilífðar.
Það er hægt að sýna of mikla og líka of
litla rækt við fortíðina—það er hægt að
lifa of mikið í því liðna, og líka er hægt að
sinna of lítið því sem sagan kennir. Ætli
við þekkjum ekki öll bæði menn og konur
sem hafa komið hingað til þessa lands á
yngri árum æfi sinnar, lifað hér mest all-
an sinn aldur, en aldrei farið frá íslandi?
Náttúrlega er nú þetta sagt í óeiginlegri
merkingu, en mikið er samt satt í því. Hjá
þeim sem svona er ástatt fyrir er alt gott
sem öldur aldanna eru búnar að pólera,
fægja við strendur tímans. En svo er það
nú k&nnske alt gott og blessað.
En hvaða erindi hafa nú þessir sundur-
lausu þankar á þjóðræknisþing? Eg veit
að sú spurning bergmálar í huga ykkar.
Því ekki að tala bara um gullið sem aldirn-
ar geyma, því ekki að tala bara um “ást-
kæra, ylhýra málið”, því ekki að verja
stundinni til að skoða hina “konungbornu”
fslendinga í skuggsjá fomrar (að eg segi
ekki horfnar) frægðar?
Til forna, stungu menn sér fyrir borð
með gullkistur sínar og lögðust svo á gullið
og urðu að feikna stórum ormum sem
varðveittu auðinn. Hefir ekki þetta sína
endurtekningu í því að steypa sér fyrir
borð samtíðarinnar með stúfana í hand-
föngum gullaldar kistunnar, og verða svo
að ormi sem hringar sig um horfna frægð ?
Nema að gullið komist í einhverri mynd
í veltu veruleikans er það lítils virði. Það
þarf að taka gullið úr kistunni og gera það
starfandi áður en það getur orðið að veru-
legum notum.
Meistarinn talaði ekki út í hött þegar
hann sagði: “Lát þá dauðu grafa sína
dauðu,” og bætti svo við hvötinni um að
fara út á starfsviðið meðal verkamannanna
og taka þátt í lífs-starfi lifandi manna.
Spekingurinn Ralph Waldo Emerson,
hinn frumlegi, mikilhæfi rithöfundur og
prédikari, sagði að það væri miklu meira
varið í það að framleiða það sem sagnritar-
ar gætu svo notað sem söguefni síðar meir,
en að einblína á myndir í gerðabók liðinna
alda—að minsta kosti var hugtakið hjá
honum þetta þó orðavalið væri öðruvísi.
Þetta ljúfmenni, sem var ljós og lampi í
andans heimi samtíðar sinnar, reiddi
samt til höggs þann Mjölnir sem braut
veggi vanans og ruddi veg nýjum hugsjón-
um—vakti úr dróma hálf sofandi hermi-
krákur á sviði ameríkanskra bókmenta á
fyrri hluta nítjándu aldarinnar.
Rithöfundar Ameríku, upp að þeim
tíma, höfðu bara elt og apað alt evrópiskt.
Það var lítið framleitt sem kallast gæti í
eðli sínu innfætt, ameríkanskt.
Leiðtogar í andlegum efnum sátu við
fætur Evrópu, og sniðu alt sem þeir bjuggu
til eftir útlendri fyrirmynd. Það var þessi
“afturganga” sem Emerson lagði fram alla
lífs og sálarkrafta til að kveða niður. Dóm-
ar hans voru oft ómildir og ómjúkum hönd-
um fór hann um það sem honum fanst
miður sæma, eða vera þjóð sinni til vansa.
Hann var prestlærður og prestvígður en
enginn snoppungaði sumar erfikenningar
kirkju og klerka meir en hann. Það var
ekki af því að hann vantaði lotningu fyrir
því sem var háleitt og heilagt. Hugur
hans stefndi ætíð áfram, og sál hans leitaði
jafnan upp á við. En það sem varði mestu
var að frelsa mannsandann frá hégiljum,
hjátrú, hræsni, kreddum og kveifaraskap.
Að ná sál mannsins undan fargi vanan3
var fyrir hugskotssjónum hans eitt af því
allra nauðsynlegasta, ef ekki það eina
nauðsynlega. “Vertu það sem þú ert”, var
texti lífs hans, orð sem mætti set5a sem
einkunarorð yfir alt hans starf.
Burt með hræsni, burt með tál, burt með
alt sem þvingar, lamar, þrælkar sál. Vertu
ekki hræddur við að verða sjálfum þér eða
játningarkerfi þess flokks sem þú tilheyrir
ósamkvæmur—heimskuleg samkvæmni er
bara gríla smásálna, smárra stjórnmála-
manna, smárra heimspekinga og smárra
klerka! Svo sagði vor góði, fróði, gagn-
orði Emerson.
Eg held að það sé einkenni, þó ekki sér-
kenni íslendinga, að vilja vera frjálsir í
hugsun, vilja reyna, prófa, rannsaka mál
og staðhæfingar og ekki bara taka í trú og
blindni við því sem að þeim er rétt.
Ef við rennum huganum yfir sögu fs-
lands frá landnámstíð til þessa dags, þá
verðum við að kannast vlð það, að sem
rauðan þráð má rekja frelsis-þrá og sjálf-
stæðis viðleitni þjóðarinnar. Það hefir
margt drifið á daginn fyrir litlu þjóðinni
okkar. Hvar í heimi mundum við finna
þjóð, eða kannské réttara sagt, þjóðbrot,
sem betur hefir ávaxtað sitt pund enn ein'
mitt þjóðin okkar? Að tölu hafa íslend-
ingar æfinlega verið fáir. Aldrei hafa
verið á landinu í einu fleiri íbúar en sem
svarar þeim mannfjölda sem byggir eina
smáborg í Ameríku.
Borgin ykkar, Winnipeg, hýsir helmingi
fleiri innbyggjendur en alt fsland. Tvíbura
borga-umhverfið í Minnesota, þar sem eg
á heima, geymir alt að tíu sinnum fleiri
íbúa en alt fsland.
Já, sannarlega er þjóðin fámenn þjóð;
en það er ekki æfinlega alt komið undir
fjöldanum. Margur er knár þó hann sé
smár, hermir gamall íslenzkur málsháttur,
og sannast það á þjóðinni sjálfri.
Eg spyr: Hvar í heimi er þjóð sem þolað
hefir eldraun örðugleikanna í þúsund ár að
jöfnu við ísland ? Hefir ekki íslenzka þjóð-
in þurft að þola drepsóttir, eldgos, hallæri,
ís og ánauð að meira og minna leyti kyn-
slóð af kynslóð ? Hafa ekki öfl eyðilegg-
ingarinnar tekið höndum saman til að
reisa rönd við allri framsókn, bæði and-
legri og líkamlegri ? Stormurinn hefir lam-
að, snjórinn hefir kvalið, sjórinn hefir
gleypt, og eldfjöllin hafa spúð
eitri og dauða.
Samt hefir ísland lifað, samt
hefir þjóðin þroskast, samt ber
Fjallkonan ægishjálm í augum.
Þegar tillit er tekið til örðug-
leika, tálmanna, fátæktar og fá-
mennis, þá spyr eg—hvar á
bygðu bóli hafa framkvæmdir
verið meiri en einmitt á íslandi?
Þegar við tökum til íhugunar
ástandið heima við byrjun þess-
arar aldar sem við nú lifum á, og
berum það saman við ástand í
öðrum löndum á sömu tíð, og
berum svo saman hina andlegu
og verklegu framför sem hefir
átt sér stað á þessum fáu árum
heima og annarstaðar, þá finst
mér að hver sanngjarn maður
verði að kannast við að fram-
sókn, framleiðsla, framför, verk-
leg afköst yfirleitt, hafi heldur
verið meiri á íslandi en annar-
staðar.
í byrjun aldarinnar var ísland
ekki tengt sjósíma við önnur
lönd, átti engin skip sem til út-
landa sigldu, engir ökuvegir, eng
ir ökuvagnar að heita mætti,
flest þægindi stórþjóðanna ó-
þekt. Nú á þessum fáu árum,
aðeins þriðjung aldar, er þetta
alt gerbreytt. Landið er nú
tengt útlöndum með síma og út-
varpi, bifreiðar þjóta, að segja
má, um land alt á þolanlegum
akbrautum, landið á skipa-stól
ágætan; heimili, húsakynni,
hafa tekið svo miklum framför-
um að varla er saman berandi við
það sem var fyrir hálfum öðrum
mannsaldri; ágætt lýðskóla fyr-
irkomulag, fallegar skólabygg-
ingar á mörgum stöðum á land-
inu, háskóli (university) í höfuð-
staðnum; Reykjavík orðin svip-
mikil smáborg með tízku sniði
útlendra stórborga. Þetta alt, og
svo margt og margt annað fleira
sem telja mætti ef tíminn leyfði
og þörf væri á.
En því er eg að segja þetta,
því er eg að túlka þetta mál
fyrir fólki sem veit miklu meira
um alt þessu viðvíkjandi en eg?
Jú, víst er eg að bera í bakka-
fullan lækinn—það bæði skil eg
og veit.
En eg hefi ástæðu sem eg ætla
að leyfa mér að koma með. Hún
er sú að draga athygli að fram-
kvæmdarsemi, hugsjónum og
yfirburða hæfilegleikum þeirra
manna sem hafa leyst landið úr
dróma og leitt þjóðina inn á nýja
stigu, þeirra manna sem hafa
endurreist hina fornu * frægð,
þeirra manna sem á tuttugustu
öldinni hafa sýnt að þeir eru
ekki eftirbátar hetja tíundu
aldarinnar. Hið unga fsland
sem nú er risið úr ösku aldanna
á skilið að sitja í öndgvegi and-
spænis landi Gunnars, Héðins og
Njáls.
Eg kannast við það að eg er
stoltur af hinni fornu frægð fs-
lands. Mér finst mikið um stór-
menni þau sem öld af öld hafa
skapað hina æfintýra-ríku sögu
þessa fræga sögulands. f gegn-
um heitt og kalt, sætt og súrt,
hefir hver öldin sem liðið hefir
yfir fsland fært í skauti sínu
andans stórmenni meir en hlut-
fallslega við önnur lönd. Og nú á
þessum “síðustu tímum” byggir
landið þjóð sem sannarlega þarf
ekki að standa með kinnroða
frammi fyrir nokkrum samtíða
lýð.
Það er bæði gagn og gaman að
vita að maður þurfi ekki að
sækja aftur í löngu liðnar aldir
þjógar einkenni, frægð og frama
sem maður getur notið yndis og
ánægju af.
Það er æfinlega varhugavert
að nafngreina lifandi menn, og
eg ætla ekki að stranda á því
skeri. En eg vil minna á það að
við Vestur-íslendingar höfum
haft þá ánægju á undanförnum
síðustu árum að njóta heim-
sóknar ýmsra leiðandi manna að
heiman. Við höfum séð þá um-
gangast hérlenda menn, tala
máli þessa lands, flytja erindi
sem vakið hafa eftirtekt bæði á
þeim sjálfum og því málefni sem
þeir hafa túlkað, og þá að sjálf-
sögðu á eyjunni litlu í úthafinu
kalda.
Við Vestur-íslendingar erum
dreifðir um hálfa heimsálfu og
getum því ekki haft heildar á-
hrif nema innan vissra takmark-
aðra vébanda. Við erum samein-
aðir hérlendu félagslífi, tengdir
hérlendum starfsrekstri—þegn-
ar, borgarar, þessa lands. Við
eigum víða í þessum feikna
geimi Vesturheims dugandi
menn og konur af íslenzku bergi
brotin sem hafa með ötulleik,
vitsmunum og kappsemi rutt
sér til rúms á ýmsum sviðum
bæði í því andlega og verklega.
Hvarvetna standa landar okkar
innlendum samtímismönnum sín-
um á sporði.
Eins og áður var sagt dugir
ekki að nafngreina einstaklinga
í þessu sambandi. En benda má
á að eðlið íslenzka haslar hér völl
og ræður oft úrslitum.
Það eru til þeir landar sem
henda gaman að frelsis-hjali fs-
lendinga, og sannarlega er hægt
að fara í öfgar með það eins og
annað. En hvað hefir betuj;
skapað, mótað eðli fslendinga,
en einmitt frelsisþráin, frelsis-
baráttan, frelsis-stríðið ? Þjóð-
in, á undanförnum öldum, hefir
lifað við ánauð og böl, stjórnar-
farslega, verzlunarlega, andlega.
Stjórn, viðskifta-líf, trúarbrögð
— þessu öllu hefir verið í einn
tíma og annan þröngvað á þjóð-
ina af útlendum drottnum. Alt
hefir verið gert til að móta hugs-
un og lífshætti fólksins að'geð-
þótta útlendra yfirvalda, bæði í
veraldlegum og andlegum effl-
um.
•
Baráttan á móti þessu hefir
biðið ósigur bæði oft og átakan-
lega, en stríðið hefir stælt kraft-
ana, aukið jírána, skapað eðlis-
far, ef svo má að orði komast,
beint hugsun og hugarfari í
sjálfstæðis áttina.
Að brjótast fram á móti
storminum er íslendingum ekk-
ert nýnæmi; frá blautu barns-
beini þjóðar og einstaklings hef-
ir það verið áskapað hlutverk.
Það er engin furða þó að Hannes
Hafstein, hetja hins unga, end-
urrisna íslands, setti fremst í
kvæðabókina sína ljóð til stórms-
ins:
“Þú þenur út seglin og byrðing-
inn ber
og birtandi, andhreinn um jörð-
ina fer,
og loftilla, dáðlausa lognmollu
hrekur
og lífsanda starfandi hvarvetna
vekur.
Og þegar þú sigrandi’ um foldina
fer,
þá finn eg að lífsþróttur eflist í
mér;
eg elska þig kraftur, sem öldurn-
ar reisir,
eg elska þig kraftur, sem þok-
una leysir.”
Eitt það fyrsta sem eg man
eftir frá samtali og umræðum
íslendinga, sem eg hlustaði á
sem unglingur í nýlendunni í
Minnesota, var hve oft það kvað
við — að “hugsa fyrir sig sjálf-
an”. Þeim var illa við það frum-
byggjendum þar að láta tyggja
upp í sig. Þeir vildu hugsa sín-
ar eigin hugsanir, trúa því sem
þeim þótti trúanlegt, hafna því
sem þeim reis hugur við.
Sjálfstæði í hugsunum, orðum
og verkum — það var aðal
þungamiðja alls hjá þeim.
Þetta er íslenzkt. Þetta er
einkenni þjóðarinnar. Svona er-
um við íslendingar.
Okkur er sagt að í fornöld
hafi feður vorir trúað á mátt
sinn og megin. Sú trú var að
nokkru Ieiti gerð landræk þegar
kristni var lögleidd.
En það er eitt að gera einn
eða eitthvað landrækt og annað
að koma honum eða því úr landi.
Það er hægt að búa til bannlög.
en þau ná aldrei yfir huga og sál
mannsins. “Og samt snýst hún”,
sagði Galileo rétt eftir að búið