Heimskringla


Heimskringla - 14.07.1937, Qupperneq 1

Heimskringla - 14.07.1937, Qupperneq 1
HELZTU FRETTIR Þjóðhátíðardagar Islendinga hafa rofið vopnahlés-sættina. Japanir eru að hrúga her suður. Til Tientsin kom hópur japanskra hermanna og 28 hern- LI. ÁRJGANGUR Það er eitthvað undarlegt við það, að íslenzku blöðin hafa ekki enn fengið neinar fregnir um að Þjóðhátíðardags íslendinga verði minst annar staðar á þessu sumri en á Gimli og Hnausum í Nýja-íslandi. Auðvitað er ekki þar með sagt, að íslendingadag- ur verði ekki hafður í einum eða tveim stöðum vestur á Kyrra- hafsströnd, í bygðum fsl. í Sask. og í Chicago og víðar, eins og undanfarið. En íslenzku blöðin hafa vanalega um þetta leyti verið beðin að tilkynna hátíðirn- ar. Nú bólar ekki neitt á því. Vonandi er þó, að feðranna frægð sé ekki svo fallin í dá, að íslendingadags hér verði ekki minst, nema á þessum tveimur áminstu stöðum. Forseti fslendingadagsins á ' Gimli, Friðrik Sveinsson list- málari, hefir í þessu blaði sagt frá því sem fram fer á þjóðhá- tíðinni á Gimli, svo að þar er engu nýju við að bæta. En það hefir á fleirum heyrst nú en áður, að þeir ætli að sækja há tíðina. Friðrik Sveinsson, kom til þessa lands í fyrsta stóra vesturfara hópnum 1873. Hann var á fyrstu þjóðhátíð íslendinga hér vestra, sem haldin var í Milwaukee 1874 Sagði hann frá mörgu fróðlegu og skemtilegu frá þeim degi árið 1934 á þjóðhátíðinni á Gimli. Gæti hann margt þjóðlegt og skemtilegt sagt okkur, á hátíð- inni á Gimli. Og björtu og broslegu hliðinni gleymir Frið- rik Sveinsson ekki. Ræðumenn á Gimli-hátíðinni eru tveir ungir stálslegnir menta menn vorir. Það er þess vert að fylgjaift með því og veita því eftirtekt, er ungir menn hér leggja sitt pund á vogarskál ís- lenzkra mála . Frá Hnausum höfum vér frétt, að þar flytji dr. B. J. Brandson ræðu. Hann er Vest- ur-íslendingum og raunar lönd- um sínum hvar sem er, að svo góðu kunnur, að á hann vilja allir hlýða, sem því fá komið við. Ennfremur er Hkr. frá því sagt, að á Hnausadeginum komi nú í fyrsta sinni fram “Fjallkona” og “Ungfrú Can- ada”. Alt þetta er þess vert, að muna 31. júlí. En auglýsingar með greini- legri frásögn af því er fram fer á þessum fslendingadögum að Gimli og Hnausum, verða birtar í næsta blaði. Er stríð að byrja í Asíu? Það er víst engum blöðum að fletta um það, að stríð er hafið í Asíu milli Japana og Kínverja. Japanar eru nú ekki ánægðir með að hafa unnið Manchukuo undan Kínverjum (þó landið sé að nafninu til lýðveldi, er það algerlega í höndum Japana), heldur þurfa þeir nú að herja lengra suður og ná í nýja sneið af Kína. Við Yungting-ána, um 10 míl- ur frá Peiping, sló í bardaga s. 1. miðvikudag. Var þar saman kominn um 20,000 manna her frá Japan. Kínverjar tóku á móti. Stóð sú hríð ekki lengi og var samið um vopnahlé. En nú hafa víðar orðið skærur og bregða hvorir öðrum um, að aðarflugbátar um helgina. Þetta er langt fyrir sunnan landamæri Manchukuo og því inn í Kína. Japanir leyfa sér flest við vesl- ings Kíhverjana. En hvað vantar Japani Tnikið? Árið 1910 tóku þein Chosen (Kóreu), land sem er< 85 þús. fermílur að stærð og með 22 miljón íbúum. Árið 1932 taka þeir Manchukuo-ríkið, sem nú er kallað en var að mestu land það er áður nefndist Mansjúría; það er 446 þús. fermílur að stærð og íbúatalan um 30 miljónir. Nú virðist hugmyndin að krækja í alt landið fyrir Pohai-flóa, sem liggur suður af Manchukuo og ef til vill lengra vestur en það; auðugt land og mannmargt. • Hverju ósamlyndi eða inn- byrðis óeining getur ollað, er ef til vill hvergi ljósari stöfum skráð en í Kína. Það er vegna sundurlyndis og samtakaleysis Kínverja, að ríki þeirra og þeir sjálfir eru sem óðast að verða öðrum þjóðum að bráð. Mon- golía, kommúnista-rkið, er eins háð Rússlandi og Manchukuo er Japan, þó það eigi að heita sjálfstætt. íbúatala japanska keisara- dæmisins er nú orðin um 100 miljónir. Vald þessarar þjóðar er því orðið mikið og á eftir að að eflast ennþá. George VI. kon. og stjórnin ósammála Ritið News Review á Englandi sagði frá því s. 1. miðvikudag, að í brýnu hefði slegið milli George Bretakonungs og stjórnarinnar út af því að konungur hafði á- kveðið að heimsækja fátækra- hverfin í Wales um miðjan júlí- mánuð. Ráðuneytið eða stjórn- in aftraði honum frá því; tjáði honum, að með alt það í huga sem af því hefði hlotist, að bróð- ir hans hafi farið þangað, væri bezt að hann gæfi hugmyndina frá sér. En konungurinn var ekki á því. Sagði hann, að hann færi hvert sem bróðir sinn hefði far- ið, og að reyna að aftra því, væri árangurslaust. Stjórnina kvað ritið einnig á- hyggjufulla útaf för konungsins til Skotlands 23. júlí, aðeins tvær vikur eftir Orange-hátíða- höldin í minningu um orustuna við Boyne, sem nálega ávalt fylgdu alvarleg uppþot. Skrifstofu Lewis lokað Lögreglan og varðlið Banda- ríkjastjórnar í bænum Massil- on, O., lokaði s. 1. mánudag skrif- stofu verkamanna-samtakanna. Ástæðan var sú, að þar, sem víð- ar í bæjum syðra, lenti í skær- milli lgöreglu og verkfallsmanna við stálframleiðslu. Voru tveir menn drepnir, en 15 meiddir í uppþotinu. Verkfall þetta hófst í stál- gerðarhúsum víðsvegar um Bandaríkin 27 maí.' Var mesti fjöldi mana sem tók þátt í því. Stendur þannig á verkfallinu, að foringi verkamanna, John L. Lewis, krafðist þess, að ráðning verkamanna væri skrifleg, og verkveitendur skrifuðu undir samning er þeir réðu mennina. Stálgerðarfélögin neituðu því; kváðu það ónauðsynlegt eins og WINNIPEG, MEÐVIKUDAGINN,14. JÚLÍ 1937 verkamanna löggjöf landsins væri. Um vinnulaun, vinnutíma og viðurgerning yfirliett, ber ekk- ert á milli. Verkamenn eru á- nægðir með það alt saman. En það er þessi skriflegi samningur við ráðninguna, sem, Lewis krefst, sem verkfallinu veldur. Flestar verksmiðj urnar hafa aft- ur tekið til starfa. En sættir hafa þó ekki náðst. í uppþotum sem orðið hafa af þessu víða í bæjum, hafa nokkr- ir látið lífið, eða um 15 alls. Hvort af fleiri skrifstofum verkmannaforingja (Commit- tees of Industrial Organization, sem skammstafað er C. I. O.) verður nú lokað, er eftir að vita. Franco neitað um lán Franco, uppreistarforinginn á Spáni, hefir þessa daga verið að reyna að fá lán í Englandi til þess að geta haldið uppreistinni áfram. Fjárhæðin nemur 100 miljón dölum. Þetta hefir alt farið fram fyrir lokuðum dyrum, svo um veðið veit enginn. En nú hefir það orðið hljóðbært, að lánið fáist ekki. Og eins hefir farið um 250,000 dala lánið, sem hánn kvað hafa beðið Frakka um. Undanfarna daga hefir Fran- co verið að fara halloka í grend við Madrid. Kvað þar nú um vörn en ekki sókn að ræða af hálfu uppreistarseggjanna. — Stjórnarsinnar kváðu sækja all- hart á þá. Og Madrid hefir svo verið víggirt, að hún verður ekki í hasti tekin. Þjóðverjar og ítalir hafa kall- að herskip sín heim frá Spáni. Hefir þá sjáanlega hag Franco tekið að hnigna. Eftir að Bilbao var unnin, sneru uppreistarmenn sér að borginni Santander. En nú hafa þeir þar horfið frá og herforing- inn sem er ítalskur, hefir nú verið sendur til Cordova að reyna að ná í Almedan-silfur- námurnar. Ef þær næðust yrðu ítalir brátt einir um kvikasilfur- sölu í Evrópu. FRÉTTAMOLAR ✓ Við fréttirnar vestan úr suð- urhluta Saskatchewan fylkis s. I. viku um að 9 miljón ekrur af sáðlandi væri gereyðilagt vegna þurka, hækkaði hveitiverð og bætti ofurlitlu við gróða korn- kaupmannanna. Verðið á hveiti fór yfir $1.50. * * * Hæstiréttur í Ontario kvað fyrir skömmu upp dóm í málinu uni orkukaup Ontario-stjórnar af Beauharnois og fleiri orku- félögum. Hepbum neitaði, sem kunnugt er, að greiða fyrir orku, sem ekki var notuð. Nú telur hæstiréttur, að fylkinu sé samt sem áður skylt, að greiða orku- félögunum um sex hundruð þús- und dollara. * * * Þegar rússnesku flugmennirn- ir komu til Bandaríkjanna norð- ur-heimskautaleiðina fyrir skömmu, hélt Vilhjálmur Stef- ánsson þelm samsæti í New York. Sendi Tweedsmuir lá- varður, landstjóri Canada, Vil- hjálmi Stefánssyni á,varp, sem hann bað hann að flytja flug- mönnum frá sér. Var ávarpið fult aðdáunar út af afreksverki flugmannanna. * * * f fyrradag setti maður að nafni Pat O’Hara í San Fran- cisco gúmmí-slöngu á eiturlofts- pípuna (exhaust pipe) í bílnum sínum og festi hinn enda slöng- unnar uppi í bílnum. Nábúi hans, sem eftir þessu tók, gerði lögreglunni aðvart, því hann hélt að maðurinn ætlaði að drepa sig. Þegar lögreglan kom, spurði maðurinn hvað það ætti að þýða að banna sér þetta; Bíllinn hefði verið morandi í lús eftir tvo flakkara, sem sváfu í honum um nóttina, og hann hefði ætlað að drepa lýsnar með þessu. Kosningaurslitin á Islandi (Ekki er komin vestur enn endanleg frétt af ^osningunum á íslandi. í Morgunblaðinu, dag- settu frá 21. til 24 júní, er skýrt frá hvernig kosningar fóru í öll- um kjördæmum landsins nema tveimur, Eyjafjarðarsýslu og Suður-Þingeyjarsýslu. En þar er aðeins gefin tala kosinna þing- manna eftir fyrstu talningu, en ekki uppbótarþingmanna. Enn- fremur er sýnd atkvæðatala hvers flokks, í öllum kjördæm- unum nema tveimur. — Fara fréttirnar hér á eftir.) f gær (23. júní) voru kosn.úrslit kunn í 25 kjördæmum, og var atkvæða- og þingmannatala flokkanna þá, eftir því sem næst verður komist, þessi: Sjálfstæðisflokkur 23,071 atkv. 12 þingmenn Framsóknarflokkur 11,808 atkv. 16 þingmenn. Alþýðuflokkur 10,180 atkv. 5 þingmenn Kommúnistaflokkur 4,417 atkv. 1 þingmann Bændaflokkur 2,814 atkv. 1 þingmann úrslitin í Oinstökum 'kjör- dæmum eru þessi: Gullbringu- og Kjósarsýsla Þar var kosinn ólafur Thors (S) með 1504 atkv.; Sigfús Sig- urhjartarson (A) hlaut 593 at- kvæði, Haukur Björnsson (K) 58 og Finnbogi Guðmundsson (Þ) 118. Landlisti Bænda- flokksins hlaut 19 atkv. og land- listi Framsóknarflokksins 86. V est ur-Skaf taf ellssýsla Þar var kosinn Gísli Sveinsson (S) með 436 atkv.; Helgi Lárus- son (F) hlaut 289 atkv.; Lárus Helgason (B) 105, Ármann Halldórsson (A) 32. Landlisti kommúnista hlaut 16 atkvæði. Suður-Múlasýsla Þar voru kosnir Eysteinn Jónsson (F) með 1124 atkv. og Ingvar Pálmason (F) með 1000 atkv.; Magnús Gíslason (S) hlaut 684 atkv., Kristján Guð- laugsson (S) 627 atkv^ Jónas Guðmundsson (A) 563 atkv., Friðrik Steinsson (A) 409 atkv. Arnfinnur Jónsson (K) 332 atkv. og Lúðvig Jósefsson (K) 243 atkv. Norður-Múlasýsla Þar voru kosnir Páll Zophon- iasson (F) með 723 atkv. og Páll Hermannsson (F) með 696 atkv.; Árni Jónsson (S) hlaut 585 atkv. og Svenin Jónsson (B) 564 atkv. Landlisti Alþýðu- flokksins hlaut 4 atkv. og land- listi Kommúnistafl. 4. Norður-Þingeyjarsýsla Þar var Gísli Guðmundsson (F) kosinn með 539 atkv.; Jó- hann Hafstein (S) hlaut 183 atkv., Benedikt Gíslason (B) 85, Oddur Sigurjónssn (A) 48 og Elísabet Eiríksdcjtt(ir !(K) 34 atkv. Norður-fsafjarðarsýsla Þar var kosinn Vilmundur Jónsson (A) með 759 atkv.; Sig- urjón Jónsson (S) hlaut 694 atkv. Landlisti Bændafl. hlaut 6 atkv. og landlisti Kommúnistafl. 1. Auðir og ógildir 26. Ámessýsla Þar hlutu kosningu Jörundur Brynjólfsson (F) með 1295 atkv. og Bjarni Bjarnason (F) með 1243 atkv.; Eiríkur Einarsson (S) hlaut 1075 atkv., Þorvaldur Ólafsson (B) 989 atkv., Ingimar Jónsson (A) 170 atkv. og Jón Guðlaugsson (A) 127 atkv. — Landlisti kommúnista hlaut 8 atkv. Auðir og ógildir 26. Skagafjarðarsýsla Þar hlutu kosningu Pálmi Hannesson (F) með 1072 atkv. og Steingrímur Steinþórsson með 1069 atkv.; Magnús Guð- mundsson (S) hlaut 983 atkv. og Jón Sigurðsson (S) með 972 atkv.; landlisti Alþýðufl. hlaut 1 atkv. og landlisti Bændaflokks- ins 8. Strandasýsla Þar var Hermann Jónasson (F) kosinn með 631 atkv.; Pálmi Einarsson (B) hlaut 311. Á landlista AJþýðufl. 2. Kom- múnistafl. 4 og Sjálfstæðisfl. 4. Vestur-fsaf jarðarsýsla Þar var kosinn Ársgeir Ás- geirsson (A) með 490 atkv.; Gunnar Thoroddsen (S) hlaut 411 atkv., Jón Eyþórsson (F) 255. Landlisti Bændafl. hlaut 8 atkv., og landlisti Kommúnista- fl. 1. Dalasýsla Þar var kosinn Þorsteinn Briem (B) með 404; Hilmar Stefánsson (F) hlaut 322, Jón Sívertsen (U) hlaut 2 atkv.; landlisti Sjálfstæðisfl. 16. atkv. og landlisti kommúnista 1 atkv.. Snæfellsness- og Hnappadalssýsla Þar var Thor Thors (S) kos- inn með 752 atkv.; Þórir Stein- Þórsson (F) hlaut 433 atkv., Kr. Guðmundsson (A) hlaut 222 at- kv. og Eiríkur Albertsson (B) 65 atkv.; landlisti kommúnista hlaut 7 atkv.; auðir og ógildir 26. Austur-Skaftafellssýsla Þar var kosinn Þorbergur Þor- leifsson (F) með 337 atkv.; Brynleifur Tobíasson (B) hlaut 248 atkv., Eiríkur Helgason (A) 23 atkv.; landlisti Sjálfst.fl. hlaut 4 atkv. Barðast randarsýsla Þar var Bergur Jónsson (F) kosinn með 565 atkv.; Gísli Jónsson (S) hlaut 406 atkv., Sigurður Einarsson (A) 290. Halgr. Hallgrímsson (K) 62; landlisti Bændafl. hlaut 8 atkv. Reykjavík Kosningunni í Reykjavík var lokið laust ■ eftir miðnætti (22. júní) og höfðu þá greitt atkvæði alls 18,331 manns. Talning atkvæða hófst þegar að kosningu lokinni og stóð til kl. 7(4 um morguninn. Atkvæðin féllu þannig á flokk- ana, að meðtöldum landlista-at- kvæðum: Alþýðuflokkur ..........4,135 Bændaflokkur ..............59 Framsóknarflokkur ......1,047 Kommúnistaflokkur.......2,742 Sjálfstæðisflokkur ....10,138 NÚMER 41., Auðir seðlar voru 113 og ó- gildir 97. Kosningu hlutu að þessu sinni 4 menn af lista Sjálfstæðisfl., einn af lista Aþýðuflokksins og einn af lista Kommúnistaflokks- ins. Þessir hlutu kosningu: Magnús Jónsson (S) .....10,138 Jakob Möller (S) .........5,069 Héðinn Valdimarss. (A) .. .4,135 Pétur Halldórsson (S) ... 3,379^ Einar Olgeirsson (K) .....2,742 Sigurður Kristjánss. (S) 2,534i/2 Hafnarf jörður Þar urði^ úrslitin þau, að frambjóðandi Sjálfstæðisflokks- ins, Bjarni Snæbjörnsson var kosinn með 996 atkv., Emil Jóns- son (A) hlaut 935 atkv. Auðir og ógildir seðlar voru 29. fsafjörður Þar var Finnur Jónsson (A) kosinn með 754 atkv.; Bjarni Benediktsson (S) hlaut 576 atkv. Landlisti Kommúnistafl. hlaut 18 atkv. Framsóknarfl. 8 Bænda- fl, 5; auðir og ógildir seðlar voru 25. Akureyri Þar urðu úrslitin þau, að frambjóðandi Sjálfstæðisfl. Sig- urður E. Hlíðar, var kosinn með 913 atkv.; Steingr. Aðalsteins- son (K) hlaut 639 atkv.; Árni Jóhannsson (F) 528ogJón Bald- vinsson (A) 258. — Landlisti Bændafl. hlaut 4 atkv.; ógildir og auðir seðlar 27. Seyðisfjörður Þar urðu úrslitin þau, að Har- aldur Guðmundsson (A) var kos- inn með 288 atkv.; Guðm. Finn- bogason (S) hlaut 199 atkv.; landlisti kommúnista hlaut 10 atkv;. Framsóknarfl. 10 og Bændafl. 2; auðir og ógildir 9. Vestmannaeyjar Þar var frambjóðandi Sjálf- stæðisflokksins, Jóhann Þ. Jó- sefsson kosinn með 879 atkv.; ísleifur Högnason (K) hlaut 487, Páll Þorbjörnsson (A) 289 og Gugl. Br. Jónsson (U) 11. Á landlista Bændafl. féll 1 atkv. og Frams.fl. 40. Borgarfjarðarsýsla Þar var Pétur Ottesen (S) kosinn með 744 atkv. Sigurður Jónasson (F) hlaut 421 atkv., Guðjón B. Baldvinsson (A) 280, Ingólfur Gunnlaugsson (K) 8. Landlisti Bændafl. hlaut 40 atkv. Auðir og ógildir seðlar 17. Mýrasýsla Þar var Bjarni Ásgeirsson (F) kosinn með 516 atkv.; Þorst. Þorsteinsson (S) hlaut 412 atkv. Einar Magnússon (A) 21. Land- listi Bændafl. 15 og Kommún- istafl. 8; auðir og ógildir 13. Vest u r- H úna vatnssýsla Þar var Skúli Guðmundsson (F) kosinn með 435 atkv.; Hannes Jónsson (B) hlaut 364 atkv.; landilsti Sjálfst.fl. hlaut 14 atkv. og Alþ.fl. 1. Austur-Húnavatnssýsla Þar hlaut kosningu Jón Pálma- son (S) með 428 atkv.; Hannes Pálssön (F) hlaut 318, Jón Jóns- son (B) 261, Jón Sigurðsson (A) 94, Pétur Laxdal (K) 2 (bæði á landlista) ; auðir og ó- gildir 7. Rangárvallasýsla Þar hlutu kosningu Svein- björn Högnason (F) með 946 atkv. og Helgi Jónasson (F) með 934 atkv.,; Jón ólafsson (S) hlaut 895 og Pétur Magnússon (S) 891 atkv. Landlisti Alþýðu- fl. hlaut 3, Bændafl. 4 og Kom- múnistafl. 4; auðir og ógildir 12.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.