Heimskringla


Heimskringla - 14.07.1937, Qupperneq 3

Heimskringla - 14.07.1937, Qupperneq 3
HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA WINNIPEG, 14. JÚLf 1937 eindina, eins og fyrrum, sem ó- , deili eða smæsta öragnarhluta hvers frumefnis, er hún nú skoð-1 uð sem efniseining, er saman- stendur af enn smærri eindum (rafeindum og öreindum), og að hvert frumefni hafi sérstakt frumeindar byggingarlag, líkt og hver dýrategund hefir sína sérstöku líkamsbyggingar- frumlu. Álitið er, hvað bygg- ingarlagið snertir, að hver frum- eindin sé annari lík að þessu leyti: Fyrst, hver frumögn hefir kjarna; annað, kjari hverrar fumagnar er umkringdur af öðr- um samböndum; þriðja, hver hlutur hverrar frumagnar er svo náskyldur hver öðrum, að til samans mynda þeir eitt starf- andi frumagnarkerfi. Rafeindarkenningin grund- vallast á þeirri skoðun, að frum- eindin samanstandi af óendan- lega smáum ögnum, sem skipa sér niður á sérstakan hátt. Vér getum vitanlega ekki beinlíms skynjað hve smáar rafeindirnar eru, en vér getum rannsakað eðli þeirra og áhif; og vér getum skynjað slíka vélasamsetning sem frumeind, er samanstendur af rafeindum og öreindum í mis- munandi hlutföllum í hverju frumefni. Á slíkum skynjunum byggist efnafræði og eðlisfræði nútímans, og eru, sem sálar- þrekvirki,, engu torveldari fram- kvæmdar en skynjun alheimsins, víðátta hans og veraldamergð. Efnismagn i-afeindarinnar er einn átján hundruð fertugasti og sjötti partur af efnismagni vetnisfrumeindarinnar. Þeir sem óvanir eru að hugsa um svona óendanlega litlar smæðir fá næsta litla hugmynd um gildi þeirra. Til skilningsauka hafa vísindamenn því borið efnismagn rafeindarinnar saman við efnis- magn smápenings, sem allir hér kannast við — silfurpeninginn “dime” (einn tíunda úr ame- rískum dollar). Efnismagn hans er um hálft þriðja gramm. En efnismagn vetnisfrumeindar- innar, á sömu vog, er einn og sextíu og sex hundruðustu deilt með miljón. miljón, miljón, milj- ón, sem er talan tíu margfölduð með sjálfri sér tuttugu og fjór- um sinnum, og er því 1.66X10-24 grömm. Er efnismagn penings- ins því, með einfaldri reiknings- aðferð, hér um bil 3X10—27 eða þrjú þúsund miljón, miljón, miljón, miljón meira en efnis- magn rafeindarinnar. Efnismagn öreindarinnar er eitt þúsund átta hundruð fjöru- tíu og fimm sinnum meira en efnismagn rafeindarinnar. Hve mikinn þátt þær stall- systur, Lærdómsáætlun og Til- raun, hafa hvor um sig átt í vexti og framförum vísindanna læt eg ósagt. En það mun flest- um auðsýnilegt, að hvorug getur án aðstoðar hinnar verið; hvor- ug er einhlít. Þó tilraunin sé ekki alblind, þá er hún mjög nær- sýn — sér aldrei lengra en nef hennar nær. Án aðstoðar glögg- skygnar lærdómsáætlunar, sem sér torfærur og hindranir afar- langt frá sér og sannleikann í hillingum, stæði reynslan ávalt :í sömu sporum. Aftur á hinn bóginn, kæmist lærdómsáætlun- in skamt á leið væri hún ekki borin á herðum sterkrar en nær- sýnnar tilraunar; án þeirrar að- stoðar gæti hún ekki aðgreint, í þeim fjarska sem hún sér hlut- ina, tálmynd frá virkileika. Ámi S. Mýrdal —Point Roberts, Wash. 4. júlí 1937. Tony Dimo kafari gerði um daginn verkfall, og það er líklega fyrsta verkfallið, sem gert hefir verið niðri í vatni. Hann átti að gera við leiðsl- urnar niðri í Lake Superior, en þegar hann var kominn niður á botn símaði hann upp og sagðist ekkert vinna og ekki koma upp fyr en sér yrði lofað launahækk- un. EF TIL STYRJALDAR KÆMI NÚ— segir Dan Rogers, fréttaritar j United Press, í einni af mörgum greinum, sem U. P.. hefir sent fréttastamböndum sínum um höfuðmenn álfunnar á sviði hernaðar og landvarna — yrði yfirstjóm landvama Breta í höndum þriggja manna, sem hafa samtals verið í herþjónustu 138 ár. Georg konungur VI. er að vísu æðsti maður landhers, flota og flughers, og ríkisstjóm með forsætisráðherrann í broddi fylkinga. tæki. ákvarðanir um stefnur og fengi ótal vandamál til meðferðar og úrlausnar, en stjórn landhers, flugliðs og sjó- liðs í baráttunni við óvinaliðið, yrði í höndum þeirra manna, sem hér verður frá sagt, af Dan Rogers.----- Sir Alfred Ernle Montacute Chatfield var skipaður aðmíráll yfir breska flotanum árið 1935. Hann hefir því það starf með höndum sem Jellicoe hafði á heimsstyrjaldar- árunum og síðar Beatty. Chatfield gerðist sjóliði, er hann var aðeins 13 ára. Hann er af gamalli sjóliðsmannaætt og var faðir hans aðmíráll. Chat- field vakti þegar eftirtekt á sér. er hann var sjóliðsforingjaefni, og var fremstur í flokki sínum. Hann hefir verið starfandi í brezka sjóliðinu í hálfa öld og er nú 63 ára að aldri. Hann var um tíma forstöðumaður skyttuskóla flotans og varð herskipaforingi 1909. Hann hafði yfirstjórn með höndum á herskipinu Med- ina, sem flutti Georg V. og Mary drotningu til Indlands, er Georg konungur var krýndur keisari Indlands. Hlaut Chatfield þá titilinn “Commander of the Royal Victorian Order” og síðar, fyrir störf sín í heimsstyrjöld- inni 1914—1918 titilinn “Com- mander of the Bath” og ýms önnur heiðursmerki, m. a. fyrir þátttöku sína í orustunni við Jótlandsskaga. Árið 1919 var hann aðlaður. Chatfield var “flagg-skip- stjóri” Beatty aðmíráls öll heimsstyrjaldarárin, á herskip- unum Lion og Queen Eli^abeth, og tók þátt í sjóorustunni við Helgoland, Dogger Bank-sjóor- ustunni og sjóorustunni við Jót- landsskaga. Chatfield aðmíráll er þeirrar skoðunar, að Bretum sé brýn nauðsyn að hafa sem öflugastan flotá og það er hans' bjargföst sannfæring, að í öllum stórorust- um sé mest undir stóru orustu- skipunum komið, en ýmsir hafa haldi því fram, að dagar stóru orustuskipanna væri taldir, og leggja bæri höfuðáherzlu á smíði lítilla herskipa. Chatfield skilur gerla hver gagnsemi er að þeim, en sagði eitt sinn, að “Ford- skip” væri gagnslaus eins í stór- orustum, en, undir beitiskipum og bryndrekum væri oft komið hver skjöldinn bæri að lokum í styrjöldunum og færði þjóð sinni sigur. Chatfield aðmírál er þannig lýst, að hann sé maður skarpleg- ur á svip, með hátt hvelft enni og fagureygður. Allur ber svip- urinn þreki og viljafestu vitni. Chatfield er maður rólyndur og er illa við alt lof. íþróttir stund- ar hann ekki, nema golf. Hann er maður kvæntur og á einn son og tvær dætur. Sir Cyril John DeveriII . mundi, ef til styrjaldar kæmi,1 gegna því starfi, sem French hafði með höndum í heimsstyrj- öldinni og síðar Sir Douglas Haig. Deverill marskálkur er forseti herforingjaráðs Breta- véldis og hefir gegnt því starfi frá því í fyrra snemma árs. — Hann er nú 62. ára að aldri og hefir verið í hernum síðan er hann var á unglings aldri. Hann hefir hlotið fjölda titla og heið- ursmerkja fyrir ströf sín í hern- um. Á heimsstyrjaldarárunum gegndi hann herforingjastöfum í Frakklandi og eftir vopnahléð var hann yfirmaður norðurhers brezka setuliðsins í Þýzkalandi. Sjö sinnum var hans minst sér- staklega í heiðurs skyni í opin- berum tilkynningum heims- styrjaldarárin. Deverill gegndi um mörg ár herforingjastöðu í Indlandi og var yfirmaður Ind- landshers 1930—31. Deverill er mikill maður vexti og sterklegur og er annálaður fyrir hversu skjótur hann er að taka ákvarð- anir, þegar mikið liggur við. — Hann er kvæntur og á tvö börn, son og dóttur. Sir Edward Leonard EUington flugmarskálkur er yfirmaður breska flughersins. Hann er 59 ára að aldri og ókvæntur. Ell- ington er sagður maður fulggáf- aður og hefir getið sér hið besta orð sem flugmaður og flpgliðs- stjórnandi. Hann var í land- hernum framan af og lærði að fljúga árið 1912 og Royal Aero Club skírteini hans er númur 305. Hann fór til Frakklands þegar í ágústmánuði 1914 og var þrívegis minst í heiðursskyni í opinberum tilkynningum. Hann starfaði lengi í hermálaráðu- neytinu og hefir haft með hönd- um yfirstjórn brezka flugliðsins í Egyptalandi, Indlandi og Iraq o .s. frv. 1929 varð hann fulg- marskálkur og yfirmaður breska flughersins og yfir-marskálkur í janúar 1933.—Vísir. MENNING AUSTURLANDA Austrænir þjóðflokkar hafa jafnan gefið líkamlegri menning lítinn gaum. Um þá siðmenn- ingu, sem í aðalatriðum er mið- uð við tímanlega vellíðan, láta þeir Vesturlandabúa eina um. Á Vesturlöndum úir og grúir alt í læknum, sem leika listir sín- ar á líkama fólks, — en í Asíu morar alt í sálarlæknum, sem gefa sig eingöngu að andlegum lækningum. f meðvitund Austurlandabúa er Buddha hinn mikli meistari, er með sjálfstamningu sinni dreg- ur úr áhrifum tilfinningalífsins og þokar mönnum með því nær hinu eftirsótta óminni, eða al- gleymisástandi — inn á það svið meðvitundarlífsins, þar sem þrautir og þjáningar, nautn og sæla eru óþekt fyrirbrigði. Þegar betur er aðgætt eru Asíumenn á ýmsa lund miklu frjálslyndari í trúarskoðunum sínum en við, sem í vestrinu bú- um, og trúum. í Kína er það t. d. algengt, að í hofunum séu helgimyndir af Krist, Muhamed, Buddha, og fleiir trúarbragða- höfundum. Og Kínverjar færa öllum þessum guðum fórnir, af því það er skoðun þeirra, að allir þessir menn hafi unnið menn- ingu allra þjóða mikið gagn. — Hið sama á sér stað um Japani, Malay-búa, og marga aðra þjóð- flokka þar eystra. Indverjar eru aftur á móti töluvert íhaldssamir í trúarskoð- unnm sínum, því þar hefir Mu- hameds-trúin ná(5 svo mikilli út- breiðslu og tekið þjóðina alla svo föstum tökum — en eins og kunnugt er, þá er Múhameds- trúin allra trúarbragða ein- strengingslegust. Muhameds- trúar menn halda því beinlínis til streitu að allir aðrir en þeir séu villutrúarmenn, sem eigi að útrýma af jörðinni með blóði og brandi. Evrópumenn, sem koma í fyrsta sinn til Japan, undrast það mjög, að Japanir, sem kosta kapps um að afla sér, og inn- leiða heima fyrir, vestræna menningu, skuli enn vera “ása- trúarmenn”, eða skurðgoðadýrk- endur. En sé þetta athugað bet- ur niður í kjölinn, þá er guðstrú Japana öllu fremur trúin á for- feðurna og sálir hinna framliðnu en tilbeiðslu guðanna sjálfra. Sannfæringin um “lífið eftir dauðann” er þar miklu rótgrón- ari skoðun en í Vesturlöndum, og þessi feðratilbeiðsla er til ó- metanlegs gagns fyrir innbyrðis samheldni og alt þjóðlíf Japana. f hinu stórglæsilega Shinto- hofi í Osaka hanga í lofthvelf- ingum þess 122 ljósker til minn- ingar um þá 122 keisara, sem talið er, að setið hafi á veldisstóli í Japan. Og í allar þær aldir, sem logað hefir á þessum ljós- kerum er talið fullsannað, að aldrei hafi sloknað á neinu þess- ara ljósa. Enda er þolinmæði og þrautseigja Austurlandabú- ans yfirnáttúrlegt fyrirbrigði á mælikvarða okkar Evrópu- manna, — og ljóskera keisarans mun framvegis verða vandlega gætt um margar ókomnar aldir. En þó þessi sálnagæsla í Aust • urlöndum gangi fyrir er þó síð- ur en svo, að læknavísindunum sé þar enginn gaumur gefinn. í lyflæknisfræði standa Austur- landabúar okkar skör framar. Þeir hafa öldum saman kunnað að búa til lyf, sem við höfum ekki þekt fyr en á allra síðustu árum. Fyrir nokkrum áratug- um hefðum við ekki hikað við að segja, að áhrif hinna aust- rænu lyfja væru hreinustu galdr- ar. En nú þekkjum við þau sjálf af eigin reynd. f klaustrum Buddha-trúar manna hafa austræn læknavís- indi átt flesta sína færustu menn. Radium og áhrif þess hafa Autsurlandabúar þekt um þús- undir ára — og tígrisdýrsklóin, tákn hinnar buddhisku bannfær- ingar, er í eðli sínu ekkert annað en tígrisdýrskló, eða heil loppa, sem útgeislunarefni, blandið rad- íum, hefir verið komið fyrir í. Þessari eitruðu kló læða svo prestarnir að næturþeli og koma fyrir yfir fleti “hins ölvaða manns”, þannig, að útgeislunin fellur á brjóst hans og veikir með því alla starfsemi líffær- anna. Af þessu kemur rauði J bletturinn á brjóstið — en það er tákn eilífrar útskúfunar. Hinir fjölmörgu örkumla munkar Buddha-klaustranna, sem eru með visna og skrælnaða fingur, hendur og handleggi, bera þess ljósan vott, að innan klaustursveggjanna eru þessi út- geislunarefni höfð mikið um hönd. Þessara einkenna er þeg- ar farið að gæta á vestrænum læknum, sem fengist hafa við radium. í japanskri lyfjabúð eru krús- irnar færri en í evrópiskum lyfjabúðum. En innihald hinna austurlenzku lyfjakrúsa er þeim mun sterkara og áhrifameira en en þau lyf, sem við eigum að venjast. Hin rómuðu “patent”-meðul Englendinga, sem lækna jafnt líkþorn, magaveiki og krabba- mein, svipar nokkuð til austur- lenzkra lyfja — en austurlenzk lækningalyf eru mest megnis hægðameðul, sett saman úr deyf- andi og kvalastillandi efnum. Eins og mönnum er hulinn uppruni mannlegra dygða og sið- gæða þessa synduga heims, vita þeir líka fátt eitt um uppruna sjúkdóma sinna — og sennilega eru flestir þeirra ímyndun ein. Til að vinna bug á slíkum, í- mynduðum kvillum gera “pat- ent”-meðulin alla jafna mest gagn og það eru þau sem mesta aðdáun hljóta. Auglýsingar slíkra meðala annast neytend- urnir sjálfir, framleiðendunuro að kostnaðarlausu. Þó margar kínverskar og jap- anskar konur fái nú mentað upp- eldi, þá trúa þær eigi að síður á seiðmagn lyfjanna og að fyrir tilverknað þeirra fæði þær hrausta mannvænlega syni, svo þær haldi ástum manna sinna. Eru því lífsveigar og ástamjöður þar stöðugt í miklu áliti meðal kvenþ j óðarinnar. Hið andlega viðhorf austurs- ins er okkur mjög fjarlægt. Þó Evrópumaður umgangist kín- verska eða japanska stúlku ár- um saman getur hann aldrei krufið til mergjar þetta órann- sakanlega hyldýpi, /bem augu hennar búa yfir. f okkar með- vitund eru augu þeirra kvenna eins og óendanleg veröld tilfinn- inga og djúpsæi, sem hlaðist hafa þar á einn stað kynslóð fram af kynslóð, öld eftir öld, ef til vill um miljónir ára aftur í tímann. Og að ætla að sannfæra Aust- urlandabúann um gildi nýrrar trúarstefnu er eins og að stang- ast við stuðlaberg! Hann tekur þó ekki illa í neitt, og afneitar engu. Heldur segir hann, ósköp hæversklega: Þetta er fögur kenning, ljómandi falleg trú, sem eg gæti vel aðhylst. En fyndist yður hin nýja trú þess virði, að eg ætti að varpa frá mér trúai- vissu minni á gildi hinnar gömlu- þjóðgrónu trúar. Hverju á að svara slíkri spurn- ingu? Að áliti kristins manns er austræn sálna- og skurðgoða- dýrkun ekkert annað en villutrú. En Austurlandabúinn setur sína “villu”Jtr<ú ofar öllum öðrum trúarskoðunum, enda þótt hann viðurkenni fúslega ágæti annara trúarbragða. Lífsskoðanir þess- ara tveggja manna eru svo ólík- ar — að þeir eiga enga samleið. Eða eins og Kipling orðar það: Austíið er í austur og vestrið í vestur, og austrið og vestrið mætast hvergi.—Lesb. Mbl. Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Blrgðlr: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrlfstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA Þjónustumenn páfa öfluðu sér einu sinni mikils fjár á þann hátt að selja fólki gömul föt af páfa. Dag nokkurn kom tigin kona frá Frakklandi í heimsókn til Píusar IX., kastaði sér fyrir fæt- ur hans og lét með mörgum fögr- um orðum í ljóg þaklæti sitt yfir því, að það væri honum að þakka, að henni hefði batnað slæm gigt. — Nú, hvernig víkur því við? spurði páfi. — Jú, sagði konan. Eg náði í sokk, sem yðar hátign hefir átt. Eg fór í sokkinn á gigtveika fót- inn og batnaði strax. —Kona góð, sagði páfinn og gat ekki varist brosi. Þér hafið vissulega verið heppin. Yður hefir batnað af því að vera í einum sokk. En eg, sem geng altaf í tvennum sokkum, hefi ekki getað losnað við mína gigt. INNKOLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: Amaranth............................J. B. Halldórsson Antler, Sask.........................k. J. Abrahamson •frnes............................Sumarliði J. Kárdal Árborg...............................q.. o. Einarsson Baldur.................................Sigtr. Sigvaldason Beckville.......................................Björn Þórðarson Belmont.................................... j oieson Bredenbury.............................H. O. Loptsson Brown.............................. Thorst. J. Gíslason Churchbndge.........................Magnús Hinriksson Cypress River.......................... Pán Anderson ..................................S. S. Anderson Ebor Station, Man....................k. J. Abrahamson ®^ros................................. S. S. Anderson Elriksdale.............................ólafur Hallsson Foam Lake...............................John Janusson Gimli................................... K. Kjernested Geysir...............................................Tím. Böðvarsson Glenboro.................................q. J. Oleson Hayland..............................sig. B. Helgason Hecla...............................Jóhann K. Johnson Hnausa................................Gestur S. Vídal H9ve.................................Andrés Skagfeld Húsavík................................John Kernested Innisfail..........................Hannes J. Húnfjörð Kandahar...............................s. S. Anderaon Keewatin............................................Sigm. Björnsson Kristnes................................Rósm. Árnason Langruth.................................b. Eyjólfsson Reslie..............................................Th. Guðmundsson Lundar........................Sig. Jónsson, D. J. Líndal Markerville........................Hannes J. Húnfjörð Mozart.................................s. S. Anderson Oak Point.............................Andrés Skagfeld Oakview.............................Sigurður Sigfússon Otto.............................................Björn Hördal Piney...................................S. S. Anderson Red Deer...........................Hannes J. Húnf jörð Reykjavík.................................Árni Pálsson Riverton.........................................Björn Hjörleifsson Selkirk............................... G. M. Jóhansson Sinclair, Man.......................K. J. Abrahamson Steep Rock.......................................Fred Snædal Stony Hill.......................................Björn Hördal Swan River...........................Halldór Egilsson Tantallon.........................................Guðm. ólafsson Thornhill..........................Thorst. J. Gíslason Víðir............................................,...Aug. Einarsson Vancouver..............................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis.....................................Ingi Anderson Winnipeg Beach.....................................John Kernested Wynyard.................................S. S. Anderson I BANDARIKJUNUM: Akra..................................Jón K. Einarsson Bantry...................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash.................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson Cavalier..............................Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg...................................Jacob Hall Garðar.................................S. M. Breiðfjörð Grafton.................................Mrs. E. Eastman Hallson...............................Jón K. Einarsson Hensel............................ „..J. K. Einarsson Ivanhoe............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton..................................F. G. Vatnsdal Minneota...........................Miss C. V. Dalmann Mountain..............................Th. Thorfinnsson National City, Calif.^....John S. Laxdal, 736 E 24th SL Point Roberts..........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold................................Jón K. Einarsson Upham.................................E. J. BreiðfJörO The Viking Press Limited Winnipeg; Manitoba

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.