Heimskringla - 22.09.1937, Page 6

Heimskringla - 22.09.1937, Page 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 22. SEPT. 1937 | TIL SIGURHÆÐA Hann athugaði hana vandlega, eins og hann vildi vita vissu sína, sneri sér svo við setti frá sér flöskuna og segir af létta: “Þá er það ráðið! Haltu áfram Kelly! Drektu! — Kærðu þig ekki um mig! Brennivín orkar ekki á mig!” Sylvíu varð mikið um, hún titraði frá hvirfli til ilja, vissi að hún hafði unnið sigur og bjargað honum frá böli freistingarinnar, um stundar sakir að minsta kosti. En innra með henni bjó nokkuð 'sem hafnaði sigrinum. — Nauður hafði rekið hana til að gera þetta og jafnframt fann hún, að hún hafði beitt vopni sem ráða myndi niðurlögum þeirra beggja. Hún vissi varla hvað gerðist þangað til Burke kom aftur. Hún heyrði sem í draumi að Kelly skrafaði um gimsteininn í Brennerstadt og að Guy spurði hann spurninga með áhuga, sem henni fanst undarlegur. Sjálf beið hún þess að Burke kæmi aftur, kveið fyrir komu hans, þráði hana samt að vissu leyti, því að henni fanst hún þurfa hans með, þó undarlegt væri. Nú langaði hana til, í fyrsta sinn, að styðjast við krafta hans. En þegar hann loksins kom, varð henni það helzt að óttast hann og fanst hún ekki geta litið upp á hann. Henni varð léttir að því, að hann hugsaði fyrst fyrir Guy. Hann hafði sótt Joe að láta á lampana og hélt á einum logandi, þegar hann kom inn, setti hann á borðið og segir: “Komdu nú, eg skal hjálpa þér í rúmið.” Guy hallaðist fram á handleggina á borð- inu, leit á hann hlægjandi og segir: “Ó svei! Mér líður vel! Sérðu ekki að mér líður vel? Ja, te verð eg að fá fyrst, að minsta kosti. Mér var lofað tedrykk.” “Eg skal færa þér te í rúmið,” sagði Burke En Guy var ekki til með það. “Nei, karl minn, eg verð að vera dálítið lengur á fótum. Eg skal vera reglulega góður. Mig vantar að heyra allar fréttirnar hjá Kelly. Eg held eg megi til að verða honum samferða til Brenner- stadt og sýna þeim hvernig á að slarka. Mig langar til að reyna lukkuna á þessum gimsteini. Maður veit aldrei hepni sína þegar fjandinn er hans megin.’ “Eg veit hvernig þinni heppni er varið,” sagði Burke þurlega. “Getur varla aumari verið. Þú hefir ofreynt hana alla þína æfi.” Við þessru hló Guy gríðarlega, hann var í hamslausu skapi. En hláturinn fór alt í einu af honum við harðan þurrahósta, hann ýtti sæti sínu frá borðinu og fór í kút, það hóstakast stóð lengi, hvenær sem hann réttist upp kom ný hóstahviða, hann engdist sundur og saman og varð loks svo máttlaus að hann var feginn að halla sér upp að Burke og láta hann halda sér unz kastið var afstaðið. Eftir það studdu þeir Kelly hann á milli sín og lögðu hann upp í rúm, síðan gaf Burke honum brennivín í inntöku, það sýndist ekki verða hjá því komist, tók svo Sylvíu út með sér, þegar Guy bað þess í hálfum hljóðum, að hann væri látinn einn. “Eg vitja hans seinna og hjálpa honum til að afklæðast. Honum er einveran fult eins hentug að svo stöddu,” sagði hann. Hvað kom fyrir?” spurði Sylva. “Segðu mér hvað kom fyrir!” Hún hafði varla viðþol fyrir forvitni, fanst hún mega til að spyrja. Burke ’leit við henni, þótti víst áfergja hennar óvenjuleg, en ekki hafði hann orð á því heldur tók til að segja henni sem var, stuttlega og greinilega. “Við fórum til Vreibooms, áttum heita aðbúð, eldurinn orðinn magnaður. Hefð- um ekki ráðið við fiann, ef veðrinu hefði ekki slotað, og þá hefði hann náð hingað að öllum líkindum. Að ekki varð verra af, eigum við Guy að þakka?” “Guy?” sagði Sylvía fljótlega. “Já, hann hamaðist eins og negri — meir en það. Dugði alla vega sem bezt. Hann gerði kraftaverk . . . kraftaverk.” “Þetta sagði eg alténd, að það væri manns- mót að piltinum,” sagði Kelly. “Þú ert viss með að gera mann úr honum, Burke. Þú verður að minsta kosti að reyna hvað þú getur eftir þetta.” Burke þagði við þessu, hafði augun á Sylvíu, þau voru rauð og blóði stokkin, tillitið samt stöðugt. Eftir litla stund leit Sylvía á hann og segir með óstyrku brosi: “Svo Guy er hetja? Eg er fegin því.” “Við skulum súpa hans heillaskál!” sagði Kelly. “Burke, heltu á! Mrs. Ranger!” “Nei — nei” sagði Sylvía. “Eg ætla að sækja tepottinn.” Samt stóð hún við hjá Burke, eins og hún réði ekki við sig og spyr: “Hvað gerði hann meira? Þú hefir ekki sagt okkur frá öllu?” “Ekki alveg/’ svaraði Burke og enn rendi hann á hana rannsakandi augum. “Viltu ekki segja mér frá því?” innti hún. “Jú, eg skal segja þér það, ef þig langar endilega til að vita það. Hann bjargaði mér.” Þá glumdi í Kelly, rétt eins og hann væri að kalla á hunda í veiðiför. Sylvía fölnaði í framan, segir loksins: “Hvernig þá?” Hann svaraði eins og hann væri að tala við hana eina: “Meðan við vorum að bera út úr einum gamla kofanum hans Vreiboom, læsti eldurinn sig í hann,- rótin hrapaði og eg komst ekki út. Kieff var þar og lét sig engu skifta, sem vonlegt var, Piet ekki heldur. Guy hjálpaði mér út.” Hún gaf hljóð af sér eins og hún sypi hvelj- ur. Hún gat ekki komið upp orði, því að það sem bjó innra með henni, falið og fjötrað, virt- ist læsa sig .í hjarta hennar og banna henni að draga andann. Ef Burke hefði dáið — ef Burke hefði dáið! Hún sneri sér snögt undan sjónum hans, svo hann skyldi ekki sjá — og skilja. Hún gat ekki — hún þorði ekki að sýna honum sál sína þá. Endurminningin um koss hans, þann eina, eldsnarpa koss, sem hafði opnað augu hennar, aftraði henni. Hún gekk burt þegj- andi. Ef Burke hefði dáið! VII. Kapítuli. Netið. • Það kom ekki oft fyrir að Sylvía yrði and- vaka, en þessa nótt var hugur hennar í uppnámi svo að hún náði ekki að hvílast. Óminn af við- tali Burkes og Keilys lagði til hennar frá næstu stofu, æði lengi, hún lagði við hlustirnar, en síð- an tóku þankarnir að óróast. Mesta hugruan hafði hún af Guy, úr því Kieff var kominn í sveitina, því að henni stóð ofboð af þeim manni, fanst þeim öllum stafa háski af þeim manni, átti vísa von á bölvun frá honum, þóttist þó afl- vana til að bægja ógæfunni frá þeim. Hann var óvinur þeirra allra, Guys umfram alt, og hún hræddist hann. Henni fanst hún hafa kvöð til að berjast við hann um sál Guys, fyr eða síðar, við þá tilhugsun varð hún hugsjúk af kvíða. Því að eina vopnið sem hún hafði til, því þorði hún ekki að beita. Nóttin leið, hún hélt hún ætlaði aldrei að taka enda. Og þegar hún loksins blundaði, tóku draumarnir að ásækja hana, vondir draum- ar. Burke í hættu! Burke lokaður inni í brennandi kofa! Kieff hinn miskunnarlausi átti ráð á lífi Burkes! Hún hrökk upp af þessum svefnraunum | áður en dagur rarin, fór fram úr og út á svalir að losna við kvalir svefnóranna og sá á stjörnurnar blika á dimmbláu hveli. Þá var kyrt og kalt og auðnarlegt. Gestaskálinn þar sem Kelly svaf, var lokaður. Hún þráði að fara ein út á slétt- una, þóttist eiga vísa svölun af þeirri einangrun og af því, að sjá á sólar upprás af brúnum ein- búans síns. Hún sneri inn að sækja yfirhöfn, brá þá við að sjá manneskju koma fyrir húshomið, hélt Burke vera þar kominn og þá hló henni hjarta í brjósti, en þegar manneskjan kom nær þekti hún að það var Guy. Hann var að læðast og sagði í hálfum hljóðum: • “Halló! Geturðu ekki sofið ?” Hún rétti honum hendina. “Guy! Þú ættir að vera í rúminu!” Hann gretti sig, beygði sig og brá hendi hennar að vörunum. “Eg gat ekki sofið heldur. Eg hefi kvalist af þorsta alla nóttina. Hvað hefir haldið vöku fyrir þér? Segðu nú eins og er.” Hann horfði á hana hlægjandi sjónum, hún fann að hann leitaðist við að draga hana að sér. Á þeirri stundu heillaði hana dulinn kraftur, sem stafaði frá honum og erfitt var í móti að standa. Gamlar minningar vöknuðu skyndi- lega, heillandi, hrífandi, er hann snart hana. í fimm ár hafði hún með fullri einlægni haldið sig hans heitmey. Gátu þau bönd brostið á fáum mánuðum ? Samt stóð hún móti honum og sneri and- litinu frá honum og sagði skjálfrödduð: “Það get eg ekki sagt þér. Eg hafði heilmikið um að hugsa. Guy — hvað er Kieff að gera hjá Piet Vreiboom?” Guy fitjaði upp á. “Það má drottinn vita. Hann er þar að sínu gamni, ekki mínu.” “Þú vissir ekki að hann var þar,” sagði hún og leit á hann. Hann varð enn grettnari. “Jú, eg vissi af því. Vitanlega vissi eg af því. Af hverju spyrðu ?” Hún dapraðist við. “Mér er ekki um þann mann. Eg veit hann er gáfaður. Eg veit hann bjargaði lífi þínu. En mér var aldrei um hann. Eg — er hrædd við hann.” “Máske þér hefði líkað betur ef hann hefði ekki bjargað mér?” innti Guy hálfglottandi. “Það hefði gert alla hluti hægari viðfangs, er ekki svo ?” “Talaðu ekki svona!” sagði hún og kipti að sér hendinni. “Þú veizt hvað það tekur á mig að heyra þig segja annað eins.” “Af hverju ætti það að gera þér nokkuð til né frá ?” sagði Guy og raulaði stef sem hann hafði oft haft yfir í gamni: Náði okkur ást í glitni að geyma getur hún horfið? Megum við gleyma? Henni brá við, lá við að klökna, tók sig á, leit á hann og segir stöðug og alvarleg: “Guy, við erum vinir, þú og eg, er ekki svo? Við gætum aldrei annað verið.” “Á, getum við ekki?’ ’sagði Guy. “Nei” segir hún einbeitt. “Við skulum muna það. Við skulum byggja á þeirri undir- stöðu, ef þú vilt.” Hann leit við henni gletnislega. “Það er völt undirstaða. Sama samt, við skulum reyna. Það er að segja, við skulum láta sem við reyn- um, ef þér svo líkar. Hver veit nema okkur takist það bærilega.” “Svona máttu ekki tala!” sagði hún. “Vertu maður, Guy! Eg veit þér getur farið mannlega, því í gærdag. . .” “í gærdag ? Hvað gerðist í gærdag ?” sagði Guy. “Gærdögum gleymi eg altaf.’ “Það held eg sé satt,” sagði hún. “Þú drýgðir dáð í gær. Þú bjargaðir Burke.” ' Guy hló við lágt. “0 það! Mín kæra stúlka, gerðu mig ekki að dýrlingi útaf því. Eg gerði það af því ótætin ætluðu honum að brenna, af því og engu öðru.” Hana hrylti við. “Það er ekki satt og þú veizt það sjálfur. Þú lætur bara eins og þú sért kaldlyndur. Þú gerir þér það upp, því að þú ert þýður í þér. Burke veit það eins vel og eg.” “0 svei Burke!” sagði hann liðlega. “Hann er svo sem ekki upphaf vizkunnar. Mig furðar hvað þú hefðir sagt, ef eg hefði komið einn aftur.” Hún krepti hnefana til að ráða vil hrollinn. “Eg get ekki talað um það, get ekki einu sinni hugsað til þess. Þú veizt ekki — getur aldrei gert þér í hugarlund, hvað Burke hefir reynst mér vel.” “Jú, eg veit það,” svaraði Guy. “En flestir karlmenn hefðu tekið þann kost fegins hendi. Þú tekur öllu þessu of alvarlega. Hann lagði ekki neitt í sölurnar fyrir það. Þú skuldar honum ekki neitt. Hann hefði ekki gert það ef hann hefði ekki fengið hug til þín. Og hann gerði það ekki ófyrirsynju heldur. Hann er ekki svo mikill góðgerðamaður.” Nú var svo komið, að þetta móðgaði hana og meiddi, svo að hún stóðst það ekki. Augu hennar skutu gneistum af reiði. “Viltu að mér verði illa við þig?” spurði hún. Þá rétti hann henni hendina og segir: “Mig tekur það ósköp sárt, góða. En það er þér fyrir beztu. Eg vil að sú sjáir lífið eins og það er, ekki eins og blessuð sálin í þér, elskuleg og lítil, heldur að það sé. Þú ert altaf svo voðalega alvarleg. Það er lífið ekki, skaltu vita. Það er sannarlega alt annað. Það er ekkert annað en bjánalegur og heldur dónalegur skrípaleikur.” Hún lét hann halda í hönd sína, því hún gat ekki mótstaðið honum, en alt um það lét hún ekki á sér finna að hún gæfist upp. “Ó hvað eg vildi að þú tækir því með meiri alvöru!” sagði hún. “Jæja, gerirðu það? En til hvers væri það? Hverjum mundi það verða að gagni? Ekki sjálfum mér, mér væri það þvert um geð. Þér ekki heldur, þú ert langtum dygðugri en svo, að þú vildir sinna mér.” “Ó Guy! Er það aldrei nokkurs virði að hafa rétt við í leik?” Hann herti á handtakinu og svaraði skjótt: “Gáðu að! Setjum að eg verði eins og þú óskar — setjum að eg tæki mig á, léki leikinn eftir settum reglum og beitti hnúum og hnefum til að hanga í lestinni, eins og annað veraldar fólk, og setjum að mér tækist að ná í ábatann — mundi þér þykja vænt um mig?” “Eg var ekki að tala um hepni,” sagði hún. “Það er ekkert svar,” Hann sveiflaði hend- inni á henni til og frá, órór og ákafur. “Setjum að þú værir ógift — já, þú verður að hugsa svo eylitla stund — og setjum svo að eg komi til þín með báðar hendur fullar og byði þér sjálfan mig og alt sem eg ætti til — mundirðu þá senda mig erindislausan mína leið? Heldurðu að þú gerðir svo? Heldurðu?” Hann frýði fast á með fránum augum, tón og fasi rétt álíka og hann hafði gert fyrir langa löngu, þegar hún gaf honum sitt meyjar hjarta ljúf og eftirlát, fegin og sæl. Nú var hvorki blíðu né eftirlæti á henni að sjá, samt gat hún ekki verið harðbrjósta og vísað honum á bug. Hann sótti svo einlæglega á og svo átakanlega. Á endanum svaraði hún þannig: “Eg get ekki hugsað mér þetta, Guy. Eg er bara að biðja þig, biðja þig fyrir alla muni að reyna til að vanda ráð þitt. Það er mikils virði, trúðu mér. Þú skalt sanna að það er mikils virði.” “Svo kann að vera — ef þú gerir það mikils virði,” sagði hann. “Án þín----” Hún hristi höfuðið. “Nei — nei! Annars vegna og betra. Við verðum að gegna skyldum okkar. Við megum til. Það er eina leiðin til sælu. Það veit eg fyrir víst.” “Hefir þér reynst svo?” innti hann. “Ertu sæl ?” Hún hikaði, það notaði hann sér strax og herti á. “Þú ert ekki! Kannastu við að þú ert vansæl! Heldurðu að þú getir blekt mig, þó þú blekkir kannske sjálfa þig! Við höfum þekst of lengi til þess. Þú ert ekki sæl, Sylvía. Þú ert hrædd við lífið eins og það er — smeyk við lífið eins og það gæti verið. Þú hefir ekki hug til að taka forlög þín í hendur þér og ryðja sjálfri þér þá braut sem þér líkar. Þú ert þræll atvik- anna og skortir áræði til að slíta þig lausa.” — Hann lét sem hann vildi sleppa henni og þar næst lagði hann hönd hennar skyndilega og ó- vænt, á andlit sitt. “Sama samt — mín ertu, mín, mín!” sagði hann ákafur. “Mín varstu frá i upphafi og ekkert annað vegur neitt á móti því, ekkert annað getur nokkurntíma vegið upp á móti því. Eg vildi hafa látið lífið til að ganga úr vegi fyrir þér. Eg reyndi til að deyja. Þú heimtir mig aftur af dauðanum. Og nú, sama hvað þú segir, alveg sama hvað þú segir, á eg þig! Eg sá það í augum þínum í gærkveldi, og eg býð byrginn öllum lögum, sem mennirnir hafa nokkurntíma sett, mana þau til að taka þig frá mér. Eg býð byrginn því sem þú kallar skyldu. Þú elskar mig! þú hefir altaf elskað mig! Neitaðu því ef þú getur!” Þetta var sviplegt og fast að því ómótstæði- legt, hefði ef til vill ráðið öllu við hana í annan tíma, en sterkara afl réði innra með henni og því lét hún ekki á sig ganga, heldur kipti að sér hendinni og segir: “Ekki þetta, Guy. Mér þykir vænt um þig. Já, eg elska þig. En aðeins sem vin. Þú — þú skilur mig ekki. Hvernig ætti það að vera? Eg hefi breyzt svo mikið síðan við þektumst. Eg var stúlkubarn í þá daga, þegar — þegar við lékum okkur að ástinni.” Hér kom gráturinn upp í kverkarnar en hún bældi hann niður. “Það er liðið hjá alt saman. Nú er eg vaxin upp, orðinn fulltíða kvenmaður. Augu mín hafa opnast — og — og — glitið er alt horfið!” Honum brá við eins og honum hefði verið greitt högg, jafnsnart tók hann sig á og hló gálauslega. “Svona lætur þú. En ástin breyt- ist ekki — ekki svoleiðis. Ástin gerir annað- hvort, fer sína leið eða er kyr — fyrir fult og alt. Það ert þú, sem skilur ekki sjálfa þig. Þú kant að snúa baki við sannleikanum, en breytt honum geturðu ekki. Þeir sem einu sinni hafa elskast — elskast eins og þú og eg — þeim er vináttan ekki nóg. Það er, hvort sem þér líkar eða líkar ekki, það ómögulegt. En—”. Hann stóð litla stund þegjandi, sneri frá og segir: “Vertu sæl!” “Þú ert að fara?” spurði hún. Hann sneri við aftur, óráðinn. “Já, eg er að fara. Eg ætla til kofans míns aftur, og svo til vilpunnar. Vegna hvers ekki? Er nokkur sem kærir sig lifandi vitund hvað eg geri?” “Já”. Hún svaraði í hálfum hljóðum, orðin streymdu af vörum hennar og víst var það ekki sjálfrátt, að hún greip í handlegginn á honum: “Guy, þú veizt að við berum umhyggju þín vegna. Burke er umhugað um þig. Eg þoli önn fyrir þig. Guy, góði, góði vertu vænn! Það er svo bágt, svo raunalega sárt! Viltu ekki — geturðu ekki — barist við það? Viltu ekki reyna — bara reyna? Eg veit þú vinnur sigur, bara ef þú vilt reyna!” Hún mændi á hann, bað hann með öllum kröftum sínum, hélt sér í hann, eins og hún vildi toga hann með líkamlegu afli frá hyldýpinu, sem gein við honum. “ó Guy, það er svo áríðandi! Sannlega, sannlega er það svo mikils virði, að það verður ekki of dýru verði keypt. Guy, eg bið þig, eg grátbæni >ifT---” . Hann tók eldsnart um andlitið á henni báð- um höndum: “Þú getur gert það mikils virði fyrir mig. Eg skal gera það fyrir þig!” Hann hélt henni að sér með mikilli elsku örstutta stund, en kysti hana ekki. Hún sá á augum hans, að hann ætlaði að gera það, sá líka að hann hratt þeirri hvöt frá sér. Það var eina huggunin hennar þegar hann vatt sér frá henni og fór í hvarf. VIII. Kapítuli. Kallið. Morguninn eftir, þegar Burke færði Kelly morgunskattinn í rúmið, þá teygði sá írski úr sínum stóra kropp með góðmannlegu tali, skárri væri það gestrisnin, spurði hvernig unga mann- inum liði og hvað jörðinni liði. Burke sagði sem var, að hann ætlaði að fara að sækja skepnurnar og færa þær á aðra haga, þá þeyttist hinn fram úr: “Eg kem líka, það er starf sem okkur Sánkti Pétri hentar vel. En komdu ekki með konuna. Það slark er of mikið fyrir hana.” “Eg veit það,” svaraði Burke stuttlega. “Eg er búinn að segja henni að fara hægt í verkin um tíma. Veðrið er þungt á henni.” Kelly leit við honum, góðgjarn og forvitinn. “Geturðu ekki komið því svo fyrir hér, að hún fái tóm til að fara til Brennerstadt til veð- hlaupanna og ágangsins með gimsteininn? Þið hefðuð bæði gott af umskiftunum.” Burke hristi höfuðið. “Mér er til efs að hún hefði gaman af því, þá mundi Guy vilja fara líka, og vafasamt að hann hefði gott af því. Hann för í burt í morgun, í kofann sinn, eg ætla að vona að honum sé treystandi að halda sér í skefjum.”

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.