Heimskringla - 08.12.1937, Síða 2

Heimskringla - 08.12.1937, Síða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. DES. 1937 ÞRIÐJA OG SÍÐASTA SVAR TIL RANNVEIGAR Frú Rannveig Kristín Guð- mundsdóttir Sigbjörnsson hefir enn á ný ritað langt mál í Lög- berg um trúarskoðanir Matthí- asar Jochumssonar og ýmislegt fleira. í þessu síðasta skrifi sínu endurtekur hún sumt af því, sem hún var búin að segja áður, en varla verður sagt, að það skýrist mikið við það, að hún ræðir oft um það. Ef nokkuð er, þá eru staðhæfingarnar fjarstæðufyllri og órökstuddari og hugsanarugl- ingurinn meiri en hann áður var; og var þó ekki á það bæfandi. Hún er enn að klifa á því, að foreldrar Matthíasar muni að einhverju leyti hafa verið völd að því, að hann seinna hallaðist að trúarskoðunum únítara. Þau trúðu ekki öllu, sem kent var. hvemig hann kyntist skoðunum Það mun nú ekki hafa verið al-1 Únítara, og um það þarf ekkert veg dæmalaust, jafnvel á þeim meira að segja. að Matthías og systkini hans hafi fengið sínar fyrstu trúar- hugmyndir á þann hátt. Ef Rannveig heldur að lúthersk trú hafi verið ættgeng á íslandi sam- kvæmt Mendels lögmáli, þá hefir orðið slæm úrkynjun í surnu mannfólkinu þar þessi síðari ár. Og hvað var það, sem að móðir Matthíasar kendi honum svo vel, eins og Rannveig segir? Var það ekki trú og kristindómur ? Það hafði eg nú fyrir mitt leyti ein- mitt haldið. En það var bara hreint ekki sú rétta trú. Já, mikil þó vandræði, að þau skyldu ekki skilja betur verk sinnar köllun- ar! En Rannveig getur verið ó- hrædd um, að Matthías hafi lært Únítaratrú af foreldrum sínum; þau hafa sennilega ekki vitað hvað hún var, gömlu hjónin. Og svo segir Matthías frá því sjálf- ur í æfisögunni, hvenær og árum, að greindara fólk tryði ekki alveg öllu, sem kent var; en fæstir hafa nú tekið svo mjög hart á því hingað til. En af því dregur Rannveig þá ályktun, að þetta trúleysi foreldranna muni hafa “skert trú barnanna.” En hvaða trú höfðu börnin? Voru börnin í Skógum fædd með ein- hverja sérstaka trú, sem for- eldramir gátu spilt með gálaus- legu tali? Sumum virðist sem að börn yfirleitt hafi enga trú til að byrja með, en að þau fái sínar fyrstu trúarhugmyndir frá for- eldrum og öðrum, sem þau um- gangast; og það er ekki ólíklegt Heilbrigð Skynsemi "GeriS kaup yðar fyrir jólin snemma”, er hugmynd, sem meira er fólgið í, en rétt að létta undir starf með búðarfólk- Inu eða póstþjónum. I raun og sannleika, græðir sá. mest á þessu, sem mikilsverðastur er allra í heiminum, en það eruð ÞER! Hvergi kemur það sér betur að gera jólakaupin sín snemma, en fyrir þann sem panta þarf með pósti. Sendið oss því pönt- un yðar snemma, og eigið víst, að birgðir eru þá nægar, af- greiðsla skjót, engin töf. Send- En Rannveig hefir gert aðra uppgötvun síðan hún fór að skrifa um trúarskoðanir Matthí- asar, sem er öllu merkilegri, og sem sannast að segja kom nokk- uð flatt upp á mig; hún hefir sem sé uppgötvað það, að Matt- hías var aldrei únítar—“nema á grynningunum.” Já, hér fer nú að vandast málið. Öll hennar vandlæting og öll hennar hrelling út af því að jafn merkur maður og Matthías var skyldi hafa að- hylst únítara trú er þá ástæðu- laus eftir alt saman. Því sá hún ekki þetta fyr, svo að hún gæti haldið nokkurn vegin rólegum skapsmunum? Eg skal að vísu játa, að mér er ekki vel ljóst, hvað það er að vera únítari “á grynningunum”, en eg býst við að það sé eitthvað í áttina til þess að vera alls ekki únítari. Nema maður fari nú lengra út í þetta, og reyni. að sundurliða það sálfræðilega; og þá mundi mað- ur komast að þeirri niðurstöðu, að frá trúarbragðalegu sjónar- miði talað hefði Matthías verið tvískiftur; og mætti þá máske líka segja, að hann hefði verið lútherskur á djúpinu. Þetta er aðeins tilgáta, sem mér finst að fylgi nokkurn vegin rökrétt þessari merkilegu uppgötvun Rannveigar. Annars minnir þetta mig á sögu af presti einum á íslandi, sem var að fræða börn. Eitt af ið pantanir yðar snemma til , þess að þér fáið þær fyrir jóijÞví'sem hann sagði þeim var, að Sendið þær snemma til þess að frelsarinn hefði verið skírður á hafa nægan tíma til að búa þær út og pósta aftur. við þrengsli og ösina í búðum. En hitt er samt betra, að velja hlutinn i næði á heimilinu og viðhafa alla henti-semi. Greið- um í ár fyrir jólakaupunum alt sem unt er með því að — “GERA KAUP YÐAR FYRIR JÓLIN SNEMMA” skírdag. Einhver fullorðinn, sem var viðstaddur, hafði orð á Auðvitað er, að þér pantið því við prestinn á eftir, að þetta með pósti og ert með þvi laus ' mun(ji ekfcj vera aJls kostar rétt, I og prestur lofaði að leiðrétta það ! næst. Svo leið vikan, og böm- j in komu aftur til spurninga. Þá spurði prestur þau að, hvort þau vissu nú, hvað hefði skeð á skír- dag. Já, svöruðu þau, frelsar- inn var skírður. Nei, bíðið þið við, sagði prestur, það er nú annað komið upp úr dúmum: hann var ekki skírður á skírdag. Treysti Rannveig sér ekki alveg til að rengja það sem Matthías hefir sjálfur sagt um trúarskoð- anir sínar, sem hana sjálfsagt <*T. EATON WNNIPEG Co UMITEO CANADA EATONS ISLAND Er Land Sem Fult er af Andstæðum eftir prófessor Hjalmar Lindroth Með landabréfi og mörgum myndum og skrá yfir bækur um ísland fyrir ameríska lesendur. Verð $3.50 póstgjald greitt Á íslandi, sem annar staðar, helzt það gamla og nýja í hendur. En það gamla er þar svo gamalt og hið nýja svo nýstárlegt, að samanburðurinn verður merkilega eftir- tektaverður. Að rekja söguna um baráttu hins unga og gamla, er hug- sjónin á íslandi: “Á landi andstæðanna”, en með því hefir höfundinum gefist tækifæri til að safna saman miklum fróðleik, sem aldrei fyr hefir sézt á ensku máli. Hann segir frá þjóðemis-upptökum íslendinga, lifnaðarháttum þeirra og siðumv iðnaði, félagslífi, íþróttum, skemtunum, list, mentastofnunum, bókmentum, trúar- og siðferis- hugsjónum. f kaflanum um tunguna, segir hann frá til- raunum að gefa nýjustu uppgötvunum íslenzk nöfn. Pantið frá útgefandanum THE AMERICAN SCANDINAVIAN FOUNDATION 116 East 64th Street, New York, N. Y. langar þó til að gera, þá er þetta samt mikil huggun, að vita, að hann var ekki únítari “nema á grynningunum.” Ennfremur segir hún, að “alt það dýpsta, bezta og fegursta, sem eftir Matthías liggi, sanni gildi kristinnar trúar.” Hér mætti manni nú máske leyfast að gera fáeinar athuga- semdir við. í fyrsta lagi hefði það verið mikil hjálp fyrir þá, sem eru fremur skilningssljóir á svona háspekilegt tal, ef hún hefði sagt, hvers konar gildi kristinnar trúar hún á við. — Kristin trú innilykur margt, og sumt af því hefir mjög vafasamt “gildi”, og sumt er alls ekki sannanlegt. Ef hún t. d. á við það að eitthvað, sem eftir Matt- hías liggur, sanni að kenningar kristinnar kirkju svona yfirleitt séu réttar, þá er mér alveg ó- kunnugt um það, eg hefi aldrei séð það. Eigi hún aftur á móti við hið siðferðislega gildi krist- innar trúar í þrengri merkingu, eða fráskilið keningum kirkj- unnar, að minsta kosti þeim, sem Matthías efaðist um, þá má vel gefa það eftir, að það sé mjög ábærilegt í mörgu, sem eftir Matthías liggur. En að kalla það “sannanir” er samt dá- lítið varasamt, nema að maður meini með því orði eitthvað ann- að en venjulega er með því meint. En var nú trú Matthíasar þannig farið, að hún væri eitt- hvað, sem hann vliðtók, með “sönnunum”, eins og t. d. við við tökum það að jörðin gangi kring um sólina? (Eg geri ráð fyrir að Rannveig fallist á það, þó það sé ekki gert ráð fyrir því í biblíunni.) Nei, trú Matthíasar var innri máttur í honum sjálf- um, sem gaf honum mikið and- ríki og mikinn þrótt. Hann var andlega skyldur miklum trú- mönnum, eins og Páli postula, Lúther og Hallgrími Péturs- syni. Þess vegna orti hann um þá. Hvaða kenningarlega mynd trúin tók hefir sjálfsagt verið aukaatriði fyrir hann. Eg hygg, að hann hafi einmitt aðhylst trú- arstefnu únítara af því að hann hafi fundið í henni einfaldleik og andlegt frelsi, sem hann þráði; hún var laus við það ó- skynsamlega kenninga-mold- viðri, sem hefir í gegnum ald- irnar verið þyrlað upp og nefnt kristin trú. Það er áreiðanlega víst, að þó að mikið beri á trú Matthíasar í hkáldskap hans, hefir hann aldrei ætlað sér að “sanna” neitt með því. Mér er ekki kunnugt um, hvað Rannveig skoðar “dýpst og bezt og fegurst” í skáldskap Matt- híasar, en eg held að það hljóti að vera öllum nokkum vegin ljóst, að sumt af því snildarleg- asta, sem hann orti, snertir ekki trúarbrögð, og getur því varla skoðast sem “sannanir” fyrir neinu í þeim. En það er með þetta eins og oft vill verða, að séu hugtökin ekkert sundur- greind og gengið fram hjá venju- legri merkingu orða, þá er erfitt að vita við hvað er átt. Enn segir Rannveig, að Matt- hías hafi búist við því, að það yrði rætt um trúarskoðanir hans, og að hann háfi ekki verið neitt hræddur við það. Það tel eg nú sjálfsagt, að hann hafi búist við því. Og eg get ekki séð, að hann hafi haft nokkra minstu ástæðu til að vera hræddur við það, honum heíir sjálfsagt fundist hann hafa rótt til að hafa sínar trúarskoðanir. Eg held meira að segja, að hann hefði ekki þurft að vera hræddur við gagnrýni Rannveigar, þó að hann hefði vitað um hana. En eitt er þó það, sem bæði hann og aðrir miklir andans menn mega vera hræddir við, og það er. að fólk, sem ekki skilur þá. ftiYÍ uð fimbulfamba urn skoðanir þeirra og leggja dóm á verk þeirra, í því skyni að reyna að pera úr þeim eitthvað, sem þeir voru ekki. Það hvílir sú ábyrgð á öllum, sem taka sér fyrir hend- ur að ræða um skoðanir látirma mikilmenna, að láta ekki tilfinn- ingar sínar fara með sig í gönur. Sannleikurinn á þar að vera fyr- ir öllu. Allmikill hluti þessara síðustu greinar Rannveigar er um ensku ríkiskirkjuna og afstöðu hennar viðvíkjandi trúfrelsi í brezka ríkinu. Þar endurtekur hún sömu vitleysuna, sem hún var búin að segja áður; og segir að hún sé rétt, hvort sem mér líki betur eða ver. Sannleikurinn er sá, að það kemur málinu ekkert við, hvað ! mér eða einhverjum öðrum líkar ! í þessu efni. Hér er aðeins um staðreyndir að ræða, sem allir, sem einhvern snefil hafa af sögu- l ! legri þekkingu, skilja; .en sem Rannveig auðsjáanlega skilur ekki. Enska ríkiskirkjan sem stofn- un er ekki og hefir aldrei verjð verndari trúfrelsis í brezka rík- inu. Það frelsi hefir, eins og sagði, fengist vegna baráttu manna á liðnum öldum fyrir frelsi, fyrst fárra og svo fleiri, unz þeir voru orðnir svo margir, sem heimtuðu frelsið, að hinir, sem á móti því stóðu, urðu að láta undan. Enska ríkiskirkjan stóð á móti trúfrelsi, fyrir alla nema sig sjálfa, meðan hún gat. Aðrir trúflokkar á Englandi bröðust fyrir trúfrelsi og al- mennu frelsi. Konungur Br-et- lands er að vísu kallaður “vernd- ari trúarinnar”, en sá titill er að- eins leifar frá fyrri tímum, þegar konungarnir voru raunverulega verndarar ríkiskirkjunnar, og um leið ofsóknarar allra annara kirkna. Titillinn hefir aldrei meint það, að konungðurinn væri verndari allra trúarbragða í rík- inu. Nú á dögum er konungur- inn raunverulega hlutlaus í trú- málum, og verður að vera það, enda þó að hann sé meðlimur rík- iskirkjunnar. Ríkiskirkjan er aðeins einn trúflokkur af fjölda mörgum. Rétturinn til að hafa þá trú, sem hver og einn vill hafa, og boða hana, ef hann vill, er ekki veittur af kounginum og ríkiskirkjunni; hann er fenginn með langri baráttu á móti kon- ungsvaldi og ríkiskirkjuvaldi, og staðfestur með lögum, sem að ríkisvaldið sér um að séu virt og fylgt fram. Ríkisvaldið, sem er ekki sama og konungurinn, er bundið af stjórnarskrá og viður- kenningu almennra mannrétt- inda. Hvorki eg né nokkur annar maður í öllu brezka veldinu, sem trúboðar, hver sem hún er, sé hann ekki meðlimur ríkiskirkj- unnar sjálfrar á Englandi, stend- ur á nokkurn hátt í skjóli henn- ar. Flaggið táknar ekki vald konungs og kirkju. Iangt frá því. Krýningarsiðir og annað þess- háttar hefir ekkert með þetta að gera; það eru aðeins siðir frá fyrri tímum, sem enn er haldið við. Það er eðlilegt að konung- urinn sé krýndur af embættis- manni þeirrar kirkju, sem hann heyrir til, úr því að trúarbragða siðir eru á annað borð við hafðir. Það er eitt af forréttindum ríkis- kirkjunnar að konungsfjölskyld- an heyrir henni til. Hún getur vitanlega lýst vanþóknun sinni á framferði konungsins, ef hún vill, eins og hún gerði út af hjú- skaparmálum Edwards áttunda. En hún hefir ekki hið allra minsta vald til þess að auka eða skerða trúfrelsi nokkurs manns> sem ekki er meðlimur hennar. Allir aðrir eru henni gersamlega óviðkomandi. Alt skraf Rann- veigar um ríkiskirkjuna ensku sem verndara trúfrelsins er al- veg út í hött og bygt á eintóm- um misskilningi. Þá er henm sýnlega mikið á- hugamál að halda fram, að enska ríkiskirkjan og lútherska kirkj- an séu mjög líkar, og því til sönnur*ar getur hún þess, að báðar viðtaki hina postulalegu trúarjátningu og að báðar hafi fermingarsiðinn um hönd. Eg veit ekki betur en að kaþólska kirkjan og yfirleitt allar evan- geliskar mótmælenda kirkjur viðtaki hina postulalegu trúar- játningu, auk sinna eigin játn- inga; en samt er þær aðiinörgu leyti ólíkar, bæði hvað kenning- ar og siði snertir. Baptistar og Sjöunda dags aðventistar skíra með niðurdífingarskírn, og eru að því leyti líkir, en að mörgu leyti ólíkir. Ungbamaskírn tíðkast í mörgum kristnum kirkjum, ekki öllum, en þar með er ekki sagt, að allar þær kirkj- ur, sem hafa þann sið að skíra ungbörn séu líkar að öðru leyti. Eg get bent á eitt, sem er ólíkt í lúthersku kirkjunni og ensku ríkiskrikjunni, og það er skiln- ingur þeirra hverrar um sig á altarissakramentinu. Rannveigu er sjálfsagt ókunnugt um hversu brennandi áhugamál það var meðal siðbótarmannanna og enda lengi á eftir. Um það var deilt jafnt og stöðugt um langan tíma, og þáð var eitt af því, sem skifti mótmælenda kirkjunni í marga flokka. Að vísu er það atriði, sem litlu máli skíftir, í hverju einhverjir kirkjuflokkar eru lík- ir og í hverju ólíkir, svona frá almennu sjónarmiði skoðað; það skiftir mjög miklu máli, þegar | um nánari samvinnu þessara kirkjuflokka er að ræða; en það á ekki annað við en að segja eins j og er um það; því hér er aftur | um sögulegar staðreyndir að | ræða og ekkert annað. Um trúarbragðaofsóknirnar á Englandi verð eg að segja nokk- ur orð, Af því sem Rannveig seg- ir um þær er auðséð, að hún skilur ekkert í þeim. Hún heldur að þær hafi stafað af því að Hinrik konungur áttundi gat ekki fengið páfann til að stað- festa skilnað hans frá Katrínu frá Aragon; hún segir, að kon ungsvaldið og páfavaldið hafi staðið á öndverðum meið, og að kirkjan hafi orðið þar á milli. Þetta er misskilnnigur. Að vísu voru þeir Hinrik og páfinn ósátt- ir, og Hinrik gerði sjálfan sig að æðsta manni kirkjunnar á Eng- landi, og þar með var öllum yfir- ráðum páfans lokið þar í bili. Er trúarbragðaofsóknir voru byrj- aðar á Englandi löngu fyrir daga Hinriks áttunda og þær vöruðu um langan tíma eftir að hann var dáinn. Og orsakirnar til þeirra voru, eins og allir vita, allajafna þær að menn voru ó- umburðarlyndir og þröngsýnir, álitu kenningar einnar kirkju réttar og vildu útrýma öllum öðrum. Fyrstu lög um trúar- bragðaofsóknir, sem sett voru á Englandi, voru sett um árið 1400, meira en hundrað árum áður en Hinrik áttundi kom til ríkis. Þá voru það Lollardarnir svonefndu, sem voru ofsóttir; þeir voru vantrúarmenn þeirra tíma. Allmargir þeirra voru brendir ,og aðrir afneituðu skoð- unum sínum. Á einum þremur árum á stjórnarárum Maríu Tud- or (hún var kaþólsk) voru þrjú hundruð manns líflátnir á Eng- landi fyrir trúarvillu, þar á með- al fimm biskupar. Á stjórnar- árum Elizabetar voru margir tugir kaþólskra manna líflátnir fyrir sömu sök. Af fylgjendum Socínusar, sem voru fyrirrennar- ar únítara á Englandi, var einn brendur árið 1579, annar 1583, þriðji 1589 og fjórði 1612. Þeir og aðrir, sem ekki fylgdu í öllu kenningum ríkiskirkjunnar* voru látlaus^ ofsóttir' alla 17. öldina út og enda lengur. Alt fram til ársins 1913 varðaði það fangelsisvist og missi borgara- legra réttinda að vera Únítari á Englandi, og jafnvel þá var það líflátssök á Skotlandi. Stafaði þetta af því að Hinrik áttundi varð ósáttur við páfann skömmu eftir 1500. Nei, vitanlega ekki. Það stafaði, eins og eg hefi sagt, af þröngsýni og því ótrúlega hatri, sem kristnir menn lögðu þá hverjir á aðra út af skoðana- ÞAÐ ER EKKI EIN EINASTA LEIÐIN- LEG STUND EF SIGLT ER MEÐ QtouJliaM. (jháfrc m&íúþb Hvort sem þér hygglð á að ferðast austur yfir Átlantz- haf eða vestur yfir Kyrra- haf, þá skrásetjið yður hjá Canadian Pacific skipunum fínu, “Empress”, “Duchess” eða “Mont”. Þessi linuskip veita öil möguleg þægindi á ferðum yfir hafið. Kurteis- leg umgengni, Ijúffengar máltíðir, við dekk að spá- séra um, hvílustofur, leik- ir á þilfari, dans, samkomur og margar fleiri skemtanir —aldrei daufleg stund. BEINT SAMBAND VIÐ ÍSLAND Agæt leið frá Canada til ls- lands, um Skotland, fæst með Canadian Pacific gufu- skipunum, með tíðurn og þægilegum siglingum í hverri viku. Leitið frekari upplýsinga hjá agenti vorum eða W. C. Casey, Steamship General Passenger Agent, C. P. R. Building, Win- nipeg. Simi 92 456-7. mun um trúmálin. Rétttrúnað- arhugmyndin, sem prótestanta- kirkjurnar tóku í arf frá ka- þólsku kirkjunni, olli alveg ólýs- anlegum heiftarverkum, sem ‘ menn frömdu í nafni kristinnar trúar, og í því skyni, að þeir héldu, að vernda hina “sönnu” trú. Það er ýmislegt fleira í grein hennar, sem gjarnan mætti tak- ast til athugunar, en nú mun vera nóg komið. Eitt verð eg samt að minnast á enn, og það er það sem hún segir um þröng- sýni únítara. Um hvaða Únítara er hún að tala? Eg held að hún þekki lítið til þeirra svona yfir- leitt. Ef hún á við mig, þá stendur mér alveg á sama um á- lit hennar. En það er óneitan- lega dálítið kátbroslegt, að hún skuli bregða nokkrum manni um þröngsýni. Á hún við, að það sé þröngsýni að mótmæla rang- færslum, sleggjudómum og órök- studdum staðhæfingum, sem hún sjálf setur fram? Ætlast hún í raun og veru til þess, að allir segi já og amen við hverri Vitleysu, sem flýtur úr penna hennar? Hún hefir nú um mörg ár ritað af og til um trúmál. Eg hefir lesið margt af því, en aldrei fundið nokkra heila brú í neinu af því. Eg er alls ekki með því að bregða henni um neina heimsku; þvert á móti virðist mér af sumu, sem eg hefi eftir hana séð, að hún muni vera meira en í meðallagi greind manneskja. En margt greint fólk getur haldið fram ótrúleg- ustu fjarstæðum. Skoðanir hennar á trúmálum virðast vera svo einstkorðaðar við vissar trú- málakenningar, að hún getur ekki talað um þau mál með þeirri sanngirni og víðsýni, sem nú er alment viðurkent að eigi að finn- ast í alvarlegum umræðum um trúmál. Fólk, sem álítur það eins og einhverja ósvinnu, að aðrir eru því ekki sammála, get- ur ekki talað af viti um trúmál. Afkáralegar fingrafettur út í skoðanir annara og endalaus vandlætingarvaðall um það að einhverjir aðrir hafi ekki rétta trú gera ekkert annað en að sýna þröngsýni þeirra, sem eru með þesskonar ofstækis firrur. Að svo mæltu vil eg segja Rannveigu, að það er úttalað um þetta mál frá minni hálfu. Vilji hún endilega hafa síðasta orðið, er henni það velkomið. Eg tók til máls af tveimur ástæðum: í

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.