Heimskringla - 08.12.1937, Qupperneq 6
6. SÍÐA
HEIMSKRINCLA
WINNIPEG, 8. DES. 1937
Hann söðlaði hestinn þó hann sæi ekki til
og leiddi út. Rigningin hamaðist sem áður en
Diamond var öruggur meðan húsbóndi hans
hafði hönd á honum og stóð kyr meðan Burke
snaraðist á bak. Síðan fóru þeir að leita kof-
ans á sandinum, rökkrið fór að og skruggurnar
dunuðu.
XII. Kapítuli.
Fórn.
Hesturinn fór seint og varlega því að al-
staðar buldi rigningin á vatni. Og er þeir fóru
hjá höfðanum var niðurinn mikill er vatnið
hripaði ofan hamrakollsins urðarbrekkur en
broddperu runnar gátu ekki haldið höfði í þeim
trylda vatnagangi og lágu flatir í grjótinu. Enn
rigndi gríðarlega þó léttara væri í lofti enda sá
glætu niður við sjóndeildarhring á austurlofti,
það var birtumön af tunglinu, það var að
koma upp.
Þegar höfðanum slepti tók við á aðra hönd
niðandi sog frá farýiu sem nú var orðið meir en
bakkafult, þangað streymdi vatnið eftir hallan-
um, og við glætuna frá leiftrunum gein vatns-
fallið, kolmórautt og ólgandi, en flóðið náði
langt upp á bakkana, einkum þeim megin sem
landið var lægra, þar var sléttan sem hafsjór.
Kofi Guys var tæpa húslengd frá bakka hins
stóra og straumharða fljóts.
“Þar getur hann ómögulega verið,” hugsaði
Burke með sér, gat þó ekki snúið aftur við svo
búið, hélt því áfram þó færðin versnaði af
sandbleytu. Hann óttaðist mest, að bakkinn
stæðist ekki strauminn. En er hann kom að
kofanum, sá hann ljósglætu í vindauganu, svo
hann steig af baki og batt hestinn við staur, þá
lét svo hátt í fljótinu, að varla heyrði skruggu-
hljóðin. Hann öslaði meðfram vegg kofans að
dyrunum og þreifaði til loku, hurðin var læst,
hann barði á hana með hnefanum og kallaði á
Guy. Enginn svaraði og ekkert heyrðist nema
orgið í straumnum og niðurinn af regnfallinu.
Þá gerðist honum óvært. Af ljósinu vissi hann
að einhver var inni, en enginn nema flón mundi
halda sig á þessum stað í berum lífsháska. —
Hann þóttist ekki geta horfið aftur án þess að
ganga úr skugga um hver inni væri, svo hann
hljóp á hurðina svo fast, að hún hrökk upp, svo
snögt að hann rauk á eftir henni inn úr dyr-
unum.
Hann sá að ljós logaði á kerti og í sama
bili heyrði hann að hljóðað var. Kvenmaður
spratt upp á móti honum og veifaði handleggj-
um til að varna honum að koma nær. Var hann
að dreyma? var hann genginn af vitinu? And-
litið var Sylvíu, en svo fölt og tekið! Raustin
var Sylvíu, en svo vesöl og vanburða, biðjandi
hann vægðar, honum fanst hún torkennileg.
“ó Burke! fyrir Guðs skuld — dreptu hann
ekki! Dreptu hann ekki! Eg skal drepa Sjálfa
mig ef þú — gerir það!”
Hann tók um úlnliðina á henni, heldur fast,
fann að þetta var ekki draumur, en hún stimp-
aðist við þegjandi, að láta hann ekki fara lengra.
Hann sá yfir höfuð hennar hvar Guy sat á
trönufleti við gafl og studdi höndum að höfði
sér, leit svo í augu stúlkunnar, sem stimpaðist
við hann, þau voru galopin af hræðslu.
Þá kom yfir Burke þrá sem hann réði varla
við, freistingin til að taka hana rétt sem hún
stóð og fara, var meir en mannlegur máttur gat
ráðið við. Hann hafði þolað svo mikið fyrir
herínar sakir. Hann hafði þolað svo sárar
kvalir útaf henni. Freistingin greip hann og
reif og sleit eins og óarga dýr.
Var það af augunum skæru og hreinu, sem
mændu á hann, að sú freisting leið frá? Það
var því líkast sem tekið væri á honum til still-
ingar, stiltri hönd og mjúkri. Hann vissi alt í
einu hvað^ gera skyldi, hann var sjálfs síns
herra, hin ögrandi freistingar stund leið hjá.
Hann laut að henni og sagði skýrt og
skorinort, svo gerla heyrði í gegnum vatna-
gnýinn: “Hjálpaðu mér til að bjarga honum!
Hver veit nema það geti tekist.”
Henni varð svo við, að hún laut að hönd
hans sem hélt um herðar henni og brá á hana
vörunum. Við þann koss varð hann frá sér
numinn. Endurminningin um þann koss vissi
hann að myndi fylgja sér að dauðans dyrum.
Eftir það lét hann hana lausa og snaraðist þang-
að sem Guy húkti, kipti honum á fætur og gekk
undir honum til dyra. Sylvía hélt undir hann
öðru megin og þá hugsaði Burke, að þetta væri
víst það síðasta sem þau gerðu í félagi. Guy
virtist máttvana og varla með fullri rænu.
Út tróðust þau í óveðrið og þangað sem
Diamond snerist frísandi.
Þá sagði Burke við Sylvíu: “Farðu á bak!”
“Nei, nei!” sagði hún og vék frá. “Eg ætla
að ganga.”
Burke sagði ekki neiít, greip Guy og snar-
aði í söðulinn, bæði skutu fótum hans í ístöð, en
þarnæst vatt hann sér að Sylvíu og lét hana á
bak, hún ætlaði að halda sér í hann en hann
sleit hana af sér og lét hana grípa um beltið sem
Guy hafði um sig. Þar næst losaði hann taum-
inn og sneri við hestinum, fékk Guy tauminn,
sló á lærið á honum og sagði: “Vaknaðu!” Jafn-
skjótt og hesturinn var laus, tók hann til fót-
anna, hvatstígur og heimfús. Ekki heyrðist til
hans er hann öslaði vatnsagann og á samri
stund hvarf hann í húmið, með þeim sem á hon-
um sátu ruggandi sitt á hvað.
En Burke gekk aftur inn í kofann, að
borðinu sem kertið stóð á; hjá kertinu stóð
ljósmynd í umgerð og skýldi ljósinu svo það dó
ekki út af súgnum. útifyrir dundi úrfellið og
vatnsfallið hamaðist að bakkanum, svo að kof •
' inn virtist titra, eigi að síður hvarflaði Burke
að þeirri mynd eins og nál að segulmagni, eða
eins og maður að bana kominn af þorsta teygir
sig eftir vökvun til að deyja í friði.
Hann lagðist fram á borðið og hélt mynd-
inni upp að Ijósinu og mændi á ásjónu Sylvíu,
sem hló við honum frá myndinni. Hún stóð úti
í blástri með opnar varir og ást í augum og
yfirbragði. Hann gat ekki slitið sig frá að
horfa á það heillandi yndi, jafnvel þó sá fögn-
uður væri ekki honum ætlaður. Hann horfði og
horfði á þetta, sem verið hafði annars manns
hnoss, löngu áður en hann hafði séð hana, óg
gleymdi öllu öðru. Hann hafði goldið gjaldið
mesta og ýtrasta, að farga sjálfum sér fyrir
elsku sína til hennar. Andinn hafði hrósað
sigri yfir holdinu. Ástin eilífa, sem metur
dauðann lítils eða að vettugi, hóf hann til hæða,
langt upp yfir veröldina . . .
Hvers varð hann var í þessum stellingum ?
Ekkert hljóð gat hann heyrt gegnum straum-
sogið. Enga sjón gat hann séð nema þá sem
hann horfði á við hið blaktandi skar. Samt
réttist hann upp alt í einu, leit við — og sá
hana standa í dyrunum.
Hún hélt sér í dyrastafinn, blés mæðinni,
með dauðann að baki en engan dauðabeyg í
augum, heldur dýrðlegan ljóma sem hann hafði
aldrei séð áður. Hann trúði varla sínum eigin
augum, þorði ekki að hreyfa sig. Þá tók Sylvía
viðbragð og hvarf til hans eins og sá sem leitar
skjóls undan stórviðri og áður en hann varði
vafði hún hann örmum.
Hann faðmaði hana að sér, orðlaus af undr-
un og gleði. Og í næsta vetfangi mættust varir
þeirra í kossi, heilögum og innilegum, bindandi
þau saman 'í einingu, sem aldrei varð rofin
framar.
Burke varð svo mikið um, að hann titraði
og þegar hann fékk málið, spurði hann: —
“Hvernig — stóð á að þú komst aftur?”
Hún hélt sér fastar að honum og svaraði
skjótt og af móði: “Af því Guð veit eg vil
heldur deyja með þér — heldur en — lifa án
þín! Mér þykir svo vænt um þig! ó, skilst þér
ekki?”
Burke horfði á hana við kertaljósið glitr-
andi á hári hennar og augum, sem sáu ekki neitt
nema hann. Hann þurfti engin orð til að skilja
að þetta var satt og aldrei gat hann framar
efast um þann furðulega sannleik, þann skyndi-
lega skilning sem yfir hann kom á þessum stað
við dauðans dyr.
f sama bili kom vindhviða sem slökti Ijósið,
með dynjandi nið. Fljótið var að rífa bakkann
og kofinn að hallast. Hann greip koriuna á arma
sína, ólmur af lífshug og lífsþrá, fann alt í einu
að lífið var dýrmæt gjöf, og bar hana út. Vatnið
tók honum í mitti, hann óð hægt og sterklega,
alveg ódeigur, með nýjum hug og dug, en er
hann hnaut við, sagði Sylvía með handlegginn
um hálsinn á honum:
“Þú skalt ekki bera mig. Eg skal vaða og
halda í hendina á þér!”
En hann lét sem hann heyrði ekki, heldur
óð vaðalinn með öruggum hug og hjartað fult af
gleði. Hann sá kofann hverfa með bakkanum
í straumólguna, en þó hurð skylli nærri hælum,
náði hann þangað sem grynnra var og von
bráðar þangað sem halla fór uppímóti til höfð-
ans. Þá stilti úrfellið snögglega og tunglið
glampaði gegnum skýjarof. Burke óð þangað
sem þurt var, setti frá sér sína kæru byrði við
brekkufótinn og leit yfir flóðið í tunglsljósinu.
“Nú er okkur borgið/ sagði hann, hélt utan um
konu sína og kastaði mæðinni.
Sylvía lagði handlegginn um háls hans.
“Eigum við að halda áfram upp á hæsta tind-
inn?” sagði hún.
“Hvaða tind?” spurði hann. Hún stóð lítið
eitt hærra svo hann varð að líta upp á hana.
Hún beygði sig niður til hans, fljótt, fjör-
lega, blíðlega, tók höndunum um andlit hans,
leit um öxl sér ofurlitla stund, kysti hann svo.
“Eg held þú segir satt, félagi,” mælti hún.
“Við þurfum ekki að fara lengra — ekki neitt
lengra en þetta. Við erum komin alla leið.”
Hann tók til hennar með myndugleika sem
kom henni betur, var henni kærari en nokkur
blíðu atlot og sveigði hana að sínum vilja. “Já,
við erum komin alla leið,” mælti hann og kysti
hana titraníi vörum, knýjandi þó. “En hvílíkt
ferðalag, sála mín!”
Hún vafðist að honum, gefandi af öllu sínu,
alt í hans vald. “Og hvílík aðkoma, ó sála
mín!” sagði hún mjúklega og gletnislega.
Að þessu hlógu bæði, hrósandi sigri að
þeirra hætti sem hafa veröldina fyrir fótum sér.
XIII. Kapítuli
Með trú og ást.
Með morgninum var flóðinu fjarað og í
spor þess spratt upp hinn ljúfasti grængresis
hjúpur þar sem áður var morgrá eyðimörk
Mary Ann stóð í dyrum kofa síns og augun
stóðu langt fram úr skjáunum, dauðhrædd enn ,
við ósköpin sem yfir höfðu gengið. Hvorki
hún né hennar lið vildi koma nærri húsbóndans
híbýlum þennan morgun, því að yfir heimahús-
inu hvíldi skuggi svo geigvænlegur, að ekkert
þeirra þorði að hætta sér þangað. Húsbóndinn
sjálfur var nýbúinn að reka hana á fætur og inn
í eldhús að matreiða undir ströngu e^tirliti
hans sjálfs. En í sjálf íveruherbergin gat eng-
inn mannlegur máttur komið henni, því að hún
vissi með einhverjum duldum hætti, að þar
beið dauðinn og reiði guðanna var svo nýlega
afstaðin, að hún hafði enga krafta til að mæta
þessari nýju voveifu.
Hesturinn hafði farið rakleitt heim og var
nú kominn í hesthús, en maðurinn sem á honum
sat fanst mörgum stundum síðar. Húsbóndinn
sjálfur hafði komið að honum liggjandi á grúfu
á svölutröppunum, og nú lá hann í rúminu sem
hann hafði áður legið í svo lengi, dró andann
erfiðlega og rendi augunum til og frá, líkt og
hapn leitaði einhvers, sem hann náði ekki að
finna.
Hvers leitaði hann? Það langaði Sylvíu
til að vita. Hún sat hjá honum í ljósaskiftun-
um, mjög svo tekin, en yfirgefa hann vildi hún
ekki, svo Burke færði þangað hvílustól og lét
hana leggjast fyrir, síðan bar hann þangað mat
og hans neyttu þau í hljóði morgunsársins, sem
ekkert truflaði nema andartök hins feiga öðru
hvoru. Hann rendi augum á þau frá koddanum,
virtist ekki þekkja þau, rendi þeim stöðugt til
og frá eins og hann væri að gá að einhverju,
sem hann langaði til að finna.
Burke ætlaði að lofa þeim að vera tveim í
einrúmi, en hún benti honum að koma. Hann
gekk til hennar og laut að henni þar sem hún lá.
“Eg ætla út og reykja á svölunum. Eg heyri til
þín ef þú kallar,” sagði hann.
Hún tók um hálsinn á honum, togaði hann
að sér og hvíslaði að honum: “Þig vil eg hjá
mér — nú og æfinlega.”
Hann kysti hana á munninn og á hárið er
vildi ekki vera inni. Hún heyrði til hans -út á
svalir, síðan var alt hljótt. f þeirri kyrð færð-
ist værð yfir hana, se mhún barðist við að
hrinda af sér, ef Guy skyldi þurfa hennar við.
Hún var ósegjanlega þreytt og hvíldin fjarska
fýsileg fyrir líkama og sál og smámsaman rann
á hana höfgi og af henni aftur, unz gleymskan
smaug mjúklega yfir hugann og værð á lémagna
limu. . . Skömmu seinna vaknaði hún af sjálfs-
dáðum, af einhverju innra ákalli. Hún reis upp
og leit á Guy. Þá voru augu hans ekki reikul,
heldur störðu á hana. Hann sagði skírt og ró-
lega.
“Sæktu Burke!”
Hún steig fram úr og ætlaði að gera sem
hann sagði. Guy var brugðið, nokkuð komið
yfir hann, sem hún hafði aldrei séð áður, eins
og hann hefði örugga vissu, nýja orku algerlega
andlegs eðlis. En Burke kom inn áður en hún
komst út, og gekk þangað sem Guy lá. Hún
vissi nú fyrir víst að andlátsins var ekki lengi
að bíða.
Hún vék frá ósjálfrátt þegar þessir karl-
menn hittust, fanst sér vera ofaukið, fékk þó
ekki af sér að ganga burt. Svo sneri Burke til
hennar og segir: ,
“Hann vill að þú kveðjir sig áður en þú
ferð.” Hann talaði blíðlega, tók hendinni á
öxl hennar, sem henni var mikill styrkur að og
huggun.
Hún beygði sig ofan yfir Guy en hann leit
upp til hennar, feigum sjónum að vísu en
öruggum og jafnvel broshýrum.
“Vertu sæl, elskan mín!” sagði hann lágt
og blítt. “Hugsaðu til mín öðru hvoru — þegar
þú hefir ekki annað betra að gera.”
Hún tók í hendina á honum og sagði í hálf-
um hljóðum: “Oft og tíðum!”
Hann reyndi að þrýsta hönd hennar og
segir: “Eg vildi — eg vildi eg hefði dugað vel!”
“Hugsaðu ekki um það núna!” sagði hún.
“Það er alt liðið hjá — fyrirgefið fyrir löngu.”
Enn mændi hann á hana skærum, fjörlaus-
um augum. “Eg elskaði aldrei neina — nema
þig, Sylvía. Mundu það. Það er það eina sem
er minnisvert á minni æfi. Farðu nú og hvíldu
þig, ljúfa. Eg verð að tala við Burke — einan.”
Hún brá vörunum á enni hans, kysti hann
svo á munninn. Hún vissi, þegar hún gekk
burt, að hún mundi aldrei heyra raust hans
framar á þessari jörð.
Hún fór til sinnar stofu, stóð við gluggann
og horfði á auðnina skrýðast grænum mötli
gróandi grasa. Hún hugsaði um draum sinn,
en nú var hvorki ótti né beizkja í hjarta henn-
ar. Það sem hún hafði kviðið fyrir með óum-
ræðilegri angist, var nú fram komið. Viðureign
þessara tveggja manna á einstigi, einungis
öðrum færu, var nú lokið. Sterkari ástin hafði
sigrað þá sem veikari var, en samt var þeirri
minni ekki með öllu á glæ varpað. Henni fanst
— þarna við Dauðans hlið — hann vera risinn
upp. Og hún vissi að bæn sín, af sárum kvíc
framborin, var heyrð á endanum. Guy var
óhultur, átti hjálpina vísa.
Löngu seinna kom Burke inn til hennar,
þá lá hún með höfuðið á handleggjunum fram
á borð og svaf. En hún vaknaði og réttist upp
þegar hann kom og leit á hann snögglega með
spurn í augum. Þeirri svaraði hann þegjandi
eins og hún átti vísa von á, kom svo, kraup á
kné hjá henni og tók utan um hana. * Hún
hjúfraði sig að honum orðlaus, fann ró' og
merkilega huggun af að hann hélt utan um
hana. Eftir langa stund sagði hún hikandi:
“Burke, þú — þú fyrirgafst honum?”
“Já,” sagði hann.
Hún lyfti höfði og kysti á hnakkann á hon-
um. “Burke, þú skilur þá að eg — að eg gat
ekki yfirgefið hann?”
“Eg skil,” sagði hann og tók fastara um
hana. “Þú getur ekki yfirgefið neinn sem á
bágt.”
“Ó, það er alt annað mál,” sagði hún. “Mér
þótti svo vænt um hann. Eg gat ekki að því
gert. Eg mátti til að elska hann.”
Hann þagði við og þá kom að Jjenni grunur
og hún undraðist, hvort hann misskildi hana
jafnvel ennþá. Svo tók hann til orða, lágtalaður
og dálítið rámur. “Þetta veit eg. Mér þótti
vænt um hann líka. Þessvegna brunnu á mér
tveir eldar.”
“Ó Burke — elsku góði!” sagði hún.
“Eg hefði gjarnan höggvið mína hægri
hendi til að bjarga honum, en það var ekki til
neins. Seinna meir skildist mér, að þér hefði
kanske tekist það. En þá var það um seinan.
Svo þar fyrir utan — eg stóðst það ekki, að
horfa upp á það. Ekki þig! Ekki þig!”
Hún strauk hendinni um andlit hans. “Eg
var þín frá fyrsta augnablikinu sem eg sá þig,”
sagði hún.
“Sylvía!” Hann sneri henni svo að hann sá
beint í augu hennar. “Er þetta satt?”
Hún leit stöðugt í móti. “Víst er þáð satt!”
sagði hún. “Gæti eg sagt þér annað en satt?”
Hann hélt utan um hana enn. “En —
Sylvía —”
Hún spenti greipar og hélt þeim á bringu
hans. “Það er satt,” sagði hún. “Eg vissi ekki
af því sjálf til að byrja með. Eg varð alt í einu
áskynja þess sandroksdaginn — daginn sem
Guy bjargaði lífi þínu — manstu?”
“A” sagði hann.
Hún hélt áfram, óframari en áður. “Eg
varð óttaslegin — þegar eg vissi hvernig komið
var. Eg var svo hrædd um að þú kæmist að
því.’
“En af hverju þá?” sagði hann. “Af
hverju?” ‘
Hún hristi höfuðið og alt í einu leit hún
undan honum. Hún leit út eins og barn sem er
feimið.
“Viltu ekki segja mér af hverju?” sagði
hann.
Hún tók lítið viðbragð, svo sem til mót-
mæla. “Eg eg treysti þér — ekki fullkom-
lega,” sagði hún.
“En þú vissir þó að eg elskaði þig,” sagði
hann.
Hún hristi höfuðið rösklega. “Eg vissi það
ekki. Eg vissi það alls ekki. Hvernig átti eg
að vita það? Þú hefir aldrei sagt mér það —
ekki einu sinni núna.”
“Dæmalaust er að vita!” sagði hann, eins
og honum ofbyði.
Sjálfstraust hennar vaknaði við að henni
heyrðist honum ofbjóða þessi yfirsjón, þó
§krítilegt sé, og hún leit upp á hann aftur. “Það
gerir ekkert til nú,” sagði hún. “Þú þarft ekki
að byrja úr því svona er komið. Eg þurfti ekki
að láta segja mér það, eg komst að því samt —
0g það sama hefðir þú getað gert, ef þú hefðir
ekki verið alveg sjónlaus. En eg er fegin, þegar
á alt er litið, að þú gerðir það ekki, af því—þér
lærðist að treysta mér án þess. Það var elsku-
legt af þér, Burke, að treysta mér. Eg veit
ekki hvernig þú fórst að því.”
“Eg mundi treysta þér til veraldarinnar
endimarka, þá bundið væri fyrir augun á mér,”
sagði hann. “Eg þekki þig.”.
“Já, nú orðið. En ekki þá. Þegar þú
kottist að mér í kofanum — með Guy” — hér
varð hún ofurlítið skjálfrödduð — ekki vissirðu
þá að eg var hjá honum af því hann var of
veikur til að vera einn.”
“Og til að verja hann fyrir mér,” sagði
Burke.
“Já, líka það.” Hún lagði kinnina skyndi-
lega á hönd hans. “Fyrirgefðu mér það,” sagði
hún.
Hann lagði höfuð hennar aftur á öxlina á
sér. “Þú hafðir fullmikið tilefni til að tor-
Framh. á 7 bls.