Heimskringla - 08.12.1937, Blaðsíða 7

Heimskringla - 08.12.1937, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 8. DES. 1987 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA TIL SIGURHÆÐA Frh. frá 6. bls. tryggja mig,” sagði hann. “Guð einn veit hva kom þér á minn fund aftur.” Hún hallaði sér upp að honum og varpaði öndu. “Já, hann veit það”, mælti hún blíðlega, “ekki síður en hitt, af hverju þú hvarfst inn í kofann til að deyja einsamall. Sama hvötin réði fyrir okkur báðum. Skilurðu ekki?” “Jú, eg skil,” sagði hann og vafði hana að sér. Þau tóku upp tal sitt og von bráðar barst það að Kieff. “Hann var sá eini maður, sem eg var hræddur við, í víðri veröld. Hann hafði unda'lega og annarlega krafta, sem eg gat ekki tekist á við. Og sá viðsjálasti maður og ó- prúttnasti. Þegar hann reyndi að læsa klónum í þig, þá verð eg að segja eins og er, að eg varð skelkaður. Hann var búinn að flækja svo marga í óláns netið.” “Og þú heldur að Guy hefði farið öðru vísi, ef hann hefði ekki sótt ólánið til hans?” innti Sylvía. “Það held eg. Eg hugsa að mér hefði tekist að ráða við hann og halda honum á réttri leið, ef Kieff hefði ekki verið. Hann og Piet Vrei- boom voru þá á sama bandi og drógu piltinn niður báðir saman. Eg gat ekkert aðgert og Kelly ekki heldur.” En er hann nefndi það nafn, mintist Sylvía nokkurs, sem hún mátti ekki draga undan. “Burke, veiztu að hann á hjá mér peninga?” Hún hikaði, var sárt um að segja eins og var, og láta hann vita, jafnvel nú, það sem hún hafði lagt svo mikið í sölurnar til að hylja. Þá svaraði hann: “Nei. Þú þarft ekki að minnast á það. Eg veit það alt saman. Eg lagði til peningana.” “Burke!” Hún starfði á hann alveg hissa. “Þú — vissir!” Hann kinkaði kolli. “Eg gat mér til, setti Donovan út til að gera það sem þurfti. Þú varst svo illa haldin útaf peninga hvarfinu, svo eitthvað varð að gera.” “ó Burke!” sagði hún aftur. “Guy sagði mér upp alla sögu — í morg- un, aumur og iðrunarfullur. Svona nú! Við skulum gleyma því öllu saman. Lofaðu mér því að þú skulir alveg gleyma þeim leiðindum öllum saman!” Hann talaði fljótt, rétt álíka og Guy var vanur. Hún sá að hann tók sér þetta nokkuð nærri. “Eg var ljóti púkinn að tor- tryggja þig nokkurntíma. Eg vil eiga það alveg víst, að þú hugsir aldrei um það framar — látir sem það hafi aldrei fyrir komið og leiðir aldrei hug þinn að því.” Hann var alvörugefinn og augnasvipurinn svo einlægur, að henni komu tár í augu. “Eg skal muna aðeins eitt,” sagði hún. “Og það er — hvað þú hefir verið góður við mig, frá byrjun til enda.” Hann gaf hljóð af sér til mótmæla, en hún hélt áfram. “Því skal eg aldrei gleyma, því að engu hefi eg mætt á lífsleiðinni eins stór- mannlegu og gæzka þín við mig. Og segðu mér nú, Burke, því eg má til að fá að vita það, erum við orðin félaus?” Hann leit við henni. “Af hverju datt þér það í hug?” Hún roðnaði. Eg veit ekki. Eg hefi oft hugsað um það upp á síðkastið. Það er sama,” og hér leit hún djarflega við honum, “eg á með að hugsa um það, er ekki svo? Við erum fé- lagar.” “Þú átt með að gera hvað sem þér þykir gott,” svaraði hann. “Eg er ekki alveg ruddur, en ekki langt frá því samt. Það er ekki mikið eftir.” Hún tók fast um hendur hans, ótrauð og kjarkmikil sem í fyrstu. “Það gerir ekkert til, félagi! Við skulum rétta við,” sagði hún. Okk- ar samtök eru traust og fyrirtækið svikalaust.” Hann faðmaði hana að sér og sagði: “Bless- uð kjarkmikla stúlkan mín!” Bill Merston kom, einn svertinginn var sendur eftir honum, og það sama kveld var Guy jarðsettur hjá höfðanum, og þar var glitrandi blómabreiða og grængresi eftir fáeina daga, svo langt sem augað eygði. Þá var sól að setjast en loftið ljómaði af gulum lit og ljósrauðum og perlugráum. Sú dýrðlega fegurð snart hjarta Sylvíu. Merston fór með jarðsetningar for- mála eftir siðabókinni, einfaldlega og einlæg- lega, og henni þótti sem eftirsjá og harmur ætti alls ekki við. Þau Burke héldust í hendur og voru yfir jarðneska hluti hafin. Þá kom enn að henni sú fagnaðar vissa að Guy væri hólpinn. Líkt og orð hans hefðu ræzt, að hann hafði öllu gleymt og byrjað að nýju. Merston mátti ekki vera nóttina og leit fast á Sylvíu þegar hann kvaddi. Hún rétti honum hendina brosandi. “Eg bið kærlega að heilsa Matthildi!” sagði hún. “Skilaðu til hennar að eg komi bráðum að sjá hana.” “Ekki öðru?” innti hann. Hún kinkaði kolli. “Nei, ekki öðru. Jú — einu til. Skilaðu til hennar að eg hafi fundið réttu hlutföllin á endanum. Hún veit hvað eg á við — eða ef ekki, þá skal eg færa henni for- skriftina, þegar eg kem næst.” “Hvaða blanda er það ?” Hann var forvit- inn eins og karlmönnum er lagið. “Súr til að láta í garðamat?” sagði hann og gretti sig. Hún sneri sér undan, rjóð í framan. “Nei. Það er hlutur sem heitir sæla. Gleymdu ekki að skila því. Og farðu nú vel.” “í guðs bænum komdu þá sem fyrst!” sagði Merston og steig á bak. Þar næst leiddust þau upp brekkurnar og léttu ekki, þó bratt væri, fyr en þau stóðu á hæsta kollinum. Þá var dagsljósið að hverfa og stjörnur farnar að tindra á dimmbláma himins. Upp til þeirra lagði niðinn af straumvatninu — hátíðlegan hljóm sem virtist ná um víða veröld. Sylvía horfði norður þangað sem dökkblá fjöll gnæfðu upp af sléttunni. Þá sagði Burke: “Við skulum komast yfir þau áður en lýk- ur.” Hún hélt fast um hönd hans og svaraði: “Mig gildir einu hvert leiðir okkar liggja, ef við erum saman.” Hann dró lítinn böggul upp úr vasa sínum og rétti henni. “Þetta átti eg að færa þér.” “Burke! Hvað er það ?” “Guy bað mig færa þér það frá sér, með ástarkveðju. Eg lofaði að skila því í kveld. Gáðu hvað það er.” Hún' tók við og rakti umbúðirnar utanaf, dálítið skjálfhent. “Ó, Burke!” f lófa hennar lá gimsteinninn og glitraði sem logandi eldur. “Gimsteinninn!” sagði hún í hálfum hljóðum. “Já, gimsteinninn,” sagði Burke. “Hann fékk mér hann rétt áður en hann skildi við, og bað mig skila til þín að eiga hann ekki, heldur selja. ‘Hún á að selja hann,’ voru hans orð, “Eg vann hann fyrir hana og hún á að njóta hans’.” “En í rauninni er hann þín eign,” sagði Sylvía. “Nei, þín”, svaraði Burke staðfastur. — “Samt held eg hann hafi séð rétt, að þér sé hentast að selja hann. Piet Vreiboom og Hoff- steins hákarlar vilja fegnir ná í hann, en vita ekki hvar hann er niðurkominn. Donovan fór kænlega að fela ferilinn. En þeir eru vissir með að komast að því. Þetta er ekki einn af þeim munum sem geyma skal.” Hún sneri sér að honum og segir: “Eig þú hann félagi! Hann var unninn fyrir þína pen- inga og enginn er betur að honum kominn en þú.” — “Þút átt hann!” svaraði hann. “Jæja,” sagði hún brosandi, ef eg á hann, þá gef eg þér hann, og ef þú átt hann, á eg hann með þér. Við erum félagar, erum við ekki? Er ekki það sem Guy ætlaðist til?” Hann svaraði brosandi: “Nú — kanske.” Hún stakk gimsteininum í lófa hans og krepti fingur hans að. “Hér er um ekkert kannske að gera. Við skulum koma gimsteininum til Donovans og fá hann, til að selja gripinn. Og að því búnu—” “Já?” sagði hann. Hún stakk hendinni undir arm hans. — “Mundi þér þykja mjög leitt, félagi, að fylgja mér til Englands — rétt snögga ferð? Mig langar að sjá hann pabba minn og segja honum hve sæl eg er. Honum mundi líka að fá það að vita.” “Það skal eg glaður gera,” sagði hann. Hún þrýsti að handlegg hans og bað hanr hafa þökk fyrir. “Og svo komum við hingað aftur. Eg vil hverfa hingað aftur, Burke. Hér er ekki framandi manna land lengur Eg á hér heima og rétt hér er hátindur veraldar. Á eg að segja þér hvernig við fórum að ná hingað?” Hann lagði arminn utan um hana. Hún leit upp á hann og sagði: “Með trún- aði og með elsku, yndið mitt. önnur leið er ekki til! Svo kendir þú mér.” Hann kysti hana heitum kossi, hrærður á sál og líkama. “Eg elska þig af öllu hjarta,” sagði hann. “Guð einn veit hvað mér þykir vænt um þig!” Hún hló við lágt og blítt og hjúfrað- ist að honum. “Veiztu það félagi,” sagði hún, “að þetta vildi eg heyra þig segja? Mig hefir langað og langað til þess svo fjarska lengi. Og á þeirri stund voru þau nær stjörnun- um sem tindruðu upp yfir þeim, heldur en ver- öldinni sem lá fyrir fótum þeirra. Fyrir þá sem hafa haft sögu þessarar not, birtist hér á ný formáli þeirrar konu sem samið hefir söguna, í þýðingu Dr. Sig. Júl. Jóhannes- sonar: “Þótt árunum fjölgi þig ávalt eg man” Er hamingjutindinum hæsta þú nærð og himnarnir blasa þér við, þar skelfa ekki stormar né hríðar né hret, —Þú hvílist við unað og frið. Hvort verður það auður og virðing og frægð, Sem veittu þér sigrandi dáð? Nei; ástin og trúin: Þær lýstu mér leið til lífsins — og skaparans náð. ÆFEMINNING - MAFNSPJÖLD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusimi: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að finnl á skrifstofu kl. 10—l f. h. og 2—6 e. h. Heimill: 46 Alloway Ave. Talsimi: 33 15S María Sesselja Hannesson Hún dó að heimili sínu 5 mílur norðaustur frá bænum Lang- J ruth, Man., 8. júlí 1937. Bana- mein hennar var innvortis mein- semd er hún hafði þjáðst af í meira en ár. Hún var fædd 15- febr. 1887 og var því nokkra mánuði yfir fimtugt er hún lézt. Hin látna fæddist að Tungufelli í Lunda- reykjadal, Borgarfjarðarsýslu.— Foreldrar hennar voru Ólafur Þorleifsson frá Svartagili í Þing- vallasveit, (nú dáin fyrir liðug- um þremur árum), og kona hans Sesselja Guðbjörg Guðnadótitr frá Haga í Grímnesi, Árnes- sýslu, (nú 86 ára, er til heimilis hjá syni sínum Guðna og tengda- dóttur Eyjólínu). Þegar hin látna var þriggja mánaða fluttu foreldrar hennar til Ameríku, en af því að í þá daga dóu svo mörg börn á leið- inni yfir hafið, var henni komið fyrir hjá vinfólki, þeim hjónum Halldóri Daníelssyni, (fyrrum Alþingismanns, er bjó að Lang- holti í Bæjarsveit í Borgarfirði) og konu hans Marínu Bjarna- dóttur. Ólst hún upp hjá þeim hjónum þar til að 13 ára fluttist hún með þeim til Ameríku og fór þá til foreldra sinna er bú- sett voru á Big Point, fimm míl- ur austur þaðan sem nú er Lang- ruth. Sesselja sál. stundaði nám á Big Point alþýðuskóla, og þrátt fyrir það að hún kunni ekki orð í hérlendu máli þegar hingað kom, fleygði henni svo fram með skólanám að eftir tæp 3 ár út- skrifaðist hún úr 8. bekk. Þar næst gekk hún á æðri skóla í Winnipeg og fullnumaðist svo að hljóta kennaraleyfi. Kendi hún svo alþýðuskóla í nokkur ár, þar til haustið 1912. giftist hún eftirlifandi eigin- manni sínum, Hallgrími Árnar syni Hannesson, sem nú býr um 5 mílur austur af Langruth. — Hallgrímur er sonur þeirra mætu hjóna Árna Hannessonar (nú dáin) og konu hans Guðrúnu Hallgrímsdóttir, frá Björnúlfs- stöðum í Húntvatnssýslu. Þau Sesselja sál. og Hallgrím- ur lifðu í ánægjulegu og frið- sömu hjónabandi í nærri 25 ár. Á þeim tíma eignuðust þau 7 börn sem öll eru á lífi, sem nú skal telja: Árni Wilfred, giftur Irene Branford, af hérlendum ættum, til heimilis hjá föður sínum. Arthur Marino, ógiftur, einnig til heimilis hjá föður sínum. Guðbjörg Marjory, gift Pálma Johnson, búsett í Big Point bygð. Tómás Ingimar, ógiftur, til heimilis í föðurhúsum. Jacob F. Bjaniason —TRANSFER— Baggage and Furniture Momng 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annafit allskonar flutnlnga fram og aftur um bæinn. margaret dalman tbacher OF PIANO *S4 BANNINO ST Phone: 26 420 Winnifred Guðrún, ógift, Dor- othy og ólafur Leonard, öll í föðurhúsum. öll eru börnin mannvænleg í fylsta máta. Sessleja sál. var fullkomlega meðalkona að hæð, og samsvar- andi í byggirigarlagi. Hún var fríð sýnum, gáfuleg, einarðleg og skemtileg mjög í framkomu. — Glaðlynd var hún, skynsöm mjög og ræðin. Mikin þátt átti hún í félags- skap bygðarinnar, bæði í fram- kvæmdarnefndum og á skemti- skrá. Er hennar því saknað eigi all-lítið af þeim er í samverkum voru í félagsskap bygðarinnar. Hún var ástrík og umhyggju- söm móðir og stundaði vel sín heimilisstörf. Hún var framúrskarandi myndarleg í verkum, víðlesin og fróð um flest er almenning varð- ar, eðlileg afleiðing af því and- rúmslofti er hún naut á æsku- árum þar sem þjóðarmál voru rædd iðulega, og fróðlegar bæk- ur á heimilinu nógar. Hana syrgja ástríkur eigin- maður, börnin, sem fyr eru upp- talin og systkini þrjú, Hólmfríð- ur (Mrs. S. B. Olson) í Lang- ruth, Man., Guðni í Langruth, Man., og Anna (Mrs. Geo. Lamb) í Winnipeg, Man., og fjöldi af vinum og vandamönnum. Æfin var alt of stutt. Það erfiðasta má segja var afstaðið, og framundan virtist blasa frið- samur og ánægjúlegur seinni hluti æfi dagsins, er hún var kölluð burt. Hún var jarðsungin 9. júlí frá lútersku kirkjunni í Langruth, og hvílir í Langruth grafreit. Séra Carl Olson jarð- söng og flutti hjartnæma og til- finningaríka ræðu, eins og hon- um er lagið. Guð gefi henni þæga vistar- veru í sínu dýrðlega ríki, í sam- ræmi við það sem hún svo fast- lega trúði. S. B. O. DÓMURINN f fletinu var furðu heitt— Fjandinn stóð með rökinn! Þessi átti ekki neitt Annað en þrælatökinn. Jak. J. Norman Er hamingjutindinum hefir þú náð og himininn nánar þér færst og einstjklings draumarnir horfið sem hjóm en heimsdraumar skapast og lærst. Hvort mun hún þá heilla þig móðir vor jörð og mannlífið jarðbundna hér? Nei, upp mun eg líta og leita að sál, sem lofaði að bíða eftir mér. Því flestum, sem hamingju hátindum ná finst heimsdýrðin lítilsverð öll hjá rimunum sterku sem stigu þeir á í stiganum upp á þau fjöll; og mér finst sem auður og metorð og frægð sé mönnunum hvikult og valt: 1 í trúnni og ástinni gæfa þeim gefst, með guðskrafti sigra þeir alt. G. S. THORVALDSON B.A.. LL.B. Lög/reedingur 702 Confederatlon Llfe Bldg Talsíml 97 024 w. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON tSLENZKlR LÖGFRÆÐINOAR á öðru gólfl 325 Main Street Talsimi: 97 621 Hafa einnlg skrifatofur að °e Gimli og eru þar að hJtta, fyrsta mlðvlkudag f hverjum mánuði. ^ M. HJALTASON, M.D. ELMENNAR LÆKNINOAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lsetur ÚU meðöl i viðlögum ViStalstímar kl. 2_4 «. h 7—8 að kveldinu Sími 80 857 666 vlctor gt , A. S. BARDAL selur líkklstur og annaat um útfar- ir. Allur útbúnaður sá besU — Ennfremur selur hann allskonar mlnnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE 8T. Phone: 66 607 WINNIPEO Dr. S. J. Johannes.ion 218 Sherburn Street Talsími 30 877 VlOtalstimi kl. 3—5 e. h. Dr. D. C. M. HALLSON Physiclan and Surg'eon 264 Hargrave (opp. Eaton’s) Phone 22 775 Rovatzos Floral Shop 206 Notre Dame Ave. Phone 04 054 Presh Cut Flowers Daliy Plants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Designs lcelandlc spoken thl watch shop Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watcheo Marriage Lic.enses Issued 699 Sargent Ave. Dr. A. V. JOHNSON ISLENZKUR TANNLÆKNIR 212 Curry Bldg., Wlnnlpeg Gegnt pósthúslnu Slmi: 9« 21» Heimilit: 33 3U J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental. Insurance and Financial Agentt Slmi: 94 221 600 PARIS BLDQ.—Wlnnlpeg Gunnar Erlendsson Pianokennari Kenslustofa: 701 Victor St. Sími 89 535 Orric* Phoni Res. Phoiu 87 293 72 40» Dr. L. A. Sigurdson 109 MKDICAL ART8 BUILDINQ Omc* Hoprs : 13 - 1 4 P.M. - 6 P.M. AMD BY APPOINTMBNT

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.