Heimskringla - 29.12.1937, Síða 3

Heimskringla - 29.12.1937, Síða 3
WINNIPEG, 29. DES. 1937 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA hlið við hlið, inni í þeim. “Móðir okkar, þú og eg og móðursystir þín, sem við um það leyti verðum búin að koma í gott skkp og ef við getum fengið Ard- enworth til að koma (hann er sá bezti náungi sem nokkurn- tíma hefir dregið andann), þá held eg að vinahópurinn sé allur. Á meðal annara orða, eg er óró- legur út af Ardenworth, það er svo langt síðan að við höfum séð hann. Eg hefi að minsta kosti farið heim til hans fimm sinnum, og skrifarinn hans, sem eins og þú veizt er afar einkennilegur útlits, hefir altaf svarið og sárt við lagt, að hann væri ekki heima. Helen! Þú sem þekkir hann svo vel, segðu mér hvemig eg get orðið honum að liði? Þú veizt að eg er stór auðugur eða verð það innan eins eða tveggja mánaða. Eg get aldrei eytt öll- um þeim auðæfum nema að vinir mínir hjálpi mér til þess. Er það ekki sorglegt að sá ágætis- maður skuli vera svona fátækur> og leyfa mér samt að kalla sig vin, eins og að sú vinátta sé í því fólgin að annar vinanna lifi við allsnætgir, en hinn í algerðu allsleysi. En samt dirfist eg ekki að bjóða honum hjálp. — Helen þú skilur mig. Látum okkur sameiginlega finna ráð til að bæta kjör hans, þrátt fyrir andstöðu hans.” Það var þessi hreina hugsun og æskumanns áhugi sem ekki aðeins hafði læst sig inn í hjarta Helenar heldur líka sál hennar, því hún sjálf átti óþroskaðar skáldlegar hugsjónir og í tali og hugsjón elskhuga síns, sá hún fegurri skáldskap, heldur en oft er krossfestur innan hljóms- og höfuðstafa, — skáldskap óeigin- gjamra verka og drengskapar hugsjóna. Hana sárlangaði til að kyssa höndina sem hún hélt í. Hún færði sig nær Percival og mælti: “Elsku Percival, stundum furðar þig hvernig á því stend- ur, að eg vil heldur hlusta á þig en eldlegu mælskuna úr honum Mr. Varney, eða hana móður- systir mína útmála framtíðar- vald sitt og virðingu — þau tala bæði vel, en þau eru altaf að tala um sjálf sig, þar sem þú-----” Percival stokkroðnaði og tók fram í fyrir henni, svo varð stutt þögn. “Jæja,” hélt Helen áfram, þú varst að tala um hann frænda minn, en þú þekkir hann illa, ef þú heldur að nokkur þau brögð er við kunnum að beita geti lokkað hann út af sjálfstæð- isferli hans, og eins vænt og mér þykir um hann, þá gæti eg ekki óskað honum þess. En vertu ekki órólegur út af honum, hann er einn af þeim mönnum sem fædd- ir eru til þess að verða að manni og það án hjálpar annara.” — “Hvernig veit spákonan fallega þetta?” spurði Percival með fullorðins manns myndug- leika. “Eg þekki heiminn betur en þér og eg fæ ekki skilið hvers- vegna að Ardenward ætti að verða meiri maður, eins og þú kallar það, fyrir að berjast á- fram einn, eða hversvegna að hann ætti að verða minni maður fyrir það, þó hann færði rúmið sitt á álitlegri stað en það nú er og léti mig skaffa sér hest, vagn og kúsk. Þó að Percival hefði talað um að kaupa fíl, eða kínverskan burðarstól, þá hefði Helenu ekki getað verið betur skemt. Hún klappaði saman höndunum af ánægju og skelli hló, en þegar að hún leit framan í kærasta sinn sá hún að honum hafði mislíkað, svo hún mælti al- varlega: “Veiztu ekki hvað það er að finna til sannfæringar sem mað- ur getur ekki lýst í orðum? Eg finn einmitt til þess í sambandi við frænda minn og framtíð hans. Eg veit ekki hversvegna> að eg geri það í hvert sinn sem hann talar um framtíðina. Það er eins og að hún heyri honum til, þrátt fyrir það, þó mér virðist hún í fjarlægð og í þoku. “Það er satt Helen, hann legg- ur alt út eins og reiti í landar- eign sinni. Það er ekki unt einu sinni að brosa þegar hann talar blátt áfram um, að á þessu ald- ursári verði hann orðinn leiðtogi í héraði sínu. Eftir vissan tíma stórauðugur og að á ákveðnum tíma verði hann orðinn þing- maður — lengra fram í tímann fer eg ekki að þessu sinni en þeg- ar að hann er búinn að ná síðasta takmarkinu verður hann orðinn 43 ára og hefir átt í stríði við örbirgð allan þann tíma.” “Það er engin örbirgð til fyrir þann mann sem lifir í framtíð- inni,” mælti Helen með hrifningu sem tíðum brá fyrir í æskulífi hennar og var fyrir bæði þess þroska sem vænta mátti síðar ef henni entist aldur. Ardenworth getur aldrei orðið fátækur. — Hann er eins auðugur í vonum sínum og við erum í----” Helan stein þagnaði alt í einu og roðn- aði — leit niður og hélt áfram: “Þú mættir eins aumkva mig, þegar eg er á gangi hér í garðin- um og þú ert ekki með mér. Hugur minn dvelur ekki við þá göngu túra. Hann er hjá þér.” Rödd Helenar var klökk og viðkvæm er hún talaði síðustu orðin, svo reis hún á fætur og settist niður undir stóru eikartré sem þar stóð í garðinum og hann hjá henni. Þau þögðu bæði stundarkom. Percival hugfanginn, Helen í dularfullri leiðslu sem hún átti vanda til og bæði var angurblíð og hugljúf. Percival rauf þögnina og mælti: “Helen, síðan að eg kynt- ist þér, þá finst mér lífið alvar- legra en áður. Eg finn til meiri alvöru og ábyrgðar heldur en eg þekti áður. Skyldur Helen, til að verða þín verðugur. Viltu gera það fyrir mig að brosa. Nei þú getur ekki brosað. Eg get ekki neitað því, að eg hefi stund- um fundið til metnaðar. Stund- um þegar að eg var drengur, þeg- ar eg með Plutarch í hönd mér lá undir sedrus-viðar trjánum á Laughton. Stundum sem sjó- maður eftir að hafa lesið um Collingwood og Nelson, þá stalst eg frá félögum mínum og lét mig dreyma um blikandi hafið og skipin sem klufu öldumar á milli landa, tignarleg og mikilfeng. En eftir að arfurinn mikli féll VÉR ÓSKUM YÐUR ALLRAR FAR- SÆLDAR Á HINU NÝJA ÁRI SEM NÚ FER 1 HÖND. VÉR ÞÓKKUM VIÐSKIFTI LIÐINS ÁRS. BLACKWOODS BEVERAGES LIMITED WINNIPEG, MAN. mér í skaut — þegar að eg þurfti I ekki lengur að hugsa neitt um framtíðina, þá hurfu mér þessir framtíðar draumar smátt og smátt. Já, eg skil þegar að eg hugsa um það, hvers vegna að j fátæktin sjálf skerðir ekki, held- ur örfar framsóknarþrek Arden- worths. En síðan að eg kyntist þér, kæra Helen þá hafa þessir æfintýra draumar komið til mín aftur. Sá sem þig fær ætti — nei verður — að vera betri mað- ur en alment gerist. Helen”, mælti hann um leið og hann reis hvatskeytilega á fætur. “Eg skal aldrei ánægður verða, unz þú ert eins stolt af vali þínu, eins og eg er af þér.” Það virtist að Percival, þar sem hann stóð hefði stigið yfir bilið sem er á milli æskunnar og fulltíða manns. ó- vanalegur þungi var í orðum hans, og máttur. Augun hvöss og staðföst og alt útlit hans bar vott um tíguleik hins þroskaða manns. Helen horfði þegjandi á hann, og henni var svo þungt um hjartaræturnar, að í stað orða, bráust fram flóð tára. Þegar Percival sá hana gráta kraup hann við hlið hennar. Tók hana í fyrsta sinni í faðm sér og kysti tárin af augum henni. — “Hvernig fór eg að móðga þig og hversvegna ertu að gráta?” spurði hann. “Lof mér að gráta, Petcival, elsku Percival! Tárin eru eins og bænirnar, — þau tala til guðs um þig.” J. J. Bíldfell þýddi KARLKÓR REYKJAVÍK- UR KOMINN HEIM Mannfjöldinn, sem beið komu “Dr. Alexandrine” í gærdag á hafnarbakkanum, skifti þúsund- um. Stillilogn var er skipið, sem var hátíðaflöggum skreytt, lagðist upp að. Allur þessi viðbúnaður var til heiðurs Karlakór Reykjavíkur, sem var að koma úr söngför sinni til útlanda — söngför, sem hefir verið sannkölluð sigurför, eftir blaðaummælum og ánægju- svipnum á söngmönnurium sjálf- um að dæma. Þegar “Dr. Alexandrine” var að leggjast upp að, mændu augu allra á einn stað á þilfari skips- ins, þar sem hópur manna með hvítar einkennishúfur stóð. Og alt í einu kvað við sterkur karla- kórssöngur: ‘Landið vort fagra’. Einnig söng kórinn “ísland” eftir söngstjórann Sigurð Þórð- arson. Mannfjöldinn þakkaði með lófaklappi. Sigfús Halldórs bauð kórinn velkominn með nokkrum orðum og mannfjöld- inn hrópaði ferfalt húrra. Fararstjóri Karlakórs Reykja- víkur, Qiiðbrandur Jónsson pró- fessor, þakkaði viðtökurnar og' bað kórinn að hrópa ferfalt húrra fyrir ísland. Er þessum einföldu en þó hátíðlegu móttök- um var lokið, þyrptust vinir og vandamenn til að bjóða kórfélag- ana velkomna. Þegar mestu fagnaðarlátunum var lokið og fólkið var farið að týnast burtu, tókst mér að ná tali af formanni Karlakórs Reykjavíkur, Sveini G. Björns- syni póstfulltrúa. Hann sagði mér í fáum dráttum frá ferða- lagi kórsins. Kaupmannahöfn Kórinn fór héðan með Gull- fossi 2. nóvember og hélt fyrstu söngskemtun sína erlendis í Odd- fellow-Palæet í Kaupmannahöfn. Hafa borist ítarlegar fréttir af söng kórsins í Höfn og hinum lofsamlegu blaðaummælum, sem hann fékk þar. Um allan undir- búning undir komu söngmann- anna í Höfn sá forseti íslendinga- félagsins Marten Bartels banka- fulltrúi og fórst ágætlega úr hendi. Berlín Frá Höfn fór kórinn til Berlín og söng í Bach-salnum. Aðsókn var þar mjög sæmileg og öll Ber- línarblöðin birtu undantekning- arlaust afar lofsamlega dóma um söng kórsins. Á meðan kórinn dvaldi í Berlín eyddu söngmenn- irnir frístundum sínum til að aka um borgina og skoða hana. Prag Næst söng kórinn í Prag í hin- um fræga Smetana-sal. Voru vjðtökur hinar ágætustu og var söngstjóranum, Sigurði Þórðar- syni og einsöngvaranum Stefáni Guðmundssyni sýndur sérstakur heiður. Að söngskemtuninni í Prag lokinni, voru söngmenn í boði háskólakennara þar í borg. Vínarborg Næsti áfangi kórsins var Vín- arborg. Þar hafði hinn alkunni íslandsvinur Baron von Jaden séð um móttökur og annan und- irbúning, enda voru þær með á- gætum . Á brautarstöðinni í Vín var fjöldi fólks til að taka á móti kórnum. Tólf ræður voru haldnar á brautarstöðinni. Meðal ræðu- manna voru Baron von Jaden, prófessor Weischappel, faðir F. Weischappel píanóleikara kórs- ins. Er prófessor Weischappel forseti kennarasambandsins í Vínarborg og varaforseti kenn- arasambands Austurríkis. Auk þess töluðu fulltrúar frá ýmsum tónlistarfélögum, þ. á m. Herr Weis, sem er forseti alþjóðafé- lags söng- og hljómlistarmanna í Vínarborg. Hljómleikar kórsins í Vínar- borg voru sérstaklega hátíðlegir. Varð kórinn að endurtaka mörg lögin og syngja aukalög. Fögn- uður áheyrenda varð þó mestur er kórinn söng að lokum Vínar- valsana, sem allir kannast við hér heima í meðferð Karlakórs Reykjavíkur. Virðingarvottur á báðar hliðar Á miðjum hljómleikunum af- henti v. Jaden barón söngstjór- anum forkunnar fagran lárviðar- sveig. En söngstjóri afhenti v. Jaden heiðursmerki kórsins og gerði hann að heiðursfélaga. Við sama tækifæri voru þeir Sigurð- ur Þórðarson og Stefán Guð- mundsson gerðir að heiðursfélög- um í Skandinaviska klúbbnum í Vínarborg. í 10 mínútna hléi lék Björn Ólafsson (ólafs Björnssonar rit- stjóra) nokkur sólólög á fiðlu við mikla hrifningu áheyrenda. Á meðan kórinn dvaldi í Vín- arborg sat hann mikla veislu á Hotel Imperial, sem dansk-ís- lenzki konsúllinn í Vínarborg, Julius Meinl, hélt kórnum og fs- lendingum búsettum í Vínarborg. (Þeir munu vera 6: Frú Borg- hildur Björnsson, Björn ólafs- son, Martha Thors, Gylfi Þ. Gíslason, Ármann Halldórsson og Grímur Magnússon læknir). Var þessi veizla hin veglegasta og ekkert til sparað. Einnig bauð Herr Meinl, sem var vemdari hljómleikanna, kórnum í marga klukkustíma akstur til að skoða borgina. í Vínarborg sat kórinn einnig veislu hjá v. Jaden barón Leipzig Frá Vínarborg var haldið til Leipzig í Þýzkalandi. Hélt kór- inn þar samsöng í “Kaufhaus- Saal”. Aðsókn var þar mjög sæmileg og var gerður hinn bezti rómur að söng kórsins. Yfirleitt var það svo, að menn voru forviða á því hve kórinn fékk mikla aðsókn á þessum tíma árs þegar hljómleikar eru á hverju kvöldi og nógu er úr að velja. Mun hin góða aðsókn stafa af því að mönnum mun hafa fundist nýlunda að heyra íslenzk- an karlakór. Bæjarstjómin í Leipzig bauð kómum í ökuferð um borgina og dansk-íslenzki konsúllinn þar í borginni, Jej, hélt kórnum veizlu. Hamborg Síðasta borgin, sem Karlakór Reykjavíkur söng í, var Ham- borg. Undirbúning þar höfðu þrjú félög boðist til að hafa með höndum: — íslendingafélagið, Skandinaviska-félagið og Nor- ræna félagið þýzka. Þegar til kom neitaði kórinn að syngja í húsnæði því, sem honum hafði verið valið. Var það gamalt leik- hús, mjög úr sér gengið og hrör- legt. Um kvöldið héldu svo hin þrjú fyrnefndu félög veizlu fyrir kór- inn og í þeirri veizlu söng hann nokkur lög. Daginn eftir tilkyntu blöðin að þau myndu birta dóma um sönginn vegna þess hve full- trúar blaðanna hefðu orðið hrifn- ir af söngnum. Sungið á grammófónplötur Frá Hamborg hélt kórinn svo til Kaupmannahafnar og söng þar inn á plötur hjá “His Masters Voice”. í danska útvarpið söng kórinn 23. þ. m. og fóru blöðin mjög lofsamlegum orðum um söng kórsins í útvarpið. Til marks um það hve söngur kórsins líkaði vel er eftirfarandi: Búið var að semja við danska útvarpið um að kórinn skyldi fá 500 krónur fyrir 25 mínútna söng. En er forstjóri útvarpsins hafði heyrt kórinn syngja til- kynti hann að útvarpið myndi greiða 800 krónur fyrir 25 mín- útna söng. Um ferðalagið í heild má segja að það hafi verið afar ánægju- ríkt. Allir söngmenn frískir og engar tafir. Mjög rómaði Sveinn G. Björnsson alla framkomu far- arstjórans, prófessors Guðbrand- ar Jónssonar, sem var eins og Sveinn komst að orði “alveg prýðilegur fararstjóri”. Að lokum spyr eg Svein um framtíðar fyrirætlanir kórsins— söngskemtanir, eða hvað ? — Já, segir Sveinn, við mun- um halda hér söngskemtanir við fyrsta tækifæri.—Mbl. 30. nóv. LAUSAVÍSUR Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BirgUlr: Heary Ave. Eaat Sími 95 551—95 552 Skrlfstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA sextíu og sjö eru liðnir vetur, síðan fyrsta geislan sólar leit. Úr hversdagslífinu Sól fyrir gleði gremi ský, gengur mörgu sinni; og sviknar vonir einar í, æfiminningunni. BACK TO THE PLAIN Take me back to the home, Where the Coyotes still roam; Back to the wide open plain. Let me ride o’er the hill, Till I drink in my fill, Of fresh air, sunshine and rain. Let me stack the new hay, In the meadow all day; Let me harvest the ripening grain. In a cabin of sod, Where I’m nearer to God, I’ll find restful sleep once again. That sleep free from dreams, Of vast wealth and schemes For power, prestige and fame, In the cities mad din With its glamor and sin That bring only sorrow and pain. I would shake from my feet The dust of the street; And true as a dove to it’s mate, Fly back to the west, With life at its best, Untamished by rancor and hate. Eftir H. Marteinsson Á vetrardag fyrsta 1937 Lengjast skuggar lækkar sólar- gangur, læðist kvíði í hugarfylgsni inn að vetur þessi verði langur, strangur og væti marga tárum föla kinn. ___ ? ___ Margra hefir frami og fjör fjarað í léndingunni. Skyldu alheims æfi kjör ofin af hendingunni? Við lestur Mörg var klausan gild og gleið og grein úr ritning fyndin. En ei komst Ranka alla leið upp á sannleiks tindinn. Bón til kunningja • Legðu flösku á leiðið mitt, liðinn mun eg fagna, það mun hver einn súpa sitt, síðsta kvöldið ragna. Kveðið á sumarldaginn fyrsta 1933 I woulcf rise in the mom Ere the night’s shades are borne Away from the earth by the sun, As he peers o’er the birm Bringing vigor and vim For another days labor and fun. I would list to the peep Of birds half asleep, As the dawnbeams their plumage adorn; The crescendo of sound, Of life all around, Proclaiming a new day is bora. I’d be the first to view The diamonds of dew, That dance on each emerald- blade; And revel in treasure No mortal can measure In colors of jasper and jade. From the silvery mist, O’er the meadow sunkissed Rise visions of life yet to be On a spot touched by love From the Heaven above, In a land where my soul can be free. M. A. Thorfinnson Eg er fæddur — er það fært í letur — á Álftagerði í Mývatns fögru sveit, Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu "BOTTLEO BtlfE* I CHAMTIOHSHIO' Ewtish EKntt, Lokooh 9 . 1937/m Eottlimc. AWAROCO THEGOLD CHAMPIONSHIP MEDAL 8ILVCR ANO BRONZE MEDALS LONDON ENGLAND 1937

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.