Heimskringla - 29.12.1937, Síða 7
WINNIPEG, 29. DES. 1937
HEIMSKRINGLA
7. SÍÐA
HEYRT OG SÉÐ
eftir Alþbl.
Karl einn í smáþorpi úti á
landi kom í næsta hús og fór að
tala um veðurútlitið. Sagði hann,
að útvarpið hefði sagt sér, að það
yrði úrkoma daginn eftir, og
bætti svo við:
— En eg trúi því nú varla. Eða
hvað sagði það ykkur?
* * *
Kerling ein var að tala um
það, hvað sér þætti gaman að því
að hafa útvarp. Var hún þá
spurð að því hvað henni þætti
skemtilegast af því, sem útvarp-
ið flytti:
— O, það er langmest huggun
að jarðarförunum, sagði kerling-
* *
Lögreglan í Hedinge í Dan-
mörku hefir nýlega haft ein-
kennilegt mál til meðferðar. —
Fiskimanni nokkrum, sem hafði
þótt nokkuð gott í staupinu,
hafði verið bannað á sínum tíma
af dómstólunum að neyta áfeng-
is. En hann hafði fallið í freistni
og lögreglan rakst á hann all-
mikið drukkinn. Hann neitaði því
ekki, að hann hefði neytt áfeng-
is, en hann kvaðst hafa dukkið
sig fullan utan landhelgislínu og
þar hefði hann álitið að banmð
gilti ekki.
* * *
Þessar vísur eru eftir Einar
Benediktsson, og munu þær vera
með því síðasta, sem skáldið hef-
ir ort:
•
Svipur Blálands sveif mér hjá. 1
Sunna há mig brendi.
Æfiþrá mín er að fá
yl, sem þá eg kendi.
Gengi er valt, þar fé er falt,
fagna skalt í hljóði.
Hitt ar altaf hundrafalt,
sem hjartað galt úr sjóði.
* * *
Sigurður Pálsson lögréttumað-
ur og skáld í Skógarnesi (d.
1720) kvað eftirfarandi vísu,
þegar hann kom frá greftrun
sonar síns:
Saman kemur hrygðin hrum,
hrimult stundum af eg þrim.
Gamans þó að glansi brum,
glymur undir sorgarbrim.
* * *
Gestur sál. Einarsson á Hæli í
Eystri-Hrepp var skarpgáfaður
maður og annálaður fyrir það,
hve hagorðum hann var og fljót-
ur til svars.
Eitt sinn bað vinnumaður hans
— sem var mesti æringi — hann
um að semja grafskrift yfir sig
látinn. Og varð það að sam-
komulagi milli Gests og vinnu-
manns, að Gestur leysti þetta
verk af hendi strax, svo graf-
skriftin yrði til á sínum síma.
Varð þá Gesti að orði:
ólafur Sæmundsson er sagður
dáinn,
sjálfsagt mun skrattinn hirða af
honum náinn.
Sálin hún slapp og sveimaði út í
bláinn,
seint mun hún guða á himna-
ríkisskjáinn.
* * *
Eitt sinn voru þeir á ferð Gest-
ur og brynjúlfur Jónsson (rithöf.
og skáld frá Minna-Núpi) og
kona að nafni Björg. Það var um
vornótt og tók þau að syfja og
Gesti varð það á að fara að
geispa.
Þá segir Brynjúlfur til Gests:
Ertu að geispa elskan mín
aftan við hana Björgu?
Gestur svarar samstundis:
Hlægir mig hvað heimskan þín
hefir orð á mörgu.
Ennfremur kvað Brynjúlfur:
Meyjarkoss er mesta hnoss
munaðsblossi friður.
Gestur:
Krossatossi á eftir oss
einn á hrossi ríður.
(Brynjúlfur var dannebrogs-
maður.)
* * *
Eitt sinn fór Gestur til út-
landa, og kvaddi hann nágranna
sína og kunningja, eins og geng-
ur og gerist við slík tækifæri.
Þar á meðal var einn náungi,
sem mjög öfundaði Gest af veg
hans og virðingu og kvaddi hann
mjög fleðulega og óskaði honum
allra heilla á ferðalaginu og bað
guð að blessa hann.
Þá varð gesti að orði:
Varirnar sögðu: Vinurinn minn,
veg þinn drottinn greiði.
En hjartað ansar: Andskotinn
annist þig og leiði.
Vonin syngur sorg í kút
sálin yngist, nýtur.
Tíminn hringir alla út
æfiþingi slítur.
Allir hæla einni bók
— eins og bræður hittast,
hver þar öðrum eftir tók
ætli þeir hafi smittast?
Þó værirðu í lífinu verstur
verðurðu í dauðanum bestur.
Þá færðu mynd og minning
mannlán og heiðurs kynning.
Ýmislegt enn þá mig heftir,
ekki eg fylgi þeim.
Þó eitthvað eg verði á eftir
eilífðin tekur mig heim.
Með meiri og meiri hraða
að markinu sækja þeir.
Efnið á axlir vaða,
andinn í tækni deyr.
Heims um ból ’in helgu jól
hafá í njóluvita —
enga fjólu ekkert skjól
eða sólarhita.
J. S. frá Kaldbak
HLAÐBÆJARSKIPIÐ
Á FJóNI
Eftir Ragnar Ásgeirsson
FYRIRSÖGN ENGIN
— f flýti hripað
skuggum löngum í skammdegi
svipað.
Norðri bindur afl og orð
í helmyndir fanna.
Frosinn vindur fer um storð
fyrir syndir manna.
Glaður, mætur draumur dó
dagsins fæti undir.
En hann rætist aftur þó
ýmsar nætur stundir.
All-Canadian victory íor pupils of
DOMINION BUSINESS
COLLEGE at Toronto Exhibition
Pupils of the DOMINION BUSINESS COLLEGE,
Winnipeg, were awarded FIRST PLACE in both
Novice and Open School Championship Divisions of
Jhe Annual Typing Competition.
Miss GWYNETH BELYEA won first place
and silver cup for highest speed in open
school championship with net speed of 92
words a minute..
Mr. GUSTAVE STOVE won first place and
silver cup for highest speed in Novice Sec-
tion of typing contest. His net speed was
76 words a minute.
Miss HELEN BRIX, another D. B. C. pupil,
won second place for accuracy in the novice
division!
Miss DOROTHY MAXWELL, a D. B. C.
student, came foyrth in the open school
championship section!
The Dominion sent four pupils to Toronto
and they won two firsts, a second and a
fourth place!
The contest officials announced at the Coliseum before an
audience of 9,000 people that the Dominion Business
College, Winnipeg, had the best showing of any com-
mercial school in the competition!
There were 107 contestants!
ENROL NOW
DOMINION
BUSINESSCOLLEGE
WINNIPEG
FOUR SCHOOLS: THE MALL—
ST. JAMES — ST. JOHN’S — ELMWOOD
Við Kertemindefjörðinn a
Norðurfjóni er fagurt um að lit-
ast. Landið er þar víða ekki eins
flatt og sumstaðar annarsstaðar
í Danmörku, en þar skiftast á
hólar og lautir, akrar gulir og
grænir skógar, og inn í þessa
frjósömu fegurð skert fjörður
inn.
f bænum Kerteminde býr mað-
ur, sem margir kannast við
heima á íslandi, málarinn Jó-
hannes Larsen, einn af helstu
listamönnum okkar Norðuralnda
búa. Hann hefir tvívegis ferðast
á fslandi og teiknað margar
myndir í útgáfu Dana af fslend-
ingasögunum.
Ef þér megið vera að því að
koma yfir á Fjón, þá skal eg sýna
yður eyjuna, sagði hann við mig
um daginn, er við hittumst í
Höfn — og eg þakkaði fyrir gott
boð og fór. Við ferðuðumst svo
um Fjón í nokkra daga, skoðuð-
um borgir og bæi, listasöfn og
forngripasöfn, og síðast en ekki
sízt guðs grænu náttúru, sem er
óvenjulega græn og frjósöm þar,
borið saman við aðra hluta Dan-
merkur.
Margt ber þarna merkilegt
fyrir augu ferðamannsins bæði
nýtt og gamalt, því Danir eiga
sögu, sem nær um tíu þúsund ár
aftur í tímann. Svo gömul eru
hin fyrstu spor, sem fundist hafa
eftir menn á þessum slóðum. Hér
mun eg þó ekki reyna að segja
frá nema einu af því, sem fyrir
augu bar, fjórða og síðasta dag-
inn, sem eg dvaldi á Fjóni: vík-
ingaskipinu í Ladby við Kerte-
mindefjörð.
Skamt frá firðinum er hóll
einn allmikill, en þó ekki neitt að
ráði frábrugðin öðrum hólum við
fjörðinn. Þó hann sé að vísu ekki
hár, er samt víðsýnt af honum í
allar áttir yfir sveitina og fjörð-
inn.
Lyfsali inn frá Odense, Hel-
weg Mikkelsen, sem hefir lagt
stund á fornfræði í hjáverkum,
fékst við rannsknir þarna og
gróf upp nokkrar grafir frá vík-
ingaöldinni fast við hólinn 1933
og 1934. Við áframhaldandi
rannsóknir í hólnum rakst hann
á nokkra járnnagla, sem lágu í
röðum sem fjarlægðust þegar
innar dró í hólinn, og hann þótt-
ist undir eins viss um, að þarna
væri um skip að ræða; enda þótt
fornfræðingar danskir héldu því
fram, að saður sá að heygja
menn í skipi hefði aldrei tíðkast
í Danmörku.
Við nánari rannsókn kom svo
í Ijós, að lyfsalinn hafði rétt fyr-
ir sér; hóllinn var ekki náttúru-
smíði heldur orpinn haugur, þar
sem vænta mátti að mikill höfð-
ingi væri heygður ásamt miklum
auðæfum, svipað og átti sér stað
við Oseberg og Gokstad, sem
frægt er orðið.
Og nú tók þjóðminjasafnið
danska við rannsókninni undir,
I
stjórn sinna færustu manna og
var unnið að greftrinum 1935 og
1936. Hefir haugurinn verið
holaður innan og verið bygður
skáli yfir skipið og haugurinn
síðan verið færður í samt lag
aftur hið ytra. Svo nú er hann j
útlits eins og hann var áður, að
öðru leyti en því að efst eftir
endilöngu eru gluggar á, svo að
nú fellur birtan yfir skipið, þar
sem það liggur óhreyft eins og
það var.
Þykir þessi fomleifafundur
með þeim merkilegustu á þessu I
sviði. Dýrt hefir verið orðið,
eins og gefur að skilja, en svo j
mikla eftirtekt hefir þessi fund-
ur vakið, að kostnaðurinn hefir
að mestu leyti endurgreiðst á
þessu ári, með aðgangseyrinum,
50 aurum fyrir hvern fullorðinn
mann. •
Nú er þarna stöðugur straum-
ur manna, sem ganga í hauginn
og í kringum skipið að skoða það.
Það er um 66 fet á lengd, en að-
eins 9 fet þar sem það er breið-
ast, og hefir auðsjáanlega verið
bæði hraðskreitt og hættulegt
skip. Til samanburðar má geta
þess, að bæði norsku skipin eru
jafnlöng því danska, en 6 fetum
breiðari.
Að einu leyti urðu Danir fyrir
miklum vonbrigðum í sambandi
við þennan fomleifafund. Það
kom í ljós að haugurinn hafði
verið rofinn og alt verðmæti það-
an tekið. Þó fundust í þeim
hluta skipsins, sem grafhýsið var
um 500 “númer” — brot og leif-
ar af ýmsu, er ræningjamir hafa
haft á brott með sér, þar á meðal
víravirkisbrot úr gulli og silfri,
sem talið er að hafi verið til
skrauts á klæðum haugbúans. —
En við könnumst líka við þetta
úr fornaldarsögunum, að vaskir
menn stunduðu þetta sem nokk-
urskonar “sport” að ganga í
hauga. og “glíma við haugbú-
ann” og hafa þaðan góð vopn og
annað verðmæti. Þarna er dæmi
upp á að slíkt hefir verið gert
og t. d. fanst ekki eitt bein af
höfðingjanum við rannsóknina á
haugnum og þykir það sanna, að
hann hafi verið dreginn úr
haugnum, út í dagsbirtuna, til
þess að hægt væri að ná í alt
sem verðmætt var. Og af ýms-
um líkum má draga þá ályktun,
að þarna hafi verið um stórkost-
legt verðmæti að ræða.
Við þekkjum að heiman, að
menn voru heygðir ásamt hesti
sínum, svo að ekki þyrfti hinn
framliðni að fara gangandi á
fund óðins. En Hlaðbæjarhöfð-
inginn hafði 11 reiðskjóta með
sér. Liggja beingrindur þessara
hesta allra fram í skipinu, og hjá
þeim járnöxi, sem ætla má að
þeir hafi verið höggnir með. Bein
hestanna eru sögð benda á svip-
aða stærð og þá, sem íslenzkir I
hestar hafa nú. Einnig liggur j
hesturinn nálægt grafhúsinu, og,
er hann með leifum af reið-
týgjum; ætla menn, að sá hafi
verið uppáhaldshestur höfðingj-
ans. Hjá reiðtýgjunum fanst ein
gullplata, lítil, útgrafin, og ætla
menn að hún sé aðeins ein af
fjöldamörgum, en allar hinar
hafa ræningjarnir haft á brott
með sér.
Innan um hestabeinagrindurn-
ar liggja 4 beinagrindur af hund-
um og þar hjá fanst lítill hlutur
úr bronsi, gerður af mikilli list,
alsettur samskonar línuskrhuti
og rúnasteinarnir hjá "Jellinge.
Þykir þessi hlutur sanna, að
haugurinn hafi verið orpinn
kringum árið 950; en hlutur
þessi er eiginlega handfang fyrir
tauma, sem hundunum var hald-
ið með. ístöð úr járni fundust
þarna, skreytt með silfri, gjarða-
hringjur og spori, en ofan á
þessu lágu reiðföt. Er ekki loku
fyrir skotið að fleira finnist
þarna, því þetta er enn ekki
rannsakað til hlítar. En nálægt
skipinu fundust 45 örvaroddar á
einum stað, og er haldið að ræn-
ingjarnir hafi týnt þeim þar. —
Eru þeir úr járni og biturlegir
mjög.
■iniiiiiuwnifliHannHnHBnMnBHHBMMiiiiMHBHnHBBHnHBanv
- NAFNSPJÖLD -
Dr. M. B. Halldorson
401 Boyd Bldg.
Skrifstofusíml: 23 674
Stundar sérstaklega lungnasjúk-
dóma.
& að ílnni á skrifstofu kl. 10—l:
f. h. og 2—6 e. h.
Heimili: 46 Alloway Ave.
Talsimi: 33 ÍSS
Jacob F. Bjarnason
—TRAN SFER—
Baggage and Furniture Moving
591 SHERBURN ST.
Phone 35 909
Annast allskonar flutnlnga fram
og aftur um bæinn.
MARGARET DALMAN
TEACHER OF PIANO
SS4 BANNJNO ST.
Ph<me: 26 420
Þá hefir og fundist hjá graf-
húsinu stykki úr tré 70 x 50 cm.
að stærð, með máluðu sltrauti á.
Ekki vita menn enn, úr hverju
þetta stykki er, hvort það sé úr
hásæti, eða úr skildi, menn halda
jafnvel að það sé úr vilju og að
grafhýsið hafi alt verið málað
þannig að innan. óhemju vinnu
og þolinmæði kostaði það að
pensla moldina af þessum trébút
og vernda það frá skemd, er það
var búið: Litimir eru, gult,
rautt, grænt og blásvart, og þyk-
ir þessi gripur hinn merkilegasti.
Drekahöfuð hefir verið á skip-
inu og í stafni lá akkerið með
stuttri járnkeðju og leifum af
kaðli. Akkerið er 130 cm. á
lengd, og er það hið stærsta, sem
fundist hefir á Norðurlöndum
frá víkingaöldinni, og er það úr
járni.
Tilkomumest er að líta eftir
endilöngu skipinu þarna í haug-
inum og gefur það góða hug-
mynd um greftrunarsiði stór-
höfðingja til forna.
Um skipið sjálft er þó það að
segja: að þó maður sjái það
þama með eigin augum, þá er í
raun og veru ekkert eftir af því.
Alt tré er löngu fúið og burtu
horfið. En jámnaglarnir segja
til um breidd og lengd og lögun
þess alla. Hver og einn einasti
nagli í skipinu hefir verið mæld-
ur og fengið sitt númer á teikn-
ingum og síðan hallamældur. —
Svo hvenær sem efni fást til að
hægt verði að byggja langskip
nákvæmlega eins og þe+ta lang-
skip var. Að viðurinn varð með
öllu burtu horfinn, halla menn
að komi til af því, að þama er
sandur undir, en enginn leir, en
það var leirinn sem verndaði
norsku víkingaskipin.
Maður fyllist aðdáun yfir af-
rekum fornfræðinganna dönsku,
þegar maður gengur í hauginn í
Hlaðbæ og sér langskipið með
þeim fornu leifum, sem náræn-
ingjarnir skildu eftir í því. ótrú-
lega nákvæmni og þolinmæði
þarf við slíkt. Skóflan er ekki
þeirra verkfæri — eins og hjá
körlunum sufnum heima — held-
ur smáskeið og hárfinn pensill^.
En þeir hafa líka með þessu móti
getað leitt margt fram úr svört-
ustu fomsekju, til þess að við
hinir getum séð það í meiri birtu
en áður.
18. okt. 1937.
Ragnar Ásgeirsson
—Lesb. Mbl.
Maður (við útfararstjóra): Eg
hefi heyrt sagt að þú hafir neit-
að að greftra svertingja.
Útfararstjóri: Hver sagði þér
þetta ? Það er ekkert nema ....
versta .... lýgi! Þetta er rógur
um mig. Eg skal stefna mann-
inum. Hvers vegna segir hann
að eg hafi neitað að jarða svert-
ingjann?
Maður: Svertinginn var ekki
dauður.
G. S. THORVALDSON
B.A., LL.B.
Lögfrœöingur
702 Coníederatlon Llfe Bldg.
Talslml 97 024
w. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON JSLENZKIR LOGFRÆÐINOAR 4 öðru gólfl 32S Main Street Talsími: 97 621 r einnlg skrifstofur aS Gim11 °e eni þar
M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINOAM Sérgrdn: Taugasfúkdómar Lætur útl meðöl < vlðlðgum Viðtalstímar kl. 2 4 e v 7—8 að kveldinu Sími 80 857 666 Victor 8t.
A. S. BARDAL selur likkistur og annaat um útfar- lr. Allur útbúnaður s6 bestl _ Enníremur seiur hann alHenit núnnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKK 8T Phone: S6 607 WINNIPBO
7 .. *
Dr. S. J. Johannesnon 218 Sherburn Street Talsimi 80 877 ViOtalstimi kl. 8—ö e. h.
Dr. D. C. M. HALLSON Physician and Surgeon 264 Hargrave (opp. Eaton’s) Phone 22 775
Florai sh°p *06 Notre Dame Ave. Phone 94 WM Pretíi Cut Flowers Daily Plants in Season We specialize in Weddlng & Concert Bouquets & Funeral Designs icelandlc spoken
THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Dlamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave.
Dr. A. V. JOHNSON ISLENZKU R TANNLÆKNIR SIJ Ourry Bldg., Wlnnipe* Oegnt pósthúslnu Simi: ti 2it Heimilis: 33 m
J. J. Swanson & Co. Ltd. RMALTORS Rental, insuranee and Financial Agenti Slml: 94 221 M« PARIS BLDQ.—Wlnnlpeg
Gunnar Erlendsson Pianokennari Kenslustofa: 701 Victor St. Simi 89 535
Orrici Phoni Res. Phoms •7 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 10* MBDICAL ARTS BUILDLNQ Orrici Houhs: 12 - 1 4 r.M. - s r.ic. un »Y Apponnmin