Heimskringla - 29.12.1937, Qupperneq 1
THE PAR-T-DRINK
Good Anytime
In the 2-Glass Bottle ®
M
\n íil
AVENUE
Dyers & Cleaners
Fatahreinsun vor er þess
verð að reyna hana.
Hvergi betri.
SÍMI 33 422
658 St. Matthews
LII. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 29. DES. 1937
NÚMER 13.
HEIMSKRINGLA ÓSKAR LESENDUM SÍNUM GOÐS OG FARSÆLS ARS '
séra ÓLAFUR ÓLAFSSON
PRIKIRKJUPRESTUR
DÁINN
Minningarorð eftir
séra Árna Sigurðsson
og séra ólafur og birti ýmsa fyr- Þaðan fékk hann lausn 9. 8. árið
irlestra og ritgerðir um merkileg 1902. Frá 1902—1904 var hann
menningar- og mannúðarmál. — ritstjóri Fjallkonunnar og frí-
Nefni eg þar til bindindismálið kirkj uþrestur í Reykjavík var
og dýraverndunarmálið. — Menn hann 1903—22; jafnframt frí-
muna og eftir því, að séra Ólafur kirkjuprestur í Hafnarfirði frá
var einn af forvígismönnum 1913. Séra Ólafur var 2. þingm.
Séra ólafur ólafsson andaðist
1 fyrrinótt eftir langa vanheilsu,
rúmlega 82 ára að aldri. Er með
honum í valinn hniginn sá mað-
Ur> er jafnan var talinn meðal
^öfuðskörunga íslenzkrar kenni-
^annastéttar.
hess hafa ýmsir minst við mig,
hversu persóna og kennimenska
séra ólafs hreif hugi þeirra við
fyrstu sýn og heyrn. Á eg einn-
P >nína minningu um það’, er eg
Sem 9 ára drengur fór með for-
elörum mínum til Arnarbælis-
^rkju í ölfusi og hlýddi messu
hja séra ólafi í fyrsta sinn. Þótti
^ér^ drengnum, alt haldast í
oendur hjá þessum áhrifamikla
^nni. Mikill var hann að vall-
ursýn og að öllu hinn stórmann-
e£asti, haukfrán augun og snör,
röddin mikil og fögur, jafnt í stól
sem fyrir altari. Dýpst læsti sig
* nieðvitund mína augnatillitið
uvassa og djarfa, er hann leit
yflr kirkjusöfnuðinn. Það var
auðséð og auðfundið, að þar var
jhaður, þrunginn af lífi, fjöri og
£rafti, maður, sem var til þess
jörinn, að vekja til trúar og
hvetja til starfa.
Lengi býr að fyrstu gerð.
uPp frá þessu var séra Ólafur í
j'num huga ímynd skörungs-
s«apar í kennimensku. Og þótt
e£ hafi síðan kynst fleiri hliðum
^restsstarfs, og komið auga á
eiri hæfileika, sem verðmætir
®ru í þv{ gtarfi, er mín upphaf-
e&a skoðun á séra ólafi óbreytt.
ann var alveg óvenju áhrifa-
^kiH maður, er hann flutti og
r>Ikaði skoðanir sínar og áhuga-
^jál, hvort heldur það var boð-
áapur kristinnar trúar, eða önn-
^5 rnálefni, sem hann tók að sér
ann var hugdjarfgur, vígreifur
ardagamaðúr, sem ekki kunni
að hræðast, hvort heldur hann
s°tti fram í fylkingum kirkjunn-
manna, eða hann gekk fram
fyr
lr skjöldu í landsmálasnerrum
fyrri ára.
Alllangt fram á fimtugsaldur
Var séra ólafur prestur í sveit-
u^n, fyrst rúm þrjú ár í Selvogs-
^lngum, þá í níu ár í Holtaþing-
. og loks önnur níu ár prestur
_narbæli í ölfusi. Var hann í
^Veit sinni atkvæðamikill for-!var Aliuui „..............., _____
^umaður, eigi aðeins í andleg-1 krýndi hinar hvítu hærur öld-
rn niálum, heldur og þeim, sem
^yralöieg eru kölluð. Aflaði hann
r nieð stöfum sínum öllum
1killa vinsælda og aðdáunar
,ustur þar. Vitum
þeirrar sóknar, sem hafin var
gegn holdsveikinni hér á landi
með þeim góða árangri, sem nú
er kunnur. Þá gleymist ekki hið
fagra starf, sem séra Ólafur
vann í sambandi við jarð-
skjálftana miklu 1896, og sú
hjálparstarfsemi, sem hann átti —Mbl. 26. nóv.
svo góðan þátt í að hrinda af _______
stað.
Séra ólafur var, eins og fyr
var vikið að, vígreifur bardaga-
maður. Var það svo, að langt
farm á elliár þótti honum gam-
an að minnast þeirra tíma, er
hann háði marga hildi, einkum á
vígvelli stjórnmálanna. Kunni
hann þar, eins og á öðrum svið-
um, vel vopnum að beita, eldheit-
ur, harðskeyttur og hvassyrtur
stundum. Þann tíma, er hann
sat á þingi, var hann einn mælsk-
ustu manna í þeirri sveit. Annars
kann eg ekki að dæma um stjórn-
málastarfsemi séra ólafs. En
hitt veit eg, að til dauðadags átti
hann lifandi og vakandi áhuga á
öllum málum lands og þjóðar,
og lifnaði allur við, er um þau
mál var rætt. Leiftraði þá ein-
att gamli glampinn í augum öld-
ungsins, og smellnar setningar
féllu af vörum hins aldraða
mælskumanns.
Ellin varð séra ólafi að sumu
leyti þung. Honum förlaðis sýn
smám saman; máttur og fjörið
þvarr. Hann gat því ekki lengur
tekið þátt í lífi, starfi og stríði
mannanna kring um sig; hann
fjarlægðist lífið. Það féll honum
ekki vel. Það var svo gagnstætt
eðli hans að verða ófær til þátt-
töku í stríði lífsins. Þar að auki
sótti þungbær sorg þau hjónin
heim, er Guðmundur sonur
þeirra andaðist skyndilega. Þeg-
ar á alt er litið, mun því mega
telja sr. ólaf sælan þess að hafa
fengið lausn frá sinni þungbæru-
elli. En með samúð hverfur hug-
ur vor til hans ágætu konu, frú
Guðríðar Guðmundsdóttur, sem
ein er eftir látin um stund, sjálf
háöldruð og þrotin að kröftum —
-----Eg kom heim til séra
ólafs í gærmorgun, og sá hann
liðinn á banabeði. Djúpur og
heilagur friður hvíldi yfir ásjónu
hins látna stríðsmanns. — Það
friður eilífðarinnar, sem
Rangæinga 1891, þm. Austur-
Skaftfellinga 1901, 2. þm. Árnes-
ingja 1903—07.
Sr. ólafur kvæntist árið 1880
eftirlifandi konu sinni, frú Guð-
ríði Guðmundsdóttur, prests í
Arnarbæli Johnsen.
BARÁTTAN UM
GYÐINGALAND
Að nokkru leyti tekið úr grein í
tímnritinu “The Standard”, Des.
l ■“* vai'. vhuiii ver, sem
in '1Um sögu fríkirkjusafnaðar-
•j s hér í Reykjavík, hversu mik-
S ^öðs söfnuðurinn varð að-
°tandi vegna þessa álits, sem
tja]^afUr haf^* unniö sér austan
atb"*nS °g vænta rnátti um slíkan
afna~ °g dugnaðarmann sem
ra ólafur var, lagði hann fram
na miklu krafta við fleira en
e^estsstarfið í sóknum sínum
t>að S’ SV° ve1 sem hann rækti
ao- Hann var prýðilega ritfær
alk -Ur’ ha^j tök á kjarnmiklu,
jj yölegu, íslenzku máli. Leysti
örn11 ^ hen<fr a prestsskaparár-
sj... smum eystra talsverð rit-
sem öll miðuðu til fræðslu
lý -au^mnar menningar og upp-
Slngar alþýðumanna. Þá flutti
ungsins, þegar starfi og stríði
langrar æfi var lokið.
— Hann hafði sjálfur í nafni
Drottins síns boðað hinn eilífa
veg, og bent hugum mannanna
til hæða. Nú fær hann sjálfur
að reyna sannleik þess, er hann
kendi.
Guð gefi honum raun lofi
betri.
Árni Sigurðsson
Séra ólafur ólafsson var fædd-
ur 24. sept. 1855 í Viðey. For-
eldrar hans voru ólafur (d. 12.
11. ’ll) ólafsson, síðar bæjar-
fulltrúi í Reykjavík, og fyrri
kona hans, Ragnheiður (d. 7, 9,
’82) Þorkelsdóttir bónda í Norð-
urhjáleigu Gíslasonar. ólafur
varð stúdent 1877, cand. theol.
1880 og veittur Selvogur síðar
sama ár. Árið 1884 fluttist hann
til Guttormshaga og 9 árum síð-
ar var honum veitt Amarbæli.
Blöðin flytja daglega fréttir
af óeirðum á Gyðingalandi. :—
Arabar og Gyðingar eiga þar í sí-
feldum erjum, og þykjast hvor-
ugir ná rétti sínum. Bretar, sem
hafa yfirstjórn landsins á hendi,
eiga fult í fangi með að stilla til
friðar. Sem stendur lítur helzt
út fyrir að skifta verði landinu
í tvent milli Araba og Gyðinga,
til að firrast áframhaldandi
vandræði, og er þó langt frá því,
að allir geri sig ánægða með þá
úrlausn.
Gyðingaland er lítið land, að-
eins 11,000 enskar fermílur á
stærð. Það er 193 mílur á lengd
og um 75 mílur á breidd til jafn-
aðar. Það er miklu minna en
nokkurt fylki hér í Canada, að
undanteknu Prince Edward Is-
\
land. Mikið af landinu er hálent
og hrjóstrugt, en meðfram Mið-
jarðarhafinu er frjósamt slétt-
lendi, sem liggur fyrir neðan 500
fet fyrir ofan hafflöt. Af þessu
sléttlendi eru Filistea-sléttan,
Saronsléttan og Esdraelon-slétt-
an frjósamastar. Jórdan dalur-
inn, sem er mjór og djúpur, er
líka frjósamur og sömuleiðis aðr-
ir smádalir til og frá um hálend-
ið. En mestalt miðbik landsins
er grýtt hálendi, sem liggur frá
500 til 1500 fet yfir hafflöt.
Landið hét upprunalega Kan
aansland eftir Kanaanítum, sem
bjuggu þar, þegar fsraelsmenn
eða Hebrear komu þangað. Nú
á dögum er landið kallað Pale-
stína, þ. e. Filistealand; en Fili-
stear voru, eins og kunnugt er,
einn þjóðflokkurinn, sem bjó
þar, og sem ísraelsmenn áttu
afar lengi í höggi við og yfirunnu
að líkindum aldrei til fulls. Kan-
aanítarnir voru semitisk þjóð
eins og fsraelsmenn, sem að lík-
indum hafði fluzt vestur að haf-
inu austan frá stórfljótunum
Tígirs og Efrat. Voru forfeður
þeirra ef til vill komnir austan af
hálendi Mið-Asíu einhvern tíma
um 3,000 árum fyrir Krist.
Hebrearnir hafa líklega kom-
ið til Kanaanslands fyrst á tíma-
bilinu frá 2,000 til 1700 f. K.
Sögurnar um Abraham í gamla
testamentinu skýra frá fólks-
flutningum að austan. En ekki
settust þeir þá að þar fyrir fult
og alt. Voru þeir hirðingjaþjóð,
sem ekki kunni að akuryrkju, en
flakkaði með hjarðir sínar hvar
sem haglendi var gott og þeir
gátu haldist við fyrir öðrum, líkt
og hirðingjaþjóðir þar eystra
gera enn í dag. Einhver hluti
þeirra komst til Egyptalands,
komst burt þaðan undir forystu
Móse og fór aftur til Kanaan-
lands, líklega um 1300 árum fyr-
ir Krist. Fleiri skyldir flokkar
slóust í för með þeim, eða komu
síðar, og lögðu þeir landið undir
sig. Voru þeir lengi að ná þar
fótfestu, en með tímanum sam-
einuðust þeir í eina þjóðarheild
og mynduðu konungsríki. Kon-
ungsríkið var fyrst eitt, en skift-
ist síðan í tvö. Blómaöld þess
var á stjórnarárum þeirra
Davíðs og Salómons á tíundu öld
f. K.; en rúm 400 ár liðu frá
stofnun þess þar til Nebúkad-
nezar tók Jerúsalem og flutti
fjölda Gyðinga í útlegð til Babý-
lon. Rúmlega hundrað árum áður
höfðu Assýríumenn lagt Norður-
ríkið undir sig og flutt fjölda
fólks burt þaðan. Þegar Persar
unnu Babýlon, 539 f. K., fengu
Gyðingar, sem í útlegðinni voru,
leyfi til að fara heim. Persar
réðit svo yfir landinu um tvö
hundruð ára skeið. Síðan varð
það hluti af ríki Alexanders
mikla og svo Egyptalands kon-
unga, eftir skiftingu ríkis Alex-
anders, þar til það komst undir
stjórn Rómverja á fyrstu öld f.
K. Árið 70 e. K. var Jerúsalem
lögð í eyði af rómverska hers-
höfðingjanum Títusi, vegna
stöðugra óeirða meðal Gyðing-
anna; þeir voru reknir úr landi
og dreifðust víðsvegar út um
rómverska ríkið; en fjöldi af
þeim var áður kominn í allar
stærri borgir umhverfis Miðjarð-
arhafið. Á sjöttu öld lögðu Arab-
ar landið undir sig og var það í
höndum þeirra þar til Serkir
tóku það á tólftu öld. Loks
komst það undir yfirráð Tyrkja
og var hluti af ríki þeirra þar til
eftir heimsófriðinn, er Bretum
var fengin í hendur yfirstjórn
þar af þjóðabandalaginu.
Á síðastliðnum tuttugu árum
hafa margir Gyðingar, einkum
úr Mið-Evrópu, fluzt til Gyðinga
lands, og sezt þar að. Að vísu
voru þar til nokkrar smáar Gyð-
inga nýlendur áður, sem voru
stofnaðar um og eftir aldamótin
síðustu, er Rothschild barón
gekst fyrir flutningi Gyðinga
þangað. Tala Gyðinga á Gyð-
ingalandi nú er um 400,000. —
Arabar voru þar um 600,000 árið
1920, en eru nú orðnir ein miljón.
Aröbum er afar illa við komu
Gyðinga til Gyðingalands, eins
og sjá má af því að ekki færri en
sjö alvarleg uppþot hafa orðið
þar á síðastliðnum fimtán árum;
og hafa margir menn verið
drepnir og særðir í þeim. Arabar
þykjast hafa verið sviknir; segja
þeir, að sér hafi verið lofað yfir-
ráðum yfir landinu og sjálf-
stjórn, fyrir að vera á móti
Tyrkjum í stríðinu. Ennfremur
þykjast þeir eiga meira tilkall til
landsins en nokkrir aðrir, þar
sem forfeður þeirra hafi búið
þar í 1300 ár. Gyðingar aftur á
móti þykjast rétthærri þar, af
því að landið var áður þjóðar-
heimili þeirra og sökum loforða,
sem þeim voru gefin um, að þeir
af þeim, sem þangað vildu flytja,
skyldu eiga þar griðland. Arab-
ar hafa afarsterka þjóðernis-
kend, sem er nátengd trúar-
brögðum þeirra og hugmynd um
stjórnarfarslega einingu allra
Múhamedstrúarmanna; þeir eru
um 200,000,000 í heiminum. —
Gyðingar þeir, sem fluzt hafa til
Gyðingalands, eru allmargir full-
hefir ef til vill verið hertekinn í
ófriði, og var þar um tíma. Hann I ir af einskonar Messíasar von-
um, og trúa því fastlega, að þeir
eigi að verða hinir einu yfirráð-
endur landsins.
Gyðingar þeir, sem til landsins
hafa fluzt, hafa flutt með sér
nýjar starfsaðferðir í öllum
greinum, sem Arabarnir þektu
ekki áður. Þeir hafa ræktað
landið með nýtízku vinnuvélum,
og komast vel af. Arabarnir
hafa lært af þeim og hafa haft
mikinn hagnað af komu þeirra ó-
beinlínis, ekki hvað sízt vegna
þess að heilbrigðisráðstafanir
allar eru þar nú miklu betri en
áður var. Að vísu hefir yfir-
stjórnin brezka gert mikið til að
bæta atvinnuvegi, mentun og
heilbrigði í landinu, en að miklu
leyti eru þó framfarirnar þar
Gyðingum að þakka. Hin mikla
fjölgun Arabanna sjálfra bendir
ótvíræðilega á að hagur þeirra
hafi batnað, því hún er að mjög
litlu leyti því að þakka að Arabar
hafi fluzt þangað annarsstaðar
að. Margir meðal Araba kann-
ast við þetta; en hatur þeirra á
Gyðingunum er svo mikið, að
jafnvel þeir Arabar, sem grun-
aðir eru um að vera vinveittir
Gyðingum og yfirstjórninni
órezku, eru ekki óhultir um líf
sitt; hafa sumir þeirra verið
myrtir og einnig nokkrir em-
Dættismenn stjórnarinnar. Arab-
arnir halda því fram, að alt of
margir Gyðingar hafi verið flutt-
ir inn í landið, og að ekki sé
rúm fyrir svo margt fólk í land-
inu. Fleiri Gyðingar hafa fluzt
þangað en gert var ráð fyrir í
fyrstu vegna hinna miklu of-
sókna gegn Gyðingum, sem geys-
að hafa í ýmsum löndum Evrópu
síðustu árin, en sá innflutningur
var ófyrirsjáanlegur fyrir tutt-
ugu árum.
f fyrra setti brezka stjórnin
nefnd til þess að rannsaka alt á-
standið á Gyðingalandi. ‘Nefndin
lauk starfi sínu á átta eða níu
mánuðum, og gerði tillögur um
að skifta landinu í tvent, pg eiga
Arabar að búa í öðrum hlutan-
um en Gyðingar í hinum. Báðir
hlutar eiga að hafa jafnan að-
gang að höfnum við hafið, og
ennfremur á að tryggja, að Gyð-
ingar, Múhameðstrúarmenn og
kristnir menn hafi aðgang að
hinum svonefndu ‘helgu stöðum’
til trúarbragðalegra iðkana. Seg-
ir nefndin að þetta sé eini vegur-
inn til að binda enda á hinar ó-
þolandi illdeilur og uppþot, sem
nú eigi sér stað. Brezka stjórnin
hefir tjáð sig meðmælta þessari
úrlausn, en margir Arabar og
Gyðingar eru henni mótfallnir.
Þó er líklegt að þetta verði reynt,
enda virðist það eina úrræðið nú
sem stendur. Málið er afar erfitt
viðfangs, einkum vegna þess að
bæði Múhameðstrúarmenn og
Gyðingar í öðrum löndum láta
sig það miklu skifta, að hlutur
trúbræðra þeirra á Gyðingalandi
verði ekki fyrir borð borinn. ftal-
ir, sem vilja spilla fyrir Bretum
í löndunum umhverfis Miðjarð-
arhafið, róa að því öllum árum,
að auka óánægju Araba. Hefir
brezka stjórnin orðið að skora á
ítölsku stjórnina, að hætta á-
róðri sínum þar eystra. Einnig
er í ráðagerð að nota útvarpið
til þess að breiða út frá Bretlandi
réttari skilning á stjórnmála-
ástandinu í heiminum meðal
þjóða eins og Araba, sem mjög
áríðandi er að gera ánægða, ef
það er mögulegt.
G. Á.
GÓÐ KONA OG VINSÆL
Fyrra þriðjudag 21. þ. m. átti
Guðlaug Sigfúsdóttir Lifman 75
ára aldursafmæli. Var þessa
ninst með samsæti er vinir henn-
ar og fósturbörn héldu henni að
heimili Mr. og Mrs. P. S. Pálsson,
796 Banning St. Um 20 konur
voru þar samankomnar. Fyrir
samsætinu stóð aðallega ung
fósturdóttur dóttir hennar Mrs.
Fjóla Lambert.
Guðlaug mun fædd að Veiga-
stöðum við Eyjafjörð 21. des.
1862, þar sem foreldrar hennar
bjuggu fyrst eftir að þau gift-
ust, en þau voru Sigfús ólafsson
og fyrri kona hans Elin Jóns-
dóttir ættuð úr Mývatnssveit.
Þau giftust árið 1860 og fluttu
til Nýja-fslands 1876 og svo
þrem árum síðar til Sandhæða-
bygðar í Dakota þar sem Sigfús
bjó til dauðadags (15. sept.
1914). Elinu konu sína misti
Sigfús árið 1881 og kvæntist
aftur, tveimur árum seinna, Guð-
jónínu Einarsdóttur Hnappdal er
bjó með honum myndarbúi fram
til æfiloka (29. okt. 1913).
Guðlaug giftist árið 1881,
Kristjáni Lifman ágætum manni
og vinsælum á hinum fornu land-
námsárum Dakota-bygðar. —
Námu þau land við hlið föður
hennar en bjuggu þar aðeins
skamma stund. Fluttust þau til
baka aftur til Nýja-fslands og
settust að á Gimli. Þar andaðist
Kristján 2. sept. 1898. Börn
eignuðust þau ekki, en ólu upp
tvö fósturbörn, Mrs. Lilju Þor-
steinsson og Bjarnþór Lifman,
nú oddvita Bifröst-sveitar og til
heimilis í Árborg.
Guðlaug hefir alla dag^ verið
hin prúðasta kona, en óauglýs-
ingagjörn og ekki haft hátt um
sig fram á lífsleiðinni. Hún hef-
ir verið þrauttryggur vinur vin-
um sínum og fylgt bókstaflega
hinum fornu fyrirmælum: “Vini
sínum skyldi maður vinur vera,
þeim og þess vin”. Hún hefir
jafnan fylgt hinni frjálslyndu
stefnu í kirkjumálum og voru
þau, hún og maður hennar með
þeim fyrstu er beittu sér fyrir
þeim málum í Nýja-íslandi.
Heimskringla óskar hinu aldna
afmælisbarni og hinni mætu
sæmdarkonu allra framtíðar
heilla. R.
íslenzkur fiðlunemi
í Vínarborg
Einhverjir hafa e. t. v. veitt
því athygli í frásögninni af Mið-
Evrópuför Karlakórs Reykjavík-
ur í blaðinu áður, að á hljómleik-
unum í Vínarborg lék ungur ís-
lenzkur fiðlunemi, Björn Ólafs-
son, nokkur lög. Björn hefir
stundað fiðlunám í Vín í fjögur
ár, en hafði áður lokið prófi við
Tónlistarskólann í Reykjavík.
Hann er aðeins tvítugur að aldri.
C(arl) L(afite), einn af kunn-
ustu tónlistargagnrýnendum í
Vín, ritar í Volks-Zeitung eftir
samsönginn, “að íslenzku söngv-
ararnir hafi unnið algeran sig-
ur”. Um Björn segir C. L.: “ó-
svikinn Norðurlanda-afkomandi
er . . . hinn ungi Bjöm ólafsson
Björnsson, einn hinna fáu fslend-
inga, sem hér eru búsettir, búinn
augljósum fiðluhæfileikum, með
hljómmiklum söngtón, geðríki og
fjaðurmagnaðri tækni, og vakti
hann, ásamt Schulhof (prófess-
or), sem lék undir, mestan fögn-
uð þetta kvöld .. .”—Mbl. 1. des.