Heimskringla - 29.12.1937, Side 5
WINNIPEG, 29. DES. 1937
HEIMSKRINGLA
5. SÍÐA
tölulausar skyrtur. Þessi þvotta-
hús fóru sannarlega illa með föt.
Þrátt fyrir alla sparsemina, tók
Martha ekki í mál að þvo þvott,
þótt aldrei hefði hún neina utan
að komandi hjálp við vor- og
hausthreingerningar. Ekki var
heldur að tala um dugnað hennar
við afgreiðslu í búðinni, þar
stóðu henni fáir á sporði.-----
Martha átti fá áhugamál, og
var mjög einhliða í skoðunum.
Búðin og fjármál kirkjunnar
voru efst á blaði. Þegar illa lá
á henni svalaði hún sér á útlend-
ingunum og þegar hún var í sér-
lega góðu skapi talaði hún um
ætt sína og uppruna. Það eina
sem Martha las, var “Hebron
News”, sem kom út tvisvar í
viku.
Eggert var sá eini af börnum
ömmu, sem ekki var bókhneigð-
ur. En hann hafði hyggindi,
sem í hag koma, og mikinn á-
huga að koma sér áfram. Hon-
um geðjaðist ekki að sveita-
vinnu: enda fór hann til Hebron
riðaði óvenjulega mikið, eins og
hún væri að reyna að hrista af
sér óboðnar hugsanir. Eftir að
hún hafði setið og jafnað sig
litla stund, og þurkað vandlega j
af gleraugunum sínum ,dró hún j
hámál úr hnakkahnútnum, og
opnaði bréfið frá Cleveland. Mrs.
Mark A. Johnson stóð á vinstra
horni þess.--------“alt gott af
okkur að frétta. Því miður hafa
þeir hækkað húsaleiguna við að
vera kyr. Markús-------gengið
í Elk stúku. Eg kosin vararitari
kvenfélagsins-----flestir með-
limir þess búa úti á Cleveland
Heights------5 dala ávísun til
þín------Markús sendir þér og
fjölskyldunni beztu jólasókir, og
það geri eg líka. Þín einl.
tengdadóttir Helen”.
Langt og skemtilegt bréf frá
blessaðri stelpunni. Ef Fríða og;
árið eftir hann fermdist — varð
vikadrengur hjá Samuel Ely,
föður Mörthu. Átta árum síðar
kvæntist hann yngri dóttur hús-
bónda síns, og varð meðeigandi
verzlunarinnar — “Hebron Gen-
eral Store, Ely and Johnson,
props.” — Já, hann komst áfram
með hægðinni.
Það sem skildi Mörthu og
Eggert, var, að hann hafði nokk-
ra virðingu fyrir skólalær-
dómi, en það hafði hún ekki. —
Eggert vildi að börnin héldu á-
fram í skóla, í eitt eða tvö ár að
minsta kosti, eftir að barnaskóla-
námi lauk. Mörthu fanst það
óþarfi — vildi þau hjálpuðu til í
búðinni. Sam var á hennar máli
hvað skólanám snerti, en t.ók
ekki í mál að vinna í búðinni. —
Hann var mjög lagvirkur, og fór
ungur að vinna að bílaviðgerð —
leiddist aldrei að tala um við-
gerðarstöðina sem hann ætlaði
að setja á stofn “þegar skip mitt
kemur að landi”. Ekki þurfti að
dekstra George til að verða búð-
armann; líka tók hann því feg-
inshendi að fara í verzlunav-
skóla. George er kaupmanns-
efni — hefir afgreisðlu lipurð
mömmu sinnar og hagsýni og á-
reiðanleik pabba síns. Alf var
mjög ólíkur þeim bræðrum —
líktist að mörgu Álfgeiri afa sín-
um; sem var hneigðari fyrir
bækur en búskap. Alf var
snemma duglegur námsmaður —
fékk verðlaun meðan hann var í
Hebron High, og námsstyrk á
Ríkisháskólann. Alf orti á ensku.
Ekki kunni hún að meta kvæði
hans sem skyldi, frekar en önnur
ensk Ijóð — þau voru svo skot-
hent, fanst henni. Samt reyndi
hún að læra þau, því hún sá það
gladdi hann. Alf var augh-
steinninn hennar — Alf og Eve-
lyn Herborg, dóttir Jóns sáluga
sonar hennar.
Pósturinn hringdi. Amma var
tindilfætt þegar hún gekk til
dyra. Hún opnaði hurðina fram
í anddyrið — týndi upp heilmikið
af bréfum, og stóiran blaða-
pakka. Fríða dóttir hennar
sendi henni vestan blöðin á mán-
aðarfresti. Það komu mörg bréf
til fjölskyldunnar — jólakort í
umslagi. Eitt, tvö, þrjú bréf til
hennar, og póstspjald frá gamalli
nágrannakonu. “Mér gengur það
svona nokkurnvegin, vonandi þér
einnig. Fröhliche Weihnachten”
Trudy Hoffmeyer. Veslings
Trudy! Mikið skelfing er hún
orðin skjálfhent, samt fjórum
árum yngri en eg, sagði Amma,
hálfhátt. Nú kom ekki lína frá
Möggu Kristjánsson — síða'sta
kveðjan kom fyrir jólin í fyrra.
Samferðafólkinu fækkaði óðum.
Magga og Jón, Mary Adams, og
Susie og Niels Petersen — öll
komin undir græna torfu, og
aumingja Gertie Klingenbergh,
blind og komin í kör.
Amma fór inn í eldhúsið með
bréf sín og blaðapakka. Hún var
skjálfhent, og gleraugun döggv-
uð — viðkvæmni greip hana
þegar hún hugsaði um liðna tíð
og foma vini. Höfuð hennar
Steini hefðu ekki verið lengst
norður í Canada þegaf Álfgeir
dó, væri hún líklega hjá þeim.
Þau sendu henni tveggja dala
seðil og voru þó víst ekki aflögu
fær — þurkamir eyðilagt upp-
skeruna í fyrra, og svo voru þau
að reyna að kosta Borgu á há-
skóla. Fríða sendi skyndimynd
af drengjunum: Geira, Munda og
litla Steina. Þeir færu nú bráð-
um að hjálpa Steina og Fríðu,
sem betur fer.
Evelyn notaði æfinlega svell-
þykkan pappír. Nafn hennar með
upphleyptu letri á baki umslags- j
ins: Mrs. Bilbert W. Kingsbury,
Riverside Drive, New York, N.
Y. Bréfið, aðeins nokkrar línur
fáein hlýleg orð. En fátt hafði
jafn hressandi áhrif á ömmu og
hugsunin um þessa sonardóttir.
Það var ljósgrænn miði innan í
bréfinu — ávísun — fimtíu dalir.
Þegar heimilisfólkið hafði lok-
ið kveldverði — nærri klukku-
stundu síðar en venjulega —
opnaði Eggert dagstofuna, og
kveikti á jólatrénu. Hann fór
út í eldhúsið til ömmu, og leiddi
hana inn, nauðuga, viljuga. —
Síðan hún kom á heimilið, lét
Eggert það aldrei undir höfuð
leggjast að kveikja á jólatrénu á
aðfangadagskveldið, og sjá um
að allir kæmu inn —< þó ekki
væri nema augnablik — til að
óska henni gleðilegra jóla, og
færa henni jólagjafirnar. —
Martha virtist loksins hafa sætt
sig við þann sið — að minsta
kosti var hún hætt að muldra
um þessa “útlensku hégilju”.
Eggert ýtti móður sinni ofan í
bezta stólinn, og settist andspæn-
is henni. George sat á horninu
á píanó-bekknum, fitlaði við
hálsbindið sitt, ræskti sig,
spratt á fætur og gekk að hnjám
ömmu. “Bill er einn í búðinni, og
hann hefir varla vit á að skifta
dal — eg vona þú afsakir mig.
Gleðileg jól! amma darling. —
Veiztu — sagði hann í lágum
hrifningartón — að þú verður
yngri með hverju ári.” Hún gat
ekki annað en hlegið. Engin
furða að George þótti liprasti
búðarmaður bæjarins.
Betty kom inn — albúin að
fara út.x Hún var svo lukkuleg
á svipinn, að ömmu fanst hún
hreint og beint falleg. Hún
brosti til hennar, settist við
píanóið og spilaði “Heims um
ból”. Það var í fyrsta sinn að
Betty spilaði það lag. óbeðið, á
aðfangadagskvöld. Skyldu þau
Jim vera á leiðinni að gifta sig?
Ef svo væri, þá kom sér vel ávís-
unin frá Evelyn — Borgu litlu
skyldi þó ekki verða gleymt.
■> -á- meðan á þessu stóð, sat
Martha við stofuborðið, og leit
yfir reikninga. Þegar Betty
hafði lokað á eftir sér, stóð
Martha upp, sneri sér að ömmu,
og sagði í óvenjulega hlýjum
róm: Eg er hrædd um að eg
verði að fara. Aumingja George
er einn við afgreiðsluna. Já,
fyrir alla muni, svaraði Amma,
og svo buðu þær hver annari
gleðileg jól.
Eggert tók nokkra böggla sem
lágu á stól hjá trénu, og lagði í
kjöltu móður sinnar. “Þetta
munu nú vera jólagjafirnar þín-
ar.” Gleðileg jól, sagði hann, og
kysti hana.
Hún braut upp á umtalsefni,
en sonur hennar var annars hug-
ar.
Þögn.
Eggert ræskti sig. “Eg hefði
nú helst kosið að vera heima, en ^
við verðum, eins og allir aðrir, t
að halda opnu til ellefu”. |
Eins og eg viti það ekki, ,
Eggert minn. Þú þarft ekki að j
vera hræddur um að mér leiðist
— eg skemti mér við að lesa
bréfin mín og skoða jólagjafirn-
ar. Þau höfðu skifst á svipuðum
orðum í átján aðfangadsgkvöld,
en þau voru jafn ný og grasnálin
á vorin, og hlýjuðu henni um
hjartaræturnar.
Hún sat góða stund með gjaf-
irnar í keltunni og hugsaði um
horfin jól. Svo stóð hún upp, ;
slökti á trénu, bar út af borðinu,;
og þvoði diskana. Að því loknu
lét hún jólagjafirnar, bréfin og í
blaðapakkan í svuntu sína, og
fór upp á loft. Hann var komin
á vestan, svo það var vel héitt í
herberginu hennar. f norðanátt
var ætíð kalt þar — svo kalt að
hún varð að setja heita múr-
steina milli rekkjuvoðanna, svo
hún færj ekki að sjálfa þegar
hún lagðist útaf. Hún hvolfdi
úr svuntunni á rúmið sitt, gekk
yfir ganginn til að sjá hvort Tiny
hefði fleygt ofan af sér. Þar
var alt með kyrrum kjörum, og
Tiny-Martha svaf svefni hinna
réttlátu.
Amma brosti ánægjulega þeg-
ar hún sá að Eggert hefði tekið
eftir baslinu sem hún átti í með
gömlu kaffikönnuna — pokinn
altaf að detta ofan í hana. Á
morgun gæti hún lagað kaffi í
skínandi fallegri franskri kaffi-
könnu. Martha þusaðist oft um
að Eggert hefði varla smakkað
kaffi hér áður fyr, þó nú fengi
hann aldrei nóg af því. Amma
brosti íbyggilega — ekki von
hann vildi þetta soðna sull.
Poki af baðsalti frá Sam og
Lou, kanna af strádufti frá
Betty, og vasaklúturinn frá Tiny,
kom sér vel fyrir kirkjubazarinn
um miðsvetrarleytið. Þessi stóri
bollabakki frá Mörthu mundi
spara margt sporið. Amma var
glöð að hún hætti við að kaupa
bakka handa Mörthu. Nei! hún
hefði svarið fyrir að George gæti
verið svona hugsunarsamur —
tvö pör af silkimjúkum ullarhá-
leistum! Ef þeir komu sér ekki
vel á morgnana!
Amma kveikti á tveim kertum
sem stóðu á dragkistunni og
horfði á myndirnar sínar. Hóp-
mynd af börnum hennar, tekin
fyrir fjörutíu árum síðan. Guð-
björg heitin, Eggert, Jón sálugi,
Markús og Fríða. Mynd af henni
og Álfgeiri á fyrsta hjónabands-
ári þeirra. Eggert og Martha
með Sam og Betty. George, í
skírnarskjólnum, Alf, Evelyn. —
Það voru átta ár síðan hún heim-
sótti Evelyn. Þau Gilbert voru
full af gáska og gamansemi —
alveg ólíkri kátinu unga fólksins
í Hebron. Evelyn kendi Gil að
segja “blessuð og sæl amma
mín” — það var það eina sem
hún kunni í íslenzku. Hún fór í
leikhús með þeim, nærri því á
hverju kveldi, og á flandri með
Evelyn alla daga, og var oft
þreyttari að kveldi en þó hún
hefði verið að gera hreint allan
daginn. Ekki mundi hún hafa
getað hugsað sér að vera þar
langdvölum — frekar en setjast
að í álfaborg eða konungshöll.
Vinnan var sönn guðs blessun,
og kendi manni að meta frí-
stundirnar. Áður fyr notaði hún
þær til lesturs, en nú varð hún
svo fljótt þreytt — las lítið ann-
að en vestan blöðin. Hún átti
nokkrar íslenzkar bækur, sem
hún þvínær kunni utan að —
það voru einu bækurnar á heim-
ilinu.
Oft sagði Martha við hana:
“Þú ert lánsöm að eiga börn sem
bera þig á höndunum”. Amma
vissi hún átti við sjálfa sig og
Eggert, því hún kastaði hnútum
að Markúsi þegar hún mintist á
hann — kallaði hann og Helenu,
uppskafninga. Amma reyndi að
láta sem hún heyrði það ekki
þegar Martha var að fjargviðr-
ast um útlendinga; en aldrei gat
hún látið sér standa á sama —
það særði hana alveg ótrúlega.
Ekki gat henni fundist hún vera
ómagi, því hún reyndi að láta sér
ekki verk úr hendi falla. Líka
hafði hún lagt svolítið á borð
með sér þegiar hún kom til
þeirra. Eggert var þá nýbúinn
að stækka búðina, svo fimm
hundruð dalir komu sér vel. —
Aldrei hafði hún heldur þurft að
biðja þau um föt né skotsilfur.
Markús sendi henni eitthvað ár-
lega. Fríða og Jóhann gáfu
stundum af lítilli getu, og rausn-
arlega þegar vel gekk hjá þeim;
og Evelyn og Gilbert — þó þeim
bæri engi skylda til — sendu
henni stórgjafir. Peninga á
hverjum jólum, og ýmislegt ann-
að — útvarpstæki, hægindastól,
kjóla — alt af bezta tæi.
Það var alveg rétt,' hún var
lánsöm og átti góð börn. Eggert
var dulur og fáskiftinn — lét
ekki tilfinningar sínar í ljósi.
Því betur kunni hún að meta
hlýju hans og hugsunarsemi eins
og til dæmis þetta með aðfanga-
dagskveldið. Martha var henni
ekki slæm, og oft kunnað að
meta verk hennar. Þetta útlend-
inga hnját var líklega frekar af
fávizku en illvilja.--------Bezt
að fara að hátta svo hún sofnaði
ekki í stólnum.
Amma signdi sig, og byrjaði á
versi sem hún hafði farið með
eins lengi og hún mundi eftir
sér:
Kvölda fer, kveik í mér kærleik,
von, trú.
Vel að iðja, vaka, biðja, veit mér.
Fram til þess frjáls og hress
finna’ eg má
börn guðs öll, himna í höll.
Halelúja.
Hún hafði kent sínum börnum
þessar sömu bænir. Skyldi nokk-
urt þeirra muna þær?
Sólin til f jalla fljótt fer, að sjón-
deildarhring.
Tekur að nálgast nótt; neyðin er
alt um kring.
Dimt er í heimi hér, hættur er
vegurinn.
Ljósið þitt lýsi mér lifandi Jesú
minn.
Guð blessi alla fslands dali og
fjöll.
Enn hraðar sólin sér af svefni’
að kalla,
býst gulli brekkan hver og brún-
ir fjalla.
Gleð þig mín sál-------gleð þig
mín----------
henni var ómögulegt að muna
framhald versins, og hafði hún
þó haft það yfir á hverju kveldi,
nú í fimtíu ár — valið það af
því það dró upp mynd af ís-
lenzkri brekku og fjallabrúnum.
-----En því hugsaði enginn um
að yrkja sálm sem túlkaði til-
finningar útlaganna? Að minsta
kosti þekti hún engan. Hún
hafði, nýverið, lesið bæn í öðru
vestan blaðinu —< fundist hún
gerð fyrir sig, fyrir fslendinga
fjærri fósturjörðinni, fyrir alla*
gesti og útlendinga. Amma
spenti greipar, og bað: “Það
fyrsta, sem eg bið guð um í öðru
lífi, er, að láta mig ekki verða
útlending í annað sinn”.
þess að vinna Lethbridge-kjör-
dæmið í Alberta-fylki, af Social
Credit sinnum 2. des. 1937, og
um það hvernig sagan endur-
tekur sig var vísan sú ama kveð-
in:
Forðum Satan sínum árans
renglum—
Safnaði öllum, hann um lönd og
sjó!
—Móti Guði og hans góðu engl-
um.
Hann á að hafa fengið legíó.—
f Lethbridge var það víst ei
svona margt,
sem var á móti Aberhart!
Jak. J. Norman
16—12—’37.
FRÁFÆRUR
Man er fyr um fornar slóðir
fráfæranna sáru hljóma.
Ung lömb svift frá sinni móðir,
svikin undir manna dóma.
Þá var sárt að sita yfir,
sinnuleysi mæðra að líta.
Altaf mér í minni lifir
mæðusvipur lambsins hvíta.
Móðurhjartað sært og^svikið
sinna barna örlög tregar
er frá réttu eðli er vikið,
ágirndin því kom til vegar.
Lömbin ung með harm í hjarta
hundum beitt og svipum rekin.
örmædd þvílík örlög kvarta
undan sínum mæðrum tekin.
Jarmurinn um æfi alla
æðar mínar gegnum smýgur,
eins og færð á fórnar stalla
fjötruð þjóð, er sigruð hnígur.
Situr æ í særðu hjarta
sársaukinn frá þessum dögum
eins og þræla salan svarta
sé þar framin eftir lögum.
f því brjósti samúð sefur,
síngirnin þar öllu ræður
unz að dauði og djöfull krefur
dóms, yfir blindu jarðar hræður.
M. Ingimarsson
Ársfundur Þjóðræknis-
deildarinnar “Frón”
verður haldinn í Góðtemplara-
húsinu miðvikud. 29. des. n. k.
kl. 8 e. h. Allir félagsmenn eru
beðnir að minnast hversu áríð-
andi það er fyrir hag og heill fé-
lagsins að sem flestir sæki fund-
inn. Mörg mál verða lögð fyrir
fundinn og er þá fyrst og fremst
að kjósa stjórnarnefnd fyrir
komandi starfsár og að ræða og
löggilda reikningaskil fráfarandi
stjórnarnefndar. — Ennfremur
verða frjálsar umræður og öllum
félagsmönnum heimilt að ræða
mál félagsins og bera fram til-
lögur félaginu til heilla. Þá er
og enginn efi á að marga mun
fýsa að heyra fyrirlesara kvelds-
ins, próf. Richard Beck, er góð-
fúslega hefir lofast til að flytja
erindi. Svo verður og söngur
o. fl. Stjórnarnefndin.
SAGAN ENDURTEKUR
SIG
f fornum Júða þjóðsögum er
þess getið, að kosninga bardagi
mikill hafi háður verið, af þeim
“Java” og hinum er síðar var
“Satan” nefndur. Var Satan og
er, stjórnmáladjöfull mikill — og
hygginn í kosningabaráttunni.
Safnaði hann nú öllum andstæð-
ingaflokkum Java saman í einn
flokk. Er sá djöflaflokkur
stærstur sem sögur fara af —
enda vann hann kosninguna eða
“kjördæmið” af Java með 99%.
Af blaða fréttum má ráða, að
líkri aðferð hafi verið beitt, til
INNKOLLUNARMENN HEIMSKRINGLU
I CANADA:
Amaranth.. ............................ g Halldórsson
Antler, Sask.........................K. J. Abrahamson
"rnes...............................Sumarliði J. Kárdal
................................G. O. Einarsson
Baldur...............................Sigtr. Sigvaldason
Beckville..............................Björn Þórðarson
Belmont...................................G. J. Oleson
Bredenbury...............................h. 0. Loptsson
Brown...............................Thorst. J. Gíslason
Churchbridge.......•................Magnús Hinriksson
Cypress River.....................................Páll Anderson
Dafoe................................... .
Ebor Station, Man....................k. J. Abrahamson
Elfros.................................
Eriksdale........................................ólafur Hallsson
Foam Lake................................ John Janusson
.....................................K. Kjernested
Geysir................................Tím. Böðvarsson
Glenboro.................................... j_ oieson
Hay]and...............................Slg. B. Helgason
He°la................................Jóhann K. Johnson
Hnausa,................................Gestur S. Vídal
Hove..................................Andrés Skagfeld
Húsavík............................... John Kernested
Innisfail............................Hannes J. Húnfjörð
Kandahar................................
Keewatin...............................Sigm. Björnsson
Kristnes.........................................Rósm. Árnason
Langruth............................................b. Eyjólfsson
Leslie..............................;.Th. Guðmundsson
Lundar........................Sig. Jónsson, D. J. Lindal
Markerville..........................Hannes J. Húnfjörð
Mozart..................................
Oak Point.......................................Andrés Skagfeld
Oakview.............................Sigurður Sigfússon
Otto.............................................Björn Hördal
Piney....................................S. S. Anderson
Red Deer.............................Hannes J. Húnfjörð
Reykjavík.........................................Árni Pálsson
Riverton.............................Björn Hjörleifsson
Selkirk.............................Magnús Hjörleifsson
Sinclair, Man.......................K. J. Abrahamson
Steep Rock........................................Fred Snædal
Stony Hill........................................Björn Hördal
Tantallon.........................................Guðm. ólafsson
Thornhill...........................Thorst. J. Gíslason
Víðir................................. Aug. Einarsson
Vancouver...........................Mrs. Anna Harvey
Winnipegoste......................................Ingi Anderson
Winnipeg Beach....................................John Kernested
Wynyard..................................
í BANDARIKJUNUM:
Akra...................................Jón K. Einarsson
Bantry..................................E. J. Breiðfjörð
Bellingham, Wash.................Mrs. John W. Johnson
Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson
Cavalier...............................Jón K. Einarsson
Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta.
Edinburg....................................Jacob HaU
Garðar.................................S. M. Breiðfjörö
Grafton...............................Mrs. E. Eastman
Hallson................................Jón K. EJinarsson
Hensel..................................J. K. Einarsson
Ivanhoe............................Miss C. V. Dalmann
Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St.
Milton................................ F. G. Vatnsdal
Minneota...........................Miss C. V. Dalmann
Mountain..............................Th. Thorfinnsson
National City, Calif.....John S. Laxdal, 736 E 24th St.
Point Roberts..........................Ingvar Goodman
Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W.
Svold.................................Jón K. Einarsso*
Upham.................................E. J. BreiðfjörS
The Viking Press Limited
Winnipeg* Manitoba