Heimskringla - 29.12.1937, Síða 6

Heimskringla - 29.12.1937, Síða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 29. DES. 1937 mmmtmmmsmií MMIB LJÓSHEIMAR Saga þýdd úr ensku af séra E. J. Melan Bréf Pickerings, er flutti mér fregnina um lát afa míns, barst mér í hendur í Neapel snemma í október. Afi minn, Jón Marshall Glenarm hafði látist í júní mánuði. Hann hafði gert erfðaskrá og látið mér eftir eigur sínar með vissum skilyrðum, sagði Pickering mér í bréfinu, og einnig að nauðsyn bæri til, að eg sneri heimleiðis tafarlaust til að sinna þessum skilyrðum. Það var rétt fyrir slíkustu hepni að bréf þetta barst mér í hendur, það hafði verið falið yfirræðismanninum í Constantinópel, í stað bankans, sem eg skifti við. Það var ekki Pickering að þakka að ræðismaður þessi var vinur minn, er gerði sér far um að vita hvar eg flæktist og gat því komið bréfinu til skila til mín, þar sem eg var staddur á ítalíu, en þangað hafði eg farið til að finna enskan f jármálamann, er eftir því sem mér var sagt hafði offjár til umráða, er eyða átti í afríkanskar járnbrautir. Eg var verkfræðingur frá Bandaríkjunum og útskrifaður þaðan í verkfræði, og ætlaði auð- vitað að reyna að ná mér í vinnu á því sviði, sem eg var fær um að vinna, en bréf þetta breytti áætlunum mínum, og næsta dag símrit- aði eg Pickering um heimferð mína, og tók mér síðan far með gufuskipi til New York. Fjórtán dögum síðar sat eg inni í skrifstofu Pickerings í Alexis byggingunni og hlustaði með athygli á það, sem hann las með miklum áherslum um skilyrðin er erfðaskrá afa míns innifól. Þegar hann lauk lestrinum hló eg. Pickering var hinn mesti alvörumaður og þótti mér vænt um, að þessi kátina mín kvaldi hann. í rauninni hafði eg ætíð verið þyrnir í augum hans og áminnmg- ar og ásökunar tillit hans snerti mig ekki hið minsta. Eg seildist yfir borðið og hann rétti mér innsiglað og krossbundið afritið af erfðaskránni. Eg las það með sjálfum mér og var mér þess meðvitandi, að á meðan leit Pickerng á mig kuldalega og spyrjandi. Þetta voru þær grein- ar, sem eg tók mest eftir: “Eg gef og ánafna fyrnefndum sonarsyni mín- um Jóni Glenarm, er eitt sinn átti heima í New York borg og ríki, og síðar flækingur í fram- andi löndum, viasa eign er heitir Glenarm húsið> ásamt tilheyrandi landareign, er nánar verður lýst í þessar erfðaskrá, ásamt öllu því, sem í húsinu er og því tilheyrir. Þetta fyrnefnda hús er í Wabana-sveit í Indíana ríki, en gjöf þessi er með eftirfarandi skilmálum, er verða að upp- fyllast algerlega og rækilega. Hinn áðumefndi Jón Glenarm verður að búa í hinu fyrnefnda Glenarm húsi í eitt ár, og breyta yfir þann tíma, eins og reglusömum og heiðarlegum manni ber að breyta, en ef hann bregður út af þessu fellur þessi eign mín ásamt öllu öðru sem eg læt eftir mig, skilyrðislaust og löglega til Marian Devereux sem á heima í New York.” “Jæja,” sagði hann og sló höndunum ofan á stólbríkurnar, “hvernig lízt þér á þetta?” Þó að eg hefði átt lífið að leysa gat eg ekki að því gert að eg hló á ný. í fyrsta lagi var það næsta kátbroslegt, að hann skyldi verða til þess að auglýsa mér þessa síðustu ákvörðun afa míns. Við Pickering höfðum alist upp í sama smábænum í Vermont. Við höfðum báðir gengið á sama miðskólann, en alt frá drengja- árunum hafði verið óvinátta með okkur. Hann hafði ætíð staðist prófin þegar eg féll, og verð eg að játa, að það kom oft fyrir. Eg hafði neitað að taka nokkra stöðu þegar skóla mín- um var lokið, en bann stundaði lögfræðisstörf af miklu kappi, og var mér það ljóst, að engin hætta væri á því, að honum eigi lánaðist sú atvinnugrein. Ekki gat eg heldur að því gert, að eg mint- ist með gleði að eg hafði lúbarið hann einu sinni í skólanum, fyrir það að hann misþyrmdi ung- um dreng, en reikningurinn frá skólaárunum var þó engan vegin mér í vil. Hann var miklu betri námsmaður en eg, og hann var bæði kænn og laginn að koma sér fram. Engin vissi til hlítar þrótt hans og vit, og eg vissi að hann var allra manna hepnastur, sem sýndi að Jón Mar- shall Glenarm hafði gert hann að skjólstæðingi sínum. Það var svo sem eftir afa mínum, sem var sérvitur, að gera Pickering að eftirlitsmanni eigna sinna, og mátti eg sízt um það kvarta, því að eg hafði brugðist gamla manninum. Eg skildi að það var í hegningarskyni að láta mig eiga um erfðina við Pickering; og honum féll vel sitt hlutverk, það var eg viss um. Hann hallaðist aftur á bak í stólnum, með þessum ó- þolandi makinda svip. Eg hefði verið fús til að gerast skjólstæðingur aldraðs og reynds manns, en Pickering var jafnaldri minn og lífsreynsla hans virtist mér mjög ábótavant. Mér sár- gramdist því að finna hann þarna eins og blóm í eggi fyrir aðstoð og styrk afa míns. En samt var gleði mín eigi óblandin, því að hin þrjú síðustu árin hafði breytni mín eigi verið sem bezt, og oft hafði eg bakað afa mínum áhyggjur. Foreldrar mínir létust er eg var barn og hann hafði séð um mig eins langt og eg mundi. Hann hafði án þess að hafa nokkuð á móti því leyft mér að eyða eignum þeim, sem eg erfði eftir foreldra mína. Hann hafði vænst eftir miklu frá mér, en eg hafði brugðist þeim vonum hans. Það var von hans að eg yrði húsa- byggingameistari, en þá stöðu virti hann mest allra mannlegra stétta, en eg vildi verða verk- fræðingur. Eg ætla eigi að færa afsakanir fyrir breytni minni, er eg fór að afloknu námi til útlanda og gerðist síðan félagi Laurance Donovan og leitaði með honum að æfintýrum. Mætti margt frá þeim ferðum segja, bæði frá för okkar til Rúss- lands og Afríku, en án samþykkis Larry tel eg mér það ekki leyfilegt. Þetta var nú í gær, en í dag sat eg á skrif- stofu Arthurs Pickerings í hinni himingnæfandi Alexis byggingu og barst mér þangað til eyrna, eins og niðurbældur brimgnýr, hávaðinn í um- ferðinni frá Breiðastræti, auk þess ræddi eg um erfðaskrá afa míns við mann, sem mér féll eins innilega illa við, og hættulaust er fyrir nokkurn mann að falla illa við annan. Pickering hafði lagt fyrir mig spurningu og varð eg nú þess var, hann væntist svars frá mér, því að hann starði á mig. “Hvernig mér lízt á þetta?” endurtók eg. “Eg held ekki að það geri neinn mun, hvernig mér lízt á það, en ef þú vilt vita það, þá kalla eg þetta forsmán og svívirðingu, að nokkur maður skuli láta eftir sig svona hjákátlega erfðaskrá. Allir þessir peningapokar, sem hrúga saman peqingum, margfalda þýðingu fjármuna sinna. Þeir hugsa sér að hver kurteisi og hver geð- semi, sem þeim er auðsýnd, sé í þeim tilgangi gerð, að fá feitan bita af auð þeirra. Eg er hissa á afa mínum. Hann var skínandi karl, þótt hamingjan viti að margt var undarlegt í fari hans. En eg skal veðja þúsund dölum, ef eg á þá til, að þessi erfðaskrá var gerð að þínum ráðum, en ekki hans. Hún ber vott um hina gömlu hefnigrini þína, Pickering, en Jón Mar- shall Glenarm átti hana ékki til. Þessi krafa, að eg búi þama úti er heimskuleg, eg þarf ekki að vera lögmaður til að sjá það, og vafalaust gæti eg höfðað mál gegn þessari erfðaskrá og fengið henni breytt, og það geri eg líklegast.” “Auðvitað getur þú farið í mál og haldið eignunum föstum eins og í sex ár,” svaraði hann rólega. Hann hræddist mig ekki mikið. Hann vissi um námsgáfur mínar frá fyrri tíð. “Þér þætti það auðvitað bezt,” svaraði eg. “Og þá ánægju ætla eg ekki að veita þér. Eg ætla að fara eftir því, sem erfðaskráin ákveður. Afi minn var ágætis maður og eg skal ekki verða til þess að draga nafn hans fyrir dómstólana, jafnvel þótt það gerði þér ánægju, Pickering,” mælti eg af móði miklufn. “Þessi stefna er góðum dreng samboðin Glenarm,” svaraði hann. “En þessi kona sem á að erfa ef eg bregst — eg man ekki eftir að eg hafi heyrt hennar getið.” “Það ér ekki svo undarlegt.” “Hún er þá ekkert skyld okkur. Engin týndur ættingi, sem eg ætti að muna eftir?” “Nei, afi þinn kyntist henni ekki fyr en á seinni tíð. Hann kyntist henni gegn um gamla vinkonu sína — Miss Evans, sem þekkist undir nafninu systir Theresa. Miss Devereaux er systurdóttir hennar.” Eg blístraði. Eg mundi eftir því, að oft hafði heyrst, að afi minn, sem var ekkjumaður um langa hríð, væri í þann veginn að gifta sig. Nafn Miss Evans hafði verið nefnt í því sam- bandi. Fjölskylda mín hafði nefnt þetta nafn og ekki mjög hlýlega. Síðar hafði eg heyrt, að hún hefði gengið í eitthvert systrafélag og stofnað skóla einhverstaðar vestur frá. Og Miss Devereux — er hún öldruð nunna líka?” “Ekki veit eg hve gömul hún er, en hún er ekki nunna ennþá. Hún er næstum alein hvað ættingja snertir og eru þær systir Theresa og hún mjög samrýmdar.” “Réttu mér aftur erfðaskrána Pickering; eg ætla að skýra fyrir mér þessar skrítnu hug- myndir. Systir Theresa er ekki sú, sem eg má ekki giftast, eða er það? Það er hún, þessi helgi hannyrðasnillingur með X í endanum á nafninu sínu, sem minnir mig á bókstafareikn- ing minnar hverfandi æsku. Eg las upphátt þessa grein. “Setjum svo ennfremur, að hjúskapur tak- ist milli áður nefnds Jóns Glenarms og áður nefndrar Marian Dévereux, eða loforð um hjú- skap eða samningur um húskáp milli nefndra persóna, innan fimm ára frá þessum degi, er áður nefndur Jón Glenarm gengur að samning- um þessarar erfðaskrár, skulu allar eignirnar falla til St. Agatas skólans í Annandale, Wab- ana-sveit í Indíana, sem er stofnun löghelguð af því ríki.” “Ef ykkur langar til að heyra eitthvað kátlegt þá skuluð þið snúa ykkur til afa míns. Pickering, þú varst ætíð allra besta skinn og þess vegna afhendi eg þér, rétt minn, rentur og heimild í þessum engilhreinu systrum. Að giftast! Ekki nema það þó! Eg býst við að ein- hver ætli að giftast mér til fjár. En það get eg sagt þér Pickering að giftinga brask er ekki innifalið í lífsáætlun minni.” “Nei, mér sýnist þú ekki vera á biðilsbux- unum,” svaraði hann. “Þú hefir laukrétt fyrir þér vinur minn! Systir Theresa var álitin hæfileg handa afa mín- um, þegar eg var barn. Við erum því varla samtímis manneskjur, og hin frúin, sem ber þetta nafn með bókstafa reknings endingunni — hún er líka ómöguleg; það virðist að eg geti ekki fengið peningana með því að kvongast henni. Það væri best fyrir mig að láta hana fá pening- ana. Hún er fátækari en fjandinn, býst eg við.” “Ekki hugsa eg það. Evans fjölskyldan er stórauðug með blettum, og hún er kannske rík sjálf, ef frænka hennar narrar ekki út úr henni peningana handa skólanum sínum.” “Og hvar á landabréfinu finnast þessar yndislegu verur?” “Skólinn hennar systur Theresu liggur fast upp að landareign þinni; Miss Devereux er lík þér hvað ferðafýsn snertir. Systir Theresa er nánasti ættingi hennar og Miss Devereux heimsækir hana í St. Agata — það er nafnið á skólanum.” “Eg býst við að þær saumi út altarisklæði í félagi og geri hraustlega árás á Satan og fylgd- arlið hans. Einmitt fólkið til að slá ryki í aug- un á afa mínum.” Pickering brosti að gremju minni. “Það væri eins gott fyrir þig að sneiða þig hjá þeim; þær gætu náð þér í net sitt. Það er sagt að systir Theresa sé aðlaðandi og víst er um það, að hún plokkaði fjaðrirnar af afa mín- 1 um. Nunnur með gleraugu’ ástúðlegir kennarar unglinganna og því um líkt, geðgóður gamall maður til að ræna. Það dugar ekki við mig.” “Eg bjóst við því,” mælti Pickering og leit á úrið sitt og sneri höldunni milli gildu fingr- anna, hann var stuttur og digur og uppstrokinn, kjálkabreiður og þunnhærður og stutt yfirskegg Mér datt í hug að ekki batnaði hann með aldrin- um. Mér datt ekki í hug að láta hann sjá gremju mína. Eg dró upp vindlinga veskið mitt og rétti honum það. “Fáðu þér eina. Þær voru sérstaklega búnar til fyrir mig í Madrid.” “Þú gleymir því að eg reyki aldrei eða brúka nokkuð tóbak,” mælti hann. “Þú fórst ætíð á mis við flest gæði lífsins,” i mælti eg og fleygði eldspýtunni ofan í bréfa- ruslið hans. “Jæja eg er slæmi strákurinn í sögunni. En mér þykir slæmt að arfleifð mín skuli vera háð slíkum skilmálum. Eg er næstum öreigi, svo eg býst ekki við að þú vildir láta mig fá fáein þúsund svona fyrirfram-------” “Nei, ekki grænan eyri,” svaraði hann með óvenjulega mikilli áherslu og varð mér á að hlægja á ný, er eg mintist, að reynsla mín af honum til forna hafði aldrei leitt í ljós neina göfugmensku né greiðvikni. “Það er ekki sam- kvæmt ósk afa þíns, að eg gerði það. Þú hlýtur að hafa eytt miklum peningum á þessum tígris- dýraveiðum þínum,” bætti hann við. “Eg hefi eytt öllu, sem eg átti til,” svaraði eg ofur vingjarnlega. “Svo er guði fyrir að þakka, að eg er engin kúskel. Eg hefi séð heiminn og borgað fyrir það, og eg þarfnast einskis frá þér. Þú ert auðvitað á sömu skoðun og afi minn, að eg sé óðinshani, sem hvergi get- ur unað einni stundinni lengur, en eg ætla að veita þér óskapleg vonbrigði. Hvað stór er þessi landareign ?” Mér fanst Pickering líta á mig flóttalega, og fór að leika sér að ritblýi. Mér féllu aldrei hendur hans, þær voru klunnalegar og hvítar og miklu betur hirtar, en karlmanns hendur áttu að vera. “Eg er hræddur um að þú verðir fyrir von- brigðum. í öllum fjárhirslum hans hefir mér ekki tekist að finna nema um tíu þúsund dala virði í skuldabréfum, tvo að það er meira en líklegt, að við höfum öll verið blekt hvað auð- legð hans snerti. Systir Theresa narraði út úr honum offjár, og eins og þú munt sjá, þá eyddi hann stórfé í húsið í Annandale, án þess að lj úka við það. Það er ekkert smáræði, en alveg verðlaust eins og það er. Þú hlýtur að vita, að afi þinn gaf í burtu stórfé á æfi sinni. Enn- fremur kostaði hann föður þinn. Þú veizt hvað hann lét eftir sig — það var talsverður auður eftir því sem alment gerist.” Eg var eirðarlítill undir þessari ræðu. Arf- urinn eftir föður minn var talsverður, og eg hafði eytt honum öllum og sóað. Samvizkan beit mig er eg mintist 40 þúsund dala er eg hafði eytt hugsunarlaust, en þó mér til mestu ánægju á ferðalagi í gegn um Sudan. En mig furðaði á orðum Pickerings. “Mér verður að skiljast þetta”, mælti eg, og hallaði mér fram á borðið. Afi minn var álitinn auðugur maður, en samt segir þú mér, að þú finnir lítið fé eftir hann. Systir Theresa fékk peninga hjá honum til að reisa skóla. — Hvað mikið var það ?” “Fimtíu þúsund dalir. Bækur hans sýna út- borgunina, en hann tók enga víxla fyrir fénu.” “Og hvers virði er sú skuld?” “Hún er fullgild, sé hennar krafist af henni persónulega, en hún heldur því fram------” “Já, haltu áfram.” Eg hafði hitt naglann á höfuðið. Honum féllu ekki þessar spurningar, og eg sá mér til mestu ánægju að honum leið illa. “Hún neitar að borga. Hún segir að Mr. Glenarm hafi gefið henni féð.” “Það getur svo sem vel verið, er það ekki ? Hann yar altaf að gefa kirkjunni. Skólar og guðfræðisskplar voru hans veika hlið.” “Það er alveg satt, en þetta fé er eign dán- arbúsins og það er starf mitt sem skiftaráðandi að innkalla það.” “Við skulum sleppa því. Ef þú nærð þess- um peningum þá er búið 60 þúsund dala virði auk landsins þarna úti í Annandale og Glenarm húsið er virði----” “Já nú máttu ekki spyrja mig.” Nú hýrn- aði fyrst yfir honum og eg gerðist varfærinn. “Mér mundi falla að fá einhverja hugmynd um virði þess. Jafnvel hálfklárað hús er ein- hvers virði.” “Landið þar úti er 100—150 dali ekran. Það eru hundrað ekrur og mér þætti vænt um að fá virðingu þína á húsinu þegar þú kemur þangað.” “Hm, þú gerir mig upp'með mér Pickering. En lausir munir þar. Hvers virði eru þeir?” “Þar er ekkert nema í bókastofunni. Aðal áhugamál afa þíns var byggingalist-----” “Já, eg man nú eftir því. Eg mintist nú rifrildisins út af því hvað eg ætti að verða.” “Á síðari árum hvarf hann meir og meir að bókunum, og hann kom sér upp, að mínu áliti, því besta bókasafni í þessu landi hvað snertir byggingarlist. Það var aðal áhugamál hans, næst kirkjumálum, eins og þú manst, en hann hafði mikla ánægju af fræðigrein sinni.” Eg hló aftur. Það var betra að hlægja en gráta yfir ástandinu. “Eg býst við að hann hafi ætlast til, að eg settist þarna að, umkringdur af vísindabókum hans, með það í huga, að þetta væri hið eina, sem eg gæti haft fyrir stafni. Þetta er honum líkt. Og alt sem eg fæ í staðinn er einskisvert hús og hundrað ekrur af landi, tíu þúsund dali og vafasama skuld, sem eg á hjá mótmælanda nunnu, er narraði afa minn til að byggja skóla fyrir hana. Hamingjan hjálpi þér maður. Það hefði borgað sig miklu betur fyrir mig, að vera kyr í Afríku.” “Já, þú hefir reiknað þetta rétt.” “En alt sem tilheyrir húsinu er mín eign. Ef til vill faldi afi minn gullborðbúnað, stjórn- arskuldabréf einhverstaðar, til þess að stríða og vekja forvitni afkomenda sinna og erfingja. — Þetta getur svo sem vel verið.” Eg hafði gengið út að glugganum og horft út yfir borgina, en er eg sneri mér við sá eg að Pickering starði á mig með einkennilegum fjálg- leika. Mér féllu aldrei augu hans; þau voru of stöðug og starandi. Þegar einhver horfist í augu við þig ætíð og æfinlega rólega og hiklaust, þá er eins gott fyrir þig að hafa gætur á honum. “Já, þú finnur þetta hús alt fult af fólgnum fjársjóðum, á því er enginn vafi,” mælti hann og hló. “Þegar þú finnur eitthvað þá skaltu sína mér. Hann brosti. Þessi hugmynd virtist kæta hann. , “Ertu viss um að þetta sé öll erfðaskráin, engar auka greinar eða viðbætir?” “Ef þú veist af einhverju því um líku, þá er það skylda þín að birta það. Við höfum gert alt, sem við gátum í þessa átt. Eg játa að skil- yrði erfðaskráarinnar eru dálítið óvenjuleg, afi . þinn var einkennilegur maður á mörgum svið- um, en hann var með fullu viti og sálargáfur hans óskertar fram á síðustu stund.” “Hann breytti við mig miklu betur, en eg átti skilið,” mælti eg, og fann til sársauka, sem sjaldan hafði gert vart við sig á minni léttúðugu æfi. En eg vildi eigi láta tilfinningar mínar í ljósi frammi fyrir Arthur Pickering. “Hver er þessi Bates?” spurði eg og benti á nafnið, sem skrifað var undir erfðaskrána. “Afi þinn uppgötvaði hann. Hann hugsar um húsið þar úti, og er áreiðanlegur maður. Ekki veit eg hvar Mr. Glenarm fann Bates, en hann treysti honum til hlítar. Þessi maður var hjá honum þegar hann dó.” f huga mér birtist nú mynd af dauða afa míns; engin var hjá honum nema vandalau3 þjónn, en eg, eini ættinginn hans, flæktist á meðan erlendis. Mér gast eigi að myndinni. Afi minn var einkennilegur maður, smávaxinn, og klæddist ætíð síðum, svörtum frakka og bar á höfði svartan silkihatt', en í hendinni einkenni- legan silfurbúinn göngustaf. Hann mælti margt einkennilegt, sem fólk hefði hlegið eða grátið af hefði það þorað. Hann vildi aldrei láta þakka þann greiða, sem hann gerði, en þó var hann gjöfull og greiðvikinn og alt af að hjálpa einhverjum. Hjálpsemi hans, er oft birtist á hinn einkennilegasta hátt, var oft getið í blöð- unum. Einhverju sinni hafði hann gefið einni helstu krkjunni í Boston, talsverða fjárupphæð, með þeim skilyrðum, að þessari upphæð skyldi skila aftur, með áföllnum rentum og upphæðin borguð til dýraverndarfélagsins í Massachu- setts, ef þessi söfnuður tæki nokkurntíma prest, sem héti Reginald, Harold eða Claude.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.