Heimskringla - 06.04.1938, Side 1

Heimskringla - 06.04.1938, Side 1
THE PAR-T-DRINK mt Good Anytime In the 2-Glass Bottle ^ ® r*i AVENUE Dyers & Cleaners Fatahreinsun vor er þess verð að reyna hana. Hvergi betri. SÍMI 33 422 658 St. Matthews LII. ÁRGANGUR WINNIPEXx, MHDVIKUDAGINN. 6. APRfL 1938 NÚMER 27. HELZTU FRETTIR Hitler tekur ofan! Hitler hefir skipað svo fyrir, að Þjóðverjar í Bandaríkjunum skuli ekki gerast félagar í Naz- istfélögum. Sendiherra Þjóð- verja í Washington, tilkynti Bandaríkjastjórn þessa fyrir- skipun Hitlers nýlega. Roosevelt græðir á skrifum sínum Eins og kunnugt er, hefir Roosevelt forseti skrifað heil- mikið undanfarna mánuði í blöð og tímarit. Er sagt að honum sé goldið fyrir það af einu félagi (United Features) um $30,000. Fyrir orðið í greinum sínum í Liberty, eru honum greiddir $3. Var nú ekki minna úr þessum gróða gert en ástæða var til, svo Rossevelt þótti vissara að lýsa því yfir að þessum ágóða yrði varið til ýmsra félagsmála al- menningi í hag. Eitthvað af á- góðanum hlýtur að fara til Sam Rosenman dómara, sem aðstoð- að hefir Roosevelt við ritstarfið. En hvað sem um það er, halda kunnugir því fram, að Roosevelt muni ekki veit^ af fé þessu sjálfum, því það sé oft lítið eftir af launum hans þegar öllum þjóðfélagskvöðunum séfullnægt. Búðarhringarnir berjast Buðarhringarnir (chain stores) í Bandaríkjunum þykjast sjá sína sæng út breidda með breyt- ingu, sem stjórnin er að gera á Patman lögunum svonefndu og sem ef samþykt verður sem lík- legt er, gerir hringunum ókleift að færa kvíar sínar út fyrir fylkið, sem þær telja sig eiga heima í. Skatturinn sem á við- skiftin má leggja í framandi fylki, er svo hár, að hann er sama og verzlunarbann. Hringarnir hafa verið skæðir með að setja vöruverð niður og hafa oft gert bændum ógreiða með því, sem ekki hafa getað kept við þeirra stórframleiðslu á búnaðarvörum. Til þess að berjast á móti sam- þykt þessara laga stjórnarinnar, ætla hringarnir að taka sig sam- an og setja «f stað heljarmikmn auglýsinga áróður með kjörorð- um á þessa leið: “Meira fyrir peninga yðar." Leynibruggun víns Víngerðarfélag í Bandaríkjun- um eru sífelt að krefjast þess af stjórninni, að hún uppræti leyni- bruggun á víni. Kveður svo mik- ið að leynibrugginu, að það er talið að nema 60 miljón gollónum á ári. En framleiðsla víngerða- félaganna, sem leyfi hafa og skatt greiða auðvitað, nemur 100 miljón gallónum. Það skortir ekki mjög mikið á að leyni- bruggararnir selji eins mikið og þeir sem víngerðarleyfi hafa. — Stjórnin viðurkennir sjálf, að leynibruggunin nemi 40 miljón- um. En svo ber nú þess að gæta, að stjórnin er að hækka skattinn á víngerðinni um 25 cents á gall- ónuna. Til þes að mótmæla henni, eru þeir að benda á Ieyni- bruggið í og með og telja að með hækkuðum skatti fari öll vín- gerðin í hendur lögbrjótanna. Hitler fer til ítalíu í maí Því hefir verið opinberlega lýst yfir í Berlín, að Hitler muni fara í heimsókn sína til ítalíu í fyrra hluta maí-mánaðar. Á meðan hann dvelur í Róm, mun hann gista í Quirinal-höllinni, en þar hefir engin ókonungborinn gestur áður verið látinn gista. ÁLIT MITT Á ÞINGINU Þingið er rofið. Manni verður fyrst á að spyrja hverju hefir nú verið komið til leiðar? Og maður neyðist til að svara — afar litlu. Aðal atriðið var að Winnipeg- bæjarstjórnin var koniin í svo mikla peningaþröng að hún vissi ekki hvert hún átti að snúa sér og lagði þessvegna mál-sitt fyrir þingið. En því miður var í tómt að grípa, því eg kalla það ekki úrlausn þó að bæjarstjórnin öðl- aðist rétt til að leggja þyngri skatt á bæjarfólk, sem nú þegar að áliti Graham Towers, forseta Canada-bankans, hefir of þunga byrði að bera. Þingmennirnir stungu upp á ýmsum nýjum sköttum. En það var ekki fyr búið að kunngera þær uppástungur, en hópur manna — einn daginn 600 — lögðu leið sína til þinghússins til að andæfa þeim. Mér datt oft í hug hvort þetta fólk hugsaði nokkurntíma um peningamálin, svo sem hvað pen- ingaringar væru; hvar þeir ættu uppruna sinn; hvernig þeir kæm- ust í umferð; hvort það væri nokkur regla á því hvað miklir peningar kæmust í umferð; og ^hver eða hverjir réðu þeirri upp- hæð. Mér fanst það sem þetta | fólk sagði' bera mjög lítinn vott um skilning á þessum málum. En vel þektur kaupmaður hér í bænum sem var að hafa á móti i ihækkun á verzlunarökattinum, sagði oft svo vandræðalega: — “There must be something wrong.” Helst gat hann þess til að of miklum peningum væri varið til mentamála, og að fólk væri ekki látið svelta ef það gæti ekki' unnið fyrir sér. ^ Annað mál sem miklum tíma var eytt í að ræða, var raunsókn út af stjórn á geðveikrahælinu í Selkirk. Sú rannsókn var hafin af fyrverandi dómara Lewis St. George Stubbs. Margt var talið til sem orsakir að óánægju um meðferð á vinnufólki og sjúkl- ingum. En að mínu áliti var hægt að rekja næstum alla þá óánægju til einnar orsakar >— peningaskorts. Sjö manna néfnd var skipuð til að rannsaka málið frekar. | Eg efast ekki um að þing- mennirnir yfirleitt séu áfram um að • leysa úr erfiðleik- um almennings eftir skilning og eftir mætti. En því miður er í of mörgum tilfellum skilningur sljógur og máttur lítill. | Það eru peningamálin sem mest áhrif hafa á velferð al- mennings. Mér finst að það sé 'skylda allra þeirra sem nokkra 'ábyrgð hafa á stjórn landsins, |að skilja þau mál til hlítar. En ; það er svo langt frá að svo sé. iÞað er ekki nema fyrir mjög skömmu að almenningur eða kjörnir fulltrúar þess, hugsuðu nokkurn skapaðan hlut um þau mál. Sumir hafa jafnvel lýst undrun og tortryggni þegar eg segist vera að “nema social credit. Það var ekki siður að nema neitt viðvíkjandi peninga- málum. Það var hlutfall bank- anna að hugsa um þau. Og þegar maður íhugar það, að nú- verandi forsætisráðherranum í Canada, Mr. King, og hinum fyr- verandi forsætisráðherra, Mr. Bennett, kemur ekki saman um eitt aðal atriðið í stefnu bank- anna — nefnilega það, hvort það sé undir bönkunum komið hvað miklir peningar komast í um- ferð — þá er varla við því að búast að margir af okkar Mani- toba þingmönnum hafi aflað sér mikinn skilning á þeim málum, enda er ekki svo. Tímarnir eru að breytast, og löggjöf, sérstaklega viðvíkjandi peningamálum, verður að breyt- ast með ef vel á að fara. En eins og oft kemur fyrir á slíkum tímamótum, eru of margir sem sætta sig við að lifa og hugsa algerlega í liðna tímanum. Þeir geta ekki séð eða vilja ekki sjá framgang þess nýja. Þeir eru eins og þeir menn sem vildu aftra Christopher Columbus frá að leggja út á hafið, þegar hann ýtti úr vör og fann Vesturheim, vegna þess að þeir héldu að hann dytti út af röndinni á flatri jorð, og eins og þeir sem ráku Louis Pasteur í útlegð fyrir að koma upp með nýjar hugmyndir í læknisfræði; og eins og allir sem eiga bágt með að sjá fram í tím- ann. Ef skilningur á málinu væri til hjá almenningi og ’ fulltrúum þess, þá yrði ekki langt að bíða þangað til væri hægt að laga svo til að þessi peningaskortur standi ekki alstaðar í vegi þó nóg sé til af öllu því sem kaupa mætti fyrir peningana,- En nú sem stendur, eftir túlkun yfir- réttarins í Alta. lögunum, hefir fylkið lítið áð segja yfir peninga- málum og verður að vera upp á miskun Ottawa stjórnarinnar komið. En hvort sem það er Ottawa- stjórnin eða fylkisstjórnin sem hefir ráð yfir peningamálum, þá ætti það samt að vera hlutverk fylkisstjórnarinnar að miða pen- inga upphæð sem er í umferð við framleiðsluna í fylkinu — svo menn geti haft skifti hvor við annan — bæjarmaðurinn við bóndann — fylki við fylki — og sjá um að slík viðskifti séu ekki hindruð fyrir peningaskort. Undir núverandi fyrirkomu- lagi getur hvorug stjórnin komið meiri peningum í umferð nema með því að hleypa landinu í ó- borganlegar skuldir. Það ætti að vera svo að stjórnin sjálf hefði ráð á að gefa út peninga án þess að hleypa sér í skuld, og miða þá við framleiðsluna. Vegna þess að þetta er ekki gert, sitja menn á þingum svo mánuðum skiftir á ári hverj u, án þess að bæta hag landsins að nokkrum mun. Og svo mun þa<) ganga, þangað til fólkið sjálft í gegnum fulltrúa sína á þingun- um, hefir ráð yfir stefnu bank- anna. Það var skemtilegt með köfl- um að sitja á þinginu. En það reyndi á þolinmæðina að vita að þörfin var svo mikil en kraft- arnir svo litlir, margt smávegis var rætt og gert. En varla er hægt að segja, að það hafi verið hreyft við' því máli sem mest snertir velferð almennings. Salóme Halldórsson Sjónleikurinn (Jósafat), sem sýridur hefir verið tvö undanfar- in kvöld í Sambandskirkjusaln- um, hefir verið vel sóttur og reynst svo vinsæll, að hann mun verða leikinn hér í þriðja sinn. Ennfremur hafa Leikfélaginu borist beiðnir frá Selkirk, Gimli, Riverton og víðar um að hafa leiksýningar á þessum stöðum. Hvað í þessu verður gert, verður auglýst síðar. DUKE-FINGARD LÆKNINGASTOFNUNIN fyrir, séu þeir- ekki aðal orsök sjúkdómsins.Þeir, segir hann eru eldkveikjan, en eldiviðurinn er í fyrri viku veittu bæði dag- langvarandi bólga í slímhimnu blöðin hér í Winnipeg óvenju | ondunarfæranna. Taugarnar í mikið athygli lítilli- lækninga 1 slímhimnunni særast af bólgunni stofnun er sett var hér á lagg- svo J,ær verða of næmar fyrir irnar á haustinu sem leið. Er öllum áhrifum og af því komi hún nefnd The Duke-Fingard In- iandateppann. (Þetta hefir verið halatión Glinic og er að 64 Bal-1 mar8' sannað í mörgum ritgerð- moral Place, Winnipeg. Hún er! um 1 helztu læknatímaritum kend við uppfinnendur þessarar |Bretlands). Hver sem hafi heil- lækninga aðferðar, J. Duke og David Fingard og er notuð vrð bólgusjúkdóma í nefi, hálsi, eyr- um, lungnapípum og lungum. — Hugmyndin um þessa lækningar aðferð fékk fyrst af öllum mað- ur að nafni J. Duke. Hann var um tíma hér í Vesturheimi en hvarf héðan til Heildelberg í Þýzkalandi' og fór þar að gera tilraunir með þessa aðferð. Þang- að kom til hans héðan frá Win- nipeg, þar sem hann var upp- alinn, frændi hans, David Fin- gard og var hjá honum í nokkur ár þangað til J. Duke andaðist. Hélt þá Fingard verkinu áfram og hætti ekki fyr en hann var búinn að finna þá lyfja sam- brigða slímhimnu í nefi, hálsi og lungnapípum sé ekki næmur fyr- ir áhrifum nokkurs hlutar og fái aldrei andarteppu. En lang bezta lækningar aðferðin við slímhimnubólgunni og um leið andarteppunni sé innöndunin. — Þetta hefir sannast af fjölda- mörgum tilfellum á Englandi, þar sem þðssi aðferð hefir verið notuð nú í fjögur ár, (Winnipeg blöðin segja tvö ár, en það er misskilningur) og sama ‘ hef ir reyndin verið hér í Winnipeg þannan stutta tíma sem hún hefir hér verið notuð og það er alveg spánýtt eins og áður var sagt að sjá sjúklinga sem í mörg ár hafa þjáðst af andarteppu fá setningu er honum líkaði og véljfullan bata á fáum vikum. til að nota hana. j Þannig vár það um mann sem Lyfið er olíublanda búinn til heitir McMillan og vinnur fyrir ur creosote, joði, karbolsýru, geirlauksolíu, glycerine og við- Free Press. Hann háfði þjáðst af andarteppu í full fimtíu ár og smöri. En vélin sem notfærir I hvergi fengið bata. Hann kom það er þannig útbúin að stutt til Duke-Fingard stofnunarinnar pípa leiðir loft inn í herbergið í haust er leið og svaf þar á nótt- þar serp hún er, en rafmagns unni í sex vikur og var þar svo loftskrúfa (electric fan) heldur !stöðugt í tvær vikur. Hannfékk uppi jafnri hreyfingu þess. — fullan bata, og get eg borið vitni Fyrst streymir loftið yfir trog um það því eg skoðaði hann fyrir með klór-kalki (calcium chlor- j skömmu síðan og var hann þá ide) og dregur kalkið úr því alla með heila og óskaddaða slím- vátnsgufu. Þá er það hitað upp himnu í nefi, hálsi og lungnapíp- í 70—80 stig Fahrenheit og um, enda laus við alla andateppu. streymir svo síðast yfir tólf trog Þessi sjúklingur er sýndur á með lyfinu í, og verður þá full- myndinni í Tribune. sterkt til inntökunar þeim sem Eg gat þess í byrjun þessarar óvanir eru en maður venst því greinar að dagblöðin hér í Wmni- fljótt, og áhrifin fyrir þá er peg hefðu veitt þessari litlu þeirra þarfnast eru svo mikil og (íækningastofnun óvanalega mik- góð, að öll óþægindi er því'jg athygli síðusut viku, og er fylgja gleymast fljótlega. jorsökin til þess sú að David Fin- Engir verða jafn þakklátir 'gard, sá er fullkomnaði aðferð- þessum áhrifum sem þeir er ina er hér í þeim tilgangi að andateppu hafa, er oft og tíðum jstofna lækningastofnun þar sem eftir margra ára þjáning fá á ^umkomulausir líðendur geta fáum vikum fullan bata. Og er fengið ókeypis bót meina sinna. það mikið gleðiefni að hafa nú 'Hefir hann nú þegar fengið loksins eithvað við hendina sem jflesta peningamenn þessa bæjar bætt getur þann leiða og þján-,til að gangast fyrir þessu með ingarfulla kvilla. isjálfan Bracken í bróddi fylking- Andarteppan og orsakir hennarj ar, svo það eru öll líkindi til þess, hafa frá upphafi' vega veriið hinn mesti leyndardómur. Alt! fram að byrjun þessarar aldar og jafnvel lengra, hafði ekkert verið gert til að rannsaka orsak- ir hennar; menn bara pústuðu og púuðu þangað til lungu þeirra voru öll úr lagi tognuð, en eng- inn vissi hvers vegna. En svo að þessari stofnun verði hér bráðlega komið á fót. Umsókn um lækningu má nú þegar senda til stofnunarinnar að 64 Bal- moral Place, og verður þeim sint við fyrsta möguleika. Fylkið hefir nú þegar keypt vél til að nota við heilsuhælið í Ninette, því þessi aðferð hefir tóku menn eftir því að sumirjeinnig orðið til mikils góðs við gátu ekki tekið upp kött án þess berklaveiki. að fá andarteppu, aðrir máttu j Tribune kom fyrst með grein ekki koma inn í hesthús eða | um þetta á miðvikudaginn 24. nærri hestum á nokkurn hátt, án |marz, með mynd af lækningar- þess að verða yfirkomnir af vélinni, nokkrum sjúklingum og sama kvilla; enn aðrir fengu andarteppu af ýmsum fæðuteg- undum. Þá var fundið upp á því að gera húð-prófun (skin tests) til að finna fyrir hvaða hlutum andarteppu sjúklingar væru næmir (sensitive). En það var til lítils gagns. Sumir voru næmir fyrir svo mörgu að það hefði helst þurft að hafa þá stöðugt í glerkassa til að halda frá þeim öllu því er þeim var saknæmt. Um fjögur hundruð hlutir fund- ust sem orsakað gátu andarteppu á þeim sem næmir eru fyrir á- hrifum þeirra. Fingard neitar þessu þverlega, segir að þó menn geti fengið andarteppu af því að koma nærri öðrum viðkomandi. Free Press kom með það sama daginn eftir, og síðan, á föstudaginn með fregn beint frá Lundúnum, frá fréttaritara sínum í þeirri borg, sem segir frá hvað læknar eru farnir að sannfærast um ágæti þessarar aðferðar og að mót- spyrna gegn henni fari minkandi dag frá degi. Prentar blaðið aftan við þessa fregn bréf sem eg nýlega fékk frá sex nafn- frægum enskum læknum um það hvað vel þessi' aðferð hafi reynst og að þeir allir væru henni fylgjandi. Sumt af því er maður verður var við í sambandi við þessa að- ferð er í mesta máta undrunar- leysi. Tvo menn hefi eg séð við þessa stofnun hér sem mikinn bata hafa fengið eftir margra ára heyrnarleysi og vakti það mér mikla undrun sem nærri má geta. Annað er þau áhrif hún hefir á sinnuleysi og brjálsemi. Þúsund vitfirringar á enskum spítala voru rannsakaðir á vís- indalegan hátt og kom þá í ljós að þeir allir höfðu langvarnadi bólgu í nasholum og batnaði yfir fjögur hur\druð af þeim svo mik- ið að bólgan var læknuð, og það varð óhætt að senda þá heim til ættingja sinna. Enn annað er húðsjúkdómar. Lítill drengur sem blöðin prentuðu mynd af í fyrri víku, hafði húðsjúkdóm sem var að batna jafnframt andarteppunni, og sama sagan kemur frá öðrum stofnunum. Læknar, eins og vant er, taka þessari aðferð mjög misjafnlega. Þeir víðsýnni slá engu föstu en láta reynsluna vísa sér veg. Hin- ir þrönsýnu, sem ekkert sjá, en aðeins trúa því er þeim áður var kent að berjast á móti þangað til alt er ofaní þá rekið og þeir verða að drattast með hvort sem þeir vilja eða ekki. M. B. H. FJÆR OG NÆR þeim hlutum sem þeir eru næmir vert; svo sem bata á heymar- Pétur Anderson, kornkaupmað- ur og frú og dætur þeirra tvær komu s. 1. mánudag sunnan frá Florida, þar sem þau hafa dvalið nokkra mánuði. * * * Mrs. Hallfríður Guðrún Thor- geirsson kona Jóhanns G. Thor- geirssonar að Ste. 8. Gordon Apts. Winnipeg, lézt s. 1. laug- ardag (2. apríl). Hún var 74 ára. Jarðarförin fór fram frá Fyrstu lút. kirkju í gær. Hin látna var eyfirsk að ætt. * * * Pétur Herman frá Mountain, N. D. kom í gærkvöldi til bæjar- ins; hann kom til að vera á leikn- um “Jósafat”, sem sýndur var í annað sinn í gærkvöldi í Sam- bandskirkjusalnum við góða að- sókn, sem á mánudagskvöldið. í för með Mr. Herman voru þrír eða fjórir aðrir. Hafa þá nokk- uð yfir 20 manns komið frá Dakota til að sjá leikinn. * * * Jón Hólm frá Mountain, N. D., kom til bæjarins í gær til að sjá leikinn Jósafat. * * * Gjafir til sumarheimilis íslenzkra barna á Hnausum Mr. og Mrs. Gísli Johnson $5.00 Mrs. Julius Sigurd, Riverton, Man.......... 1.00 Til minnis um Mr. og Mrs. Peter Ólafson: Jón Pálmason, Keewatin .... 1.00 Mrs. Kristín Júlíus, bækur 1.00 Guðrún Johnson Árnes...... 1.00 Mrs. Fred Somila, Árnes, 2 ullar teppi og 2 kodda. Arðdr af samkomu í Wpg. 60.00 Arður af teppi' gefið af Helgu Bjanason, Wynyard 32.00 Með innilegu þakklæti fyrir hönd nefndarinnar, Mrs. H. v. Renessee * * * Dakota-íslendingarnir, sem hér voru á ferð fyrripart þess- arar viku að sjá leikinn Jósafat, gátu þess, að hin nýja þjóðrækn- isdeild á Mountain væri að efna til mikillar samkomu á sumar- daginn fyrsta. * * * Marteinn Jónasson, póstmeist- ari í Árborg, Man., kom til bæj- arins í gær ásamt Mrs. Jónasson til þess að sjá leiknin Jósafat, eins og fleiri góðir íslendingar.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.