Heimskringla - 06.04.1938, Page 2

Heimskringla - 06.04.1938, Page 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 6. APRÍL 1938 ÖLDUNGAR, SEM VEITA GÓÐA FORSTÖÐU Minning próf. Haraldar Níels- sonar og próf. Sigurðar P. Sivertsen vígslubiskup Skálholtstiftis hins identinum, sem hann var að tala jSivertsen var fyrst og fremst Ræða eftir séra Jakob Jónsson “öldungar þeir, sem veita góða forstöðu, séu hafðir í tvö- földum metum,” segir fyrra bréf- ið til Timóteusar. Rithöfundar hinnar fyrstu kristni hvöttu fólkið mjög til virðingar við kennimannlegt starf. Leiðtoga- starfið í söfnuðunum var talið þýðingarmikið, ekki sízt fræðsl- an um hin helgu sannindi, sem meistarinn hafði boðið og síðan fluttust út um heiminn í prédik- unum, bréfum og munnlegri kenslu. Jafnvel þó að þeir sem til þessara starfa völdust, væri' breyzkir og vanmáttugir, eins og hverjir aðrir bræður í söfnuð- unum, var litið upp til starfsins sjálfs, og þótti sjálfsögð skylda að koma til móts við orðsins þjóna með samúð og kærleika, og styðja þá í starfi þeirra eftir föngum. En á þessum tímum sem endranær, voru uppi safnað- arleiðtogar, sem þóttu bera af fjöldanum. Og höfundur Timó- teusar bréfsins hefir áreiðanlega ekki verið sá eini, sem hélt því fram, að þessa menn ætti að hafa í tvöföldum metum. Eg býst ekki við, að með því hafi hann átt við ýms virðingarmerki að ytra hætti, heldur hitt, að starf þeirra yrði' mikið að verð- leikum, tekið tillit til þeirra og áhugamálum þeirra gefinn gaumur. Það vildi brenna við þá forna. Eg veit ekki, hvaða hugmynd þér hafið gert yður um kenslu í prestaskólum yfirleitt. Sumir halda að hún sé einna líkust kverskenslunni gömlu, presta- efnin fái sína trúfræði' í hendur, séu látnir lesa biblíuna yfir, helst án samhengis við aðrar bókment- ir, og séu síðan sendir út af örk- inni sem einskonar páfagaukar, óhæfir til annars en að endur- taka það, sem þeim hafði verið kent. Þá, sem slíkar hugmyndir gera sér um guðfræðinám við æðri skóla, hefði eg viljað taka með mér í tíma í guðfræðideild háskóla íslands. Eg man eftir því einu sinni í kenslustund hjá Haraldi Níelssyni, að einn stú- dentinn sagðist ekki geta fallist á skýringu hans á einhverju atriði, sem fyrir kom. Prófessor- inn hlustaði með athygli á skoð- anir nemanda síns og síðan hófst samtal um hin ólíku sjónarmið, þar sem ekki aðeins þeir tyeir heldur margir aðrir létu til sín heyra. Að lokum man eg, að prófessorinn sagði: “Þið vitið það, að hér erp engar hömlur lagðar á skoðanir ykkar; þið eruð frjálsir að því að fylgja hverju því, sem þið teljið sann leikanum samkvæmt. Það eina, sem eg mun krefjast af ykkur á prófi, er það, að þið vitið um þær skýringar, sem eg hefi sett fram eða sagt ykkur frá.” Eitthvað á þessa leið fórust honum orð. En þetta eina, sem krafist var, er í raun og veru ekkert smá- ræði. Það er hvorki meira né .minna en helgasta skylda vís- indamannsins — að rannsaka ó- hlutdrægt, skoða málin frá sem flestum hliðum og fylgja sann- sem nú, að afburðamönnunum yrði ekki gefinn gaumur fyr en ejnuiri( óháður skoðun- þeir væru dánir eða orðnir óstarf hæfir. Saga mannkynsins sýnir, hve erfitt hlutskifti þeirra manna er, sem annaðhvort bera af fjöldanum eða vilja fara aðr- ar leiðir en venja almennings hefir helgað. Og þó er það mála sannast, að öll framför þjóðanna er undir því kominn, að þessir menn séu ekki traðkaðir niður, meðan þeir enn hafa krafta til að vinna að heill fjöldans. Þetta sama á við um kirkjuna. Vér eigum innan hennar marga menn, sem ber hátt á himni menningarsögunnar, og í vorri' eigin samtíð eru til “öldungar”, sem oss ber að hafa í tvöföldum mæta gagnrýni ogandstöðu gegn metum, og verðum sjálf við það j hans eigin skoðunum, og hrein- meiri menn, en ekki minni. íjskilni' til að andmæla með ljós- dag langar mig til að helga ræðu-1 um rökum annara manna áliti. tíma minn minningu tveggjaiEn ekkert af þessu hefði gert manna, sem á liðnum þriðjungi Harald að þeim afburðakennara, þessarar aldar hafa verið með j sem hann var, ef ekki hefði um allra annara manna. Mér þykir vænt um að geta sagt, að það var ekki þessi' eini kennari, heldur stofnunin öll, sem leitað- ist við að innræta nemendunum þetta sjónarmið. En án þess að gera lítið úr öðrum kennurum, sem eg hefi haft, hlýt eg að segja, að séra Haraldur var allra manna hæfastur til þess að leiða nemendur sína eftir þessum vegi og gera kenslustundirnar arð- berandi mönnum í frjálsri sann- leiksleit. Hann var fyrst og fremst lærður maður og síþyrst- ur eftir nýjum sannindum; hann átti andlegt hugrekki til að beztu starfsmönnum íslenzku kirkjunnar, heima á ættjörðinni. Ástæðan til þess að eg geri þá að umtalsefni mínu, er sú, að við- kynning mín við þá hefir rifjast upp fyrir mér með sterkari litum brunnið í hjarta hans eldur, sem hlaut að tendra glóð þar sem eldsneyti var fyrir. Þarna á eg við hið óþreytandi fjör, sem ein- kendi hann. Það var ógleyman- leg sjón að sjá Harald Níelsson í á þessu vori, sökum þess að lát Ikennaraskólanum. í kirkjunni annars þeirra hefir nýlega bor- ist hingað vestur. En einmitt um þetta leyti eru nálega tíu ár síðan hinn lagði' leið sína yfir landamæri lífs og dauða. Þessir menn, sem eg á við, voru báðir kennarar mínir, báðir vinir mín- ir, og eg tel það lán mitt að hafa fengið tækifæri til að kynnast þeim all-vel og njóta ásamt öðr- um ávaxtanna af starfi þeirra. Þessir menn eru séra Haralður Níelsson, háskólakennari og prestur holdsveikra spítalans á Lauganesi, og séra Sigurður P. var hann minnisstæður nemend- um og jafnvel þúsundum manna ökum spámannlegrar framkomu í prédikunarstólnum. Eg held samt, að hinn innri eldur hafi oft notið sín fult eins vel, ef ekki betur, í hinni litlu kenslustofu guðfræðideildarinnar, og er þá mikið sagt. Eg minnist sumra þeirra stunda með fögnuði til æfiloka. Eg sé hann fyrir mér í kennarastólnum, snöggan og kvikan í hreyfingum; hann laut venjulega fram, þegar mestur hiti var í samtalinu, eins og Sivertsen háskólakennari og hann þá vildi vera sem næst stú- V*"4 FEDERAL Framskipun/tr Kornlyftustöðvar í Fort Willlam—Port Artbur— Vancouver. 423 Sveitakomlyftur 1 Vesturlandinu. 101 KoIasölustöO. Þjónusta og verzlunartæki vortryggja hagkvæm viðskifti við. Augun voru leiftrandi snör og hvöss, en ekki stingandi. Það var í þeim hrifning, eins og í barnsaugum, sem horfa á eitt- hvað dásamlega fallegt. Skerpa ákafamannsins var áberandi' í öllum hans svip og yfirbragði, Þó að séra Haraldur væri svo frjálslyndur maður sem eg þeg- ar hefi lýst, átti það frjálslyndi í engu skylt við það- skoðana- leysi, sem svo víða verður að einskonar sið nú á dögum. — Frjálslyndi hans var fyrst og fremst í því fólgið, að krefjast jafnréttis handa öllum í leitinni að sannleikanum og við boðun hans. Og þessa réttar krafðist hann eindregið handa sjálfum sér. Hið eindregna og ákafa fylgi hans vrð það, s.em' hann trúði, að væri sannleikur, var undirrót hinnar miklu baráttu, sem hann háði hin síðari ár æfi sinnar. Fyrir skoðunum sínum barðist hann sem prédikari, bæði í Reykjavík og á sumarferðum sínum um landið. Sem mælsku- manni hefir honum verið skipað við hlið Jóns biskups Vídalíns í meðvitund íslendinga, ef ekki skör framar. Þeir fáu af af- burða ræðumönnum annara þjóða, sem eg hefi átt kost á að hlýða á, hafa allir orðið fremur lágvaxnir við hlið hans, þótt á- gætir séu. Eg á enn ótalda eina hlið á starfsemi séra Haraldar. Það er vísindamenska hans. Öllum, sem nokkuð vit hafa á því starfi, er hann innti af hendi sem biblíu- þýðandi, ber saman um, að það sé vísindalegt verk í fremstu röð. Ef til vill eru það einmitt slík fræðistörf, sem Harald Níelsson stöðugt langaði til að inna af hendi. Hann mun um eitt skeið æfi sinnar hafa þráð mest að geta fengist við ritstörf um guð- fræðileg efni. Þær bækur hefðu þá orðið við hæfi vísindamanna einna, að öllum líkindum, en allri alþýðu manna hulinn fjársjóður, eins og svo mörg slík ritverk eru. En fátækt hans mun meðal ann- ars hafa svift hann möguleikum til þessarar iðju. Og svo fóru leikar, að hugur hans drógst að öðrum viðfangsefnum, þar sem vísindalegir hæfileikar hans nutu sín þó ekki síður. Með því á eg við starf hans sem sálarrann- sóknamanns. Eg hefi orðið þess var, að ýmsir halda, að séra Har- aldur Níelsson hafi verið auð- trúa mjög og fljótfær í ályktun- um, og að hann hafi að órannsök- uðu máli talið víst, að alt sem fram kom hjá miðlum, óyggjandi skeyti frá framliðnum mönnum. En þeir, sem þektu Harald, munu hafa aðra sögu að segja. Ekkert var honum meira “eitur í beinum” en einmitt hin öfgafulla trúgirni sumra þeirra, sem töldu sig spiritista. Eg man einu sinni eftir að hann sagði á fundi' í guð- fræðideildinni um vissan hóp af sálarannsóknarmönnum í einu af Evrópulöndunum, $ð það væru áreiðanlega vitlausustu spiritist- arnir, sem hann hefði nokkurn tíma kynst. Og ástæðan var blátt áfram sú, að honum fund- ust þeir ekki taka nógu vísinda- legum tökum á málinu. Hans afstaða var þessi: Eg er sann- færður um að sumt, “en ekki alt, sem kemur fram fyrir atbei-na miðils stafar frá framliðnum mönnum.” Starf sálarrann- sóknamannsins átti að vera að vinna úr og greina rétt frá röngu. Haraldur leit ekki á spiritismann sem trúarbrögð, heldur vísindi, sem síðan hlytu að hafa mikil áhrif á þróun trú- arlegra hugmynda að sínu leyti eins og hver önnur vísindi hljóta að hafa. Sigurður P. Sivertsen var ó- líkur Haraldi Níelssyni, maður ^ annari gerð. Kensla hans bar ekki merki hins sama fjörs, sem einkendi Harald. Um áhuga hans og einlægni efaðist enginn. En það kom ekki fram með ákafa eða í leiftrandi tilsvörum. — hæverskur maður. Lærdóms- maður var hann vafalaust mikill og fáir munu hafa staðið honum á sporði í ástundun við nám og lestur. Iðni annars vegar og ná- kvæmni hins vegar voru mjög áberandi kostir í fari hans sem kennara. Reglusemi hans í allri starfstilhögun átti rót sína að rekja til samvizkusemi, sem var miklu meiri en almenn gerist næstum því að segja viðkvæmri trúmensku um alt, sem hann hafði' tekið að sér. • Stöku sinnum hefi eg orðið þess var, að lítt kunnugir menn álitu, að Sivertsen hefði verið í haldsamari guðfræðingur en starfsbróðir hans. En slíkt er al ger misskilningur. Munurinn sem á þeim var, lá ekki í stefnu heldur skapgerð. Sigurður P. Sivertsen var öllu öðru fremur friðsamur maður; trúmáladeilur særðu hann, og hann gaf sig ekki í þær, nema hann mætti til. f kenslu sinnr fylgdi hann eindreg ið fram frjálsri gagnrýni og frjálsri hugsun. Sjónarmið hans þegar um trúfræðileg eða biblíu- leg vandamál var að ræða, voru altaf sjónarmið nýguðfræðings ins. En honum fanst, að í trú máladeilunum yrði mönnum jafnan hættast við að gleyma því sem þeir ættu sameiginlegt í trú- arlegum arfi, og leggja áherzl una á aukaatriði' í stað aðal- atriða. En þessi friðsemi Sigurðar Si- vertsen var ekki friðsemi hugs- unarleysingjans og kjarkleys ingjans. Hún stóð föstum rót um í lífsskoðun hans og var ná tengd æðstu hugsjónum hans. — Þess vegna var hann líka maður til að fórna henni, ef lífsskoðun- in krafðist þess og það var gert í þágu hugsjónanna. Ýms atvik frá viðkynningu minni við þenn- an kennara minn hafa gefið mér innsýn í huga hans, að því er mér sjálfum finst. Á skólaárum okkar, fórum við nokkrir guðfræðistúdentar, að gefa út tímarit, sem nefndist “Straumar”. Sumir vinir okkar, og þar á meðal Sigurður Sivert- sen báru kviðboga fyrir því, að við mundum reynast ófriðsamir og ef til vill valda óeirðum ritvelli þjóðarinnar. Þegar fyrsta hefti ritsins kom út, báðum við hann um grein í ritið. Hann sagði þvert nei. Sagði, að sér litist ekki á fyrirtækið og vildi ekki bendla sitt nafn við það. En að nokkrum klukkustundum liðn- um tilkynti hann okkur, að hann hefði séð sig um hönd. “Þið eruð ungir,” sagði hann við okk- ur. “Það getur vel verið, að þér farið ekki altaf að, eins og mér líkar en eg vil ekki láta mig henda það að neita ungum mönn- um um liðveizlu, þegar eg finn, að þeir hafa áhuga og löngun til að taka til starfa.” Oft vissi' eg til þess, að Sig- urður Sivertsen hefði ýmislegt út á okkur að setja, og hann fór ekki dult með það í okkar eigin hóp. En þess vissi eg dæmi, að hánn var staddur á fjölmennum fundi, þar sem á okkur var ráð- ist all-alvarlega af andstæðing- um. Þá varð þessi kennari okk- ar fyrstur til að taka svari okk- ar og kvaðst ekki vilja, að hinir eldri sem þættust eitthvað hafa út á æskuna að setja, gerði það með ósanngirni og án þess að meta það að verðleikum, sem gott væri í starfi hennar. Einn atburður í viðkynningu minni við Sigurð Sivertsen líður mér aldrei úr minni. Það var þegar eg flutti prófræðu mína. Bæði hann, hinir kennararnir og dómendurnir voru svo óánægðir með kafla úr ræðunni, að eg fékk fyrir hana einhverja allra lægstu einkunn, sem gefin hefir verið í ræðugerð við háskóla fslands. Þess var jafnvel óskað, að eg flytti ekki þennan umrædda kafla í prédikunarstól dómkirkj- unnar. Mér fanst það skemma ræðuna að sleppa nokkru úr henni, og flutti hana þess vegna xn vmn TO YOUR FAMILY • Quick Quaker Oats .. . are rich in Nature’s Vitamin "B” to keep nerves, digestion and apþetite in tip top condi- tion...are irraaiated for Vitamin "D” thathelpsbuildstrongbonesandteeth. CANADA'S e>Cuúde QUAKEROATS HEALTH BREAKFAST/ 30 HEALTH BREAKFASTS IN EACH PACKAGE I alla. Á eftir kom Sigurður stillingar, sem hann annars Sivertsen til mín, tók í hönd mér tamdi sér. Þá hreif hann á- og óskaði mér til hamingju með heyrendur sína. Mér er m. a. prófið. “Eg var óánægður með minnisstæð ræða, sem hann hélt ræðuna,” sagði hann, “og eg gaf eitt sinn í Vallaneskirkju um eitt yður lágt fyrir hana. En hvað af sínum æðstu áhugamálum. Þá sem því líður, sé eg í þér þorið sópaði að honum í stólnum. En að standa við sannfæringu yðar, hvort sem hann var 1 ræðustól og það þykir mér vænt.” Eg eða átti tal við menn einslega, gat ekki stilt mig um að rifja brást honum aldrei prúðmensk- þetta upp, vegna þess, að sjald- an. Allir hlutu líka að finna an hefi' eg fundið betur en í einlægni hans, áhuga og velviid. þetta sinn hvað íslenzka orðið Hvort sem menn voru honum drengskapur þýðir. Það er að sammála eða ekki, gekk enginn vera heill með og heill á móti; þess dulinn, að hann vildi aldrei sá sem er drengur góður, segir annað en gott til málanna leggja. vini sínum til vamms upp í eyr- Þess vegna hlustuðu menn á til- un, en taki svari hvers manns, lögur hans og fengu samúð með sem sökum er borinn á bak. — starfi hans. Og þess vegna Drengur góður lætur ekki það, auðnaðist honum að hrinda af sem hann er óánægður með í fari stað víðtækum kirkjulegum sam- vinar síns, aftra sér frá því að tökum, sem á hættulegum tím- láta hitt njóta sannmælis. — um hafa orðið kirkjunni lífs- Drengur góður getur verið móti nauðsyn. manni, án þess að vera óvinur hans, og með honum, án þess að vera undirlægja. Meðal þeirra kenslugreina, sem Sigurður Sivertsen hafði á hendi voru þær sem sérstaklega miðuðu að undirbúningi prest- starfsins sjálfs, ræðugerð og barnaspurningar. Þetta varð til þess að hann gerði sér far um að kynnast innra lífi stúdent- anna og hugsunum þeirra um svo mörg mál, sem síðar mundu snerta verkahring þeirra. Einu sinni á mánuði voru haldnir um- ræðufundir, sem hann stjórnaði og í daglegu tali voru kallaðir Sivertsensfundir. Voru þeir um ýms málefni, sem vörðuðu þjóð og kirkju, trúarlegar stefnur, fé- lagsmál, stjórnmál, trúræna reynslu, kirkjulegar athafnir o. fl. Ef til vill hefir þessi félags- skapur átt sinn þátt í því að undirbúa hin víðtæku félagssam- tök meðal presta, sem nú eru komin á um land alt. Sigurður Sivertsen hóf for- göngu á því, að Prestafélag ís- lands var stofnað. Áður höfðu prestar engin veruleg félags- samtök með sér er næðu yfir land alt. Þetta félag starfar nú í all-mörgum deildum, hefir gef- ið út Tímarit, og er nú sjálfsagð- ur aðili að öllu því, er varðar starf preststéttarinnar. Sivert- sen var sjálfur formaður þess og ritstjóri tímaritsins, meðan kraftar hans leyfðu. Hann vann að því með ráðum og dáð að sameina prestana til átaka um mörg þau málefni kirkjunnar — aæði trúmál, siðferðis — og menningarmál — sem annars íefði síður verið tekið föstum tökum á. Harxn lagði mikið a sig fyrir þessi störf, stundum meir en heilsa hans þoldi. Þegar vér prestar hins forna Skálholts- stiftis kusum hann til vígslu- óiskups, var það í rauninni við- urkenning þess, að hann hefði um mörg ár starfað á meðal vor sem biskup eða yfirhirðir. Það sem honum vanst á, náðist ekki með mælsku eða mikilli ræðu- mensku. Ræðuskörungur í þess orðs venjulegu merkingu var íann. Þó var það helst, þegar snert var illa við málum, sem lonum voru viðkvæm, og honum hljóp kapp í kinn,* að þungi til- finninganna spr«ngdi' af sér lömlur þeirrar formfestu og Einhver yðar mun ef til vill spyrja, hvaða erindi þessi ræða eigi til yðar; þessara manna eigi að minnast heima á fslandi, miklu fremur en hér. Slíkri at- hugasemd mun eg svara þannig. Eg tel það skyldu mína sem ís- lenzkur prestur að reyna eftir megni að gefa yður hugmynd um starf móðurkirkjunnar og henn- ar merkustu manna, meðal ann- ars þeirra “öldunga”, sem veita góða forstöðu og hafa ber í tvö- földum metum. f öðru lagi má sjá í starfi þessara tveggja manna einskonar táknrænar myndir af tveim öflum, sem jafnan þurfa að vera ráðandi innan kirkjunn- ar, hver sem er. Annar þeirra var spámaðurinn og uppreisnar- maðurinn, sem flutti ný sannindi með krafti andans, víkingurinn, sem fór herferðir í andans heimi; landkönnuðurinn, sem brýst inn í fjöllin og frumskóg- ana; hann skapaði umrót og öldugang; steypti gömlum goð- um af stóli og vakti' með því hneykslun og ófrið en á hinn bóginn aðdáun og stófelda hrifn- ingu. Enginn vafi er á því, að starf séra Haraldar hafði geysi- leg áhrif í andlegu lífi þjóðar- innar. Aðallega var það á tvenn- an hátt. í fyrsta lagi stuðlaði hann að vaxandi frjálsyndi í trúmálum. í öðru lagi átti hann þátt í að verja og efla eilífðarvissu fólks- ins og ryðja braut nýjum hug- myndum um lífið eftir dauðann* Ekki er því að leyna, að hann hefir orðið fyrir því sama óláni sem flestir aðrir spámenn, að fylgjendur hans hafa oft og tíð- um orðið til að skyggja á hinn sanna kjarna í boðskap hans en að bregða yfir hann birtu. í nafni frjálslyndisins hefir stund- um verið prédikaður einskonar ribbaldaskapur í andlegum efn- um, og í nafni andahyggjunnar hefir verið fluttur staðfestulaus þvættingur, sem ekkert á skylt við vísindalega hugsun. En skugginn afsannar aldrei tilveru ljóssins, heldur þvert á móti. Sé upphafsins leitað, finst það í starfsemi manns, sem boðaði fagnaðarerindi vitsins, innblásið af anda ástríðna og eldheitra til- finninga. Það ljós má ekki slokna með íslenzkri þjóð. Hinn maðurinn var fulltrúi þeirra, er með lögum vilja land

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.