Heimskringla - 06.04.1938, Side 3

Heimskringla - 06.04.1938, Side 3
WINNIPEG, 6. APRÍL 1938 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA byggja. Á hinum nýja grund-, velli frjálsrar hugsunar skyldi rísa upp skipulagt samstarf, líkt' og þegar ný-numið land er tekið til ræktunar, og væri sett á; stofn. Hið friðsama og hljóð- láta verk er unnið án þess að nokkur tíðindi þyki. Það varð hlutskifti Sigurðar Sivertsen að verða félagsmálaleiðtogi hinnar ísl. þjóðkirkju á vorri öld. Og gegnum það starf hefir hann á- hrif á kirkjuna og þjóðlífið miklu lengur en nokkurn grunar. — Alveg eins og starf hins leið- togans, getur það raunar orðið að litlum notum, ef þeir, sem á eftir koma, skilja ekki hið rétta gildi þess. 'Friðsemin getur orð- ið að sljórri lognmollu, sáttfýsin að skoðanalausum sambreysk- ingi andstæðustu hugsana og samstarfið getur stirðnað upp í formsatriðum. Svo mun líf kirkj- unnar verða sannast og fegurst, að þar starfi saman spámanns- andinn og skipulagsáform — baráttan fyrir sannleikann og friðsamleg samstilling kraftanna — útþrá, sem leiðir til landvinn- inga og heimþrá, sem byggir upp óðalssetrið. Amen. MAGNÚS E. PÁLMASON 1892—1937 Þar sem þessa efnilega íslend- ings, sem féll frá á bezta aldri s .1. ár, tæplega 45 ára, hefir ekki verið minst í ísl. blöðunum, þá hefir móðir hans mælst til að eg sendi öðru hvoru blaðinu nokkur orð um helztu æfiatriði hans. En þar eð eg var ekki persónulega kunnugur hinum látna verð eg að draga ályktun af annara sögusögn, og því er blað, sem gefið er út í “Sault Ste Marie”, þar sem hann bjó sein- ast, segir um hann. Magnús Erlendsson Pálmason var fæddur í Cavalier, N. D., 3. maí 1892. Foreldrar hans voru þau hjónin Erlendur Pálmason, bróðir Sveins Pálmasonar í Win- nipeg, Sigurðssonar frá Yztagili í Langadal í Húnavatnssýslu; af hinni svokölluðu Stóradalsætt, og Guðríður Árnadóttir, Sigurðs- sonar, bónda á Starrastöðum í Lýtingsstaðahrepp í Skagafirði. Hún og Kristinn í Engey bræðra- börn. Sú ætt sunnlenzk að eg hygg. Móðir Guðríðar var Sesselja Halldórsdóttir Svein- björnssonar, ættuð úr Húna- vatnssýslu. Föður sinn misti Magnús þeg- ar hann var þriggja ára. Hjá móðir sinni ólst hann því upp, og stjúpföður, eftir að hún giftist í annað sinn, Jóni Jóhannessyni Magnússonar frá Hóli í Tungu- sveit í Skagafirði, árið 1897. — Hjá þeim var hann þar til hann var 17 ára. Það ár (1909) fór hann til Canada og vann að ýmsu, en mest við bifreiðarstöðv- ar. í Canada herliðið gekk hann í byrjun stríðsins, eftir sögn móðir hans, og var í herþjónustu í 5 ár, ýmist við að keyra flutn- ingabíla, með hergögnum, eða vann á bílstöðvum, þann tíma sem hann ekki lá veikur í Afríku. Þessu ber saman við það sem áður áminst blað segir um hann í æfiágripi hans, sem er á þessa leið: “At the outbreak of the World War he joined the British Imperial Army, and served until 1919 in German, British and Portugese East Africa.” En þessu ber ekki saman við það sem sagt er um hann í íslenzku hermannabókinni, (sjá bls. 188). Það ber öllum saman um hvenær hann kom til baka úr stríðinu, n. 1. 1919; og einnig um það, að hann hafi verið lengi veikur (af malaríu veikinni) á meðan hann var í Afríku, en þó verið við vinnu annað slagið á milli þess sem hann lá á sjúkrahúsum. Frá þeim tíma að hann kom til baka og þar til hann fluttist til Ontario 1925, vann hann mest á bílstöðvum í Canora, Sask., og víðar. Árið eftir að hann kom til Sault Ste Marie, Ont., kvongað- ist hann stúlku af amerikönskum ættum, Lillian Poole, frá Escan- aba í Michigan-ríki og bjuggu þau í þessum sama bæ þar til hann kvaddi þenna heim 14. apr. 1937. — Seinustu 10 árin var hann umsjónarmaður yfir vatns- verkstæði bæjarins. f jan. veiktist hann svo að hann varð að fara á spítala og ganga þar undir uppskurð. En þann 27. febrúar var hann aftur orðinn svo hress að hann gat byrjað að vinna sitt verk á ný. En það entist ekki nema til 19. marz. Þá varð að flytja hann aftur á sjúkrahælið, og þar var hann það sem eftir var æfidag- anna. Til 14. apríl, eins og áður er sagt. Þegar hann fékk seinasta bréfið frá móðir sinni var hann svo máttfarinn, að hann treyst- ist ekki til að lesa það sjálfur. Og ekki var konan hans fær um það. Var þá send fyrirspum frá útvarpsstöð bæjarins um hvort nokkur væri er gæti lesið ís- lenzku, og ef svo væri, þá beðin að koma á spítalann, til að lesa bréf á því máli, fyrir dauðvona sjúkling. Eftir stuttan tíma kom maður sem kvaðst heita Brunhildeson, og las bréfið mjög hægt, og virtist Mrs. Pálmason maðurinn sinn veita því eftir- tekt. Næsta dag var hann það mikið hressari að hann gat lesið bréfið sjálfur, með hvíldum. Tæpum mánuði áður en hann var fluttur á sjúkrahúsið í seinna sinn, skrifar hann móðir sinni að sér líði eins vel og búast megi við, að hann hafi sama sem engan verk, þar sem uppskurður- inn var gerður, og að eftir mán- aðartíma búist hann við að vera orðin jafngóður. — En það fór á aðra leið. Þegar hann var búinn að fá vissu fyrir því að hann gæti ekki lifað þá skrifar hann móður sinni eftirfarandi orð: “Kæra mamma! Eg fel þig Guði á hendur, í millitíð, þangað til við erum saman í eilífðinni. — Með ást, Magnús. Það voru sein- ustu orðin hans, sett á pappír. Mig langar til að setja hér nokkur orð, úr bréfi frá ekkju hans til tengdamóður sinnar: “He never complained once through all his pain. He would willingly have submitted to any- thing to live. He was patience, fortitude, kindness, gentleness, helpfulness personified. The sisters said: that he was one of the most edifying persons they had ever seen.” — Konan var búin að verða honum samferða í 11 ár, í eins ástríku hjónabandi, eins og hægt er að hugsa sér; eftir því sem hún segir sjálf frá, í þessu sama bréfi til móðir hans. Þau voru bæði miklum hæfileg- leikum gædd, og unnu í félagi að sínum áhugamálum. Hún að “musical composition,” en hann að uppfynding, sem ekki var þó algerlega fullgerð áður en hann dó. Þessi upppfynding er kölluð “The Stamp Mill” en ekki veit eg hvað það nafn merkir. Stuttu áður en Magnús dó gat hann skýrt hugmynd sína svo til kenn- ara í “Auto Mechanics at the Technical School” að það er búist við að hún verði fullgerð, eða er það máske nú þegar. Fyrir “musical composition” hennar, sem nefnd er “The Rapids” hefir hún fengið mikið lof. Ekkja Magnúsar sál. minnist á þrjú merkileg atriði er.komu fyrir rétt fyrir, og við andlát hans, sem sumum finst mikils um vert, en aðrir máske gera gys að, og skal því hér eigi frek- ar á þau minst. Kveðju athöfnin fór fram und- ir umsjón Canada-hermanna- deiídarinnar í bænum, en var stýrt af séra Canon Hunter, á laugardaginn 17. apríl. Næsta dag voru jarðnesku leifar hins látna fluttar til Escanaba, Mich., og lagðar til hinstu hvílu í graf- reit Pooles fjölskyldunnar. Eftir beiðni Canada herdeild- arinnar í Sault Ste Marie tók “The Cloverland Post of American Legion” að sér alla umsjón útfararinnar, á mánu- dag, þ. 19. Líkmenn, og aðrir sem aðstoðuðu við útförina voru úr þeirri hermannadeild, að und- anskildum presti meþodista kirkjunnar, séra Ross Stooks. Jarðarförin var í alla staði hin virðulegasta. Fegurstu blóm- ^endir og blómsveigar, ásamt innilegum samúðarskeytum, bár- ust víðsvegar að; bæði frá fé- lögum og einstaklingum, sem höfðu kynst Magnús heitnum, á þeim tíma er hann átti heima þar eystra; sem sýnir bezt hvað miklum vinsældum hann átti að fagna, þar sem ekki var þó um hans eigin þjóðar fólk að ræða. Það er sannarlegt gleðiefni að vita til þess, að íslendingar, hvar sem þeir eru staddir, sérstaklega milli annara þjóða fólks, koma þannig fram við þá sem þeir um- gangast að öllum sé eftirsjá í þeim við burtför þeirra, hvort sem þeir flytja til annara lands- parta, eða yfir hafið mikla. Eftir því sem dagblöð Sault Ste Marie skýra frá þá hefir bæði kveðju athöfnin, norðan línunnar, og eins -jarðarförin sunnan línunnar farið fram með mikilli viðhöfn; og er það mikil huggun móðurinni í sorg sinni að hugsa til þess hversu ágætan orðstír sonur hennar ávann sér, hjá öllu sínu samferðafólki. Auk þess sem hann reyndist henni á- gætis sonur frá því fyrsta, til síðustu stundar. Hún gæti þyí tekið undir með skáldinu St. G. St., þar sem hann er að tala við ungann frænda sinn látinn: “Eg kveð þig með kærleikum góði! Þig, drenginn minn dána, með ljóði— En ekki í síðasta sinni. Þú lifir mér alt eins og áður, svo lengi eg hugsun er háð (ur) Þú gengur á götunni minni, Þú situr svo oft hjá mér inni. Hver vorgeisli vaxandi fagur er venzlaður verunni þinni, þinn hugur hver hreinviðrisdag- ur, Því þaðan kom sól þín og sinni. « Eg sé þig enn eins og eg sá þig, sem forðum eg átti og á þig. Þess varnar ei moldin á milli.” Það er mikið sorgarefni öllum góðum fsl. þegar ungt og efnilegt fólk úr flokki þeirra fellur frá á bezta aldursskeiði; þegar hið fyrirhugaða æfistarf er aðems hálfnað, eða máske rétt í byrjun. En þungbærastur verður, eðli- lega, söknuðurinn þeim sem nán- ast standa. Þá ættum við öll að minnast þess, að þeirra er gróð- inn, en okkai tapið. Það mundi verða okkur nokkur hugarfró, og mýkja sársaukann. Magnús heitinn sagði konunni sinni áður en hann kvaddi að hann ætlaði að undirbúa unaðs- ríkt heimili fyrir þau, á meðan hann biði eftir henni; og svo skyldi hann mæta henni og fylgja henni heim, og að þar mundi hún sjá svo fallegan blómagarð umhverfis nýja heim- ilið þeirra að garðurinn við heimilið hérna mundi sýnast eins og skuggi hjá honum. — Var það ekki fagur vökudraum- ur ? Og hver getur sagt að slíkir draumar nái ekki að rætast? — Hvað er eðlilegra en að göfugar og háleitar hugsanir geti skapað fagurt og unaðsríkt umhverfi, bæði í andlegri og áþreifanlegri merkingu, eins hinu megin eins og hér á sér stað ? Seinustu orðin sem Magnús heitinn sagði voru: Mamma! — Mamma! — Auk ekk,iunnar og móðurinn lifa hann einn albróðir, Ilaraldur Erlendsson í Winnipeg og börn hans. Ein hálfsystir, Mrs. Skafti Olason, Hensel, N. D., og föðurbróðir hans Sveinn Pálma- son í Winnipeg, sem áður er get- ið; og máske fleiri ættingjar sem mér ei' ekki kunnugt um. Th. Thorfinnson FÆÐINGAFÆKKUNIN MÓTAR MANNKYNS- SÖGUNA f Lesbók fyrir nokkru var sýnt fram á það, hver áhrif fækkun fæðinga hefir fyrir einstakar þjóðir, og jafnframt drepið á það, hver áhrif þetta gæti haft á samspil þjóðanna. Að þessu er nauðsynlegt að víkja nokkru nánar, og verður þá útkoman ærið ískyggileg fyrir þá, sem ekki er sama um það, hvaða kyn- stofn á að stjórna málefnum jarðarinnar. Því að sé þjóðunum skift eftir því hve tíðar fæðing- ar eru, með hverri þeirra, þá kemur í ljós sú einkennilega og eftirtektarverða staðreynd, að skifting þessi fellur að mestu éaman við skiftingu mannkyns- ins í kynstofna. Því miður er þessi skýrslugerð þó ekki eins fullnægjandi eins og æskilegt væri vegna þess, hve ófullnægj- andi skýrslur eru frá ýmsum þeim þjóðum, sem til greina ættu að koma, svo að ómögulegt er að hafa þær með í skýrslunni. En svo mikið vita menn þó um þær í þessu efni, að skýrslan myndi vafalaust benda enn á- kveðnar í sömu átt, ef þær væru taldar með. Flestar tölurnar eru frá 1933. Þær sýna bamsfæðingar, miðað- ar við hverja 1000 íbúa eins og áður. Fæðingar 10—20 af þús.: * Danmörk 17.3 Noregur 14.8 Svíþjóð 13.7 Finnland 18.5 Belgía 16.5 England 14.4 Frakkland 16.3 írland 19.2 Skotland 17.6 Sviss 16.4 Tékkóslóvakía 19.2 Þýzkaland 14.7 Austurríki 14.3 Eistland 16.2 Lettland 17.8 Bandaríkin 16.8 Ástralía 16.8 Canada 19.5 Fæðingar 20—30 af þús.: Búlgaría 29.0 Grikkland 28.8 Holland 20.8 ítalía 23.7 Pólland 26.5 Portúgal 29.7 Spánn 27.8 Ungverjaland 22.0 Suður-Afríka 23.7 Argentína 25.8 Þjóðir með meira en 30 af þús.: Rúmenía 32.0 Ukraine 33.8 Br. Indland 37.8 Ceyíon 38.6 Filipseyjar 35.4 Japan 31.6 Rússland 43.1 Egyptaland 44.1 Formosa 43.9 in til þess að leggja undir sig ný meginlönd. En nú er þessi þenslumáttur horfinn. Engin þessara þjóða hefir lengur neitt aflögum til þeirra hluta. Eftir aldamótin fór þetta að koma í ljós með þeim hætti, að hlut- fallstala innflytjendanna breytt- ist. Það voru ekki lengur aðal- lega íbúar Norður-Evrópu„ sem komu til nýju landanna, heldur voru það Suðurlandaþjóðimar, sem mest bar á. Og rúmum ára- tug síðar fóru Rússar að streyma yfir hafið. Þessi staðreynd segir nákvæmlega sömu söguna og hagskýrslurnar um fæðingar, þá sögu, að nýjar þjóðir eru að ryðjast fram á leiðsvið sögunnar. Á síðari árum hafa lönd þau, sem áður tóku við mestu af út- flytjendastraumnum lokað dyr- unum að mestu, og því hafa þær þjóðir, sem þenslumáttinn eiga, orðið að snúa sér í aðrar áttir. ftalía hefir snúið sér að Afríku, Rússar að Síberíu og Japanir að strjálbygðari héruðum Kína. í þessum héruðum mun sagan ger- ast á næstunni, því nú eins og fyr mun sagan fylgja þeim, sem eitthvað eru að aðhafast. Um nokkurra alda skeið var þenslu- máttur gula kynstofnsins aðal söguefnið, svo að Evrópa var hvað eftir annað nálega orðin þessum þjóðum að bráð. - Þá tók hvíti kynstofninn við og hrakti alt sem fyrir varð. Nú er barna- fæðing að verða honum að fóta- kefli. Engin þjóð eða kynstofn skapar veraldarsögu nema með vexti og þenslumöguleikúm, með óbilandi krafti og lífsþrá. Er ekki líka gott að fólkinu fækki? Til er það fólk, sem heldur í alvöru, að fólksfækkun sé ekki eintómt böl. Ef ekki sé altaf verið að hugsa um viðskiftin þjóða milli, heldur aðeins litið á haginn heima fyrir, þá sé ekki nema gott eitt um það að segja, að fólkinu fækki. Þá eru færri um vinnu þá, sem til fellur og gæðin skiftast í færri staði. Þá getur hver einstakur fengið meira og þá ætti ekki að vera hætt við atvinnuleysi. Þá þyrftu menn ekki heldur að vera að berjast, því að nóg væri land- rýmið handa öllum. Áður hefir verið vikið nokkuð að þessu og sýnt fram á, hvílík dæmalaus grunnhyggni þetta er. Fólksfækkunin mun einmitt leiða til samdráttar á öllum svið- um, atvinnuleysis og eymdar. Og þetta, sem hægt er að segja sér sjálfum, sýnir einnig reynslan. Ef athugað er þéttbýli landanna og borið saman við atvinnuleys- ið, þá kemur það í ljós, að það er alls ekki þéttbýlið, sem veldur því. Og stjálbýlið varnar því ekki heldur. f Bandaríkjum Norður-Ameríku búæ t. d. 13 menn á hverjum ferkm, af ágætu landi'. En þó hefir atvinnuleysið komist þar upp í 20 miljónir manna. f Danmörku búa 83 menn á hverjum ferkm., en þar eru ekki nema um 200,000 at- vinnuleysingjar, en hefðu í sama hlutfalli verið 500,000. í Þýzka- landi búa 140 menn á hverjum ferkm. og þar komst atvinnu- leysið hæst í 6 miljónir manna, en hefði verið um 11 milj. í hlut- falli við Bandaríkin með sínar 20 miljónir, þrátt fyrir strjálbýlið þar. Mörg lönd hafa margfald- að íbúatölu sína, án þess að það hafi' leitt til nokkurs atvinnu- leysis. Takmörkun fæðinga Þegar litið er á alt það, sem hér hefir sagt verið, fer það að verða ærið undarlegt, að jafn- vel þeir menn, sem þjóðirnar fela æðstu forsjá sinna mála, skuli vera svo blindir fyrir þessu tákni tímanna, að þeir beita sér fyrir ráðstöfunum í þá átt að fækka barnsfæðingum, og hjálpa þjóðunum þannig til þess að fremja sjálfsmorð. Að vísu verður að viðurkenna, að ástæðumar til þessara tak- markana geta verið afar mrs- munandi. Hjá mörgum er á- stæðan engin önnur en sú, að fólkið vill vera laust við óþæg- indin af því að hafa böm í eftir- dragi. En aðrar og miklu af- sakanlegri ástæður eru líka tii, svo sem áhyggjur fyrir afkomu- möguleikum bamanna og getu- leysið til þess að sjá þeim fyrir lífvænlegri stöðu. Þar sem at- vinnuleysi herjar á, er naumast von, að fólk telji forsvaranlegt að ala börn til þeirrar ömurlegu tilveru, sem lífið hefir skapað þeim sjálfum. Menn gæta þess þá ekki, að þeir eru raunverulega að auka á það, sem þeir eru að reyna að forðast, að þeir eru að stuðla að enn meiri eymd og vol- æði fyrir þjóðina m^ð því að svifta hana vaxtarmöguleikun- um. Þá hefir þessi stefna einnig fengið mikinn byr í seglin við það, að konur eru meira og meira að komast inn í þau störf, sem karlmenn hafa áður rækt, og Frh. á 7. bls. Frá Kína eru ekki til skýrsl- ur, en sennilega eru fæðingar hvergi hlutfallslega eins margar og þar. Af þessari skýrslu sést þá, að norrænu þjóðirnar, Engilsaxar og Gallar eru lægstir, svo að segja hvar í veröldinni sem þeir eru niður komnir, alla leið frá Norðurlöndum til Ástralíu. Þá koma rómönsku þjóðirnar. En langhæstar eru gulu þjóðirnar og hálfgulu, eða Slavarnir. Frá þessu eru aðeins mjög litlar und- antekningar. Hollendingar eru t. d. aðeins fyrir ofan markið (svip- að og íslendingar). En þetta haggar engu um heildarniður- stöðuna af þessum athugunum, og á sínar sérstöku orsakir. Hvíti kynstofninn að deyja út? Fyrstu afleiðingar þessarar rýrnunar í norræna og engilsax- neska kynstofninum eru þegar komnar í ljós. Á 19. öldinni var þenslumátturinn svo mikill í þessum þjóðum, að 40 miljónir manna frá Englandi, Þýzkalandi og Skandinavíu fóru yfir úthöf- All-Canadian victory for pupils of DOMINION BUSINESS COLLEGE at Toronto Exhibition Pupils of the DOMINION BUSINESS COLLEGE, Winnipeg, were awarded FIRST PLACE in both Novice and Open School Championship Divisions of the Annual Typing Competition. Miss GWYNETH BELYEA won first place and silver cup for highest speed in open school championship with net speed of 92 words a minute.. Mr. GUSTAVE STOVE won firtt place and silver cup for highest speed in Novice Sec- tion of typing contest. His net speed was 76 words a minute. Miss HELEN BRIX, another D. B. C. pupil, won second place for accuracy in the novice division! Miss DOROTHY MAXWELL, a D. B. C. student, came fourth in the open school championship section! The Dominion sent four pupils to Toronto and they won two firsts, a second and a fourth place! The contest officials announced at the Coliseum before an audience of 9,000 people that the Dominion Business College, Winnipeg, had the best showing of any com- mercial school in the competition! There were 107 contestants! ENROL NOW DOMINION BUSINESS COLLEGE WINNIPEG FOUR SCHOOLS: THE MALL— ST. JAMES — ST. JOHN’S — ELMWOOD

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.