Heimskringla - 06.04.1938, Side 4

Heimskringla - 06.04.1938, Side 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 6. APRfL 1938 ITtcimsknniUa (StofnvO mt) Kemur út á hverfum miOvikudeat. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. «53 OO «55 Sargent Avenue, Winnipeg Talsímia SB 537 Ver5 blaðslns er $3.00 árgangurlnn borglst fyriríram. Allar borganlr sendist: THE VIKING PRESS LTD. 1 311 viSsktíta bréf blaSinu aðlútandi sendlst: Krnager THE VIKING PRESS LTD. IS53 Sargent Ave., Wtnnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA S53 Sargent Ave., Winnipeg •'Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. S53-S55 Sargent Avenue, Winnipeg Man. H Telephone: 86 537 aiuiuiuwininiiUuiniiiiiiiiiuiuii!iuiiiiiJiiiiiiiiiimiii!iiiiiiiitiii]iiiiiiiiiifiiii!iii!!iiuiiiiimi!inii!iiiiiii!UiuimHi!iiiiiiui!iuffl WINNIPEG, 6. APRÍL 1938 JÓSAFAT Lífið er leikur. Ekki óumflýanlega einn óslitinn gamanleikur, heldur einnig og í rífum hlutföllum sorgarleikur. En það er leikur samt; æfintýri. Það getur verið að^ oss finnist stundum alt annað, af því að sumir þættirnir í æfintýrinu, mannslífinu, gleymast skjótt og slíta söguþráðinn, en þegar sögu- eða sjónleikaskáldin hafa aft- ur tengt þá saman, og bregða heildar- myndinni upp fyrir sjónum vorum, verður þetta ekki eins dulið og endranær. Þessa minnast líklegast flestir einna helzt við það að horfa á góðan sjónleik. í eins fjölbreyttum myndum sjáum vér hvergi æfintýri mannanna og þar. Um sjónleikinn Jósafat, eftir Einar H. Kvaran, sem sýndur var í Sambands- kirkjusalnum s. 1. mánudagskvöld (og aft- ur í gærkvöldi) getum vér hugsað oss, að flestir hafi að loknum leik farið heim með það í huga, að þeir hefðu séð eitt þeirra æfintýra úr mannlegu lífi, sem ánægju- legt var að sjá og kynnast. Um efni sjónleiksins skal héir 'ekki skrifað. Þeir sem söguna Sambýlið hafa lesið, og sögur E. H. K. lesa flestir, er það kunnugt. í þess stað skal með fám orð- um á leiksýninguna og leikendur minst. En þó það verði ekki nema brot af því, sem um væri vert að skrifa, verður það tímans vegna að nægja í þetta sinn. Aðal-hlutverkið, Jósafat, lék Ragnar Stefánsson. Leysti hann það ágætlega af hendi; er þar einn bezti leikari meðal ís- lendinga hér vestra. Annað mikilvægt hlutverk, Grímu gömlu, lék Mrs. Steinunn Kristjánsson og fórst það mjög vel; hún er einnig svo kunn orðin fyrir leik- hæfni sína, að nafn hennar er næg trygg- ing fyrir því, að hlutverkinu verði góð skil gerð. Þriðja hlutverkið af hinum stærri í leiknum, frú Finndal, lék ungfrú Rósa Halldórsson. Er oss sagt, að hún hafi ekki áður leikið og sýnt sig þarna í fyrsta sinni á leiksviði.- Sé svo, er þar gott efni í leikkonu. Hún var svo langt frá því að vera viðvaningsleg á leiksviðinu, að hún að minsta kosti lék af list, í viðtalinu við barn sitt. Þar var svo eðlilega leikið, sem framast má verða. Annars var fram- koma þessa nýliða í Leikfélaginu hin við- kunnanlegasta. Grím, innheimtumann Jósafats, lék Tryggvi Friðriksson liðiega og ef til vill fram yfir það, er þess er gætt að hann er byrjandi. Hlutverk Gunnsteins læknis, er Thor Thorsteinsson frá Gimli lék, var einnig af byrjanda vel af hendi leyst; ekkert fum og sumstaðar leikið all- eðlilega. Siggaiitla Finndal lék Joan Ás- geirsson, kornung stúlka, skemtilega og Láfa fávita, son Grímu gömlu, lék Friðrik Kristjánsson vel. Tvö hlutverk, Rúnu (vinnukonu hjá frú Finndal) og Nunnu (hjúkrunarkonu á Landakotsspítala) lék ungfrú Margrét Pétursson, lítil hlutverk, en fórust vel úr hendi. Sörla, kunningja Gríms, lék Björn Halls- son. Hlutverk hans var ekkr stórt, aðeins nokkur orð sögð og hallast upp við dyra- staf. En þó sannaðist þar, að oft má lítið laglega fara. Hvert orð og hver stelling var svo eðlileg hjá Mr. Hallsson, að sá atburður var ófölsuð mynd af lífinu. f fjórða þætti leiksins var sýnin inn á leiksviðið sérstaklega tilkomumikil. í þeim þætti tóku og margir þátt við bruna, er hér verða ekki nefndir með nafni. Það er tilbreyting mikil í íslenzku fé- lagslífi hér að eins stórir sjónleikir og þeir er Leikfélag Sambandssafnaðar býður ár- lega, eru hér sýndir. Frá þeim sem njóta leikskemtananna, á leikfélagið þakkir skil- i-ð ásamt leikendum þess bæði nú og fyr. BETUR MÁ EF DUGA SKAL Það er sannarlega dýrmætt, það segi eg satt, eins og vinur minn A. segir stundum, að vita til þess, að ritstjóri Lögbergs og Joseph Thorson, K.C., og þingmaður, séu að vinna að því, að bændur komi ekki eins herfilega út úr skilvindu-kaupum sínum og þeir gerðu á stjórnartíð Bennetts. Það er að vísu sitt hvað annað, sem aflaga fer í þjóðmálunum og sem eigi síður þarf bráðr- ar lagfæringar við, eins og t. d. meðferð Kingstjórnarinnar á atvinnuleysingjum, sem eftir síðustu fréttum að dæma er ekk- ert annálsverð, en alt um það hlýtur hver maður að sjá af þessu, að Lögberg er .ekki til einskis gefið út og Mr. Thorson er ekki til einskis sendur á þing. Ef nokkra athúgasemd skal við þetta mál þeirra ritstjórans og þingmannsins gera, er hún sú, að skilvindu-félögum ber ekki saman við þá um verð á þessari vöru fyr og nú. Eftir þeirra dómi, hefir verðið verið lægra á skilvindum á árum Bennetts, en bæði síðan og fyrir hans stjórnartíð. Hvað hann kemur því málinu við, verður ekki séð. En sé hægt dð fá Kingstjórnina til að þoka verðinu á einhvern hátt niður, hafa bændur ekki á móti því né nokkur annar. En án þess að King sýni það í verki, neyðast menn til að líta á grein rit- stjórans sem hverja aðra pólitíska ó- keypis auglýsingu. En það var á hitt málið, sem vér drápum á, sem hér skal ofurlítið vikið að. Eins og kunnugt er, ætlaði King sér að afnema at- vinnuleysi, er hann kom til valda og með það í huga, reif hann niður atvinnubú sam- bandsstjórnarinnar, er ógiftum atvinnu- lausum mönnum voru ætluð. Atvinnu- leysingjana átti í þess stað að lána járn- brautafélögunum eða bændum í vinnu. — Járnbrautavinnuna var enga að hafa þegar til kom. En út um sveitir til bænda voru hinir ungu ógiftu atvinnuleysingjar send- ir, með 10 dollara meðlagi frá stjórninni; átti helmingur þess meðlags að greiðast bændum, en hinn helmingurinn, fimm dalir verkamanninum. Hvernig hefir nú þetta blessast? Atvinnuleysingi er vér áttum nýlega tal við, sagði þá sögu af sinni reynslu, að hann áliti með þessu fyrir- komulagi stórst spor stigið í áttina til að hneppa menn í þrældóm. Hann hefir út í sveitir til bænda farið og unnið nokkra mánuði hjá hverjum, sem stjórnin vísaði honum á. Hjá þremur af fimm þessara húsbænda sinna, var seilst til þess að gera sem verst við mennina er ein vika eða tvær voru eftir ráðningartímans, svo þeir yrðu að segja upp vistinni. Var í eitt skifti gengið svo langt, að hætt var að fæða verkamanninn, máltíðir voru hafðar um hönd af húsbónda og húsfreyju, leyni- lega og án þess að vinnumaðurinn yrði nokkru sinni var við það. Varð hann því að fara til næsta bæjar, til að fá slökt í sér hungrið. • Eftir að hafa nú gengið úr slíkri vist, er það auðvitað látið heita, sem svo, að lag- legt sé það með þennan atvinnuleysingj- ann eins og fleiri, að hann fáist ekki til að vinna. Einhverjir munu hafa verið strik- aðir út af skrá atvinnulausra með þessu, að minsta kosti um stundarsakir, og það hefir fækkað tölu atvinnulausra. En þetta er að bæta úr atvinnuleysinu á annan hátt, en King gerði ráð fyrir, í síðustu kosning- um. í atvinnubúum stjórnarinnar var lítið eða ekkert kaup greitt. Með þessu fyrir- komulagi er ekki heldur hægt að segja, að um kaup sé að ræða. En það ber þeim saman um, sem vér höfum átt tal við, að matur og hreinlæti í atvinnubúunum og öll aðbúð hafi verið þúsund sinnum betri, en á þessum heimilum mörgum eða flestum. Er og við því að búast, því það eru heimili, sem ekki geta fátæktar vegna haldið vinnu- fólk, er stjórnin ræður mennina hjá. Það er því ekki þessvegna að ekki sé nóg sem aflaga fer og bæta þarf úr, að Lögberg getur ekki fundið neitt þarft handa stjórn- inni að gera, en lætur sér nægja, í þess stað, að blekkja almenning með pólitísku auglýsinga-gali. SVARTA LÝÐVELDIÐ Buckingham-höllina heimsótti maður nokkur um miðjan marzmánuð, gildur vexti og með háan hatt á höfði. Hann var Hoílendingur, hét Robert Aernout de Lyn- den og er barón að nafnbót. Erindi hans á fund George VI. konungs, var að sýna honum skilríki sín fyrir því, að hann væri sendiherra svertingja-lýðveldisins Liberia. Ríki þetta má nú heita afbrigði í sögunni, því það er eina svertingja-lýðveldið sem nú er til. En jafnvel þó svo standi á, er ekki við því búist, að það fái að njóta frelsis síns um aldur og æfi. Ásælni hvítra þjóða í lönd, er að minsta kosti þessa stundina ofmikil til þess að hægt sé að gera sér vonir um það. Frá árinu 1931, að sendiherra lýðveldis- ins dó, en hann hét Dresselnys og var einnig hollenzkur, hefir Bretland ekki við- urkent sjálfstæði þessa ríkis. Ástæðan fyrir því er sú, að Þjóðabandalaginu höfðu borist sannar fréttir af því, að þar ætti sér þrælasala stað að einhverju leyti. En fyrir eitthvað átján mánuðum, hafði þetta verið rannsakað á ný og var talin sú breyt- ing þá á orðin, að ekki væri ástæða til að verða ekki við sjálfstæðiskröfu Liberia og viðurkenna hana. Liberia er 43,000 fermílur að stærð; íbúatalan er 2^/2 miljón. Landið er sunn- arlega á vesturströnd Norður-Afríku, þar sem álfan bungar lengst út eða vestur í Atlanzhafið. Hafnleysur eru þar, en Hol- lendingum kemur vel að geta áð þar á sinni löngu leið til Indlands. Sem stendur er landið ekki mikilsvert iðnaðarlega, nema að því leyti, «sem Firestone Tire fé- lagið í Bandaríkjunum rekur þar iðnað. Landinu var veitt um fjögur hundruð þús. st.-pund að láni 1925 og veð þess voru ein miljón ekrur af landi, sem fýsilegt var til framleiðslu á togleðri. Lánið var greitt af félaginu, sem fékk svo veðið eða landið til vinslu. Félagið hefir málsvara fyrir sig í stjórninnl, þrátt fyrir þó Banda- ríkjunum hafi ekki verið um það og hafi oft gagnrýnt það. Milli Liberia og Bandaríkjanna er ríkj- andi gamalt vináttu samband. Árið 1822 fór Yehudi Ashman, hvítur Bandaríkja- maður til Liberia með hóp af svertingjum úr Bandaríkjunum, sem frelsi höfðu fengið og stofnaði þar nýlendu með talsverðu menningarsniði; var það á þeim stöðvum, sem höfuðborg lýðveldisins Monrovia, nú er, en áður var lítið annað en mýrarfen og myrkviður. Var bandaríska nýlendu- ráðið í og með í þessu. Og að 26 árum liðnum frá því er Svertingjarnir settust þarna að, virtist alt komið á svo góðan rekspöl, að Bandaríkin gáfu nýlendunni sjálfstjórn með sömu stjórnarskrá og þau höfðu. En stjórnin í Liberia lét sig litlu skifta um það sem fram fór lengst inni í hinum ógreiðfæru og myrku skógum, en út við landamæri lýðveldisins höfðust við villi- menn, sem allskonar galdra iðkuðu og voru jafnvel mannætur. Menningar-áhrifin voru sein að ná til þeirra. Og á landamær- um Liberia og frönsku nýlendunnar á Fílabeinsströndinni, og ensku nýlendunnar í Sierra Leone, urðu tíðum óeirðir. Árið 1911, var fjárhagur ríkisins orðinn sá, að Þjóðverjar sendu herskip suður, er miðaði byssum sínum á borgina Monrovia til þess að gefa stjórninni til kynna, að þá væri að skuldadögunum komið. Var þá lán fengið hjá mörgum þjóðum ríkinu til bjargar. í stríðinu 1914, lýsti Liberia sig á móti Þjóð- verjum og hún var ein af þeim löndum, er undir friðarsamninginn í Versölum skrif- aði. Síðan hafa Holland og Belgía haft eftirlit með lýðveldinu í utanríkismálum þess og sendiherra þess verið frá þeim þjóðum. Er vingott með lýðveldinu og þessum þjóðum og íbúamir eru þeirrar skoðunar, að hag þeirra út á við sé borgn- ara og kröfur þess frekar til greina teknar frá þeim en Svertingjunum sjálfum. HALIFAX LÁVARÐUR HISSA Fregnir frá London lýsa Halifax lávarði, er við utanríkisritara embættinu tók af Anthony Eden, sem steinhissa á aðförum Hitlers í Austurríki. Og engum manni, segir fregnin, býr meiri harmur í huga út af því en honum. “ó hví gerði Hitler þetta!” á hann að hafa hrópað í angist og byrgt andlitið í höndum sér. Hvað er það sem veldur því, að svo margir menn í æðstu stöðum þjóða sinna eru blindir fyrir því, sem augljósast er og auðskiljaulegast? Skýringin að því er Halifax lávarð áhrærir, er fólgin í hans sérkennilega viðhorfi á lífinu, sem annara. Gagnrýnandinn skarpi, prófessor Harold Laski, kemst svo að orði um Halifax:“Hann getur lokað augum fyrir því skuggalega og leiðinlega. Hann getur talað fagurlega um Þjóðabandalagið og sámtök til trygg- ingar friði. En hann er þar svo langt frá hinum verulega heimi, sem við lifum í, að ræður hans eiga ekki sinn líka nema í kirkjum. En hann vonar að hann geti bægt heiminum frá syndaflóði. Hann á ekki eftir að farast. Framtíðin sér fyrir því.” Halifax lávarður er ensk-kaþólskur, góður maður og trúaður. Það er sagt, að þegar hann var skipaður land- stjóri í Indlandi, hafi það verið það fyrsta, sem hann og faðir hans gerði (sem nú er dáinn), að hafa bænahald. Hann kom til hafnarinnar í Bombay á föstu- daginn langa, en bað að hafa sig afsakaðan frá allri vanalegri við- tökuathöfn, vegna þess, að hann væri vanur að helga slíka daga tilbeiðslu og bænahaldi. Indverj- ar, trúaðir eins og þeir eru, skildu þetta ofur vel, og hjá þeim vaknaðikamhugur með hin- um trúaða yfirmanni þeirra. — Eitt sinn er mikið bar á óeirð- um í Indlandi, ráðfærði hann sig aðeins við Gandhi um sættir. Var það gagnrýnt all-harðlega heima á Bretlandi. Voru á meðal andstæðinga hans þá sumir, sem nú eru í stjórn 4 Bretlandi og samþyktu, að hann færi á fund Hitlers nýlega til skrafs og ráða- gerða um friðarmál Evrópu. ’ En það að vera góður maður er ekki æfinlega trygging fyrir því, að réttlætið verðr ofan á. Góð meining enga gera gerir stoð, stendur þar, og megi það ekki til sanns vegar færa eins og nú er ástatt í utanríkismálum Evrópuþjóðanna, erum vér illa sviknir. Það eru oft beztu menn, sem verst eru leiknir af bragða- refum af því að auðveldara er að sannfæra þá um það en aðra, að öllum megi treysta. f lífi ein- staklinga á mörg harmsagan rætur til þess að rekja. Þegar til þjóðmála kemur, er þar sömu söguna að segja. En þrátt fyrir það þó trúmála- skoðun Halifax lávárðar sé ein- læg og að hún móti framkomu hans og viðhorf á opinberum málum öllu öðru fremur, er hún eigi að síður oft svo einhliða, kreddukend og blind, að maður getur ekki annað en spurt sjálf- an sig, hvort að hún geti' talist kostur í fari hans. Þegar hann fór á fund Hitlers, er það víst og áreiðanlegt, að hann var í hjarta sínu stranglega á móti ofsóknum hans á kristnu kirkj- una í Þýzkalandi. En þó lítur svo út, sem að hann skoði Hitler hafa bætt stórum fyrir brot, sín með því, að ofsækja hið guð- lausa Rússland, sem kirkju upp- rætti og gerði að skjólshúsi ýmsra veraldlegra stofnana þjóð- félagsins. Eins er með það sem er að gerast á Spáfti. Halifax lávarður hugsar þar eins og margir aðrir, að það að brenna kirkju, sé miklu herfilegra fram- ferði, en að nota þær fyrir vopna- búr eða skálkaskjól bófa og upp- reistarlýðs. Þá vekja hin fögru ummæli hans um Göring hers- höfðingja, þennan ósveigjanlega grimdarsekk, eigi síður undrun allra frjálssinnaðra manna hvar um heim sem er. Af heittrúar- manni og dulspekis sinna hefði mátt ætlast til þess af Halifax lávarði, að hann hefði í stað lofsorðanna um Göring sagt hreinskilnislega við hann: “Þú ert sá sem bölinu veldur í ísrael” ■ í öllum heimi, því það var sannleikur. En þá brast hann trúar-hugrekki, að kveða upp úr með það. * Það er víst áreiðanlega eitt af því stóreinkennilega við þjóð- málin, hve oft menn lenda þar í stöður, sem ekki sjá hvað er að gerast í kring um sig — og standa svo steinilostnir og hryggir yfir hvemig fer. (Lausl. þýtt). Munið eftir að hin nýútkomna bók, Myndir II. af listaverkum Einar Jónssonar frá Galtafelli fæst nú meðan upplagið hrekk- ur á skrifstofu “Hkr.” fyrir $2.65; burðargjald, ef um póst- sendingu er að ræða, lOc. Þeir sem eiga eldri bókina er kom út fyrir 12 árum munu vilja eign- ast þessa. Eiga þeir þá mynda- safn af öllum verkum hans. Stjómamefnd Þjóðræknisfélagsins DóTTIR ÁRINNAR Þér þykir skrítið, að kalla Maríu dóttur Árinnar. Og þó er hún það. Hún hefir alist upp hjá mér, síðan hún fyrst sá ljós þessa heims. Aldrei lá hún á brjósti neinnar móður, og enginn faðir hefirð gefið sig fram til að kalla hana dóttur sína. Hvernig kom hún til mín? spyr þú. Já, það er nú sagan, sem eg ætlaði að segja þér. Fyrir liðugum tuttugu árum síðan, stóð eg ein við brúarsporð- inn á ánni R. Það var að verða skuggsýnt og eg var búin að bíða lengi eftir honum —g- lengur en venja var til, og eg var orðin hálf gröm. Eg gat ekki. séð neina ástæðu til þess að narra mig ofan að á, og láta mig bíða þar svona lengi. — Eða hvers- vegna skyldi eg bíða ? Eg settist niður við brúarsporðinn og hét því með sjálfri mér að það skyldi verða í síðasta sinni sem eg biði hans nokkurstaðar. En í þetta sinn ætlaði eg þó að sjá hann — ef þess væri kostur. Eg held eg hafi verið farin að dotta, þegar eg hrökk upp við það, að einhver gekk upp á brúna. Eg stökk á fætur — bjóst við að það væri hann, og ætlaði að kalla til hans. En sá þegar, að það var kvenmaður, sem gekk hratt, en stansaði á miðri brúnni, hall- aðist fram á handriðið og horfði ofan í ána. Loft var þykt, og nóttin að skella á, svo vatnið í ánni sýndist biksvart. Mér datt í hug að ganga til þessarar konu, og lagði af stað í áttina til hennar. En þegar eg átti skamt þangað, var hún komin upp á handriðið og riðaði þar, eins og hún væri að missa jafnvægi. — Með öndina í hálsinum af hræðslu, læddist eg eftir brúnni — þorði ekki að kalla, gera henni hverft við. En þegar eg átti aðeins fáein skref ófarin fleygði hún sér í ána. Það var eg, sem rak upp angistar óp, svo hátt og óstjórnlegt, að tveir menn, sem einnig höfðu verið seint á ferð, komu hlaupandi og spurðu, hvað væri um að vera. Eg benti þeim ofan í ána, ofan í hið geigvæna myrka djúp, en ekkert sást. Eg sá hana henda sér út í ána og heyrði þegar hún féll í vatnið, sem þegar laukst yfir hana. Þegar eg kom mönn- unum í skilning um það, hvað um var að vera, hljóp annar til að hrinda út einum af bátum þeim, sem vanalega lágu undir endum brúarinnar, en hinn í næstu hús eftir mannhjálp, og á styttri tíma en þarf til að segja frá þessu, voru fjórir bátar með mönnum og ljósum á floti, að leita, og eftir örfáar mínútur voru þeir komnir upp á þurt land með hana, og læknir, sem ein- hver hafði haft vit á að kalla, var að reyna að lífga hana. — Það er ekki til neins, sögðu þeir. Hún hefir rekist á stólpa undir brúnni — eða eitthvað þessháttar, og rotast um leið og hún féll. Þeir skoðuðu líkið vandlega — en fljótlega, og báðu mennina að bera það tafarlaust fteim í næsta hús — mitt hús. Þar gerðu þeir holskurð — keiaraskurð og barn- ig — hún María litla var ennþá lifandi — og fullaldra. Já, eg tók henni tveim höndum, — fanst forsjónin hafa kallað mig þangað til að taka á móti henni og annast hana. — Þykir mér vænt um hana — eins og hún væri mitt eigið hold og blóð, þó hún sé dóttir Árinnar. — Enda hefir hún enga kröfu gert til hennar síðan. Þekti eg móður hennar? Ó, nei, ekki mikið. Eg heyrði henn- ar getið. Það var gamla sagan. Hún trúlofaðist, treysti og var svikin. “Vildi maðurinn minn lofa mér að ala upp barnið,” spyr þú. Eg átti aldrei neinn mann. En pilturinn minn. Hvað varð um hann? Eg sá hann aldrei eftir að við mæltum okkur mót hjá brúnni,

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.