Heimskringla - 06.04.1938, Page 6

Heimskringla - 06.04.1938, Page 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 6. APRÍL 1938 LJÓSHEIMAR Saga þýdd úr ensku af séra E. J. Melan “Bates,” sagði eg. “Eg er hræddur um að eg sé að fá vont kvef, svo að eg ætla að fá mér inntöku af viský og kínin og fara í rúmið. Eg vil engan miðdegisverð, ekkert þangað til þú sérð mig aftur.” Eg gerspaði og stundi við. “Mér þykir þetta mjög slæmt, herra minn. Á eg að kalla læknir?” “Nei, hreint ekki. Eg ætla að sofa þetta úr mér og verð frískur eins og fluga á morgun.” Klukkan fjögur sagði eg honum að færa mér heitt vatn og lemónur upp í herbergið mitt. Þar bauð eg honum vinvirðuglega góða nótt og læsti svo hurðinni, er hann fór, Því næst setti eg kjólfötin mín ofan í tösku, fleygði henni ásamt yfirhöfn út um gluggann, fór sjálfur út um hann, náði í trjágrein og klifraði niður á jörð. Eg fór gegn um hliðið og hélt í áttina til þorpsins og fagnaði frelsinu. Er eg náði til þorpsins hélt eg tafarlaust til þess stöðvar palls er lestin, sem suður átti að fara, stansaði við, því að eigi vildi eg láta sjá mig þar sem far- bréfin voru seld. Þar voru fáeinir farþegar, en enginn sem eg þekti. Eg heyrði stöðvarstjór- ann auglýsa, að nr. 6 væri væntanlega á réttum tíma og að fáum míhútum liðnum kom lestin þrumandi inn á stöðina. Eg keypti mér far í Washington svefnvagni og fór inn í matsölu vagninn til að fá mér kvöldverð. Þessi lest var full af fólki, sem ætlaði í ýmsa staði um hátíð- irnar, en mér fanst engin þeirra öfundsverður. Eg var líka að fara í ákveðnum erindum, þótt þau væru eigi eins venjuleg og takmörk sumra hinna. Eg lét fara vel um mig og blundaði og dreymdi meðan lestin óð gegn um náttskuggana. Bið varð nokkur á emum stað og mörgum vögnum skift, er vér fórum yfir Wabash, og svo þaut lestin áfram. Það varð hlýrra er við nálguðumst suðrið, var stöðvarstjórmn fullviss um að við kæmum til Cincinnati á réttum tíma. Þeir farþegar, sem ætluðu alla leið fóru að hátta en eg sat einn eftir og dvaldi á landa- mærum vöku og draumaheimsins. “Við eru að koma til Cincinnati tíu mín- útum of seint,” sagði þjónninn og í sömu and- ránni var eg komin út úr lestinni og áleiðis til gistihúss. Þar leigði eg mér vagn og snaraðist í skyndi í sparifötin. Lestataflan fræddi mig um það, að lestin norður legði af stað kl. hálf tvö, svo að engin ástæða var til að ætla, að eg yrði ekki komin heim um morgunverðartíma ef alt gengi vel. Til þess að tefja ekki tímann borgaði eg gistihússreikninginn og hafði með mér töskuna. “Heiinili Armstrongs læknis?” “Já, herra minn eg hefi farið eina ferð þangað í kvöld.” Vagninn tók brátt að klifra hæð, sem var brött og há eins og fjall. Þar uppi bjó læknir- inn og ætíð síðan minnist eg merkilegustu borg- ar Ohio-ríkisins vegna þessarar keyrslu upp hæðina. Eg var þarna eins ókunnugur og væri eg í veglausum eyðiskógum Afríku. Eg var líka farinn að fá hjartslátt, því að nú var eg að fara í ókunnugt hús, til manns sem vissi ekki einu sinni að eg væri til, til þess að sjá stúlku, sem eg hafði aldrei, samkvæmt venjulegum siðareglum verið kyntur. Mér fanst þetta ekki nærri því eins auðvelt og það hafði virst þegar eg lagði af stað. Eg lét ökumanninn stansa er hann ætlaði inn um járnhlið mikið. Var stórt ljós á hvorum hliðarstólpa. “En eg get ekið alveg inn.” “Nei, þess gerist ekki- þörf. Bíddu hórna eftir mér,” mælti eg og stökk út. Húsið hans Armstrongs læknis var alt upp- ljómað og dans lag barst út til mín yfir gras- flötina fyrir framan húsið, er eg gekk upp stig- ann. Eg kom á bezta tíma, það var rétt um miðnætti. Vandamálið sem nú var fyrir hönd- um var þetta, hvernig eg ætti að komast inn, án þess að vera fleygt út eins og boðflennu. Eg varð að ná í lestina heim og leyfði hinn naumi tími ekki langar útskýringar ef eg þyrfti þeirra með við húsráðandann, sem sennilega mundi afhenda mig lögreglunni. Eg gekk á svig við húsið og leitaði eftir dyrum sem voru eigi Njörvasund framdyranna með húsmóður og húsráðanda til áð hamla óboðnum gestum inngöngu. Langur skáli, fullur með hitabeltisjurtum gaf mér tækifærið. Milli jurtanna lá stígur inn í húsið. Fríður maður með gleraugu opnaði glerhurðir og sagði um leið og hann leit til veðurs, við þann sem með honum var, að það væri engin vottur fyrir snjókomu, þetta vg»ru engin jól. Hann reikaði út á milli pálmanna. Eg fleygði af mér hattinum og yfirhöfninni, faldi hvorttveggja undir runna og fór inn um dyrnar. Danssalurinn var á þriðja gólfi en fólkið var að fara niður til kvöldverðar og þyrptist niður. Eg tók mér stöðu nálægt stiganum og lét eins og eg væri að bíða eftir einhverjum. Það var glæsilegur hópur og margt frítt andlit sá eg þaðan sem eg stóð. Mannfjöldinn gerði mér léttara fyrir og eg stóð og strauk glófana mína hinn rólegasti. Herramaðurinn með gleraugun, sem eg hafði áður séð úti í jurtahúsinu, kom nú til mín og stóð hjá mér. Hann lagði hendina á hand- legg minn með mjög mikilli ástúð. Mjög mikil kátína heyrðist ofan af loftinu og fótatak, en niður stigann kom dökkhærð stúlka í reuðhettu gerfi og gat hún sér lófa- klapp og aðdáun allra gestanna. “Þetta er Olivía; hún hefir unnið veðmál- ið,” sagði- maðurinn með gleraugun og stúlkan hristi dökku lokkana frá andlitinu, hljóp til hans, lagði hendurnar um háls hans og kysti hann. Það var ljómandi fögur sjón, fólkið í stiganum, þetta fallega stúlkubarn, hin glöðu andlit alt í kring, en eg var of utan við mig til þess að njóta mín þarna. Þá sá eg hvar María Devereux kom ofan stigann og sýndist hún hærri vegna síða, hvíta kjólsins, sem hún var klædd í. Hún hikaði dá- lítið eins og fugl sem er að hefja sig til flugs, en síðan hljóp hún gegn um mannþröngina til Olivíu, sem beið með uppgerðar auðmýktarsvip. ^ndisleiki stúlkunnar úr skóginum var aukinn af hinni tígulegu framkomu hinnar fögru konu )g mér féllst hugur er eg hugsaði til þess, að eg hefðr yrt á hana og að eg væri hér komin vegna þess að hún hafði ögrað mér til að koma. Uppi á loftsbrúninni sliklukka tólf slög og allir kölluðu: “Gleðileg jól!” og “Olivía vann!” Og allir klöppuðu saman lófunum og fylgdi eg dæmi þeirra með mestu ánægju. Einhver á bak við mig var að útskýra hvað skeð hefði. Olivía, yngsta dóttir hjónanna, hafði verið neitað um að koma ofan. Miss Dev- ereux hafði veðjað við húsráðanda, að Olivía mundi koma ofan um miðnættið og það hafði hún gert. “Góða nótt, góða nótt!” kallaði hún — hin rauverulega Olivía, hróðug til fólksins og hljóp upp á loftið gegnum fólkshópinn, sem klappaði og hló. Maðurinn með gleraugun var faðir Olivíu og álasaði hann í gamni Marian Devereux fyrir það að hafa stælt bamið upp í að óhlýðnast foreldrum sínum, en hún stríddi honum á að hann hefði tapað veðmálinu. Þá kom hún auga á mig í fyrsta sinni. Hún brosti svolítið en hélt áfram að taka við húsbóndann. Mér leizt ekki á mitt mál. Eg hafði ekki ferðast svona langt og stolist inn í ókunnugt hús til að sjá stúlku með blá augu, til að horfa á hana ræða við annan mann. Eg nálgaðist óþolmmæðislega og sá að' fjórir ungir menn, eins vel búnir og eg biðu eftir tækifæri til að tala við hana strax og hús- ráðandi hætti’ samtalinu. En eg ætlaði mér ekki að láta neina Cincinnati drengi snúa á mig, svo að eg gekk til Armstrong læknis. “Fyrirgefið mér læknir,” sagði eg með þeirri dirfsku, sem eg roðna yfir enn þann dag í dag er eg hugsa til þess. “Gott og vel drengur minn. Eg hefi líka verið í sælulandinu,” sagði hann afsakandr og glaðlega, og hún lagði höndina á handlegg minn og leiddi eg hana í burtu. “Hann kallaði mig drenginn smn, svo að eg hlýt að vera velkominn,” sagði eg og leit ekki upp. “Hann fyrirverður sig fyrir að þekkja þig ekkr. Hann er svo ómannglöggur að það er orðlagt um alla borgina.” Við komumst þar út í kyrlátt horn og fengum okkur þar sæti. “Þú virðist ekkert undrandi að sjá mig, þú vissir að eg mundi koma? Eg mundi hafa komið yfir þvera jörðina til þess að sjá þig.” Hún varð alvarleg í bragði. “En hversvegna komstu? Eg hefði aldrei haldið að þú værir svona heimskur. Þetta er alt svo heimskulegt og óheppilegt. Þú veist ekki að Mr. Pickering — Mr. Pickering-------” Hún var mjög raunaleg og talaði af mikilli geðshræringu. “Já, hvað um hann?” sagði eg hlægjandi. Hann er nú langt kominn á Ieið til Californíu og án þín!” Hún talaði fljótt í áfjáðum rómi og hallaði sér í áttina til mín. “Nei — þú veist ekki. Hann er hér. Hann hætti við Californíu förina og sneri aftur í Chicago. Hann símaðr hingað í kvöld. Þú verður að fara strax, strax!” “Ó, þú getur ekki hrætt mig,” sagði eg og reyndi að gera mér í hugarlund, hvað sam- fundir okkar Pickerings í þessu húsi gætu leitt af sér. Eg er ekki að reyna að hræða þig. Þau ætla að koma seint, hann og Taylor fólkið. Þau þekkja Armstrongs fjölskylduna vel. Þau geta komið á hverju augnabliki, sem er. Farðu í hamingjunnar bænum!” “Eg má til að fara hvort sem er eftir fáein augnablik. Þú mundir ekki vilja láta mig híma þarna á stöðinni þangað til lestin fer. Það eru ýmisleg atriði, sem eg þarf að tala um og við Arthur Pickering erum ekki hræddir hvor við annan.” “En hann má ekki hitta þig hér. Hugsaðu hvaða afleiðingar það hefði fyrir mig. Þú ert mjög fífldjarfur, Mr. Glenarm. Eg hafði ekki hugmynd um að þý mundir koma hingað.” ( “En þú eggjaðir mig til að koma.” “Það var ekki eg, það var Olivía,” hún hló nú gleðitár. “Eg hélt-----” “Já, hvað hélstu?” spurði eg, “að eg væri fjötraður og rígbundinn af fjármunum dauðs manns?” “Nei, það voru ekki þessir óhappa fjármunir, en mér þótti gaman að láta þig halda að eg væri unglingur. Mér þykir mjög vænt um Olivíu og það virtist að hamingjudýsin væri mér svo hliðholl, að eg gæti leikið hlut- verkið til enda án þess að nokkuð ílt hlytist af því. Eg vildi að eg væri Olivía!” hrópaði hún og horfði ekki á mig. “Það þýðir nú ekkert að óska þess. Eg er ekki' viss um það ennþá hvað þú heitir í raun og veru, og mér er líka sama um það. Við skulum hugsa okkur að við séum nafnlaus. Eg • er viss um að mitt nafn er þýðingarlaust og væri mér sama þótt eg væri án þess alla æfi ef eg aðeins------” “Já, ef þú aðeins-----” endurtók hún og opnaði og lokaði blævægnum eins og utan við sig. Það var veikur hlutur, næfur þunnur, blár og á hann voru máluð gylt fiðrildi. “Það eru svo mörg — ef eg aðeins”, sagði eg, “en eg ætla samt að reyna eitt þeirra. Ef eg aðeins fengi að sjá þig aftur í St. Agathe skól- anum. Ekki á morgun né næsta dag, en segjum í sama mund og bláfuglarnir koma. Eg held þeir komi þangað á vorin.” Hún var svo róleg að það var eins og hún flytti frið í huga minn. Eg dáðist að þeirri sjálfstjórn, sem hún hafði á sér. Annar hvít- klæddi handleggurinn hennar lá í kjöltu hennar, en í hinni hendinni hélt hún blævængnum og lagði hann upp að mjúkum vanganum. Hún hafði perlukraga um hálsinn og gerði hann æskusvip andlits hennar ennþá skýrari. Eg varð hrifinn af æsku hennar og sakleysi. Mér fanst eg vera í helgu umhverfi og eg gleymdi ömurlega húsinu við vatnið, Pickering og vik- unum sem eg hafði dvalið innan steinveggja þessa fangelsis. “Vinir mínir, sem þekkja mig bezt búast aldrei við mér neinstaðar á vissum tíma; því að eg get ekki ákveðið slíkt fyrirfram. Ef til vill fylgist eg með bláfuglunum til Indíana, en til hvers væri það, þegar eg get ekki lengur verið Olivía ?” “Nei, eg er mjög sljór. Bréfið, sem þú skrifaðir frá skólanum vilti mér sýn, en nú hefi eg séð hina réttu Olivíu. Eg vil ekki að þú fljúgir of langt frá mér, því að þá gæti eg eigi fylgst með.” Varir hennar lokuðust eins og rós sem dregur sig aftur inn í blómaknappin. Hún hugsaði sig Um eitt augnablik, og opnaði og lokaði hinu gylta fiðrildi á mis. “Þú hefir teflt stórfé í hættu, Mr. Glenarm, það var mjög heimskulegt, og ennfremur ef ein- hvér þekkir þig hér. Já, Olivía hlýtur að hafa þekt þig. Hún hlýtur að hafa séð þig oft yfir vegginn.” “En mér er alveg sama um það. Eg ætla mér ekki að dvelja í þessum rústum þarna vegna peninganna. Afi minn vekur hjá mér alt aðrar tilfinningar en þær, sem líta að peningum-----” “Já, eg veit það. Hann var allra besti karl og honum þótti vænt um mig vegna þess að eg hafði gaman að spaugsyrðum hans. Hann þekti föður minn. En eg bjóst aldrei við að græða á þeirri viðkynningu. Að hann ánefndi mér eigur sínar eru mjög mikil vandræði fyrir mig og ó- þægindi. Blöðin hafa prentað hræðilegar myndÍT af mér, og þessvegna segi eg þér það í hreinskilni, að eg snerti ekki einn einasta skild- ing af þessu fé þótt það félli í minn hlut og þessvegna,” — bros hennar var hýrt eins og vorsólin — “óska eg eftir því að þú standir við skilmálana og hljótir auðinn.” Hun skelti saman blævængnum og leit á mig. “En þarna er engin auðlegð. Það er alt saman æfintýri, spaug,” sagði eg. “Ekki lítur Mr. Pickering svo á. Hann hafði fulla ástæðu til að ætla að Mr. Glenarm væri stórauðugur maður. Féð finst ekki á hinum venjulegu stöðum, bönkum og peninga- skápum og því líkum hyrslum. Hvar heldur þú að það sé þá, eða það sem betra er, hvar heldur Mr. Pickering að það sé?”\ “En setjum svo að það sé grafið þarna norður frá við vatnið og það finnist. Þá erfir Pickering það ekki. Lögin gæta hagsmuna dáinna manna eins þeirra, sem lifandi eru, mælti eg ákafur. “En hvað þú ert erfiður. Setjum svo að þú dyttir útbyrðis eða værir skotinn af til- viljun og þá yrði eg að þiggja féð eftir alt sam- an og Pickering kynni þá að finna léttari leið að ná því en með því að-----” “Stela því! Já, en þú mundir aldrei----!” Klukkan sló hálf eitt og eg stökk á fætur. “Þú mundir aldrei------” endurtók eg. “Það gæti vel verið!” “Eg verð að fara, en ekki með þetta svar!” “Ef þú lætur hann sigrast á þér. Ef þú bregst því, að dvelja þarna árið út — við mun- um gleyma þessu eina skifti----” hún horfði á mig mjög góðlega “—þá—” “Já, látum okkur sjá — Æ eg skal aldrei' elta héra framar á meðan eg lifi. Farðu nú fljótt, fljótt!” “En þú hefir aldrei sagt mér hvenær við sáumst í fyrsta skifti.” Hún hló en hvatti mig til að fara. “Það mun eg aldrei segja þér — það er ekkr rétt af mér þegar minni þitt er svona slæmt. Hvernig skyldi það annars vera að við hittumst ein- hverstaðar og værum kynt hvort öðru að sið- aðra manna hætti? Góða nótt. Svo þú komst í raun og veru. Þú ert orðheldinn maður Glen- arm óðalseigandi!” Hún rétti mér fingurgómana án þess að líta á mig. Þjónn einn kom í skyndi. “Miss Devereux, Mr. Taylor og frú hans og Mr. Pickefing eru komin.” “Já, gott er það eg kem strax.” Síðan mælti hún við mig: “Þau mega ekki sjá þig hér. Þessa leið!” og hún stóð í dyrunum og studdi hendinni á dyrastafmn eins og til að vísa mér leið. Eg sneri mér við eins og til að sjá hana þar sem hún beið,augu hennar horfðu alvarlega á mig og handleggirnir upplyftir eins og til að verja dyrnar. Þá sneri hún sér fljótlega við og gekk inn í húsið. Úti fann eg hatt og yfirhöfn og vakti sof- andi ekilinn. Hann ók mér eins og lífið væri að Ieysa til borgarinnar og eg flýtti mért inn í lestina, sem norður átti að fara, rétt í því að hún var að fara út af stöðinni. XIX Kapítuli. Eg hitti gamlan kunningja. Þegar eg kfom heim fann eg að glugginn, sem eg hafði skilið eftir opinn þegar eg fór var nú lokaður. Eg lét niður töskuna mína og læddist að dyrunum. Leit eg svo á að ef Bates hefði orðið var við brottför mína, væri þýðing- arlaust fyrir mig að reyna að leynast. Eg var undrandi er eg fann hi-nar miklu dyr opnar upp á gátt, og varð eg nú mjög áhyggjufullur er eg hljóp gegnum forstofuna og inn í bóka- herbergið. Hurðin var opin og sá eg einkennilega sjón er eg leit inn. Fáein hinna miklu dómkirkju kerta loguðu ennþá á ýmsum stöðum og litu einkennilega út í grárri dagrenningunni. Bækur höfðu verið rifnar úr hyllunum og voru dreifðar víðsvegar um herbergið. Skúffur, sem geymdu myndir og uppdrætti voru opnar og alt um- snúið og fótum troðið út um alt gólfið. Húsið var hljótt eins og gröf, en þar sem eg stóð á þrepskildinum og reyndi að átta mig á því sem skeð hafði, hreyfðist eitthvað hjá arninum. Eg læddist áfram og hlustaði. Eg stóð nú hjá stóra borðinu undir hinum mikla ljósahjálmi. Aftur heyrði eg einhverri hávaða, eins og skepna væri að skreiðast um og klóra, og svo stunu, sem kom frá mannsbrjósti. Því næst sá eg tvær hendur taka um borðröndina og auðsjáanlega með mestu erfiðismunum hóf mað- urinn sig hægt upp, og sá eg að Bates stóð fyrir framan mig, og starði á mig eins og í draumi. Hann rétti úr sér og studdist fram á borð- ið. Eg greip kerti og lýsti framan í hann eins og til að ganga úr skugga um að eg sæi rétt. “Mr. Glenarm, Mr. Glenarm,” stundi hann upp stamandi. Það er eg, Bates.” “Hvað hefir þú gert; hvað hefir komið fyrir?” spurði eg. “Hann strauk hendinni um höfuðið og gapti eins og til að átta sig. Hann var auðsjáanlega utan við sig, hvað sem annars hafði komið fyrir, og eg hljóp til hans og hjálpaði honum yfir á legubekk. Hann vildi ekki leggjast út af en settist niður, starði og strauk hendinni um höfuðið. Það birti nú óðum og eg sá rauðar og svartar randir yfir gagnauganu á honum þar sem eitthvert barefli hafði lent á honum. “Hvað á þetta að þýða, Bates ? Hver hefir verið í þessu húsi?” “Það veit eg ekki, Mr. Glenarm. “Þú verður að vita það eða fara í svart- holið! Hér hefir verið framið innbrot og eg vil engar vífilengjur hafa frá þér. Út með það-----!” Það var auðséð að hann þjáðist mikið, en í reiði minni' yfir útganginum á herberginu tók eg í öxlina á honum og hristi hann. “Það var snemma í morgun,” stamaði hann, “eitthvað kl. 2 að eg heyrði hávaða niðri í húsinu. Eg kom niður og hélt að það væruð þér, og mintist þess að þér voruð lasinn í gær.”

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.