Heimskringla - 06.04.1938, Side 8

Heimskringla - 06.04.1938, Side 8
8. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 6. APRÍL 1938 FJÆR OG NÆR Messur í Winnipeg fara fram á hverjum sunnu- degi í Sambandskirkjunni eins og hér segir: Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Sunnudagaskólinn kemur sam- an kl. 12.15. — Fjölmennið við guðsþjðnusturnar og sendið börnin á sunnudagaskólann. * * * Vatnabygðir Sunnud. 10. apríl: Kl. 11 f. h.: Sunnudagaskóli. Kl. 2 e. h.: Messa í Wynyard. Kl. 3 e. h.: Fundur í þjóðrækn- isdeildinni “Fjallkonunni. Undir- búningsnefndin tilkynnir, að eft- irfarandi spuming verði lögð fram til umræðu: “Eru trúar- brögð mannkyninu nauðsynleg?” Mr. H. S. Axdal mun lesa upp, og söngur mun að forfallalausu verða á skemtiskránni. Allir eru velkomnir á fundinn, hvort sem þeir eru í félaginu eða ekkr. — Kaffi verður drukkið í byrjun fundar, og er fólk, samkvæmt venju beðið að leggja til kaffi- brauð. Það er löngun deildar- innar að efna til mánaðarlegra mannfunda meðal fslendinga. Föstudaginn langa, 14. apríl, kl. 2.30, hafa allir prestar í Wyn- yard sameiginlega messu í ís- lenzku kirkjunni. Séra Jakob Jónsson prédikar. Söngflokkar allra kirknanna syngja, undir stjóm Mrs. Tarry. Þessi messa fer fram á ensku. Páskadag 17. apríl, kl. 11 f. h. Páskasamkoma sunnudagaskól- ans í Wynyard. Kl. 2 e. h. Hátíðamessa í Wyn- yard. Annan páskadag 18. apríl, kl. 11 f. h. Páskamessa í Mozart. J WIINIMPEG u PHILHARMONIC CHOIR and Symphony Orchestra Herbert J. Sadler, Conductor PRESENTS Sir Edward Elgar’s “Kiné Olaf” wlth STEUART WILSON England’s Greatest Ldving Tenor Assisted by • Sigrid Olson • Olga Irwin • Paul Bardal • Harold Scarth • Edward Forrest AUDITORIUM MONDAY, APRIL 18th Seats 50c—75c—$1.00 (All Keserved) Box Office Opens Monday April llth Winnipeg Piano Co. Kl. 2 e. h (M.S.T.) Páska- messa í Leslie. Jakob Jónsson * * * Messa í Sambandskirkjunni í Árborg, Man., sunnud. 10. apríl kl. 2 e. h. * * * Séra Guðm. Árnason messar á Lundar n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Á Langruth sunnud. 17. apríl kl. 2 e. h. * * * Þjóðræknisdeildin Frón heldur fund í G. T. húsinu-7. apríl. Til skemtana verður kappræða, er fjórir taka þátt í. Ræðumenn eru: Sigurður Helgason búnað- arskólanemi, Einar Árnason, B. Sc., Gizzur Elíasson dráttlistar- maður, Thomas Oleson frá Glen- boro. Tala þeir hver í 10—15 mínútur. Guðmundur Stefáns- son og Hafsteinn Jónasson syngja. * * * Páll fiskikaupm. Reykdal fór s. 1. fimtudag suður til Chicago og fleiri bæja syðra í viðskifta- erindum; hann bjóst við að vera rúma viku í burtu. * * * Fröken Halldóra Bjarnadóttir lagði af stað s. 1. föstudag norð- ur til Winnipegosis; hefir hún þar sýningu á íslenzkum heima- gerðum iðnaði n. k. mánudag. * * * Jón Steingrímsson frá Wyn- yard, Sask., var staddur í bæn- um um síðustu helgi. Hann kom til að vera við jarðarför systur sinnar Mrs. J. Thorgeirsson. * * * Kvenfélag Sambandssafnaðar efnir til sumarmála-samkomu, sem undanfarin ár á sumardag- inn fyrsta. Til samkomunnar verður vandað. Nánar auglýst síðar. * * * Guðmundur verzlunarstjóri Einarsson frá Árborg, Man., var staddur í bænum í gær. * * * Dan Líndal umboðsmaður Ford-félagsins á Lundar, var staddur í bænum s.l. mánud. og sótti leikinn “Jósafat.” * * * Kristján Kernested frá Gimli, Man., kom til bæjarins s. 1. þriðjudag til þes að sjá leikinn “Jósafat”. * * * Dánarfregn S. 1. laugardagskvöld andaðist Lára Signý Vigfúsdóttir Blöndal, 707 Home St. Hún var skori-n upp á laugard.morguninn og þó að alt sýndist ganga eftir vonum, og að hafa tekist vel, dó hún að kvöldi þess sama dags. Hin látna var dóttir Vigfúsar Sigurðssonar og Þóreyjar Bjarnadóttur, fædd 12. ágúst, 1874 á Flatey á Mýrum í Aust- ur-Skaftafellssýslu og yngst af fimm systkinum. Hin systkinin voru Guðrún, ekkja Sigurðar heitins bónda Johnson á Minne- wakan, Man., Eiríkur, sem býr í Hornafirði á íslandi. Hann er óvkæntur. Halbera, ekkja Sig- urgríms heitins húsasmiðs Gísla- 1 VERIÐ VELK0MIN Á LAUGARDAGS-SPILAKVÖLDIN SAMBANDSKIRKJUSALNUM Næsta spilaskemtunin verður laugardagskvöldið 9. apríl. Byrjar á slaginu kl. 8.15. Takið eftir: Spilaðar verða 16 hendur. Þeir sem of seint koma, tapa þeim höndum, sem búið er að spila; fá engan uppbótarvinning. Frá þessari reglu verður ekki vikið. Tvenn verðlaun verða veitt á hverju kvöldi ofurlítil (door prize) og svo þeim sem hæstan vinning hefir í spilinu. Að bridge-spiluninni lokinni, verður kaffidrykkja og ýmsar skemtanir. Inngangseyrir 25c Byrjar á slaginu 8.15 e.h.! Umsjón þessara skemtana hefir deild yngri kvenna í Sambandssöfnuði sonar í Winnipeg, Þórdís, kona Thorsteins Guðmundssonar fs- dal, White Rock, B. C. Þegar Signý heitin var sex ára að aldri mistu þau systkinin föð- ur sinn og heimili áttu börnin ekki sameiginlegt nema stuttan tíma úr því. Átta ára að aldri fór hún með móður sinni til séra Jóns Jónssonar á Stafafelli og dvaldi þar þangað til hún var orðin 12 ára gömul, þá Ifór hún að vinna fyrir sér, ög úr því sá hún um sig. Til þessa lands kom hún alda- mótaárið og einu ári seinna kvæntist hún Gísla Markússyni Blöndal. Árið 1904 fluttu þau hjónin til Glenboro og bjuggu þar í fimm ár, og þó fluttu þau til Nýja íslands og settust að í Víðir-bygðinni og dvöldu þar þangað til 1920, að þau fluttu til Winnipeg og áttu þar heima úr því. Alls áttu þau fjögur börn en þrjú þeirra eru nú á lífi'. Fyrsta barnið þeirra, drengur, dó tveggja ára gamalt, úr barna- veiki, er þá geisaði hér. Hin börnin eru Sigríður og Lillian Valentine, sem báðar eiga heima hér í Winnipeg, og Gestur Markús, sem fyrir ellefu árum settist að í Chicago, en á heima nú í Burlington. Iowa, og stund- ar þar verzlun. Signý heitin var dugnaðar kona að öllu leyti. Hún var góð eiginkona, og umhyggjusöm móðir. Hún var glaðlynd, skemtileg og þægileg í viðmóti. Að láti hennar er söknuður. Útförin fór fram í gær, þriðjudaginn 5. þ. m. kl. 3 frá útfararstofu Thomsons á Broad- way. Jarðað var í Brookside. Séra Philip M. Pétursson jarð- söng. * * * Dánarfregn S. 1. föstudagskvöld, andaðist á General Hospital hér í bæ, Ingi- björg Guðmundsdóttir Good- mundson ekkja Gunnars heitins Goodmundson, sem dó í Calif., fyrir tíu árum. Hún var ættuð úr Víðidal í Húnavatnssýslu, þar sem hún var fædd 24. júhí 1868. Faðir hennar var Guðmundur Ólafsson (f. 1830) sonur séra ólafs Guðmundssonar á Hjalta- bakka í Húnavatnssýslu. Systir Guðmundar var Katrín, kona Kristins Ólafssonar og móðir sr.% K. K. ólafssonar. Móðir Ingibjargar var Anna María Friðriksdóttir,.seinni kona Guðmundar, ættuð úr Víðidal í Húnavatnssýslu. Þau hjónin bjuggu á Ytrahóli í Víðidal, og þar var Ingibjörg fædd, eins og áður er nefnt. Alsystur hennar voru tvær, Halldóra, sem nú er dáin, og sem var gift Sigurði Einarssyni, þau bjuggu lengi- í Winnipeg. Gróa* sem býr í Wynyard, Sask., gift Hannesi bónda Guðjónssyni. Hálfsystur hinnar látnu voru Skúlína Rósamunda, sem ein er á lífi af hálfsystrum hennar. — Hún er ekkja Snorra Sigurðsson- ar, og býr í Grafton, N. D. Ingi- björg Marselía var kvænt hér- lendum manni og bjó lengi í Helena, Montana. Soffía Han- sína, var gift Ragúel Jóhanns- syni í Mozart, Sask., Þórkatla Júlíana, var gift Jóni Jóhanns- syni í Brekku í Húnavatnssýslu, og ólína Bergljót var gift Ás- geiri Þórðarsyni á Fróðá í Snæ- fellsnessýslu. Árið Í893 kvæntist Ingibjörg Gunnar Júlíusi heitnum Good- mundson, og af bömum þeirra eru fjögur nú á lífi: Guðmundur Freeman í San Francisco, Calif., ólöf, gift Sumarliða Sveinsson í Pianokensla R. H. RAGNAR Kenslustofa: Ste. 1 Mall Plaza Phone 38175 Long Beach, Calif., Adelia ógift og til heimilis í New York og Guðrún ógift og til heimilis í Seattle. Wash. Til þessarar heimsálfu fluttu þau stuttu eftir að þau giftust, og settust að í íslenzku bygðinni í Norður Dakota. Á meðan að þau dvöldu þar fluttu þau á milli bæjanna og áttu heima ýmist í Hamilton, Mountain, Garðar, Cavalier og Akra. Þau komu til Winnipeg árið 1903 og bjuggu hér í næstu 17 ár og fluttu þá til Calif. Eftir að Gunnar sál. dó þar, 1928, bjó Ingibjörg part af tímanum hjá Idóttur sinni Mrs. Sveinson, en síðustu þrjú árin hér í Winnipeg. Hún ferðaðist tvisvar til fs- lands, 1920 og á hátíðarárinu 1930. Á yngri árum hennar á ísland' lærði hún ljósmæðrastörf og stundaði hún þau bæði heima á ættjörðinni og hér eftir að hún flutti til þessa lands, auk margs annars, sem hún tók að sér að gera, og í öllu sýndi hún dugnað og lægni og beztu hæfileika. Hún lærði einnig handiðn og stundaði hana lengi fram eftir og bjó til marga fagra og verðmæta rnuni- sem nú liggja eftir hana, til minningar um listfengi henn- ar. Árið 1903 gengu þau hjónin í Fyrsta íslenzka únítara söfnuð- inn í Winnipeg og unnu bæði ætíð vel og með dugnaði að mál- um hans, og styrktu hann á margvíslegan hátt. Og nú á seinni árum hennar hefir Ingi- björg heitinn sýnt Sambands- söfnuðinum sama hlýleik og góð- vilja sem einkendi hana á fyrri árum. Hún veiktist alvarlega fyrst nokkru fyrir jól, og fór fyrst á Grace spítalann, en seinnn a General spítalann 14. jan. s. 1. og var þar úr því þangað til að hún kvaddi þetta líf I. þ. m. hátt á 70. aldri. útförin fór fram á múnudag 4. þ. m. frá Sambandskirkjunni hér i bæ, að fjölda /nöigum vin- urn viðstöddum. A S. Bardal sí um útförina Sérr Philip M. Pétursson jarðsöng; jarðað var 5 B’oiksfde. * * * Til bæjarins komu s 1. viku þær systurnar Mrs. ólöf Sveins- son frá Long Beach, Calif. Adelia Goodmundson frá New York og Guðrún Goodmundson frá Seattle, Wash., til að vera við útför móður sinnar, Ingi- bjargar Goodmundson, sem fór fram frá Sambandskirkjunni í Winnipeg s. 1. mánudag, 4. þ. m. * * * Jóhannes skáld H. Húnfjörð, kom norðan frá Árnesi í gær; hann sótti leikinn Jósafat er í Sambandskirkjusalnum var sýndur í annað sinn í gærkveldi. * * * Sunnan frá Dakota komu 17 manns s. 1. mánudag til þess að vera á leiknum Jósafat. Eru nöfn þeirra þessi: Th. Thorfinnsson, Mountain, Mr. og Mrs. A. V. Johnson og sonur þeirra Marino og dóttir Norma frá Mountain, Mr. og Mrs. H. J. Hallgrímsson, Moun- tain, Mr. og Mrs. Roseman Gísla- son og dóttir þeirra Margrét frá Mountain, Mrs. B. Olgeirsson frá Mountain, Miss Pauline Johnson (frá San Francisco), Sigmundur Laxdal frá Garðar, Jón Magnús- son frá Akra, Mrs. V. Hannesson, Mrs. H. Björnsson og Helgi Björnsson öll frá Mountain. * * * Heimskringla er beðin að vekja athygli á hljómleika sam- komu í Auditorium í Winnipeg, er haldih er af Winnipeg Phil- harmónic Choir. f flokkinum eru 160 raddir. “King Olaf” syngur þar frægur enskur tenór- söngvari Steuart Wilson. Við hljómleika þessa syngja og frú Sigríður Olson og Paul Bardal. Söngurinn fer fram mánudag- inn 18. apríl, byrjar kl. 8.30 e. h. ÞJóÐRÆKNISFÉLAG ISLENDINGA Forseti: Rögnv. Pétursson 45 Home St. Winnipeg, Man. Allir íslendingar í Ameríku ættu að heyra til Þjóðræknisfélaginu Ársgjald (þar með fylgir Tímarit félagsins ókeypis) $1.00, sendist fjármálarit- ara Guðm. Levy, 251 Furby St., Winnipeg, Man. TJÖLBREYTTA SKEMTUN heldur G. T. stúkan “Skuld” miðvikudaginn 13. apríil kl. 8 e. h. að I. O. G T. Hall, Sargent Ave. SKEMTISKRÁIN: Upplestur, einsöngur og hljóðfærasláttur. Einnig afar spennandi gam- anleikur: “Frá einni plágu til annarar” Sjónleikur í 4 þáttum eftir dr. Sig. Júl. Jóhannes'son. Að endingu verða stignir gamlir og nýir dansar. Veitingar verða seldar á staðn- um. Inngangur aðeins 25c. Allir velkomnir. * * * Stefán Brandson hér í bænum liggur á Grace spítalanum; hann býst við að verða skorinn upp. Veikin er ekki hættuleg. * * * Swift-Canadian félagið í Win- nipeg hefir ákveðið að koma sér upp tveggja miijón dollara bygg- ingu í St. Boniface. Á bygging- unni er þegar byrjað. MESSUR og FUNDIR 1 kirkju Sambandssa/naOar Messur: — á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. SafnaOarnefndin: Funalr 1. föstu- deg hvers mánaðar. Hjálparnefndin: — Fundlr fyrato mánudagskveld í hverjum mánuði. * KvenfélagiO: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngæfingar: Islenzki íiöng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskvöldi. Enski söngflokkurinn á hverju föstudagskvöldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjum sunnudegi, ki. 12.15 e. h. FÆÐINGAFÆKKUNIN mótar mannkynssöguna Frh. frá 7. bls. ekki sé alveg árangurslaust að vekja með áróðri þann hugsunar- hátt, að það fólk, sem börn á, sé fremri þjóðfélagsþegnar en hitt, sem að sjálfráðu forðast að inna þessa grundvallarskyldu af hendi. En hinar ástæðurnar, þær, sem stafa af áhyggjum um afkomu foreldra og barna, er vafalaust hægt að nema að nokkru leylj á brott eða draga úr þeim. Það er í rauninni afskaplegt, að hugsa til þess, að það fólk, sem gefur þjóðunum þeirra bestu eign, skuli af þeim sökum verða að setjast í nokkurskonar lægri flokk. Konan, sem er að inna þetta nytjastarf af hendi, fær þau laun, að hún verður að fara á mis við bæði hvíld og hressingu, sem aðrar konur taka sér með því að sneyða hjá þess- ari skyldu. Og maðurinn, sem sér um heimilið, verður að horfa á félaga sína, sem barnlausir eru, hafa allar ástæður rýmri. — Haim fær þau laun, að sjá heim- Hið miður rækt, konuna eldast um aldur fram og allan þorra lífsnauðsynja vanta. Það væri nær, að hafa þetta í huga og reyna að bæta úr því, heldur en hlaupa þegar í stað í áróður um takmarkanir á fæð- ingum, fóstureyðingar og annað því um líkt. í þessa átt starfa ýmsar þjóð- ir, og þó að árangurinn sé mis- jafn, þá er enginn efi á, að með því getur málið unnist. Þjóðfélagið á á allan hátt að hlynna að barnmörgu heimilun- um, með skattívilnunum, auka- tekjum, hjálp til húsnæðis, að- stoð fyrir mæðumar bæði við heimilisstörf og frí, verðlaunum og öðru því, sem getur jafnað þann hróplega rangláta mun, Wonderland THEATRE Fri. Sat. & Mon. April 8, 9, 11 “WELLS FARGO” Joel McRea—Frances Dee BOB BURNS Added: 2-reei comedy and POPEYE CARTOON “SOS Coastguard”—Chapter 2 (Fri. night and Sat. Mat. only) Mon.—Country Store Night, 20 Prizes Tue. Wed. & Thu. Apr. 12, 13, 14 GRETA GARBO in “CONQUEST” with Charles Boyer ‘THINK FAST, MR. MOTO’ PETER UORRE Paramount News Thursday—Country Store Nlght 20 Prizes sem nú er í öfuga átt á kjörum þörfustu þjóðfélagsþegnanna og hinna, sem skorast viljandi und- an frumskyldu sinni við þjóðfé- lagið. Á hinn bóginn er ekki nema rétt, að það fólk, sem viljandi velur þá leið, að njóta þæginda barnleysisins, borgi fyrir þau þægindi eins og önnur. Hér eiga þjóðirnar líf sitt og afkomu að verja, og það rétt- lætir eindregnar og áhrifamiklar ráðstafanir.—Lesb. Mbl. Vörumerkið Verðgilda ,STARi jAbciaL^ Söluverðið eingöngu, gefur ekki til kynna verðgildið. Til þess hluturinn beri með sér sérstakt verðgildi verður hann að vera betri að efnis- gæðum en söluverðið gefur til kynna. Stjörnumerkt verðgildi sterndur skör ofar. t>að táknar beztu efnisgæðin sem fáanleg.eru á því verði. Stjörnumerkið táknar að hluturinn hefir sérstaklega verið valinn, til þess að sýna hæzta verögildi sem fáanlegt er fyrir það verð. Stundum er hann keyptur sérstaklega I þeim tilgangi. Stimdum sérstaklega færður niður á verðið. Avalt er hann ofanaf- fleyta allra verðgilda á hvaða sídu sem hans getur. —Samanburðurinn sannfærir yður að stjömumerkta varan skarar fram úr. EATONS Veitið sérstakt athygli MISS GUÐNÝ V. EINARSSON, Ste. 9 Granton Apartments Sími 73129 er veitt hefir fo«rstöðu og verið kennari við helztu snyrtingartsofur Winnipeg-bæjar, tilkynnir að hún hefir nú stofnað á eigin reikning nýtízku snyrt- ingarstofu með öllum nýjustu og fullkomnustu tækjum. Sérstakt kjörverð á “Permanent Waving” Tekið á móti viðskiftafólki að kveldinu.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.