Heimskringla - 13.04.1938, Page 4
4. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
FINNIPEG, 13. APRÍL 1938
WINNIPEG, 13. APRÍL 1938
KOSNINGAR Á ÍSLANDI
Nýkomin blöð frá íslandi, segja þá frétt,
að Haraldur Guðipundsson, atvinnu- og
kirkj umálaráðherra, hafi sagt stöðu sinni
lausri og sé farinn úr stjórn framsóknar-
flokksins. Vegna þess hve framsóknar-
flokkurinn er fáliðaður á þingi, er ekki
ósennilegt að af þessu leiði kosningar á
komandi sumri.
Eins og kunnugt er, varð enginn flokk-
urinn nægilega fjölmennur út af fyrir sig
á þingi eftir kosningarnar 1934 til að
mynda stjórn. En það sem að þá bjargaði
málum, var að Alþýðuflokkurinn með sína
fáu þingmenn hét framsóknarflokknum
samvinnu. Varð það til þess að fram-
sóknarflokkurinn gat tekist stjórn á hend-
ur. Einn af þremur ráðherrunum var úr
alþýðuflokkinum, og alt bar vott um að til
samvinnu flokkanna væri efnt á grundvelli
jafnréttis og frelsis; þar var ekki um
neina kúgun að ræða. Um mörg aðalmál
sín skilur þessa flokka heldur ekki mikið.
Þeir eru báðir miðflokkar, er öfgastefnur
fasista og kommúnista sniðganga. Fram-
sóknarflokkurinn er fyrst og fremst sam-
vinnu og bændaflokkur, en Alþýðuflokk-
urinn hreinn og beinn verkamannaflokkur.
Samvinna þeirra virðist á marga lund eigi
óeðlileg og þó Alþýðuflokkurinn hafi stöku
sinnum borið á sér ofurlítil afturhvarfs
eða iðrunarmörk út af samvinnunni, hefir
hún yfirleitt mátt heita sæmileg til þessa.
En nú skilur leiðir. Og steinninn sem
samvinnan steytti fæti á, er deila milli
togara eða fiski-útgerðarmanna og verka-
manna í Reykjavík. Þar hefir verið verk-
fall, togarar hafa legið við bryggjumar í
Reykjavík og ekki hafst neitt að svo vikum
skiftir. Lausn á deiiunni var engin sjá-
anleg og útgerðarmenn urðu ekki einungis
af sínum títt um talaða gróða, heldur sátu
verkamenn aðgerðar- og bjargarlausir
heima. Þótti stjórninni ílt að við svo búið
sæti og réðist í að miðla málum með því
að skipa nefnd eða gerðardóm í málið. En
það var það sem verkamálaráðherrann,
Haraldur Guðmundsson, gat ekki sætt sig
við og kvaddi því stjómina.
Með þessu virðist um leið samvinnu Al-
þýðuflokksins og Framsóknarflokksins slit-
ið. Það er að vísu ekki óhugsanlegt, að
ástæður ráðherrans hafi ekki skift svo
miklu um stefnu flokksins, að samvinn-
unni þurfi að vera lokið, en það er þó lík-
legra, að hann hafi stigið sporið í samráði
við flokk sinn.
En bíður þá nokkuð annað en kosning-
ar? Komi samvinna ekki til greina við
neinn annan flokk, t. d. sjálfstæðisflokk-
inn, virðist ekkert annað fram undan en
kosningar. En þess er dæmi áður, að fram-
sóknar- og sjálfstæðisflokkarnir hafi unnið
saman í stjórn. Á stjómartíð Ásgeirs
Ásgeirssonar, var einn ráðherrann úr
sjálfstæðisflokkinunv; það var Magnús
Guðmundsson. Sjálfstæðisflokkurinn virð-
ist og hafa verið með stjóminni í skipun
gerðardómsins. Lausn á verkfallinu var
brýn. Jafnvel þó hvorutveggju aðilar hefðu
einhverju orðið að slá af kröfum sínum,
hefði ekki tjón sem teljandi er af því
hlotist, og ekkert, borið saman við það sem
orðið er af völdum verkfallsins. En þeim
mun furðulegri eru samvinnuslit stjórnar-
flokkanna.
“Langhenda” (Þessi ágæta staka er úr
Númarímum Sigurðar Breiðfjörðs)
Móðurjörð hvar maður fæðist,
mun hún ekki flestum kær,
þar sem ljósið lífi glæðist
og lítil sköpun þroska nær.
VOR
Það er vor í Ioftinu. Þó enn sé hálf
önnur vika til sumars, eftir tímareikningi
talið, hafa nú raddir vorsins kveðið hvar-
vetna við um langt skeið og boðað komu
“sólar og sumars”. Veturinn hefir verið
svo frostmildur og góðviðrasamur, að
elztu menn muna ekki annað eins síðast
liðin 40 til 50 ár. Allur síðari hluti þessa
vetrar má heita að hafi verið óslitið vor,
stillingar og hægviðri dag eftir dag, viku
eftir viku.
En hvernig er með vorið hið innra — í
mannsálinni ?
Við því hefði mátt fyllilega búast, að
einnig þar hefði vorað, að í brjóstum
mannanna byggi' nú von og vor, sem guð
hefir verið svo góður. Ekki verður það þó
sagt um alla. Okið er eins þungt á herðum
margra og það hefir nokkru sinni verið,
hversu óeðíilegt sem það kann að virðast,
og þó það sé þýngst á þá lagt, eins og St.
G. St. segir, af bræðrum þeirra.
En það væri ekki eðlileg vorhugsun, að
gera sér enga von um, að því éli mannfé-
lagsóskapnaðarins geti ekki' létt, sem öðr-
um. Mennimir fæðast ekki og deyja eilíf-
lega andlega blindir fyrir því að þeir eru
bræður. Það er vorröddin sem vonandi á
eftir að hljóma æ hærra og hærra í brjóst-
unum.
Eins og hinir erfiðu tímar há einstakl-
ingnum svo hafa þeir einnig náð til félags-
lífsins. Og að þeir hafa ekki nú þegar kipt
fótum undan félagssamtökum íslendinga
hér, er næsta eftirtektavert og sannfærir
oss um það, hvað víðtækar rætur þau
eiga í þjóðfélaginu yfirleitt, þó okkur
hætti oft við að líta á þau sem sérmál, eða
það sem þjóðlífinu komi ekki við. Það er
eins og tímamir, hinir erfiðu, eigi síður
en þá er vænlegar horfir, sannfæri okkur
um það, að þó við glötum því, sem íslenzkt
er, sé oss ekkert borgnara, sem þegnum
þessa lands, nema síður sé. Fram koma
ljóð þau er löngu voru sunginn, stendur
einhversstaðar, og minnir þertta á það, og
þá eigi síður á hitt, að það hafi ekki alt
verið út í hött sagt, sem haldið hefir verið
fram um þörfina á viðhaldi íslenzkrar
tungu og annara andlegra erfða hér vestra.
Mönnum finst nú ef til vill ekki um vor
að ræða í þjóðernismálum íslendinga hér,
og mun það á vissan hátt til sanns vegar
'mega færa. En eigi að síður vildum vér
minna á, að jafnvel það, sem gerðist hér
síðast liðna viku, svo ekki sé lengra um
seilst, er nokkur ástæða til að benda á,
sem vorboða. Fyrst og fremst eigum vér
þar við íslenzka leikinn, sem sýndur var
af Leikfélagi Sambandssafnaðar tvo fyrstu
daga vikunnar og sem stór hlutverk voru
leikinn í af hér fæddum ungutn íslending-
um. Annað, sem von vekur um sumar í
þjóðræknisstarfinu, er að á Frónsfundi
s. 1. fimtudag héldu þrír fslendingar hér
fæddir og mentaðir ræður á íslenzku og
vafðist ekki tunga um tönn. Á þessum
atvinnuleysis og sinnuleysis tímum hikum
vér ekkert við að nefna þetta vorboða.
Þessi íslenzku áhrif sem þetta meðal
annars ber vott um vitum vér hváðan
spottin eru. Þau eru starfi Þjóðræknisfé-
félagsins að þakka, félagsins, sem þann
lofsverða tilgang hefir á skjöld sinn skráð,
að færa íslendingum, í sérstökum skilningi
talað, — íslenzkt vor.
Staka
Um hjónin eða hjónaleysin Þorra og
Góu, er eftirfarandi vísa kveðin. Eins og
eldri íslendingar muna, var Þorri tileinkað-
ur bændum og fyrsti Þorra-dagur kallaður
bóndadagur. Varð bóndi að fara snemma
á fætur þennan dag og heilsa Þorra meðal
annars með því að ganga eða hoppa hálf-
nakinn þrisvar sinnum umhverfis hús sín;
jafnvel þegar kaldast var, mátti ekki fara
nema í aðra buxnaskálmina meðan á þessu
stóð, en hina varð að draga á eftir sér.
Hvað sem tautaði varð að taka keifar-
laust á móti Þorra. Góa var tileinkuð kon-
unni og fyrstr dagur hennar var “konu-
dagur” nefndur. En börn þeirra Þorra og
Góu voru Einmánuður og Harpa, sem eru
síðasti vetrar- og fyrsti sumarmánuður.
Er sagt að yngismenn og yngismeyjar
hafi fagnað komu þessara mánaða. En
eldri menn kunna betur frá þessu að segja,
svo vísan skal hér koma:
Þorri og Góa, grálynd hjú,
gátu son og dóttur eina:
Einmánuð, sem bætti’ ei bú,
blíðu Hörpu’, að sjá og reyna.
NÝ UPPGÖTVUN
Nýja uppgötvun hefir bandarískur maður
gert, sem talin er ein hin mikilsverðasta.
Hún er lampi, sem gefur frá sér aðeins
últra-fjólubláann geisla, sem drepur gerla
á svipstundu.
Uppgötvarinn heitir Harvey C. Rents-
chler, bandarískur vísindamaður af þýzk-
um ættum. Hann hefir vísindarannsókn-
ir með höndum hjá Westinghouse raffé-
láginu í Bandaríkjunum.
Bylgjulengd geislans er talin 2.537 (Ang-
ström) einingar. Ekki er hann svo sterkur
að menn saki, en sýkla bráðdrepur hann.
Uppgötvunin er nefnd rentschlerization
eftir höfundinum (sbr. heiti á uppgötvun-
um Röntgents og Pasteurs o. fl.)
Uppgötvunin hefir verið reynd af Ameri-
can Institute í New York. Hún'sýndi ótví-
rætt, að geislinn heldur fæðu frá skemd-
um með því að hann drepur gerlana, sem
í hana komast; sár eru og varin skemdum
með þessu og borð-áhöld á hótelum, mat-
söluhúsum og heimilum, er auðvelt að
gerilhreinsa með þessari aðferð.
Eftirtektaverðasta tilraunin sepi gerð
var með þessari uppgötvun, var í Duke
University Hospital er gerð var af yfir-
lækni stofnunarinnar Dr. Deryl Hart. Allir
vita hve skurðlæknum og hjúkrunarkonum
er umhugað um að halda lofti í uppskurð-
arherbergjum, höndum sínum, fötum og
áhöldum geril-fríum. En jafnvel með
hversu mikilli gætni sem viðhöfð er, svo
sem í handaþvotti, í að klæðast hvítu og í
að sótthreinsa verkfærin, kemur samt sem
áður fyrir, að skemd hleypur í sár eftir
holdskurð. Dr. Hart skýrir frá því að með
því að gerilhreinsa uppskurðarherbergi
með geisla þessum, sé alveg fyrirbygt, að
skemdir geti hlaupið í sár. Og afleiðingin
af reynslu hans hefir orðið sú, að aðferð
þessi er nú þegar notuð í uppskurðarher-
bergjum 1 Mayo Clinic, the New York
Medical Centre, Perth Amboy, N. J. Hospi-
tal og víðar.
En uppgötvunin er spáð að brátt verði
víðar notuð en í uppskurðarstofum lækn-
anna. Hún kvað vera svo ódýr, að auðvelt
sé að komast yfir hana. Að hún komist
jafnvel inn á hvert heimili með tíð og
tíma efa menn ekki, sem kunnugir eru
þessu. Almennum gistihúsum hlýtur brátt
að skiljast hversu mikilsverð hún er. Að
geta geril-sneitt alla fæðu og loft í her-
bergjum eða öllu húsinu, hvort sem um
gistihús eða heimili alment er að ræða, er
of mikilsvert til þess að því verði ekki
brátt gaumur gefinn.
Kunningi þinn t. d. heimsækir þig. Hann
hefir kvef og hóstar meðan hann stendur
við. Alt sem gera þarf til þess að smitast
ekki af honum, er að geril-hreinsa stofuna
sem hann var í meðan hann stóð við og
kvefið berst þá ekki frá manni til manns.
Fæða sem gerilhreinsuð er frammi í
eldhúsi og hnífapör, diskar og allur borð-
búnaður, helzt hreinn og laus við gerla í
matstofunni að minsta kosti meðan étið
er, í vanalega loftræstuðu húsr.
í veg fyrir tíða smitun er talið víst að
megi komast með því að menn hreinsi
andlit, hendur og föt sín er þeir koma
heim af samkomum eða öðrum stöðum,
sem menn sækja oft í smitandi sjúkdóma.
Kjöt er t. d. hægt að geyma í kæliskáp-
um án þess að það skemmist. En það er
sagt að deyfast og missa bragð við það.
Með þessari nýju aðferð við að halda því ó-
skemdu, kvað það ekki eiga sér stað.
Með það fyrir augum sem nú hefir verið
bent á, virðist hér um merkilega uppgötv-
un að ræða.
Spurning: Heimskringla sæl! Viltu gera
svo vel og segja mér hvernig á því stendur
að yfirstandandi vika er kölluð dymbil-
vika? Lesandi.
Svar: Þrír síðustu dagar þessarar viku
eru nefndir dymbildagar og dregur vikan
nafn af því. Dymbildagavika mun hún
hafa verið kölluð, þó í almanökum sé nú
nefnd dymbilvika. Orðið er komið af
dumbur, segir Finnur Jónsson; getur einn-
ig hafa orðið til úr enska orðinu dumb-
aell, sem er sömu merkingar. Dymbill er
trékólfur, sem settur var í kirkju-klukkur
þessa daga, svo að enginn hávaði stafaði
af þeim. í skýrslum yfir góz kirkna frá
fornu fari, er dymbillinn talinn með eign-
unum. Á föstudaginn langa er sagt að
siður hafi verið sumstaðar á íslandi, að
húsbændur refsuðu börnum fyrir misgerð-
ir þeirra á árinu. Orðtakið, líður að dym-
bildögum eða koma dymbildagar á við
þetta, eða að refsingin sé vís.
ÓSÝNILEG EFNI
Eftir Arthur E. Morgan*
Eigi er auðið að gera ráð fyrir
almennum nægtum hér í Ame-
ríku. Þó að margt sé til af hin-
um nauðsynlegu efnum, svo sem
mikil náttúru auðlegð og full-
komnum tækjum til hagkvæmi-
legrar framleiðslu, þá fást eigi
þau efni sem skorta með laga-
ákvæðum né nýrri tegund af
hagfræðilegri stjórnarskipun. —
Aðferðin sem nauðsynleg er til
að framleiða þessi ósýnilegu efni
og áhrif er eins flókin og erfið
eins og breyta ætti fávísri og ó-
siðaðri mannveru í mentaðann,
félagslyndann og siðfágaðann
borgara. Efni þau, sem auð-
sýnilega eru nauðsynleg til að
framleiða voldugt kvæði eru
penni, blek og þekking og reglur
fyrir skáldskap. Samt, þrátt
fyrir miljónir smálesta af pappír
og bleki og þúsundir af áhuga-
sömum höfundum þá hefir til-
tölulega lítið af merkum kvæð-
um verið framleitt.
Hráefni þau sem hér eru ti
reiðu við skáldskapargerð eru
auðsæilega ófullnægjandi eða lít-
ils virði í samanburði við þau
hin ósýnilegu efni sem alger
skortur er á.
Vér sjáum ótæmandi auðlegð
og framleiðslutæki, og oss furð-
ar á hvers vegna vér höfum eigi
allsnægtir. Efnisleg auðlegð og
framleiðsla hafa nákvæmlega
sama gildi fyrir gott þjóðskipu-
lag eins og pappírinn, blekið og
penninn höfðu til að framleiða
mikilvægt kvæði. Engu síður
mikilvæg er siðfáguð menning,
fjölhæf þekking og göfug á-
kvörðun, og til samanburðar
verða hin sýnilegu efnin aðeins
aukaatriði.
Það gæti vel átt sér stað, að
hefði maðurinn komið fram á
strönd Cambrian-hafsins, að
hann hefði getað andað að sér
loftinu umhverfis sig og hefði
getað melt lifandi skelfiska og
krabba er soguðust að landi
með briminu, og að hann hefði
getað lifað á þann hátt. Ef til
vill hafa öll hráefni til viðhalds
mannlegri tilveru verið til þá.
samt hljóta hundrað miljón ára
að líða hjá og hin hægfæra
breytiþróun og margbrotna líf-
fræðislega myndun að eiga sér
stað áður en mannkynið kemur
fram á sjónarsviðið; ennþá
lengra tímabil líður hjá áður en
Isaiah og Shakespeare koma
fram. Það fólk er fremur grunn-
hyggið sem heldur, að fyrir þá
sök að til eru á meðal vor flest
af þeim hráefnum í ríkum mæli,
sem þörf er á fyrir gott þjóð-
skipulag, þá þurfum vér ekkert
annað en lög og stjórnarbylting-
ar til að koma því skipulagi á.
öllum tálmunum, sem hindra
framþróun, ætti að ryðja úr
vegi að svo miklu leyti sem auðið
er, en miklar og góðar vonir um
endurreisn sem ^tjórnarbylting-
ar veiti, verða venjulega von-
brigði, eins og t. d. á Rússlandi
og Þýzkalandi. Umbótafrömuð-
irnir lofa þjóðum venjulega
miklu, en kraftaverkin reynast
vanalega ekki mjög endingargóð.
Þessir nienn, sem lofa þjóð-
* Höfundur ritgerðar þessarar, Dr.
Arthur E. Morgan er heimsfrægur
verkfræðingur. Hann er forseti og
yfirumsjónarmaður yfir "Tennessee
Valley Administration” (T.V.A.), hinu
stærsta og umfangsmesta fyrirtæki.
sem Bandarikin hafa ráðist í. Dr.
Morgan var forseti Antioch CXillege,
mentaskólans nafnkunna, er Horace
Mann, uppeldisfræðingurinn þjóðkunni
stofnaði, snemma á öldinni sem leið.
Antioch College er eina hærri menta-
stofnunin í Bandaríkjunum sem fylgt
hefir því fyrirkomulagi að nemendur
hafa unnið fyrir sér gegnum alt nám-
ið, með því að skólatímanum er skift
milli bóknáms og iðnæfinga, um á-
kveðna mánuði sumar og vetur. Jafn-
framt því sem nemandinn vinnur fyrir
nægilegu kaupi til að kosta sig yfir
námstímana lærir hann ýmsar iðn-
greinar, skrifstofuhald, bókhald, verzl-
un o. fl.
Ritgerðin er tekin úr timariti skól-
ans: "Antioch Notes.”
fræðislegum kraftaverkum, eru
eyðslubelgir á þjóðarauðinn.
Að vekja brigðular vonir með
því að lofa almennum nægtum
með skyndibreytingu á félags-
legu og stjórnfræðislegu skipu-
lagi, er óþarfa eyðsla fyrir þá
sök að með því að gefa til-
finningunum lausann tauminn,
er bæði tíma og hæfileikum eytt
frá varanlegri framþróun. Þeg-
ar hugmyndirnar um fullkomið
skipulag hafa náð hámarki sínu,
er úti um raunveruleikann. Ein
staðhæfingin leiðir til annarar.
Þegar loforðin hafa verið gerð
nægilega glæsileg, og einhver
bendir á mikið erfiði og stjálf-
stjórn nauðsynlega fyrir fram-
þróun og raunsæileg afrek, þá
er hann skoðaður sem óvinur
þjóðfélagslegra heilla, og sá er
særi eftirvæntingar fjöldans. —
Þessir leiðtogar, sem vekja hjá
fólkinu þrá eftir hagfræðisleg-
um kraftaverkum, vinna óþarfa
verk. Þeir valda meinsemdum í
þjóðfélaginu, sem erfitt er að
lækna.
Fylgi fjöldans við þær hug-
myndir að hægt sé að stofnsetja
gallalaust þjóðríki, nokkurskon-
ar Utopíu, getur orðið svo ákveð-
ið að leiðtogarnir séu fúsir að
leggja í sölurnar grundvallarlög
góðrar stjórnar og þjóðskipu-
lags.
Á þann hátt getum vór átt á
hættu að fá í staðinn fyrir lýð-
ræði' einræði af mismunandi teg-
undum, góðum hæfileikum er
fleygt fyrir borð og í staðinn
tekið til greina flokksfylgi.
í stað hreinlyndis og réttlátr-
ar afstöðu eru blekkingar og
undirferli látin ráða.
Við að sjá ofsjónir getur auð-
veldlega farið svo, að vér glötum
hinni' hægfara framþróun er
unnist hefir í áttina til góðs
þjóðskipulags. Þjóðfræðilegar
umbætur eru nauðsynlegar til
góðs skipulags og ávinnast oft
eigi nema með áhættusamri sam-
kepni. Þó, nema oss skiljist, að
þjóðmenning er aðallega sál-
rænnar tegundar: skapferlis,
sjálfstjórnar og skilnings, getur
vel átt sór stað að vér komum
auga á hýðið, en yfirsjáist að
gefa gaum að kjarnanum. Mað-
urinn er eins og jurt eða dýr,
sem getur aðeins dregið úr um-
hverfinu vissar tegundir efna og
notað þau á þann hátt, sem eðli
hvers eins krefur.
Þjóðskipulag vort getur að-
eins orðið fullkomið með þeim
hætti', að innbyrðis hjá því verði
hin sálræna þróun fullkomin. Að
gera sér fulla grein fyrir þessu
og leitast við að ná slíkri þróun,
eru þjóðfræðisleg hyggindi.
Gb. S. þýddi
TVÆR VÍSUR
eftir Jón Pálsson Vídalín
Jón eldri, sonur Páls Vídalíns
hafði mentast erlendis, en kom
hingað til lands sumarið 1724 og
“varð heyrari á Hólum í Hjalta-
dal veturinn eftir og eins næsta
veturinn, sem var 1725—26”.
Jón kvongaðist þar á Hólum
Helgu dóttur Steins biskups
Jónssonar. Um sumarið (1726)
var hann settur sýslumaður í
Vaðlasýslu, en varð úti á Hjalta-
dalsheiði' snemma í október þá
um haustið, “ásamt tveim piltum
og fanst ei fyrr en um vorið
snemma”.
Jón var skáld sem faðir hans
og hafa nokkrar vísur hans
varðveitsL Svo er að sjá, sem
lann hafi grunað, að hann yrði
ekki langlífur og illa hefir lagst
í hann ferðin norður um Hjalta-
dalsheiði um haustið, er hann
ætlaði til sýslu sinnar.
“Áður Jón riði frá Hólum
norður kvað hann (er hann reið
úr hlaði):
Ykkur kveð eg öll í senn
af því nú verð fara;
hingað kem eg aftur enn,
ef mig guð vill spara.”
Þá er sagt “hann kvæði vísu
þessa við konu sína, er þau skildi
síðast: