Heimskringla


Heimskringla - 13.04.1938, Qupperneq 5

Heimskringla - 13.04.1938, Qupperneq 5
WINNIPEG, 13. APRÍL 1938 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA Fyrir mig ber hún þungan þrótt þrifleg menjagerður; hesturinn kemur heim í nótt, hvað sem um mig verður. Sagan segir, að Jón hafi lagt handgull sitt undir tungurætur sér, er hann sá hvað verða vildi — að hann mundi bera beinin þar á Hjaltadalsheiði. Það er sagt, að faðir Jóns, Páll lögmað- ur, hafi látið svo um mælt, “að lækur rynni undir knésbætur hans, sem og reyndist, þá hann fanst um vorið”.—Vísir. SÖNGLIST OG MENTUN í menningarsögu vorri er fátt eins einkennilegt eins og hnign- un sönglistarinnar. Grikkir skoðuðu hana sem feg- urðar menninguna í háskóla- menfun sinni. Á skáld og hetju- öld Frakklands var hún skoðuð sem mikilvæg félagsleg list. — Sömu augum var litið á hana á endurreisnaröld ítalíu og á Eng- landi á ríkisstjórnartímabili' Elisabetar drotningar. í stjórn- artíð Viktoríu Englandsdrotn- ingar var sönglistin skoðuð sem göfug endurminning eða þjóð- siðir liðna tímans. Hér í Ameríku á vorum dög- um myndi engum koma til hug- ar að staðhæfa, að sönglist hefði verið engu síður eitt af frumat- riðum fornmenningarinnar eins og t. d. flatarmálsfræði. Skilningsleysi' Ameríkumanna á sönglistinni er eigi svo erfitt að átta sig á. Orsakirnar eiga rætur að rekja fyrst og fremst til trúarbragða og þjóðsiða hinna púritönsku pílagríma, er fluttu til Nýja Englands, einnig til ó- skiftra starfskrafta landnem- anna, til fjárhagslegrar menn- ingar, skorts á tómstundum og fjölgun lærðra tónfræðinga. Al- þýðuskólar gerðu sér far um að breyta þessu, en söngfélögum við skóla og hinum mýmörgu lúðraflokkum hefir hingað til helst tekist að útbreiða lúðra- leiklist og saxagöll heldur en t. d. slaghörpu og fiðluspil. Útvarpsstöðvarnar, sem hafa haft talsvert af góðri sönglist á boðstólum, hafa einnig haft margt af hinu lakara taginu. Nú á síðustu tímum hefir þó hafist mikil endurbót á þessu. Fleiri stúdentar ganga nú á æðri skóla, sem hafa sterkan áhuga á söng- listinni en áður var. Nálega hver einasti háskóli og miðskóli hefir nú söngfræðisdeild, og ver miklum tíma til sönglistarinnar. Samt sem áður er ennþá mis- skilningur á, hvort skipa beri sönglist sem listrænni mentun. Þangað til að eins nýlega, var mjög erfitt að fá viðurkenningu listaskólanna fyrir tækni í söng- list. Og enn þá skortir sönglistina þá verðugu viðurkenningu sem t. d. tungumálanám hefir. Það veröur eigi þangað til að háskól- arnir hætta algerlega við að beina allri mentun sinni að hugsana- hliðinni og leggja alveg eins á- herzlu á tilfmningalífið og fé- lagslega breytni manna, að söng- listin og aðrar listir fá verðuga viðurkenningu. Sönglistin getur alls ekki þrifist sem aukaatriði eða einskonar skrautgripur. Fæstir sönglista skólar hafa hvorki starfskrafta né tækni til að útskrifa lærða söngfræðinga. Sem mentunargrein, til að hafa djúp áhrif á tilfinningalíf nem- andans og opna hugarheim var- anlegrar lífsgleði, þá á sönglistin sór hinn helgasta tilverurétt. Gunnbj. Stefánsson hljómleika þessa syngja og frú Sigríður Olson og Paul Bardal. Söngurinn fer fram mánudag- inn 18. apríl, byrjar kl. 8.30 e. h. * * * Ákveðið er að séra Rúnólíur Martinsson flytji guðsþjónustur á páskadaginn (17. apríl): kl. 11 f. h. í kirkju Lúters safnaöar í Grunnavatnsbygð; kl. 2.30 e.h. í lútersku ki-rkjunni í Lundar-oæ. * * * 55. ársþing stórstúku Mani- toba af alþjóðareglu Goodtempl- ara verður haldið í G. t. húsinu í Winnipeg dagana 27. 28. apríl n. k. * * * fslendingadags prógröm Eftirfylgjandi fslendingadags prógröm óskast til kaups, fyrir árin 1890, 1891,1892,1893,1895, 1896, 1897, 1898, 1899, 1900, 1901, 1902, 1903, 1904, 1908, 1909, 1912, 1914, 1915, 1923. Eintökin mega ekki vera rifin eða mjög óhrein. Sendið þau ekki en tilkynnið “Hkr.” hvaða árganga þér hafið, og á hvaða verðr. Verður yður þá svarað strax um hæl. Ennfremur er óskað eftir sög- unni: Fastus og Ermena, er gefin var út á Gimli af Gísla M. Thompson. Ráðsmaður Hkr. vinnuna innan stjómarinnar og þakkaði' Haraldi Guðmundssyni samvinnuna, er hann hefði rækt af dregskap. Umræður um þetta mál urðu engar að lokinni ræðu forsætisráðherra. -Vísir 18. marz. DÁN ARFREGN ÍSLANDS-FRÉTTIR FJÆR OG NÆR Heimskringla er beðin að vekja athygli á hljómleika sam- komu í Auditorium í Winnipeg, er haldin er af Winnipeg Phil- harmonic Choir. í flokkinum eru 160 raddir. “King Olaf” syngur þar frægur enskur tenór- söngvari Steuart Wilson. Við Gerðardómurinn tekur vænt- anlega til starfa í dag Hæstiréttur hefir skipað í gerðardóm þann sem samþyktur var á Alþingi í fyrrinótt, að svo miklu leyti sem réttinum ber að tilnefna í dóminn. Var Hákon Guðmundsson, hæstaréttarritari, skipaður for- maður dómsins, en auk þess voru tilnefndir Ágúst Jósefsson heil- brigðisfulltrúi, Bjöm Steffen- sen endurskoðandi, Þorsteinn Þorsteinsson, hagstofustjóri, og Pétur Lárusson, skrifstofumað- ur hjá Alþingi. Af þessum mönnum ryðja að- ilar sínum manninum hvor en tilnefna í stað þeirra einn mann hvor og er þá gerðardómurinn fullskipaður. Fer ruðning og tilnefning af hálfu aðila, þ. e. sjómanna og út- gerðarmanna, fram kl. 3 í dag, hjá formanni dómsins. Er þá gerðardómur fullskipaður og tekur til starfa. Hvenær vænta má niðurstöðu dómsins verður ekki' um sagt að svo stöddu, en hann mun hraða störfum eins og auðið er.—Vísir 18. marz. (Sjá ritstj. grein í þessu blaði um þetta mál). * * * Forsætisráðherra tilkynti lausnarbeiðni Haralds Guð- mundssonar atvinnumála- ráðherra á Alþingi í dag Áður gengið var til dagskrár á fundi neðri deildar Alþingis, kl. 1 e. h. í dag, kvaddi forsætis- ráðherra sér hljóðs. Tilkynti hann deiidinni, að sér hefði morgun borist bréf frá atvinnu- málaráðherra, Haraldi Guð- mundssyni, þess efnis, að hann bæðist lausnar fyrir sig úr ráðu- neytinu. Kvaðst forsætisráð- herra hafa símað konungi með ósk um það, að beiðni ráðherr- ans væri sint. Jafnframt kvaðst forsætisráðherra hafa óskað, að sér væri falið að gegna embætti' atvinnumálaráðherra, fyrst um sinn, eða þar til breyting yrði gerð þar á. Forsætisráðherra kvað kunnar ástæðurnar fyrir lausnarbeiðninni og þau rök sem atvinnumálaráðherra hefði fært fram, er hann kvaðst munu biðjast lausnar, þegar gerðar dómsfrumvarpið var rætt á A1 þingi'. Forsætisráðherra kvað sér þykja leitt, að svona hefði farið, að stjórnarsamvinnan hefði slitnað á þessu máli. En hann kvaðst álíta það svo stórt mál og nauðsynlegt að afgreiða það án tafar, að öll önnur sjón- armið hefði orðið að víkja fyrir því. Að lokum ræddi hann sam- Þann 26. marz andaðist að Keldulandi við Riverton, Man., háöldruð kona, Eirný Jónsdóttir að nafni', fædd 23. nóv. 1850 í Bæjarsveit í Borgarfjarðarsýslu Foreldrar hennar voru Jón Sveinsson og Sigríður ólafsdótt- ir en alin var hún upp á Lang- holti þar í héraðinu. Árið 1886 giftist hún Guðjóni Jónssyni', frá Uppsölum í Hálsasveit, bjuggu þau þar um hríð, ásamt foreldr- um Guðjóns. Þau eignuðust eina dóttur er Gunnfríður hét, og dó hún barn að aldri á íslandi. Vestur um haf fluttust þau árið 1888. Þau bjuggu á Reyni- völlum í Fljótsbygðinni', frá því að þau komu til Nýja-íslands, unz Guðjón dó í júlí mánuði 1901. Þá fluttist Eirný, ásamt aldraðri tengdamóður sinni til Sigurðar Jónssonar Olson, bónda á Keldu- andi og Ingibjargar Björnsdótt- ur konu hans. Bjó hún um hríð útaf fyrir sig, ásamt aldraðri tengdamóður sinni, en síðan var hún um langa hríð, til heimilis hjá þeim, þjónaði' þeim eftir megni, og naut umönnunar og íærleiksrikrar aðhjúkrunar hjá >eim, til hinstu stundar. Dvaldi íún á Keldulands heimilinu um 36 ár. Hin látna hafði' verið mikil iðjumanneskja, vel vinn- andi og vel gefin á marga lund. Guðjón, maður Eirnýjar heit- innar var föðurbróðir Tímóteus- ar bónda og póstafgreiðslumanns Böðvarssonar í Geysis-bygð, og æirra systkyna. Útför Eirnýjar fór fram þann 30. marz, frá Keldulandsheimil- inu og kirkju Bræðrasafnaðar í Riverton. S. ólafsson þar hafa lofast til að flytja sitt erindið hvor Dr. R. Pétursson og Dr. Richard Beck, og veit eg að það muni verða nægilegt að- dráttarafl fyrir alla góða fsl. ef þeir aðeins muna eftir deginum. En svo er fleira á boðstólum til skemtana. Sem sé: söngur, af þar til æfðum flokk, einsöngv- ar frá tveimur beztu sólóistum bygðarinnar, upplestur (recita- tion) og fjögra ungra karlmanna söngur, sem aldrei hafa áður á ísl. sungið. Alla þessa skemtun býður nú deildin “Báran” fyrir aðeins 35c. En munið að byrjað verður á slaginu kl. 8 að kveldi. Danz verður á eftir undir umsjón Stony’s Orchestra. — Og svo ætlar kvenfélagið að sjá um að enginn deyi úr hungri né þörsta. Nú er glaða sólskin og allir farnir að sá aftur, eftir kulda kastið. — Þeir sem áður trúðu á að sáð yrði snemma, eru nú með örvæntingarsvip. v Th. Th. Framh. HITT OG ÞETTA CITY DAIRY Limited • flytur viðskiftavinum sínum Innilegar Páska kveðjur Cor. Adelaide & Notre Dame BRÉF TIL HKR. Mountain, N. D., 11. apríl 1938 Hr. ritstjóri: Mig langar til að biðja þig um rúm fyrir fáeinar línur í næsta blaði þínu, sem fréttir, af því að þessi' nýfædda ísl. þjóðr. deild hér syðra er naumast komin úr reifunum ennþá, og því varla fær um að borga fyrir að auglýsa sjálfa sig. — Blað þitt hefir áður minst á að hér ætti að hafa sam- komu undir hennar nafni á sum- ardaginn fyrsta (21. þ. m?) og það eru auðvitað fréttir; ten okkur langar að bæta því við, að Eiffelturninn Á síðasta ári skoðuðu 810,185 gestir hæsta turn Evrópu, Eiff- elturninn. Árið 1936 voru gest- irnir 264,145 að tölu. Gestunum fjölgar altaf svona mikið þau ár, sem heimssýningar eru í París, t. d. nam tala gestanna árið 1889, þegar turninn var vígður, 1,968,287, en frá byrjun hafa meira en 17*4 miljón gestir skoð- að turninn. — Aðeins tvær bygg- ingar í heimi eru hærri en hann, báðar í Ameríku — Chrysler- byggingarnar (1040) fet og Em- pire State Building (1248 fet). Eiffelturninn vegur 15,400,000 pund og samanstendur af 12,000 stálbjálkum, sem haldið er sam- an með 2,500,000 boltum. * * * Játningar — Elskarðu mig, Guðmann? — Já. — Er eg falleg í þínum aug- um? — Já. — Fallegri en allar aðrar stúlkur? — Já. — Hefi eg fegurri augu en nokkur önnur kona? — Já. — Og gáfulegri ? — Já. — Er munnurinn á mér fall- egur? — Já. — Fallegasti munnur, sem þú hefir séð? — Já. — Og kyssilegasti ? — Já. , — Er eg vel vaxin? — Já. —Spengileg á götu ? — Já. — Er eg tígulegri en allar aðrar konur ? — Já. — Heldurðu að allir öfundi þig af mér? — Já. — Heldurðu að öllum karl- mönnum lítist vel á mig ? — Já. — Og að alla langi til að eiga mig? — Já. — En hvað þú getur verið yndislegur. — Segðu eitthvað meira fallegt um mig — minn elskulegi Guðmann! SVEINBJÖRN TRYGGVI SOFFONÍASSON Þér aem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BlrgSlr: Henry Ave. but Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA Frh. frá 3. bls. um og ýmsri dulfræði. Fanst honum þar vera helst að finna ráðning gátunnar — einkum í spiritismanum. Var þetta ofur eðlilegt, því hann gerði' í raun og veru stórar kröfur til lífsins og fann til bundinna afla í sjálfum sér, sem aðeins vöknuðu til með- vitundar um sig sjálf, en væri svo neitað um öll þroska skilyrði og hyrfu síðan í dauðanum í al- gerðu tilgangsleysi. Munu hans eigin rannsóknir í þessum efn- um hafa sannfært hann um að sál mannsins væri ætlaður lengri og veglegri þroskaferill en þetta jarðlíf gæti' veitt. Fór hann þó ætíð gætilega og skynsamlega með þessar rannsóknir sínar. — Hann var sjálfstæður í skoðun- um og hreinskilinn og fékst lítt um það hvort þær götur sem honum fanst liggja til hins sanna og rétta væru troðnar af mörgum eða fáum. Hann var til með að róa einn á bát ef svo vildi verkast. f viðskiftum sínum við aðra vildi hann vera sjálfstæður og skulda engum neitt. Með elju og atorku tókst honum þetta. En þrátt fyrir það þó hann kepti að þessu takmarki einstaklings- hyggjunnar — efnalegu sjálf- stæði — var hann sósíalisti í þjóðmálum. Hygg eg að það hafi átt rætur að rekja aðallega til tvenns: í fyrsta lagi sá vit hans enga aðra leið út úr öng- þveiti mannfélagsmálanna, og í öðru lagi knúði mannúðin hann til að heimta meira réttlæti þeim til handa sem afskiftir verða í lífsbaráttunni eins og hún er nú háð. Og mannúð hans var ekki varafleipur eitt, því hann var ör- látur af eigin fé við þá sem þurftu hjálpar með og hann náði til. Heyrði eg hann stundum kvarta yfir því, þegar hann vissi brýna þörf einhversstaðar, að það væri verst að geta svo lítið gert til bjargar. Komst eg þó að nokkrum tilfellum þar sem hann sendi peninga til að hjálpa þeim sem illa voru staddir. En ekki vildi' hann láta nafns síns getið í því sambandi, því hann var enginn auglýsingamaður eða skrumari, hvorki í þessum sök- um né öðrum. Gestrisni þeirra hjóna þektu allir sem heimsóttu þau. Voru þau samhent í þessum hlutum, enda mun margt hafa verið svip- að um gáfur þeirra og lundarfar, sem og lætur að líkindum því “margt er líkt með skyldum.” Þau hjón tilheyrðu íslenzku bókafélagi hér í bygðinni og var Snjólaug bókavörður félagsins um eitt skeið. Sveinbjörn var góður styrkt- armaður Fríkirkjunnar hér í Blaine og í henni var hann kvaddur hinni síðustu kveðju hér, að viðstöddu fjölmenni. — Þakklæti, velvild og virðing sam ferðamannanna, eru að minsta kosti sigurlaun þín Sveinbjörn. En andi vinanna sér kögur tjaldsins lyftast á nýtt og feg- urra svið, þar sem þú birtist þeim brosandi og bíður komu þeirra. A. E. K. gatonia Fötin fylgja auka buxur Ágætt úrval fyrir páskana Grá, blá og brún—Eatonia fötin eru úr tvisti og vaðmáli og eru langt fyrir ofan venjulegan klæðnað að sniði og gerð. Þau færa yður í flokk með þeim sem eru hátíðabúnir um páskana—bindið enda á leitina eftir móðins fötum á hagkvæman hátt. Rúm í sniðum, handa þeim sem eru ungir í anda—einhnept eða tvíhnept fyrir yngri eða eldri menn. Föt fyrir allskonar vaxtarlag, háa, lága, grannvaxna og gilda. Stærðir 35 til 44. Tvennar buxur......................-..... UO j/CUH Övlll VI U Ullfell * $25.00 $20.00 með einum buxum PÁSKA yfirhafnir nýmóðins fyrir karlmenn Þær eru nýjasta gerð, þær eru flott, þær eru ofar öllum yfirhöfnum að sniði; fyrir páskana 1938! Saumaðar og sniðnar úr ullar vefnaði, hæfi- legar fyrir vorið. Lit og snið um að velja eftir allra smekk. Sniðin: Raglan, beltiskápur, slag- hempur, bolsmokkar, varðkápur og stutthempur (Chesterfield). Stærðir frá 35 til 44. Verð... icvx Ci uiio.1 vtiiiaui, iiotii- $20.00 Fást á afborgunar skilmálum. Karlmannafntadeildin, The Hargrave Shops for Men, fyrsta gólfi 4? T. EATON C? LIMITED

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.